Hver á að ákveða hvaða skoðanir eru hreinar?

penMargt áhugavert þarna og kannski er gott að einhver lög séu til um þetta. Það er t.d. ekki gott að einhverjir gætu verið með morðhótanir án þess að það er hægt að rekja hótanirnar til þeirra. En hérna er farið á mjög hættuleg braut því hver á að ákveða hvað "óhreinki" netheima?  Hver á að ákveða hvaða upplýsingar mega koma fyrir sjónir almennings?  Hvaða blogg greinar hefðu verið samþykktar sem "hreinar" í Sovíetríkjunum sálugu?  Ætli einhver sem myndi skrifa um afhverju kommúnismi er léleg hugmyndafræði fengi sínar blogg greinar samþykktar?

Hver á að ákveða hvaða skoðanir eru heimskar og hverjar ekki? 

Þetta er bara uppskrift af ritstýringu og skerðingu á tjáningarfrelsinu.

 

p.s.

Líklegast munu einhverjir nefna það að ég hef lokað á nokkra bloggara á mínu bloggi en tilgangurinn með mínu bloggi er að vera vettvangur fyrir mínar hugmyndir. Ég vil berjast fyrir rétti allra til að tjá sig á þeirra eigin bloggum og rétti til að hafa blogg en ég mun ekki berjast fyrir því að einhverjir fái að tjá sig á annara manna bloggum sem vilja ekki hlusta á röflið í þeim.


mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mofi, morðhótanir flokkast ekki undir tjáningarfrelsi.. höfuð það á tæru.

Þú ert ritskoðari... það er ekkert sem afsakar ritskoðunatilburði þína eða trúbræðra þinna, hvað er varið í að vera að tjá sig um skoðanir sínar, bjóða upp á athugasemdir og banna svo þá sem fitta ekki inn í hugarheim þinn... það er ekkert varið í slíkt, það er eiginlega bara skömm að slíku.
Besta lýsing við sköpunarsinna/ID hópinn er einmitt ritskoðun, að banna allt sem fellur ekki að skoðunum þeirra sjálfra.
Þú heimtar að sköpunarkenning/ID sé kennt í skólum, að annað sé brot á tjáningu... svo bannar þú sjálfur; Sorry pal that does not compute

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Mofi

Hefur þú ekki fengið að tjá þig hérna? 

Það eru síðan hugmyndar sköpunarsinna sem eru ritskoðaðar og bannaðar nema undir merkimiðanum "lygi". Þá á ég við að það mætti aðeins fræða nemendur um Vitræna hönnun ef það er þegar búið að merkja hana sem lygi þ.e.a.s. trúarbragð.  Ég hef ekkert á móti að darwiniska trúin fái að láta rödd sína heyrast; jafnvel í skólastofum þar sem hún á ekki heima. Það eru aftur á móti gaurar eins og þú sem vilja ritskoða hugmyndir sem þér líkar ekki við.

Það er allt annað að vilja ekki hvaða rugl sem er á sínu eigin bloggi ef manni finnst það vera að eyðileggja umræðuna og bloggið.

Mofi, 26.6.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Mofi

Sigmar
btw - mér telst til að þú sért búinn að banna mig 7 sinnum í dag.... var ég ekki búinn að segja þér að ég er ekki að fara neitt

Sagði ekki Kristur þegar Hann var spurður af því "hve oft á ég að banna bróðir mínum ef hann bullar á blogginu mínu? Svo sem sjö sinnum?“ "Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö"

Kannski er mig að misminna... 

Sigmar
Hver á að leiðrétta stafsetningarvillurnar fyrir þig í fyrirsögnum þegar ég gest upp á að lauma mér hérna inn aftur ;)

Ég ætti að geta fundið einhvern annan púka þó að ég þakka þær leiðréttingar sem þú hefur komið með...

Mofi, 26.6.2008 kl. 16:06

4 identicon

Þú hefur oft eytt athugasemdum frá mér Mofi + að þú hefur bannað allmarga fyrir að vera þér ekki sammála; Kristilegt siðgæði.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Mofi

Mitt siðgæði segir mér að fjarlægja ómálefnalegt skítkast. Þeir sem síðan síendurtóku það voru bannaðir.  Sigmar fellur ekki svo auðveldlega undir það; frekar að mér fannst þetta vera orðið gott af síendurteknum frösum og samskonar langlokum frá okkur báðum

Mofi, 26.6.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Mofi

Spurning um að taka þetta sérstaklega fyrir og láta það þá nægja...

Ég vona að það verði ekki sett þannig hámark... ég að minnsta kosti sé fyrir mér að miðað við að ég hef aðeins verði hérna eitt ár að þá verði næstu "viðburðaríkari" ef eitthvað er. 

Mofi, 26.6.2008 kl. 16:27

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sko, finnst einhverjum það skrítið að Mofinn ritskoði? Ég segi fyrir mig, ef ég væri jafn bókstafstrúaður og hann þá myndi ég ritskoða miklu meira. Menn sem hafa sterka sannfæringu fyrir greinilega óvinsælum skoðunum neyðast jú til þess að ritskoða. Skilur þetta enginn á þennan hátt nema ég kannski? Eða hvað?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 17:56

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Þetta er álíka gáfuleg uppástunga eins og að ætla sér að setja lög um rottuumferð í holræsum. Gjörsamlega óframkvæmanlegt.

Hins vegar mætti alveg benda trúuðum á að minnka bænatíst, bænamjálm og dreifingu glansmynda á blogginu - og trúboði ekki síður.

Með von um að trúaðir samþykki þetta.

Sigurður Rósant, 26.6.2008 kl. 19:24

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég á eiginlega ekki orð yfir þessa vesalings Marianne Mikko og hennar hugsunarhátt  

Ég held að þetta blogg þitt sé fínt dæmi um hvers vegna ekki á að ritskoða blogg eða setja bloggstaðla. Þú keyrir það áfram af miklum dugnaði með umfjöllun um þetta áhugamál/trú þína sem er sannarlega umdeild. Ef við, sem sjáum ekki glætuna í þessum hugmyndum um vitræna sköpun, settum leikreglurnar, væri hætta á að þú værir heldur betur úti í kuldanum - afgreiddur sem dreifingaraðili "rangra og skaðlegra upplýsinga"  svo maður nappi nú texta beint úr fréttinni.

Það að þú skulir vera hérna gefur færi á umræðum og þar með að fólk kynnist þessu og geti myndað sér sína eigin skoðun, byggða á því sem fram fer. 

Haraldur Rafn Ingvason, 26.6.2008 kl. 19:50

10 identicon

Á ekki almennt uppeldi að sjá um það að fólk geti ritskoðað sig sjálft? Tjái sig af ákveðnri kurteisi og nærgætni?

Jakob (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:12

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Halldór kemur með skemmtilegan vinkil á málið. Hver getur farið með það mikla vald að sía inn á netið? Ég vil samt benda á að margar af þessum hugmyndum eistnesku konunnar eru í raun reglur á öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi.

Ábyrgðarmenn eru alltaf tilteknir hjá dagblöðum, eins held ég að sé með sjónvarpsstöðvar, en þeir kallast ýmist fréttastjórar eða útvarpsstjórar. Það er gert til að vernda almenning, sem annars stæði berskjaldaður gagnvart ægisvaldi fjölmiðlanna.

Það er svo með alla nýja miðla að ákveðin villta vesturs stemming er í kringum þá í upphafi. Allir drepa alla. Munurinn á villta vestrinu og fjölmiðlum er að hjá þeim síðarnefndu eru menn drepnir með orðum.

Síðan þegar samfélagið (fjölmiðillinn) dafnar og þroskast eru settar reglur sem gera samfélaginu kleift að virka og almenningur er varinn gegn mannorðsmorðum. Stjórnleysi þar sem allir mega allt endar bara með skelfingu.

Persónulega get ég tekið undir tvennt hjá Mikko:

  1. Klykkja á ábyrgð bloggara á því sem þeir birta á bloggsíðum sínum m.a. því að gerðar verði kröfur um að tilgreindir séu ábyrgðarmenn bloggsíðna.
  2. Höfundarréttarlög verði sett á texta, myndir og myndbönd einstaklinga sem birt er á blogginu. Þetta er tímabært og ég hef viðrað þessa hugmynd. Er eitthvað réttlæti í því að í dagblaða- og bókaútgáfu gildi strangar reglur um tilvitnanir og viðurlög við brotum, samanber mál Hannesar Hólmsteins, en Árvakur megi birta efni af bloggsíðum, algerlega að höfundum forspurðum og í gróðaskyni að auki? Efni sem er sannarlega ritverk og hugverk viðkomandi bloggara?

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 00:36

12 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Haukur :)

Sigurður Rósant
Þetta er álíka gáfuleg uppástunga eins og að ætla sér að setja lög um rottuumferð í holræsum. Gjörsamlega óframkvæmanlegt.

Sammála, þetta væri mjög erfitt og vonandi ómöglegt.  Sammála með glansmyndirnar en auðvitað ekki með trúboðið. Að vísu er spurning, hvað áttu við með trúboði hérna?

Haraldur Rafn Ingvason
Það að þú skulir vera hérna gefur færi á umræðum og þar með að fólk kynnist þessu og geti myndað sér sína eigin skoðun, byggða á því sem fram fer.

Takk fyrir það!  Ég hef að minnsta kosti gaman af fólki sem hefur undarlegar skoðanir því... það er bara leiðinlegt að hlusta á sama dótið aftur og aftur; fjölbreytni er málið þótt að það væri gaman að fleiri væru sammála manni :)

Pax
Á ekki almennt uppeldi að sjá um það að fólk geti ritskoðað sig sjálft? Tjái sig af ákveðnri kurteisi og nærgætni?

Það væri óskandi...  en eins og Biblían talar um:

Jakobsbréfið 3
1Verðið eigi mörg kennarar, bræður mínir og systur.[1]

Orðrétt: bræður mínir.
 Þið vitið að við munum fá þyngri dóm. 2Öll hrösum við margvíslega. Hrasi einhver ekki í orði þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum. 3Ef við leggjum hestunum beisli í munn til þess að þeir hlýði okkur, þá getum við stýrt öllum líkama þeirra. 4Sjáið einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum. Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. 5Þannig er einnig tungan lítill limur en lætur mikið yfir sér.
Sjáið hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. 6Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima okkar. Hún flekkar allan manninn og kveikir í allri tilveru hans en er sjálf tendruð af helvíti. 7Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr má temja og hafa mennirnir tamið 8en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju sem er full af banvænu eitri.

Theódór,  góðir punktar hjá þér og sammála að þetta ætti ekki að vera stjórnlaust.  Fólk ætti að geta verið til sakar ef það gerir eitthvað saknæmt og líka rétt þetta með höfundarréttarlög.  

Mofi, 27.6.2008 kl. 10:02

13 Smámynd: Arnar

Auðvitað á fólk að fá að segja hvað sem það vill hvar sem það er.

Fólk þarf hinsvegar að taka ábyrgð á skrifum sínum.

Arnar, 27.6.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband