Um hjálparstarf ADRA í Búrma

Stutt samantekt yfir hjálparstarf ADRA í Búrma en það eru ekki svo margar hjálparstofnanir sem hafa náð að starfa á þessu svæði. Hérna er hægt að styrkja þetta starf, sjá: Myanmar Cyclone Fund

  

12295Grein: ADRA í Myanmar

 
Eins og alþjóð veit fór fellibylurinn yfir Myanmar (Búrma) 2.-3. maí. Hann og fljóðbylgjur sem fylgdu skyldu landið og sérstaklega láglendustu svæði landsins eftir í rústum einum. Þúsundir manna létust og tala þeirra hækkar dag frá degi og þúsunda er enn saknað.
 
Hjálparstarf aðventista, ADRA er eitt af fáum hjálparstofnum sem er nú þegar við störf í Myanmar ADRA hefur verið mikilvægur hlekkur í neyðaraðstoðinni í Búrma og hjálpaða eftirlifendum með matvælum, vatni, vatnshreinsitöflum, lyfjum, efni til að búa til skjól, tjöldum og fleira. Neyðaraðstoð ADRA vegna fellibylsins og fljóðbylgju sem fylgdi í kjölfarið hófst aðeins nokkrum tímum eftir að stominum lægði.
 
ADRA hefur verið við störf í Irrawaddy Delta svæðinu sem verst var úti í fellbylnum 2.-3. maí. Þar hafa starfmenn ADRA verði að vinna við þróunaraðstoð og uppbyggingu eftir fljóðbylgjurnar í Asíu í desember 2004. Þeir voru því á staðnum þegar að fellibylurinn skall yfir og fljóðbylgjan kom á land. Nokkrir þeirra björguðust naumlega úr hamförunum og fóru strax er stormurinn lyngdi að dreifa matvælum og aðstoða fólk. Þá björguðu brýr sem ADRA hefur verið að reisa að undanförnu á þessu svæði alls 885 manns sem leituðu sér skjól upp á þeim. Brýrnar standa nefnilega svo hátt á láglendu svæðinu að fólkið lifði af flóðbylgjurnar og flóðin sem á eftir fylgdu.
 
Á Irrawaddy Delta svæðinu fór 12 feta flóðbylgja yfir í kjölfar fellibylsins og gríðarlegt manntjón varð. Í einum bæjanna á svæðinu þar sem bjuggu 4000 manns eru nú aðeins 400 á lífi. Óveðrið stóð í 10 tíma og áætlað er að í sumum þorpum sem verst urðu úti standi aðeins 5% heimila. ADRA er annað af tveim hjálparsamtökum sem starfa nú á þessu svæði og er eina hjálparstarfið sem sér um neyðaraðstoð í mörgum þorpum og bæjum.
 
Starfsmenn ADRA voru t. d. þeir fyrstu til að komast út í hina einangruðu Pyinsalu eyja og í samvinnu við ríkisstjórn Myanmar og Sameinuðu þjóðann hafa ADRA verið beðið um að aðstoða um 30. 000 manns á því svæði. "Þetta er eitt erfiðasta svæðið, alla vegana í Labutta, og jafnvel á öllu hamfarasvæðinu" segir Mark Castellino, sá er stýrir neyðaraðstoð ADRA í Myanmar.
 
Neyðaraðstoðin sem ADRA veitir nú og hefur verið að veita í Myanmar í maí hefur náð til hundruð þúsunda einstaklinga. Hér eru nokkur dæmi um það sem ADRA er að gera í Myanmar:
 
- Í samvinnu við World Food Programme hefur ADRA nú þegar dreift 25 tonnum og sérstöku orkukexi til 50.000 manns í Labutta.
- Þar af auki hefur 45 tonnum af hrísgrjónum verið útbýtt í 14 mismunandi neyðarbúðum þar sem um 20.000 manns halda sig á Labutta svæðinu.
- Í samstarfi við World Emergeny Relief er verið að senda til landsins 30.000 skammta af sýklalyfjum og öðrum nauðsynlegum lyfjum.
- Í samstarfið við Heart to Heart International er svo von á fleiri nauðsynlegum hlutum fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að hjálpa þeim að bjarga fólki með sýkingar, fólki sem er alvarlega vökvatapi, og einnig krem, sárabindi og hanskar, svo eitthvað sé nefnt.
- ADRA hefur fengið í hendurnar vatnshreinsikerfi sem sér um 46.000 manns fyrir hreinu vatni daglega og er búið að fá 3 minni vatnshreinsikerfi sem hvert um sig munu sjá 2000 manns fyrir vatni dag hvern og auk þess 1.000.000 vatnshreinsitöflum. Þessi vatnshreinsi tæki og töflur voru fjáraflaðar af Global Medic og Muslim Aid og vera notaðar í Labutta á svæði þar sem íbúar geta nú aðeins sótt sér vatn í 15 ekra tjörn.
- Í bænum Myanungmya hefur ADRA ásamt World Wision og Metta dreift 10.000 þúsund teppum, fatnaði og lyfjum í 28 neyðarbúðum.
- ADRA hefur einnig dreift 10.000 settum af diskum, bollum og skeiðum og áhöldum til að elda hrísgrjón.
 
Stormurinn tók fjölda mannslífa, tölur eru enn á reiki en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu þann 13. maí að milli 63.000-101.000 manns hefðu látist, um 220.000 manns væri saknað og 1,5 milljónir fólks væri heimilislaust. Þetta fólk er flest allslaust og erfitt er að nálgast drykkjarvatn og matvæli.
 
Starf ADRA er gríðarlega þýðingarmikið og þú hefur tækifæri til að leggja þitt að mörkum. Hægt er að styrkja neyðaraðstoð ADRA í Myanmar og Kína á vef samtakanna www.adra.org

 


mbl.is Hjálparstarfið tekur nokkur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband