11.7.2008 | 10:31
Fjöldskyldan - Umdeild vers Páls um konur
Eftirfrandi grein er eftir Eric Guðmundsson formann Aðvent kirkjunnar á Íslandi
Fjölskyldan
Fjölskyldan er grunnstoð samfélagsins. Hjónaskilnaður og hjúskaparslit eru tíð í nútímasamfélaginu. Á nemendavefsíðu KHÍ kemur fram að á Íslandi lyktar líklega þremur eða fjórum að hverjum tíu hjónaböndum með skilnaði. Árið 2003 voru 531 lögskilnaðir á Íslandi. Þó skal taka fram að tíðni lögskilnaða hefur lítið sem ekkert breyst undanfarin þrjátíu ár og samanborið við nágrannalönd okkar eru töluvert færri lögskilnaðir hér á landi. Þetta mætti skýra með því að nú á dögum er orðið algengara að fólk gifti sig seinna eða sé jafnvel í sambúð í mörg ár áður en það giftir sig ef það er yfirleitt að gifta sig. Tíðni skilnaða er samt mikið áhyggjuefni ekki síst vegna þeirra afleiðinga sem rofin fjölskyldutengsl hafa á líðan bara og uppeldi. Óstöðugleikinn sem skilnaðarbörnin verða fyrir er einmitt eitt helsta kennileyti nútíma uppvaxtarskilyrða.
Meginreglur farsæls heimilishalds er að finna í einhverri allra mikilvægustu umfjöllun Nýja Testamentisins um heimilið en jafnframt ein af þeirri misskildustu. Í Efesusbréfinu 5. kafla "Já" segir einhver, "það er þar sem Páll skipar karlinn höfuð konunnar og kallar á undirgefni konunnar." Við fyrstu sýn kann þetta að vera rétt, en þetta er ekki kjarni boðskaparins: "Sýnis Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni: konunnar eiginmönnum sínum eins og Drottni. Því að maðurinn er höfuð konunnar eins og Kristur er höfuð og frelsari kirkjunnar, líkama síns. En eins og kirkjan lýtur Kristi, þannig, þannig lúti og konurnar eiginmönnum sínum í öllu. Karlmenn, elskið konur ykkar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana til þess að helga hana með orðinu og hreinsa hana í vatnslauginni. Hann vildi leiða kirkjuna fram fyrir sig í dýrð án þess að hún hefði blett eða hrukku né neitt slíkt." Ef 5.21-26. Megin kjarni þessa texta er ekki yfirráð heldur ást og kærleikur. Hér koma fram eðlisþættir þess kærleika sem ríkja skal milli hjóna og innan heimilisins.
1. Fyrst, kærleikurinn innan heimilisins á að vera fórnandi kærleikur. Eiginmaðurinn á að elska konu sína á sama hátt og Kristur elskaði kirkjuna og gaf sjálfan sig fyrir kirkjuna. Þessi kærleikur má aldrei vera eigingjarn kærleikur. Kristur elskaði ekki söfnuðinn til þess að söfnuðurinn myndi aftur gera hluti fyrir hann, heldur þannig að honum gæfist kostur á að koma einhverju í kring fyrir söfnuðinn.
Að vísu segir Páll hérna: Karlinn er höfuð konunnar, en hann segir einnig að maðurinn skuli elska konuna eins og Kristur elskaði kirkjuna, þ.e. með viðhorfi sem aldrei birtist í formi valdbeitingar eða frelsisskerðingar heldur ástar sem er reiðubúin að veita hvaða fórn sem er henni til góðs. Jesús segir sjálfur "Sá er vill fremstur vera meðal yðar, sé þræll yðar, eins og Mannsonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga."
2. Í öðru lagi. Kærleikurinn á að vera hreinsandi kærleikur. Kristur hreinsaði og helgaði söfnuðinn með því að þvo hann í vatni á þeim degi þegar sérhver meðlimur vottaði trúarjátningu sína. Páll á við skírnina. Með hreinsun skírnarinnar og játningu trúarinnar leitaðist Kristur við að gera söfnuð sinn hreinan og heilagan þar til ekki var að finna nokkurn blett né misfellu. Ef ástin dregur persónuna niðurávið er ekki um sanna ást að ræða. Ást sem gerir persónuna gróafari í stað þess að gera hana vandaðri, er óekta. Sérhver ást sem krefst undirferils eða veikir siðferðisvitundina eða sem gerir fólk verri persónur er ekki sannur kærleikur. Sönn ást hreinsar allt líf sérhvers manns.
3. Í þriðja lagi. Þetta er umhyggjusamur kærleikur. Innan heimilisins eigum við að elska og annast hvert annað sem eigin líkama. Sannur kærleikur annast ávallt þann sem hann elskar. Hann elskar ekki til að krefjast þjónustu eða í því að skyni að eigin þörfum sé mætt eða í ábataskyni heldur annast hann þann sem hann elskar.
4. Í fjórða lagi, sönn ást er órjúfanleg. Vegna ástarinnar yfirgefur maðurinn foreldra sína og býr með eiginkonu sinni og þau verða eitt hold. Hjónin eru sameinuð eins náið og limir líkamans eru ein heild. Og þau áforma ekki frekar að skilja við hvort annað en að sundra eigin líkama.
5. Öll þessi tengsl innan heimilisins eru "í Drottni" eins og Páll kemst að orði. Þau eru lifuð í návist Drottins og í andrúmslofti Drottins. Sérhver hreyfing er undir handleiðslu Drottins, sérhver ákvörðun er tekin "í Kristi". Páll segir "verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður. Ef 4.32. Á hinu kristna heimili er Jesús stöðugt nálægur þó óséður gestur.
Í þessum þáttum árangursríks heimilishalds sjáum við háleitt fordæmi Jesús Krists sjálfs, sem eins og segir í Filippíbréfinu "fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur." Það er, hann yfirgaf föður sinn og himneskt heimkinni til þess að verða eitt með söfnuði sínum um alla eilífð.
Bjóðum honum daglega inn á heimili okkar með lestri Orðsins og bænahaldi þannig að Andi hans móti viðhorf okkar, samræður og hegðun og að sannur guðdómlegur kærleikur ráði þar ríkjum.
Eric Guðmundsson - formaður Aðvent kirkjunnar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803195
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falleg grein og tilgangur góður, að mínu mati.
Mér finnst þó alltaf pínulítið kómískt þegar menn fullyrða að þetta eða hitt sé "kjarni boðskaparins", því alltaf eru einhverjir aðrir tilbúnir að segja annað og grýta fólk og meiða í nafni sömu bókstafa.
Það er þó lítið við því að gera og gott að þið trúarboltarnir séuð að reyna að messa fallegri túlkun.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 11.7.2008 kl. 10:55
Kristinn, ég tel að lesa þessi vers Páls í samhengi, frá upphafi til enda þá er engin spurning hver kjarninn var í hans orðum. Þeir sem vilja túlka eitthvað á vondan veg geta ávalt gert það; hvort sem um er að ræða þín orð, orð Darwins eða orð Biblíunnar.
Mofi, 11.7.2008 kl. 11:03
Já já, menn telja alltaf sína túlkun og skilning augljósan og réttan þegar kemur að trúarbrögðum, s.b. risaeðlan sem þú sérð nánast hoppa af síðum bókarinnar þegar þú lest óljósa lýsingu á furðudýri sem menn hafa brotið heilan um hvað sé árhundruðum saman, en er einfalt fyrir þér.
Orð mín eða Darwins eru svo ekki heilög orð Guðs og því ekki eins alvarlegt að einhver túlki þau undarlega. Ekki koma nú með nasistana, gerðu það :)
mbk,
Kristinn Theódórsson, 11.7.2008 kl. 11:29
Auðvitað telja menn sína túlkun og skilning réttann, ef þeir myndu telja sinn skilning ranngann þá myndu þeir skipta um skoðun og halda áfram að telja sinn skilning réttann. Alveg eins og guðleysingjar gagnrýna Biblíuna, þá eru þeir alveg viss um að þeirra skilningur er réttur.
Ég skal hlífa þér við Darwin og Hitler í bili en ég þarf að gera ýtarlega grein sem fer vel yfir þau tengsl.
Mofi, 11.7.2008 kl. 11:37
Haukur, aragrúi af fólki hefur farið frá guðleysi yfir í kristna trú og margir kristnir hafnað kristni vegna þess að einhver rök sannfærðu þá um að hún væri röng.
Mofi, 11.7.2008 kl. 15:18
Ahh, get ekki lofað neinu :( þú getur... ahhh.... well, látið það kjurrt liggja þó þú verðir í netsambandi.... bara hugmynd og ég geri mér grein fyrir því að hún kann að virka algjörlega úr öllu sambandi við raunveruleikann :)
Mofi, 11.7.2008 kl. 15:25
100% sammála þessu hjá þér , þakka þér fyrir að færa þetta hér inn. Það er alltaf verið að slíta þetta úr samhengi eins og svo margt annað, þetta ætti að koma fólki um skilning hvað Páll átti við. Það væri óskandi að hjón mundu hafa þetta sér til viðmiðunnar og því til blessunar.
kv.
Linda, 12.7.2008 kl. 00:18
Nei en gaman... er Eric farin að blogga ;)
Þóra Jóns (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 23:41
Góð grein frá Eric.
Theódór Norðkvist, 13.7.2008 kl. 00:03
Að mörgu leiti alveg sammála þér Andrés en það er samt dáldið hérna sem mér finnst skipta máli. Segjum t.d. að þú segðir mér hvar þú býrð, hvaða konu þú ert giftur og hvort þú eigir börn eða ekki en ég segi að ég trúi þér ekki. Þegar maður neitar að trúa einhverjum þá er maður beint eða óbeint að kalla viðkomandi lygara. Fyrir einhvern sem "þekkir" Guð, þá trúir hann Honum því að Guð er traustsins verður.
Linda, já, þetta er texti sem fólk vandræðast með nema það reynir að skilja hann í samhengi og í réttu ljósi. Takk fyrir heimsóknina.
Þóra, Eric er efni í ofur bloggara
Mofi, 13.7.2008 kl. 00:59
Theódór, já, mér fannst hann glíma við þennan texta á mjög góðan hátt.
Mofi, 13.7.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.