Hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Vonandi er ekki öll von úti fyrir þennan Walter Scott! 

Markúsarguðspjall 8
34Og Jesús kallaði til sín mannfjöldann ásamt lærisveinum sínum og sagði: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. 35Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins mun bjarga því. 36Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? 37Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? 38Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð föður síns með heilögum englum mun hann blygðast sín fyrir hvern þann sem blygðast sín fyrir mig hjá þessari ótrúu og syndugu kynslóð.“

Svo það komi fram þá er sál í Biblíulegum skilningi líkaminn plús lífsandinn svo líklegast hefur þessi Walter eitthvað að gera við sitt eigið líf.

Fyrsta Mósebók 2
7Þá mótaði Drottinn Guð manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera. 

Síðan ef einhver misskilningur á hvað helvíti er samkvæmt Biblíunni, sjá: Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

 


mbl.is Fékk 300 þús. fyrir sálina sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eflaust má kaupa sér kímnigáfu á EBay líka...

...désú (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:23

2 identicon

Ég er til í að selja þér eða öðrum sál mína, hvað bjóðið þið?

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Egill

DoctorE, íslendingar eru ekki alvöru trúaðir. þeir vilja bara þykjast vera það, annað hvort því þeir treysta ekki sjálfum sér fyllilega, eða til að öðlast virðingu þeirra sem þeir umgangast sem eru þá einnig trúaðir því varla ber nokkur ótrúaður virðingu fyrir trúuðum aðila fyrir þá staðreynd eina að hann trúir. 

Egill, 3.7.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Mofi

DoctorE
Ég er til í að selja þér eða öðrum sál mína, hvað bjóðið þið?

Góð spurning... það gæti verið ágætur slatti en þú veist að ég myndi senda hana beint í kirkju eða enn frekar biblíuskóla :)

Egill, ég upplifi miklu frekar að trúaðir vilja ekki opinberlega tala um sína trú. Kristnir oftar en ekki virðist vera frekar feimnir og skammist sín frekar en hitt sem er auðvitað mjög slæmt.

Lúkasarguðspjall 9
26Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og dýrð föðurins og
heilagra engla mun hann blygðast sín fyrir þann sem blygðast sín fyrir mig og mín orð

Mofi, 4.7.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Flestir selja sálu sína eða sannfæringu sína og halda lífi í staðinn.

Þannig seldi Galíleo Galilei sannfæringu sína um gang himintungla og fékk að halda lífi sínu í staðinn.

Flest öll börn kristinna manna selja sálu sína og játa trú á Jesúm Krist til að þóknast foreldrum sínum og samfélagi. Að auki fá þau gjafir, athygli og viðurkenningu. En mest um vert er að þau eru áfram í samfélaginu og kaupa sér ákveðna tryggingu gegn einelti eða leiðinda spurningum og athugasemdum.

Það er skynsamlegt að selja sálu sína, jafnvel fyrir eitt jarðarber.

Sigurður Rósant, 4.7.2008 kl. 14:50

6 identicon

Ef við erum eitt með guði þá er sálinni ofaukið.  Og þá situr eftir spurningin, höfum við sál til að selja?  Höfum við upp til hópa eitthvað sem kallast sál?  Eða er sálin upphugsuð af mönnum?

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Mofi

Rósant
Það er skynsamlegt að selja sálu sína, jafnvel fyrir eitt jarðarber

Því miður getur það verið að þú komist að því að þetta er rangt þegar það er orðið of seint.

Sigmar
P.S. Gaman að sjá að þú skulir hafa opnað bloggið þitt aftur Halldór, já eða svoleiðis, hvað kemur til?

Þetta var ekki að ...breyta neinu :)

Sigmar
Ef við erum eitt með guði þá er sálinni ofaukið.  Og þá situr eftir spurningin, höfum við sál til að selja?  Höfum við upp til hópa eitthvað sem kallast sál?  Eða er sálin upphugsuð af mönnum?

Fyrir kristni einstakling þá er það Biblían sem ákveður skilgreiningu um hvað sál er. Biblían skilgreinir sál sem aðeins líkami með lífsanda, þ.e.a.s. lifandi einstakling.  Önnur skilgreining á hvað sál er, er sannarlega upphugsuð af mönnum.

Mofi, 7.7.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband