Ástæður fyrir því að kristni gengur ekki upp samkvæmt Kára

Bloggarinn Kári Gautason kom með lista af atriðum sem honum finnst láta kristni ekki ganga upp. Mér fannst þetta vera það margir og áhugaverðir punktar að ég ákvað að taka þá sérstaklega fyrir. 

Kári
sjalfmynd1_161685Okei ég skal telja upp ástæðurnar sem mér finnst gera það að verkum að Kristni ganga ekki upp.

Siðfræði

Eru gjörðir góðar vegna þess að guð segir þá, eða segir guð þá vegna þess að þeir séu góðir. Eru gjörðir vondar vegna þess að guð segir þá vonda, eða segir guð frá vondum? Þessari spurningu varpaði Platon fram fyrir löngu síðan. Þessu hefur aldrei verið svarað almennilega. Ef maður segir að þeir séu góðir vegna þess að guð segir þá, þá getur maður ekki haldið því fram að guð sé góður. Hann gæti sagt manni að fórna barni sínu og það myndi þykja gott og rétt. 

Mér fannst C.S.Lewis útskýra þetta vel í bók sinni "Mere Christianity ". Ég trúi því að Guð skilgreini hvað gott er; að það er Hann sem ákvað hvað væri gott og hvað væri illska. Að Guð sjálfur er uppruni hins góða. Svo af þessum tveimur valmöguleikum þá myndi ég velja "gjörðir eru góðar af því að Guð segir þá vera góða". 

Ef Guð er ekki til, hvernig veistu þá að það er ekki gott að fórna barni sínu?  Gæti það ekki verið "gott" og að blindir náttúrulegir ferlar sem bjuggu þig til, klikkuðu alveg á því að láta þig vita að brenna börn er í rauninni það sem er "gott"?

Kári
Svo er það sem ég mynntist á áðan, að ef maður gerir góða hluti vegna vonar um verðlauna í næsta lífi, þá er maður ekki að vera góður. Heldur aðeins að hugsa um eigin hagsmuni. Sama gildir ef að maður sleppir því að drepa nágrannan bara vegna ótta við refsingu í næsta lífi. Þá er maður ekki góður.

En ef við erum gerð í Guðs mynd þá er þekking á hvað er gott innbyggt inn í okkur. Biblían talar sérstaklega um að heilagur Andi talar til okkar í gegnum samviskuna. Þarna myndast togstreita á milli þess að vilja vera góður og vilja vera mjög góður við sjálfan sig, jafnvel á kostnað annarra. Sumir fara að vísu alveg út fyrir strikið og vilja skaða aðra.  Óttinn við refsingu Guðs er upphaf viskunnar en ekki endir hennar. Málið er að maður er ekki góður því að Guð er uppspretta þess sem góðs er; við hreinlega verðum að vera sníkjudýr á Guði til að gera eitthvað gott. Guð er uppspretta kærleikans. Það þýðir auðvitað ekki að þeir sem trúa ekki á Guð geti ekki gert góða hluti eða viti ekki hvað gott er. En þetta þýðir að ef Heilagur Andi Guðs hættir að tala til okkar þá missum við samviskuna og myndum aðeins hegða okkur þannig að sjálfselskan myndi éta okkur upp. 

Kári
Svo er það sem ég mynntist á áðan, að ef maður gerir góða hluti vegna vonar um verðlauna í næsta lífi, þá er maður ekki að vera góður. Heldur aðeins að hugsa um eigin hagsmuni. Sama gildir ef að maður sleppir því að drepa nágrannan bara vegna ótta við refsingu í næsta lífi. Þá er maður ekki góður. 

Langar að benda þér á kristin þátt sem fjallar um þetta efni: http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=a63bcbc29d6db7df3528

 

Kári
Svo ef maður horfir á heimin. Það er augljóst að hann er fullur af viðbjóði, það eru náttúruhamfarir og svo allur sá hryllingur sem mannskepnan fremur.

Náttúruhamfarir, jarðskjálftar, flóð, eldgos og sjúkdómar. Milljónir manna deyja á ári vegna malaríu, AIDS, krabbameins og svo framvegis. Fellibylurinn sem skall á Burma, jarðskjálftin í Kína.

Svo er það skelfing stríðs, pólitískar ofsóknir, hungursneyðar, kynþáttahatur, nauðganir, pyntingar, hryðjuverk, fjöldamorð, hugsanaglæpir, þrælahald, allt draslið sem við neytum á vesturlöndum framleitt af þrælum í Asíu, mannsal.

Ég reyndi að svara þessu hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
 

Kári
Ef ég væri kristinn, þá myndi þetta vera allt í lagi, öll þjáning á jörðinni er ekkert miðað við paradís að eilífu í næsta lífi. Ef ég væri kristinn, þá myndi koma sá tími sem allt myndi upp ljúkast, sannleikurinn koma fram, dómurinn falla og svo framvegis. 

Þar sem kristnum er skipað að vera ríkir í góðum verkum þá gengur þessi hugsunarháttur ekki upp. Í fyrsta lagi þá skipar Guð okkur að elska náungann og okkar samviska og langanir eru í samræmi við það. Jakobs bréf í Biblíunni talar um að ef trúnni fylgja ekki góð verk þá er trúin sama sem dauð. Hvaða rök færir þú fyrir því að þú ættir að gera það sem þú getur til að gera heiminn betri?  Hvað ef að gera heiminn betri skaðar þína persónulegu hamingju og ánægju af lífinu?

Kári
Móðurinna sem horfir upp á barn sitt deyja úr læknanlegum sjúkdómi í þriðja heiminum. Þjáning hennar er í lagi, því þá get ég sýnt henni samúð (ein aðaldyggðin í kristni). Til að samúð sé til þarf þjáningu.

Kærleikur er aðaldyggðin í kristni og hann einfaldlega kemur fram í samúð þegar annar aðili er að þjást. Hérna er líka annað stórt atriði í kristni sem er einfaldlega að það er von. Að móðirin á von að sjá barn sitt aftur og fá að lifa í heimi þar sem engin þjáningin er til.  Þeir sem eru að berjast á móti kristni eru aðallega að berjast á móti þeirri hugmynd að þessi von sé nógu áreiðanleg til að trúa henni. 

Kári
Það er ekkert réttlæti í þessum heimi sem við búum í. Ef ég vel manneskju af handahófi, þá eru alls ekki góðar líkur á því að hún hefði það nálægt því jafn gott og ég. Ef ég vel manneskju úr allri mannkynssögunni, þá eru jafnvel mynni líkur á því að hún hefði það gott. 

Hvernig veistu hvað réttlæti er?  Það er ekki mikið af því hérna á jörðinni svo hvernig getur einhver vitað hvað réttlæti er ef blindir meðvitundarlausir náttúrulegir ferlar bjuggu réttlæti til?  

Kári
Það er ekkert sem bendir til þess að þessi heimur sé stjórnar af alráðandi, alsjáandi, alviturri veru sem stýrir heiminum í átt að hinu góða. Það er líka eins gott, ef heiminum væri stjórnað af slíkri veru, þá myndi engu skipta hvernig ég myndi haga mér, það væri allt í lagi svo lengi sem ég iðraðist. Heimurinn myndi samt verða góður að lokum.

Biblían segir að okkar heimur er ekki beint stjórnað af Guði en það muni koma sá tími þegar Guð mun stöðva alla illsku því að þá mun enginn efast lengur um nauðsyn þess að gera það. Svo myndin sem Biblían málar upp er heim sem er að fara að tortíma sjálfum sér og Jesús segir að ef Guð myndi ekki skerast í leikinn þá myndi mannkynið eyða sjálfu sér.  Ég tel að miðað við þá tæknigetu sem við höfum í dag þá er allt of auðvelt fyrir mannkynið að tortíma sjálfu sér. 

Kári
Jæja þetta varð talsvert lengra en ég ætlaði mér. Óskipulagt ég veit, en vonandi gerir þetta grein fyrir því hvað ég sé að kristinni trú eins og ég skil hana.

Takk fyrir mjög góðar hugleiðingar og ég vona að ég hafi getað útskýrt að einhverju leiti hvernig ég sé þetta.

Kveðja,
Mofi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Við sem sjálfstætt hugsandi verur getum metið að það sem skerðir okkar hamingju er af hinu illa. Þannig að ef Guð myndi snúast upp á móti mannkyninu þá myndum við álíta vilja Guðs að þurrka okkur út sem illsku. Ég hefði gaman að lesa þitt svar við fystu spurningu Kára.

Mofi, 7.7.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Kári Gautason

Takk fyrir greinargott svar... 

CS. Lewis var mjög flottur gaur, ég las Narniu bækurnar í drasl þegar ég var lítill. 

Samviska er merkilegur hlutur, áðan fékk ég samviskubit þegar ég drap stelk áðan þegar ég var úti að slá. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið minnsti möguleiki á að sjá hann. Afhverju ætti mér ekki að vera sama?

Var það vegna þess að guð hefur forritað í mér samviskuna til að finna til með stelknum sem dó. Eða var það einhver afurð þróunar sem lætur mann sjá aumkun yfir varnarlausum meinlausum skepnum.

Eða var það vegna uppeldis (vera góður við sakleysingja). 

Erfið spurning sem ekkert "rétt" svar er við. En þegar öllu er á botnin hvolft er það okkar sem einstaklinga að finna okkur gildi sem samsvarast sannfæringu hvers og eins. Þú finnur þína í kristni, ég finn mína í skrifum Jean Paul Sartre. Eins og ég held að ég hafi sagt, þá hef ég ekkert á móti kristni sem persónulegri trú. Finnst bara mjög umdeilanlegt hvort kristni(sem stofnun) hefur orðið til góðs eður ills.

Kveðja

Kári Gautason, 7.7.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér fannst C.S.Lewis útskýra þetta vel í bók sinni "Mere Christianity ". Ég trúi því að Guð skilgreini hvað gott er; að það er Hann sem ákvað hvað væri gott og hvað væri illska. 

Og þá er komið að hinni spurningunni: Ef guð ákvæðu á morgun að það væri gott að drepa og nauðga, væri það þá rétt að drepa og nauðga?

Við sem sjálfstætt hugsandi verur getum metið að það sem skerðir okkar hamingju er af hinu illa. Þannig að ef Guð myndi snúast upp á móti mannkyninu þá myndum við álíta vilja Guðs að þurrka okkur út sem illsku.

Húrra, Mofi, þetta er fullkomlega guðlaus siðferðiskenning.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.7.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Mofi

Kári, ég er forvitinn að sjá færslu frá þér sem útskýrir hvernig þín sannfæring samsvarar sér í skrifum Jean Paul Sartre. Takk fyrir... innblásturinn að þessari færslu :)

Hjalti,  úfff... erfið spurning svo vægt sé til orða tekið. Að minnsta kosti get ég glatt þig með guðlausri siðferðiskenningu :)

Mofi, 8.7.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 803139

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband