Synd nema fyrir hórsök

adulteressVonandi er kirkjan ekki að fara að blessa syndir... enn eina ferðina?  Skilnaður er flókið mál og við erum ekki fullkomin og þetta getur komið fyrir en það er samt sem áður rangt og synd. Sá sem drýgir svona viljandi synd varpar ljósi á hans andlega ástandi, á hans sambandi við Guð; hvort hann er "frelsaður" eða ekki. Jesús talar hérna um hjónaskilnað: 

Matteusarguðspjall 5
31Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. 32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.

Tilgangurinn er alltaf hinn sami, benda viðkomandi að hann á að iðrast og þarf borgun fyrir hið ranga sem hann hefur gert sem birtist í krossinum. Einnig síðan að benda á hvaða hegðun viðkomandi á að stefna að, að fullkomnun eins og Guð er fullkominn er takmarkið:

Matteusarguðspjall 5
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. 46Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? 47Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum[2]
Orðrétt: bræðrum.
 einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. 48 Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Hérna erum við kannski að glíma við gamlann vanda. Sumir sem kalla sig kristna skilja ekki tenglsin milli samviskunar eða samvisku bits og tilgangi krossins. Að einhver hafi samvisku bit er af hinu góða, það þýðir að Guð er að tala til viðkomandi og kalla hann til iðrunar.  Að einhver kirkja gerir lítið úr synd og reynir að láta einhvern hafa ekki samvisku bit með því að gera lítið úr sekt er af hinu illa. Það sem á taka burt samviskubitið er iðrun og setja traust sitt á að Guð fyrirgefur þeim er leita til Hans og snúa baki við rangri hegðun.


mbl.is Geta fengið skilnað með kirkjulegri athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er árið 2008, ekki árið 8.

Þarna er kirkjan bara að næla sér í meira af peningum.

Húrra fyrir trúfrjálsum, kirkjan er að hruni komin og það er mjög gott, það er tákn um menntun og þekkingu,

DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Mofi

Getur vel verið DoctorE að þarna er þessi kirkja að næla sér í peninga; sannarlega ekki að reyna að fylgja Biblíunni.

Mofi, 30.6.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Mofi

Endilega útskýrðu Henry, Jesú segir að hjónaskilnaðir eru af hinu illa; sé ekki betur en þú segir hið sama.  Svo hvað er málið hérna?

Mofi, 30.6.2008 kl. 13:26

4 Smámynd: Mofi

Ég sé ekki betur báðir eru á móti hjónaskilnuðum.  Ef einhver síðan brýtur hjónasáttmálann t.d. með ofbeldi þá getur sá aðili með sinni synd neitt annan aðila til að syndga með því yfirgefa viðkomandi. Ég að minnsta kosti gæti ekki heimtað með góðri samvisku að kona héldi áfram samvist við mann sem beitir hana ofbeldi.

Mofi, 30.6.2008 kl. 13:44

5 Smámynd: Mofi

Þarna er gott dæmi um hvernig viska Guðs er öðru vísi en viska manna. Einnig sýnir þetta manni að menn myndu ekki fara að finna upp á svona reglum sem hentar þeim ekki; eitthvað sem við sjáum á viðbrögðum lærisveinanna, þeim leist ekkert á þetta.

Ég trúi að þetta sé rétt hjá Kristi en þú trúir að þetta sé rangt. Miklu frekar spurningin hvor trúin hérna er líklegri til að eyðileggja líf fólks. 

Mofi, 30.6.2008 kl. 13:58

6 Smámynd: Mofi

Henry
Meira að segja á tímum Jésú ef hann var þá til voru hjónaskilnaðir heimilaðir. En þeir voru illa séðir hjá mönnum eins og Jésú ef þetta eru þá hans orð og ég skil mætavel af hverju.

Jesú segir einfaldlega að Móse leyfði hjónaskilnaði vegna þess að fólk var og er ekki nógu kærleiksríkt.  Það breytti því samt ekki að skilnaður væri ekki góður. Í samræmi við restina af því sem Jesú segir þarna þá er Hann að taka lögmálið ( boðorðin tíu ) og sýna andlegu hliðina á þeim. Að bara hafa löngun til að drýgja hór er brot því að Guð horfir á hjartað.

Ég að minnsta kosti skil þessi orð Krists ekki þannig að einhver á að ganga í gegnum kvöl og pínu vegna gallaðs hjónabands. En samt er það rangt að skilja og ætti aðeins að gera ef engar aðrar leiðir finnast.

Henry
Ég held ég muni aldrei gifta mig því ég ber of mikla virðingu fyrir hjónabandinu. Hinsvegar ef sambúð hefði reynst vel að áratug liðnum eða svo og vilji beggja væri fyrir hendi, þá held ég að ég myndi gifta mig.

Ég tel að sambúð og sérstaklega kynlíf er það sem virkilega bindur og einhver athöfn er ekki það sem málið snýst um heldur að bindast öðrum einstaklingi og halda síðan tryggð við hann. Ímyndaðu þér hve miklu betri heimurinn væri ef fólk héldi tryggð við þann sem það sefur hjá?  Eyðni myndi hverfa úr heiminum, heimili myndu miklu frekar ekki brotna upp og börn myndu miklu frekar ekki alast upp án beggja foreldra.

Góðar íhuganir hjá þér... 

Mofi, 30.6.2008 kl. 14:50

7 Smámynd: Mofi

Andrés,  menn geta gengið í gegnum tímabil þar sem menn gefast upp á hjónabandinu eða fengið áhuga á...einhverju öðru en við erum vonandi sammála um að enginn ætti að gefast upp nema vera búinn að reyna eins og hann getur?

Sigmar, heimsendir bara hlýtur að vera handan við hornið! :)

Mofi, 30.6.2008 kl. 16:10

8 Smámynd: Anna

Áður en fólk giftir sig ræðir það við prest og það eru viðhafðar seremóníur til undirbúnings.  Því finnst mér það alveg á skjön við þann gjörning allan að það skuli vera svo fyrirhafnarlítið sem raun ber vitni að skilja nema ef ung börn eru í spilinu.  Það er minna mál að skilja en að panta sér pizzu sagði löglærður embættismaður í mín eyru. Það er nefnilega þannig.  Auðvitað á þó  ekki að hafa skilnað svo strangann að það þvingi fólk til áframhaldandi vonlausrar sambúðar. En það mætti alveg a.m.k bjóða fólki uppá eitt viðtal þó ekki væri nú annað, jafnvel á einhverra ára fresti. Það væri í stíl við það sem lagt er upp með í byrjun.  Gæti hjálpað einhverjum þó það sé líklega erfitt að bjarga hjónaböndum sem komin eru á þetta stig. 

Annars er bara huggulegt að undirrita samninginn hjá borgarfógeta eða sýslumönnum, fara svo bara og rifta ef leiðinn grípur um sig í hjónabandinu.   

Anna, 30.6.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Anna

Ég var ekkert að hugsa um þennan biðtíma sem er óþarfur þegar ekkert er að gerast í samskiptum einstaklinga og kirkju á þeim tíma hvort eð er.

Anna, 30.6.2008 kl. 18:28

10 Smámynd: Anna

Reyndar er þetta í lögum með þennan tíma og það gifta sig ekki allir í kirkju, verð líklega að viðurkenna að sennilega er hann nauðsynlegur margra hluta vegna. Fólk þarf jú  misjafnlega mikinn tíma til að ganga frá sínum málum.

Anna, 30.6.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband