Fyrir kristna: Námskeiðið "Deilan Mikla"

Chad0Fyrir fjórum árum síðan kom hingað fyrirlesari sem var með ýtarlegt námskeið um Biblíuna þar sem tekið var sérstaklega á deilunni miklu milli góðs og ills og spádómum Biblíunnar. Fyrirlesarinn heitir Chad Kreuzer og er frá Bandaríkjunum en hann er þýddur yfir á íslensku af honum Jóni Hjörleifssyni sem var eitt sinn hérna á blogginu.

Í von um að þetta verði einhverjum til blessunar. 

Deilan Mikla - Chad Kreuzer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Chad Kreuzer travels all over teaching people truth, from the bible. For the first time available on media, you can listen or watch an amazing study on Creation vs. Evolution using the Holy Bible, history and science. This is a must see for those who question the age of our earth, man, and the creation.

Oh boy..

Arnar (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:26

2 identicon

Trú hefur aldrei orðið neium né neinu til blessunnar, þetta er skelfilegur misskilingur. Þar sem trú hefur fengið að vaða uppi og þar sem trú hefur fengið að vera með puttana í stjórnmálum hefur óþveranum hreinlega rignt yfir mannskapinn. Handleggir hoggnir, menn hengdir, fólk grýtt og konur brendar á báli. Fólk hefur þurft að lifa við þvílíkan ótta að ég hef alla vega ekki áhuga á að kynnast slíku. Þetta er allt hægt að lesa ubæði í íslenskum sögubókum og svo bara í fréttum frá miðausturlöndum. Ofstæki, hverju nafni sem það nefnist er hættulegt og þá sérstaklega trúarlegs eðlis. Það er nefnilega þannig að ef trúin fær að vera óhindruð af t.d. heilbrigðri skynsemi þá endar hún í öfgum. Ástæðan fyrir því að t.d. prestar vilja koma inn bullinu hjá börnum er að búa til velvilja til trúarinnar svo henni verði ekki hafnað þegar fólk verður eldra og skynsamara. Ef þetta værui bannað ættum við kannski möguleika á því að trú á svokallaða guði myndi hverfa mannkyninu til heilla. Vonandi finnur þú það sem þú ert að leita að því þeim mun fyrr sem þú fattar hvað það er, þeim mun fyrr getur þú legt þessa vitleysu á hilluna því trú gerir engum gott.

Valsól (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Mofi ég las bókina einhvern tíman eftir Elen G white

Guð Blessi þig

Jóhann Helgason, 27.5.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Mofi

Valsól, hljómar eins og þú hefðir mjög gott af því að hlusta á þetta námskeið svo þú gætir metið þetta af þekkingu.  Hvað finnst þér um "trúleysis/guðleysis" stjórnvöld síðustu aldar sem drápu yfir hundrað miljón manns?  Til að setja það í samhengi þá eru það fleiri líf en Kaþólska kirkjan er sökuð um að hafa drepið á sinni þúsund ára tímabili.

Takk fyrir heimsóknina Andrés og góðann punkt!

Jóhann, gott að heyra :) 

Mofi, 27.5.2008 kl. 09:33

5 identicon

Andrés skrifar:
Athyglisvert að sjá að sumir trúlausir (þó, sem betur fer, hvergi nærri því meirihluti trúlausra) eru tilbúnir að setja fram rakalausan, fordómafullan þvætting

Hvað að ofan töldu er rakalaus og fordómafullur þvættingur?

Hvað finnst þér um "trúleysis/guðleysis" stjórnvöld síðustu aldar sem drápu yfir hundrað miljón manns?

Nákvæmlega hvaða 'trúleysis/guðleysis stjórnvöld' ertu að tala um núna mófi?  Veit reyndar alveg hverju þú svarar en værirðu til í að koma með góð og gild rök fyrir því að þessi tilteknu stjórnvöld hafi stjórnast algerlega af trúleysi/guðleysi og allt sem þau gerðu hafi verið gert í nafni trúleysis/guðleysis.

Arnar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:16

6 Smámynd: Mofi

Stalín, Maó, Pol Pott og fleiri. Hvaða máli í hvaða nafni þau gerðu?  Þú ættir að geta sýnt aðeins meiri aðgreiningar hæfni. Að hvað einhver gerir í nafni einhvers skiptir engu máli því að viðkomandi getur verið að ljúga.  Það sem viðkomandi aftur á móti trúir og hvað hann gerir, það ætti að segja þér helling um viðkomandi einstakling og hans trú.

Mofi, 28.5.2008 kl. 09:55

7 identicon

Hvað finnst þér um "trúleysis/guðleysis" stjórnvöld síðustu aldar sem drápu yfir hundrað miljón manns? 

Þú gefur í skyn að yfir hundrað miljónir hafi verið drepin í nafni trúleysis.

Arnar (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:38

8 Smámynd: Mofi

Nei, trúleysis stjórnvöld gerðu þetta og við höfum góðar ástæður til að tengja það sem þessi stjórnvöld gerðu við það sem þau trúðu.  Finnst kjánalegt þetta með "í nafni einhvers"; hvað finndist þér ef eitthvað lið væri að nauðga saklausum börnum í þínu nafni?  Væri í lagi að setja þig í ævilangt fangelsi vegna þess?

Mofi, 28.5.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband