Vefir sem styðja Vitræna hönnun

Þeim vefum sem fjalla um Vitræna hönnun og styðja fer fjölgandi ár hvert. Hérna er listi yfir nokkra þeirra:

 

 

Tekið af http://www.evolutionnews.org/2008/07/intelligent_design_website_and.html#more 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá. Ekki vantar efnið. Ég ætla að kíkja á þetta við tækifæri!

Jakob (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Mofi

Hvað áttu við Sigmar?

Pax, takk fyrir heimsóknina og vonandi finnur þú eitthvað sem þér finnst áhugavert þarna :)

Mofi, 8.7.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Mofi

Ég að svara einhverju ekki almennilega...  í hvaða heimi lifir þú eiginlega :)

Mofi, 8.7.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Arnar

Intelligent Design Theory

The study of patterns in nature that are best explained as the result of intelligence.

Sorry, bara stóðst ekki mátið :)

Arnar, 8.7.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Arnar

Intelligent Design Theory

The study of patterns in nature that are best explained as the result of intelligence.

Og aftur.. þessi er víst í Dimmuborgum.  Heldurðu að hann sé 'best explained as the result of intelligence'?

Arnar, 8.7.2008 kl. 13:41

6 Smámynd: Mofi

Arnar, sérðu muninn á þessum myndum og myndinni af Rushmoore fjallinu?

Mofi, 8.7.2008 kl. 14:01

7 Smámynd: Arnar

Já.

Munurinn er að ég veit að myndirnar í Rushmore eru manngerðar og að fyrirmyndirnar eru fyrrum forsetar BNA.

En þegar þú sérð td. ítalíu á landakorti eða svona íslenskt náttúrutröll, hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug:  'guð gerði það' eða 'náttúrulegir ferlar og röð tilviljana gerðu það' ?

Samkvæmt ID spekinni þinni, 'The study of patterns in nature that are best explained as the result of intelligence.', þá geta útlínur ítalíu ekki hafa myndast af sjálfu sér, hvað þá svona tröllkallar eins og þessi í Dimmuborgum.

Arnar, 8.7.2008 kl. 15:16

8 Smámynd: Mofi

Arnar
Munurinn er að ég veit að myndirnar í Rushmore eru manngerðar og að fyrirmyndirnar eru fyrrum forsetar BNA.

Ímyndaður þér þá að þú hefur ekki sögulega þekkingu á uppruna þessara höggmynda, þú bara ert ráfandi þarna og sérð þessar höggmyndir í fyrsta sinn og enginn sagði þér hvaðan þær komu. 

Arnar
En þegar þú sérð td. ítalíu á landakorti eða svona íslenskt náttúrutröll, hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug:  'guð gerði það' eða 'náttúrulegir ferlar og röð tilviljana gerðu það' ?

Náttúrulegir ferlar og ástæðan er að við sjáum þá gera svona í dag.

Arnar
Samkvæmt ID spekinni þinni, 'The study of patterns in nature that are best explained as the result of intelligence.', þá geta útlínur ítalíu ekki hafa myndast af sjálfu sér, hvað þá svona tröllkallar eins og þessi í Dimmuborgum.

Það er akkurat ekki rétt, ID segir aðeins að það er hægt að gera greinarmun á því sem við sjáum, hvort að náttúrulegir ferlar orsökuðu það eða hvort að Vitsmunir spiluðu hlutverk. Báðir valmöguleikarnir opnir og aðeins með rannsóknum hægt að greina á milli.  Darwinismi aftur á móti segir að aðeins einn valmöguleiki er fyrir hendi sama hverjar sannanirnar eru.

Mofi, 8.7.2008 kl. 15:20

9 identicon

Mofi!  Náttúran er hönnuðurinn ekki Guð...  Náttúran sjálf hannar okkur og umhverfi okkar með  "náttúrulegt úrvali"   Það kemur enginn galdrakall að dæminu...

http://www.youtube.com/watch?v=ZQrkJchlldA&feature=related

Tinni (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:39

10 Smámynd: Mofi

Þetta er nú ljóta lygasagan sem þú bentir mér á... trúir þú virkilega þessu bulli Tinni?

Mofi, 9.7.2008 kl. 09:55

11 Smámynd: Arnar

Arnar
Munurinn er að ég veit að myndirnar í Rushmore eru manngerðar og að fyrirmyndirnar eru fyrrum forsetar BNA.

Mófi:
Ímyndaður þér þá að þú hefur ekki sögulega þekkingu á uppruna þessara höggmynda, þú bara ert ráfandi þarna og sérð þessar höggmyndir í fyrsta sinn og enginn sagði þér hvaðan þær komu. 

Geri ráð fyrir að það séu einhver tiltölulega augljós merki þess á og umhverfis Mt. Rushmore að menn og verkfæri hafi komið þar nærri.  Útfrá því væri hægt að draga þá upplýstu ályktun að náttúrulegir ferlar hafi hvergi komið þar nálægt.

Arnar
En þegar þú sérð td. ítalíu á landakorti eða svona íslenskt náttúrutröll, hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug:  'guð gerði það' eða 'náttúrulegir ferlar og röð tilviljana gerðu það' ?

Mófi:
Náttúrulegir ferlar og ástæðan er að við sjáum þá gera svona í dag.

En þú segir að náttúrulegir ferlar og röð tilviljana geti ekki skapað neitt.  Ef þú ætlar að vera samkvæmur sjálfum þér þá verðurðu að segja 'guð gerði það'.

Arnar, 9.7.2008 kl. 10:40

12 Smámynd: Arnar

Mófi:
Þetta er nú ljóta lygasagan sem þú bentir mér á...

Nákvæmlega hvaða lygar eru í þessu Mófi?

Arnar, 9.7.2008 kl. 10:42

13 Smámynd: Mofi

Arnar
Geri ráð fyrir að það séu einhver tiltölulega augljós merki þess á og umhverfis Mt. Rushmore að menn og verkfæri hafi komið þar nærri.  Útfrá því væri hægt að draga þá upplýstu ályktun að náttúrulegir ferlar hafi hvergi komið þar nálægt.

Gaman að heyra, það er hægt að greina það sem vitrænar verur gera frá því sem náttúrulegir ferlar gera.

Arnar
En þú segir að náttúrulegir ferlar og röð tilviljana geti ekki skapað neitt.  Ef þú ætlar að vera samkvæmur sjálfum þér þá verðurðu að segja 'guð gerði það'.

Þeir geta skapað helling.  Málið er að með rannsóknum getum við ályktað hvað þeir geta skapað og hvað þeir geta ekki skapað.  Ertu sammála því?


Arnar
Nákvæmlega hvaða lygar eru í þessu Mófi?

Hvert einasta skref þarna var bara trúarlegt bull. Ef einhver vill trúa þessu þá er honum það velkomið en að setja þetta svona fram eins og viðkomandi veit þetta er mjög villandi. Lygi er kannski of sterkt orð því að kannski trúir sá sem sagði þetta öllu þessu.

Mofi, 9.7.2008 kl. 10:53

14 identicon

Mofi!!   trúir þú virkilega þessu bulli Tinni

Mofi! þetta kallast að kasta steini úr glerhúsi, eða á mar að segja frekar, að kasta heilu bjargi.. 

Ef vilt gefa þér það að sköpun heimsins hafi átt sér stað með vitrænum hönnuði (intelligent designer). Þá gæti ég t.d. séð tvo eftirfarandi möguleika í stöðunni:

  1. Guð  gerði þetta allt saman. Hann sagði hókus pókus og allt varð til, nánast í einni svipan, eins og við þekkjum það. Ekki hægt að sanna þetta þú verður bara að trúa því..  Þetta stendur a.m.k. í gamalli bók.
  2. Náttúran, gerði það.  Aðferðin sem hún beitir, við hönnun sína, er best þekkta hönnunaraðferð sem til er, eða "náttúrulegt úrval". Í gegnum þróunarstarf, sem aldrei tekur enda, bætir hún hönnun sína stöðugt, í agnarsmáum skrefum. Þessi skref eru það lítil að á einum mannsaldri eru þau ógreinanleg. Skoða verður tímabil sem nær yfir milljónir ára, til að sjá hana að verki. Þetta er áþreifanlegt og best rökstudda vísindakenning allra tíma.

Þó ég geti ekki fullyrt það með 100% vissu, en ef ég ætti að velja á milli þessara tveggja aðferða tel ég mun líklegra að nr. 2 sé málið.

Tinni (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:23

15 Smámynd: Arnar

Arnar
En þú segir að náttúrulegir ferlar og röð tilviljana geti ekki skapað neitt.  Ef þú ætlar að vera samkvæmur sjálfum þér þá verðurðu að segja 'guð gerði það'.

Mófi:
Þeir geta skapað helling.  Málið er að með rannsóknum getum við ályktað hvað þeir geta skapað og hvað þeir geta ekki skapað.  Ertu sammála því?

Já, ég hef bara ekki séð eða lesið neitt sem náttúrulegir ferlar geta ekki skapað :)

Nema náttúrulega það sem menn eða aðrar lífverur hafa sannarlega búið til.. sem er reyndar náttúrulegt ferli út af fyrir sig þar sem við erum jú öll hluti af náttúrunni.

Arnar
Nákvæmlega hvaða lygar eru í þessu Mófi?

Mófi:
Hvert einasta skref þarna var bara trúarlegt bull. Ef einhver vill trúa þessu þá er honum það velkomið en að setja þetta svona fram eins og viðkomandi veit þetta er mjög villandi. Lygi er kannski of sterkt orð því að kannski trúir sá sem sagði þetta öllu þessu.

Þú getur ekki sýnt fram á að neitt af þessu sé bull mófi, hvað þá lygi.  Það eru hinsvegar fullt af vísindalegum staðreyndum ('bara kenningar' sem eru byggðar á rannsóknum sem styðja hver aðra) sem benda til að svona hafi þetta c.a. gerst.

Það er búið að benda þér á margt en þú kýst að loka augum og eyrum og kallar það allt bull og vitleysu og lygar.

Arnar, 9.7.2008 kl. 11:26

16 Smámynd: Mofi

Tinni
Guð
  gerði þetta allt saman. Hann sagði hókus pókus og allt varð til, nánast í einni svipan, eins og við þekkjum það. Ekki hægt að sanna þetta þú verður bara að trúa því..  Þetta stendur a.m.k. í gamalli bók.

Ekki hókus pókus heldur að beita vilja og vitsmunum til að hanna það sem er gífurlega flókið.  Þarf enga bók til að segja mér að það er rökrétt, hvort sem hún er ný eða gömul.

Tinni
Náttúran, gerði það.  Aðferðin sem hún beitir, við hönnun sína, er best þekkta hönnunaraðferð sem til er, eða "náttúrulegt úrval". Í gegnum þróunarstarf, sem aldrei tekur enda, bætir hún hönnun sína stöðugt, í agnarsmáum skrefum. Þessi skref eru það lítil að á einum mannsaldri eru þau ógreinanleg. Skoða verður tímabil sem nær yfir milljónir ára, til að sjá hana að verki. Þetta er áþreifanlegt og best rökstudda vísindakenning allra tíma.

Eitthvað vantar nú upp á að við sjáum náttúrulega ferla gera þetta í dag. Að kalla þetta best rökstuddu vísindakenningu er nú ekki mjög... eitthvað. Hún er kannski mest rökstudda kenningin en ástæðan fyrir því er hve lítið af gögnum styðja hana.  Vitræn hönnun glímir líka við uppruna lífs og þar er ekkert þróunarstarf á ferðinni eða hvað?

Valið sem þú hefur að mínu mati er vitsmunir eru á bakvið stórkostlegustu hönnun sem við vitum um eða meðvitundarlaus efni og kraftar í náttúrunni. Ég augljóslega vel númer 1 en ekki þína strámanns útgáfu af þeim valmöguleika.

Arnar
Já, ég hef bara ekki séð eða lesið neitt sem náttúrulegir ferlar geta ekki skapað :)

Ertu þá ekki að taka því í trú? Gætu þeir skapað andlitin í Rushmoore fjalli? Gætu þeir skapað bíl eða flugvél eða tölvu?

Arnar
Það er búið að benda þér á margt en þú kýst að loka augum og eyrum og kallar það allt bull og vitleysu og lygar.

Hvað er það sem ég þarf að loka augunum fyrir?  Ég sé nóg af svona sögum en vægast sagt lítið af gögnum. 

Mofi, 9.7.2008 kl. 11:36

17 identicon

Mofi !  Eitthvað vantar nú upp á að við sjáum náttúrulega ferla gera þetta í dag

Halló er einhver heima?  Ég sagði það að þú sæir ekki þróun eiga sér stað yfir einn mannsaldur heldur í gegnum milljónir ára..

 Mofi  Að kalla þetta best rökstuddu vísindakenningu er nú ekki mjög... eitthvað. Hún er kannski mest rökstudda kenningin en ástæðan fyrir því er hve lítið af gögnum styðja hana

Nei það er greinilegt að það er engin heima...  Úff maður..  það liggja heilu vöruhúsin og skipsfarmarnir af gögnum sem styðja þróunarkenninguna. Hún er einmitt þess vegna talin, af virtustu vísindamönnum jarðarinnar, best rökstudda vísindakenning allra tíma.

Mofi: Vitræn hönnun glímir líka við uppruna lífs og þar er ekkert þróunarstarf á ferðinni eða hvað?

Hönnuðurinn er náttúran sjálf og þróunarstarfi hennar hef ég áður lýst.

Mofi: Valið sem þú hefur að mínu mati er vitsmunir eru á bakvið stórkostlegustu hönnun sem við vitum um eða meðvitundarlaus efni og kraftar í náttúrunni. Ég augljóslega vel númer 1 en ekki þína strámanns útgáfu af þeim valmöguleika.

Mofi! Veistu að þú ert samsettur úr milljörðum frumna sem hver um sig hefur ekki meðvitund??.. Ert þú kannski meðvitundarlaus?

Tinni (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 13:42

18 Smámynd: Mofi

Tinni
Halló er einhver heima?  Ég sagði það að þú sæir ekki þróun eiga sér stað yfir einn mannsaldur heldur í gegnum milljónir ára..

Þannig að þú tekur þessu í trú því að greinilega hefur enginn þá séð neina náttúrulega ferla hanna mikið svo hérna vantar alvöru gögn til að styðja þessa ályktun.   

Tinni
Nei það er greinilegt að það er engin heima...  Úff maður..  það liggja heilu vöruhúsin og skipsfarmarnir af gögnum sem styðja þróunarkenninguna. Hún er einmitt þess vegna talin, af virtustu vísindamönnum jarðarinnar, best rökstudda vísindakenning allra tíma.

Áttu erfitt með að tjá þig án skítkasts?  Ef þú hefur einhverjar góðar sannanir fyrir þessari kenningu þá endilega stofnaðu blogg og skrifaðu grein sem sýnir fram á hve vel staðfest þessi kenning er. Eða einhver önnur leið sem þér dettur í hug.

Tinni
Mofi! Veistu að þú ert samsettur úr milljörðum frumna sem hver um sig hefur ekki meðvitund??.. Ert þú kannski meðvitundarlaus?

Góð staðreynd sem bendir til stórkostlegrar hönnunar og tilvist meðvitundarinar er líka góð staðreynd sem bendir til hönnunar.  Að meðvitundarlausir ferlar geti orsakað meðvitund er ekki rökrétt að mínu mati. 

Mofi, 9.7.2008 kl. 14:21

19 Smámynd: Arnar

Arnar
Já, ég hef bara ekki séð eða lesið neitt sem náttúrulegir ferlar geta ekki skapað :)

Mófi:
Ertu þá ekki að taka því í trú? Gætu þeir skapað andlitin í Rushmoore fjalli? Gætu þeir skapað bíl eða flugvél eða tölvu?

Trú.. byrjarðu aftur.  Þótt ég trúi einhverju sem ég les, þá jafngildir það ekki því að ég trúi á það..

Gætu náttúrulegir ferlar gert andlit í fjall?  Já, hví ekki, hvað er tröllið í Dimmuborgum.  Gætu náttúrulegir ferlar gert nákvæmar andlitsmyndir af fjórum sögulegum persónum.  Nei er bara of skeptískur til að trúa því, EN það þýðir ekki að ég sé að neita því að náttúrulegir ferlar geti búið til hitt og þetta.

Bílar, flugvélar, tölvur.. eru þeir ekki búnir af því.. hestar, fuglar og nannóvélarnar sem þú ert alltaf að tala um.

Arnar
Það er búið að benda þér á margt en þú kýst að loka augum og eyrum og kallar það allt bull og vitleysu og lygar.

Mófi:
Hvað er það sem ég þarf að loka augunum fyrir?  Ég sé nóg af svona sögum en vægast sagt lítið af gögnum. 

  • Td. atriðin sem sýna fram á að menn og apar eiga sameiginlegan forföður, taldi það allt upp fyrir þig og sagðir að það væri bull. 
  • Td. atriðinn sem sýna að transitional fossils séu til og að Archaeopteryx sé millistig eðlu og fugls.
  • Td. atriðinn um að flagellum getur vel hafa þróast.
  • Td. atriðinn um að Irreducible Complexity sé ekki rétt.

Bara nokkur atriði sem ég man núna, þú hefur sagt það allt bull og vitleysa og lygi.

Btw, búinn að opna aftur fyrir nafnlausar athugasemdir?

Arnar, 9.7.2008 kl. 14:58

20 Smámynd: Mofi

Arnar
Gætu náttúrulegir ferlar gert andlit í fjall?  Já, hví ekki, hvað er tröllið í Dimmuborgum.  Gætu náttúrulegir ferlar gert nákvæmar andlitsmyndir af fjórum sögulegum persónum.  Nei er bara of skeptískur til að trúa því, EN það þýðir ekki að ég sé að neita því að náttúrulegir ferlar geti búið til hitt og þetta.

Það þýðir að þér þykir ekki trúlegt að náttúrulegir ferlar gætu gert þetta. Þannig að þú setur einhver takmörk á hvað náttúrulegir ferlar geta og geta ekki gert?

Arnar
Bílar, flugvélar, tölvur.. eru þeir ekki búnir af því.. hestar, fuglar og nannóvélarnar sem þú ert alltaf að tala um.

Skil ekki hvað þú meinar hérna.

Arnar
Td. atriðin sem sýna fram á að menn og apar eiga sameiginlegan forföður, taldi það allt upp fyrir þig og sagðir að það væri bull. 

Ef það eru dæmi um það sem er líkt með mönnum og öpum þá sanna þannig gögn alveg eins sameiginlegan skapara eins og sameiginlegan forföður. 

Arnar
Td. atriðinn sem sýna að transitional fossils séu til og að Archaeopteryx sé millistig eðlu og fugls.

Það sýnir mér í hvers konar hræðilegum vandræðum þessi trú er til að týna þetta til.  

Arnar
Td. atriðinn um að flagellum getur vel hafa þróast.

Það er ekki einu sinni til skáldsaga um hvernig eitthvað af þessum próteinum gátu orðið til, hvað þá hvernig hægt er að setja marga tugi af próteinum saman í eina heildstæða gífurlega flókna vél. Einu punktarnir eru að það er til hlutkerfi af þessu með aðra virkni... that's it!  Ekki dæmi um stökkbreytingar sem gætu leitt til byggingu svona vélar eða hvaða skref myndu liggja til gerð svona vélar.  

Hérna horfir þú á ótrúlega flókna vél og tekur einhverjum ræfilsrökum sem betla ímyndunaraflið um hjálp til að trúa þeim.  

Arnar
Td. atriðinn um að Irreducible Complexity sé ekki rétt.

Hvaða atriði eiginlega?  Eins og bullið sem Ken Miller kom með mörgum árum eftir að Behe gaf út sína bók?  Rök sem Behe kom með í sinni bók og svaraði þeim? 

Irreducible Complexity hreinlega verður að vera rétt til að darwinismi geti verið vísindi. Annars er engin leið sem við vitum um til að greina hvort að eitthvað í náttúrunni geti ekki orðið til með darwiniskum ferlum. Ef það er ekki hægt að afsanna darwinisma þá er ekki um alvöru vísindakenningu að ræða. 

Mofi, 9.7.2008 kl. 15:32

21 Smámynd: Arnar

Mófi:
Ef það er ekki hægt að afsanna darwinisma þá er ekki um alvöru vísindakenningu að ræða. 

*andvarp* 'darwinismi' er ekki til nema í hausnum á þér og öðrum sköpunar-/idsinnum.

Og ég held að þú sért eitthvað að misskilja sönnun vs. afsönnun.  Er td. hægt að afsanna vísindakenninguna um þyngdarafl?  Það er hinsvegar hægt að sanna þyngdarafl með því að afsanna hið gagnstæða.

Hvaða gang væri í kenningu sem er hægt að afsanna?

Arnar, 9.7.2008 kl. 15:45

22 Smámynd: Mofi

Arnar
*andvarp* 'darwinismi' er ekki til nema í hausnum á þér og öðrum sköpunar-/idsinnum.

Það voru menn sem aðhylltust kenningu Darwins sem bjuggu til þetta orð yfir þá sjálfa, sjá: Busting Another Darwinist Myth: We’d love to take credit for "Darwinism," but we can't.  

Arnar
Og ég held að þú sért eitthvað að misskilja sönnun vs. afsönnun.  Er td. hægt að afsanna vísindakenninguna um þyngdarafl?  Það er hinsvegar hægt að sanna þyngdarafl með því að afsanna hið gagnstæða.

Hvaða gang væri í kenningu sem er hægt að afsanna?

http://en.wikipedia.org/wiki/Theory#Currently_unverifiable_theories
According to Stephen Hawking in A Brief History of Time, "a theory is a good theory if it satisfies two requirements: It must accurately describe a large class of observations on the basis of a model which contains only a few arbitrary elements, and it must make definite predictions about the results of future observations". He goes on to state, "any physical theory is always provisional, in the sense that it is only a hypothesis; you can never prove it. No matter how many times the results of experiments agree with some theory, you can never be sure that the next time the result will not contradict the theory. On the other hand, you can disprove a theory by finding even a single observation which disagrees with the predictions of the theory". The "unprovable but falsifiable" nature of theories is a consequence of the necessity of using inductive logic.

Meira um þetta hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Falsifiability 

Some philosophers and scientists, most notably Karl Popper, have asserted that a hypothesis, proposition or theory is scientific only if it is falsifiable.

Mofi, 9.7.2008 kl. 16:02

23 Smámynd: Arnar

Djö.. held ég að þú sért algerlega að misskilja hvað þetta þýðir mófi, afsakið orðbragðið.

Þetta snýst ekki um að afsanna eitthvað heldur að sanna með afsönnun.

Tökum vel þekkt dæmi: a² + b² = c²

Fyrir þá sem þekkja það ekki þá er þetta Pyþagorasar reglan, sem er jú.. bara kenning.

Við getum samt sannað það með tveim prófum:

a² + b² = c² eða a² + b² <> c²

Reyndar til hellingur af öðrum prófum en þetta er það sem við erum að ræða um.  Fyrra prófið er að sanna pyþagorus beint og hin er að reyna að sanna að pyþagoras sé rangur sem leiðir til þess að þú sannar að pyþagoras er réttur eftir allt saman.

Ef þú prófar a² + b² <> c² þá kemstu að eftirfarandi niðurstöðu:

  • If a2 + b2 > c2, then the triangle is acute.
  • If a2 + b2 < c2, then the triangle is obtuse.
  • Því er a2 + b2 = c2 satt.

    Það er það sem Falsability snýst um, ef þú ert með kenningu um að X + 1 = Y, þá þarftu að sýna fram á að X + 1 <> Y sé ekki satt.

    Það skemmtilega er að þarna á wiki síðunni sem þú bendir á er sérstaklega tekið fyrir það sem þú heldur fram, að þróun sé ekki falsifiable

    Popper himself drew a distinction between common descent and the process of natural selection. While he agreed common descent was falsifiable (he used the even more drastic example of the remains of a car in cambrian sediments),[15] Popper said that natural selection "is not a testable scientific theory but a metaphysical research programme".[16] However, Popper later said "I have changed my mind about the testability and logical status of the theory of natural selection, and I am glad to have the opportunity to make a recantation."[17] He went on to formulate natural selection in a falsifiable way and offered a more nuanced view of its status. He still felt that "Darwin&#39;s own most important contribution to the theory of evolution, his theory of natural selection, is difficult to test." However, "[t]here are some tests, even some experimental tests; and in some cases, such as the famous phenomenon known as &#39;industrial melanism&#39;, we can observe natural selection happening under our very eyes, as it were. Nevertheless, really severe tests of the theory of natural selection are hard to come by, much more so than tests of otherwise comparable theories in physics or chemistry."[17]

Arnar, 9.7.2008 kl. 16:49

24 Smámynd: Mofi

Arnar
Þetta snýst ekki um að afsanna eitthvað heldur að sanna með afsönnun

Ehh... nei. Við vorum að tala um hvort að kenning væri alvöru vísindak kenning ef ekki væri hægt að afsanna hana.   Ég benti á að almennt eru menn á því að það verður að vera hægt að afsanna kenningu til þess að hún sé vísindaleg.

Í telfelli þróunarkenningarinnar þá þarf að vera hægt að afsanna hana til að hún sé gild sem vísindaleg kenning. Darwin skyldi þetta og bauð upp á leið til að afsanna kenninguna sína.

Charles Darwin - Origin of the species
If it could be demonstrated that any complex organ existed which could not possibly have been formed by numerous, successive, slight modifications, my theory would absolutely break down

Arnar
Það skemmtilega er að þarna á wiki síðunni sem þú bendir á er sérstaklega tekið fyrir það sem þú heldur fram, að þróun sé ekki falsifiable

Ehhh... ég var að benda þér á að ef þú heldur því fram að náttúrulegir ferlar geti búið allt til þá er þróun ekki "falsifiable". Ég var ekki að halda því fram að þróun sé ekki "falsifiable" heldur að benda þér á að ef þú hefur þá afstöðu að náttúrulegir ferlar geta allt þá er kenningin ekki "falsifiable"...

Þess vegna í því sem þú vitnaðir í var Popper að reyna að gera "náttúruval" þannig úr garði gert að það væri hægt að afsanna þá hugmynd. 

Þetta ætti ekki að vera eitthvað sem einhver ágreiningur er um; líklegast bara misskilningur hérna á ferðinni. 

Mofi, 9.7.2008 kl. 17:03

25 identicon

Vá Mofi.. ef það eru svona margir vefir þá hýtur þetta að vera satt hahahahaa

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:14

26 Smámynd: Mofi

Er það svona sem þín rökhugsun virkar?  Kannski útskýrir öll youtube myndböndin, fyrst það eru svona mörg youtube myndbönd sem segja að þú hafir rétt fyrir þér þá hlýtur það að vera satt?

Mofi, 9.7.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband