Skiptir það engu máli að hann er mormóni?

Því miður er trú mormóna ekki ólík vísindakirkjunni með hin ótrúlegustu hugmyndir. Ekki myndi ég vilja hafa Mitt Romney við hliðina á mér og þurfa að hlusta á hann verja trúarhugmyndir mormóna.

Hérna er videó þar sem South Park gerir grín að sögunni hvernig Joseph Smith skrifaði mormóna bókina:  http://www.milkandcookies.com/link/59507/detail/ 

Það sem er áhugavert þarna er að ef maður metur vitnisburðinn þá er hann einfaldlega mjög ótrúverðugur.  Það voru ekki vitni að gull plötunum sem Joseph á að hafa þýtt og þegar hann þurfti að þýða ákveðna plötu aftur þá gat hann það ekki. Síðan er mormónsbók ekki í samræmi við Biblíuna og lausnin á því fyrir mormóna er að Biblíunni hefur verið breytt og mormónsbók leiðréttir Biblíuna. Vandamálið hérna er að sagnfræðin staðfestir áreiðanleika handrita Biblíunnar svo þessi fullyrðing getur ekki verið sönn.  

Hérna er síða sem fjallar um kenningar mormóna kirkjunnar og afhverju það er ekki hægt að kalla þá kristna, sjá: http://www.carm.org/mormon.htm 


Síðan er hér videó sem fer yfir hvað mormónar trúa ( Ef einhver veit um eitthvað þarna sem er ekki rétt þá endilega láta mig vita )


Síðan eitt klassíkst :)

 



mbl.is Líklegasta varaforsetaefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Lítil flís - stór bjálki?

Kristján Hrannar Pálsson, 30.6.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Mofi. Hvaða kristnir söfnuðir, kirkjudeildir og sértrúarhópar, fyrir utan   sjöundadags aðventista finnast þér vera í samræmi við Biblíuna?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Mofi

Kristján
Lítil flís - stór bjálki?

Fyrir mitt leiti er bjálkinn hjá mormónunum merkilega stór og furðulegur. Ég er að minnsta kosti alveg opin fyrir allri gagnrýni á mína trú; ef hún þolir ekki gagnrýni þá er betra að vera laus við hana.

Svanur,  helst baptistar og lútherstrúar sem mér dettur í hug svona í fljótu bragði.

Mofi, 30.6.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vottar Jehóva segja sig Lútherstrúar, hvað segirðu um þá?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Mofi

Ertu alveg viss?  Ég kannast ekki við að Vottar Jehóva reyni einu sinni að tengja sig við Lúthersku kirkjuna enda mjög ólíkar trúarskoðanir.

Mofi, 1.7.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

The Bible Student movement is the name adopted by a Protestant religious movement with premillennialist expectations that emerged from the teachings and ministry of Pastor Charles Taze Russell. Members of this movement generally referred to themselves as "Bible Students".

Following a widespread schism which emerged after Russell's death the majority of members ceased fellowship with the Watch Tower Society which he had founded. Those who left came to form their own independent religious fellowships, all of whom still refer to themselves as Bible Students. Those that remained in fellowship with the Society eventually adopted the name Jehovah's Witnesses. The different Bible Students Communities worldwide are numbered at more than 30,000, while worldwide membership among the Jehovah's Witnesses numbers in the millions.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.7.2008 kl. 00:26

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Andrés. Þetta hefur eitthvað skolast til hjá þér.  Charles Taze Russell. var Lútherstrúar.  Kalvinistar eru mótmælendur en Aðventisar eru Lúterstrúar mótmælendur. Engin vafi er á að Vottarnir uxu upp úr Lútherskum grunni þótt þeir séu flokkaðir núna undir "frumkirkjudeild".

Mofi, Hvert er álit þitt á Vottum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.7.2008 kl. 00:50

8 Smámynd: Mofi

Svanur
Mofi,
Hvert er álit þitt á Vottum?
Það sem ég hef aðalega á móti þeim er að þeir telja Krist vera skapaðann og ekki Guð.  Eins og vanalega þá tel ég að kirkja á að halda hvíldardags boðorðið og Vottarnir gera það ekki heldur. Síðan að þeir hengja sig í þetta með blóðið sem hefur valdið dauða sumra meðlima þeirra er alveg hræðilegt.... að lokum þá hafa þeir hafa haft nokkrar heimsenda spár sem veikir mjög trúverðugleika þeirra.  

Mofi, 1.7.2008 kl. 09:49

9 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Takk fyrir athyglisverða sýningu Mofi..  

Aðeins ein athugasemd: Er það ekki rasismi, að segja svart fólk óæðra en annað fólk ? Ýtir mormóna-trú undir rasisma með þessu ?

Viðar Freyr Guðmundsson, 2.7.2008 kl. 03:26

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur  - til þess að teljast kristinn þá þarftu að trúa á Krist. Vottarnir gera það ekki og teljast ekki til Lúthersku né neitt annað tengt kristnni, þeir eru algjörlega utanvelta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.7.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Mofi

Viðar
Aðeins ein athugasemd: Er það ekki rasismi, að segja svart fólk óæðra en annað fólk ? Ýtir mormóna-trú undir rasisma með þessu ?

Mjög margir hópar á þessum tíma voru algjörir rasistar. Mormónar hafa "lagað" sínar skoðanir að nútímanum en þeir kenndu alveg fáránlega hluti varðandi svertingja.

Haukur,  að vísu trúa Vottarnir á Krists og að Hann er sá sem frelsar eins og Nýja Testamentið opinberar. Þeir bara trúa ekki að Jesús er Guð sem er mjög góð ástæða til að flokka þá ekki sem kristinn trúarhóp.

Mofi, 2.7.2008 kl. 09:41

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er tekið af heimasíðu Votta;

Það skiptir þá höfuðmáli að trú þeirra sé byggð á Biblíunni en ekki einungis á vangaveltum manna eða trúarsetningum. Þeir taka heilshugar undir orð Páls postula sem hann skrifaði undir innblæstri frá Guði: „Guð skal reynast sannorður, þótt hver maður reyndist lygari.“ (Rómverjabréfið 3:4, Biblían 1981*) Hvað snertir kenningar, sem sagðar eru biblíuleg sannindi, eru vottarnir eindregið fylgjandi þeirri aðferð sem íbúar Beroju beittu þegar þeir heyrðu Pál postula prédika: „Þeir tóku við orðinu með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu væri þannig farið.“ (Postulasagan 17:11) Vottar Jehóva álíta að þannig skuli farið með allar trúarkenningar, þeirra jafnt sem annarra. Menn ættu að fullvissa sig um að kenningarnar séu í samræmi við Heilaga ritningu sem innblásin er af Guði. Vottarnir mæla eindregið með því að viðmælendur þeirra beiti þessari aðferð.

Þeir trúa á þúsund ára ríkið, endurkomu Krists og dómsdag, þegar lifendur og dauðir verða dæmdir.

PS. En vitanleg eiga þeir sjálfir ekki að hafa neinn rétt til að kalla sig kristna. Það á að láta öðrum það dómarasæti eftir sem betur eru til þess fallnir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 10:45

13 Smámynd: Mofi

Hvað finnst þér um þetta Svanur?

Mofi, 2.7.2008 kl. 10:48

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Andrés; Spurningin er hvað það væri sem fengi þig til að kalla þig Bahaia ef þú værir svo meðvitað á móti kenningum trúarinnar. En ég vissi það ekki að sannkristnir leggðu svona mikla fæð á Votta að það væri værihægt að líkja þeim við kynþátahatra.

Mofi; Það sem helst greinir Votta frá venjulegum kristnum er þrenningarkenningin. Hún hefur samt alltaf verið umdeild innan kristni enda dogma sem hvergi er beint að finna í biblíunni. Vottar fara betur eftir siðaboðum Biblíunnar en flestir aðrir kristnir og þekkja Biblíuna BETUR en aðrir kristnir sem þú mætir. Maður eiginlega skilur ekki alla þessa sundrungu innan Kristni. Svo eru það Kaþólikkarnir sem örugglega vaða villu og svíma að þínu mati, samkvæmt síðustu færslu þinni. Hvers vegna er hjörð Krists svona sundruð? 

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 11:32

15 Smámynd: Mofi

Svanur
Andrés
; Spurningin er hvað það væri sem fengi þig til að kalla þig Bahaia ef þú værir svo meðvitað á móti kenningum trúarinnar. En ég vissi það ekki að sannkristnir leggðu svona mikla fæð á Votta að það væri værihægt að líkja þeim við kynþátahatra.

Gildir þá ekki svipað um menn sem kalla sig kristna en fara svo meðvitað á móti kenningum Krists?

Þetta er síðan ekki spurning um einhver fæð eða andúð á Vottum; þeir einfaldlega neita að Kristur er Guð og það er að mati flestra kristna grundvöllur þess að kalla sig kristin.

Svanur
Hún hefur samt alltaf verið umdeild innan kristni enda dogma sem hvergi er beint að finna í biblíunni. Vottar fara betur eftir siðaboðum Biblíunnar en flestir aðrir kristnir og þekkja Biblíuna BETUR en aðrir kristnir sem þú mætir.

Að mjög miklu leiti sammála þessu.  Myndi nú samt hafa mjög gaman að rökræða við Votta um margt af því sem þeir kenna.

Svanur
Maður eiginlega skilur ekki alla þessa sundrungu innan Kristni. Svo eru það Kaþólikkarnir sem örugglega vaða villu og svíma að þínu mati, samkvæmt síðustu færslu þinni. Hvers vegna er hjörð Krists svona sundruð?

Fyrir mitt leiti eru nokkrar ástæður, ein er fáfræði um hvað Biblían kennir, önnur er að sumir vilja ekki hlíða eða trúa því sem hún kennir og þá verður sundrung milli þeirra sem vilja hlíða og þeirra sem vilja hafa vit fyrir Guði.

Eitt sem gæti hjálpað til að laga þessa stöðu væru opinberar "debates" um hin ýmsu ágreiningsmál innan kristinna. Það er eitthvað sem ég væri mjög svo til í að sjá gerast hérna á Íslandi. 

Mofi, 2.7.2008 kl. 11:45

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi reit: Gildir þá ekki svipað um menn sem kalla sig kristna en fara svo meðvitað á móti kenningum Krists?

Nei, allir tsks medvitada og sjalfstaeda akvordun um ad vgerast bahaiar.

Hafa ekki tessar rokraedur milli kristinna farid fram?

Andres: Nei, las ekki PSid. Mer er afar illa vid svona ofgasamlikingar sem ekki reynast svo nothaefar eftir allt saman. En gott og vel, latum tad eiga sig nuna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 12:11

17 Smámynd: Mofi

Svanur
Hafa ekki tessar rokraedur milli kristinna farid fram?
Án efa hafa einhverjir rökrætt en það er ekki mikið um það enda sífelt að koma upp nýjar kynslóðir. Hérna á Íslandi er þetta að ég best veit lítið sem ekkert þekkt.  Nú á ég við opinberar rökræður sem almenningur getur fylgst með. Ekki að yfirmenn kirkna rökræði sín á milli; veit lítið um hvað hefur verið gert af því. 

Mofi, 2.7.2008 kl. 12:49

18 Smámynd: Arnar

Myndi nú samt hafa mjög gaman að rökræða við Votta um margt af því sem þeir kenna.

Hringdu og pantaðu nýjasta eintak af Varðturninum, þeir koma örugglega og afhenda það.. tveir eða fleirri saman. 

Arnar, 2.7.2008 kl. 12:53

19 Smámynd: Mofi

Arnar
Hringdu og pantaðu nýjasta eintak af Varðturninum, þeir koma örugglega og afhenda það.. tveir eða fleirri saman
Ehh... heitasta... þú hefur líklegast rétt fyrir þér

Að vísu hef meiri áhuga á opinberum rökræðum þar sem margir geta fylgst með. Virkar frekar slappt að rökræða sérstaklega við einhverja örfáa sem mjög líklega eru ekki opnir. 

Mofi, 2.7.2008 kl. 13:29

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þarna erum við sammála Andrés.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 01:47

21 identicon

hæhæ, ég hef ekkert voðalega gaman af trúarlegum þrætum, það er ekki þess vegna sem ég er hér, en ég sá þetta blogg og vildi bara koma því á framfæri að sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, mormónakirkjunnar eins og fólk kallar hana, þá trúi ég ekki því sem þetta blogg kennir um mormóna, allar þessar upplýsingar og myndbönd um kirkjuna eru kolrangar, bara hrein afskræming á því sem ég trúi á og mér er kært. Mér þykir það leiðinlegt að fólk dreifi svona efni fullu af lygum um það sem mér er heilagt. Ef þið viljið fá upplýsingar um það sem meðlimir kirkjunnar trúa á og kenningar þessarar trúar þá mundi ég benda ykkur á að leita til trúverðugri aðila en eitthvað random youtube myndband, og south park!

www.lds.org og www.mormonar.is eru ágætis síður, en ef þið hafið ekki áhuga á að fara beint á vefsíður kirkjunnar þá las ég það sem stendur um kirkjuna, kenningar hennar og sögu þar og það virðist nánast rétt, mun réttara en margt annað sem ég hef lesið frá utanaðkomandi fólki sem skrifar um mormóna á netinu. http://is.wikipedia.org/wiki/Morm%C3%B3natr%C3%BA

mitt perónulega bogg um vitnisburð minn er svo

http://mormonastelpa.blogspot.com/

ykkur er velkomið að kíkja í heimsókn.

Unnur Erna (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband