16.6.2008 | 14:33
Kristni og dýraveiðar
Þegar ein vinkona mín heyrði af þessu máli þá var hún bæði hneyksluð en líka ályktaði að þarna hefðu verið á ferðinni skotglaðir vitleysingjar. Hún ólst upp á svæði þar sem birnir eru algengnir og fólk aðeins með ráðgjöf um hvað það á að gera ef það rekst á björn. En það sem ég hef rekið mig á er að sumir sem vilja kalla sig kristna hafa gaman af því að drepa dýr. Ég fyrir mitt leiti fullyrði að sá sem hefur gaman að því að drepa dýr er ekki endurfæddur af anda Guðs og mun aldrei sjá himnaríki.
Ein aðal lexían sem Guð gaf gyðingum var fórnarkerfið til að útskýra frelsis áformið, þe.a.s. að útskýra krossinn. Ef einhver braut eitthvað af boðorðunum eða lögmálinu eins og stela, ljúga eða þess háttar þá þurfti hann að fórna dýri til að fá fyrirgefningu. Guð var þarna var að kenna að einhver saklaus þyrfti að þjást vegna þeirra glæpa sem viðkomandi hafði gert. Ef viðkomandi aftur á móti hefði haft gaman af því að drepa dýr þá fór sú lexía algjörlega framhjá honum enda viðkomandi orðinn það vondur að dauði og þjáningar annara lifandi vera hafa ekki áhrif á hann. Hjarta hans orðið hræðilega kalt og samviska hans á þessu sviði steinrunnin.
Ísbjörn í æðarvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803232
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eiga þá allir að hætta að drepa dýr og lifa á káli það sem eftir er ? fer ég ekki til himna ef ég borða dýr ?
Það er ekki hægt að fara eftir öllu sem biblían segir. Það er brot gegn Biblíunni að vera hommi eða lesbía, fara þau til helvítis ?
Hulda Birna Vignisdóttir, 16.6.2008 kl. 14:42
Hulda, nei, það er ekki punkturinn. Punkturinn er það að hafa gaman af því að drepa. Ekki að drepa því að við þurfum að borða.
Mofi, 16.6.2008 kl. 14:44
Þorvaldur, ég get vel trúað því að ísbirnir eru hættulegri en skóarbirnir. Að vísu í einhverjum tilfellum Grizzle bear, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Grizzly_bear
Samkvæmt einhverjum eru þeir enn hættulegri en ég hef ekki reynslu af því. Ég hef alveg stigið á flugur og verið vondur við dýr en það breytir því ekki að það er ekki í anda Krists að hafa gaman að því að drepa dýr.
Mofi, 16.6.2008 kl. 14:48
Hvað finnst þér að eigi að gera við þennan björn Halldór?
Sigmar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:55
Vissi að það væru til trúaðir og 'sann' trúaðir samkvæmt mófa en VÁ, nú fækkaði stórlega í hópi 'sann' kristna.
Arnar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:14
Sigmar, góð spurning. Ekki svo auðvelt að finna svar við því. Að drepa hinn björninn hafði slæm áhrif á okkar mannorð á alþjóðlegum vettvengi svo spurning hvers mikils virði það er að bjarga honum og bjarga okkur frá því að líta út eins og heimskir, grimmir villimenn.
Jón Grétar, góðir punktar hjá þér og sammála.
Páll, ástæðan var að lexían sem Guð var að kenna var eyðilögð með fórn Cains. Aftur og aftur í Biblíunni sjáum við að Guð vill ekki fórnir heldur að sitt fólk hegði sér vel.
Mofi, 16.6.2008 kl. 15:16
Og ég er rétt að byrja :)
Mofi, 16.6.2008 kl. 15:17
. Ekki svo auðvelt að finna svar við því. Að drepa hinn björninn hafði slæm áhrif á okkar mannorð á alþjóðlegum vettvengi svo spurning hvers mikils virði það er að bjarga honum og bjarga okkur frá því að líta út eins og heimskir, grimmir villimenn.
Hann er núna bara nokkra metra frá heimilum fólks... finnst þér í lagi að taki sénsinn á því að hann verði til friðs þangað til menn geta komist þangað með deyfilyf og annað sem þarf til að svæfa hann?
Sigmar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:27
Vá... Djísus Kræst maður.. Mofi...Hvað kemur blessaður ísbjörninn á gyðingum og fórnum við?
Loopman, 16.6.2008 kl. 15:31
Loopman, kemur við titli greinarinnar.
Sigmar, ég er alveg sammála þér að líf fólks er meira virði en líf ísbjarnarins en eins og Jón Grétar bendir á þá er hættan nú ekki mikil.
Mofi, 16.6.2008 kl. 15:35
Ég hef nú svosem ekki miklar áhyggjur af fólki sem er lokað inni
En fólk er fífl... ég er semsagt að spá í fíflunum sem munu gera sér leið þangað til að fylgjast með aðgerðum
Sigmar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:38
Mofi.. fara ísbirnir sem drepa menn til himna?
Kári (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:46
Miðað við athyglina bara hérna á blogginu af þessu máli þá er ég ekki að sjá að þessi björn muni ná að komast nálægt þessu fólki án þess að allir viti af því.
Vorum við ekki einu sinni með ísbjörn í "dýragarði" hérna forðum daga? Dáldið slappt að á Íslandi er ekki þokkalegur dýragarður...
Smá um ísbirni af wikipedia:
Miðað við þetta þá eru þeir ekki hættulegir nema þeir eru mjög svangir og eru þá aðeins að reyna að lifa af. Úff... bara pælingar. Finnst þetta bara alveg magnað dýr og þau eru vernduð vegna þess hve fá þau eru svo sorglegt ef þetta dýr verður líka tekið af lífi eins og sá fyrri.
Mofi, 16.6.2008 kl. 15:49
Kári, veit ekkert um afdrif dýra þegar kemur að himnaríki. Trúi því að dýr á hinni nýju jörð verði ekki árásargjörn eða hrædd við fólk.
Mofi, 16.6.2008 kl. 15:51
Ok Mofi... Hvað myndir þú gera í dag.... eða hvað væri innleggið í samtali þínu við hrædda íbúa á Hrauni.... Leyfið birninum að koma inn til ykkar því hans er guðsríki.....
Kári (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:54
Miðað við þetta þá eru þeir ekki hættulegir nema þeir eru mjög svangir og eru þá aðeins að reyna að lifa af
held að það sé óhætt að fullyrða að nokkur hundruð kílóa ísbjörn sem er farinn að éta egg er svangur
Sigmar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:55
Kári, veru ekki með svona rugl útúrsnúninga.
Sammála Jóni Grétari, gefa greyinu eitthvað að borða og við þurfum ekki að deyja úr skelfingu alveg strax.
Mofi, 16.6.2008 kl. 16:11
Mjög athyglisvert.
Ég er veiðimaður af Guðs náð og nýt þess að ganga til veiða. Ég er líka viss um mína himnavist og frelsun.
"Ég fyrir mitt leiti fullyrði að sá sem hefur gaman að því að drepa dýr er ekki endurfæddur af anda Guðs og mun aldrei sjá himnaríki."
En auðvita er full þörf á fólki sem getur fullyrt (dæmt) án þess að dýfa öngli í vatn, að allir veiðimenn fara ekki til himna. Og ég treysti Halldóri vel til að dæma mig og mína félaga til ævarandi dauða og hvort ég sé endurfæddur eða ekki. Ég hugsa til lærisveinanna sem margir voru veiðimenn. Ég velti því fyrir mér hvort veiðimennirnir í hópi lærisveinanna komist ekki til himna vegna þess að þeim þótti gaman í vinnunni...
Hér eru menn að dæma vegna verka og fullyrða bannfæringu...en hvar er náðin? Hvert förum við fyrir náð Jesú?
Síðan er spurning hvor sé sekari sá sem drepur eða sá sem borðar og fordæmir? Auðvita er hræsnarinn alltaf sekur.
Þetta er grundvallarspurning um okkar hlutverk í sköpuninni.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.6.2008 kl. 16:58
Eiríkur, þetta er spurning um að hafa ánægju af dauða annara lífvera. Sá sem hefur ánægju af því getur að mínu mati ekki verið fæddur af anda Guðs og ég útskýri afhverju í greininni.
Finnst Jón Grétar útskýra þaðsem ég var að hugsa um vel.
Mofi, 16.6.2008 kl. 17:29
Samkvæmt Biblíunni mun ríkja friður á milli dýra og manna á hinni nýju jörð. Það hlýtur að tákna að kjöt verður ekki á boðstólum, þar sem það kallar á dýradráp.
Með aukinni jarðyrkju mætti auka hlut grænmetis verulega í mataræði manna á þessari jörð og gera dýraát allt að því óþarft.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 17:43
Það er í lagi að njóta veiða svo lengi að maður borðar sjálfur??? eða Njóta veiðina en hata afleiðingarnar öngulsins...
Annars hver hefur ánægju af dauða? Það hata allir dauðan, en þetta er spurning hver á að lifa!
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 16.6.2008 kl. 18:18
Theódór, við sjáum í steingervingunum að fjölbreytnin var miklu meiri hérna áður fyrr og það passar við sögu Biblíunnar; kjöt át ekki leyft fyrr en eftir flóðið. Fyrst að drepa dýr er eitthvað sem er ekki gert á hinni nýju jörð þá segir það okkur ansi mikið um eðli þess og hvernig það passar ekki við vilja Guðs.
Eiríkur, ég er aðalega að fjalla um að hafa gaman að því að drepa og vera sama um þjáningarnar sem maður veldur.
Mofi, 16.6.2008 kl. 19:12
Theódór, við sjáum í steingervingunum að fjölbreytnin var miklu meiri hérna áður fyrr og það passar við sögu Biblíunnar;
En það hefur náttúrulega ekkert að gera með þá vísindalegu staðreynd að flestar tegundir sem nokkurn tíman hafa verið uppi eru nú dauðar...
kjöt át ekki leyft fyrr en eftir flóðið.
Hvaðan koma beittar tennur o.þ.h.?
Theódór, borðar þú ekki kjöt? Það var líkast til út af auknu hlutfalli kjöts í fæðu forfeðra okkar sem stuðlaði að vexti heilans og þ.a.l. menningar okkar.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:18
Mataræði mitt er ekki til umræðu hér, en ég borða kjöt. Ég er hinsvegar að benda á að með breyttri stefnu í ræktun er hægt að gera kjötát allt að því óþarft.
Það er meginatriði umræðunnar, ekki hvort þeir sem hér eru að tjá sig fengu sér steik með rauðkáli í kvöldmat eða djúpsteiktan fisk.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 19:28
Sama staðreynd orðuð á mismunandi hátt.
Mörg dýr sem borða ekki kjöt hafa beittar tennur. Gott til að borða alls konar hluti fyrir utan kjöt.
Mofi, 17.6.2008 kl. 10:40
Sama staðreynd orðuð á mismunandi hátt.
Það sem ég á við er að þetta sem þú kallar 'aukna fjölbreytni áður fyrr', þ.e.a.s. steingervingar af útdauðum tegundum samræmist fullkomlega við það sem við vitum og skiljum um lífið út frá þróunarkenningunni.
Mörg dýr sem borða ekki kjöt hafa beittar tennur. Gott til að borða alls konar hluti fyrir utan kjöt.
Nú segðum mér þá endilega hvað krókódílar átu hér áður fyrr. Hvað slöngur átu hér áður fyrr með sínum höggtönnum. Hvað eiturnöðrur notuðu eitur sitt fyrir hér áður fyrr. Hvað hákarlar átu hér áður fyrr.
Ertu ekki að deyða lífveru þegar þú leggur plöntu þér til munns?
Sveinn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:06
Þar sem hvað sem þeir borðuðu er eitthvað sem þeir borða ekki lengur þá er engin leið til að vita það...beint. Það er búið að gera tilraunir með t.d. ljón að gefa þeim grænmeti og það hefur virkað vel.
Varðandi plöntur þá voru þær skapaðar til að vera matur.
En nú eru komnar fréttir að búið er að drepa ísbjörn númer tvö. Svakalega skammast ég mín fyrir þessa landa mína. Virkar eins og samansafn af hálfvitum.... ljótt kannski að segja þetta en þetta virkar mjög illa á mig. Virkar allt eins og annað hvort voru þarna á ferðinni algjörlega vanhæft lið eða skotglaðir aumingjar.
Mofi, 17.6.2008 kl. 19:57
Birnan gerði sig líklega til að stinga sér til sunds. Ef hún hefði gert það hefðu menn getað misst sjónar á henni og útilokað að segja til um hvar hana hefði borið að landi næst.
Mannslíf eru meira virði en bjarndýr að dauða komið.
Theódór Norðkvist, 17.6.2008 kl. 23:28
Sammála að mannslíf eru mikilvægari en líf dýra en fannst ansi langsótt að dýr á flótta væri stórhættulegt mönnum.
Mofi, 18.6.2008 kl. 09:15
hvert orð í þessum pistli er heilagur sannleikur Mofi, vel orðaður og ég segi bara takk fyrir
halkatla, 18.6.2008 kl. 10:29
Takk fyrir það Anna
Mofi, 18.6.2008 kl. 10:41
Það sem réði því að ákveðið var að lóga skepnunni áður en hún kæmist á haf út var hættan á því að hún synti í land annars staðar, þar á meðal í þéttbýli.
Það eru grundvallarreglur í öllum björgunaraðgerðum að tryggja öryggi á skilgreindu hættusvæði og jafnframt að halda hættusvæðinu eins litlu og kostur er.
Hefði birnan komist út á haf hefði staðan orðið þessi: Í stað þess að vera með mjög þröngt hættusvæði við lítinn sveitarbæ hefði öll strandlengjan við Skagafjörð verið í hættu, þar með talið Sauðárkrókur og Hofsós. Það hefði verið ábyrgðarleysi að skapa slíkt hættuástand.
Theódór Norðkvist, 18.6.2008 kl. 13:27
Þar sem hvað sem þeir borðuðu er eitthvað sem þeir borða ekki lengur þá er engin leið til að vita það...beint.
Auðvitað ekki, en þú leyfir þér samt að fullyrða að vel tenntur kjaftur krókódíls sem er frábær til að ná í og halda dýri og síðan rífa það í tætlur nýttist honum einu sinni til að éta grænmeti? Að eitur naðra er upphaflega til einhverrra friðsamlegra nota nýtileg?
Það er búið að gera tilraunir með t.d. ljón að gefa þeim grænmeti og það hefur virkað vel.
Ég hef heyrt þetta áður, en aldrei fundið til að lesa sjálfur. Geturðu vinsamlegast bent mér á hvar ég finni þessa rannsókn svo ég geti séð hversu vel hún raunverulega gekk, hversu lengi hún stóð yfir og þess háttar?
Varðandi plöntur þá voru þær skapaðar til að vera matur.
Hvað með eitraðar plöntur??
Sveinn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:57
Var að fá þetta með pósti. Auglýsing frá PETA...
Skoðaði aðeins rökin með helgidómsþjónustuna. Ég átta mig á því að ég er dálítið sein með svör en þetta er í besta falli Guðfræðilegt harðlífi sem þú berð fram.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 3.7.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.