26.6.2008 | 15:26
Hver á að ákveða hvaða skoðanir eru hreinar?
Margt áhugavert þarna og kannski er gott að einhver lög séu til um þetta. Það er t.d. ekki gott að einhverjir gætu verið með morðhótanir án þess að það er hægt að rekja hótanirnar til þeirra. En hérna er farið á mjög hættuleg braut því hver á að ákveða hvað "óhreinki" netheima? Hver á að ákveða hvaða upplýsingar mega koma fyrir sjónir almennings? Hvaða blogg greinar hefðu verið samþykktar sem "hreinar" í Sovíetríkjunum sálugu? Ætli einhver sem myndi skrifa um afhverju kommúnismi er léleg hugmyndafræði fengi sínar blogg greinar samþykktar?
Hver á að ákveða hvaða skoðanir eru heimskar og hverjar ekki?
Þetta er bara uppskrift af ritstýringu og skerðingu á tjáningarfrelsinu.
p.s.
Líklegast munu einhverjir nefna það að ég hef lokað á nokkra bloggara á mínu bloggi en tilgangurinn með mínu bloggi er að vera vettvangur fyrir mínar hugmyndir. Ég vil berjast fyrir rétti allra til að tjá sig á þeirra eigin bloggum og rétti til að hafa blogg en ég mun ekki berjast fyrir því að einhverjir fái að tjá sig á annara manna bloggum sem vilja ekki hlusta á röflið í þeim.
Vilja setja hömlur á bloggara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mofi, morðhótanir flokkast ekki undir tjáningarfrelsi.. höfuð það á tæru.
Þú ert ritskoðari... það er ekkert sem afsakar ritskoðunatilburði þína eða trúbræðra þinna, hvað er varið í að vera að tjá sig um skoðanir sínar, bjóða upp á athugasemdir og banna svo þá sem fitta ekki inn í hugarheim þinn... það er ekkert varið í slíkt, það er eiginlega bara skömm að slíku.
Besta lýsing við sköpunarsinna/ID hópinn er einmitt ritskoðun, að banna allt sem fellur ekki að skoðunum þeirra sjálfra.
Þú heimtar að sköpunarkenning/ID sé kennt í skólum, að annað sé brot á tjáningu... svo bannar þú sjálfur; Sorry pal that does not compute
DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 15:32
Hefur þú ekki fengið að tjá þig hérna?
Það eru síðan hugmyndar sköpunarsinna sem eru ritskoðaðar og bannaðar nema undir merkimiðanum "lygi". Þá á ég við að það mætti aðeins fræða nemendur um Vitræna hönnun ef það er þegar búið að merkja hana sem lygi þ.e.a.s. trúarbragð. Ég hef ekkert á móti að darwiniska trúin fái að láta rödd sína heyrast; jafnvel í skólastofum þar sem hún á ekki heima. Það eru aftur á móti gaurar eins og þú sem vilja ritskoða hugmyndir sem þér líkar ekki við.
Það er allt annað að vilja ekki hvaða rugl sem er á sínu eigin bloggi ef manni finnst það vera að eyðileggja umræðuna og bloggið.
Mofi, 26.6.2008 kl. 15:38
Sagði ekki Kristur þegar Hann var spurður af því "hve oft á ég að banna bróðir mínum ef hann bullar á blogginu mínu? Svo sem sjö sinnum?“ "Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö"
Kannski er mig að misminna...
Ég ætti að geta fundið einhvern annan púka þó að ég þakka þær leiðréttingar sem þú hefur komið með...
Mofi, 26.6.2008 kl. 16:06
Þú hefur oft eytt athugasemdum frá mér Mofi + að þú hefur bannað allmarga fyrir að vera þér ekki sammála; Kristilegt siðgæði.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:07
Mitt siðgæði segir mér að fjarlægja ómálefnalegt skítkast. Þeir sem síðan síendurtóku það voru bannaðir. Sigmar fellur ekki svo auðveldlega undir það; frekar að mér fannst þetta vera orðið gott af síendurteknum frösum og samskonar langlokum frá okkur báðum
Mofi, 26.6.2008 kl. 16:10
Spurning um að taka þetta sérstaklega fyrir og láta það þá nægja...
Ég vona að það verði ekki sett þannig hámark... ég að minnsta kosti sé fyrir mér að miðað við að ég hef aðeins verði hérna eitt ár að þá verði næstu "viðburðaríkari" ef eitthvað er.
Mofi, 26.6.2008 kl. 16:27
Sko, finnst einhverjum það skrítið að Mofinn ritskoði? Ég segi fyrir mig, ef ég væri jafn bókstafstrúaður og hann þá myndi ég ritskoða miklu meira. Menn sem hafa sterka sannfæringu fyrir greinilega óvinsælum skoðunum neyðast jú til þess að ritskoða. Skilur þetta enginn á þennan hátt nema ég kannski? Eða hvað?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2008 kl. 17:56
Þetta er álíka gáfuleg uppástunga eins og að ætla sér að setja lög um rottuumferð í holræsum. Gjörsamlega óframkvæmanlegt.
Hins vegar mætti alveg benda trúuðum á að minnka bænatíst, bænamjálm og dreifingu glansmynda á blogginu - og trúboði ekki síður.
Með von um að trúaðir samþykki þetta.
Sigurður Rósant, 26.6.2008 kl. 19:24
Ég á eiginlega ekki orð yfir þessa vesalings Marianne Mikko og hennar hugsunarhátt
Ég held að þetta blogg þitt sé fínt dæmi um hvers vegna ekki á að ritskoða blogg eða setja bloggstaðla. Þú keyrir það áfram af miklum dugnaði með umfjöllun um þetta áhugamál/trú þína sem er sannarlega umdeild. Ef við, sem sjáum ekki glætuna í þessum hugmyndum um vitræna sköpun, settum leikreglurnar, væri hætta á að þú værir heldur betur úti í kuldanum - afgreiddur sem dreifingaraðili "rangra og skaðlegra upplýsinga" svo maður nappi nú texta beint úr fréttinni.
Það að þú skulir vera hérna gefur færi á umræðum og þar með að fólk kynnist þessu og geti myndað sér sína eigin skoðun, byggða á því sem fram fer.
Haraldur Rafn Ingvason, 26.6.2008 kl. 19:50
Á ekki almennt uppeldi að sjá um það að fólk geti ritskoðað sig sjálft? Tjái sig af ákveðnri kurteisi og nærgætni?
Jakob (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 00:12
Halldór kemur með skemmtilegan vinkil á málið. Hver getur farið með það mikla vald að sía inn á netið? Ég vil samt benda á að margar af þessum hugmyndum eistnesku konunnar eru í raun reglur á öðrum miðlum, s.s. dagblöðum og sjónvarpi.
Ábyrgðarmenn eru alltaf tilteknir hjá dagblöðum, eins held ég að sé með sjónvarpsstöðvar, en þeir kallast ýmist fréttastjórar eða útvarpsstjórar. Það er gert til að vernda almenning, sem annars stæði berskjaldaður gagnvart ægisvaldi fjölmiðlanna.
Það er svo með alla nýja miðla að ákveðin villta vesturs stemming er í kringum þá í upphafi. Allir drepa alla. Munurinn á villta vestrinu og fjölmiðlum er að hjá þeim síðarnefndu eru menn drepnir með orðum.
Síðan þegar samfélagið (fjölmiðillinn) dafnar og þroskast eru settar reglur sem gera samfélaginu kleift að virka og almenningur er varinn gegn mannorðsmorðum. Stjórnleysi þar sem allir mega allt endar bara með skelfingu.
Persónulega get ég tekið undir tvennt hjá Mikko:
Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 00:36
Takk fyrir það Haukur :)
Sammála, þetta væri mjög erfitt og vonandi ómöglegt. Sammála með glansmyndirnar en auðvitað ekki með trúboðið. Að vísu er spurning, hvað áttu við með trúboði hérna?
Takk fyrir það! Ég hef að minnsta kosti gaman af fólki sem hefur undarlegar skoðanir því... það er bara leiðinlegt að hlusta á sama dótið aftur og aftur; fjölbreytni er málið þótt að það væri gaman að fleiri væru sammála manni :)
Það væri óskandi... en eins og Biblían talar um:
Theódór, góðir punktar hjá þér og sammála að þetta ætti ekki að vera stjórnlaust. Fólk ætti að geta verið til sakar ef það gerir eitthvað saknæmt og líka rétt þetta með höfundarréttarlög.
Mofi, 27.6.2008 kl. 10:02
Auðvitað á fólk að fá að segja hvað sem það vill hvar sem það er.
Fólk þarf hinsvegar að taka ábyrgð á skrifum sínum.
Arnar, 27.6.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.