Lítið réttlæti á þessari jörð

Allar fréttir virðast að einhverju leiti fjalla um rangréttlæti. Einhver keyrir of hratt, einhver sendir annan mann út í dauðann og hræðilegur maður sem pyntaði og drap nýtur lífsins á einhverjum fjarlægum stað þar sem enginn veit hver hann er. 

Þessi hugmynd um réttlæti er merkileg því það er ekki mikið af því í heiminum en samt virðast allir vita hvað réttlæti er. Sumir reyna að neita því en þegar brotið er á þeim þá eru þeir hinir sömu fljótir að benda á óréttlætið.  Biblían segir að Heilagur Andi sannfærir okkur um synd og dóm eða með öðrum orðum sannfærir okkur um rétt og rangt, um réttlæti.  Huggunin sem kristnir hafa er að það mun koma sá tími er Guð dæmir heiminn með réttlæti.  Að hlutir hins kúgaða verði bættur og hinir vondu fái réttláta refsingu. 

Predikarinn hafði margt áhugavert um réttlætið og lífið á þessari jörð og leyfi honum að enda þessa færslu. 

Prédikarinn 3
16Enn sá ég undir sólinni: Þar sem rétturinn átti að vera, þar var ranglæti og þar sem réttlætið átti að vera, þar var réttleysi. 17Ég sagði við sjálfan mig: Hinn ráðvanda og hinn óguðlega mun Guð dæma því að hann hefur afmarkað tíma öllum hlutum og öllum verkum. 18Ég sagði við sjálfan mig: Þetta er gert mannanna vegna til þess að Guð geti reynt þá og þeir sjái að þeir eru sjálfir ekki annað en skepnur. 19Því að örlög manns og örlög skepnu eru hin sömu: Eins og skepnan deyr, svo deyr og maðurinn og allt hefur sama andann og yfirburði hefur maðurinn enga fram yfir skepnuna því að allt er hégómi. 20Allt fer sömu leiðina: Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar

...
Prédikarinn 4
1Enn sá ég alla þá kúgun sem viðgengst undir sólinni: Þar streyma tár hinna undirokuðu en enginn huggar þá. Af hendi kúgara sinna sæta þeir ofbeldi en enginn huggar þá. 2Þá taldi ég hina framliðnu sæla, þá sem löngu eru dánir, sælli en hina lifandi, þá sem enn eru uppi, 3en þann sælli þeim báðum sem enn er ekki fæddur og ekki hefur litið ódæðin sem framin eru undir sólinni.

 

 


mbl.is Dr. Dauði sagður á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Heimurinn versnandi fer, eymdin er mikil en hún mun aukast, þetta vitum við, allt sem skrifað hefur verið er í uppfyllingu, vísindamenn eru ekki síður að tala um neyðina sem er framundan.  Réttlæti er hverfandi fyrirbæri, við sjáum dæmi um slíkt varðandi Paul (eins og staðan hans er í dag)við sjáum það í miðausturlöndum þar sem Kristnir eru settir í fangelsi fyrir það eitt að vilja vera skráðir sem Kristnir, fyrir það að eiga biblíu og þetta á við stóran hluta af Asíu, sjá Indland og Kína.  Nei, réttlætið er á undanhaldi og orð "Predikarans" eru viðeigandi.  Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum hart að okkur að vera réttlát..þó erfitt sé því það lítur út fyrir að árás á fátæka og þeirra sem minna mega sín færist bara í aukanna og það verður að tala máli þeirra, því raddir þeirra heyrast ekki ...

kv.

Linda, 9.7.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Mofi

Sammála þér Linda.  Vonandi rætist eitthvað úr máli Pauls. Við lifum ansi vernduðu lífi hérna og eigum erfitt með að skilja aðstöðu annara. Hvernig samfélög byrja að þagga niður í örum og kúga en mér finnst við samt sjá þessi viðhorf í okkar samfélagi.

Mofi, 9.7.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Linda

hæ aftur, já þöggunin er hafin, enda erum við oft vitni að slíku, þú mátt t.d ekki hafa þín sjónarmið og trú, reint er að þakka niður í þér á hverjum deigi, með t.d. niðrandi orðum.  

kv.

Linda, 9.7.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Linda

ps. ertu búin að kíkja á myndbandið á síðunni minni, þetta er eitthvað sem þér gæti þótt afar fróðlegt, mér þótti það afar merkilegt.

Linda, 9.7.2008 kl. 14:02

5 identicon

Heimurinn versnandi fer... ég er nú á því að heimurinn hafi aldrei verið betri.
Kristnir eru alltaf að hrapa að einhverju... kannski í þeirri von að heimurinn sér virkilega að verða verri svo Jesú komi nú og bjargi þeim.

Heimurinn hefur aldrei haft sömu mannréttindi og í dag, hann hefur aldrei brauðfætt jafn marga, hann hefur aldrei haft þá möguleika á að lækna sjúkdóma og í dag.
Hvernig sem á það er horft þá er heimurinn í dag sá besti sem hann hefur verið frá upphafi mannkyns.
Grow up

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Við getum kannski bjargað honum með undirskriftasöfnun eins og Ramses og ísbjörnunum sem synda hingað í leit að betra lífi?

Sigurður Rósant, 9.7.2008 kl. 18:36

7 Smámynd: Mofi

Linda
ps. ertu búin að kíkja á myndbandið á síðunni minni, þetta er eitthvað sem þér gæti þótt afar fróðlegt, mér þótti það afar merkilegt.

Þar sem að kross getur myndast í alls konar hlutum þá er svona frekar veikt. Skemmtilegt á samkomum en sem "rök" fyrir tilvist Guðs ekki heppileg að mínu mati.  Svakalega aftur á móti er gaman af predikurum sem lifa sig svona inn í þetta, mætti vera meira af þeim :)

DoctorE
Heimurinn versnandi fer... ég er nú á því að heimurinn hafi aldrei verið betri.

Við höfum meira vald til að gera gott, engin spurning.  En samt þeir sem lifa í fátækt og við hungur og deyja úr sjúkdómum eru samt gífurlega margir. Fjölda sér miklu fleiri en áður í sögunni; hlutfallslega séð líklegast minna en áður en ég veit það ekki fyrir víst.

Síðasta öld voru fleiri myrtir af sínum eigin stjórnvöldum en höfðu verið drepnir í nafni kristninnar á síðustu 2.000 árum. Þú talar mikið um hve kristnir voru vondir síðustu tvö þúsund árin en ekkert um hve vondir guðleysingjarnir Maó og Stalín og Pol Pott voru. Samt er talið að þeir hafi drepið fleiri en hundrað miljón manna... Akkurat í dag lítur þetta ágætlega út en ef þessi heimur fer í stríð þá tel ég það verða verra en nokkuð annað sem þessi heimur hefur séð.

Rósant
Við getum kannski bjargað honum með undirskriftasöfnun eins og Ramses og ísbjörnunum sem synda hingað í leit að betra lífi?

Verður maður ekki að trúa að við getum eitthvað gott ef við tökum höndum saman? 

Mofi, 10.7.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband