22.5.2008 | 12:55
Hræsni í góðverkum
Hvernig væri að nota eitthvað af þessum auðæfum sem hún er að drukkna í, til að bæta aðstæður HIV smitaðra barna? Hennar líf er ein alsherjar munaðarveisla, þar sem engu skal til sparað til að henni líði sem best frá morgni til kvöld.
Jesaja 64
5 og urðum allir eins og óhreinn maður,
allar dygðir vorar eins og saurgað klæði,
Ég held að Jesaja hitti þarna naglann á höfuðið. Jafnvel þegar við reynum að gera góðverk þá anga þau af sjálfselsku. Stundum er það mjög augljóst, viðkomandi er bara að gera góðverk til að ganga í augun á öðrum en ekki öllum. Síðan vona ég að einhverjir gera það aðeins vegna náungakærleika en ekki til að upphefja sjálfan sig.
Ég get ekki neitað því að ég fæ dáldið samviskubit við að gagnrýna þetta hjá henni því ég ætti að setja meiri pening í hjálparstarf og hætta að eyða pening í óþarfa. Ansi margt af því sem maður gerir virðist vera sjálfs síns vegna en ekki óeigingjörn verk aðeins til að gera öðrum gott og fá ekkert í staðinn.
Að elska náungann eins og sjálfan sig er hægara sagt en gert!
Ég vona samt auðvitað að heimildarmynd hennar um HIV smituð börn muni hjálpa þeim börnum sem eru í þessum hræðilegu aðstæðum. Ég vona einnig að hún gerir þetta af heilum hug en ekki til að upphefja sjálfan sig en leyfi mér að efast um það.
En hvernig væri að byrja daginn vel og gefa góða summu til hjálparstarfs ADRA sem er að starfa í Búrma og Kína?
Myanmar Cyclone Fund
Hótelstarfsmenn hneykslaðir á kröfum Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Get nú ekki annað sagt en að mér hafi fundist þetta nauða saklausar kröfur hjá henni
Skulum ekki gleyma því að þegar maður gefur til góðgerðarstarfsemi án þess að upphefja sjálfan sig, fellst það yfirleitt í því að ekki er tilkynnt um framlag viðkomandi aðila til starfsins. Það gæti nú alveg átt við Madonnu og við bara vissum ekkert af því
Mama G, 22.5.2008 kl. 13:09
Varðandi góðverk vs. sjálfselsku..
.. er hægt að 'fremja' meðvitað góðverk og gera það ekki af sjálfselsku?
Td. samkvæmt kristinni trú þá er 'gott' að framkvæma góðverk. Þeir sem stunda svoleiðis eiga greiðari leið til himna.. hvar sem það er. En eru þeir þá ekki ósjálfkrafa að reyna að bæta sína eigin stöðu með góðverkinu?
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:10
Madonna hefur að öllum líkindum gefið meiri pening til góðgerðarmála heldur en íslenska ríkið. Minnir að hún hafi gefið út þá yfirlýsingu í þar síðustu viku að hún ætlar að fjármagna heilan skóla afríku.
Næst þegar þú gefur hundruð milljóna í skóla í afríku, þá máttu gagnrýna hana. Þangað til, þá hefurðu ekki unnið þér inn réttinn til þess.
Það er mjög mikil mannvonska finnst mér að saka fólk alltaf um óheilindi. Eins og Bart sagði, You're damned if you do, and you're damned if you don't.
Ef stjörnur gefa ekki pening, þá eru þær nískir aumingjar.
Ef stjörnur gefa pening, þá eru þær bara að upphefja sig.
sbs (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:12
Já, þú ættir að roðna :)
Fannst þetta aðeins svona dæmi um hvernig stjörnurnar dekra við sjálfan sig. Madonna þarna sýnir svo sem ekki helmingin af þeim öfgum sem maður hefur heyrt um.
Ekki rétt framsetning á þessu. Það er þannig að góð verk sýna hver trúin er en frelsun er að engu tengd verkum manna heldur aðeins því sem Kristur gerði á krossinum svo að enginn maður gæti unnið sér inn frelsun.
Ég gagnrýndi nú sjálfan mig í færslunni líka svo... þegar þú síðan átt gífurlega mikla peninga þá er ekki svo merkilegt að gefa brot af því til annara.
Nei, ég tók alveg fram að það eru margir sem gera góðverk af heilum hug og ekki til að upphefja sjálfan sig. Aðeins að benda á að margir gera það til að upphefja sjálfan sig og ég er ekki saklaus af því.Mofi, 22.5.2008 kl. 14:27
Það er það sem mig grunar Henry og það er kannski meira þessi tilfinning sem ég fæ frá Hollywood stjörnum sem miklast af því að gefa brota brot af því sem þau eiga til að þykjast vera góð. Kannski er Madonna afskaplega góð og gefur mikið til þeirra sem minna mega sín og þá er auðvitað leitt að hafa gagnrýnt hana en mér finnst hennar hegðun gefa allt annað til kynna. Til dæmis hef ég aldrei gist á hótelherbergi sem kostaði 150.000 nóttin enda myndi ekki detta í hug að eyða í slíkan munað.
En þetta er bara það sem maður sér alls staðar í kringum sig, óþarfa ferðalög sem eru bara til að gleðja sjálfan sig, óþarfa munaður heima hjá fólki, rándýr flatskjás sjónvörp og græjur. Allt til að gleðja sjálfan sig og þótt ég er sekur um hið sama þá ætla ég ekki að dirfast að segja að þessi hegðun er í lagi.
Mofi, 22.5.2008 kl. 15:41
Er ekki enþá eftir eitthvað þunglyndis naumhyggju klaustur handa ykkur tveimur?
Ekki furða að þú (mófi) þurfir trú til að hafa tilgang í lífinu ef þú leyfir þér ekki að gleðja sjáfnan þig með einstaka óþarfa munaði.
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:04
Ég held að þú ættir að fara varlega í að gagnrýna hana Mofi. Hún má gera það sem hún vill við sína peninga og ég veit ekki betur en að hún sé nokkuð dugleg við að eyða bæði peningum og tíma í hjálparstarf. Fyrir utan það að það geti vel verið að hún gefi einnig peninga undir nafnleysi.
Varðandi þessar kröfur á hótelinu, þá finnst mér nú bara alveg sjálfsagt að fara fram á þetta þegar herbergið kosta 150.000 kall nóttin!
Helgi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:15
Arnar, ég var einmitt að segja að ég geri allt of mikið af því og allt of lítið af því að gefa til hjálparstarfs...
Helgi, ég gagnrýndi sjálfan mig í leiðinni og þessu er frekar beint á ríka Hollywood liðið en akkurat Madonnu og akkurat þetta atriði sem fréttin fjallar um.
Mofi, 22.5.2008 kl. 17:32
Vá, ég hef greinilega horft waaaay too much á "The Fabulous Life Of..." seríuna. Ég tók varla eftir þessu 150k nóttin dæmi, fannst það nú bara naumhyggja út af fyrir sig
En hvað er þetta, þó frúin biðji um að loftræstingin sé up and running og nokkur blóm hér og þar. Bara few homie touches sem verið er að fara fram á. Og þetta með líkamsræktartækin er bara cool, hún er að nálgast fimmtugt og er í betra formi en tja, nánast hver sem er á hennar aldri og þó víðar væri leitað hjá yngra fólki.
Ég tek alla vegana hennar commitment í hlutina mikið til fyrirmyndar
Mama G, 22.5.2008 kl. 22:24
Mama G, það er margt í hennar fari sem maður getur tekið til fyrirmyndar. Til dæmis vann sig upp í þá stöðu sem hún er í dag og hefur alltaf verið virk í að koma sér áfram á mörgum vígstöðvum. Flest hefur að vísu ekki verið til eftirbreytni þó að maður dáist að orkunni.
Mofi, 22.5.2008 kl. 23:29
Sæll Mófs, ég held að hún viti manna best hvað það er að missa fólk sakir Aids, sumir af hennar bestu félögum hafa látist af þessum hræðilega sjúkdómi, auk þess eru hún tengt hjálparstarfi á mismunandi sviðum, þar kynntist hún barninu sem hún ættleiddi. Ég held að hún sem bara ekkert að ota sínum tota í þessum málum, og hluti af því að vera stórstirni er að haga sér þannig opinberlega, frægð þarf mikla vinnu og sú vinna fellst m.a. í því að fá umskrif góð og slæm.
Það er líka rétt sem Mamma G skrifar auk þess sem það er skýr fyrirmæli í ritningunni um þessi mála :
Skulum ekki gleyma því að þegar maður gefur til góðgerðarstarfsemi án þess að upphefja sjálfan sig, fellst það yfirleitt í því að ekki er tilkynnt um framlag viðkomandi aðila til starfsins
Ég er engin Madonna fan, finnst hún með afburðum leiðinleg í viðtölum og jú oft í framkomu en ég efast engan vegin um að hún sinni góðgerða málum.
knús.
Linda, 23.5.2008 kl. 08:42
Hræsnin sem ég er að benda á er að dekra við sjálfan þig og eyða brota broti af því sem þú átt til að hjálpa öðrum en samt vilja fá einhvern stimpil um að þú sért góður eða góð af því að þú gerir eitthvað smá af þannig. Versið í Jesaja átti að útskýra þetta en virðist ekki hafa tekist. Þegar við reynum að gera eitthvað gott þá er það samt svo litað af okkar eigin sjálfselsku og það finnst mér skína best í Hollywood liðinu sem eyðir hlutfallslega mjög litlu til hjálparstarfs en heilum hellingi í rándýra bíla, rándýr hótelherbergi, risastór hús og alls konar munað en vill síðan fá klapp á bakið þegar það tekur smá af þessum auðæfum og hjálpa öðrum.
Kannski er það erfiðasta sem kristnir eiga með að skilja er hvað það er að vera í alvörunni góður; þetta kemur ágætlega fram þegar ungi ríki maðurinn kemur til Krists og segir "Góði meistari, hvað þarf ég að gera til að öðlast eilíft líf" og það fyrsta sem Kristur segir við hann, aðeins Guð er góður. Hið athyglisverða þarna er líka að viðkomandi hélt að hann væri góður en þegar hann þurfti að velja milli Guðs og peninganna sinni þá valdi hann peningana.
Mofi, 23.5.2008 kl. 09:36
Hæ Mófster, ég skil hvað þú átt við, en þetta eru svo rosalegir peningar sem þetta fólk á og græðir á hverjum deigi einfaldlega vegna þess að það er til, hugsa sér, svo við getum ekki dæmt um hvað fer mikið leynilega til hjálparstarfa, mig grunar og vona að það sé mun meira en það sem það fær hrós fyrir. Bill Gates t.d. hann gefur millljarða ofan á milljarða en þénar samt meiri milljarða, hann gæti ekki gefið allt, nema með því að afsala sér öllum rétti til MS en hvaða tilgangi mundi það þjóna. Það hlýtur að vera frábært að geta gefið svona mikið og ég vona að það sé gert af einlægni og með góðu hjarta, og ég ætla leyfa mér að vera bjartsýn að svo sé.
Knús
Linda, 23.5.2008 kl. 09:56
Við sjáum hvernig það lifir í gífurlegum munaði og leyfir sér alls konar hluti sem er ekkert nema sóun og eyðsla. Ég veit að ég leyfi mér allt of mikið og ég ætti að nota miklu meira í hjálparstarf og þess háttar svo þetta er líka gagnrýni á sjálfan mig. Við erum mjög gjörn á það að líta á annað fólk sem gott fólk þegar Guð segir að enginn er góður nema Hann. Við eigum meira að segja erfitt með að trúa Guði þegar um ræðir fólk eins og Madonnu sem hefur gert alls konar einstaklega ókristilega hluti...
Mofi, 23.5.2008 kl. 10:06
Frábært að heyra, jafnvel mínir kristnu bloggvinir voru ekki svo hrifnir af þessu hjá mér
Mofi, 23.5.2008 kl. 16:03
Mér finnst það alls ekki skrýtið þótt tónlistamenn og annað fólk sem hefur tekjur af því að vera sem mest í fjölmiðlum, nýti tækifærið til að vera enn meira í fjölmiðlum..
Viðar Freyr Guðmundsson, 24.5.2008 kl. 00:24
Eins og svo margt annað á þessari síðu þá er þetta rugl Halldór
Samkvæmt egóismanum ber okkur einungis að taka tillit til annarra, sjálfs okkar vegna (Rachels 1993). „Ég klóra þér og þú klórar mér“. Þannig er eðlilegt fyrir bóndann að sinna umhverfisvernd, svo lengi sem hann græðir sjálfur á því, og eins ber honum að taka tillit til velferðar dýranna ef hann græðir á því, en að öðrum kosti ekki. Það er margt í okkar nútímasamfélagi – ekki síst í því hvernig við umgöngumst dýr – sem fær mann til að trúa á þessa kenningu. Þannig er fólk yfirleitt mjög upptekið af velferð gæludýra, enda er vellíðan þeirra forsenda þess að við njótum þess að vera með þeim. Á meðan eru önnur dýr – svokölluð meindýr – réttdræp hvar sem til þeirra næst, og í raun með hvaða aðferðum sem gefast, þar sem þau valda okkur ama. Þetta þykir eðlilegt, jafnvel þótt í sumum tilfellum sé um sömu dýrategundir að ræða (t.d. mýs). Vandamálið við að viðurkenna egóisman sem heppilega samfélagssiðfræði er að á honum eru ákveðnir gallar. Í fyrsta lagi felst í því mótsögn að vera fylgismaður egóismans. Sem slíkur telur maður að sínir eigin hagsmunir séu æðri öllum öðrum. En á sama tíma vill maður að nágranni manns sé líka egóisti. Það þýðir að maður óskar þess að hann sniðgangi okkar óskir... sem er jú nákvæmlega það sem maður vill ekki! En kenningin leiðir okkur einnig fljótt í hagnýt vandamál. Hvernig eigum við að meðhöndla gamalt fólk, fatlaða og veika, sem óneitanlega getur verið byrði á okkur sjálfum og samfélaginu sem heild? Egóisminn segir okkur að hagsmunir þessara hópa komi okkur ekki við.Egóisminn hefur fleiri galla, sem gera það að verkum að fæstir hefðu í alvöru áhuga á búa í samfélagi sem byggðist á kenningunni. Okkur finnst flestum að það sé eðlilegt að allir þegnar samfélagsins hafi lágmarks réttindi og að tekið sé tillit til þessara réttinda.
Sigmar (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.