Ef heimurinn fer í stríð

world-end-in-2012-2Á síðustu öld sáum við heiminn fara tvisvar í stríð með ógurlegum afleiðingum. Aldrei hafði tæknin verið jafn mikil og eyðilegginga kraftarnir sem mannkynið gat beitt voru meiri en nokkru sinni áður í sögu mannkyns.

Síðasta heimstyrjöld endaði með tilkomu kjarnorku sprengingarinnar og með því að það vopn var notað, ekki einu sinni heldur tvisvar.  Þessar kjarnorkusprengjur voru samt aðeins kettlingar miðað við þær sem við höfum í dag.  Það er athyglisvert að Biblían talar um að þegar Guð kemur til baka þá kemur Hann til að stöðva þá sem eyða jörðinni. Það sem er merkilegt við það er að menn höfðu aldrei getað eytt jörðinni. Í þúsundir ára þá eina sem við gátum gert var að skjóta örðum og gera smá rispur í fjöll en í dag er staðan allt önnur. Í dag getum við sannarlega eytt jörðinni.

Ég persónulega vil ekki upplifa síðustu tíma; lýsingin á þeim er ekki falleg svo ég vildi helst að þeir gerðust annað hvort þegar ég er farinn eða mjög gamall. En kannski verður mér ekki að ósk minni.

En allir ættu að hafa í huga að þeirra endir gæti komið miklu fyrr. Á meðan þú dregur andann er ennþá tími til að iðrast og snúa sér frá syndum og til Guðs svo þú mættir öðlast eilíft líf.

 

Ég fjallaði um þetta efni á öðrum stað í meiri smáatriðum, sjá: Merki um að við lifum á síðustu tímum?

Síðan myndbönd sem útskýra hvað Biblían segir að muni gerast á hinum síðustu tímum, sjá: Atburðir endalokanna

 


mbl.is Íranar skjóta fleiri flaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Er það ekki nógu nálægt?  Ef þessi jörð yrði án lífs þá myndi ég segja að jörðin hefur verið lögð í eyði eða eitthvað í þá veruna. Ég að minnsta kosti hef aldrei skilið þetta á þann hátt að sjálfur hnötturinn væri í hættu.

Mofi, 10.7.2008 kl. 15:36

2 identicon

Sælir.

Kjarnorkustyrjöld myndi ekki eyða öllu lífi á Jörðinni, það er fjarstæða.

Virðingarfyllst,

sth (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:39

3 Smámynd: Mofi

Haukur, síðasta öld var nú ekki gott dæmi um að hlutirnir eru að batna. Aldrei fleiri dáið vegna hungurs, stríða og kúgun sinna eigin stjórnvalda.  Varðandi dómsdags dæmi þá virðist þú afgreiða það án þess að kynna þér málið. Einhvern tímann þá hljóta þessir dómsdags menn að hafa rétt fyrir sér...

sth,  það er alveg möguleiki að alls konar örverur myndu lifa svona af. Jafnvel einhver dýr...

Mofi, 11.7.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband