21.5.2008 | 12:37
Anna, ertu alveg viss um að þú viljir vera stelpa?
Alveg sé ég fyrir mér foreldri spyrja barnið hvort það vilji nú ekki frekar vera strákur frekar en stelpa því að það er þegar búið að eignast fjórar stelpur. Heyrði sögu fyrir nokkru þar sem sagt var frá fjölskyldu þar sem foreldrarnir voru búnir að eignast sex stelpur og þegar faðirinn frétti að sjöunda barnið væri á leiðinni þá vonaði hann um fram allt að núna myndi hann eignast strák. Þegar síðan sjöunda barnið fæddist og það reyndist stelpa þá brást hann þannig við að hann afneitaði barninu. Neitaði að koma nokkuð nálægt því. Þegar litla stelpan ólst upp þá kom að því að hún áttaði sig á því að pabbar annara barna léku við þau en hennar pabbi gerði það ekki. Erfitt að ímynda sér hvernig það væri að alast upp vitandi að pabbi þinn afneitaði þér og vildi ekkert með þig hafa.
Þótt að þetta sé öfgafullt dæmi og hegðun þessa manns fyrir neðan allar hellur þá samt varpar það ljósi á hvers konar rugl svona meðferðir geta haft í för með sér.
Hve margir foreldrar í Kína myndu ekki vilja breyta stelpunum sínum í stráka? Að vísu þá er þjóðin kannski að vakna upp við það að það eru allt of margir strákar og í dag er líklegast miklu meiri blessun að eignast stelpu vegna þess að þær eru svo fáar miðað við strákana. Man nú að vísu eftir að einhver fullyrti að daglega reyna u.þ.b. 500 konur í Kína að fremja sjálfsmorð vegna þess að þær eignuðust stúlku en ekki strák. Veit ekki hvort það er satt en miðað við hvað heimurinn getur oft verið fáránlegur þá kæmi það mér ekki á óvart.
Svo í mjög stuttu máli. Þarna tel ég lækninn í Boston vera að opna box Pandóru og ekkert gott getur komið út úr þessu.
Börn í kynskiptameðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú líka sérstaklega sorglegt í ljósi þess að það er í raun pabbinn sem stýrir kyninu. Honum sjálfum að kenna að það komu bara stelpur!
Mama G, 21.5.2008 kl. 12:55
Mamma G, væirðu til í að útskýra fyrir mér hvernig 'pabbinn stýrir kyninu'? Ég á nebblilega tvö börn, strák og stelpu, og eftir því sem ég veit best hafði ég nákvæmlega engin áhrif á hvað varð hvað..
Arnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:11
Ég veit reyndar ekki hvað ég á að halda um þetta en væntanlega hefur þetta engin áhrif í Kína þar sem ófrjóir synir eru ekki eftirsóttir.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:12
Sáðfrumurnar eru annað hvort með X eða Y litning. Ef að X nær í eggið kemur stelpa, ef Y nær því fyrst kemur strákur. Eggið sjálft er alveg neutral varðandi þetta atriði.
Mama G, 21.5.2008 kl. 13:34
Það hefði einhver átt að segja honum þetta já! :)
Góður punktur, kannski að vera ófrjór kall í Kína er jafn slæmt og að vera stelpa í þeirra augum. Væri gaman að komast að þvíMofi, 21.5.2008 kl. 13:42
Og pabbinn hefur áhrif á það hvort nær að egginu að undan.. hvernig?
En kannski til þess að svara spurningunni hans mófa þá finnst mér persónulega þetta sjúkt. Efast um að barn á þessum aldri sé yfirleitt meðvitað um kynferði sitt. Eftirspurnin eftir svona hlýtur eiginlega að vera komin frá kex rugluðum foreldrum.
Arnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:56
Aman Arnar! Hvað erum við komnir upp í? Ég held að þetta gerir þá þrjú atriði sem við erum sammála um :)
Mofi, 21.5.2008 kl. 13:59
ókey, við erum farin að nálgast líffræði fyrirlestur hérna það er tvennt sem skiptir máli:
a) Y frumurnar synda hraðar en X frumurnar. Þær eru hins vegar skammlífari en X-in. Tímasetning skiptir því miklu máli. Sama dag og egglos verður = auknar líkur á strák. Einhverjum dögum fyrir egglos = auknar líkur á stelpu.
b) Tíðni skipta spilar líka inn í. Aukin tíðni fækkar Y frumum hlutfallslega. Maður þarf því að vera nokkuð sparsamur ef manni langar að auka líkurnar á því að það komi strákur.
...og núna er ég hætt að tala um þetta
Mama G, 21.5.2008 kl. 14:38
Ertu að hnýta í Önnu Kristjáns í titlinum? Þá ertu að beita fyrir þig aðferðum, sem varla eru þér til sóma. Ef ekki, þá var þetta hálfklaufalegt.
Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 15:41
Ég tók dáldinn tíma í að hugsa upp eitthvað nafn en kveikti ekki á perunni með Önnu Kristjáns. Bara tilviljun og ekkert illa meint...
Mofi, 21.5.2008 kl. 15:43
Og loksins þegar þetta fór að vera skemmtilegt
Öll þessi atriði sem þú telur upp, nema kannski tíðni (og þá dreg ég þá ályktun að þú sért að tala um tíðni sáðláta), eru atriði sem pabbinn hefur engin áhrif á. Jafnvel þótt tíðni 'spili inn í' er hún ekki ákvarðandi þáttur.
Ég vill meina að:
Arnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 15:47
Þarna kemur inn á punkt sem væri gaman að fjalla um hvað "tilviljanir" eru í raun og veru. En ekki láta mig trufla, carry on :)
Mofi, 21.5.2008 kl. 16:06
Hvernig væri nú að fjalla um fréttina ?. og svona on the side ,þá er þetta bara það sem er að gerast í dag og verður öfgafullara méð deginum hverjum ,og já karlinn stýrir ekki hvernig fóstur verður kk eða kvk ,einhver staðar las ég að öll fóstur eru kvk ætla ekki í líffræðilega hlutann þar,google it !!.
austmann (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:27
Arnar, það sem ég held að hún hafi verið að tala um er að það eru sáðfrumurnar og erfðir karlsins sem stjórna kyninu, konan hefur ekkert með það að gera.
Ég held líka að ef að par eignist bara börn af öðru kyninu þá geti verið um kynbundin drápsgen að ræða, það er að segja gen sem gera fóstrið ólífvænt ef það er kynhreint um það. Þá eru jafnvel jafn mörg frjóvguð egg kk og kvk en aðeins annað kynið lifir fósturstigið af.
Leiðréttið mig endilega, ég þarf að lesa erfðafræðina mína betur...
Inga (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:09
Oh, búin að skemma allt fyrir mér Inga!
Hvað á ég nú að fara að gera.. vinna?
Arnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:23
Andrés, þetta sketch er snilld!
Mofi, 22.5.2008 kl. 09:59
Var að reyna en svo skemmdi Inga allt
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:12
Sæll Mofi.
Sorgleg þróun. Getur verið að það sé verið að tala um Kínverska karlmenn - hermenn sem verða á Ísraelsfjöllum í lokin áður en Jesús stígur niður á Olíufjallið???? Þeim er alveg sama um líf sitt þar sem þeir geta ekki eignast konu og börn?????
Hlakka til að sjá svar.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:39
Endilega útskýrðu nánar Rósa...
Mofi, 22.5.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.