Minningin um fyrstu foreldrana ennþá ljós lifandi

BXP64655Þrátt fyrir að rúm sex þúsund ár eru síðan að fyrstu foreldrarnir gengu um í paradís þá man mannkynið ennþá vel eftir þeim. Tengingin við þessa frétt er myndin af eplinu sem búið er að taka tvö bita úr; greinilega tilvísun í fall mannkyns eins og því er líst í 1. Mósebók 3. kafla.

Sumir gætu viljað tengja þessa sögu Biblíunnar við stöðu konunnar í dag en það er vægast sagt hæpið. Að vísu segir Biblían þarna að maðurinn muni drottna yfir konunni en þetta er ekki skipun Guðs til manna að drottna heldur yfirlýsing á því sem mundi gerast fyrst að illskan var komin í heiminn.

Varðandi fréttina þá er þetta mjög merkileg könnun og  skýr skilaboð til fréttamanna að leita meira til kvenna þegar kemur að fréttaöflun.

 


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sumir gætu viljað tengja þessa sögu Biblíunnar við stöðu konunnar í dag en það er vægast sagt hæpið. Að vísu segir Biblían þarna að maðurinn muni drottna yfir konunni en þetta er ekki skipun Guðs til manna að drottna heldur yfirlýsing á því sem mundi gerast fyrst að illskan var komin í heiminn.

Mofi, vissulega er hægt að tengja sögna við stöðu konunnar í dag. Reyndar myndi ég segja að hlutir eins og að karlinn eigi að drottna yfir konunni sé refsing guðs, en ekki bara "yfirlýsing á því sem myndi gerast fyrst að illskan var komin í heiminn".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.7.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, það er nú kannski niðurstaða sem kemur mér ekki á óvart, að minna sé talað við konur en karla af fréttamönnum.

Konur eru minna úti á þeim svæðum sem fréttnæmt efni er sótt eða þar sem fréttnæmir atburðir gerast.

En þú Mofi gætir alveg eins tengt þessa frétt við að það voru konur sem sögðu frá upprisu Jesú Krists, en guðspjallamennirnir þá eins konar fréttamenn sem kannski leituðu til þeirra.

Kannski finnst fréttamönnum vafasamt að leita til kvenna af hættu við að fá "Gróusögur" í stað hlutlausra lýsinga á því sem gerðist.

En hvernig líst þér á Mofi að prestar fari nú að búa til "ritual" eða athöfn til að hjálpa kirkjugiftum hjónum að skilja með guðs blessun? Meirihluti danskra presta eru alveg til í að framkvæma þannig athöfn skv. nýjustu fréttum.

Sigurður Rósant, 2.7.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

uhmm... svo að ég skilji þetta rétt, illskan kom í heiminn frá kölska? Og guð í sínum guðdómlega kærleika og endalausri visku ákveður að refsa Adam og Evu fyrir það að "illskan kom í heiminn" ? smá vangavelta :)

Davíð S. Sigurðsson, 2.7.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, vissulega er hægt að tengja sögna við stöðu konunnar í dag. Reyndar myndi ég segja að hlutir eins og að karlinn eigi að drottna yfir konunni sé refsing guðs, en ekki bara "yfirlýsing á því sem myndi gerast fyrst að illskan var komin í heiminn".

Ég sé ekki stuðning við það í Biblíunni að hérna sé um refsingu að ræða. Konur eru líkamlega veikari og þegar þekking á því hvernig maður getur kúgað þá verður það möguleiki og staðan þá orðin eins og hún er.

Rósant
En þú Mofi gætir alveg eins tengt þessa frétt við að það voru konur sem sögðu frá upprisu Jesú Krists, en guðspjallamennirnir þá eins konar fréttamenn sem kannski leituðu til þeirra.
...
Kannski finnst fréttamönnum vafasamt að leita til kvenna af hættu við að fá "Gróusögur" í stað hlutlausra lýsinga á því sem gerðist.

Mér finnst mjög merkilegt að fyrstu vitnin að mikilvægastsa atburði kristninnar voru konur. Konur voru ekki áreiðanleg vitni á þessum tíma en þrátt fyrir það þá héldu kristnir í þá sögu og ég tel að líklegasta ástæðan fyrir því er einfaldlega að þannig gerðist þetta og því var ekki hægt að breyta.

Rósant
En hvernig líst þér á Mofi að prestar fari nú að búa til "ritual" eða athöfn til að hjálpa kirkjugiftum hjónum að skilja með guðs blessun? Meirihluti danskra presta eru alveg til í að framkvæma þannig athöfn skv. nýjustu fréttum.

Mér finnst það slæmt. Það er eitt að eitthvað slæmt gerist en að kirkjan leggi blessun sína yfir syndsamlega ákvörun er alveg fáránlegt.  Hjónabönd geta endað og það er af hinu vonda en kannski nauðsynlegt en kirkjan á ekki að blessa þannig. 

...,
uhmm... svo að ég skilji þetta rétt, illskan kom í heiminn frá kölska? Og guð í sínum guðdómlega kærleika og endalausri visku ákveður að refsa Adam og Evu fyrir það að "illskan kom í heiminn" ? smá vangavelta :)

Nei, aðeins að leyfa þeim að vita muninn á réttu og röngu. Hið slæma sem gerðist eftir það var nærri því alltaf afleiðing af illsku mannana. Meira að segja þegar Guð bölvar jörðinni þá er það blessun fyrir manninn vegna þess að illskan var komin í heiminn. 

Mofi, 3.7.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, það er augljóst að þarna er guð að refsa snáknum, manninum og konunni, sbr þegar guð segir þetta:

Mikla mun ég gera þjáningu þína 
er þú verður barnshafandi. 

Þetta er klárlega refsing, ekki bara einhver náttúruleg afleiðing syndar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.7.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Mofi

Sammála. En ég trúi að þessi refsing hafi verið til góða. Góður faðir refsar börnum sínum, ekki af því að hann er vondur en einmitt vegna þess að hann er góður. 

Mofi, 10.7.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband