Stundum er eins og maður er ósammála öllum...

Þar sem páfinn segist vera staðgengill Jesús á jörðinni og margir páfar hafa sagst fara með sama vald og hafa vald til að breyta því sem Kristur fyrirskipaði þá get ég ekki verið annað en verið ósammála tilvist einhvers páfa. Þá á ég við að einhver maður sé óbeint gerður að guði hér á jörð.

pope_350On the Authority of the Councils, book 2, chapter 17
"All names which in the Scriptures are applied to Christ, by virtue of which it is established that He is over the church, all the same names are applied to the Pope."
Quoted in the New York Catechism
The Pope takes the place of Jesus Christ on earth...by divine right the Pope has supreme and full power in faith, in morals over each and every pastor and his flock. He is the true vicar, the head of the entire church, the father and teacher of all Christians. He is the infallible ruler, the founder of dogmas, the author of and the judge of councils; the universal ruler of truth, the arbiter of the world, the supreme judge of heaven and earth, the judge of all, being judged by no one, God himself on earth.
Pope Pius V, quoted in Barclay, Chapter XXVII, p. 218, "Cities Petrus Bertanous
The Pope and God are the same, so he has all power in Heaven and earth."

Svo ekki get ég verið sammála páfanum.

Fóstureyðingar

Síðan kemur fólk sem dreifir bæklingum sem styðja fóstureyðingar. Hvernig einhver getur barist fyrir því að börn séu drepin í móðurkviði er mér hulin ráðgáta nema bara illska mannsins.  Hvernig væri að dreifa bæklingum sem sýna hvað er raunverulega gert þegar fóstureyðing er framkvæmd; hvernig fóstrið bregst við til dæmis. 

Réttindi samkynhneigða 

Af einhverjum ástæðum vilja sumir samkynhneigðir gifta sig í kirkjum sem byggja sína trúarskoðun á Biblíunni. Vitandandi mæta vel að Biblían kennir að samkynhneigð er synd. Ég er alveg sammála að það eru sjálfsögð réttindi samkynhneigðra að staðfesta sambúð sína og þess vegna einhverja trúar athöfn en alls ekki að troða sér í kirkju sem vill fylgja Biblíunni.  Sömuleiðis einfaldlega trúfrelsi að kirkjur sem vilja gifta samkynhneigða fái að gera það en hið sama frelsi á að leyfa þeim kirkjum sem vilja það ekki þurfa ekki að gera það.

Smokkarnir 

Ég hef aldrei skilið af hverju Kaþólska kirkjan datt það í hug að banna smokka. Nema kannski til að sjá til þess að kaþólikkar fjölgi sér meira en aðrir... Þetta er ekki Biblíulegt að mínu mati og ekki gáfulegt og er að mínu mati að valda miklum þjáningum víðsvegar um heiminn.

Kannski það eina sem ég er sammála hérna er að heimsækja Ástralíu; af því sem ég hef heyrt þá er þetta alveg frábært land. 

australia_pictures_kangabig

 


mbl.is Engir smokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég fæ alltaf hroll þegar ég sé þennan mann, það er eitthvað við hann sem orsakar að ég fæ viðbjóðstilfinningu og gæsahúð, hann á myrka óupplýsa fortíð sem enginn veit af eða fáir.

Sævar Einarsson, 2.7.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Mofi

Hann hefur ekki mikinn sjarma maðurinn sem þeir völdu til að vera páfi í þetta skiptið...

Mofi, 2.7.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Arnar

Er dæmið með smokkana.. og getnaðarvarnir yfir höfuð.. ekki bara framlenging á fóstureyðingar andstöðunni?

Every sperm is sacred

Og ekki það að ég skilji afhverju samkynhneigðir eru yfirhöfuð að vesenast í kirkjum sem hata þá, er ekki kominn tími á að afnema þessa biblíulegu hommafóbíu?

Arnar, 2.7.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Mofi

Arnar
Er dæmið með smokkana.. og getnaðarvarnir yfir höfuð.. ekki bara framlenging á fóstureyðingar andstöðunni?

Mér finnst það ekki. Ef menn vilja þannig framlengingu þá er hægt að segja að ekki stunda kynlíf er líka að koma í veg fyrir að barn fæðist í heiminn. Þá er hægt að framlengja það enn frekar og láta það vera syndsamlegt af konu að vera ekki ófrísk...

Arnar
Og ekki það að ég skilji afhverju samkynhneigðir eru yfirhöfuð að vesenast í kirkjum sem hata þá, er ekki kominn tími á að afnema þessa biblíulegu hommafóbíu?

Ekki hata þá heldur að þessi hegðun er röng; alveg eins og svo margs konar önnur hegðun er röng. Drekka sig blind fullan er líka röng hegðun samkvæmt Biblíunni.  Það er ekki hægt að "afnema" það sem Biblían segir um samkynhneigð af því að það er ekki hægt að breyta Biblíunni. 

Mofi, 2.7.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Arnar

Arnar
Er dæmið með smokkana.. og getnaðarvarnir yfir höfuð.. ekki bara framlenging á fóstureyðingar andstöðunni?

Mér finnst það ekki. Ef menn vilja þannig framlengingu þá er hægt að segja að ekki stunda kynlíf er líka að koma í veg fyrir að barn fæðist í heiminn. Þá er hægt að framlengja það enn frekar og láta það vera syndsamlegt af konu að vera ekki ófrísk...

Og.. við erum komnir með lýsingu á fornaldar feðraveldi sem þrífst meðal margra öfagrúarhópa.

Arnar
Og ekki það að ég skilji afhverju samkynhneigðir eru yfirhöfuð að vesenast í kirkjum sem hata þá, er ekki kominn tími á að afnema þessa biblíulegu hommafóbíu?

Ekki hata þá heldur að þessi hegðun er röng; alveg eins og svo margs konar önnur hegðun er röng. Drekka sig blind fullan er líka röng hegðun samkvæmt Biblíunni. 

En, drykkjufólki og öðru fólki sem stundar 'ranga' hegðun, samkvæmt biblíunni er ekki meinað að ganga í hjónaband.  Akkuru er bara samkynhneigðum, af öllum biblíu syndurum refsað.  Meira segja ég, guðleysingin sjálfur er giftur í kirkju af presti, hef reyndar ekki haft fyrir því að segja mig úr þjóðkirkjunni en prestinum var það nokkuð ljóst eftir viðtalið í undirbúnings ferlinu.  Er guðleysi minni synd en samkynhneigð?

Það er ekki hægt að "afnema" það sem Biblían segir um samkynhneigð af því að það er ekki hægt að breyta Biblíunni. 

Svo, næst þegar sonur minn hlýðir mér ekki á ég að draga hann út á götu og grýta hann til dauða, right?

Arnar, 2.7.2008 kl. 12:39

6 Smámynd: Mofi

Arnar
En, drykkjufólki og öðru fólki sem stundar 'ranga' hegðun, samkvæmt biblíunni er ekki meinað að ganga í hjónaband.  Akkuru er bara samkynhneigðum, af öllum biblíu syndurum refsað.  Meira segja ég, guðleysingin sjálfur er giftur í kirkju af presti, hef reyndar ekki haft fyrir því að segja mig úr þjóðkirkjunni en prestinum var það nokkuð ljóst eftir viðtalið í undirbúnings ferlinu.  Er guðleysi minni synd en samkynhneigð?

Þetta er góður punktur. Í rauninni þá ætti alvöru kirkja ekki að blessa þá sem kirkjan veit að lifa í synd. Viðkomandi ætti líklegast ekki í miklum vandræðum að finna aðra kirkju. Punkturinn er að sá standard sem Biblían setur á að vera hafður í heiðri. Ef viðkomandi aftur á móti iðrast og vill snúa sér til betri vegar þá á kirkjan að taka viðkomanda með opnum örmum.

Spurning hvort að guðleysi sé beint synd. Ég á erfitt með að segja að ef einhver hefur þá sannfæringu að Guð er ekki til að Guð myndi dæma hann sekann fyrir það. Aftur á móti þá gæti viðkomandi ekki erft eilíft líf því að aðeins Guð getur veitt það og sá sem hafnar Guði er þá að hafna Hans boði um líf.

Arnar
Svo, næst þegar sonur minn hlýðir mér ekki á ég að draga hann út á götu og grýta hann til dauða, right?

Þarna er gott dæmi um hvernig enginn getur breytt Biblíunni. Margir kristnir myndu mjög svo vilja þessi vers í Gamla Testamentinu út úr Biblíunni en geta ekki fjarlægt þau.  Aftur á móti þá er þarna verið að tala um refsilöggjöf Ísraels og lærisveinar Krists kenndu ekki að við ættum að setja á stofn annað Ísraels ríki með sömu lögum og ríktu þar.

Mofi, 2.7.2008 kl. 12:58

7 Smámynd: Mofi

Arnar
Finnst þér ekki merkilega mikill munur á inntakinu á þessum texta á milli tungumála?  Hann er kannski ekkert gífurlegur en sá enski er mun "samkynhneigðari" en sá íslenski af einhverjum

Ef við svo ímyndum okkur hversu oft biblían hefur verið þýdd og á milli ýmissa tungumála þá er varla hægt að ímynda sér að hægt sé að lesa bókstaflega í texta hennar þannig að hann sé sá sami á milli landa og tímabila

Það er ekki hægt að breyta þeim fornu handritum sem mynda Biblíuna. Sé ekki samkynhneigð þarna, aðeins að tveir einstaklingar þykja mjög vænt um hvorn annan; það er hægt án kynmaka...

Mofi, 3.7.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Mofi

Ekki í vafa, alveg viss um að það var ekkert þannig í gangi.

Mofi, 3.7.2008 kl. 11:30

9 Smámynd: Mofi

Sé ekkert í orðum Sáls um að samkynhneigð væri ástæðan fyrir þessari reiði. Sál var öfundsjúkur út í Davíð vegna þess hve vel honum vegnaði. Síðan þá uppgvötaði Sál á einhverjum tímapunkti að Samúel hafði blessað Davíð og sagt að hann ætti að verða næsti konungur Ísrael eftir að Samúel hafði sagt við Sál að Guð vildi ekki lengur að hann væri konungur.

Mofi, 3.7.2008 kl. 12:21

10 Smámynd: Arnar

Mófi vill velja allt það góða en hafnar öllu því sem er óþægilegt fyrir hans glans mynd af kristni dóminum.

Væri gáfulegra að stofna ný trúarbrögð sem hafna gamla testamenntinu en fara bara eftir því nýja.

Arnar, 3.7.2008 kl. 12:56

11 Smámynd: Mofi

Sigmar
Ást þín var mér undursamlegri en ástir kvenna.

Verið marklaus?

Þú ert alveg einstaklega þver Halldór

Nei, þú ert bara að blanda kynlífi í þetta og það er ekki ástæða til. Sé ekki betur en þú ert hérna að túlka að Davíð sem giftist og hélt fram hjá væri samkynhneigður af því að hann átti vin sem honum þótti gífurlega vænt um. 

Mofi, 3.7.2008 kl. 13:01

12 Smámynd: Mofi

Arnar
Mófi vill velja allt það góða en hafnar öllu því sem er óþægilegt fyrir hans glans mynd af kristni dóminum.

Biblían segir að Davíð gerðist sekur um framhjáhald og morð. Hún talar sérstaklega um það að Natan spámaður var sendur til hans til að láta hann vita að Guð vissi af þessu og hefði ákveðið að refsa honum fyrir þennan hræðilega glæp.  Biblían er ekki að fela þessa hluti en Sigmar er aðeins að afskræma í þessu dæmi sem hann er að benda á.

Arnar
Væri gáfulegra að stofna ný trúarbrögð sem hafna gamla testamenntinu en fara bara eftir því nýja

Margir sem kalla sig kristna hafna Gamla Testamentinu; að einhverju leiti eða öllu. Ég myndi ekki gera það því að Gamla Testamentið er grunnurinn að því Nýja. Í því er að finna sögu manna og læra af þeirra misstökum í staðinn fyrir að læra af eigin misstökum sem geta verið dýrkeypt. 

Mofi, 3.7.2008 kl. 13:06

13 Smámynd: Mofi

Sigmar
Eftir situr að sú ást sem Davíð bar til Jónatans var sterkari en ást hans til kvenna... hvað í ósköpunum er það annað en samkynhneigð?

Mjög góð vináttu...  samkynhneigð í mínum huga snýst um kynlíf; ég hef alltaf skilið það þannig.

Mofi, 3.7.2008 kl. 15:02

14 Smámynd: Mofi

Sigmar
Ég á vini sem mér þykur vænt um... en ég hvorki kyssi þá innilega, afklæði mig fyrir framan þá og gef þeim fötin af mér eða lýsi því yfir að ég elsku þá meira en konuna mína og/eða konur almennt
Þetta að taka af sér klæðin og setja þau á Davíð var táknrænt því að Jónatan var "royality" og klæddist þannig fötum svo að setja þau á Davíð var Jónatan að segja að Davíð væri konugsborinn líka.  Þú getur líka kysst einhvern innilega á kinnina; fer allt eftir menningu hvernig fólk upplifir svona.

Mofi, 3.7.2008 kl. 15:05

15 Smámynd: Arnar

Mjög góð vináttu...  samkynhneigð í mínum huga snýst um kynlíf; ég hef alltaf skilið það þannig.

Dæmigert fornaldar-feðraveldis-trúar viðhorf.

Ást og kynlíf fer ekkert endilega saman.  Elskarðu kærustuna þína mófi, þið eruð ekki gift og þú ert væntanlega ekki fylgjandi kynlífi fyrir hjónaband.

Samkynhneigðir einstaklingar eru þeir sem laðast að sama kyni.  Hommi er alveg jafn mikill hommi þótt hann hafi aldrei stundað kynlíf með öðrum karlmanni.

Arnar, 3.7.2008 kl. 15:41

16 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þá hefur þú skilið það vitlaust....  hvað er þá maður sem aldrei nýtur kynlífs?

Ókynhneigður?

Hneigð vísar til löngunar svo þótt einhver nýtur aldrei kynlífs þá getur hann haft löngun til kynlífs til þá viðkomandi kyns.  Ókynhneigður hljómar samt eins og alvöru orð, vantar bara að gefa því einhverja meiningu :)

Arnar
Samkynhneigðir einstaklingar eru þeir sem laðast að sama kyni.  Hommi er alveg jafn mikill hommi þótt hann hafi aldrei stundað kynlíf með öðrum karlmanni.

Þannig að þetta er spurning um hvort að viðkomandi laðast að sama kyni? Svo spurningin þarna er hvort að Davíð hafi laðast kynferðislega að Jónatani og ég sé ekki ástæðu til að álykta svo.

Sigmar
Ok, sorry Halldór... þessi "slipped out"

:)

Davíð gerðist sekur um margt svo ég hef enga sérstaka löngun til að hann sé séður í voðalega góðu ljósi.  

Mofi, 3.7.2008 kl. 15:59

17 Smámynd: Mofi

Sigmar
Each time they reaffirm the covenant, love (though not necessarily sexual in nature) is the only justification provided. Additionally, it should be observed that the covenants and affectionate expressions were made in private, like a personal bond, rather than publicly as would a political bond.

Though sex is never explicitly depicted, much of the Bible's sexual terminology is shrouded in euphemism

Sem sé, maður getur lesið kynlíf í þetta eða sleppt því. Engann veginn hægt að segja fyrir víst hvort er rétt.

Sigmar
Stundum er eins og maður ósammála öllum ;)

Ekki í fyrsta sinn sem það gerist :)    ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu, hvort það er "er" eða "sé". 

Já já, Andrés, rub it in :)

Mofi, 4.7.2008 kl. 00:36

18 Smámynd: Mofi

Sveinn
Vó bíddu nú hægur, eru nauðsynlegt að hafa samfarir við einstakling af sama kyni til að teljast samkynhneigður?

Ef einhver hefur þannig hneigð þá getum við ekki vitað um þá hneigð nema viðkomandi upplýsir okkur um hneigðina, annað hvort í orðum eða verkum.

Til hamingju með að vera meðlimur blogg heima Sveinn :)

Sigmar
Svo virðist vera Sveinn... héðan í frá teljast menn og konur ekki hreinir sveinar og meyjar... heldur ókynhneigðir þangað til annað kemur í ljós

Ertu kominn með skilgreiningu hvað "ókynhneigð" þýðir?  Steinar eru líklegast ókynhneigðir, hvorki hafa kyn né neina kyn löngun sem við vitum um. Kannski er til þannig fólk...

Mofi, 7.7.2008 kl. 12:05

19 Smámynd: Mofi

Sigmar, hélt að við hefðum verið sammála um að samkynhneigð snérist um kynhneigð viðkomandi?  Að ég hefði verið alveg sammála þér að ekki um akkurat kynlíf væri að ræða heldur langanir til hvors kynsins...

Mofi, 7.7.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband