26.6.2008 | 13:30
1000 ár af afrekum sköpunarsinna og Guðs
Jón nokkur Frímann setti inn þetta myndband sem reynir að gera lítið úr verkum Guðs ef maður ber það saman við verk manna. Sömuleiðis er reynt að gera lítið úr þeim vísindaafrekum sem sköpunarsinnar hafa afrekað. Ætla að taka nokkur atriði fyrir sem koma fyrir í þessu myndbandi.
- Fyrst er sýnd mynd af geimflaug en þessir gaurar gera sér líklegast ekki grein fyrir því að sá maður sem kom okkur á tunglið trúði á sköpun og sagði meðal annars þetta hérna:
Wernher Von Braun
To be forced to believe only one conclusionthat everything in the universe happened by chancewould violate the very objectivity of science itself. Certainly there are those who argue that the universe evolved out of random process, but what random process could produce the brain of a man or the system of the human eye? Some say that science has been unable to prove the existence of a Designer... They challenge science to prove the existence of God. But, must we really light a candle to see the sun? - Síðan spyrja þeir "hvenær sendi þinn guð geimfar til Mars?" Guð skapaði Mars svo að senda eitthvað þangað er nú ekki merkilegt.
- Eftir það kemur mynd af DNA og hvernig örsmáar og útrúlega vel hannaðar nanó vélar lesa það. Frábær sönnun að lífið var skapað því að allir vísindamenn í heiminum hafa ekki getað búið til DNA kóða og svona vélar til að lesa hann. Ef það þarf alla þessa þekkingu fyrir okkur að lesa DNA og reyna að skilja hvað kóðinn segir, hvernig er hægt að trúa því að blindir náttúrulegir ferlar geti gert ennþá betur?
- Þeir spyrja "when did you god last sequence a genome". Frekar kjánaleg spurning þar sem Guð bjó til DNA allra lífvera. Alvöru afrek hjá okkur væri að bæði lesa DNA einhverrar lífveru og skilja það en við eigum langt í land með það.
- Athyglisvert er að sjá myndir teknar með MRI tækninni en það var sköpunarsinninn Dr Raymond Damadian sem var frumkvöðullinn að þeirri tækn, sjá: The not-so-Nobel decision
- Síðan sýna þeir myndir af geimskutlu og gervihnetti en sá sem á heiðurinn að þeirri tækni sem lagði grunninn að því var sköpunarsinninn Michael Faraday
- Síðan fara þeir út í hvað lífslíkur fólks hefur aukist síðustu þúsund árin. Í fyrsta lagi þá voru það kristnir vísindamenn eins og Louis Pasteur sem virkilega hjálpuðu til með þá þekkingu. Í öðru lagi þá með því að fylgja heilsureglum Biblíunnar þá hefðu lífslíkurnar verið líklegast meiri en þær eru í dag. Aðventistar hafa Biblíuna að leiðarljósi þegar kemur að heilsu og er einn af þeim hópum sem lifir lengst, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Adventist_Health_Studies
- Að lokum þá fullyrða þeir að þeir sem aðhyllast sköpun aðhyllist fáfræði til að styðja trú sem afrekar ekki neitt. Sannleikurinn er aftur á móti sá að það voru menn sem trúðu á Guð og að Hann hefði skapað okkur sem lögðu grunninn að þeim vísindum sem við höfum í dag. Hérna fyrir neðan er listi af þeim vísindum og hvað þeir afrekuðu. Gaman væri að sjá lista yfir þá vísindamenn sem héldu að náttúrulegir ferlar gætu búið til forritunarmál og flóknar nanóvélar og hvaða þeir hefðu afrekað!
Listi yfir fólk sem trúði að Guð Biblíunnar hefði skapað lífið á jörðinni og mannkynið sjálft:
Early
Francis Bacon (15611626) Scientific method. However, see also
Culture Wars:- Galileo Galilei (15641642) (WOH) Physics, Astronomy (see also The Galileo twist and The Galileo affair: history or heroic hagiography?
- Johann Kepler (15711630) (WOH) Scientific astronomy
- Athanasius Kircher (16011680) Inventor
- John Wilkins (16141672)
- Walter Charleton (16191707) President of the Royal College of Physicians
- Blaise Pascal (biography page) and article from Creation magazine (16231662) Hydrostatics; Barometer
- Sir William Petty (1623 1687) Statistics; Scientific economics
- Robert Boyle (16271691) (WOH) Chemistry; Gas dynamics
- John Ray (16271705) Natural history
- Isaac Barrow (16301677) Professor of Mathematics
- Nicolas Steno (16311686) Stratigraphy
- Thomas Burnet (16351715) Geology
- Increase Mather (16391723) Astronomy
- Nehemiah Grew (16411712) Medical Doctor, Botany
The Age of Newton
- Isaac Newton (16421727) (WOH) Dynamics; Calculus; Gravitation law; Reflecting telescope; Spectrum of light (wrote more about the Bible than science, and emphatically affirmed a Creator. Some have accused him of Arianism, but its likely he held to a heterodox form of the TrinitySee Pfizenmaier, T.C., Was Isaac Newton an Arian? Journal of the History of Ideas 68(1):5780, 1997)
- Gottfried Wilhelm Leibnitz (16461716) Mathematician
- John Flamsteed (16461719) Greenwich Observatory Founder; Astronomy
- William Derham (16571735) Ecology
- Cotton Mather (16621727) Physician
- John Harris (16661719) Mathematician
- John Woodward (16651728) Paleontology
- William Whiston (16671752) Physics, Geology
- John Hutchinson (16741737) Paleontology
- Johathan Edwards (17031758) Physics, Meteorology
- Carolus Linneaus (17071778) Taxonomy; Biological classification system
- Jean Deluc (17271817) Geology
- Richard Kirwan (17331812) Mineralogy
- William Herschel (17381822) Galactic astronomy; Uranus (probably believed in an old-earth)
- James Parkinson (17551824) Physician (old-earth compromiser*)
- John Dalton (17661844) Atomic theory; Gas law
- John Kidd, M.D. (17751851) Chemical synthetics (old-earth compromiser*)
Just Before Darwin
- The 19th Century Scriptural Geologists, by Dr. Terry Mortenson
- Timothy Dwight (17521817) Educator
- William Kirby (17591850) Entomologist
- Jedidiah Morse (17611826) Geographer
- Benjamin Barton (17661815) Botanist; Zoologist
- John Dalton (17661844) Father of the Modern Atomic Theory; Chemistry
- Georges Cuvier (17691832) Comparative anatomy, paleontology (old-earth compromiser*)
- Samuel Miller (17701840) Clergy
- Charles Bell (17741842) Anatomist
- John Kidd (17751851) Chemistry
- Humphrey Davy (17781829) Thermokinetics; Safety lamp
- Benjamin Silliman (17791864) Mineralogist (old-earth compromiser*)
- Peter Mark Roget (17791869) Physician; Physiologist
- Thomas Chalmers (17801847) Professor (old-earth compromiser*)
- David Brewster (17811868) Optical mineralogy, Kaleidoscope (probably believed in an old-earth)
- William Buckland (17841856) Geologist (old-earth compromiser*)
- William Prout (17851850) Food chemistry (probably believed in an old-earth)
- Adam Sedgwick (17851873) Geology (old-earth compromiser*)
- Michael Faraday (17911867) (WOH) Electro magnetics; Field theory, Generator
- Samuel F.B. Morse (17911872) Telegraph
- John Herschel (17921871) Astronomy (old-earth compromiser*)
- Edward Hitchcock (17931864) Geology (old-earth compromiser*)
- William Whewell (17941866) Anemometer (old-earth compromiser*)
- Joseph Henry (17971878) Electric motor; Galvanometer
Just After Darwin
- Richard Owen (18041892) Zoology; Paleontology (old-earth compromiser*)
- Matthew Maury (18061873) Oceanography, Hydrography (probably believed in an old-earth*)
- Louis Agassiz (18071873) Glaciology, Ichthyology (old-earth compromiser, polygenist*)
- Henry Rogers (18081866) Geology
- James Glaisher (18091903) Meteorology
- Philip H. Gosse (18101888) Ornithologist; Zoology
- Sir Henry Rawlinson (18101895) Archeologist
- James Simpson (18111870) Gynecology, Anesthesiology
- James Dana (18131895) Geology (old-earth compromiser*)
- Sir Joseph Henry Gilbert (18171901) Agricultural Chemist
- James Joule (18181889) Thermodynamics
- Thomas Anderson (18191874) Chemist
- Charles Piazzi Smyth (18191900) Astronomy
- George Stokes (18191903) Fluid Mechanics
- John William Dawson (18201899) Geology (probably believed in an old-earth*)
- Rudolph Virchow (18211902) Pathology
- Gregor Mendel (18221884) (WOH) Genetics
- Louis Pasteur (18221895) (WOH) Bacteriology, Biochemistry; Sterilization; Immunization
- Henri Fabre (18231915) Entomology of living insects
- William Thompson, Lord Kelvin (18241907) Energetics; Absolute temperatures; Atlantic cable (believed in an older earth than the Bible indicates, but far younger than the evolutionists wanted*)
- William Huggins (18241910) Astral spectrometry
- Bernhard Riemann (18261866) Non-Euclidean geometries
- Joseph Lister (18271912) Antiseptic surgery
- Balfour Stewart (18281887) Ionospheric electricity
- James Clerk Maxwell (18311879) (WOH) Electrodynamics; Statistical thermodynamics
- P.G. Tait (18311901) Vector analysis
- John Bell Pettigrew (18341908) Anatomist; Physiologist
- John Strutt, Lord Rayleigh (18421919) Similitude; Model Analysis; Inert Gases
- Sir William Abney (18431920) Astronomy
- Alexander MacAlister (18441919) Anatomy
- A.H. Sayce (18451933) Archeologist
- John Ambrose Fleming (18491945) Electronics; Electron tube; Thermionic valve
Early Modern Period
- Dr. Clifford Burdick, Geologist
- George Washington Carver (18641943) Inventor
- L. Merson Davies (18901960) Geology; Paleontology
- Douglas Dewar (18751957) Ornithologist
- Howard A. Kelly (18581943) Gynecology
- Paul Lemoine (18781940) Geology
- Dr. Frank Marsh, Biology
- Dr. John Mann, Agriculturist, biological control pioneer
- Edward H. Maunder (18511928) Astronomy
- William Mitchell Ramsay (18511939) Archeologist
- William Ramsay (18521916) Isotopic chemistry, Element transmutation
- Charles Stine (18821954) Organic Chemist
- Dr. Arthur Rendle-Short (18851955) Surgeon
- Dr. Larry Butler, Biochemist
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín grein hjá þér Mofi minn Hallærislegt myndband, segi nú bara ekki annað
Mama G, 26.6.2008 kl. 13:42
Eru sem sagt ekki fleirri sem hafa trúað þessu?
Ad populum eina ferðina en mófi.
Arnar, 26.6.2008 kl. 13:43
Og mófi er að gagnrýna:
http://jonfr.blog.is/blog/jonfr/
Það ætti eiginlega að koma fram.
Arnar, 26.6.2008 kl. 13:45
Mama G, takk fyrir það :)
Kristmundur, það einfaldlega segir þér að margir gáfaðir menn trúðu á sköpun sem segir þér að það er ekki heimskt að trúa á sköpun.
Við vitum alveg að þú skilur ekki ad populum rökvilluna Arnar. Myndbandið og Jón fullyrtu að sköpunarsinnar hefðu ekki lagt neitt að mörkum til vísinda og þetta er einfaldlega svar við því. Ad populum rökvillan er á þá leið "fyrst að meirihlutinn trúir þessu þá hlýtur það að vera satt". Ég er ekki að gera þá fullyrðingu hérna. Ef þú ætlar ekki að uppfæra rökin þín, koma með komment sem eru þess virði að svara þá neyðist ég til að loka á þig.
Mofi, 26.6.2008 kl. 13:48
Ómálefnleg athugasemd frá DoctorE fjarlægð.
Mofi, 26.6.2008 kl. 13:49
Sú trú að lífverur höfðu þróast var til löngu fyrir tíma Darwins. Listinn síðann tekur sérstaklega fram hverjir voru uppi fyrir tíma Darwins og eftir. Tók að vísu eftir að listinn kom vitlaust einn en er búinn að laga það.
Held að enginn getur fullyrt neitt um það.Mofi, 26.6.2008 kl. 13:56
Þá er fyrirsögnin yfir listanum röng hjá þér því hún segir að þetta sé listi yfir fólk sem trúði að 'guð gerði það'.
Annars hef ég ekki tíma til að horfa á þetta myndband fyrr en seinna.. þú bíður kannski með að banna mig þangað til.
Arnar, 26.6.2008 kl. 14:07
Mofi, 26.6.2008 kl. 14:21
Þessi Jón Frímann er leiðindaklukka, og vonandi lækkar þessi pistill í þessum leiðindabjöllum sem klingja í hausnum á onum ! Enda er tíminn að renna út, og menn þurfa að átta sig á raunveruleikanum, áður en Jésú kemur .
conwoy (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:18
Þetta er undarlegur pistill hjá þér Mofi.
Hugmyndir fólks um eðli Guðs og hvað liggur í orðinu "sköpunartrú" eru mjög ólíkar. Fjöldamargir segjast trúa, segjast vera kristnir, en vinna 100% eins og aðrir vísindamenn og ganga út frá því að orsök hluta megi finna í náttúrunni, hvort sem Guð hafi svo skapað kerfið eður ei.
Hvort að trúaður maður eða trúlaus hafi komið að hönnun ýmissa tækja segir okkur ekki annað en að menn geti notað vísindalega þekkingu til að gera magnaða hluti.
Það er auk þess klárt mál, eins og einhver benti á, að hefðu margir þessara manna á listanum þínum verið til í dag hefðu þeir tekið þekkingu okkar tíma opnum örmum. Burt séð frá því hvort það stangist á við biblíuna eða ekki.
Annað er nú líka það að fólk túlkar þessa blessuðu biblíu á mismundi vegu og sumir eru orðnir sérfræðingar í að láta hana ekki trufla sig við eitt né neitt, en kalla sig samt kristna og eru eins vissir og þú um að þeir höndli sannleikann.
Það er í þessu myndbandi verið að segja að vísindin hafi fært okkur þessa hluti en ekki trúarbrögðin. Þegar trúaður maður vinnur eftir vísindalegum aðferðum eru vísindin að verki en ekki trúarbrögð hans, svo það er ekki verið að bulla neitt þarna eða móðga þig og þína.
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir ekki satt? Vísindamenn eiga því heiðurinn af þessum uppfinningum hvort sem Guð hjálpaði til eða ekki.
Sköpunarsinnar þurfa svo að hætta að setja sig upp á móti vísindaheiminum, ef Guð er til geta vísindin væntanlega ekki gert honum neitt, svo hvað er vandamálið? Þér getur nú verið sama þó að fólk sé ekki sammála þér um tilurð lífs og aldur þess, ekki satt?
Kristinn Theódórsson, 26.6.2008 kl. 22:19
Það er svo dásamlegt þegar fólk sem segir svona hluti talar um að aðrir þurfi að átta sig á raunveruleikanum! Alveg frábært!
Já, allir í bátana Jesús er að koma, hann hlýtur að lenda í Israel eða þar um slóðir, svo ætli það sé ekki best að búast við honum þar?
Eða verður þetta eins og þegar Jesús Vottanna kom aftur; ósýnilegur og á himnum? Það væri frekar svekkjandi, ég hlakka nefnilega svo til að sjá hvort að Jesús er hvítur eða brúnn á hörund.
Kristinn Theódórsson, 27.6.2008 kl. 00:45
Ég neiddist til að banna hann vegna síendurtekna móðganna.
Takk :)
Já, ég myndi bæta því við að ef viðkomandi trúir að Guð skapaði að það auðveldi honum að greina hönnun frá því sem náttúrulegir ferlar orsökuðu og þannig alla vísindavinnu því þeir loka ekki á rökréttar ályktanir vegna sinni guðleysis trúarskoðanna eða hollust við efnishyggju.
Punkturinn er að þeir sem hafa trúað á sköpun hafa lagt helling til vísinda svo að setja þetta þannig upp að þeir hafa ekki gert það og að trúa á sköpun hindri vísindi er rangt og sagan sannar það.
Nei, því að þeir voru kristnir svo það sem Biblían sagði vó þungt þegar kom að því að meta hvað væri satt varðandi fortíð okkar heims. Auðvitað vitum við ekki hve trúaðir þeir voru og hvernig þeir myndu bregðast við í okkar heima.
Málið er að hin vísindalega aðferð kom upp í kristnu samfélagi og blómstraði þar. Ástæðan er að stórum hluta sú trú að Guð skapaði reglulegann heim sem við getum skilið. Skapaði lögmál sem virka eins alls staðar á öllum tímum. Sá sem trúir ekki á Guð hefur enga ástæðu til að ætla að heimurinn sé skiljanlegur eða að náttúrulögmálin eru eins allstaðar á öllum tímum.
Darwinistar setja sköpunarsinna sem andstæðing vísindanna jafnvel þótt að mannkynssagan sýni fram á að það er bull. Mér er ekki sama þegar darwinistar setji fram sína guðleysis trú sem vísindi og sannleika og leiði þannig fólk frá Guði, þeim til glötunnar.
Mofi, 27.6.2008 kl. 10:14
Mofi, 27.6.2008 kl. 11:30
Jæja.. hafði loksins tíma til að horfa á þetta vídeo, las síðan kommentin þín og horfði á vídeoið aftur og held að þú hafir algerlega misskylið þetta.
Það er ekki verið að gera lítið úr guðinum þínum.
'The creationist' er að gera lítið úr afrekum manna saman borið við meint verk guðs. Hann segir 'hver kemur til með að muna eftir því hvað einhverjir mennskir menn gerðu eftir 1000 ár' og vídeoið fer lauslega yfir nokkur atriði.
Punktarnir þínir eru svo.. well.. veit ekki hvort að ég á að þora að segja það, þú ert eitthvað svo hörundsár og viðkvæmur þessa dagana. En samt:
Svo ertu hissa á að fólk sé alltaf að tuða í þér um það sama aftur og aftur: 'guð gerði það' er ekkert svar mófi. Þangað til þú getur sýnt fram á að guð bjó plánetuna Mars til er þetta svar þitt algerlega ómarktækt og barnalegt. Að senda geimfar til Mars er annað afrek manna sem á ekki eftir að gleymast í 1000 ár.
Eru allir sem trúa á guð sköpunarsinnar? Og þarna er verið að vísa til ofurtrúaðara bókstafstrúarmanna sem myndu líklega halda að jörðin væri flöt og miðpunktur alheimsins.. það er jú bara kenning.. ef það væri ekki búið að sýna fram á annað með ótvíræðum hætti.
Og listinn langi, ekki ad populum eins og ég sagði en samt, hvað margir á þessum lista voru harðir sköpunarsinnar.. eða einfaldlega bara kristnir. Ef þeirra verður minnst eftir 1000 ár þá er ég viss um að þeirra verður minnst fyrir afrek þeirra en ekki vegna þess að þeir trúðu.. þótt það fylgi kannski með í æviyfirlitinu.
En, áður en þú bannar mig, vídeoið er svar við þeirri staðhæfingu að maðurinn sé svo ómerkilegur að engin muni eftir einhverru sem aum mannvera gerði eftir 1000 ár.
Arnar, 27.6.2008 kl. 16:58
Nei, hann trúði því að það þarf vitsmuni til að hanna eldflaugar, þær gerast ekki af sjálfu sér. Punkturinn er að menn geta lagt mikið til vísindanna þótt þeir trúa á sköpun sem er það sem Jón Valur var að gefa til kynna.
Og þú tuðar "náttúrulegir ferlar gerðu það" en getur ekki sýnt fram á hvernig þeir gátu gert viðkomandi kraftaverk.
Ef þeim tekst það þá sýna þeir fram á að það þarf vitsmuni til að búa þetta til, ef þeim tekst það ekki þá sýna þeir fram á að það þarf meiri vitsmuni til að búa þetta til en þeir hafa. Þetta er bara lose-lose staða í þessum trúarlegu málum. Jafnvel ef þú hefur rétt fyrir þér þá þýðir það bara að við lifum í heimi með enga von um neitt.
Smá um það hérna: Modern medicine? Annars þá fáum við út frá sköpunarsögunni hvaða fæða var ætluð okkur upprunalega svo að borða hana og forðast aðra fæðu þá lifir maður betra og lengra lífi. Boðskapurinn er sá sami en menn hafa ekki verið að fara eftir honum.
Nei en þeir sem eru á listanum trúðu að Guð hefði skapað. Afhverju þessi strámanns rökvilla um flata jörð?
Punkturinn er að þeirra trú var í sumum tilfella ástæða fyrir afrekum þeirra og í engum tilfella ( svo best sem við vitum ) var trúin hindrun í þeirra vísindastarfi. Þeir hefðu ekki verið betri vísindamenn ef þeir hefðu trúað því að náttúrulegir ferlar gætu búið til vélar og upplýsingakerfi; endilega trúðu mér þegar ég segi það.
Ég sé bæði ekkert að því að vera stolltur af því sem mannkynið hefur gert en sömuleiðis tel ég að auðmýkt gagnvart sköpunarverkinu vera rétt því að okkar afrek eru afskaplega slöpp miðað við það sem Guð skapaði.
Mofi, 27.6.2008 kl. 17:46
Frekar að þegar mótmælenda trúin byrjaði að hafa áhrif og Biblían byrjaði að hafa áhrif á samfélagið að þá byrjaði byltingin í vísindum og þetta var í kringum eftir gróflega 1700. Frelsið sem mótmælenda trúin barðist fyrir er að mínu mati eitt af því sem leyfði framgang vísindamanna á þessum tímum.
Mofi, 27.6.2008 kl. 17:49
Mofi
Ef við gefum okkur, til gamans, að eftir nokkur ár verði búið að sanna það að líf geti sprottið í náttúrunni og myndað DNA og allan pakkann án íhlutunar manna eða guða, svo rækilega að meira að segja þú fellur á hnén, stúrinn á svip og sannfærður. Munt þú þá sjá að þetta stapp þitt og þinna í dag er bara enn eitt dæmið um það hvernig viljinn til að heimurinn falli að trúnni stangast á við vísindin?
Svaraðu þessu nú í rólegheitum áður en þú spyrð mig hvort ég muni sjá hvað ég var klikkaður þegar Guð kemur og flengir mig á bossann.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 27.6.2008 kl. 19:12
Það eru til kenningar um tilurð stjarna og pláneta, eina vandamálið er að það svoldið erfitt að prófa þær.. en þá getur þú ekki heldur prófað kenninguna 'guð gerði það'.
Og hverjir voru það sem börðust gegn því að sólmiðjukenningin yrði kennd og bönnuðu/brenndu bækurnar um hana? Það voru ekki einstaklingar heldur stofnunin kirkjan.
Kirkjan rak líka lengi einu skólana sem voru í boði. Sem er svoldið skemmtilegt því þaðan er upplýsingin upprunin og upplýsingin er forsenda trúfrelsis og trúleysis. Krikjan er því óbeint orsök trúleysis :)
Arnar, 28.6.2008 kl. 12:41
Þetta er einfaldlega hluti af okkar raunveruleika. Þegar menn sífelt tala um hið slæma sem hin kristna trú hefur haft á heiminn og vísindin þá skiptir máli að skoða söguna og athuga hvort það sé satt.
Punkturinn er samt einfaldur, klárt fólk trúði að Guð er til og lagði mikið af mörkum til vísindanna.
Þetta var nú svar við því að ef þú trúir á sköpun þá ertu að berjast fyrir fáfræði og ert á móti vísindum. Guðlausir vísindamenn geta auðvitað líka uppgvötað og ég ætlaði ekki að láta sem svo að þeir gætu ekki líka stundað vísindi og afrekað helling.
Það væri gaman að fá lista og athuga það.
Þessum ánægju stundum fer fjölgandi :)
Hárrétt, hérna eru báðir aðilar standandi á trúar... brúnni. ?
Kirkjan er bara saman safn af einstaklingum og það var ekki út frá Biblíunni sem þeir fengu þessa hugmynd.
Frekar að leti kirkjunnar til að verja sína trú er orsök trúleysis. Ég get ekki séð afhverju "upplýsingin" ætti að orsaka guðleysi. Tek frekar undir Louis Pasteur þegar hann sagði "Science brings men closer to God".
Þarna kemurðu með góðann punkt. Ef þetta myndi gerast þá væru þessi rök ekki lengur gild. Það aftur á móti væru samt helling af öðrum góðum rökum til fyrir tilvist Guðs.
Ég myndi helst vilja setja þetta þannig upp að við erum í vonlausri stöðu. Við vitum öll að við munum deyja og ef Guð er til þá segir samviskan okkur að við erum sek. Mín trú fjallar um hvort að það er von í þessum heimi. Þeir sem telja þá von ekki raunhæfa þeir einfaldlega hafa hana ekki og það er bara sorglegt fyrir þá sem hafa vonina og óska þess að viðkomandi muni ekki glatast.
Mofi, 30.6.2008 kl. 11:37
Þegar fólk fór almennt að menntast og gat tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á rannsóknum á heiminum fór 'guð gerði það' að hljóma minna sannfærandi.
Heldurðu að kannanirnar sem Sigmar og DoctorE hafa verið að benda á varðandi samhengis menntunar og trúariðkunar sé bara bull mófi?
Besta tæki kaþólskukirkjunar til að halda völdum var fáviska, um leið og biblían var gerð aðgengilegri byrjaði kirkjan að missa áhrif á almenning.
Arnar, 1.7.2008 kl. 09:59
Því meira sem maður skoðar hve magnað sköpunarverkið er því meiri ástæðu hefur viðkomandi til að álykta að Guð er höfundurinn. Eins og Pasteur sagði "science brings men closer to God".
Nei, en ég aftur á móti held að ef þú ferð á stofnun sem heldur því fram að þróunarkenningin Darwins sé sönn og sumir kennarar hóta jafnvel að fella hvern þann sem aðhyllist hana ekki að fara í gegnum þannig kerfi mun sannfæra marga að þróunarkenningin er sönn.
Sammála því.
Mofi, 1.7.2008 kl. 10:30
Hey, hvaða pólítíkusasvar var þetta?! :)
Þú svaraðir ekki spurningunni, hún kemur hér aftur:
Ef við gefum okkur, til gamans, að eftir nokkur ár verði búið að sanna það að líf geti sprottið í náttúrunni og myndað DNA og allan pakkann án íhlutunar manna eða guða, svo rækilega að meira að segja þú fellur á hnén, stúrinn á svip og sannfærður. Munt þú þá sjá að þetta stapp þitt og þinna í dag er bara enn eitt dæmið um það hvernig viljinn til að heimurinn falli að trúnni stangast á við vísindin?
Kristinn Theódórsson, 2.7.2008 kl. 13:41
Var það svona gott? :)
Nei :)
Ástæðan er einfaldlega sú að það er ekki hægt að ætlast til þess að maður geri ekki rökréttar ályktanir vegna þess að í framtíðinni gæti meiri þekking breytt stöðunni. Ef þetta myndi gerast þá einfaldlega þýðir það að náttúrulegir ferlar geta búið til líf og það einfaldlega þýðir ekkert meira en það. Það hvorki sannar eða afsannar tilvist Guðs; það aðeins tekur burt mjög sterk rök sem við höfum í dag fyrir tilvist Guðs.
Mofi, 2.7.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.