Viðtal við líffræðinginn Dean Kenyon um uppruna lífs

Viðtal við líffræðingin Dean Kenyon um uppruna lífs.  Í þessu stutta videói fjallar Dean Kenyon um sinn áhuga á uppruna lífs og þær hugmyndir sem hann hafði þegar hann skrifaði bókina "Biochemical Predestination" sem var kennd í háskólum víðsvegar um heim. Eftir að hann skrifaði þá bók, þá sem darwinisti, þá létu nokkrir nemendur hann fá bók sem heitir "The creation of life" eftir sköpunarsinnann A.E. Wilder Smith sem lét hann skipta um skoðun varðandi uppruna lífs.

Allt viðtalið er að finna hérna: http://www.uctv.tv/search-details.asp?showID=6470


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta segir okkur hvað?

Sveinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:58

2 identicon

Kenyon er ekki líffræðingur, þó það skipti engu máli þá skal rétt vera rétt.

Sveinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:01

3 identicon

Fyrirgefðu ég átti við ekki líffræðimenntaður, en jú vissulega hefur hann verið að stúdera líffræði og líffræðilega eðlisfræði í að verða 40 ár.

En já þá aftur að því sem skiptir máli, hvað á þetta að segja okkur? 

Sveinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:10

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þettaer gaurinn, sem átti að vitna fyrir "Intelligent" design í Arkansas en var dreginn út á síðustu stundu, af því að lögfræðingurinn taldi að hann myndi spilla málinu. Eins og þú veist, þá skíttapaðist þetta mál, þar sem sýnt var fram á að það sem verið var að reyna að koma að voru ekki vísindi heldur sköpunarsagan ómenguð. Aðeins hafði verið skipt um nafn til að blekkja fólk.

Sköpunarsagan er ekki vísindi og það að reyna að klæða hana í vísindabúning er í bestafalli kjánalegt.

Mér sýnist blessaður maðurinn ekki vera sérstaklega öruggur með sig. Hann lýsir ekki sannfæringu um sköpunarsöguna, heldur hvort annar vinkill en Darwin finnist á málið. Sérðu ekki hvað maðurinn er reikull? Þetta hjálpar ekki rökfærslum þínum kallinn minn frekar en mönnum fannst hann hjálplegur í Arkansas.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2008 kl. 22:51

5 Smámynd: Mofi

Bara fróðlegt að heyra hvað hann hefur að segja um þetta umræðuefni. Hans bók um uppruna lífs var ein af aðal kennslubókunum um þetta efni en hann skipti um skoðun, frá því að halda að náttúrulegir ferlar gætu útskýrt uppruna lífs í að vitrænn hönnuður hefði búið hana til.  Svipað og Francis Crick ( sá sem uppgvöta strúktur DNA ) komst að, nema Crick hélt að geimverur hefðu búið frumuna til og komið með hana hingað...

Mofi, 17.5.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, hann lýsir ekki sannfæringu um sköpunarsöguna af því að hann aðhyllist ekki Biblíulega sköpun.  Að þér þykir ekki fróðlegt að heyra hvað svona sérfræðingur hefur um þetta efni að segja, segir mér ansi mikið um hvaða áhuga þú hefur á að fræðast um þetta efni.

Mofi, 17.5.2008 kl. 01:09

7 identicon

Bara fróðlegt að heyra hvað hann hefur að segja um þetta umræðuefni. Hans bók um uppruna lífs var ein af aðal kennslubókunum um þetta efni en hann skipti um skoðun,

Skiptir engu máli á hvaða skoðun hann er, það breytir á engan hátt sannleiksgildi fyrri rannsókna hans (hvort sem þær eru réttar eður ei, ég ætla ekkert að fullyrða um sannleiksgildi þeirra). 

Að þér þykir ekki fróðlegt að heyra hvað svona sérfræðingur hefur um þetta efni að segja, segir mér ansi mikið um hvaða áhuga þú hefur á að fræðast um þetta efni.

'Appeal to authority' er enn eitt sem hægt er að bæta á listann yfir rökvillur sem þú beitir.

Sveinn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 03:41

8 Smámynd: Mofi

Sveinn, fyrir þeir sem hafa áhuga á efninu þá er fróðlegt að heyra hvað honum finnst og afhverju.

Mofi, 17.5.2008 kl. 20:14

9 identicon

Whee..

Sköpunar sinnar : 1

&#39;darwinistar&#39; : <insert number of biologists in USA here>

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:55

10 identicon

sem var kennd í háskólum víðsvegar um heim. Eftir að hann skrifaði þá bók, þá sem darwinisti

Hversu oft þarf að segja þér þetta svo það skiljist  -  Þróunarkenningin fjallar EKKI um upphaf lífs 

Líður stundum eins og ég sé bara að tala við nýmálað grindverk hérna á þessari síðu... um leið og málningin þornar er hægt að byrja upp á nýtt og nýtt lag kemur yfir

Vinsamlega hættu að tala um darwinisma og upphaf lífs eins og það sé eitthvað samasem merki þar á milli -  hér ert þú einfaldlega að ljúga - og eins og þú skrifar sjálfur þá er guði ekki vel við lygara 

Sigmar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:42

11 Smámynd: Mofi

Sigmar
Hversu oft þarf að segja þér þetta svo það skiljist  -  Þróunarkenningin fjallar EKKI um upphaf lífs

Þeir sem aðhyllast darwinisma, þeir sem eru á móti Vitrænni hönnun þeir eru lang oftast líka á móti því að einhver hannaði lífið. Hann skilgreindi sjálfan sig sem darwinista og ástæðan var að hann aðhylltist hugmyndir Darwins eða eins og hann sjálfur segir "neo-darwinisma" eftir uppgvötanir í erfðafræðum og fleira.

Hann sem darwinisti ( trúði að frá einni lífveru kom allt sem við sjáum í náttúrunni aðeins með náttúrulegum ferlum,  án þess að eitthvað leiðbeindi ferlinu ) hélt að lífið gæti orðið til vegna náttúrulegra ferla. Um leið og hann skipti um þá skoðun þá sá hann að Guð hlyti að vera til. Ég hreinlega veit ekki hans afstöðu gagnvart því að lífið hefur þróast í gegnum miljónir ára enda kemur það akkurat þessu efni ekki við. 

Mofi, 19.5.2008 kl. 16:54

12 identicon

Mófi, þú veist að það er alveg hellingur af kristnu fólki sem er sammála því að þróunarkenningin sé rétt?  Þe. fólki sem trúir á guð en samþykir samt líffræðilega þróun.

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:09

13 Smámynd: Mofi

Arnar, lang flestir af þeim sem trúar að þróunarkenningin er rétt og að Guð er til, trúa því að Guð leiðbeindi þróuninni. Það fólk einfaldlega skilur ekki kjarnann í kenningu Darwins. Hjá Darwin var þetta svo slæmt að ef Guð þyrfti að koma inn í þetta einhvers staðar þá myndi öll hans kenning hrynja og verða að engu. Þetta viðtal aftur á móti snýst um uppruna lífs og hvort lífið sjálft þurfti hönnuð eða ekki.

Mofi, 19.5.2008 kl. 17:12

14 identicon

Það hvort hann skilgreindi sig sem darwinista kemur þessu nákvæmlega ekkert við...

Þróunarkenningin fjallar ekki um upphaf lífs...

Alveg eins og það að ég held með Liverpool hefur ekkert að gera með mínar trúarlegu skoðanir

Sigmar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:23

15 identicon

Það fólk einfaldlega skilur ekki kjarnann í kenningu Darwins.

Sé það núna, allt þetta fólk hefur rangt fyrir sér en þú ekki..

Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:25

16 Smámynd: Mofi

Það má alveg segja það Sigmar og ég myndi ekkert vera að mótmæla því. 

Arnar, ertu að segja mér að þú telur að þróunarkenningin segir til um að Guð leiðbeindi ferlinu?

Mofi, 19.5.2008 kl. 19:29

17 identicon

Það fólk einfaldlega skilur ekki kjarnann í kenningu Darwins. Hjá Darwin var þetta svo slæmt að ef Guð þyrfti að koma inn í þetta einhvers staðar þá myndi öll hans kenning hrynja og verða að engu

Hvernig í ósköpunum færðu þetta út?

Hann getur vel verið sá sem kveikti rofann og þróunarkenningin héldi gildi sínu fullkomlega þrátt fyrir það .... svona lygar og fullyrðingar eru ástæða þess að enginn með viti tekur mark á málflutningi ID manna

Sigmar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:00

18 Smámynd: Mofi

Sigmar
Hvernig í ósköpunum færðu þetta út?

Charles Darwin
If it could be demonstrated that any complex organ existed which could not possibly have been formed by numerous, successive, slight modifications, my theory would absolutely break down

Ef Guð þarf að koma einhvers staðar inn í þá sá Darwin það fyrir sér að hans kenning yrði að engu. Ekki að ferlið væri þarna á ferðinni og kannski myndi Guð leiðbeina einhverju; nei, alls ekki. Ef Guð þyrfti að koma einhversstaðar að þá væri kenningin orðin að engu.

Darwin sá fyrir sér á einhverjum tímapunkti í lífi hans að Guð gæti hafa verið sá sem kveikti lífið og síðan tók þróun við svo sú afstaða er alveg inn í myndinni. Það sem gengur ekki upp er að láta Guð leiðbeina ferlinu og ástæðan er vegna kenningin sjálf útilokar það.

Mofi, 19.5.2008 kl. 20:22

19 identicon

Kenningin um þróun með náttúrulegu vali útilokar ekki Guð. Ein af grunnforsendum hennar er  að það sé breytileiki (ólíkir einstaklingar) til staðar í stofninum. Hvaðan kemur breytileikinn? Það skiptir engu máli segji ég, kenningin stendur hvaðan sem hann kemur. Þarna er kjörið tækifæri til að fela Guð. Þróunarkenningin gerir ekki kröfu um að breytileikin sé tilkominn vegna tilviljunar þó að erfðafræðin segji okkar að svo sé.

Sigmar: Þó að þróunarkenning fjalli ekki um uppruna lífsins er að mínu áliti mikilvægt fyrir líffræðinga að velta þeirri spurningu fyrir sig. Ég held að eftir því sem við lærum meira um þróun á sameindasviði færumst við nær líklegu svari. Hver er grunnurinn? Gæti hafa verið til lífvera sem innihélt ekki DNA? Hvað stórsameindir röðuðu sér saman fyrst? Eru svona millistig möguleg?

Ég tel þetta mjög spennandi spurningar sem við eigum að leita svara við sama hvort Darwin hafi skrifað eitthvað um þetta eða ekki. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:17

20 identicon

Arnar, ertu að segja mér að þú telur að þróunarkenningin segir til um að Guð leiðbeindi ferlinu?

Nei, að mínu áliti er guð er ekki til, hvernig á hann að geta leiðbeint einhverju? 

En fyrir þá sem þykjast vissir um að guð sé til, þá skil ég ekki akkuru þróunarkenningin ætti að vera eitthvað flókin.

Þróunarkenningin útilokar ekki guð eða annars konar utanaðkomandi áhrif á þróun.  Það sem Darwin segir réttilega er að ef það er til lífvera sem hægt er að sýna fram á að hafi ekki þróast þá sé kenningin hans röng.  En þú sleppir næstu settningu á eftir þar sem hann segir að hann hafi ekki fundið neitt slíkt tilfelli og en í dag hefur ekkert slíkt tilfelli fundist.

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:24

21 identicon

Jóhannes; án þess að vita nákvæmlega hvað líffræðingar gera alla daga þá grunar mig að líffræð sé ekki takmörkuð við þróunarkenningu Darwins.  Þeir líffræðingar sem leita uppruna lífs á jörðinni hljóta þá að hafa aðrar kenningar um það.

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:30

22 Smámynd: Mofi

Arnar
En fyrir þá sem þykjast vissir um að guð sé til, þá skil ég ekki akkuru þróunarkenningin ætti að vera eitthvað flókin.

Hún er ósköp einföld. Að trúa ekki þróunarkenningunni er ekki merki um að maður skilur hana ekki. Miklu frekar að maður skilur hve svakalega hæpin hún er.

Arnar
Þróunarkenningin útilokar ekki guð eða annars konar utanaðkomandi áhrif á þróun.

Það er rétt að hún útilokar ekki tilvist Guðs en hún útilokar að Guð hafi komið nálægt sköpunarverkinu, leiðbeint því á nokkurn hátt.

Arnar
Það sem Darwin segir réttilega er að ef það er til lífvera sem hægt er að sýna fram á að hafi ekki þróast þá sé kenningin hans röng.  En þú sleppir næstu settningu á eftir þar sem hann segir að hann hafi ekki fundið neitt slíkt tilfelli og en í dag hefur ekkert slíkt tilfelli fundist.

Það var á hans tíma og hans mat á þessu. Margt hefur breyst síðan, sérstaklega þegar kemur að skilningi á próteinum, frumunni sjálfri, DNA og nanó vélar í frumunni. 

Mofi, 20.5.2008 kl. 12:26

23 Smámynd: Mofi

Ómálefnleg færsla fjarlægð frá Sveini...

Mofi, 26.5.2008 kl. 15:25

24 identicon

Hmm, hvers konar fólk heldur að ritskoðun séu rök?

Hérna er þetta aftur, umorðað;

Hún er ósköp einföld. Að trúa ekki þróunarkenningunni er ekki merki um að maður skilur hana ekki. Miklu frekar að maður skilur hve svakalega hæpin hún er.

Það er einmitt ekki málið.  Það eru til menn sem skilja inntak þróunarkenningarinnar en samþykkja hana ekki, en þeir eru mjög fáir og það á svo sannarlega ekki við hér.

Það EINA sem þróunarkenningin &#39;útilokar&#39; er bókstafleg túlkun á sköpunarsögu bíblíunnar sem mikill meirihluti kristinna manna er sammála um að sé táknræn saga en ekki "making of everything" heimildir.

Það var á hans tíma og hans mat á þessu. Margt hefur breyst síðan, sérstaklega þegar kemur að skilningi á próteinum, frumunni sjálfri, DNA og nanó vélar í frumunni. 

Allt saman rétt, en breytir ekki á nokkurn hátt því sem Arnar sagði.

Sveinn (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 16:57

25 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Mófi, skemmtileg tilviljun að í hvert einasta skipti þegar ég heyri minnst á þróunarsinna sem "sá ljósið" og gerðist sköpunarsinni þá stendur 7. dags aðventisti fyrir sögunni, er það almennt samþykkt í ykkar röðum að sú staðreynd að kjánar geti skipt um skoðun ýti stoðum undir kenningu sköpunar guðs?

Mér er að spurn, ég vona ekki því það væri með þeim fráleitari rökvillum sem ég hef heyrt frá aðventista og ég hef heyrt þær heldur slæmar. 

Geir Guðbrandsson, 2.6.2008 kl. 13:12

26 Smámynd: Mofi

Eru allir þeir sem hætta að trúa að efni og náttúrulegir ferlar geti búið til upplýsingakerfi og upplýsingar?  Þarna er ég aðeins að benda á viðtal mann sem þekkir þetta mál vel og afhverju hann hefur þá skoðun sem hann hefur.

Mofi, 2.6.2008 kl. 13:27

27 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Jújú, það er hárrétt hjá þér að það eru upplýsingar útaf fyrir sig, en að mínu mati frekar gangslausar og marklausar upplýsingar, álíka gagnlegar og sú staðreynd að ég trúi ekki á Guð, algjörlega gagnslausar upplýsingar sem engu máli skipta.

Ég vil samt sem áður benda á að ég er enginn afspyrnu andspyrnumaður kristinnar trúar sem slíkrar, hef bara gaman að því að skiptast á skoðunum og rökum hvað varða þessi mál. :) 

 Kveðjur,

Geir Guðbrandsson 

Geir Guðbrandsson, 2.6.2008 kl. 16:05

28 Smámynd: Mofi

Ég skil ekki afhverju rök einhvers fyrir því að trúa að lífið þarf hönnuð eru gagnslausar upplýsingar. Mér finnst þær mjög fróðlegar og ástæða til að trúa á Guð.  Alveg eins og það er líka fróðlegt að hlusta á þá sem halda að lífið þarf ekki hönnuð og meta þá hvort að þau rök eru sannfærandi. 

Endilega kíktu við af og til og segðu mér hvað þér finnst um þessi mál :)

Kv,
Mofi 

Mofi, 2.6.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband