Örkin hans Nóa í Hollandi

0_61_042807_noahs_ark

Þann 8. maí 2008 þá kláraði maður að nafni Johan Huibers að byggja stórt líkan að Örkinni hans Nóa.  Með þessu vonast hann til að hollendingar öðlist aftur áhuga á Biblíunni og kristni almennt í landi sem er orðið nokkvurn veginn trúlaust.   Fox News, USA Today, BBC News, Christian Post, CBN  og margir aðrir sögðu frá þessari frétt.

Þeir sem sáu líkanið voru undrandi á hve stórt það var þótt líkanið sé ekki nærri því jafn stórt og raunverulega örkinni var. Kíkið hingað til að skoða hve stór örkin var, sjá: ChristianAnswers.net

Johan Huibers mun fljótlega fara með farðþega og sigla og án efa mun það vekja athygli og vonandi hefur þetta góð áhrif á kristni í Hollandi.


johan

elephants


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki er öll vitleysan eins!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.5.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Mama G

Ég vona hans vegna að hann geti sótt um einhvers konar listamannalaun fyrir þetta.

Mama G, 19.5.2008 kl. 10:52

3 identicon

..vonandi hefur þetta góð áhrif á kristni í Hollandi.

Örugglega margir sem frelsast við það að fara í siglingu

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Mofi

Mama G, hann virðist hafa efni á þessu og spurning hvort að þetta getur ekki staðið undir sér; hann t.d. er með pláss þarna fyrir veitingastað og í skipinu er bíó salur og fleira.  Þetta er samt nokkuð... flippað hjá gaurnum :)

Arnar,  ég persónulega myndi ekki reyna að láta neinn trúa á kristni með því að reyna að sannfæra þá um að sagan af Nóa er sönn... en, þetta er bara forvitnilegt og lætur kannski einhverja fá áhuga að forvitnast meira.

Mofi, 19.5.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Linda

Vá hvað þetta er flott hjá honum, þetta er verk Guði til dýrðar.  Þetta hefur verið magnað faratæki á sínum tíma. 

Knús

Linda, 19.5.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Mama G

Bíósalur!? bíddu, er gaurinn búinn að lesa Biblíuna???

Mama G, 19.5.2008 kl. 12:14

7 Smámynd: Mofi

Linda, sammála :)

MamaG,  þótt það stendur ekki að það hafi verið bíósalur þá þýðir það ekki að það hafi ekki verið bíósalur.    Ég myndi samt svona... gíska á að það var ekki :)

Mofi, 19.5.2008 kl. 12:49

8 identicon

Væri ekki eðlilegra að gera ráð fyrir að þetta hefði áhrif á gyðingdóminn í Hollandi?

Ef þetta hefur góð áhrif á kristni, þá hlýtur þetta líka að hafa góð áhrif á islam. 

Sveinn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:51

9 Smámynd: Mofi

Sveinn, kannski nýtur gyðingadómurinn líka góðs af... eða skaða; aldrei að vita. Sé samt ekki afhverju góð áhrif á kristni hlýtur að þýða góð áhrif á Islam.

Mofi, 19.5.2008 kl. 13:05

10 identicon

Ég sagði það ekki, ég sagði að ef örkin hefur góð áhrif á kristni í Hollandi hlýtur það líka að eiga við islam.

Kristni á ekki örkina, þeir eiga jafn mikið tilkall til sögunnar eins og islam.  Þess vegna nefndi ég gyðingdóminn sérstaklega í þessu samhengi. 

Sveinn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:08

11 identicon

Ég myndi giska á að markhópurinn séu (auð)trúaðir túristar frá bandaríkjunum.. og kannski íslandi.

Gerir örugglega ekki mikið til að frelsa trúlausa Hollendinga.

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 13:24

12 Smámynd: Mofi

Sveinn, þannig... já, líklegast er þessi saga líka í Kóraninum.

Arnar,  sammála. Kannski lætur einhverja pæla í þessum málum en ekki mikið meira.

Mofi, 19.5.2008 kl. 13:34

13 identicon

Þarf að fara að halda lista yfir það sem við erum sammála um, orðið alveg meira en tvennt held ég

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:35

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er algjörlega útilokað að frásögnin af örkinn hans Nóa í 1. Mósebók geti verið sönn. Lengd arkarinnar, breidd og hæð, bendir til þess að slíkt flykki liðaðist í sundur á fyrstu mínutunum sem það færi á flot. Það þyldi enga undiröldu upp á meir en 5mm.

Mér finnst þó þessi hugsjón Johans Huibners skemmtileg, en hann á eftir að sjá, ef honum auðnast að smíða örkina í fullri stærð, þ.e. 137 metra langa, 22 metra breiða og 15 metra háa, að frásögnin er á við ýkjur herferða og kátlegra ævintýra Munchhausens Baróns eins og hann sagði þau við skál í hópi vina sinna.

Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 12:35

15 Smámynd: Mofi

Arnar
Þarf að fara að halda lista yfir það sem við erum sammála um, orðið alveg meira en tvennt held ég

Áður en við vitum af þá verður þetta orðinn ýkt langur listi :)

Rósant
Það er algjörlega útilokað að frásögnin af örkinn hans Nóa í 1. Mósebók geti verið sönn. Lengd arkarinnar, breidd og hæð, bendir til þess að slíkt flykki liðaðist í sundur á fyrstu mínutunum sem það færi á flot. Það þyldi enga undiröldu upp á meir en 5mm.

Ég veit ekki betur en þessi hlutföll eru mjög stöðug í miklum sjó. Þú ert síðan að gera þér grein fyrir því að hérna er ekki um skip að ræða heldur tank sem þarf aðeins að fljóta, er það ekki?

Rósant
Mér finnst þó þessi hugsjón Johans Huibners skemmtileg, en hann á eftir að sjá, ef honum auðnast að smíða örkina í fullri stærð, þ.e. 137 metra langa, 22 metra breiða og 15 metra háa, að frásögnin er á við ýkjur herferða og kátlegra ævintýra Munchhausens Baróns eins og hann sagði þau við skál í hópi vina sinna.

Það væri mjög gaman að sjá hann búa til örk í fullri stærð.  Fyrir neðan er mynd sem sýnir stærðina í samanburði við önnur skip sögunnar og hérna er grein sem fjallar um þetta ýtarlegra, sjá: http://www.answersingenesis.org/articles/nab/really-a-flood-and-ark


Mofi, 20.5.2008 kl. 12:49

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Notaði Nói stál?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2008 kl. 19:30

17 Smámynd: Mofi

Gæti vel verið...

Mofi, 26.5.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband