13.6.2008 | 13:51
Þeir sem trúa ekki á tilvist einhyrninga...
Stundum þegar guðleysingjar eru að færa rök fyrir sinni trú að Guð er ekki til þá vísa þeir til þess að þeir trúa heldur ekki að einhyrningar eru til. En ástæðan fyrir því að þeir þurfa að trúa því að einhyrningar eru ekki til er vegna þess að sögur af þannig dýrum eru til svo þeir verða að trúa því að þær sögur eru allar bara bull. Hið sama gildir um tilvist Guðs því að nógu mikið af sögum af tilvist Guðs eru til en guðleysingjar verða að trúa að þær eru allar rangar. Hið sama gildir um sköpunarverkið, þeir verða að útskýra tilvist þess sama hve kjánalegar þær útskýringar eru, aðeins til að afneita tilvist Guðs.
Sú fullyrðing að Guð er ekki til er frekar óskynsamleg því að við erum öll takmörkuð með mjög takmarkaða þekkingu svo að vera algjörlega viss um að Guð er ekki til getur ekki verið gáfuleg afstaða.
Að hafa þá afstöðu að maður veit ekki hvort Guð er til er töluvert gáfulegri að mínu mati. Að trúa að Guð er til er auðvitað gáfulegasta afstaðan :)
Einhyrningur á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er ég sammála þér... maður sem fullyrðir að Guð sé ekki til gerir sjálfan sig að fífli með því að á sama tíma gera grín að þeim trúaða fyrir að segja að Guð sé til..
Báðar fullyrðingar eru í raun jafn kjánalegar því það er aldrei hægt að sanna þetta á annan hvorn veginn...
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:12
Bleikir einhyrningar, það er dæmið sem er tekið.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:20
Og þeir eru nota bene ósýnilegir þessir einhyrningar.
Það er náttúrulega jafn kjánalegt að segja að ósýnilegir bleikir einhyrningar séu til og að segja að þeir séu ekki til því hvorugt er hægt að sanna.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:21
Sigmar, spurning um trú.
Óli Gneisti, well, í mínu dæmi er ég aðeins að tala um einhyrninga. Það er örugglega ekki svo erfitt að mála dýrið bleikt þegar Peta sér ekki til en spurning um hvort það sé þörf á því. Sammála um að ósýnilegar bleikir einhyrningar eru ekki til því þeir brjóta lögmál rökfræðinnar eins og kringlóttar línur og fleira.
Ef þarna er verið að vísa í tilvist Guðs sem er algóður og almáttúgur og þar af leiðandi órökrétt að þannig vera geti verið til þá er það umræða sem væri gaman að taka. C.S.Lewis fjallar vel um það í sinni bók og væri gaman að heyra málefnalega gagnrýni á hana og þá sérstaklega þennan kafla, sjá: C.S. Lewis - Mere Christianity
Mofi, 13.6.2008 kl. 14:29
Það er örugglega ekki svo erfitt að mála dýrið bleikt þegar Peta sér ekki til en spurning um hvort það sé þörf á því.
Er þá ekki líka hægt að klæða Morgan Freeman í hvítan kulf og skrifa "i am god" á ennið á honum og kalla hann Guð
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:32
Hvífan "kufl" á þetta nú að vera
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:34
Það er margt hægt Sigmar...
Mofi, 13.6.2008 kl. 14:35
Þetta var nú samt bara létt grín
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:42
Einhyrnt dádýr er dádýr en ekki einhyrningur, þótt hornið sé á miðju enni.
Arnar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:27
Hvað með að trúa því með algjörri vissu að guð sé til? Hugsaðu dæmið svona: Við trúum álíka mikið á Jave og þú trúir á Seif og Óðinn. Við gerum okkur grein fyrir bókmenntalegri arfleiðinni en gefum lítið fyrir sannleiksgildið.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:35
Mér þótti þetta afskaplega athyglisverð og krúttsleg frétt.
knús
Linda, 13.6.2008 kl. 16:06
Mofi
Býst fastlega við því að þú hafir verið að grínast með síðustu setningunni ;). Því annars værir þú með mótrök gegn sjálfum þér í fyrri málsgrein.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 17:54
Hárrétt! Orðum mínum var samt beint að Mofa. Þar hef ég oft rekið mig á að hlutirnir þurfa að vera í laginu eins og kross til að þeir skiljist.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 02:21
Mjög sammála Mofi!
Jakob (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 11:27
Ég persónulega hef aldrei heyrt á það minnst, enda er stór munur á þessu, tilvist hests (ath ekki dádýr!) með eitt horn er ekkert algerlega út í hött. Þess vegna er einmitt alltaf talað um ósýnilega, bleika einhyrninginn.
Það myndi ef til vill brjóta þessi lögmál rökfræðinnar ef ósýnilegur og bleikur þýddu það sama þegar við tölum um ÓBE og þegar við tölum um aðra hluti. En þegar við tölum um ÓBE þá hafa þessi orð alveg sérstaka merkingu sem gerir það að verkum að þetta er ekki mótsögn.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.6.2008 kl. 13:46
Sammála þessu mofi skemmtileg samlíking
Ég var nú í bloggvinahópnum þínum, nennti ekki þessu bloggi og get því gert eins og ég ætlaði mér aðallega, að skrifa komment.
Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:32
Það er alveg hægt að sanna tilvist bleikra ósýnilegra flóðhesta (eða einhyrninga.. eða hvað það nú var). Ef þú hittir hann á förnum vegi og hann talar við þig, þrátt fyrir að þú sjáir hann ekki, þá gætirðu beðið hann um að koma með þér eitthvert þangað sem aðrir gætu orðið vitni að þessum ósýnilega talandi bleika einhyrning. Við verðum svo bara að treysta honum fyrir því að hann sé í raun bleikur, þó svo að við sjáum hann ekki.
Viðar Freyr Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 06:47
Rannsóknir á lygaþörf barna hafa leitt í ljós að þau börn sem ljúga eru skynsamari en þau sem ekki ljúga. Nátengt þörfinni "to survive". Fellur ágætlaega inn í kenningar Darwins ef ég skil hans boðskap rétt án þess að hafa kynnt mér hann neitt sértaklega.
Að játa trú á einhvern guð, þjappar fólki saman í ákveðna hópa sem gæta hvers annars. Ákveðin samfélagsleg trygging. Skynsamlegt, því verður ekki neitað.
Samt alveg trúfrjáls
Sigurður Rósant, 15.6.2008 kl. 17:39
Fræðilega séð er hægt að sanna að guð sé til og samkvæmt fullyrðingum margra trúaðra meira að segja auðvelt. Það er hins vegar ómögulegt að sanna að guð sé ekki til.
Þýðir það að guðstrú sé gáfulegri en trúleysi? Nei, og um það snýst dæmið um ósýnilega, bleika einhyrninginn.
Sönnunarbyrðin liggur hjá trúuðum, ekki guðleysingjum. Þetta segi ég vegna þess að á meðan trúleysingjar halda því fram að heimurinn er eins og hann er þá halda trúaðir því fram að það sé eitthvað meira. Þetta gildir jafnt um guð, sálina og bleika einhyrninga.
Sá sem heldur því fram að eitthvað sé ekki eins og það lítur út fyrir að vera verður, eðli málsins samkvæmt, að sýna fram á það vilji hann láta taka sig alvarlega.
Sveinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:18
Ágæt tilgáta S.R.
Önnur hugsanleg ástæða, og sú sem R. Dawkins hefur m.a. skrifað um, er að trúarbrögð séu hliðarverkun út frá þeirri hegðun barna að taka 100% mark á sér eldra fólki, t.d. hvað varðar að passa sig á árbökkum og krókódílum.
Sveinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:21
"Fræðilega séð er hægt að sanna að guð sé til og samkvæmt fullyrðingum margra trúaðra meira að segja auðvelt. Það er hins vegar ómögulegt að sanna að guð sé ekki til."
Sannaðu það þá
Óli (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 12:33
Mig grunar þú hafir misskilið inntak þess sem ég sagði Óli
Sveinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:03
Hvernig ákveður maður hvað er goðsögn og hvað er veruleiki? Er það virkilega svo langsótt að sögurnar eiga rætur sínar að rækja til einhvers sem var raunverulegt? Jafnvel þó ekki nema svona afbrigða sem við sjáum hérna?
Það er stór munur á. Í fyrsta lagi er spurning um skapara og í öðru lagi spurning um marga sjónarvotta vitnisburð að mjög merkilegum atburðum og í þriðja lagi uppfylltum spádómum. Það er ekki að ástæðulausu að enginn trúir lengur á Seif, það eru engar ástæður til að trúa á hann; að ég best veit.
Linda, jebb, mér líka :)
Nei, vill svo til að svo er ekki. Taktu t.d. fullyrðinguna að það er ekki til neitt gull í Kína. Til að vita að sú fullyrðing er sönn þá þarftu að vita að það er hvergi neitt gull í neinum steini eða neinu fjalli í Kína. Þú þyrftir að skoða upp í munn hvers einasta kínverja til að vera viss um að hann hafi ekki gullfyllingu til að geta vitað fyrir víst að það er ekkert gull í Kína. En fullyrðingin, það er til gull í Kína þarf ekki svona mikla þekkingu. Þú þarft aðeins að finna eina gullfyllingu í munninum á einum kínverja til að vita að það er gull í Kína. Sama gildir um Guð, þú þarft aðeins eina "sönnun" þess að Guð er til og þá veistu það. Á meðan sá sem fullyrðir að Guð er ekki til þarf að vita að hvergi í alheiminum er Guð að finna eða þá sannanir fyrir því sem viðkomandi hefur ekki rekist á.
Pax, takk fyrir heimsóknina :)
Kannski þeir sem eru betur að sér í umræðunni passa sig á þessu atriði. Annað í þessu er að "unicorn" eða einhyrningur þarf ekkert að vera hestur með eitt horn. Við vitum ekki endilega akkurat hvers konar dýr einhverjir í fortíðinni ákváðu að kalla einhyrning.
Gætu þá ÓBE verið til? Ég hélt að punkturinn væri að þeir gætu ekki verið til vegna þess að tilvist þeirra er órökrétt eins og kringlóttir ferhyrningar.
Takk fyrir það! Að vera með blogg síðu er ekki fyrir alla. Ég t.d. hafði smá áhyggjur af því að vera ekki að sinna því núna um helgina því það gæti fyllst af allskonar rugli. Skil vel þá sem nenna ekki að hafa þannig hangandi yfir sér. En endilega vertu duglegur að kommenta!
Þannig að þannig vitnisburður gæti talist sem sönnun?
Svakalega gaman að heyra að það að ljúga passi vel við hugmyndir Darwins. Já, að lifa af "no matter what" er það sem ég les úr hugmyndum Darwins.
Mofi, 16.6.2008 kl. 13:31
Svakalega gaman að heyra að það að ljúga passi vel við hugmyndir Darwins. Já, að lifa af "no matter what" er það sem ég les úr hugmyndum Darwins.
Ég legg til að þú lesir og reynir að svara því sem Zaraþústra segir um þetta í blogginu þínu um kínverksa kennarann.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:37
og já svo þarf ég greinilega að minna þig á að Rósant sagði Fellur ágætlaega inn í kenningar Darwins ef ég skil hans boðskap rétt án þess að hafa kynnt mér hann neitt sértaklega.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:39
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:38
Mofi, 16.6.2008 kl. 14:42
Nú goðafræði forn-Grikkja auðvitað. Hvaða heimildir eru fyrir því að guð skapaði heiminn? Nú, goðafræði kristinna (og gyðinga og múslima) auðvitað
Sveinn (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:49
Nú, er ekki nóg orð Seifs að hann sé valdur að eldingum með þrumufleyg sínum? Þetta er bara spurning um að skoða sönnunargögnin í kringum sig og draga eigin ályktanir út frá rökunum.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:17
Sveinn, hvaða vitnisburð höfum við og afhverju er hann traustvekjandi?
Jóhannes, hvaða orð Seifs og afhverju að trúa að þau eru virkilega hans orð? Hvaða sannanir réttlæta þessar ályktanir?
Mofi, 17.6.2008 kl. 10:44
Ætlarðu að halda því fram að það séu meiri sannanir fyrir sköpunarsögu bíblíunnar en hlutverki Seifs við myndun eldinga?
Sveiinn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 16:50
Það eru meiri sannanir fyrir sköpun en fyrir Seifi. Akkurat sköpunarsagan er flóknara dæmi en ég tel vera helling af sönnunum fyrir henni
Mofi, 17.6.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.