Miskunsami samverjinn - dauður og grafinn? Ekki fyrir viðkvæma

0605hitrunSíðasta föstudag þá gerðist það að það var keyrt á gamlann mann í Bandarískum bæ sem heitir Hartford. Eins sorglegt og það er að svona ofbeldisverk gerast á hverjum degi, ef ekki á hverjum klukkutíma eða þess vegna hverri mínútu. En í þetta skiptið náðist atvikið á video. Það sem er óhugnanlegt hérna er að gangandi vegfarendur hlaupa ekki til hjálpar heldur láta manninn liggja hjálparlausann á götunni og aðrir bílar keyra bara framhjá.

Hérna er fréttin: 

http://www.newsday.com/news/nationworld/nation/wire/sns-ap-ignored-hit-and-run,0,3788927.story

Svona hegðun er svo sem ekkert ný; í Nýja Testamentinu þá finnum við sögu þar sem lögvitringur spyr Jesú hvað maður þarf að gera til að öðlast eilíft líf en Jesú bendir honum á lögmálið og spyr hann hvað hann lesi úr lögmálinu. Lögvitringurinn segir að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig og Jesú segir að það sé rétt en þá spyr maðurinn hver er náungi hans. Þá segir Jesú honum merkilega sögu af miskunsama samverjanum sem við finnum í Lúkasarguðspjalli kafla 10.

Lúkasarguðspjall 10
180px-Rembrandt_Harmensz._van_Rijn_03325Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista Jesú og mælti: „Meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
26Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?“
27Hann svaraði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“
28Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Ger þú þetta og þú munt lifa.“
29En lögvitringurinn vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: „Hver er þá náungi minn?“
30Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. 31Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. 32Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. 33En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, 34gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. 35Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.
36Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“
37Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.“
Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama.“ 

Það sem er mjög eftirtektarvert er að gyðingar litu á að þeir hefðu eilíft líf bara af því að þeir voru afkomendur Abrahams en hérna lætur Jesú einhvern sem er heiðingi í þeirra augum vera þann sem erfir eilíft líf en ekki presta og Levíta sem allir voru vissir um að ef einhverjir kæmust til himna þá væru það þeir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kristnasta land í heimi Mofi; 2 + 2 = 4

DoctorE (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 10:01

2 identicon

Trú er það sem þú gerir ekki það sem þú ert...

Svo er hægt að ganga út frá því sem vísu að nánast allir sem þarna gera ekki neitt séu kristnir - eða segist allavega vera það...

Sigmar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 10:23

3 identicon

svona ofbeldisverk gerast á hverjum degi

Ofbeldis verk?  Gaurinn kann ekki að labba yfir götu.  Fyrri bíllinn svegir frá og sá sem kemur á eftir klessir á kallinn.  Það kallast slys.

Annars er þetta alþekkt vandamál í BNA, landi lögfræðingana, að fólk sem veldur slysum tekur frekar áhættu með því að stinga af heldur en að vera kært og þurfa borga miljónir í skaðabætur.  Það hefur líka komið fyrir að fólk sem var að reyna að hjálpa til hefur verið kært og þurft að borga miljónir í skaðabætur.

Arnar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:02

4 identicon

Mikið rétt Arnar

fólk í BNA hefur orðið öreigar af því einu að reyna að hjálpa fólki

Sigmar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:21

5 identicon

Góð áminning Mofi

Jakob (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Mama G

Ég held að fólk sé bara hrætt, þess vegna hjálpar það ekki. Hver hefur ekki heyrt sögur af fólki sem hélt sig vera að fara að hjálpa einhverjum í neyð og reyndist það þá vera gildra fyrir ofbeldisverk eða rán?

Maður hringir bara í neyðarlínuna og lætur þá um svona mál

Mama G, 6.6.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: Mofi

Sigmar
Svo er hægt að ganga út frá því sem vísu að nánast allir sem þarna gera ekki neitt séu kristnir - eða segist allavega vera það...

Hvað sem þeir eru þá er þeim greinilega ekkert voðalega annt um náungann. Í dæmisögunni um samverjann þá eru það þeir sem settu sig fram sem trúuðustu og helgustu sem gengu fram hjá manninum sem var rændur.

Arnar
Ofbeldis verk?  Gaurinn kann ekki að labba yfir götu.  Fyrri bíllinn svegir frá og sá sem kemur á eftir klessir á kallinn.  Það kallast slys.

Vonandi ert þú ekki með bílpróf.

Arnar
Annars er þetta alþekkt vandamál í BNA, landi lögfræðingana, að fólk sem veldur slysum tekur frekar áhættu með því að stinga af heldur en að vera kært og þurfa borga miljónir í skaðabætur.  Það hefur líka komið fyrir að fólk sem var að reyna að hjálpa til hefur verið kært og þurft að borga miljónir í skaðabætur.

Það er góður punktur og getur látið marga hugsa sig um tvisvar áður en þeir hjálpa manni í neyð. En þarna kemur líka inn á mikilvægt atriði, peningar eða hjálpa annari manneskju í neyð og menn velja peninga. Sýnir bara enn frekar mjög svo ókærleiksríkt samfélag.  Kunningi minn er frá Indlandi og hann segir að svona myndi gerast þar. Þar er ekki mikið um að fólk sýnir þeim sem eru í neyð hjálparhönd, að fólk myndi bara ganga fram hjá slösuðu fólki.

Mama G
Ég held að fólk sé bara hrætt, þess vegna hjálpar það ekki. Hver hefur ekki heyrt sögur af fólki sem hélt sig vera að fara að hjálpa einhverjum í neyð og reyndist það þá vera gildra fyrir ofbeldisverk eða rán?

Maður hringir bara í neyðarlínuna og lætur þá um svona mál

En sýnir það ekki mikinn skort á náunga kærleika? Á maður aðeins að hjálpa öðrum ef maður telur að það sé öruggt og skaði sjálfan sig ekki á neinn hátt?

Mofi, 7.6.2008 kl. 09:13

8 Smámynd: Mofi

Takk Pax :)

Mofi, 7.6.2008 kl. 09:13

9 Smámynd: Mama G

Persónulega finnst mér það ekki skortur á náungakærleik að huga að eigin öryggi í hvaða aðstæðum sem er. Maður gerir lítið gagn ef maður lendir sjálfur í því að slasast eða drepast þegar maður er að reyna að veita fyrstu hjálp. Einnig er ekki skemmtilegt að fá einhverja smitsjúkdóma að launum fyrir að hjálpa öðrum. Það er fjallað sérstaklega um þetta á skyndihjálparnámskeiðum í dag - eigið öryggi á slysstað.

Skortur á náungakærleik væri að hringja ekki á neyðarlínuna af því að maður væri að spara símreikninginn.

Mama G, 9.6.2008 kl. 09:14

10 Smámynd: Mofi

Prófaðu þá að ímynda þér að þetta gerist á Laugarveginum og það er keyrt yfir móður þína og enginn hleypur til að hjálpa henni þar sem hún liggur í götunni heldur í besta falli hringir í sjúkrabíl sem tekur leikandi 10-15 mínútur að koma og þann tíma bíður móðir þín í götunni. 

Mofi, 9.6.2008 kl. 09:21

11 Smámynd: Mama G

Mofi minn, það myndi sennilega bara vekja upp sömu tilfinningar hjá mér eins og þegar það henti systur hennar mömmu og þegar það henti frænda minn að lenda í bílslysum sem tók langan tíma til að fá einhvern til að vilja skipta sér eitthvað að og sýna aðstoð, í bæði skiptin. Svona er bara lífið, lítið við því að gera annað en að auka fræðslu um það hvernig eigi að bregaðst við slysum.

Það er nefninlega ekki hægt að álasa fólk fyrir að vera hrætt Mofi. Fæstir kunna skyndihjálp og vita hreinlega ekki hvernig á að bregðast við. Þess vegna gerir fólk ekkert í þessu.

Mama G, 9.6.2008 kl. 09:48

12 Smámynd: Mofi

Það er kannski ekki mikið við því að gera en við erum vonandi sammála um að athuga hvort það er í lagi með viðkomandi og reyna að hjálpa er hið rétta og góða, er það ekki?

Ef ég sæi einhvern liggjandi í blóði sínu þá myndi ég vonandi hafa þor til að fara til hans og hugga og láta vita að hjálp er á leiðinni eða hvað annað sem ég gæti gert. Það er alveg rétt að kannski myndi maður vera of hræddur til að gera eitthvað en hugleysi hefur aldrei verið talin dyggð, hvort sem maður skilur hana eða ekki. 

Mofi, 9.6.2008 kl. 09:53

13 Smámynd: Mama G

Alveg sammála þér með það Mofi

Mama G, 9.6.2008 kl. 10:00

14 identicon

Vonandi ert þú ekki með bílpróf.

Hey, bara að lýsa því sem gerist, það var ekki keyrt á gaurinn viljandi.  Þetta var slys.  Bíllinn sem kemur á eftir á engan séns á að sjá kallinn fyrr en sá fremri svegir frá, og þá er það of seint.

Og eitt af því fáa sem ég man síðan í umferðaskóla í 7 ára bekk var að maður á að horfa til beggja hliða og labba beint (styðstu leið) yfir götu.  Þessi gamli hefur greinilega misst af þeim tíma..

Sýnir bara enn frekar mjög svo ókærleiksríkt samfélag.

Og.. var það ekki þú sem sagðir að 90% íbúa BNA væru krisnir? :)

Arnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:58

15 Smámynd: Mofi

Arnar
Hey, bara að lýsa því sem gerist, það var ekki keyrt á gaurinn viljandi.  Þetta var slys.  Bíllinn sem kemur á eftir á engan séns á að sjá kallinn fyrr en sá fremri svegir frá, og þá er það of seint.

Sástu ekki að bílarnir báðir voru að keyra of hratt og fóru yfir á rangann vegar helming?

Arnar
Og eitt af því fáa sem ég man síðan í umferðaskóla í 7 ára bekk var að maður á að horfa til beggja hliða og labba beint (styðstu leið) yfir götu.  Þessi gamli hefur greinilega misst af þeim tíma..

Horfðu aðeins betur á videóið...

Arnar
Og.. var það ekki þú sem sagðir að 90% íbúa BNA væru krisnir? :)

Það er engin trygging fyrir kærleika til annara eða eilífs lífs. Eitt af aðal efnum dæmisagna Krists fjallaði um sanna kristna menn og hina fölsku. Það er nefnilega munur á því að trúa og síðan því að vera endurfæddur.

Mofi, 9.6.2008 kl. 12:34

16 identicon

Svo.. 90% íbúa bna eru kristnir.. en bara x% eru sann kristnir?

Hvað er x stórt.. 1.. 2.. 3% ?

Arnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:51

17 identicon

Ahhh... leikur með tölfræði - galdurinn við tölfræði er sá að sértu nógu sniðugur þá vinnur þú alltaf

Sigmar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:58

18 identicon

Horfði aftur og tók þá eftir því að bílarnir fóru yfir á öfugan vegarhelming.  Tók ekki eftir því fyrst.

Fyrri bíllinn svegir samt frá og sá aftari hefur sennilega ekki séð kallinn.  Slys en ekki ofbeldis verk, að mínu áliti, en það skiptir kannski ekki miklu þar sem það var; 1. keyrt á kallinn, 2. stungið af, og 3. engin kom að hjálpa fyrr en löngu seinna.

Arnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:01

19 Smámynd: Mofi

Arnar
Svo.. 90% íbúa bna eru kristnir.. en bara x% eru sann kristnir?

Hvað er x stórt.. 1.. 2.. 3% ?

Útilokað að vita.

Sigmar
Ahhh... leikur með tölfræði - galdurinn við tölfræði er sá að sértu nógu sniðugur þá vinnur þú alltaf

Maður hlýtur að geta séð eitthvað úr tölfræðinni; gallinn er bara að 46,5% af allri tölfræði er búin til á staðnum... :)

Arnar
Fyrri bíllinn svegir samt frá og sá aftari hefur sennilega ekki séð kallinn.  Slys en ekki ofbeldis verk, að mínu áliti, en það skiptir kannski ekki miklu þar sem það var; 1. keyrt á kallinn, 2. stungið af, og 3. engin kom að hjálpa fyrr en löngu seinna.

Sammála að þarna virðist ekki vera fyrirfram ákveðið morð að ræða. Glæfralegann akstur og síðan virðist seinni bíllinn ekki reyna mikið að forðast að keyra á manninn en að öllum líkindum vildi sá einstaklingur ekki keyra á hann.  Slys en það sem maður myndi kalla vítavert slys. 

Mofi, 9.6.2008 kl. 13:43

20 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Og svo má bæta því við Mófi að fólk trúir í 97,85% tilfella staðhæfingum frekar ef þær innihalda tölfræðiupplýsingar.  :)

Geir Guðbrandsson, 11.6.2008 kl. 10:05

21 Smámynd: Mofi

Geir
Og svo má bæta því við Mófi að fólk trúir í 97,85% tilfella staðhæfingum frekar ef þær innihalda tölfræðiupplýsingar.  :)
Kemur inn á góðann punkt, hvað er það sem gerir það að verkum að maður trúir því sem maður heyrir?  Ég get ekki neitað því að ef fullyrðing inniheldur tölfræði þá virkar hún trúverðugri...  

Mofi, 11.6.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband