Hið vonda í Biblíunni samkvæmt DoctorE

Austin_Powers_Mike_Myers_as_Dr_EvilÍ umræðu við DoctorE þá benti hann á atriði sem hann telur sýna fram á að Biblían er hræðileg bók. Hérna ætla ég að reyna að svara því sem hann kemur með.  

DoctorE
Drepa homma/samkynhneigða
http://skepticsannotatedbible.com/gay/long.htm

Það er ekki hægt að neita því að refsingarnar í Gamla Testamentinu voru mjög harðar. Nokkuð sem samt ber að hafa í huga er að fólk var hvatt til að sýna miskun og fyrirgefa. Musteris þjónustan snérist um að færa fórn til að fá fyrirgefningu fyrir hið ranga sem einhver hafði gert og það var hjartað í trúariðkun gyðinga. Síðan þá þegar kemur að kristni þá boðuðu postularnir aldrei að kristnir ættu að setja á stofn gyðinglegt þjóðfélag sem væri stjórnað af þessum lögum. Alveg eins og allar syndir orsaka dauða þá er þetta líka þess háttar synd.

Biblían er ekki að fela þegar einhver gerði eitthvað á hlut kvenna eða þegar konar gerði eitthvað sem var slæmt.  Að segja frá vondri hegðun er ekki hið sama og segja að hún sé lofsverð. Jesús líkir sambandi Sínu við kirkjuna við samband hjóna og að menn eiga að elska konur sínar eins og Jesús elskar kirkjuna, svo mikið að Hann lét lífið fyrir hana. Hérna er síða sem er helguð konum í Biblíunni: http://www.womeninthebible.net/

Hérna er grein sem fjallar um hvað Darwin fannst um konur: Darwin Taught Male Superiority
 

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
Happy shall he be, that taketh and dasheth thy little ones against the stones.--Psalms 137:9

Þarna er gripið inn í viðbrögð einstaklings gagnvart því að svona var gert við hans börn. Segir ekki að það sé af hinu góða, segir aðeins frá viðbrögðum einstaklings gagnvart óréttlæti sem hann var beittur.  

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
God likes Abel's dead animals better than Cain's fruits and vegetables. Why? Well, no reason is given, but it probably has something to do with the amount of pain, blood, and gore involved. 4:3-5 

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
Lamech kills a man and claims that since Cain's murderer would be punished sevenfold, whoever murders him will be punished seventy-seven fold. That sounds fair. 4:23-24

Biblían heldur því fram að Guð sé réttlátur, ekki að allir menn í Biblíunni eru réttlátir. Hún segir í rauninni beint út að menn eru ekki réttlátir og Lamech hérna var ekki réttlátur í sínum dómi.

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
God is angry. He decides to destroy all humans, beasts, creeping things, fowls, and "all flesh wherein there is breath of life." He plans to drown them all. 6:7, 17

Það er tekið sérstaklega fram að illskan á þessum tíma var yfirgengileg og allir fengu viðvörun og leið til að sleppa frá þessum dómi.

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
God repeats his intention to kill "every living substance ... from off the face of the earth." But why does God kill all the innocent animals? What had they done to deserve his wrath? It seems God never gets his fill of tormenting animals. 7:4

Frekar sök manna en Guðs. Guð er síðan ekki að kvelja dýr þótt þau deyi.

http://skepticsannotatedbible.com/inj/long.html
The "just and righteous" Noah (6:9, 7:1) plants a vineyard, gets drunk, and lies around naked in his tent. His son, Ham, happens to see his father in this condition. When Noah sobers up and hears "what his young son had done unto him" (what did he do besides look at him?), he curses not Ham, who "saw the nakedness of his father," but Ham's son, Canaan. "A servant of servants shall he [Canaan] be unto his brethren." This is a typical case of biblical justice, and is one of many Bible passages that have been used to justify slavery. 9:20-25

Þetta er frekar týpískt dæmi fyrir þennan lista. Það er verið að benda á eitthvað heimskulegt eða grimmt sem menn gerðu.  Biblían einfaldlega segir hvað gerðist, það er ekki hið sama og segja að það sé til eftirbreytni eða gott; aðeins að það gerðist.  Vegna þess að Biblían er hreinskilin varðandi hið vonda sem menn gerðu þá getum við lært af þeirra misstökum og séð afleiðingar illskunnar.

Þetta er mjög langur listi og flest dæmin eru eins og þau sem ég hef þegar svarað. Ef einhverjum finnst eitthvað dæmi þarna gott þá endilega benda á það og við getum skoðað það betur.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey af hverju segir þú að ég sé Doctor Evil... ég gæti allt eins verið Doctor Engill.

Biblían segir frá því þegar guð tók sig til og skipaði mönnum að drepa aðra menn, þurrka þá út, taka sjálfir hreinar meyjar.
Biblían segir frá því þegar guð tók sig til og drap allt líf á jörðinni....
Hann er ekki sá leiðbeinandi faðir sem hann er sagður vera, svo vogar hann sér að senda son sinn(sjálfan sig) og láta okkur drepa sig svo hann geti fyrirgefið okkur, svo verðum við að elska hann eða brenna 4ever... vá það bara toppar málið gói minn

Ég er að benda á þá staðreynd að guð er ekki góður, far from it.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég veit ekki í hverju DoctorE hefur lent, en eitthvað slæmt hlýtur það að vera. Að geta aðeins séð hið svarta í bók sem birtir allt litróf mannlegs lífs - enginn litur undanskilinn, er skrítin skynjun. Birtingarmyndir Guðs eru bæði góðar og vondar í þessari umdeildu bók. Það er hægt að tileinka sér hið góða - fer allt eftir afstöðu mannsins sjálfs.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 14:48

3 identicon

Þannig Jóhanna að ef einhver drepur mann en gefur svo pening til góðgerðamála þá er hann góður.

Skil ykkur ekki að neita að horfast í augu við að guðinn ykkar er ekki góður... æ dónt get it... ohhh ok það er vegna þess að þið haldið að þið fáið endalaust líf í paradís

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Mofi

DoctorE
Hey af hverju segir þú að ég sé Doctor Evil... ég gæti allt eins verið Doctor Engill.

Góður punktur... hvort ertu Doctor evil eða Doctor Engill?

DoctorE
Biblían segir frá því þegar guð tók sig til og skipaði mönnum að drepa aðra menn, þurrka þá út, taka sjálfir hreinar meyjar.

Vegna þeirra illsku eins og t.d. að brenna börn lifandi og fleira.

DoctorE
Biblían segir frá því þegar guð tók sig til og drap allt líf á jörðinni....

Vegna illsku og meira að segja þá bauð Guð öllum upp á að sleppa lifandi með því að vara alla við.

DoctorE
Hann er ekki sá leiðbeinandi faðir sem hann er sagður vera, svo vogar hann sér að senda son sinn(sjálfan sig) og láta okkur drepa sig svo hann geti fyrirgefið okkur, svo verðum við að elska hann eða brenna 4ever... vá það bara toppar málið gói minn

Borga gjaldið svo að við þyrftum ekki að borga það, ef við viljum meðtaka þá gjöf.  Síðan ekkert rugl með að brenna að eilífu, sjá: Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni

DoctorE
Ég er að benda á þá staðreynd að guð er ekki góður, far from it.

Þú ert að benda á þá skoðun þína að þér finnst sá Guð sem Biblían lýsir ekki góður. Hvað finnst þér um að Guð sé til en það sé ekki Guð Biblíunnar?

Mofi, 3.7.2008 kl. 14:52

5 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Doktorinn er nú líka að benda á þá hræsni sem viðþrífst hjá bókstafstrúarfólki... samkynhneigðir eru slæmir í bíblíunni... líka að borða rækju... í sama versi meirað segja...

bókstafstrúarfólk ákveður alltaf hverju það hentar að trúa og hverju er í lagi að sleppa sbr dæmið með rækjunni, það er ekki nærri jafnmikið hitamál hjá sannkristnum og rækjuátið sem viðþrífst víða um heim... 

Svo eru svörin sem maður fær ef maður dirfist að gagnrýna biblíuna eða kristnitrú almennt þá er manni yfirleitt svarað með lítilsvirðingu og hroka

sbr eftirfarandi athugasemd

"Ég veit ekki í hverju DoctorE hefur lent, en eitthvað slæmt hlýtur það að vera. Að geta aðeins séð hið svarta í bók sem birtir allt litróf mannlegs lífs - enginn litur undanskilinn, er skrítin skynjun. Birtingarmyndir Guðs eru bæði góðar og vondar í þessari umdeildu bók. Það er hægt að tileinka sér hið góða - fer allt eftir afstöðu mannsins sjálfs."

Doctorinn hlýtur að hafa lænt í einhverju... hann er svartsýnn og allt ómögulegt hjá honum, því að ykkar bók er svo rosalega góð, falleg og umfram allt fullkomnlega rétt, nema sumt ruglið sem "var bara barns síns tíma haha, tökum ekki mark á því í dag, nema því sem hentar okkar lífsgildum" 

Veslings doktorinn að sjá ekki ljósið, mikið hlýtur hann að eiga bágt

skammist ykkar

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 15:05

6 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Ekki þú Mofi minn þú ert alltaf kurteis og prúður :)

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 15:12

7 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

bleh, vil samt koma því á framfæri að mér finnst kristinn boðskapur einstaklega fallegur og ef fólk gæti bara farið eftir því góða í biblíunni þá væri þetta allt í lagi, en það er bara svo rosalega mikið af fólki að gera slæma hluti í nafni kristninar

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 15:14

8 Smámynd: Mofi

...,
Doktorinn er nú líka að benda á þá hræsni sem viðþrífst hjá bókstafstrúarfólki... samkynhneigðir eru slæmir í bíblíunni... líka að borða rækju... í sama versi meirað segja...

Nei, að samkynhneigð er slæm. Að vísu þá er það alveg á hreinu í Biblíunni að mannfólkið er slæmt en það er önnur umræða.

...,
bókstafstrúarfólk ákveður alltaf hverju það hentar að trúa og hverju er í lagi að sleppa sbr dæmið með rækjunni, það er ekki nærri jafnmikið hitamál hjá sannkristnum og rækjuátið sem viðþrífst víða um heim...

Sammála að það er nóg til að hræsni hjá kristnum en að borða rækjur er líka slæmt en það líklegast heilsunnar vegna.

...,
Veslings doktorinn að sjá ekki ljósið, mikið hlýtur hann að eiga bágt

Er svo slæmt að vona að hann muni komast til trúar og eiga möguleika á eilífu lífi?  Ef mér væri illa við DoctorE þá væri mér alveg sama um hvað hann verður og myndi ekki eyða sekúndu í að tala um fyrir honum.

...,
Ekki þú Mofi minn þú ert alltaf kurteis og prúður :)

Takk en ég á nú mínar ljótu stundir :/

...,
bleh, vil samt koma því á framfæri að mér finnst kristinn boðskapur einstaklega fallegur og ef fólk gæti bara farið eftir því góða í biblíunni þá væri þetta allt í lagi, en það er bara svo rosalega mikið af fólki að gera slæma hluti í nafni kristninar

 En þá er spurning hvað er gott og hvað er slæmt... Kannski erum við ekki akkurat góður mælikvarði á hvað er akkurat gott?  Ég trúi að Biblían sé góður leiðarvísir varðandi hvað er gott og hvað er slæmt en það þarf að lesa hana í samhengi. Ef menn vilja rangtúlka þá er það lítið mál.

Mofi, 3.7.2008 kl. 15:20

9 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Vissulega er bíblian fjandi góðuri leiðarvísir hvað varðar mannlegt siðgæði og þess háttar... 

Eg er engann veginn alltaf sammála doktornum, en mér finnst hann vera vinna þarft verk við að vekja fólk til umhugsunar um allt það slæma sem kristntrú hefur leitt af sér, eins og flest önnur trúarbrögð í heiminum. 

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 15:44

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

... = Davíð, þú segir ,,vil samt koma því á framfæri að mér finnst kristinn boðskapur einstaklega fallegur og ef fólk gæti bara farið eftir því góða í biblíunni þá væri þetta allt í lagi" .. 

Þú virðist geta séð það fallega í Biblíunni en Doktór E álítur að hið fallega sé ekki marktækt vegna þess að það standa líka ljótir hlutir í Biblíunni.

Sjálfur hefur Doktórinn gert lítið úr lífsskoðunum og gildum kristinna manna og þá er vægt til orða tekið.  Hann hefur gaman af því að ýta ívið fólki og gerir það stundum skemmtilega en stundum þannig að það er mjög særandi. Ég taldi mig ekki harðorða í hans garð miðað við hvernig hann hefur gert lítið úr fólki og trú þess.

Auðvitað á ekki að fara á sama plan og biðst ég velvirðingar ef ég hef sært einhvern.

Þegar fólk verður svona heiftúðugt út í Guð eða trúarbrögð er það oftast vegna þess að það hefur jafnvel verið trúað á þann hátt að það telur að Guð geti bjargað öllu. Síðan orðið fyrir áfalli og þá snúið baki við Guði eða upplifað að hlutirnir séu Guði að kenna. Þá sér fólk bara hinn reiða/illa Guð. 

Doktór E - nei morðingi verður ekki góður af því að gefa peninga. Þetta er ekki sami hluturinn.

Í Biblíunni eru MENN að lýsa  þeim Guði og skrifa um þann Guð sem þeir trúa á. Þarna er um að ræða flóru af MÖNNUM með mismunandi hugmyndir um  Guð.  Hvernig Guð birtist síðan okkur sjálfum er það sem skiptir máli.

Ég er sammála þér um margt, t.d. að sögurnar um Nóaflóðið séu ekki við hæfi barna og bara til að rugla þau í ríminu. Vil ekki nota þær í kristnifræðikennslu - og ekki hollt NEMA þegar fólk er komið til vits og ára og skilur að þetta eru bara fornar sögur og ekkert nema sögur.

Börnum á að kenna um kærleikann og hið góða og það er alveg óþarfi að rugla þau með sögum um reiðan Guð sem drekkir fólki vegna ólifnaðar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 15:46

11 Smámynd: Mofi

Sigmar
Drap guð ekki fullt af börnum Egypta?

ekki höfðu þessi börn gert neinum neitt

Í fyrsta lagi þá er dauði hérna ekki raunverulegur dauði fyrir Guði. Í öðru lagi þá fengu allir egyptar viðvörun; allar plágurnar voru viðvörun fyrir þessari loka plágu. Einnig fengu allir leiðbeiningar hvernig þeir gátu sloppið við þessa plágu.

..., Doctorinn er ekki al slæmur.  Hann og Vantrú hafa hleypt nýju lífi í trúar umræðu íslendinga og það finnst mér virkilega gott.  Mér finnst Doctorinn aftur á móti oft ósanngjarn í sinni umfjöllun og mætti temja sér (miklu) meiri kurteisi.

Mofi, 3.7.2008 kl. 15:49

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. Mofi - Samkynhneigð er ekki verri en gagnkynhneigð. Leyfum fólki að vera eins og það er og álásum því ekki á meðan það er ekki ofbeldisfólk. Ég er viss um að þannig hugsaði Kristur væri hann uppi í dag.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 15:50

13 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Mæli sterklega með því fyrir þá sem hafa áhuga, að kíkja á heimildarmynd sem heitir "for the bible tells me so" og fjallar svona í grófum dráttum um þessi mál án þess að vera að skíta yfir mann og annan, en í henni er einmitt gömlu viðmið kirkjunar tekin og gagnrýnd á mjög skemmtilegan hátt. Myndin er mjög aðgengileg og fræðandi.

En doktorinn er ruddalegur dóni, en dónarnir gera hlutina spennandi ;)

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 15:58

14 Smámynd: Mofi

Jóhanna
p.s. Mofi - Samkynhneigð er ekki verri en gagnkynhneigð. Leyfum fólki að vera eins og það er og álásum því ekki á meðan það er ekki ofbeldisfólk. Ég er viss um að þannig hugsaði Kristur væri hann uppi í dag.

Biblían er alveg skýr að hún er vond. Fólk má alveg vera eins og það vill en það breytir því ekki að Guð hefur fordæmt þessa hegðun.  Hvað ef Biblían hefur rétt fyrir sér og þetta er af hinu slæma fyrir þá einstaklinga sem velja þetta? Væru kristnir þá ekki glæpsamlega sekir eins og einstaklingur sem segir ekki eihverjum að eiturlyfja neysla er slæm?

Þetta fer einfaldlega bara eftir því hvort að menn trúa þessum orðum Biblíunnar eða ekki og við lifum við trúfrelsi og menn velja og hafna hverju þeir trúa.

..., endilega fáðu þér annað nafn :)    takk fyrir ábendinguna. Vonandi er þetta skárra en "Jesus camp" sem lét mig langa til að fara aldrei aftur í kirkju.  Nóg af spennu í kringum DoctorE, svo mikið er víst :)

Mofi, 3.7.2008 kl. 16:16

15 Smámynd: Arnar

Youtube.com: For the Bible tells me so - The movie (playlisti)

Áhugavert.. þarf að kíkja á þetta.

Arnar, 3.7.2008 kl. 16:21

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég er sammála þér um margt, t.d. að sögurnar um Nóaflóðið séu ekki við hæfi barna og bara til að rugla þau í ríminu. Vil ekki nota þær í kristnifræðikennslu - og ekki hollt NEMA þegar fólk er komið til vits og ára og skilur að þetta eru bara fornar sögur og ekkert nema sögur.

Börnum á að kenna um kærleikann og hið góða og það er alveg óþarfi að rugla þau með sögum um reiðan Guð sem drekkir fólki vegna ólifnaðar.

Jóhanna, nú veit ég ekki hvers vegna þú segir að sögur um reiðan guð sem drekkir fólki vegna ólifnaðar "rugli" börn. Þá hlýtur Jesús að hafa ruglað marga þegar hann líkti endurkomu sinni við Nóaflóðið, svo ekki sé minnst á öll ummælin hans og dæmisögurnar þar sem boðskapurinn er sá að guð mun henda fólki í helvíti og þar mun það kveljast. 

Ruglar það ekki bara börnin að fá að heyra sumt af því sem Jesú sagði?

Kannski er þessi glansmynd sem þú hefur af guði kristinnar trúar hið eina sanna rugl.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2008 kl. 16:33

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mofi - Biblían er EKKI skýr. Biblían er skrifuð fyrir tvöþúsund árum á hebresku (GT) og grísku (NT). Síðan koma menn og þýða og setja sína túlkun, trú og pólitík inn í. Íslensk þýðing er líka alltaf að breytast ...  Þess vegna megum við ekki taka hana bókstaflega. Þess vegna verðum við að setja Jesús = kærleikann og manngildið í fyrsta sæti og síðan lesa hvað þar stendur. Meta síðan út frá framangreindu og dæma með það í hjartanu.

"Þetta fer einfaldlega bara eftir því hvort að menn trúa þessum orðum Biblíunnar eða ekki og við lifum við trúfrelsi og menn velja og hafna hverju þeir trúa." ...  Já, Mofi ég er sammála þér þarna - menn velja og hafna hverju þeir trúa.

Ég hef ákveðið að trúa því að Guð/Kristur líti með velþóknun á ástina - hvort sem hún kviknar á milli gagnkynhneigðra eða samkynhneigðra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:34

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjalti Rúnar, .. fyrir mér er Guð/Kristur sama og kærleikur. Mæli með því að þú lesir það sem ég skrifa hér til Mofa fyrir ofan. Hef alltaf heillast af glansmyndum ...  ... en kærleikurinn verður aldrei rugl.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:39

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...fyrir mér er Guð/Kristur sama og kærleikur.

Þannig að allt það sem Jesús er látinn segja í guðspjöllunum um helvíti og heimsendi er bara bull sem hann sagði ekki í raun og veru?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2008 kl. 16:41

20 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

For the bible tells me so, er ekki jafn hrikalega og jesus camp, en hún vekur mann svo sannarlega til umhugsunar.

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 16:43

21 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

og já... er þetta ekki skömminni skárra? ;)

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 16:43

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. áður en ég hætti (ætlaði mér ekki að einoka þennan þráð) .. auðvitað les maður ekki fyrir börnin að Jesús ætli að henda einhverjum í helvíti.  Skamm, skamm ekki gera það!

Jesús er besti vinur barnanna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:49

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, eru þá öll heimsenda- og helvítisummælin sem eru tileinkuð Jesú í guðspjöllunum bara síðari tíma skáldskapur? Og ætlar Jesú ekki að henda einhverjum í helvíti? Er kristin trú bara of ljót fyrir eyru barna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2008 kl. 16:51

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hjalti Rúnar, einhverjir fræðingar hafa reynt að taka saman ,,sönn orð Jesú" .. ég þekki það ekki en það væri þess virði að finna út úr því - og samhengið o.s.frv...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:52

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, málið er að þú segir að Jesús sé það sama og kærleikur og sögur um vondan guð sem drekki fólki rugli börn.

Mér persónulega finnst "kærleikur" ekki beint passa við ummæli þar sem meint persónugerving kælreikans segist ætla að henda fólki í helvíti við endurkomu sína (sem hann segir að verði eins og á dögum Nóa).

Fyrst þú heldur því fram að að Kristur sé það sama og kærleikur, heldurðu því þá ekki fram að öll þessi ummæli geti ekki komið úr munni Jesú?

En ætlar Jesú ekki að henda einhverjum í helvíti?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2008 kl. 16:56

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef að orðin: Elskaðu náungann eins og sjálfan þig" væru of ljót fyrir eyru barna væri kristin trú of ljót fyrir eyru barna. 

Knús og krams á ykkur, gaman að þessu en verð að fara að sinna fjölskyldunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:58

27 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ruglar það ekki bara börnin að fá að heyra sumt af því sem Jesú sagði?

Margt getur verið ruglingslegt en þetta á að vera bara í hendi foreldra og þeir eiga að ráða hvernig þeir nálgast þetta efni.  Ég persónulega myndi reyna að kenna þetta í samhengi.

Jóhanna
Mofi - Biblían er EKKI skýr. Biblían er skrifuð fyrir tvöþúsund árum á hebresku (GT) og grísku (NT). Síðan koma menn og þýða og setja sína túlkun, trú og pólitík inn í. Íslensk þýðing er líka alltaf að breytast .

Þetta var skýrt hjá gyðingum með Gamla Testamentið ( skrifað frá 3500 árum síðan til 2500 árum á herbresku ) og síðan hjá kristnum síðustu 2000 árin ( Nýja Testamentið á grísku )

Aðeins með pólitískum réttrúnaði hefur þetta orðið eitthvað óskýrt; þetta er alveg skýrt í handritunum sjálfum. 

Jóhanna
Þess vegna megum við ekki taka hana bókstaflega.

Hvernig á að taka hana?  Hvaða punktar eru þá kannski ekki bókstaflegir? Voru þá kannski þeir bókstafir þar sem Kristur segir að við eigum að fyrirgefa ekki bókstaflegt heldur eitthvað annað?  Við lifum í landi sem heiðrar trúfrelsi svo allir mega skilja Biblíuna eins og þeir vilja. Kristnir eiga sannarlega ekki að þvingja einhvern til hlíðna við Biblíuna, það að mínu mati gengur á móti kjarna boðskapar Krists.

Jóhanna
Þess vegna verðum við að setja Jesús = kærleikann og manngildið í fyrsta sæti og síðan lesa hvað þar stendur

Og ef samkynhneigð er skaðleg einstaklingnum, hvaða kærleikur er það að segja viðkomandi að þetta er í góðu lagi?

Jóhanna
Ég hef ákveðið að trúa því að Guð/Kristur líti með velþóknun á ástina - hvort sem hún kviknar á milli gagnkynhneigðra eða samkynhneigðra.

Þú verður að eiga það við þig hvort að þú tilbiður guð sem þú hefur búið til sem þér líkar vel við eða hvort þú ert raunverulega að tilbiðja Guð sem er til.

Hafðu ekki áhyggjur af einotkun :) 

Mofi, 3.7.2008 kl. 16:59

28 identicon

Þó að Jóhönnu finnist að Guð eigi að virða alla sem elska hvorn annann í sambúð, er það bara ekki svo gott . Kynvillu segir Guð ósæmilega, og ekki sér að skapi . Margt er óhentugt í orði Guðs, því syndarinn á erfitt með að snú sér frá syndinni . Vonandi fá flestir syndarar lausn með Guðlegum hætti frá sínum fýsnum og löngunum, áður en að endinum kemur og komu Jesú .

conwoy (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:01

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, kristin trú snýst um meira en bara það að elska náungann eins og sjálfan sig.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2008 kl. 17:01

30 Smámynd: Mofi

Sigmar
Hvaða leiðbeiningar fengu þessi börn um hvernig þau gætu forðast reiði guðs?

Og hvað meinar þú með að þetta hafi vekki verið raunverulegur dauði? Hvað varð um sálir þeirra barna sem hann myrti?

Ef einhver var of ungur til að gera eitthvað í þessu þá var það ábyrgð foreldrana.  Hafa síðan í huga að ef Guð tekur saklaust barn til Sín þá er ég ekki í neinum vafa um að eilíft líf bíður viðkomandi barns. 

Mofi, 3.7.2008 kl. 17:01

31 Smámynd: Mofi

Sigmar
Ég sé ekki betur en að hann hafi verið að refsa saklausum íbúum Egyptalands fyrir þrjósku faraós

En plágan þurfti ekki að drepa neinn þann sem setti blóð á dyrastafinn. Síðan í augum Guðs þá er þetta líf aðeins mjög tímabundið, það er lífið sem kemur á eftir þessu lífi sem skiptir Guð máli.

Mofi, 3.7.2008 kl. 17:17

32 identicon

En guð er Jesú og visa versa.
Guðinn dæmdi allt mannkyn vegna mistaka einnar persónu(Evu), allir dæmdir, ófæddir dæmdir.
Guð velur sér síðan glæpamann eins og Nóa og þurrkar út allt líf, svona veður hann áfram í gegnum biblíu, drap og ógnaði þvers og kruss... fæddi svo sjálfan sig með lofaðri konu, boðaði helvíti ef við elskuðum hann ekki ... lét svo drepa sig til þess að fyrirgefa okkur.
Comon folks, það er ekki neitt vit í dæminu.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:09

33 identicon

Það er bara þannig að ef einhver fremur morð og notar ógnir til þess að ná sínu fram... þá er sá hinn sami einskis virði, sama þó hann gefi mér brauð vín + extra líf sem bónus.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:18

34 identicon

Sammála að það er nóg til að hræsni hjá kristnum en að borða rækjur er líka slæmt en það líklegast heilsunnar vegna.
 

Eitthvað fyrir mig. Nei, rækjur eru ekki óhollar, þvert á móti. Skelfiskur er bráðhollur matur. Samanber hér og hér .

Annars snerti ég ekki biblíumræðnua hérna með löngu priki.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:03

35 Smámynd: Kári Gautason

Það er ýmislegt vafasamt í Biblíunni.. En líka er gott inn á milli.

Það er líka svo mikið af vafaatriðum varðandi heimsspekina á bakvið kristni. Til dæmis vandamál frjáls vilja. Hefur aldrei verið svarað almennilega (mérvitandi) af kristnum. Ágústínus og Thomas Aquinas gerðu þó góðar tilraunir.

Svo er það vandamálið með hið vonda í heiminum. Siðferðisspurningar vakna svo varðandi siðgæðið sem boðað er með kristni (ef maður er bara góður vegna ótta við refsingu í næsta lífi, þá er það ekki að vera góður)

En svona off topic, hvað finnst þér um Sören Kirkegaard mofi? 

Kári Gautason, 3.7.2008 kl. 19:04

36 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi, þessi Darwin-hlekkur sem þú gróðursettir svo fagmannlega mitt í beði biblíuvarnanna er dálítið skondinn.

Mofi
Hérna er grein sem fjallar um hvað Darwin fannst um konur: Darwin Taught Male Superiority

Þetta er eitt af mörgum dæmum þar sem þú virðist vera að svara gagnrýni á kristni með því að gagnrýna Darwin persónulega, eins og hann sé fyrirmynd hinna vantrúuðu og andstæða Guðs eða sjálfur einhverskonar guð.

Samkvæmt þessari grein, sem þú hlekkjar á, var Darwin með ákveðnar hugmyndir um þróun kynjanna sem áttu að útskýra það hversu kynin eru með ólíka styrkleika og veikleika, og mér sýnist þetta hafa verið frekar jarðbundnar ályktanir, þó að ofurfemínisti gæti kannski hnotið um orðalagið.

Málið er þó það að það skiptir engu máli hversu mikil kvennahatari Darwin var eða var ekki. Orð hans eru ekki heilög og lífsstíll hans ekki fyrirmynd fólks sem þú kýst að kalla Darwinista. Kenningar hans um þróun lífs og náttúruval voru stórkostlegt framfaraskref fyrir líffræðina, alveg óháð lundarfari eða persónuleikabrestum hans sjálfs.

En Biblían er hinsvegar ferlegt kraðak af hugmyndum, sem þarf að sortera vel og vandlega svo ekki birtist í því mynd af guði sem er hefnigjarn skaphundur sem ekki telur eftir sér að valda ómældum hörmungum hjá áttavilltri mannahjörð sem hann sjálfur skapaði, að því er virðist til að skeyta skapi á.

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 3.7.2008 kl. 20:21

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Má ekki segja að ýmsar miður fallegar hreifingar á 20. öld hafi byggt sínar kenningar á náttúruvali Darwins og svokölluðum social Darwinisma og notað þær hinar sömu hugmyndir til að réttlæta framferði sitt eða jafnvel notað það sem bensín til að drífa fólk útí ofbeldi og vitleysu.  Eg veit ekki... en ég er ekki frá því.  Allavega að hluta til. Já, ég held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 21:02

38 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ertu kominn á ansi hálann ís Ómar?

Allavega ef þetta komment á að vera fjöður í hatt kristnitrúar... 

ertu að gleyma krossförunum, spænska rannsóknarréttinum, nornabrennunum ofl ofl ? 

Davíð S. Sigurðsson, 3.7.2008 kl. 21:13

39 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Jú jú Ómar, það held ég líka að megi alveg segja.

En að öllum líkindum voru þessar hugmyndir Darwins einfaldlega sannleikurinn, eða í öllu falli mjög eðlilegar ályktanir, og það að einhver hafi notað þær til að réttlæta eigin rasisma og vonsku gerir þær ekki að vondum hugmyndum eða Darwin að vondum manni, frekar en Newton fyrir að fjalla um þyngdarlögmálið.

Ég er að skjóta hér á Mofa fyrir að tína til skít á Darwin þegar verið er að gagnrýna biblíuna eins og þetta tvennt séu hliðstæður.

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 3.7.2008 kl. 21:21

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kristinn: Ja, ég segi eins og náungi einn: Hvað er sannleikur?  En ef að innleiða á náttúruval og survival of the fittest o.s.frv inní siðmenntað samfélag... þá er það bara fyrir bí med det samme. 

Davíð:  Nei nei.  Eg er ekkert búinn að gleyma því neitt.  Margt skelfilegt gert í nafni trúar en einnig margt dásamlegt.  Það er eins og manneskjan finni alltaf eitthvað til að réttlæta ofbeldi sitt.  Grípur í það sem hentar best eða er í tísku í það og það skiptið. 

Það er ekki hægt að ignora hið góða sem kristin trú hefur getið af sér.  Ef sagan er skoðuð í rólegheitum er augljóst að kristni og kirkja (þrátt fyrir alla galla sína og óhæfuverk) hefur komið mörgu góðu til leiðar.  Enda má segja að vestrænn nútími spretti upp af Kristinni moldu og rætur nútímans og stofn og jafnvel laufblöð spretti uppúr og nærist að meir eða minna leiti  á umræddri mold og eigi henni mikið eða allt að þakka með einum eða öðrum hætti.

Það er bara í umræðu um trúmál á íslandi oft þessir öfgar.  Annars vegar þeir sem trúa Biblíu bókstaflega að mestu leiti og svo hinir sem sjá allt ómögulegt.  Biblíusögurnar lygi frá a-ö og þarf af leiðandi enginn Guð og ekkert beyond etc.

Þetta er alveg ómögulegur umræðugrundvöllur.  Það er eins og að segja að veröldin sé aðeins svört og hvít en ignora aðalatriðið: Hina fjölbreyttu litarflóru.

Annars er ég að miklu leiti sammála því sem Jóhanna segir hér að ofan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 22:06

41 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ómar Bjarki
Ja, ég segi eins og náungi einn: Hvað er sannleikur?

Ég bætti nú við "eða í öllu falli mjög eðlilegar ályktanir" til að koma í veg fyrir svona tiktúrur. Ég ætla ekki að fara að rökræða skilgreininguna á sannleika, ef þú hefur ekki trú á því að þróunarkenningin sé líkleg kenning erum við hvort eð er sennilega nokkuð ósammála um hvað sannleikur er.

En hvað ertu að fara með þessu hér: 

En ef að innleiða á náttúruval og survival of the fittest o.s.frv inní siðmenntað samfélag... þá er það bara fyrir bí med det samme.

Ekki heldur þú að það þurfi að "innleiða" einhverja vitleysu inn í samfélagið ef að þróunarkenningin reynist sönn? Þróunarkenningin er ekki pólitísk hreyfing, og hinn svokallaði Darwinismi ekki heldur. Social Darwinismi tengist Darwin í raun sáralítið, auk þess sem hugmyndirnar sem urðu kveikjan að þeirri hreyfingu komu til á undan Uppruna tegundanna.

Er ég nokkuð að misskilja þig Ómar?

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 3.7.2008 kl. 22:26

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjáðu til, það má gera allt að pólitík.  Þó eitthvað hafi ekki verið pólitík í upphafi er alveg hægt að nota það í þeim tilgangi.  Og já já, það má alveg deila um tengsl social darwinisma og darwinisma og einnig um tengsl þess til fasista og nasista hreifinga á sínum tíma.   En ef skoðuð er sagan í upphafi 20. aldar er svo augljóst að ógeðfelldar hreifingar sem náðu miklum völdum á tímabili byggðu með einum eða öðrum hætti á slíkum pælingum og notuðu þær sér til framdráttar og í rauninni náðu slíkar pælingar langt útfyrir umræddar hreifingar og í dag er furðulegt að lesa margt sem menn létu frá sér fara í slíku sambandi. 

Þegar eg segi "innleiða náttúruval os.frv.inní siðmenntað samfélag" þá er eg að meina að alveg óháð því hvort kenningin sé líkleg eða ekki, þá getur samfélag eins og við þekkjum í dag, ekki staðist ef slíku er gefinn laus taumur.  Þá verður bara alltí lagi að vaða yfir minnihlutahópa og þá sem höllum fæti standa.    Þarna verður trúin að koma inní og standa á móti.  Því hvað sagði ekki maðurinn: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.  Miskunsami samverjinn etc.  Það kemur ekkert fram hjá darwin eða social darwinistum.  Belive me.  Án trúar fer siðmentað samfélag lóðbeint til andskotans.  Bara spurning hvað það tekur langan tíma.

Staðreyndin er að það góða og jákvæða í Vestrænum þjóðfélögum nútímans, sprettur meir og minna upp af kristum gildum, þe. trú og trúarbrögðum.   Það er bara þannig. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 23:12

43 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hægt að lesa um félagslegan darwinisma hér:

http://this.is/atli/textar/darwin/UppruniTegundanna_2.html

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 23:25

44 Smámynd: Kristinn Theódórsson

"að gefa slíku lausann tauminn" þar sem "slíkt" er hugmyndin um náttúruval?!

Þetta finnst mér hljóma stórfurðulega hjá þér Ómar. Náttúruval er ekki hugmynd að stefnu, heldur greining á því sem er. Við mennirnir erum svo með okkar form af náttúruvali, þó að það sé orðið flókið og undarlegt.

Þó að "Darwinistar" þ.e.a.s. þeir sem aðhyllast vísindalegar skýringar á tilvist heimsins myndu alfarið ráða málunum myndi samfélagið ekkert verða einhver frumskógur án siðgæðis eða manngæsku. Það er blekkingarleikur hins trúaða sem vill að trúin sé rót alls góðs.

Siðgæði og trú eru vissulega sögulega tengd fyrirbrigði, en trúin er engin forsenda þess að gullna reglan sé virt. Afhverju heldur þú að þessi regla sé til í einhverju formi um allan heim með eða án trúarbragða?

Trúin er ekkert alvond, en skipulögð trúarbrögð finnst mér yfirleitt verða ljótur skuggi þess sem þau eiga að vera.

-Það er bara þannig *wink*

Kristinn Theódórsson, 3.7.2008 kl. 23:45

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjáðu til, til að einfalda þetta.  Það sem gerir okkar samfélag að því sem það er ... er að "slíkt" fær ekki að ráða. 

Svo sagði eg aldrei að samfélag án trúar yrði "frumskógur án siðgæðis eða manngæsku"  Eg sagði: Lóðb. til Helv.  spurning um tíma.

Sjáðu Sovétríkin.  Urðu að skelfingu fyrir íbúana.   Tók sinn tíma.  Lestu Dostojevskí.  Hann sá það allt fyrir.  Afhverju ? Vegna þess að hann sá af viti sínu og innsæi að án trúar á guðlegan anda fengi siðað og frjálst mannfélag ekki staðist til lengri tíma. (í stuttu máli)

Annars verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála. Þú skilur mig ekki.  Kannski er þetta óskýrt hjá mér og ruglingslegt.  Má vel vera. (en mér finnst það samt ekki svo mjög óskýrt.  Soldið flókið kannski.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.7.2008 kl. 00:13

46 Smámynd: Mofi

DoctorE
Guðinn dæmdi allt mannkyn vegna mistaka einnar persónu(Evu), allir dæmdir, ófæddir dæmdir.

Ekki beint, aðeins að þekkingin á hvað væri gott og slæmt og síðan gátu allir valið eins og þeir vildu. Þeirra val aftur á móti hafði áhrif á þá sjálfa og þá sem voru í kringum þá alveg eins og í dag.

Sigmar
Já, flott val.... settu blóð á dyrastafinn og reittu Faraó til reiði,,, eða gerðu það ekki og Guð drepur börnin þín

Þú ert að álykta að Faró hefði orðið reiður, kannski en kannski ekki. Svona aftur á móti er týpískt, fólk setur annað fólk í vonda stöðu.

Sigmar
Settu þig og þína ofsatrú í sömu spor og spurðu sjálfan þig... hefðir þú ef taflið hefði verið öfugt sett blóð í þinn dyrastaf

Ef ég hefði séð hinar plágurnar þá væri ég ekki í neinum vafa um að setja blóð á minn dyrastaf. Hefði þá ekki þurft mikla trú til að álykta að næsta plága myndi koma.

Sigmar
Hvernig geturðu þá sagt að samkynhneigð sé vond, út frá þessum skoðunum.

Afþví að orð sem segja þetta vera synd koma fyrir bæði í Gamla Testamentinu og því Nýja. Það sem varðaði dauða refsingu í því Gamla er ennþá slæmt í dag; eini munurinn er að kristnir mynda ekki þjóðfélag sem hefur ákveðið að fylgja refsilöggjöf gyðinga.

Sigmar
Eða það sem meira máli skiptir; HVAR í bíblíunni stendur að kristnir eiga EKKI að fara eftir reglunum í gamla testamenntinu?  Hvernig rökstyðurðu það að þessar reglur áttu BARA við gyðinga fyrir óralöngu, en eiga ekki við í dag?  HVAR stendur það??

Það er t.d. fjallað um það í Postulasögunni 15. Lög varðandi refsingu varðaði við ríkisvald en kristnir í fyrstu þremur öldunum höfðu aldrei ríkisvald. Voru aðeins dreifður hópur fólks með sína trú. Einnig fjallar Kólussubréfið 2 um þetta.

Jóhannes
Eitthvað fyrir mig. Nei, rækjur eru ekki óhollar, þvert á móti. Skelfiskur er bráðhollur matur. Samanber hér og hér .

Ég get ekki neitað því að ég tek því í trú að þær eru óhollar og þess vegna bannaðar til átu í GT. 

Kári
Það er líka svo mikið af vafaatriðum varðandi heimsspekina á bakvið kristni. Til dæmis vandamál frjáls vilja. Hefur aldrei verið svarað almennilega (mérvitandi) af kristnum. Ágústínus og Thomas Aquinas gerðu þó góðar tilraunir.

Ég myndi frekar segja að trúin á Guð geri auðveldara að útskýra frjálsan vilja en ef Guð er ekki til þá virkar eins og frjáls vilji er aðeins tálsýn þar sem við erum þá bara samansafn af efnum og leika út það sem genin okkar segja okkur að gera. Hvað er hugur, hvað er frjáls vilji ef aðeins efni er til?

Kári
Svo er það vandamálið með hið vonda í heiminum. Siðferðisspurningar vakna svo varðandi siðgæðið sem boðað er með kristni (ef maður er bara góður vegna ótta við refsingu í næsta lífi, þá er það ekki að vera góður)

Þar sem ég er tiltulega nýbúinn að hlusta á bók C.S.Lewis sem fjallar mikið um siðferði og hið góða og illa þá bendi ég aftur og aftur á þá bók þegar kemur að þessari hlið kristninnar, sjá: C.S. Lewis - Mere Christianity

Varðandi hið vonda í heiminum og afhverju Guð leyfir það þá gerði ég einu sinni færslu þar sem ég reyndi að útskýra mína sýn á það mál, sjá: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Kári
En svona off topic, hvað finnst þér um Sören Kirkegaard mofi? 

Þekki allt of lítið til hans nema hinar og þessar tilvitnanir sem oftar en ekki eru mjög flottar. Veit að hann var á móti ríkis kirkjunni og þannig batteríi og það er eitthvað sem mér finnst vera mjög virðingarvert.  Hvað finnst þér um hann?

Kristinn
Þetta er eitt af mörgum dæmum þar sem þú virðist vera að svara gagnrýni á kristni með því að gagnrýna Darwin persónulega, eins og hann sé fyrirmynd hinna vantrúuðu og andstæða Guðs eða sjálfur einhverskonar guð.

Aðeins að benda á hvað honum fannst og afhverju hann dró þannig ályktanir. Hlýtur að vera... forvitnilegt?

Kristinn
Málið er þó það að það skiptir engu máli hversu mikil kvennahatari Darwin var eða var ekki. Orð hans eru ekki heilög og lífsstíll hans ekki fyrirmynd fólks sem þú kýst að kalla Darwinista. Kenningar hans um þróun lífs og náttúruval voru stórkostlegt framfaraskref fyrir líffræðina, alveg óháð lundarfari eða persónuleikabrestum hans sjálfs.

Nú er ég mjög forvitinn; hvaða framfarir komu til vegna hugmynda Darwins? Þ.e.a.s. hvaða framfarir í vísindum er hægt að þakka þróunarkenningu Darwins?

Kristinn
En Biblían er hinsvegar ferlegt kraðak af hugmyndum, sem þarf að sortera vel og vandlega svo ekki birtist í því mynd af guði sem er hefnigjarn skaphundur sem ekki telur eftir sér að valda ómældum hörmungum hjá áttavilltri mannahjörð sem hann sjálfur skapaði, að því er virðist til að skeyta skapi á.

Eða Guð sem er heilagur og mun að lokum tortýma synd, hvar sem hún finnst. Ástæðan fyrir að Hann gerir það er einmitt vegna þeirra hörmunga sem illskan veldur.

Kristinn
En að öllum líkindum voru þessar hugmyndir Darwins einfaldlega sannleikurinn, eða í öllu falli mjög eðlilegar ályktanir, og það að einhver hafi notað þær til að réttlæta eigin rasisma og vonsku gerir þær ekki að vondum hugmyndum eða Darwin að vondum manni, frekar en Newton fyrir að fjalla um þyngdarlögmálið.

Að hinn sterkari hafi rétt til að lifa af á kostnað hins veikara kom ekki fyrst fram hjá Darwin en hann gaf því "vísindalegann" blæ. Annars er þessi afstaða miklu rökréttari en að neita því að ef kenningin gefur mönnum ástæðu til að þurrka út þá sem þeir telja vera "veika" eða minna þróaðri en aðra; að gera það er bara gott fyrir stofninn. Eins og Darwin talaði um, menn myndu ekki leyfa sínum verstu dýrum að eignast afkvæmi.

Ómar
Ja, ég segi eins og náungi einn: Hvað er sannleikur? 

Þetta minnir mig á Ræður þú við sannleikann?  :)

Mofi, 4.7.2008 kl. 00:27

47 Smámynd: Mofi

Takk fyrir mjög góða punkta Ómar.

Mofi, 4.7.2008 kl. 00:29

48 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ómar
Sjáðu til, til að einfalda þetta.  Það sem gerir okkar samfélag að því sem það er ... er að "slíkt" fær ekki að ráða. 

Ég er alveg sammála því, ég held bara ekki að það séu trúarbrögðin sem komi í veg fyrir það, heldur menningarlegt siðgæði sem ekki lengur hvílir á trú. 

Svo sagði eg aldrei að samfélag án trúar yrði "frumskógur án siðgæðis eða manngæsku"  Eg sagði: Lóðb. til Helv.  spurning um tíma.

 Er það ekki það sama, þér líkar bara ekki mín útfærsla ;)

Sjáðu Sovétríkin.  Urðu að skelfingu fyrir íbúana.   Tók sinn tíma.  Lestu Dostojevskí.  Hann sá það allt fyrir.  Afhverju ? Vegna þess að hann sá af viti sínu og innsæi að án trúar á guðlegan anda fengi siðað og frjálst mannfélag ekki staðist til lengri tíma. (í stuttu máli)

Já, af því að klikkaðir einræðisherrar voru við völd sem stýrðu með skelfingu og valdbeitingu. -svo skilst mér að kirkjan hafi verið báðu megin við borðið hvað það varðar.

Annars verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála. Þú skilur mig ekki.  Kannski er þetta óskýrt hjá mér og ruglingslegt.  Má vel vera. (en mér finnst það samt ekki svo mjög óskýrt.  Soldið flókið kannski.)

Ég held við skiljum hvorn annan ágætlega. Þú ert bara harðákveðinn í að trúarbrögðin séu allstaðar að redda málunum og ég ekki. Ég get hinsvegar alveg sannfærst um annað ef gögnin eru góð, en mér er spurn hvort að þú getir það?

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 4.7.2008 kl. 00:46

49 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Aðeins að benda á hvað honum fannst og afhverju hann dró þannig ályktanir. Hlýtur að vera... forvitnilegt?

He he, jæja. 

Nú er ég mjög forvitinn; hvaða framfarir komu til vegna hugmynda Darwins? Þ.e.a.s. hvaða framfarir í vísindum er hægt að þakka þróunarkenningu Darwins?

Fyrir líffræðingum er þetta dásamlegt módel sem allt passar inn í og setur hlutina í samhengi. Þú trúir því vitaskuld ekki, en líffræðingar eru flestir að pissa á sig af ánægju með þetta módel.

Eða Guð sem er heilagur og mun að lokum tortýma synd, hvar sem hún finnst. Ástæðan fyrir að Hann gerir það er einmitt vegna þeirra hörmunga sem illskan veldur.

Já, þetta hlýtur að vera rökrétt ef maður les með réttum gleraugum. 

Að hinn sterkari hafi rétt til að lifa af á kostnað hins veikara kom ekki fyrst fram hjá Darwin en hann gaf því "vísindalegann" blæ. Annars er þessi afstaða miklu rökréttari en að neita því að ef kenningin gefur mönnum ástæðu til að þurrka út þá sem þeir telja vera "veika" eða minna þróaðri en aðra; að gera það er bara gott fyrir stofninn. Eins og Darwin talaði um, menn myndu ekki leyfa sínum verstu dýrum að eignast afkvæmi.

Best aðlagaða dýrið mun lifa, það er bara þannig í náttúrunni. Ef þú setur hest og úlfalda út í eyðimörk mun úlfaldinn lifa lengur. Þetta er bara nokkuð sem menn gera sér grein fyrir líkt og við áttum okkur á því að jörðin er hnöttur. Aðeins vitleysingar vilja heimfæra þetta á samfélag manna og það hefur ekkert með trú eða trúleysi að gera. Mannskepnan er alveg búin að kippa þessu úr sambandi því að við eigum enga náttúrulega óvini svo heitið geti og drepum ekki hvort annað -nógu mikið.

Það hefur ekkert með Darwinista eða vísindi að gera að einhver vilji drepa þá veikari, það eru bara órar vitfirringa. Af hverju eruð þið Ómar að teikna slíka vitleysu upp?  Siðgæði, hvort sem það er sprottið af trú eða annarri menningu, mun vonandi koma í veg fyrir slíkt.

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 4.7.2008 kl. 01:01

50 Smámynd: Mofi

Kristinn
Fyrir líffræðingum er þetta dásamlegt módel sem allt passar inn í og setur hlutina í samhengi. Þú trúir því vitaskuld ekki, en líffræðingar eru flestir að pissa á sig af ánægju með þetta módel.

Ekki vil ég koma í veg fyrir að líffræðingar pissi á sig, svo mikið er víst :)

En langar þig ekki að reyna að koma með dæmi um framfarir í þekkingu og vísindum vegna þessa yndislega módels?

Kristinn
Mannskepnan er alveg búin að kippa þessu úr sambandi því að við eigum enga náttúrulega óvini svo heitið geti og drepum ekki hvort annað -nógu mikið.  

Hvað heldur þú að Darwin hafi verið að hugsa hérna?

Charles Darwin - "The Descent of Man", bls .241-242
At some future period, not very distant as measured by centuries, the civilised races of man will almost certainly exterminate, and replace, the savage races throughout the world. At the same time the anthropomorphous apes, as Professor Schaaffhausen has remarked, will no doubt be exterminated. The break between man and his nearest allies will then be wider, for it will intervene between man in a more civilized state, as we may hope, even than the Caucasian, and some ape as low as a baboon, instead of as now between the negro or Australian and the gorilla.

Sigmar
Ég veit ég skrifa mikið hér HAlldór... samt óþarfi að eigna mér setningar sem aðrir skrifa ;)

Mig langaði bara að reyna að láta þig líta vel út :)

Sigmar
Fólk?   Það var ekkert fólk að setja annað fólk í slæma stöðu, heldur guðir...

Faró var maður og hann vildi halda Ísraelsku þjóðinni sem þræla. Egypska þjóðin reis ekki upp á móti honum þegar hann var að leiða þjóðina í allar þessar ógöngur þrátt fyrir að sjá sannanir fyrir því að Guð Ísraels væri raunverulegur en guðir egypta ekki. Sé bara vont fólk leiða vonda hluti yfir annað fólk.

Mofi, 4.7.2008 kl. 12:13

51 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
En langar þig ekki að reyna að koma með dæmi um framfarir í þekkingu og vísindum vegna þessa yndislega módels?

Jú mig langar, en þú dæmir það allt ómerkt vegna skoðana einhverra jaðarvísindamanna, svo það hefur ekkert upp á sig ;)

Mofi
Hvað heldur þú að Darwin hafi verið að hugsa hérna?

Ég held að hann hafi verið að spá fyrir um framtíðina miðað við þær forsendur sem hann gaf sér. Þróunarkenningin getur hinsvegar alveg staðist án þess að þessi framtíðarsýn Darwins verði að veruleika. En að sama skapi getur vel verið að þetta sé okkar óhjákvæmilega framtíð, hvað veit ég um það. En það er ekki stefna guðlausra líffræðinga að svo verði.

Ég skil ekki af hverju þú telur það skipta máli fyrir þinn málstað að Darwin hafi dregið kuldalegar ályktanir af gögnum. Hann var ekki að leggja upp áætlun að útrýmingu þjóða heldur að spá því að þróunin yrði slík. Annað hvort er það rétt hjá honum eða ekki, það hefur engin áhrif á gang þeirra mála að afneita þróunarkenningunni.

Vísindin/Darwinistar eru ekki að reyna að valda þessum hugmyndum, heldur að spá fyrir um þær. áttar þú þig á muninum á þessu tvennu Mofi?

Öll þurfum við að rækta siðgæði og manngæsku, til að svo verði ekki, en það hefur ekkert með það að gera að hafna líffræðiþekkingu samtímans, hvort sem þú telur hana byggða á fölskum forsendum eða ekki.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 4.7.2008 kl. 12:40

52 Smámynd: Mofi

Kristinn
Jú mig langar, en þú dæmir það allt ómerkt vegna skoðana einhverra jaðarvísindamanna, svo það hefur ekkert upp á sig ;)

Voðaleg svartsýni / bjartsýni?  er þetta :)

Kristinn
En að sama skapi getur vel verið að þetta sé okkar óhjákvæmilega framtíð, hvað veit ég um það. En það er ekki stefna guðlausra líffræðinga að svo verði.

Darwin var þarna einfaldlega að lýsa framtíðinni samkvæmt kenningunni og hvernig hann sá fortíðina.  Stefna guðlausra líffræðinga er örugglega mismunandi. Sumir telja að það væri betra fyrir jörðina og mannkynið ef það væru miklu færra fólk á jörðinni. Sumir hafa talað um 100 miljónir væri fínt... sem þýðir þá hvað?

Kristinn
Ég skil ekki af hverju þú telur það skipta máli fyrir þinn málstað að Darwin hafi dregið kuldalegar ályktanir af gögnum. Hann var ekki að leggja upp áætlun að útrýmingu þjóða heldur að spá því að þróunin yrði slík. Annað hvort er það rétt hjá honum eða ekki, það hefur engin áhrif á gang þeirra mála að afneita þróunarkenningunni.

Oftar en ekki þá halda menn fram að kristin trú er slæm fyrir samfélagið og þá finnst mér rétt á að benda á hvað guðleysis darwinismi hefur gert í fortíðinni og hvaða rökréttar ályktanir menn hafa dregið af þessum hugmyndum.

Kristinn
Öll þurfum við að rækta siðgæði og manngæsku, til að svo verði ekki, en það hefur ekkert með það að gera að hafna líffræðiþekkingu samtímans, hvort sem þú telur hana byggða á fölskum forsendum eða ekki.

Málið er að ef darwinismi er sannur þá hefurðu engann grunn til að segja svona. Þú hefur aðeins þitt álit á móti áliti annara. Ef einhver annar telur það besta fyrir samfélagið er að drepa alla vestmanneyinga þá er það eina sem þú getur sagt er að þér finnst það ekki gott. Þín skoðun á móti þeirra skoðun.

Ég þarf síðan ekki að hafna neinni þekkingu, ég þarf að hafna kjánalegum útskýringum á stórkostlegri af því að einhverjir telja að hönnun geti ekki verið rétta svarið sama hve rökrétt það er.

Mofi, 4.7.2008 kl. 13:40

53 Smámynd: Kári Gautason

Sören Kirkegaard var afskaplega svalur maður. Ég er mjög hrifinn af heimsspekinni hans en ekki jafn hrifinn af trúnni hans. Hann var kristinn afþví að það gaf honum "passion" í líf sitt. Ástæðan fyrir því að hún gaf honum þessa ástríðu var sú að 2+2=5 í kristni. Hún í grundvallaratriðum gengur ekki upp (vandamálin sem ég ýjaði að í hinni athugasemdinni). Það er ekki hægt að fá 50 athugasemdir og líflegar rökræður um 2+2=4

Hann taldi að fólk yrði að taka svokallað leap of faith. Það góða við að vera kristinn væri trúin. Ef maður tryði á guð vegna þess að það væri rökrétt og vegna þess að það "meikaði sens" þá skildi maður ekki kristni. Hann gerði grín af þeim sem reyndu að sanna tilvist guðs. Ef einhver sannaði tilvist guðs væri enginn grundvöllur til að trúa á guð. 

Hann sagði að trú væri algjörlega persónulegt mál og að maður ætti ekki að sjá utan á fólki hvort það væri kristið eða ekki. Það væri algjörlega milli manneskjunnar og guðs.

Svona trú ber ég mikla virðingu fyrir. Ég get ekki sagt að ég geti séð sjálfan mig í þessu en svona ætti þetta að vera. Hann gagnrýndi skipulagða trú eins og hún lagði sig af miklum krafti. Sagði að það væri enginn kristni. Enda var Danska ríkiskirkjan á móti karlgreyinu.

Þetta er rosalega mikið varið í þessa lífsspeki hjá þessum manni, sérstaklega það sem varðar ástríðuna. "Góða lífið" finnst með því að finna sér ástríðu fyrir einhverju og rækta það. Í hans tilviki var það trú.

Afsakið ef þetta er eitthvað illa upp sett, ritað í algjörum flýti. 

Kári Gautason, 4.7.2008 kl. 14:04

54 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Voðaleg svartsýni / bjartsýni?  er þetta :)

;)

Mofi
Stefna guðlausra líffræðinga er örugglega mismunandi. Sumir telja að það væri betra fyrir jörðina og mannkynið ef það væru miklu færra fólk á jörðinni. Sumir hafa talað um 100 miljónir væri fínt... sem þýðir þá hvað?

Ef sumir telja það, þá hvað? Nú þá ekki neitt. Kannski er það staðreynd, það er bara mat einhvers, það þýðir ekki að það eigi að fara að drepa fólk. Kannski væri manninum fyrir bestu að vera einungis 100 milljónir, það þarf ekki að vera rangt þó að þér finnist það geta verið kveikja að vondum hugmyndum.

Mofi
Málið er að ef darwinismi er sannur þá hefurðu engann grunn til að segja svona. Þú hefur aðeins þitt álit á móti áliti annara. Ef einhver annar telur það besta fyrir samfélagið er að drepa alla vestmanneyinga þá er það eina sem þú getur sagt er að þér finnst það ekki gott. Þín skoðun á móti þeirra skoðun.

Nei þetta er ekki rökrétt hjá þér. Ef spá Darwins er svo rétt að þessir atburðir munu gerast, þá er það ekki af því að mannkynið sættir sig við að þróunarkenningin sé sönn, heldur af því að hún er það. Verkefni okkar verður það sama hvernig sem á það er litið, að reyna gera öllum lífið bærilegt -þrátt fyrir lögmálin. Það hjálpar ekkert að stinga hausnum í sandinn.

Mofi
Ég þarf síðan ekki að hafna neinni þekkingu, ég þarf að hafna kjánalegum útskýringum á stórkostlegri af því að einhverjir telja að hönnun geti ekki verið rétta svarið sama hve rökrétt það er.

Kallaðu það bara að hafna kenningu eða eitthvað álíka ef þér líkar ekki orðið "þekking" í þessu samhengi. Þú ert samt að hafna upplýsingum sem tugþúsundir fræðinga telja vera borðleggjandi og mikilvægan sannleik -sem ég er ekki að nota sem rök fyrir því að þær séu sannar -nota bene.

Kristinn Theódórsson, 4.7.2008 kl. 14:14

55 Smámynd: Mofi

Sigmar
Ég veit að Faraó var maður... Egyptar vissu það hinsvegar ekki

Ef að einhverju virkilega trúðu því þá tel ég að plágurnar sem komu hefðu átt að sannfæra alla um að faró var bara maður og að Móse talaði fyrir hönd eina alvöru Guðs.

Kári
Ástæðan fyrir því að hún gaf honum þessa ástríðu var sú að 2+2=5 í kristni. Hún í grundvallaratriðum gengur ekki upp (vandamálin sem ég ýjaði að í hinni athugasemdinni). Það er ekki hægt að fá 50 athugasemdir og líflegar rökræður um 2+2=4

Greinilegt að ég þarf að kynna mér hann betur. Hann væri þá einmitt sá eini sem ég hef rekist á sem velur að trúa vegna þess að honum finnst trúin órökrétt.  Endilega taktu þér tíma í að lista upp afhverju kristni gengur ekki upp í grundvallar atriðum; ég tel mig hafa svarað afhverju tilvist illskunnar er ekki rök á móti tilvist Guðs. Miklu frekar eins og C.S.Lewis komst að þá er sú staðreynd að við greinum á milli góðs og ills sönnun fyrir tilvist Guðs.

Kári
Hann taldi að fólk yrði að taka svokallað leap of faith. Það góða við að vera kristinn væri trúin. Ef maður tryði á guð vegna þess að það væri rökrétt og vegna þess að það "meikaði sens" þá skildi maður ekki kristni. Hann gerði grín af þeim sem reyndu að sanna tilvist guðs. Ef einhver sannaði tilvist guðs væri enginn grundvöllur til að trúa á guð. 

Þarna myndu leiðir míns og Kirkegaard skilja.  Ég fatta ekki svona hugsunargang.

Kári
Svona trú ber ég mikla virðingu fyrir. Ég get ekki sagt að ég geti séð sjálfan mig í þessu en svona ætti þetta að vera. Hann gagnrýndi skipulagða trú eins og hún lagði sig af miklum krafti. Sagði að það væri enginn kristni. Enda var Danska ríkiskirkjan á móti karlgreyinu.

Ég skil vel andstöðu við ríkiskirkju eða bara að ríkið styðja einhverja kirkju. En ég skil ekki andstöðu við að fólk sem hefur sameiginlega trú myndi samfélag og hittist reglulega til að iðka þá trú. Hvað finnst þér um þá sem tala opinberlega um trúmál og reyna að útskýra fyrir öðrum hver þeirra trú er?

Kristinn
Ef sumir telja það, þá hvað? Nú þá ekki neitt. Kannski er það staðreynd, það er bara mat einhvers, það þýðir ekki að það eigi að fara að drepa fólk. Kannski væri manninum fyrir bestu að vera einungis 100 milljónir, það þarf ekki að vera rangt þó að þér finnist það geta verið kveikja að vondum hugmyndum.

Miklu meira en ekki neitt. Með þannig hugmyndafræði geturðu látið miljónir svellta því að mannkynið er betur statt án þeirra. Með þannig hugmyndafræði geturðu leyst úr læðingi sjúkdóm og ef hann drepur nokkra miljarða þá gætir þú verið búinn að bjarga plánetunni.  Trú kemur fram í verkum og þarna getur alls konar rugl komið upp.

Kristinn
Nei þetta er ekki rökrétt hjá þér. Ef spá Darwins er svo rétt að þessir atburðir munu gerast, þá er það ekki af því að mannkynið sættir sig við að þróunarkenningin sé sönn, heldur af því að hún er það. Verkefni okkar verður það sama hvernig sem á það er litið, að reyna gera öllum lífið bærilegt -þrátt fyrir lögmálin. Það hjálpar ekkert að stinga hausnum í sandinn.

Ef hún er sönn þá hefur þú engann grunn til að álykta að drepa einhvern hóp af mönnum er rangt eða af hinu illa. Sérstaklega ef einhver færir rök fyrir því að það er betra fyrir mannkynið að þurrka út þá sem eru minna þróaðri eins og "vísindin" hafa sannað að mati einhverja. 

Það er samt alveg rétt að þótt að siðferðislega geti þessi kenning haft slæmar afleiðingar þá getur hún alveg verið sönn; segir ekkert um sannleiksgildi hennar. 

Kristinn
Kallaðu það bara að hafna kenningu eða eitthvað álíka ef þér líkar ekki orðið "þekking" í þessu samhengi. Þú ert samt að hafna upplýsingum sem tugþúsundir fræðinga telja vera borðleggjandi og mikilvægan sannleik -sem ég er ekki að nota sem rök fyrir því að þær séu sannar -nota bene.

Upplýsingar er eitthvað sem við vitum vegna staðreynda. Það einfaldlega á ekki við þegar kemur að þróunarkenningunni. Sannanirnar sem ég hef fengið að sjá sýna miklu frekar að þetta er trú byggð á sandi. Ef þú hefur sannanir þá væri gaman að sjá þær.

Mofi, 4.7.2008 kl. 15:03

56 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Miklu meira en ekki neitt. Með þannig hugmyndafræði geturðu látið miljónir svellta því að mannkynið er betur statt án þeirra. Með þannig hugmyndafræði geturðu leyst úr læðingi sjúkdóm og ef hann drepur nokkra miljarða þá gætir þú verið búinn að bjarga plánetunni.  Trú kemur fram í verkum og þarna getur alls konar rugl komið upp.

En þetta er ekki hugmyndafræði, þetta er ískaldur vísindalegur spádómur sem hefur ekkert með framkvæmdir til  þess að hann rætist að gera. Hvort sem Þróunarkenningin er sönn eða ekki, geta menn hæglega ákveðið að reyna að framfylgja þessum eða öðrum spádómum sem krefjast styrjalda og viðbjóðs.

Mofi
Ef hún er sönn þá hefur þú engann grunn til að álykta að drepa einhvern hóp af mönnum er rangt eða af hinu illa. Sérstaklega ef einhver færir rök fyrir því að það er betra fyrir mannkynið að þurrka út þá sem eru minna þróaðri eins og "vísindin" hafa sannað að mati einhverja. 

Forsendur þess að drepa fólk breytast ekki þó að þróunarkenningin sé sönn. Það getur hver sem er fært rök fyrir því að það þurfi að drepa aðra, og það er reyndar stöðugt gert í formi stríðsáætlana ýmissa þjóða. Hvort við ákveðum að gera það eða ekki er siðferðisspurning og það breytist ekkert þó að þróunarkenningin sé sönn.

"Darwinismi" er ekki = viljinn til að spádómar Darwins rætist og viljinn til að útrýma þjóðum. En ég get vel skilið að þú sért á móti Darwin og meintum "Darwinistum" ef þú heldur virkilega að þetta sé markmið þeirra eða líklega afleiðing af hugsanahætti þeirra.

Mofi
Upplýsingar er eitthvað sem við vitum vegna staðreynda. Það einfaldlega á ekki við þegar kemur að þróunarkenningunni. Sannanirnar sem ég hef fengið að sjá sýna miklu frekar að þetta er trú byggð á sandi. Ef þú hefur sannanir þá væri gaman að sjá þær.

Já já, ok :) Ég veit alveg hvað þér finnst um þetta, svona nokkuð er orðaleikur. Þú ert að hafna kenningu sem aðrir álíta sanna og ígildi þekkingar og upplýsinga. En fyrir þér er þetta röng kenning, það er allt í góðu með það.

Kristinn Theódórsson, 4.7.2008 kl. 15:27

57 Smámynd: Linda

Ég er knúin til að minna fólk á að skoða Gt í sögulegu samhengi sem og theo samhengi.  Ég er að lesa fróðlega bók sem heitir "the Making of the New Testamenti" eftir  Arthur G. Patzia, í þessari bók er uppbygging GT m.a. líka tekin fyrir, hvernig þekkja ekki Farísea og Satúkea, til að einfalda þetta þá voru Farísearnir bókstafstrúarmenn, sem skildu að viðbætur höfðu verið gerða við hið upprunalega lögmál Guðs, þrátt fyrir það fylgdu þeir bókstafnum sem gerði Satúkeunum forviða því þeir tóku mikið tillit til sögulegs samhengis sem og mannasettninga og voru ekki bundin skeikulu lögmáli sem átti ekki erindi við þá, þeir semsagt  héldu lögmálið í sínu hreinasta formi en festust ekki í innviði orðapólitík líkt og farísearnir.

Mig grunar að Jesú hafi veri Satúkei, því okkur er minnistætt þegar hann kallaði faríseana "þið nöðrukyn".  Rithöfund bókarinnar sem ég nefni hér fyrir ofan skrifar m.a. þetta.

"It is important to realize that Jesus is not condeming the Law of Moses as such- a law that he too would have regarded as divine revelation.  He was opposing a religious system that overemphasize the legal and ceremonial demensions of the Torah af the expense of the moral.  Mathew deveolps this concern when he clarifies that Jesus did not come to "abolish the law or the prophets....but to fulfill" (mt5:17) (heldur svo áfram sem ég sleppi kem svo inn hér) It appears that jesus concern was with the inner and moral meaning of the law and not the outward performance.  The Pharisees had placed ritualistic and external observances above the moral obiligations and thus fell pray to legalism and formalism. ""(end quote)

Satúkearnir hefðu sjálfsagt verið mjög sammála Jesú og hann þeim.

lögmálinu eða lögmálsbókunum er skipt í tvennt sú fyrsta er reglur um hvernig fólk á þessum tímum átti að haga sér í einu og öllu, þetta var kallað H lakah(af herbreska orðinu Halak "að fara" að ganga" ) hið síðara var gallað Haggadah (orðið "narrative" af Hebreska orðinu Nagad "að segja frá")þetta efni er byggt upp af frásögn, þjóðsögum og ýmsu ýktu)  Það er ekki fyrr en að allt þetta fer að vaxa svo um og of að 70 eftir Krist er ákveðið að festa þetta allt á blað.  Úr þessu var Talmúdinn.  Fyrir hlutinn kallast Mishnah sá seinni Gemara (sem var bætt við, mannasetningar) þarna er samansem merki á milli sem Talmúdinn er niðurstaðan af.   Svo fer eftir því hvort fólk fer eftir Jerúsalem talmúdínum eða Babílon talmudínum sem ku vera stærri og mun vera það sem fræðimenn fara helst eftir.

Svo, við verðum að gera okkur grein jafnvel í dag að ekki á að taka allt bókstaflega, heldur ber okkur að fara varlega í að greina orðið, rétt eins og Jesú sjálfur benti á og rétt eins og Satúkearnir lifðu eftir.

"hver er því hin moralíska meining orðsins" mætti maður spyrja sig þegar maður les ritninguna.

Knús og afsk hvað þetta er langt.

Linda, 4.7.2008 kl. 15:55

58 Smámynd: Kári Gautason

Okei ég skal telja upp ástæðurnar sem mér finnst gera það að verkum að Kristni ganga ekki upp.

Siðfræði

Eru gjörðir góðar vegna þess að guð segir þá, eða segir guð þá vegna þess að þeir séu góðir. Eru gjörðir vondar vegna þess að guð segir þá vonda, eða segir guð frá vondum? Þessari spurningu varpaði Platon fram fyrir löngu síðan. Þessu hefur aldrei verið svarað almennilega. Ef maður segir að þeir séu góðir vegna þess að guð segir þá, þá getur maður ekki haldið því fram að guð sé góður. Hann gæti sagt manni að fórna barni sínu og það myndi þykja gott og rétt. 

Ef maður tekur seinni kostinn býður manns önnur spurning. Hver ákveður hvað er gott og hvað ekki ef Guð sjálfur gerir það ekki? Þannig að Guð getur ekki verið grundvöllur siðfræði okkar.

Svo er það sem ég mynntist á áðan, að ef maður gerir góða hluti vegna vonar um verðlauna í næsta lífi, þá er maður ekki að vera góður. Heldur aðeins að hugsa um eigin hagsmuni. Sama gildir ef að maður sleppir því að drepa nágrannan bara vegna ótta við refsingu í næsta lífi. Þá er maður ekki góður. 

Svo ef maður horfir á heimin. Það er augljóst að hann er fullur af viðbjóði, það eru náttúruhamfarir og svo allur sá hryllingur sem mannskepnan fremur.

Náttúruhamfarir, jarðskjálftar, flóð, eldgos og sjúkdómar. Milljónir manna deyja á ári vegna malaríu, AIDS, krabbameins og svo framvegis. Fellibylurinn sem skall á Burma, jarðskjálftin í Kína.

Svo er það skelfing stríðs, pólitískar ofsóknir, hungursneyðar, kynþáttahatur, nauðganir, pyntingar, hryðjuverk, fjöldamorð, hugsanaglæpir, þrælahald, allt draslið sem við neytum á vesturlöndum framleitt af þrælum í Asíu, mannsal.

53% af mannkyni lifa á undir tveimur dollurum á dag. 497 ríkustu menn heimsins eiga meiri eignir heldur en fátækustu þrír milljarðarnir.

Ef ég væri kristinn, þá myndi þetta vera allt í lagi, öll þjáning á jörðinni er ekkert miðað við paradís að eilífu í næsta lífi. Ef ég væri kristinn, þá myndi koma sá tími sem allt myndi upp ljúkast, sannleikurinn koma fram, dómurinn falla og svo framvegis. 

Móðurinna sem horfir upp á barn sitt deyja úr læknanlegum sjúkdómi í þriðja heiminum. Þjáning hennar er í lagi, því þá get ég sýnt henni samúð (ein aðaldyggðin í kristni). Til að samúð sé til þarf þjáningu.

Það er ekkert réttlæti í þessum heimi sem við búum í. Ef ég vel manneskju af handahófi, þá eru alls ekki góðar líkur á því að hún hefði það nálægt því jafn gott og ég. Ef ég vel manneskju úr allri mannkynssögunni, þá eru jafnvel mynni líkur á því að hún hefði það gott. 

Það er ekkert sem bendir til þess að þessi heimur sé stjórnar af alráðandi, alsjáandi, alviturri veru sem stýrir heiminum í átt að hinu góða. Það er líka eins gott, ef heiminum væri stjórnað af slíkri veru, þá myndi engu skipta hvernig ég myndi haga mér, það væri allt í lagi svo lengi sem ég iðraðist. Heimurinn myndi samt verða góður að lokum.

Jæja þetta varð talsvert lengra en ég ætlaði mér. Óskipulagt ég veit, en vonandi gerir þetta grein fyrir því hvað ég sé að kristinni trú eins og ég skil hana. 

Kári Gautason, 4.7.2008 kl. 16:15

59 identicon

Allt er okkur að kenna, guddi er bestur

DoctorE (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 23:45

60 Smámynd: Egill

alltaf hægt að lesa aðeins hér til að hlægja, nú eða sjá börn leika sér, og brosa útí eitt þegar þú eru að tala um hluti sem þau skilja ekki.

þetta er eitthvað svo voðalega sætt

Egill, 6.7.2008 kl. 03:34

61 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Egill
alltaf hægt að lesa aðeins hér til að hlægja, nú eða sjá börn leika sér, og brosa útí eitt þegar þú eru að tala um hluti sem þau skilja ekki.

lol - er ekki Guð óskiljanlegur samkvæmt Aquinus og fl. ofurguðfræðingum hvort eð er. Eru þá ekki allir eins og börn í sandkassa þegar að þessum málflokki kemur, þeir sjálfir meðtaldir?

:P

mbk,

Kristinn Theódórsson, 6.7.2008 kl. 11:55

62 Smámynd: Mofi

Kristinn
Forsendur þess að drepa fólk breytast ekki þó að þróunarkenningin sé sönn. Það getur hver sem er fært rök fyrir því að það þurfi að drepa aðra, og það er reyndar stöðugt gert í formi stríðsáætlana ýmissa þjóða. Hvort við ákveðum að gera það eða ekki er siðferðisspurning og það breytist ekkert þó að þróunarkenningin sé sönn.

Forsendurnar einmitt geta mjög hæglega breyst því að ef þróunarkenningin er sönn þá er Biblían röng og þá er sá siðferðisgrunnur sem þjóðfélög eins og Ísland, Bretland og Bandaríkin byggðu á rangur.  Það var margt gert til að láta aðeins "réttu" einstaklingana eignast börn á síðustu öld, hérna á Íslandi og í mörgum öðrum löndum og ef Guð er ekki til og þróunarferlið er það sem bjó allt til þá er skiljanlegt að menn taki sér þetta vald í hendurnar.

Það sem við virðumst aðalega greina á um hérna er hvort að þessi kenning Darwins hafi siðferðislegar afleiðingar og ég tel söguna vera búin að sanna að kenning Darwins hafði siðferðislegar afleiðingar og þær voru mjög skaðlegar.

Kristinn
Já já, ok :) Ég veit alveg hvað þér finnst um þetta, svona nokkuð er orðaleikur. Þú ert að hafna kenningu sem aðrir álíta sanna og ígildi þekkingar og upplýsinga. En fyrir þér er þetta röng kenning, það er allt í góðu með það.

Ætlar þú þá ekki að taka að þér að sýna fram á að það er eitthvað á bakvið þessa trú? :)

Sigmar
Hvurslags guð er það sem þarf að pynta og drepa til að sanna að hann sé til?

Frekar að Guð varaði fólkið við, gaf þeim nægar sannanir að Hann myndi standa við síðustu pláguna ef þau myndu ekki hlíða. Þér kannski finnst Guð ekki hafa rétt til að dæma, rétt til að gefa líf og taka líf?

Sigmar
Ekki samt gleyma því að Halldór veit betur en nokkur annar hvað ber að taka bókstaflega og hvað ekki í Biblíunni svo þessi lesning mun ekki hafa mikil áhrif á hann

Samt hljómar það nú ansi oft þannig að þú vitir það betur en ég...  hmmm :)

Mofi, 7.7.2008 kl. 10:17

63 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þá skaltu byggja málflutning þinn hvað þetta varðar á þessum ritum.  Það er ekki hægt að byggja málflutning á einhverju sem einhver sagði EKKI, eða hvað er EKKI ritað.

Þetta setur Gamla Testamentið í samhengi en ekki að það sé úrelt og nóg af góðum upplýsingum þar að finna.

DoctorE
Allt er okkur að kenna, guddi er bestur

Allt okkur að kenna, hárrétt DoctorE

Mofi, 7.7.2008 kl. 12:01

64 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Það var margt gert til að láta aðeins "réttu" einstaklingana eignast börn á síðustu öld, hérna á Íslandi og í mörgum öðrum löndum og ef Guð er ekki til og þróunarferlið er það sem bjó allt til þá er skiljanlegt að menn taki sér þetta vald í hendurnar. 

Það eru kynbætur í Biblíunni. Jakob og Laban í Genesis 30:25-43; Jakob ræktaði litaðar sterkar geitur og kindur með því að velja hvaða gen kæmust áfram.

Mofi, Biblían verður að vera röng, annars fer allt til andskotans og menn fara að rækta svona menn en ekki hinsegin!!!

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.7.2008 kl. 13:42

65 Smámynd: Mofi

Kristinn
Það eru kynbætur í Biblíunni. Jakob og Laban í Genesis 30:25-43; Jakob ræktaði litaðar sterkar geitur og kindur með því að velja hvaða gen kæmust áfram.

Enda hvað er að kynbótum dýra?  Þótt að í darwinisku viðhorfi þá er lítill sem enginn munur á dýrum og mönnum en út frá sjónarhóli Biblíunnar þá er mjög mikill munur.

Kristnin
Mofi, Biblían verður að vera röng, annars fer allt til andskotans og menn fara að rækta svona menn en ekki hinsegin!!!


Mofi, 7.7.2008 kl. 14:10

66 Smámynd: Mofi

Sigmar
Kynbætur þekktust löngu áður en Darwin kom til sögunnar Halldór.. hvað á þetta að segja okkur?
Kynbætur á dýrum er ekki hið sama og kynbætur á mönnum.   

Mofi, 7.7.2008 kl. 14:11

67 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Enda hvað er að kynbótum dýra?  Þótt að í darwinisku viðhorfi þá er lítill sem enginn munur á dýrum og mönnum en út frá sjónarhóli Biblíunnar þá er mjög mikill munur. 

Hahh! Þetta er nú loðinn útúrsnúningur Mofi.

Kynbætur þekkjast einfaldlega og það er hægt að stunda þær á mönnum eins og öðrum dýrum. Menn hafa t.d. stundað þær í austantjaldslöndum að vissu marki til að rækta íþróttafólk, minnir mig að ég hafi heyrt, skal kanna það.

Staðreyndin er sú að hugmyndin er þarna og það breytir engu hvort að hún kemur úr Biblíunni, frá Darwin eða sjálfum mér. Það er mannkynsins að velja hvaða siðferðilegu braut við viljum halda okkur við, burt séð frá hugmyndum sem einhverjir hafa viðrað á einum eða öðrum vettvangi.

En að Social Darwinismi hafi valdið skaða er enginn að efast um, við þurfum að læra af þeirri reynslu og láta það ekki koma fyrir aftur.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.7.2008 kl. 14:25

68 Smámynd: Mofi

Kristinn, það sem skiptir máli er að ef menn taka mark á Biblíunni þá er þannig ræktun á fólki slæm en ef Darwin hafði rétt fyrir sér þá er rökrétt að segja að þannig ræktun er góð og þörf.  Það má segja að mannkynið er búið að prófa Social Darwinisma og þótt hann hafi verið rökréttur út frá kenningum Darwins þá reyndist hann mislukkaður í praksís.

Mofi, 7.7.2008 kl. 14:57

69 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mofi
Það sem skiptir máli er að ef menn taka mark á Biblíunni þá er þannig ræktun á fólki slæm en ef Darwin hafði rétt fyrir sér þá er rökrétt að segja að þannig ræktun er góð og þörf.

Heldur þú; Mofi, að það séu ekki margar hugmyndir til sem hægt er að færa rök fyrir að séu góðar og þarfar sem við veljum samt sem samfélag að láta ekki verða að veruleika?

Ég ætla t.d. einn daginn að skrifa bók þar sem sagt verður að rækta þurfi trúargenið úr fólki. Heldurðu að það verði pottþétt gert bara af því að þar er hugsanlega hægt? Nei, samfélagið velur hvort það sé það sem það vill.

Í læknisfræði og í félagsfræðinni eru til milljón kenningar sem segja að ef þetta og hitt væri haft svona og hinsegin væri það fræðilega séð best fyrir alla. En við veljum að hafa það ekki þannig, því þegar allt kemur til alls eru það ótal margir þættir sem gefa lífi okkar merkingu og engri einni hugmynd er leyft að útiloka aðrar nema það sé það sem samfélagið vill. -gróft sagt.

Hvað heldur þú líka að það hafi verið skrifaðar margar útópískar bækur um framtíðina þar sem þessir eða hinir ráða, guð er til eða guð er ekki til, eða þetta eða hitt einkenni mannsins talið mikilvægast. Heldurðu að það þurfi að brenna allar þessar bækur og afsanna hugmyndir manna til að þær verði ekki að veruleika?

Þú verður að viðurkenna að þetta er loðin lógík hjá þér, þó að þú hafir hugsanlega rétt fyrir þér, en það er ekki gefin afleiðing af því að þróunarkenningin sé sönn að Social Darwinismi verði framtíðin.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.7.2008 kl. 15:47

70 Smámynd: Mofi

Sveinn
Úúh gult spjald, passaðu þig Halldór.

Eina sem tengir Darwin við félagslegan Darwinisma er nafnið.  Það var maður að nafni Herbert Spencer sem kom með þetta hugtak og hann hafð Lamarckískar hugmyndir um þróun, ekki Darwinískar.

Nei, tengingin er í gegnum Francis Galton, frænda Darwins, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Eugenics 

Mofi, 7.7.2008 kl. 15:57

71 Smámynd: Mofi

Kristinn
Heldur þú; Mofi, að það séu ekki margar hugmyndir til sem hægt er að færa rök fyrir að séu góðar og þarfar sem við veljum samt sem samfélag að láta ekki verða að veruleika?
...

Já, sammála því. Aragrúi af hugmyndum manna með mis slæmar afleiðingar. Aðal hvatinn að verkum er trú eða hugmyndafræði og þar af leiðandi skiptir máli að góð hugmyndafræði ráði ríkjum í samfélaginu.  Væri gaman að heyra þínar skoðanir á guðleysis stjórnvöldum Rússlands og Kína; afhverju hegðuðu þau sér eins og sagan ber vitni um?  Er einhver möguleiki að hugmyndafræði guðleysis hvetji til skerðingar á tjáningarfrelsi fólks og þeirra rétti til lífs?

Kristinn
Þú verður að viðurkenna að þetta er loðin lógík hjá þér, þó að þú hafir hugsanlega rétt fyrir þér, en það er ekki gefin afleiðing af því að þróunarkenningin sé sönn að Social Darwinismi verði framtíðin

Þar sem ég trúi að Darwinismi er rangur þá tel ég að Social Darwinismi verði ekki framtíðin. Að vísu að einhverjum hluta gæti þannig komið aftur upp en ég vona að flestir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmyndafræði var röng.

Mofi, 7.7.2008 kl. 16:03

72 Smámynd: Mofi

Skoðanirnar sem við sjáum í eugenics eru alveg jafn skyldar við þróunarkenningu Darwins og Darwin var skyldur Francis Galton. Darwin var síðan ekki guðleysingi fyrr en seint á ævinni og þá vegna slæmra atburði í hans lífi en ekki vegna einhverra vísindalegra staðreynda.

Mofi, 7.7.2008 kl. 16:10

73 Smámynd: Mofi

Kári
Jæja þetta varð talsvert lengra en ég ætlaði mér. Óskipulagt ég veit, en vonandi gerir þetta grein fyrir því hvað ég sé að kristinni trú eins og ég skil hana.
Þú vonandi fyrirgefur að ég ákvað að taka þína færslu sér fyrir hérna: Ástæður fyrir því að kristni gengur ekki upp samkvæmt Kára 

Mofi, 7.7.2008 kl. 16:14

74 Smámynd: Mofi

Sigmar
Og hvaða punkti eru nákvæmlega að reyna ná hérna?
Ehh... að eugenics er jafn skyld darwinisma og Darwin var skyldur Francis Galton.  Við sjáum alveg bergmála hugmyndafræði Darwins í eugenics hugmyndum; hvort sem menn eru sammála því að bergmála þróunarkenninguna á þann hátt að aðeins hinir hæfu ættu að eignast börn eða jafnvel bara fá að lifa.

Mofi, 7.7.2008 kl. 17:02

75 Smámynd: Mofi

Sigmar, ég veit ekkert um að þetta hafi verið hrakið. Darwin talaði sérstaklega um hve fáránlegt það væri að leyfa veikum dýrum að eignast afkvæmi en samt gerir okkar þjóðfélag það. Hann sannarlega segir að hann vilji búa í samfélagi sem er kærleiksríkt og fari ekki illa með fólk en það breytir því ekki að rökrétt út frá hans eigin kenningu þá er rangt að láta "veikt" fólk eignast afkvæmi. Darwin vissi það, frændi hans Galton vissi það og menn sem síðan tóku upp hanskan fyrir Darwin og breiddu út þess nýju trú. Hún kom fram í eugenics aðgerðum um allan heim og þar á meðal hér á Íslandi og hinum norðurlöndunum.

Mofi, 7.7.2008 kl. 17:19

76 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú segir svo skondna hluti Mofi.

Mofi
Þar sem ég trúi að Darwinismi er rangur þá tel ég að Social Darwinismi verði ekki framtíðin.

Ég held að trúarbrögð séu della, það hefur ekki sjálfvirkt þau áhrif að trúarbrögð verði ekki til í framtíðinni. Það er ekkert svar að þú trúir ekki á hlutinn og munir þar af leiðandi ekki viðurkenna að hann lúti sennilega sömu lögmálum og margt annað.

Svo segir þú:

Aðal hvatinn að verkum er trú eða hugmyndafræði og þar af leiðandi skiptir máli að góð hugmyndafræði ráði ríkjum í samfélaginu.

Við getum alveg verið sammála um þetta. Góð hugmyndafræði þarf hinsvegar ekkert að stangast á við þróunarkenninguna og fjöldinn allur af fólki segist vel geta haldið í kristna trú þrátt fyrir að viðurkenna þróun, hversu mikil eða lítil afskipti sem það ætlar Guði af henni.

Við lifum í raun í slíku samfélagi í dag, byggðu á kristilegum gildum, að ansi margra mati, og þó áttar stærstur hluti þjóðarinnar sig á því að vísindamenn eru ekki að reyna að blekkja neinn og að þróun er staðreynd.

Svo þú ert í raun að hamast eins og rjúpan við staurinn við að kasta rýrð á kenningu svo að þjóðfélagið verði....bíddu eftir því....nákvæmlega eins og það er!

Nei, þú ert að blekkja sjálfan þig þegar þú segist vera að berjast fyrir því að heimurinn verði ekki verri en hann er, þú ert einungis að berjast við að halda í bókstafstrú sem stangast á við þróunarkenninguna. Þú ert einungis að berjast fyrir sálarheill sjálfs þíns og þeirra sem trúa því sem þú trúir. Þessi barátta hefur ekkert með siðferði, vonda framtíð eða einu sinni Guð að gera, því þó að þetta vígi falli muntu samt finna leið til að trúa á Guð, svo ekki snýst þetta um almættið blessaða heldur.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 7.7.2008 kl. 17:57

77 Smámynd: Mofi

Sigmar
Það er EKKERT í skrifum Darwins sem ýtir undir sósíalískan darwinsma...

Þú vísaðir í það sem ég tel einmitt styðja sósíalískan darwinisma. Darwin útskýrir þarna afhverju svona ræktun á fólki væri góð fyrir samfélagið. Á hvaða forsendum geturðu sagt að hún er það ekki?  Á hvaða grundvelli geturðu sagt það?  Eina sem mér dettur í hug er að þér langar ekki að búa í þannig þjóðfélagi; en ef að meirihlutinn ákveður að hann vill búa í þannig þjóðfélagi, er það þá í lagi?

Kristinn
Ég held að trúarbrögð séu della, það hefur ekki sjálfvirkt þau áhrif að trúarbrögð verði ekki til í framtíðinni. Það er ekkert svar að þú trúir ekki á hlutinn og munir þar af leiðandi ekki viðurkenna að hann lúti sennilega sömu lögmálum og margt annað.

Hmmm... ég var aðeins að útskýra afhverju ég sæi ekki fyrir mér að spár Darwins um dökka framtíð myndu rætast þar sem hinir "hæfu" munu myrka lífið úr þeim sem eru ekki svo hæfir.  Þar sem að Social Darwinismi er röng kenning þá hef ég góðar ástæður til að trúa því að hún gerir rangar spár um framtíðina.  Darwinismi er þegar búinn að gera nokkrar rangar nú þegar og mun örugglega halda því áfram því að lélegar kenningar gera lélegar spár.

Kristinn
Við getum alveg verið sammála um þetta. Góð hugmyndafræði þarf hinsvegar ekkert að stangast á við þróunarkenninguna og fjöldinn allur af fólki segist vel geta haldið í kristna trú þrátt fyrir að viðurkenna þróun, hversu mikil eða lítil afskipti sem það ætlar Guði af henni.

Vildi svo til að ég setti inn rökræður þar sem þetta var eitt af atriðunum sem komu fram. Að vísu aðalega á þann hátt að darwinistinn og sá sem aðhyllist Vitræna hönnun voru sammála um að trú á Guð og darwinismi væri ekki samræmanleg; að minnsta kosti ekki þannig að það væri heil brú í þeirri trú.

Síðan er það hreinlega skilgreining á þróun að Guð má ekki koma nálægt; eitthvað sem ansi margir virðast ekki gera sér grein fyrir.

Kristinn
Svo þú ert í raun að hamast eins og rjúpan við staurinn við að kasta rýrð á kenningu svo að þjóðfélagið verði....bíddu eftir því....nákvæmlega eins og það er!

Ehh, nei.  Að fólk sjái að það þarf vitsmuni til að búa til upplýsingar og verkvit til að hanna upplýsingakerfi tel ég muni hafa góð áhrif á þjóðfélagið. Þetta síðan snýst ekki um að gera þjóðfélagið endilega öðru vísi. Miklu frekar að deila þeirri trú sem ég hef með öðrum í þeirri von að einhver mætti bjarga sálu sinni.

Kristinn
Nei, þú ert að blekkja sjálfan þig þegar þú segist vera að berjast fyrir því að heimurinn verði ekki verri en hann er, þú ert einungis að berjast við að halda í bókstafstrú sem stangast á við þróunarkenninguna. Þú ert einungis að berjast fyrir sálarheill sjálfs þíns og þeirra sem trúa því sem þú trúir.

Ég vill nú alveg ólmur fá einhverjar sannanir fyrir þessari merkilegu trú sem á að standa á svona traustum fótum en það fer alltaf voðalega lítið fyrir þeim sönnunum.  Ég vil að mín trú sé sönn og þess vegna er það bara gaman að rökræða hana við hvern þann sem hefur áhuga.

Mofi, 7.7.2008 kl. 23:27

78 Smámynd: Mofi

Sveinn
Þú ert að rugla saman félagslegum Darwinisma og hugmyndum Galtons um kynbætur manna (sem eru félagslegar en ekki vísindalegar hreyfingar).

Kjáni.

Ég hef engann áhuga á eiga einhver samskipti við einhvern sem grípur til skítkast við hvert tækifæri. 

Mofi, 8.7.2008 kl. 09:26

79 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég biðst velvirðingar á mínu síðasta innleggi, það var full þurrpumpulegt og dómhart í niðurlagi sínu.

Til hvers að vera að þessu ef það er ekki til gamans, ekki satt?

mbk, 

Kristinn Theódórsson, 8.7.2008 kl. 09:41

80 Smámynd: Mofi

Kristinn, mér finnst mikilvægt að reyna að halda öllu þessu á vingjarnlegum nótum til þess að þetta sé sem skemmtilegast.  Ég tók varla eftir þessu :)

Mofi, 8.7.2008 kl. 09:48

81 Smámynd: Mofi

Sigmar
Lastu eins og Ben Stein bara fyrri part af því sem Darwin skrifaði?

Annars vísa ég bara í svar Sveins... það svarar þessu bulli fullkomlega, vinsamlega ekki bera þetta á borð hér aftur.. því eins og áður segir

Það er búið að svara þessu!!!!

Svarið er lélegt!  Það er alveg rétt að Darwin segir að hann vilji ekki búa í þannig samfélagi en hann getur ekki falið að gera þetta er rökrétt og gott miðað við hans eigin kenningu. Þetta tóku síðan margar þjóðir upp og gerðu vísvitandi fólk ófrjót til að koma þessari vísindalegu hugsun í framkvæmd.   Þinn ágreiningur er við söguna og þá fylgjendur Darwins sem útfærðu hugmyndir hans, ekki við mig sem einfaldlega bendir þér á staðreyndirnar.

Sigmar
Taktu sérstaklega eftir feitletraða textanum.... málið er að það þarf ekki boðorð frá Guði eða einhverja relgubók til þess að venjuleg þokkalega greind manneskja geri sér grein fyrir því að hún vill lifa í samfélagi þar sem eru reglur og skyldur, þar sem menn hugsa ekki bara um rassgatið á sjálfum sér... í samfélagi þar sem þau gildi eru ekki við lýði verður stöðnun og lífsgæði verri.....

Þetta er bara skoðun einhvers gaurs. Ef þú ert ósammála honum þá er það bara þín skoðun á móti hans. Ef samfélagið eins og á tímum nasista ákveður að drepa alla gyðinga og svertingja þá á hvaða grundvelli ætlar þú að mótmæla? Sérstaklega þegar líf þitt liggur við?  Þetta var samt það sem nokkrir kristnir gerðu og gerðu það á grundvelli þess að Kristur sagði að við ættum að elska alla menn og þar á meðal gyðinga.

Mofi, 8.7.2008 kl. 12:44

82 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þú veist ekki mikið ef að þú talar um Hobbes sem "einhvern gaur"   Hann er einhver áhrifamesti heimspekingur sögunnar og mikilvægur póstur í öllu sem telst nútíma siðfræði

Hann er samt bara "einhver gaur".  Hvað gerir þessa skoðun hans eitthvað réttari en skoðun Hitlers að drepa gyðinga?  

Sigmar
og hvað meinaru þú með að ég sé ósammála honum?

Eyða aðeins meiri tíma í að lesa... lykilorðið þarna er "Ef".  Punkturinn er að "ef" þú ert ósammála honum þá er bara um þína skoðun að ræða á móti hans. Einn maður telur að það er í lagi að drepa börn á meðan þau eru í maganum á móður sinni, annar telur það í lagi eftir að þau fæðist; allt bara mismunandi skoðanir manna þar sem fólk velur bara þá skoðun sem því þykir gáfulegust í það skipti.

Sigmar
Ef þú segir einusinni enn að félagslegur Darwinsismi sé í einhverju samhengi við kenningar Darwins þá sannfærist ég endanlega um að heilinn á þér ignorar sjálkrafa það sem hentar ekki þínum skoðunum

Félagslegur Darwinismi stuðlar ekki að því að minnka þetta gene-pool heldur að láta vanhæfa einstaklinga ekki eignast afkvæmi. Alveg eins og dýraræktendur láta ekki vanhæf dýr eignast afkvæmi. Alveg eins og Darwin sagði:

Charles Darwin
There is reason to believe that vaccination has preserved thousands, who from a weak constitution would formerly have succumbed to small-pox. Thus the weak members of civilized societies propagate their kind. No one who has attended to the breeding of domestic animals will doubt that this must be highly injurious to the race of man. It is surprising how soon a want of care, or care wrongly directed, leads to the degeneration of a domestic race; but excepting in the case of man himself, hardly any one is so ignorant as to allow his worst animals to breed

Kannski er best að vera sammála um að vera ósammála; ég persónulega botna ekki upp né niður í þér að vera eitthvað reyna að neita þessu.

Mofi, 8.7.2008 kl. 13:13

83 Smámynd: Mofi

Ég er alveg sammála að það er rökrétt að hugsa sér samfélag með reglum þar sem hugsað er vel um alla. Þú virðist aftur á móti alveg neita að skilja minn punkt hérna og er ég þreyttur á að endurtaka hann.

Ég er líka sammála því að Darwin sjálfur hefði líklegast mótmælt hvernig menn vildu nota hans hugmyndir á samfélagið. Ég er ekki að eigna honum óskapnaðinn heldur benda á að hann er rökrétt framkvæmt á hans eigin hugmyndum og við sjáum það í hans eigin skrifum. 

Mofi, 8.7.2008 kl. 13:29

84 Smámynd: Mofi

Sigmar
Eigum við að koma í leikinn "nefndu rökvilluna"?
Endilega; fræddu mig afhverju skoðun þessa manns vegur þyngra en skoðun Hitlers? 

Mofi, 8.7.2008 kl. 13:30

85 Smámynd: Mofi

Þetta kemur því inn í umræðuna með á hvaða grundvelli þú getur sagt að það sem Hitler gerði var rangt.  Ef það er "almenn skoðun" sem gefur þessu þá meira vægi var þá rangt af almenningi í þýskalandi og dómstólum þar að ákveða að gyðingar væru ekki persónur og þar af leiðandi í lagi að drepa þá?

Mofi, 8.7.2008 kl. 15:11

86 Smámynd: Mofi

Ég mun líklegast ekki geta útskýrt þetta fyrir þér, endilega hlustaðu á "Mere Christianity" ef ske kynni að C.S. Lewis geti útskýrt þetta sem ég er að hugsa um.

Mofi, 8.7.2008 kl. 15:35

87 identicon

Ég sé þú hefur eytt þónokkrum athugasemdum frá Sigmari og Sveini en lætur svör þín við þeim standa.  Hvað gengur þér til?

sth (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 22:10

88 Smámynd: Mofi

Ég hafði einhverjar ástæður sem ég er ekki að muna núna; vanalega líkaði mér ekki leiðindin sem voru í þeim. Þeir hafa vanalega getað endurtekið kommentin án leiðinda og þá fá þau að standa og allt í góðu.

Mofi, 9.7.2008 kl. 22:28

89 identicon

Þykir þú vera orðinn heldur grófur Halldór...  það voru engin leiðindi hér, þvert á móti

Og ef þú ætlar að leggjast svo lágt að eyða því sem ég skrifa þá skaltu eyða því líka þegar þú svarar því... annað er einfaldlega dónaskapur

Sigmar (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband