Blóðskömm og óeðli?

DoctorE benti á síðu sem gagnrýnir Biblíuna. Ætla að svara þessari síðu sem Doctorinn bendir á. Hérna er færsla DoctorE, sjá: Blóðskömm & annað óeðli: Topp 6 í biblíunni

 

TheDeathOfAbelCain and his Wife

Já, það er ekki hægt að neita því að fyrstu mennirnir giftust systrum sínum. Hver er það aftur á móti sem segir að það sé rangt?  Í Biblíunni þá er það Móse sem kemur fyrst með þessa reglu að þetta megi ekki. Í dag þá er þetta skaðlegt því að skaðlegar stökkbreytingar eru líklegri til að erfðast til barnanna. Ef Guð aftur á móti ákvað að þetta væri í lagi í upphafi þá á hvaða grundvelli ætlar einhver að segja að þetta er rangt?

Lot and his Daughter

Þarna eru það dætur Lots sem að gera þetta. Biblían segir frá atburðum sem eru ekki alltaf til eftirbreytni. Eitt af því sem gerir Biblíuna trúverðuga er að hún er ekki að fela glæpi fólks Guðs heldur sýnir það fólk eins og það var. Svo hérna er aðeins saga af einhverju sem gerðist en ekki einhverju sem var til eftirbreytni.

Amram and Jochabed

Aftur hið sama, fólk gerir eitthvað sem er ekki til eftirbreytni og Biblían er ekki að fela það.

Amnon and Thamar

Já, Biblían talar um syndir fólks til forna og oftar en ekki til þess að sýna afleiðingar þeirra. 

Veit ekki alveg tilganginn með þessari færslu DoctorE og síðunnar sem hann vitnar í. Kannski bara einn stór misskilningur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

hmm, alltaf þegar einhver virðist benda þér á vitleysuna í biblíunni verndaru það alltaf með óskýrum rökum sem eiga sér enga stoð, sbr það að í bíblíunni stendur að það sé "abomination" að borða rækju, og þú útskýrðir það eitthvað á þá leið að á þessum tíma hafi verið hættulegt að borða rækju og eigi ekki við í dag, en samt , seinna í sama kafla stendur að það sé afskræming að leggjast með öðrum manni en það er enn gott og gilt í dag?

 Hvernig réttlætiru það?

Davíð S. Sigurðsson, 27.5.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Moffi.

Miðað við hvað þú telur sköpunarsögur GT nákvæma lýsingu á hvað í raun og veru gerðist fyrir ca 6000 árum í aldingarðinum Eden, þá er hvergi greint frá því að Adam eða Eva hafi eignastneinar dætur. Þess er hins vegar getið sérstaklega að Eva eignaðist annað afkvæmi eftir Kain og Abel og það var Set. - Talað er um að "Synir Guðs" hafi gifst "dætrum manna" sem ekki eru þá af sama meiði og þeir sjálfir sem enn bendir til að hafi verið til eitthvað af kvennmönnum í heiminum, voru þær ekki dætur Guðs eins og synir Adams voru "synir Guðs".

Málið verður æ erfiðara eftir Nóaflóð því þá eignast synir Nóa og afkomendur hans, aðeins karlmenn. Hvergi getið um einn einasta kvennmann en langur listi af karlkyns afkomendum. Miðað við að þú forðast trú á allt sem ekki er að finna heimildir um í Biblíunni, er ekki hægt að draga aðra ályktun en að karlmenn ahfi eikki bara orðið margra alda gamlir heldur gátu þeir syni sína með hver öðrum. - Og þá erum við komnir út á hálan völl þar sem þeir voru greinilega samkynhneygðir og áttu ekki annars úrkosta.

Ég furða mig á því að þú reynir að réttlæta sifjaspell sem bæði í vanþróuðustu jafnt sem lengra komnum samfélögum manna, hefur æ verið litið á sem ómennnskt fyrirbæri. (Það voru aðeins Guðir og synir Guða sem eðluðu sig með systur sínum og mæðrum til að blanda ekki guðlegu holdi saman við hið mennska) Kannski að sköpunarsagan hafi tekið lit af þessum Egypsku konunga-siðum og komið upp með þennann ólíkinda kokteil sem þú trúir svo bókstaflega á. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 19:26

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...þá er hvergi greint frá því að Adam eða Eva hafi eignastneinar dætur.

1Mós 5:4:

Og dagar Adams, eftir að hann gat Set, voru átta hundruð ár, og hann gat sonu og dætur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.5.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nú?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.5.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú hárrétt Hjalti Rúnar. Voru þessar dætur Adams "mannanna dætur"? Og ef svo var, hverjir voru þá þessir synir Guðs?

En allt það skiptir ekki máli því það byrjar allt ballið upp á nýtt eftir flóð og þá er ekki getið um að kvennamenn séu getnir lengi vel.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 01:58

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Andrés; Moffi ritar; "Ef Guð aftur á móti ákvað að þetta væri í lagi í upphafi þá á hvaða grundvelli ætlar einhver að segja að þetta er rangt?"

Mér fannst eitthvað réttlætigarbragð af þessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 02:06

7 Smámynd: Mofi

...,
hmm, alltaf þegar einhver virðist benda þér á vitleysuna í biblíunni verndaru það alltaf með óskýrum rökum sem eiga sér enga stoð, sbr það að í bíblíunni stendur að það sé "abomination" að borða rækju, og þú útskýrðir það eitthvað á þá leið að á þessum tíma hafi verið hættulegt að borða rækju og eigi ekki við í dag, en samt , seinna í sama kafla stendur að það sé afskræming að leggjast með öðrum manni en það er enn gott og gilt í dag?

 Við höfum betra hreinlæti í dag sem gerir margskonar mat sem var hættulegur á þessum tíma "skárri". Matur eins og svín og rækjur er að mínu mati ekki ákjósanlegur matur og ég myndi ekki borða þannig mat. Sömuleiðis til ég ekki að Biblían hefur lagt af þessi ráð varðandi mataræði.

Svanur
Talað er um að "Synir Guðs" hafi gifst "dætrum manna" sem ekki eru þá af sama meiði og þeir sjálfir sem enn bendir til að hafi verið til eitthvað af kvennmönnum í heiminum, voru þær ekki dætur Guðs eins og synir Adams voru "synir Guðs".

Ég held að maður getur aðeins gískað í þessum efnum. Sumir vilja meina að þarna voru á ferðinni englar en ég er alveg ósammála því.  Þeir sem eru kallaðir synir Guðs eru oftar en ekki aðeins fólk eða menn sem fylgja Guði og kannski er þarna verið að gefa til kynna að þessar konur voru ekki fylgjendur Guðs en... bara ágískun.

Svanur
Málið verður æ erfiðara eftir Nóaflóð því þá eignast synir Nóa og afkomendur hans, aðeins karlmenn. Hvergi getið um einn einasta kvennmann en langur listi af karlkyns afkomendum

Ættartölurnar þjóna ákveðnum tilgangi og hann er ekki til að láta okkur vita um alla þá sem fæddust á þessum tíma. Þannig að það er að mínu mati alveg á hreinu að dætur voru að fæðast þarna en alveg eins og margir synir voru ekki taldir upp þá voru margar dætur ekki taldar upp.

Svanur
Ég furða mig á því að þú reynir að réttlæta sifjaspell sem bæði í vanþróuðustu jafnt sem lengra komnum samfélögum manna, hefur æ verið litið á sem ómennnskt fyrirbæri. (Það voru aðeins Guðir og synir Guða sem eðluðu sig með systur sínum og mæðrum til að blanda ekki guðlegu holdi saman við hið mennska) Kannski að sköpunarsagan hafi tekið lit af þessum Egypsku konunga-siðum og komið upp með þennann ólíkinda kokteil sem þú trúir svo bókstaflega á

En hver eiginlega hefur rétt til að dæma að um eitthvað rangt er að ræða? Hvaðan koma lögin um að þetta er rangt?   Ég er ekki frá því að guðasögur grikkja og rómverja og fleiri hafi verið sögur af fyrsta fólkinu sem var yfirburðar fólk og lifði lengur en fólk gerir núna. Þá kemur heldur ekki á óvart að í þeim sögum þá giftust systur bræðrum sínum því að þær sögur eru þá byggðar að hluta til á raunverulegu fólki... bara hugmynd.

Andrés
Svanur, ég sé ekki að Mofi sé að reyna að réttlæta sifjaspell, heldur er hann að segja það að Biblían er ekki endilega að samþykkja þessi tilvik þó hún greini frá þeim.

Akkurat... að vísu þá trúi ég að fyrstu "hjónaböndin" urðu að vera systkyni. En aftur á móti þá er þarna dæmi listað þar sem kona vill ekki vera með bróður sínum vegna þess að það sé ekki í lagi en hann nauðgar henni.  Það væri frekar lítið varið í Biblíuna ef hún sópaði öllu því vonda sem fólk gerði undir teppið og gerði lítið annað en að fegra alla þá sem Biblían fjallar um. 

Svanur
Andrés; Moffi ritar; "Ef Guð aftur á móti ákvað að þetta væri í lagi í upphafi þá á hvaða grundvelli ætlar einhver að segja að þetta er rangt?"

Mér fannst eitthvað réttlætigarbragð af þessu.

Hver ákveður hvað "réttlæti" er?

Andrés
Hjalti, ekkert illa meint. Bjóst bara ekki við að sjá Vantrúarmann koma Mofa til varnar :P

Hjalti er vanur að koma á óvart, hmmm  hljómar eins og mótsögn  :)

Mofi, 28.5.2008 kl. 09:19

8 identicon

Mosés sagði að það ætti ekki að borða svínakjöt, trúlega vegna þess að það er hættulegt sé ekki rétt með það farið - það á því ekki við í dag, nú vitum við betur

Rækjur þóttu hættulegar, trúlega af svipaðri ástæðu og með svínakjötið - það á ekki við í dag

Konur voru sagðar skítugar eftir barnsburð.... margir kristnir hafa talað þar um erfðasyndina, en líklega vissi móses sem var að þær voru í mikilli sýkingarhættu, því voru þær sagðar skítugar - vegna þess að enginn hefði trúað því að til væru litlar ósýnilegar verur sem gætu valdið veikindum   - í dag vitum við betur og því á það ekki við

Það sama á við um samkynhneigða, kynlíf samkynhneigðra karlmanna er viðkvæmara fyrir sýkingum en gagnkynhneigt kynlíf - með nýrri þekkingu er hægt að útiloka þessa auknu hættu og því á það ekki lengur við

ekki hefði þýtt að reyna útskýra þróun mannsins með því að segja hann vera kominn af öpum, sá sem hefði haldið því fram hefði verið hengfur eða þaðan af verra, því er búin til myndræn lýsing á tilurð hans og hvernig han öðlaðist skilning umfram önnur "dýr"

Ekki hefði heldur þýtt að útskýra tilurð jarðar, stjarna og heimsins alls og því var einnig búin til myndræn lýsing þar um.... ótrúlega nákvæm lýsing viti maður sannleikann og beri saman, engu að síður myndræn lýsing búin til með þess tíma bronsaldarfólk í  huga   -  það á ekki við í dag, við vitum betur og því óþarfi eins og með rækjurnar, svínakjötið, óhreinu konurnar og fleira að taka einungis mark á því sem í biblíunni stendur - hún er eins og áður hefur verið bent á, skrifuð með þess tíma fólk í huga  -  ekki okkur núna þúsundum ára síðar

Ég vona að þú fattir hvert ég er að fara með þessu

Sigmar (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:59

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mofi reit;

Ég held að maður getur aðeins gískað í þessum efnum. Sumir vilja meina að þarna voru á ferðinni englar en ég er alveg ósammála því.  Þeir sem eru kallaðir synir Guðs eru oftar en ekki aðeins fólk eða menn sem fylgja Guði og kannski er þarna verið að gefa til kynna að þessar konur voru ekki fylgjendur Guðs en... bara ágískun.

HVAÐAN kom þetta fólk Mofi?

Mofi reit;

Ættartölurnar þjóna ákveðnum tilgangi og hann er ekki til að láta okkur vita um alla þá sem fæddust á þessum tíma. Þannig að það er að mínu mati alveg á hreinu að dætur voru að fæðast þarna en alveg eins og margir synir voru ekki taldir upp þá voru margar dætur ekki taldar upp.

Þú lítur þá ekki á ritninguna sem niðjatal sem er sannleikanum samkvæmt. Einhverju er sem sagt sleppt. Hver er tilgangurinn með niðjatali sem þessu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ó Mofi, ég hef ákaflega gaman að blogginu þínu og þér, ekki misskilja athugasemdirnar hjá mér sem að ég sé að reyna að klekkja á þér, hef einungis ákaflega gaman að rökræða um svona hluti ;)

Davíð S. Sigurðsson, 28.5.2008 kl. 18:07

11 Smámynd: Jóhann Helgason

 Sæll Mofi Já með gamla testamentið sérstaklega með Adam og Evu og brotför  þeirra úr aldingarðinum og þetta ruglingslega með það eru  tvær sköpunar sögur í biblíunni það staðreynd afhverju eru þær tvær ?  .  Þetta er fríkað autvita var fult af öðru fólki þarna líka þega adam og Eva voru komin út úr eden.

fyrsta kona Adams Lilith hvað er málið með hana ? Hún  hefur alltaf fyllt gyðingum sagan . Adam og eva sem við skulum halda okkur við. WALTER GIROTTO mydin er æði

Adam & Eve

 


Lilith -

John Collier: Lilith, 1892.

 kain sagði

01Carey.600við Drottin Þá getur hver sem finnur mig drepið mig.“ 15Drottinn sagði við Kain: „Svo skal ekki verða. Hver sem drepur Kain skal sæta sjöfaldri hefnd.“ Hvað fólk var komið þarna ???
kain og hans kona Awan sem var systir hans líka  Kain byggði borg og nefndi hana í höfuðið á Enok, syni sínum. sama hér hvaða fólk var komið hér allt í einu ? OK Lot og hans dætur , það sem skeði í sódómu og þær hjéldu að það væri komin heimsendir og þau væru ein eftir. en já ógeðslegt samt sem áður

800Px-Lot And His Daughters

Amnon and Tamar .Amnon  nauðgaði Tamar hálfsystur sinni sem  er ógeðslegt .

smá myndlistar sýning

Jóhann Helgason, 28.5.2008 kl. 19:49

12 Smámynd: Mofi

Sigmar
Mosés sagði að það ætti ekki að borða svínakjöt, trúlega vegna þess að það er hættulegt sé ekki rétt með það farið - það á því ekki við í dag, nú vitum við betur

Ég trúi því að svínakjöt er óhollt og borða það ekki. Það var óneitanlega hættulegra á þessum tíma en það þýðir ekki að það er hollt núna af því að við borðum það. Aðventistar borða ekki svínakjöt og þeim vegna vel heilsulega séð og spurning hvaða þátt að borða ekki svínakjöt spilar þar inn í.

Sigmar
Konur voru sagðar skítugar eftir barnsburð.... margir kristnir hafa talað þar um erfðasyndina, en líklega vissi móses sem var að þær voru í mikilli sýkingarhættu, því voru þær sagðar skítugar - vegna þess að enginn hefði trúað því að til væru litlar ósýnilegar verur sem gætu valdið veikindum   - í dag vitum við betur og því á það ekki við

Það sem óhreint þýddi var að menn áttu ekki að koma snerta konuna eða hluti sem hún snerti. Þarna sjáum við bara heilsulög sem komu í veg fyrir smit hættu. Á alveg við í dag nema að við erum með hreinlæti sem var ekki mögulegt á þessum tímum.  Ef fólk hefði farið eftir þessum reglum eins og kristnir á miðöldum fram á 19. öldina þá hefði það bjargað þúsundum ef ekki miljónum manna.  Þetta eru lög sem sýna ótvírætt hve merkileg bók Biblían er.

Sigmar
ekki hefði þýtt að reyna útskýra þróun mannsins með því að segja hann vera kominn af öpum, sá sem hefði haldið því fram hefði verið hengfur eða þaðan af verra, því er búin til myndræn lýsing á tilurð hans og hvernig han öðlaðist skilning umfram önnur "dýr"

Það voru grikkir sem voru með svona þróunarhugmyndir fyrir meira en tvö þúsund árum síðan svo að það hefði ekki verið neitt mál að útskýra það ef það var sannleikurinn. Sé ekki neina ástæðu til að ljúga eins og það hefði gert einhverjum eitthvað gott.  Það eru síðan mjög góðar vísindalegar ástæður til að efast um apalegar verur þróuðust í menn.

Sigmar
trúlega nákvæm lýsing viti maður sannleikann og beri saman, engu að síður myndræn lýsing búin til með þess tíma bronsaldarfólk í  huga   -  það á ekki við í dag, við vitum betur

Við vitum ekkert betur í dag hvernig efni getur orðið til, hvernig gas getur myndað plánetur og stjörnur. Vægast sagt ekki... Guðleysis vísindamenn hafa skáldsögur sem þeir hafa búið til, til þess að reyna að útskýra tilurð þessara hluta án þess að þeir voru búnir til af Guði.

Svanur
HVAÐAN kom þetta fólk Mofi?

Alveg eins og allt annað fólk 

Svanur
Þú lítur þá ekki á ritninguna sem niðjatal sem er sannleikanum samkvæmt. Einhverju er sem sagt sleppt. Hver er tilgangurinn með niðjatali sem þessu?

Niðjatalið virðist vera aðalega til að rekja söguna og rekja ættir. Ekki til að lista upp alla sem hafa fæðst sem betur fer. Þessar niðjatölur taka nógu mikið pláss í Biblíunni eins og þetta er í dag.

...,
ó Mofi, ég hef ákaflega gaman að blogginu þínu og þér, ekki misskilja athugasemdirnar hjá mér sem að ég sé að reyna að klekkja á þér, hef einungis ákaflega gaman að rökræða um svona hluti ;)

Gott að heyra :)    Maður á að geta talað um svona hluti án þess að umræðan fari á lágt ómálefnalegt plan. Ef það tekst þá getur þetta verið mjög fróðlegt og skemmtilegt. Ávallt velkominn

Jóhann,  góðir punktar hjá þér og flottar myndir :)

Mofi, 29.5.2008 kl. 10:31

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Mofi reit: "Ætla að svara þessari síðu sem Doctorinn bendir á."

Ég held að maður getur aðeins gískað í þessum efnum.....

Þannig að það er að mínu mati alveg á hreinu ....

Þá kemur heldur ekki á óvart að í þeim sögum þá giftust systur bræðrum sínum því að þær sögur eru þá byggðar að hluta til á raunverulegu fólki... bara hugmynd......

Ættartölurnar þjóna ákveðnum tilgangi og hann er ekki til að láta okkur vita um alla þá sem fæddust á þessum tíma.

Þannig að það er að mínu mati alveg á hreinu að dætur voru að fæðast þarna en alveg eins og margir synir voru ekki taldir upp þá voru margar dætur ekki taldar upp.

Niðjatalið virðist vera aðalega til að rekja söguna og rekja ættir. Ekki til að lista upp alla sem hafa fæðst sem betur fer. Þessar niðjatölur taka nógu mikið pláss í Biblíunni eins og þetta er í dag.

Mofi hefur greinilega ekki hugmynd um hversvegna hlutirnir sem hann tók að sér að skýra eru eins og þeir eru. Hann veit hins vegar til hvers þeir eru ekki.

Svanur
HVAÐAN kom þetta fólk Mofi?

Mofi; Alveg eins og allt annað fólk 

Rosalega flottur útúrsnúningur Mofi. Í hvert sinn sem ég á samræður við þig hér á blogginu þínu sannfærist ég enn betur um að þú hefur engan áhuga á sannleikanum og heldur uppi þessu karpi þér til afþreyingar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2008 kl. 11:13

14 identicon

Ég trúi því að svínakjöt er óhollt og borða það ekki. Það var óneitanlega hættulegra á þessum tíma en það þýðir ekki að það er hollt núna af því að við borðum það. Aðventistar borða ekki svínakjöt og þeim vegna vel heilsulega séð og spurning hvaða þátt að borða ekki svínakjöt spilar þar inn

Þvættingur Halldór og þú veist það, rétt meðhöndlað svínakjöt er ekkert verra en hvað annað kjöt og að benda á heilsufar aðventista þessu til rökstuðnings er fáránlegur útúrsnúningur - það er svo margt annað þar sem spilar inn í - enda hef ég sagt það hér áður að það ættu allir að taka matarvenjur ykkar til fyrirmyndar

Það sem óhreint þýddi var að menn áttu ekki að koma snerta konuna eða hluti sem hún snerti. Þarna sjáum við bara heilsulög sem komu í veg fyrir smit hættu.

Hárrétt, núna vitum við betur og því væri hægt að nota fallegra orð en "óhrein" um konur sem eru nýbúnar að eiga börn, enda hafa þessi orð verið misnotuð all hressilega konum í óhag af mörgum kristnum söfnuðum í gegnum tíðina - en þau héldu þó lífinu í mörgum konum  -  þú hlýtur nú að vera sammála því að þarna er orðalag sem veitti ekki af uppfærslu í ljósi nýrrar þekkingar er það ekki?

Það voru grikkir sem voru með svona þróunarhugmyndir fyrir meira en tvö þúsund árum síðan svo að það hefði ekki verið neitt mál að útskýra það ef það var sannleikurinn. Sé ekki neina ástæðu til að ljúga eins og það hefði gert einhverjum eitthvað gott.  Það eru síðan mjög góðar vísindalegar ástæður til að efast um apalegar verur þróuðust í menn.

Nú... samt nú 2000 árum seinna er ekki hægt að útskýra það fyrir þér

Við vitum ekkert betur í dag hvernig efni getur orðið til, hvernig gas getur myndað plánetur og stjörnur. Vægast sagt ekki... Guðleysis vísindamenn hafa skáldsögur sem þeir hafa búið til, til þess að reyna að útskýra tilurð þessara hluta án þess að þeir voru búnir til af Guði.

Þetta er einfaldlega lygi Halldór... vísindamenn eru "as we speak" að fylgjast með plánetum verða til víðsvegar í sólkerfum umhverfis okkur og sjá þær á ýmsum stigum sköpunar sinnar

Sigmar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:27

15 identicon

Ætla ekki að fara nánar í þessar plánetupælingar hér.... það var gerður myndarlegur þráður um það hérna fyrir einhverju síðan..

Debate sem þú tapaðir

Sigmar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:28

16 Smámynd: Mofi

Svanur
Rosalega flottur útúrsnúningur Mofi. Í hvert sinn sem ég á samræður við þig hér á blogginu þínu sannfærist ég enn betur um að þú hefur engan áhuga á sannleikanum og heldur uppi þessu karpi þér til afþreyingar.

Skilur þú ekki svarið?  Hjalti meira að segja benti á textann sem ætti að útskýra þetta, Adam og Eva áttu mörg börn og þau börn áttu börn og svo framvegis. Það er ekkert flókið hérna á ferðinni.

Sigmar
Þvættingur Halldór og þú veist það, rétt meðhöndlað svínakjöt er ekkert verra en hvað annað kjöt og að benda á heilsufar aðventista þessu til rökstuðnings er fáránlegur útúrsnúningur - það er svo margt annað þar sem spilar inn í - enda hef ég sagt það hér áður að það ættu allir að taka matarvenjur ykkar til fyrirmyndar

Þú hérna ályktar að þú vitir að svínakjöt er alveg jafn hollt og annað kjöt. Ég skal ekki neita því að ég aðeins trúi að það er óhollara. Ég hef svo sem nokkrar ástæður fyrir því eins og að svín eru alætur og svitna ekki út úr líkamanum heldur inn í kjötið. Væri gaman að fara dáldið vel í þetta dæmi með svínakjötið en mér finnst þú vera merkilega sannfærður um að svínakjöt er alveg jafn hollt og annað kjöt.

Sigmar
Hárrétt, núna vitum við betur og því væri hægt að nota fallegra orð en "óhrein" um konur sem eru nýbúnar að eiga börn, enda hafa þessi orð verið misnotuð all hressilega konum í óhag af mörgum kristnum söfnuðum í gegnum tíðina - en þau héldu þó lífinu í mörgum konum  -  þú hlýtur nú að vera sammála því að þarna er orðalag sem veitti ekki af uppfærslu í ljósi nýrrar þekkingar er það ekki?

Þetta orð "óhrein" var notað yfir alls konar atriði. Ef maður snerti látið dýr þá var hann óhreinn, ef hann skar sig þá varð hann óhreinn.  Þetta er ekkert eitthvað kúganartæki nema kannski einhver er fáfróður um þessar reglur og veit ekki heildar myndina.

Sigmar
Nú... samt nú 2000 árum seinna er ekki hægt að útskýra það fyrir þér

Þú ert að rugla saman skilningi og að kaupa þetta sem heilagan sannleika. Mér einfaldlega finnst þetta ótrúverðugt svo ekki sé meira sagt. Ef t.d. að DNA munurinn á milli manna og apa væri aðeins 1% ( hann er töluvert meiri ) þá væri það munur upp 30.000.000 DNA basa para.  Þetta er gífurlegt upplýsingamagn og þarf að myndast með tilviljunum á ótrúlega stuttum tíma, jafnvel samkvæmt tímaskala þróunarsinna. Svona trú sannarlega gæti flutt fjöll og mín trú virkar aumingjaleg við hliðina á ykkur sem aðhyllist þessa þróunarkenningu.

Sigmar
Þetta er einfaldlega lygi Halldór... vísindamenn eru "as we speak" að fylgjast með plánetum verða til víðsvegar í sólkerfum umhverfis okkur og sjá þær á ýmsum stigum sköpunar sinnar

Það eru til nokkur dæmi þar sem einhverjir telja að plánetur eru að myndast en allt byggt á mjög hæpnum ályktunum og aðallega löngunum að finna slíkt. Ég veit ekki um nein "concrete" dæmi um að við sjáum plánetur myndast.

Sigmar
Ætla ekki að fara nánar í þessar plánetupælingar hér.... það var gerður myndarlegur þráður um það hérna fyrir einhverju síðan..

Debate sem þú tapaðir

Vægast sagt ekki, hérna er hann: Aðeins Guð getur skapað plánetur

Mofi, 29.5.2008 kl. 13:12

17 identicon

Mófi, maður vinnur ekki rökræður með því að eiga síðasta orðið..

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband