10 Books That Screwed Up the World: And 5 Others That Didn't Help

51O+b8Yp2VL._SL500_BO2,204,203,200_PIsitb-dp-500-arrow,TopRight,45,-64_OU01_AA240_SH20_

Langar að benda á þessa bók sem ég hef því miður ekki lesið en langar að panta mér sem fyrst.   Þetta er bók sem fjallar um þær bækur sem hafa kynnt heiminn fyrir hugmyndafræði sem leiddi alls konar hörmungar yfir heiminn.  Hvet alla að kynna sér þessa bók því það er mjög mikilvægt að skilja hvaða hugmyndafræði mótaði síðustu öldina.  Hérna fyrir neðan kemur fram það sem stendur á kápunni á þessari bók og þar á meðal hvaða bækur þetta eru.

From the Inside Flap
You've heard of the "Great Books"?

These are their evil opposites. From Machiavelli's The Prince to Karl Marx's The Communist Manifesto to Alfred Kinsey's Sexual Behavior in the Human Male, these "influential" books have led to war, genocide, totalitarian oppression, family breakdown, and disastrous social experiments. And yet these authors' bad ideas are still popular and pervasive--in fact, they might influence your own thinking without your realizing it. Here with the antidote is Professor Benjamin Wiker. In his scintillating new book, 10 Books That Screwed Up the World (And 5 Others That Didn't Help), he seizes each of these evil books by its malignant heart and exposes it to the light of day. In this witty, learned, and provocative exposé, you'll learn:

* Why Machiavelli's The Prince was the inspiration for a long list of tyrannies (Stalin had it on his nightstand)
* How Descartes' Discourse on Method "proved" God's existence only by making Him a creation of our own ego
* How Hobbes' Leviathan led to the belief that we have a "right" to whatever we want
* Why Marx and Engels's Communist Manifesto could win the award for the most malicious book ever written
* How Darwin's The Descent of Man proves he intended "survival of the fittest" to be applied to human society
* How Nietzsche's Beyond Good and Evil issued the call for a world ruled solely by the "will to power"
* How Hitler's Mein Kampf was a kind of "spiritualized Darwinism" that accounts for his genocidal anti-Semitism
* How the pansexual paradise described in Margaret Mead's Coming of Age in Samoa turned out to be a creation of her own sexual confusions and aspirations
* Why Alfred Kinsey's Sexual Behavior in the Human Male was simply autobiography masquerading as science

Witty, shocking, and instructive, 10 Books That Screwed Up the World offers a quick education on the worst ideas in human history--and how we can avoid them in the future.

From the Back Cover
Praise for 10 Books That Screwed Up the World

"Benjamin Wiker has read the worst books in Western civilization so you don't have to. In this sprightly, witty, engaging survey of bad guys ranging from Marx to Hitler, Nietzsche to Betty Friedan, Professor Wiker's poison pen portraits are great critical aids to analyzing some of the worst ideas that have ever contaminated Western civilization. Professor Wiker recommends actually reading the books--but his own book is a whole lot more fun."

--THOMAS E. WOODS, JR., PH.D. author of How the Catholic Church Built Western Civilization

"A valuable contribution to the most urgent intellectual project of our day: restoring our culture to that healthy state in which the truisms that most people take for granted are actually true. If you want to know where Western civilization ran off the rails, read this book. And if you want to help get us back on track, buy extra copies and see what you can do to get them into doctor's office waiting rooms, faculty lounges, and your local public library. Wiker has the goods on the authors of our current confusion about (among other things) human nature, morality, sex, economics, law, and government--this book will open many eyes."

--ELIZABETH KANTOR, PH.D. editor of the Conservative Book Club and author of The Politically Incorrect Guide(tm) to English and American Literature

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hljómar eins og kjánalegt propaganda.

sbs (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Mofi

sbs, umfjöllun um bækur sem höfðu mikil áhrif á mannkynssöguna...propaganda?  Fatta þetta ekki alveg hjá þér.

Mofi, 19.5.2008 kl. 13:44

3 identicon

Sammála Wiker, ég mæli með að þú lesir þessar bækur í staðin fyrir að lesa um þær. 

Þá geturðu myndað þér sjálfstæða skoðun á þeim.  Sjálfur hef ég lesið Hitler, Marx (ekki þessa bók reyndar) og Darwin.  Ég hef alltaf ætlað að lesa Descartes (Je pense, donc je suis) og Nietze (A casual stroll through the lunatic asylum shows that faith does not prove anything).  Kannski ég geri það loksins í sumar.

Sveinn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:46

4 identicon

Ef þetta væri hlutlæg umfjöllun, þá væri þetta áhugavert.

Þetta er hlutdræg umfjöllun, og því propaganda.

Að skrifa umfjöllun um bækur sem hafa screwað upp hlutum og skilja eftir bókina sem fólk ennþá í dag notar til þess að réttlæta morð, hatur og fordóma...

kjánalegt propaganda. 

sbs (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Mofi

Fyrir þá sem langar ekki að lesa allar þessar bækur þá getur verið gott að lesa svona bók því hún fjallar ekki bara um sjálfa bókina heldur líka hvaða áhrif hún hafði á mannkynssöguna. Svo það er allt annað þarna á ferðinni en einfaldlega ritdómur um aðrar bækur.

Mofi, 19.5.2008 kl. 13:56

6 identicon

Það er aldrei gott að lesa svona hlutdrægt rugl í stað þess að lesa bækurnar.

ef fólk vlll ekki lesa bækurnar, þá á það ekki að þykjast hafa réttlætanlega sýn á hvað þær fjalla um, eða áhrif þeirra.

þetta er eins og þú nenntir ekki að lesa þér til um obama, svo þú ákveður að læra um hann í gegnum auglýsingar frá mccain. 

sbs (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:03

7 identicon

Nei ég held einmitt ekki að hægt sé að lesa svona bók og halda fram að þú vitir eitthvað um hvað hinar fjalla.

Þetta er, eins og sbs bendir réttilega á, greinilega áróður. 

Það hlýtur líka að vera hægt að deila um hvaða áhrif á mannkynssöguna þessar bækur höfðu.  Ein svona hlutdræg bók getur ómögulega verið góð heimild um það. 

Sveinn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:03

8 identicon

hehe, góð líking sbs

Sveinn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:04

9 identicon

Hljómar svoldið eins og það sé verið að dæma bækurnar út frá því að það hafi 'vondur maður' skrifað þær eða lesið þær.

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:11

10 identicon

það er annað, bækur eru aldrei vondar. enda eru þær bara blöð með orðum.

fólk getur hinsvegar verið vont.

fólk réttlætir t.d. fordóma og hatur í garð homma með því að kenna biblíunni um.

það gerir biblíuna ekki illa, það gerir fólkið illt. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:15

11 Smámynd: Mofi

Afhverju heldur fólk að bækurnar sem um ræðir séu eitthvað hlutlausar? Afhverju haldið þið að einhver sé hlutlaus?  Þannig einstaklingar geta verið til en þeir eru örugglega jafn sjaldgæfir og kjúklingar með tennur.  Hef ekkert á móti því að lesa þessar bækur, með vonandi mjög gagnrýnum huga en að fólk skuli hafa eitthvað á móti því að lesa bók um þessar bækur segir mér aðeins of mikið um hve opin þau eru gagnvart öðrum sjónarmiðum.

www.sbs.is,  myndir þú segja að hugmyndir gætu verið vondar?  Eins og sú hugmynd að sumir menn eru minna virði en þú eða hugmynd að þú sér einskisvirði eða sú hugmynd að allt er leyfilegt á meðan það gerir þig hamingjusamann? 

Mofi, 19.5.2008 kl. 14:21

12 identicon

lestu bókina endilega, en ekki reyna að blekkja aðra um að þær séu sannsöglar.

enginn er algjörlega hlutlaus, en barn getur séð að þessi maður byrjaði að skrifa þessa bók til að koma illu orði á darwin, kinsey og hina höfundina.

segðu mér, mundiru gagnrýna fólk fyrir það að horfa bara á mccain auglýsingar til að læra um obama? eða mundiru væla um að það er hvort sem er enginn algjörlega hlutlaus, svo þú getir alveg eins bara lært af mccain? 

hugmynd getur verið léleg, en samt sem áður er hún bara hugmynd og hefur ekkert afl nema að fólk sé tilbúið að skýla sér bakvið hana.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:26

13 identicon

fyrir þá sem fatta ekki, þá er þetta bara einhver gamall moggabloggs aðgangur sem ég skráðist af einhverri ástæðu inn á. - sbs

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:29

14 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, kannski ákvað hann að skrifa bókina vegna þess að hann sá góða ástæðu til að upplýsa fólk um hið vonda við Darwin og Kinsey? 

Mér finndist það gagnrýnisvert að skoða aðeins aðra hliðina, að hlusta aðeins á þá sem gagnrýna McCain eða Obama eða þá sem hlusta aðeins á McCain eða Obama en taka aldrei alvöru tíma til að hlusta á gagnrýnisraddir.

Hugmynd getur verið hræðileg og komið út í ógnvekjandi framkvæmd. Til dæmis var ( eða er ) sú hugmynd í Afríku að ef þú áttir samræmi við hreina mey þá myndir þú læknast af HIV. Fróðlegt væri að vita hve margar nauðganir og kynlíf sem leiddi til frekari útbreiðslu sjúkdómsins vegna þessarar hugmyndar. 

Mofi, 19.5.2008 kl. 14:35

15 identicon

já, og þá færðu líka hlutrægt rusl um hve evil allir eru sem eru ekki zombíar í nafni biblíunnar.

þú virðist vera sammála mér um að bókin sé hlutdræg.

munurinn er að ég mundi aldrei benda einhverjum á að lesa hlutdrægt áróðursrit og kalla það að fá réttar upplýsingar.

að lesa svona bækur og kalla það vitneskju, er eins og að horfa á pólitískar auglýsingar og telja sig vita eitthvað.

samkynhneygt fólk hefur verið barið, drepið, hengt og þurt að líða hryllilega fyrir vont fólk sem skýlir sig bakvið biblíuna. er biblían þar af leiðandi vond? 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:41

16 identicon

skemmtilegt líka að benda á það að ástæðan fyrir því að þessi hugmynd um að sofa hjá hreinum meyjum lækni aids, er komin útfrá heimsku.

afríkubúarnir hlusta á töfralæknana sína (köllum þá klerka, presta) í stað þess að hlusta á lækna og vísindamenn.

þessi heimska er ekki einskorðuð við afríku.

heimskan er ill, ekki heimskulega hugmyndin. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:58

17 Smámynd: Mofi

www.sbs.is
munurinn er að ég mundi aldrei benda einhverjum á að lesa hlutdrægt áróðursrit og kalla það að fá réttar upplýsingar.

Ég er sammála þér að bókin er hlutdræg, alveg eins og þú ert núna hlutdrægur og bækurnar sem um ræðir eru hlutdrægar.  Allir hafa eitthvað "agenda". Það gerir ekki það sem þeir segja rangt eða þeirra sjónarmið rangt.

www.sbs.is
að lesa svona bækur og kalla það vitneskju, er eins og að horfa á pólitískar auglýsingar og telja sig vita eitthvað.

Ef þær hreinlega ljúga ekki þá veistu eitthvað af því að horfa á þannig auglýsingar.

www.sbs.is
samkynhneygt fólk hefur verið barið, drepið, hengt og þurt að líða hryllilega fyrir vont fólk sem skýlir sig bakvið biblíuna. er biblían þar af leiðandi vond?

Ef Biblían segði að samkynhneigðir ættu að vera barnir og þú ert á því að það að berja samkynhneigða er slæmt þá hefðir þú rökréttann grundvöll til að halda því fram að Biblían væri vond. Ég tel aðeins að það eigi að meta allar bækur og öll sjónarmið á eins rökréttann hátt og maður getur. Besta byrjunin á því er að átta sig á því að allir eru hlutdrægir, allir eru með einhverja skoðun og reyna að koma henni á framfæri. Það er fræðilega hægt að vera hlutlaus en svakalega er það sjaldgæft. Sá sem síðan segir frá á hlutlausann hátt getur líka logið og misst alveg marks. 

Mofi, 19.5.2008 kl. 14:58

18 identicon

"Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim."

3. bók Móse

Biblían segir ekki bara að þeir eigi að vera barnið, þeir eiga að vera líflátnir!

Jejj, erum við þá sammála Halldór um að biblían sé vond bók? 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:03

19 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, í Gamla Testamentinu þá eru að finna lög til gyðinga á ákveðnum tíma og þá t.d. var þetta svona.  Það er öðru vísi í Nýja Testamentinu þar sem að þar er kristni ekki einhver ríkis trúarbrögð sem skipa öðru fólki að hlíða. Þar hlíðir fólk aðeins í trú og lætur aðra í friði.  Svo rökin sem þú hefur hérna í höndunum er frekar hvort að það hafi verið vond lög í Gamla Testamentinu sem segir manni að minnsta kosti þau lög voru vond.  Ef einhver var samkynhneigður meðal gyðinga á þessum tíma þá hafði hann möguleika á því að yfirgefa þjóðina;allir sem voru ekki sammála lögum landsins höfðu þann möguleika því þetta var miklu frekar trúarflokkur frekar en þjóð bundin saman af landi og ættartengslum. 

Mofi, 19.5.2008 kl. 15:11

20 identicon

ó, svo orð Móses var að ljúga þegar hann sagði að drottinn hafði sagt honum þetta?

hvað annað laug Móses?

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:16

21 Smámynd: Mofi

Ha?  Ég sagði það ekki.  Þettu voru lög til gyðinga á þessum tíma.  Þegar Nýja Testamentið er skrifað þá eru kristnir ekki með þjóð sem þeir eiga að stjórna eftir einhverjum reglum.

Mofi, 19.5.2008 kl. 15:18

22 identicon

svo Guð skiptir um skoðun bara sísvona?

einn daginn á að drepa alla, hinn ekki?

nú eru, hvað 2 árþúsund síðan nýja testamenntið var skrifað?

hvernig vitum við að hann hefur ekki skipt aftur um skoðun? 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:20

23 Smámynd: Mofi

Ekki beint þannig. Það er ein ráðgjöf fyrir ákveðinn hóp í ákveðnum aðstæðum og önnur ráðgjöf fyrir annan í allt öðrum aðstæðum.  Ef vinur þinn bæði þig um ráðgjöf varðandi hegðun og klæðnað af því að hann væri að fara í ferðalag; myndi hvert hann væri að fara hafa einhver áhrif á hvaða ráð þú gæfir honum?

Sem dæmi þá telja Baháíar telja að við höfum fengið uppfærslu á skilaboðum frá Guði í þeirra spámönnum. Aðventistar trúa því að Guð sendi Ellen White sem spámann til að leiðbeina okkar á okkar tímum og einhver fleiri dæmi eru til. Þetta er samt allt spurning um trú, hvað maður telur réttast.

Mofi, 19.5.2008 kl. 15:29

24 identicon

Eru þessi orð Moses ekki akkurat notuð til að réttlæta hommahatur kristna?  Td. þegar talað er um að henda hjónabandinu á ruslahaugana með því að leyfa samkynhneigðum að giftast?

Og, þar sem Moses fékk sín fyrirmæli beint frá guð, hvenær skipti guð um skoðun varðandi samkynhneigð?

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:29

25 identicon

Guð er ekki að gefa ráð, hann er að fordæma.

Það er eitt að segja "heyrðu, ekki vera að sofa hjá öðrum karlmönnum."

Það er ALLT annað að segja að það EIGI að lífláta þá sem sofa hjá öðrum karlmönnum.

Ef vinur minn mundi biðja mig um ráð þá mundi ég ekki segja við hann "Ef þú ferð í kvartbuxum þá ber fólki að grýta þig til dauða!"

Þetta eru tómar afsakanir, og ekkert annað. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:33

26 Smámynd: Mofi

Að hata annað fólk er alltaf af hinu illa.  Þessi orð Móses og orð Páls eru notuð til að styðja það að samkynhneigð er ekki í lagi í augum Guðs. Það er ekki hatur á þeim sem eru samkynhneigðir, miklu frekar ráðleggingar handa þeim til að forða þeim frá einhverju sem Guð segir vera slæmt.

Mofi, 19.5.2008 kl. 15:34

27 identicon

Og Ku Klux Klan meðlimir voru bara með ráðleggingar um að það væri ekki töff að vera svartur í bandaríkjunum.

Þeir voru ekki með hatur, bara Guðlegar ráðleggingar.  

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:36

28 identicon

Og eins og þú segir, Guð vildi rosalega mikið að gyðingar yrðu drepnir fyrir allt og ekkert.

Hitler var ekkert vondur, hann var bara að fylgja orðum Guðs.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:36

29 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, nei, Ku Klux Klan voru ekki með neinar ráðleggingar, hvorki frá Guði eða öðrum. Ég sagði ekki að Guð vildi að gyðingar yrðu drepnir fyrir, lögin miklu frekar til að bjarga þeim frá dauða. Til dæmis eru heilsulögmálin leiðbeiningar sem björguðu þeim frá alls konar sjúkdómum og mjög hart tekið á þeim sem brutu þær.

Hver eru rökin fyrir því að Hitler var að fylgja orðum Guðs? 

Mofi, 19.5.2008 kl. 15:43

30 identicon

Guð segir aftur og aftur í Gamla Testamenntinu að hinir og þessir eigi að vera grýttir til dauða, eða líflátnir.

Ef ég segi "Ef þessi gerir þetta, þá á að drepa hann." þá er ég nokkuð augljóslega að lýsa vilja. 

Ef Guð var á móti þessum landslögum, þá hefði hann ekki verið að réttlæta þau eins og hann var að gera.

Þú segir að þessi orð áttu bara við um gyðingana.

Ég hlýt að geta komist að þeirri niðurstöðu að ef Guð vildi að gyðingar yrðu drepnir fyrir allt og ekkert, þá hafi Hitler getað réttlætt morð sín nokkuð vel.

Þessi umræða öll sýnir samt frekar að þið kristna fólk skammist ykkar fyrir margt í biblíunni, og reynið því að réttlæta að taka ekki mark á öllu. Þó að þið séuð augljóslega tilbúin að segja að það sé sannleikuirnn þegar ykkur hentar.

Guð sagði að það ætti að drepa fólk fyrir heimskulega hluti, eins og að vera hommi, eða að vinna á sunnudögum og hvaðeina.

Ekkert sem þú getur sagt getur breitt þessum hugmyndum hans.

Þú getur verið í afneitun og sagt "neinei, hann breytir um skoðun, þessi elska." En þá ertu bara að velja og hafna hverju þú trúir. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:49

31 Smámynd: Mofi

www.sbs.is
Ég hlýt að geta komist að þeirri niðurstöðu að ef Guð vildi að gyðingar yrðu drepnir fyrir allt og ekkert, þá hafi Hitler getað réttlætt morð sín nokkuð vel.

Afhverju ekki að það að brjóta reglurnar hefði slæmar afleiðingar fyrir þjóðina og hefði líklegast kostað fleiri líf?

www.sbs.is
Þessi umræða öll sýnir samt frekar að þið kristna fólk skammist ykkar fyrir margt í biblíunni, og reynið því að réttlæta að taka ekki mark á öllu. Þó að þið séuð augljóslega tilbúin að segja að það sé sannleikuirnn þegar ykkur hentar.

Þetta sýnir líka að enginn hefur breytt Biblíunni því að kristnir hafa ávalt litið á ritin sem heilög og þótt það er margt þarna sem er erfitt að skilja eða sætta sig við þá stendur það fast og ekkert við því að gera.  Ég síðan útskýrði afhverju enginn kristinn hefur neina ástæðu til að framfylgja refsingum þeim sem eru þarna tilgreind. Það þarf síðan að setja lögin í samhengi, t.d. urðu einstaklingar sjálfir að heimta refsingu frammi fyrir yfirvöldu. Síðan í þessu samhengi þá þjónaði helgidóms þjónustu gyðinga því hlutverki að veita þeim fyrirgefningu sem höfðu gerst brotlegir.

www.sbs.is
Þú getur verið í afneitun og sagt "neinei, hann breytir um skoðun, þessi elska." En þá ertu bara að velja og hafna hverju þú trúir.

Ekki breyta um skoðun heldur að eitt á við ákveðinn hóp í ákveðnum aðstæðum. Lesa í samhengi... alltaf gott, ekki bara þegar kemur að Biblíunni heldur bara almennt. 

Mofi, 19.5.2008 kl. 16:03

32 identicon

"Afhverju ekki að það að brjóta reglurnar hefði slæmar afleiðingar fyrir þjóðina og hefði líklegast kostað fleiri líf?"

Hann var ekki að benda á reglurnar, hann var að styrkja reglurnar, ef ekki að búa þær til.

Ég neita að trúa að þú sért svo blindur að þú getir haldið því fram að hann hafi ekki verið fylgjandi þessum reglum?

Hann sagði að það ÆTTI að drepa þetta fólk. Það er ekki að vara fólk við, það er að fordæma það.

Og þú veist það jafn vel og ég.  

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:08

33 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, Móse og Guð voru fylgjandi þessum reglum fyrir Ísrael á þessum tíma. Lögin benda á synd sem endar í dauða, endar í fordæmingu. Til þess var helgidómurinn til að veita fyrirgefningu þeim sem vildu. Þeir sem vildu það ekki þurftu að horfast í augu við refsinguna, ef einhver heimtaði refsingu því að þetta var ekki eins og þetta er í dag þar sem ríkið ákærir og eltir upp glæpamenn og heimtar dóm yfir þeim.

Mofi, 19.5.2008 kl. 16:18

34 identicon

já, guð var fylgjandi því að drepa homma, stelpur sem voru ekki hreinar meyjar við giftingu, fólk sem vann á sunnudögum og svo mætti lengi telja.

"syndin" endar í dauða því hann vill það. hún þarf þess ekki, hann ákvað bara að þetta fólk ætti að deyja. 

því er nokkuð augljóst að guð lætur illmenni í james bond myndum líta út eins og nunnur í samanborði.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:24

35 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, þegar kemur að þessu þá er ekki hægt að neita því að Biblían er alveg skýr, þeir sem ljúga, hata, öfunda, hrokafullir og þjófar munu allir deyja; ekki öðlast eilíft líf. Guð gaf okkur öllum líf og það er Hans að taka það eða gefa það og Hann hefur ákveðið að allri synd, sama hve "lítil" hún er í augum manna að henni verði eytt ásamt öllum þeim sem neita að hætta að syndga. 

Mofi, 19.5.2008 kl. 16:31

36 identicon

sem er ástæðan fyrir því að flestir sem vita ógeðfelldu skoðanir hans á fólki er ekki tilbúið að dæma þessa hrokafullu veru sem drepur og drepur eftir eigin hentisemi.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:34

37 identicon

"ekki tilbúið að dýrka" átti þetta að vera.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:34

38 Smámynd: Mofi

Ef Guð er til, hefur Hann þá rétt til að setja reglur?  Hefur Guð rétt til að taka líf frá þeim sem gera eitthvað sem Guð "veit" að leiðir til ills?

Mofi, 19.5.2008 kl. 16:36

39 identicon

Nei.

Þegar reglurnar eru jafn heimskulegar og að vinna á sunnudegi?

Ertu að djóka í mér?

Hann hefur ekki frekar rétt á að drepa fólk sem hugnast honum ekki frekar en Stalín eða Hitler eða Maó.

Allir höfðu þeir afsakanir, og allir höfðu þeir fólk sem var tilbúið að réttlæta þær.

Guð sé lof að þú ert tilbúin að réttlæta þetta fyrir hann. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:38

40 Smámynd: Mofi

www.sbs.is,  ef Guð er til, hvort er þá líklegra að Hann viti betur en þú varðandi hvað er rétt og hvað er rangt?

Ef Guð er uppspretta lífs, hefur Hann ekki rétt á því að gefa þeim líf eða hafna þeim lífi sem vilja ekki láta af því sem Guð hefur skilgreint sem illsku? 

Mofi, 19.5.2008 kl. 16:45

41 identicon

Eins og ég var að enda við að taka fram.

Nei.

Ef hann telur sig mega drepa alla sem huggnast honum ekki, þá er hann eitthvað sem ég vill ekki láta tengja mig við.

Og ég mundi ekki líta á það sem jákvæðan hlut í fari einstaklings ef hann vill tengja sig við þess konar veru. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:03

42 Smámynd: Mofi

Allt í lagi. Hverja telur þú eiga skilið að erfa eilíft líf?  Hverjir af þessum ættu skilið að öðlast eilíft líf?

  • Morðingjar
  • Nauðgarar
  • Þjófar
  • Lygarar
  • Ofbeldismenn sem berja konur og börn
  • Þeir sem kynferðislega misnota börn

Mofi, 19.5.2008 kl. 17:14

43 identicon

Ég er ekki að tala um eilíft líf. Ég er að tala um það líf sem við höfum.

Hver á rétt á að lifa og deyja á jörðinni.

Guð er á því að stelpur sem hafa stundað kynlíf, að fólk sem vinnur á sunnudögum, að hommar, að unglingar sem sýna ekki nógu mikla virðingu og fleiri eiga ekki skilið að lifa, ekki bara það, hann vill að það fólk sé drepið á ofbeldisfullan máta.

Við erum ekki að tala um morðingja og nauðgara, við erum að tala um fólk.

Við erum ekki að tala um "hugsanlegt" eilíft líf. Við erum að tala um réttinn til þess að lifa.

Ég er reyndar á móti dauðarefsingunni í flestum tilvikum, enda finnst mér ekki réttlætanlegt að fólk sé drepið. Við getum verið ósammála þar. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:19

44 Smámynd: Mofi

Þetta líf hérna á jörðinni er einhver örfá andartök. Þú hlýtur að sjá að í augum Guðs þá er mislukkuð tilvera í örfá andartök eitthvað sem skiptir voðalega litlu máli þegar kemur að eilífu líf sem er ekki mislukkað eins og þetta.  Hefurðu eitthvað á móti því að einhver deyr úr elli?

Ef Guð gefur lífið, hver á þá eiginlega rétt til að lifa ef hann ætlar að nota það líf til að gera það sem er illt?   Muna síðan að þessi umræða er búin að vera með þá grundvallar forsendu að Guð sé til.

Mofi, 19.5.2008 kl. 17:25

45 identicon

Bíddu... ef þetta er bara örfá andartök. Af hverju má fólkið þá ekki bara deyja úr elli?

Af hverju vill hann að aðrir, sem hann hefur skapað, grýti þetta fólk til dauða?

Ef þetta skiptir svona voðalega litlu, af hverju þarf hann þá að drepa fólk?

Fær Guð eitthvað útúr því að drepa fólk, eða að láta drepa fólk?

Þó að þessi örfáu andartök skipta litlu fyrir hann, þá er grýtta stelpan að öllum líkindum mjög ósammála. 

Og með forsenduna, ég get auðveldlega rökrætt við þig um hvort að risaeðlur eiga að vera í dýragörðum eða hvort þær eiga að fá að vera frjálsar. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:28

46 identicon

Þetta líf hérna á jörðinni er einhver örfá andartök. Þú hlýtur að sjá að í augum Guðs þá er mislukkuð tilvera í örfá andartök eitthvað sem skiptir voðalega litlu máli þegar kemur að eilífu líf sem er ekki mislukkað eins og þetta.

Akkuru er guð þá svona æstur í að láta þá sem trúa því að hann sé til drepa homma?

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:29

47 identicon

Damn sbs.. þú ert alltaf á undan mér :)

Alveg viss um að það tók mig ekki 3 mín að skrifa þetta..

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:32

48 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, sumir deyja ungir, 90 ára eða svo... aðrir deyja jafnvel enn yngri en það.  Guð vill skapa líf  en ekki eyða því en þeir sem velja að hafna Honum og Hans lögum, þeir eru að velja að hafna uppsprettu lífsins svo afleiðing þess er dauði.

Varðandi forsenduna, það er einungis erfitt að halda þræði ef forsendurnar breytast.

Arnar
Akkuru er guð þá svona æstur í að láta þá sem trúa því að hann sé til drepa homma

Af því að sleppa því að vara einhvern við væri grimmd.

Mofi, 19.5.2008 kl. 19:34

49 identicon

Já, og munurinn á mér og þér er að mér finnst ekki réttmætt að drepa fólk.

Þinn Guð drepur eftir eigin hentisemi.

Að mínu mati er það að drepa grimmd. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:37

50 Smámynd: Mofi

Ég sé það ekki þannig. Guð gefur líf og þeir sem vilja illsku og hafna náð og fyrirgefningu missa lífið; mér finnst það réttlátt. Þér finnst kannski syndin ekki svo merkilega ill? 

Mofi, 19.5.2008 kl. 19:47

51 identicon

Finnst þér að hommi eigi skilið að deyja? Eða stelpa sem sefur hjá fyrir giftingu? Eða unglingur sem sýnir foreldrum sínum ekki nógu mikla virðingu?

Finnst þér þær "syndir" veru nógu illar?

Mesta syndin finnst mér að drepa. Sú synd er "merkilega ill". Ertu virkilega ósammála mér? 

sbs (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:57

52 Smámynd: Mofi

Ég skil þig vel, þær virka sakleysislegar en ég trúi Orði Guðs að þær eru slæmar.  Þegar kemur að stelpu fyrir giftingu þá er frekar málið að boðorðið segir að drýgja hór er slæmt sem er þá að vera með einhverjum öðrum en maka þínum. Í Biblíunni þá eru kynmök í raun hið sama og gifting. Kynlíf með nokkrum aðilum virkar kannski saklaust en það er samt ástæðan fyrir að þúsundir eru búnir að deyja fyrir sinn tíma og miljónir bíða dauðans.  Myndir þú segja að barn sem vanvirðir foreldra sína sé gott barn?  Að það eigi skilið eilíft líf?

Sammála þér varðandi að eitt af því versta er að drepa en það er einmitt málið, hinar enda þannig ef þær fengju að vaxa. Þú líklegast trúir því ekki er það nokkuð?

Mofi, 19.5.2008 kl. 20:14

53 Smámynd: Linda

Þú fyrirgefur Mófs, nennti ekki að lesa allar athugasemdirnar, kem í staðin með mína, ég get ekki betur séð en að þetta sé stórsniðug bók, ég á eina sem heitir "Don´t know much about History" þar er saga BNA tekin fyrir og öll aðalatriði og sögulegar staðreyndir teknar fyrir, hreint frábær bók, gaman að eiga í hillunni til að glugga eftir staðreyndum.  Svo, ef þessi bók er álíka vel skrifuð þá ert í góðum málum.  Ef ég væri þú mundi ég panta hana í gengum um "nexus" á laugaveginum, þeir eru mjög fljótir að fá bækurnar inn, mun fyrr en að fara í gegn um Amazon sjálfur.

knús og kv.

ps. ég veit ég á ekki að þurfa skrifa það, en ég er þó nokkuð vel af mér í sögunni svona alemnnt, bara svo það sé á hreinu.

Linda, 19.5.2008 kl. 20:17

54 identicon

Aftur. Við erum ekki að tala um eilíft líf.

Ég er að tala um að taka þetta líf af fólki.

Og guð minn góður, já, þó að barn sé illa upp alið þá á það ekki skilið að deyja.

Og nei, þú augljóslega veist ekkert hvernig mannveran virkar ef þú heldur að börn með kjaft, hommar eða stelpur sem sofa hjá, koma eitthvað endilega nálægt því að drepa. Þú trúir því líklegast ekki sjálfur, eða ég vona allaveganna ekki því að þá verð ég að byrja að efast um grunnskóla menntun þína. 

Og það er engin afsökun að "boðorðin" hitt og þetta, guð skapaði allar þessar reglur af eigin hentisemi. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:17

55 Smámynd: Mofi

Hljómar vel Linda, verð að athuga þetta, takk :)

www.sbs.is, ef málið snýst aðeins um lög gyðinga á þessum tíma þá já, þau virka mjög hörð. Má samt ekki gleyma helgidóms þjónustunni sem snérist um að fá fyrirgefningu og sömuleiðis að ef þér líkaði illa reglurnar þá máttirðu bara fara. Þetta var hópur fólks sem trúin og relgurnar sameinaði.  Ég trúi því að Guð skapaði þessar reglur okkur til verndunar og þótt að sum brot virka lítil þá trúi ég því að þær leiði til dauða. Annað hvort þess einstaklings sem braut þær eða einhvers annars.

Mofi, 19.5.2008 kl. 20:42

56 identicon

Okay, ef þú villt hugsa að fólk eigi skilið að deyja, því að "annars mun það leiða til dauða" (þó að það sé augljóst rugl) þá vona ég innilega að Guð sé með þér á bandi.

Því ef biblían er bara bók sem eitthvað fólk skrifaði, og alvöru guð er til sem er góður og ekki morðingi, þá gæti verið að þú þurfir að útskýra margt þegar þú hittir hann. 

Ég ætla allaveganna ekki að reyna að fá þig til að trúa því að fólk eigi ekki að vera drepið. 

www.sbs.is (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:48

57 Smámynd: Mofi

www.sbs.is, miklu frekar hvort það eigi skilið að lifa og hvað þá að eilífu. Ef valið er eitthvað sem leiðir til dauða þá verður viðkomandi að velja. Stóra atriðið er hver afstaðan er gagnvart náðinni og fyrirgefningunni sem stendur til boða og að snúa við blaðinu. Það er ekki mikið réttlæti í því en það er kærleikur í því og sem betur fer. Ég veit mæta vel að það er margt sem ég þarf að útskýra fyrir, ég skil mjög vel að ég á ekki skilið að lifa og því meir er ég þakklátur fyrir að fyrirgefning stendur til boða.

Mofi, 19.5.2008 kl. 21:33

58 identicon

Trúarritin eru tvímælalaust verstu bækur allra tíma, ekkert gott við þau að segja, þau sundra eins og ekkert annað

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:58

59 identicon

Mófster skrifaði: 

Myndir þú segja að barn sem vanvirðir foreldra sína sé gott barn?  Að það eigi skilið eilíft líf?

Myndir þú segja að foreldri sem vanvirðir barn sitt sé gott foreldri?  Það að bera virðingu fyrir foreldrum sínum eða einhverjum öðrum, á ekki að vera skilyrði sem að stendur í lögum.  Virðing á að vera áunnin.  Ég get ekki borið virðingu fyrir fólki sem ekki ber virðingu fyrir mér.

Og eilíft líf er eitthvað sem á heima í ævintýrum, en ekki í hinum raunverulega heimi. 

Ellinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:09

60 Smámynd: Mofi

DoctorE, þú átt þá líklegast líka við þau rit sem boða þá trú að Guð er ekki til?

Ellinn,  nei, ég myndi ekki segja að foreldri sem vanvirðir barn sitt er gott foreldri.  Þetta er krafa sem Guð setur og ég trúi að hún er til góðs, bæði fyrir foreldra og börn.  Hvaða laun áttu skilið fyrir að bera virðingu fyrir þeim sem bera virðingu fyrir þér?

Matteusarguðspjall 5
46Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama?

Ellinn
Og eilíft líf er eitthvað sem á heima í ævintýrum, en ekki í hinum raunverulega heimi.

Afhverju hefurðu eitthvað á móti því að vona um líf eftir þetta líf? 

Mofi, 20.5.2008 kl. 12:22

61 identicon

Ef að foreldri hefur vanvirt barn sitt, trúir þú því að barnið skuli samt sem áður heiðra það foreldri sitt?  Trúir þú því að það sé til góðs fyrir bæði foreldrið og barnið?  Þarf ekki eitthvað annað að koma til? Afhverju setur guð þessa kröfu bara til barnanna um að heiðra foreldra sína en ekki til foreldranna um að heiðra börn sín.

Ég hef ekkert á móti hugtakinu "eilíft líf".  Þetta er hins vegar bara hugtak sem notað er til að lýsa yfirnáttúrulegu fyrirbæri og þess vegna ótækta að setja það í samhengi við raunveruleikann. 

Ellinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:21

62 Smámynd: Evil monkey

Ef Guði er svona svakalega umhugað um fólk sem fremur syndir, af hverju drepur hann þá fólk fyrir syndirnar? Þá fer það bara til helvítis og obbobboj! Of seint að iðrast góði minn! Ef Guð væri góður myndi hann væntanlega frekar leyfa þessu fólki að lifa bara út sína ævi og vona að það iðrist einhvern tímann á lífsleiðinni. Ekki að þessi umræða skipti miklu máli, ekki frekar en umræða um hvort risaeðlur eigi að vera í dýragörðum. Skemmtileg pæling samt.

Til gamans, þá sést á þessari skýringarmynd hvor gaurinn drap fleiri í biblíunni: http://blackicepro.com/pics/whokilledmoreinbible.jpg

Evil monkey, 21.5.2008 kl. 00:00

63 identicon

Ekki snúa útúr Mofi, rit sem boða guði og annað rugl eru þau rit sem hafa drepið flesta.
End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 08:49

64 Smámynd: Mofi

Ellinn, þessi regla er barninu til heilla og allir eru börn einhvers.

Evil Monkey, að lokum þá missir fólk lífið vegna synda eða glæpa gagnvart Guði og mönnum. Ekkert þetta eilífar þjáningar í eldi dæmi, það er ekki Biblíulegt eða rökrétt. Þú kemur inn á góðann punkt sem er að ef Guð væri góður þá myndi Hann gefa fólki tíma og vona að það snúi við blaðinu. Man ekki eftir versum um þetta en ég trúi að Guð aðeins endi líf einhvers þegar hans endanlega ákvörðun hefur verið tekin.  Dæmi um svona væri til dæmis plágurnar í Egyptalandi. Móse varar Faró við að frumburðir Egyptalands myndu deyja ef Faró myndi ekki sleppa fólkinu úr ánauð. Síðan koma plágur eftir plágur og alltaf bað Móse Faróu um að sleppa fólkinu svo að versta plágin myndi ekki falla á þjóðina. Jafnvel þegar sú plága féll þá gátu allir, líka egyptar sett blóð á dyrastafinn til að frumburðurinn myndi lifa af.  

Ég fyrir mitt leiti trúi að Guð er góður og mun ekki taka líf frá einhverjum sem gæti snúið við blaðinu og öðlast eilíft líf.

DoctorE,  þú lifir í afneitun Dokksi. Þau stjórnvöld sem drápu flesta við guðleysis stjórnvöld og hluti af þeirra hugmyndafræði er að finna í bókunum sem þarna eru nefndar.  Biblían boðar náungakærleika og bannað morð svo það er fáránlegt að kenna henni um það þegar einhver brýtur gegn hennar orðum.

Mofi, 21.5.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband