16.5.2008 | 10:40
Þú skalt ekki ljúga
Á þeim forsendum að þessi frétt sé sönn, þá sér maður þarna hvaða afleiðingar lygar geta haft. Kristur sagði eftirfarandi:
Matteusarguðspjall 12
Af gnægð hjartans mælir munnurinn 35Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði.
36En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla.
Hérna er farið yfir þessa sögu og hvernig blekkingarnar náðu svona miklu tangarhaldi á Megan, sjá: POKIN AROUND: A real person, a real death
Ekki vildi ég vera í sporum þessarar þeirra er blekktu Megan á dómsdegi og horfast í augu við hvað þeirra orð leiddu til og hvaða refsing réttilega bíður þeirra. Biblían er alveg skýr að lygarar fá ekki inngöngu í himnaríki en hvar skilur það þá mig og þig?
Erfiðasta í minni trú er sjálfsvíg því hvernig getur einhver öðlast eilíft líf sem endar það á þessari jörð. Sem betur fer veit enginn hvernig Guð dæmir og maður hefur aðeins þá von um að sá dómur sé réttur og kærleiksríkur. Í þessu tilfelli sé ég mjög ringlað barn sem vont fólk ýtti út af brúnni. Þótt það hafi verði með orðum á netinu þá voru þau alveg jafn raunveruleg í augum Megans.
Ég bið til Guðs að Hann taki á móti Megan þegar að því kemur, gefi foreldrum hennar styrk til að fyrirgefa þeim er ofsóttu dóttur þeirra. Þeim sem ofsóttu Megan, ég vona að það fólk mætti iðrast og biðja Guð og menn fyrirgefningar og öðlast fyrirgefningu vegna þess að Jesú borgaði gjaldið fyrir þeirra glæpi fyrir tvö þúsund árum.
Ákærð fyrir aðild að MySpace-gabbi sem leiddi til sjálfsvígs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahérnahér, mannfórnir og annað... guð er ekki til mofi, thank god
DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:53
Finnst þér DoctorE að þú vitir að Guð er ekki til eða að þú veist það ekki? Spurningin er nokkvurn veginn, ertu atheist eða agnostic?
Mofi, 16.5.2008 kl. 10:59
Guð er algerlega ekki til, ekki smuga.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:42
DoctorE, af öllum þeim upplýsingum sem þú hefur ekki rekist á, er þá ekki möguleiki að í þeim eru nægar sannanir fyrir tilvist Guðs?
Mofi, 16.5.2008 kl. 13:36
Langar að vitna hér í kunningja minn varðandi þetta:
færslan í heild sinni: http://jihad.bloggar.is/blogg/362456/
Anyway, finnst hann benda réttilega á að maður þarf sjálfur að finna sannleikann, það er óraunhæf krafa að ætlast til þess að fólk lifi eftir bókstaf sem það nær engri tengingu við. En það er hægt að finna það hvort Guð sé til eða ekki, svo framarlega sem maður nennir að bera sig eftir því. Fyrir frekara info, sláið inn leitarorð: "Raja Yoga"
Mama G, 16.5.2008 kl. 15:49
Ég vil ekki vera leiðinlegur en ég er ekki sammála kunningja þínum. Tveir plús tveir er jafnt og fjórir. Hvort að einhver hópur fólks í Texas heldur að tveir plús tveir er fimm þá skiptir það ekki máli né breytir það "sannleikanum" að tveir plús tveir er fjórir. Það er rétt að við verðum að finna sannleikann sjálf og allir eiga að hafa rétt á því að trúa því sem þeir vilja um veröldina ( á meðan það skaðar ekki aðra ). Það er til sú trú í Afríku að ef þú átt kynmök við hreina mey þá muntu læknast af HIV en vonandi getum við verið sammála um það að sú trú er einfaldlega röng.
Varðandi kröfuna að einhver lifi eftir bókstaf sem hann nær ekki tengingu við. Allir ættu að hafa rétt til að lifa eftir hvaða bókstaf sem þeir vilja, hvort sem eru bókstafir "Raja Yoga", Kóransins eða Biblíunnar. En ef það er mótsögn á milli mismunandi bókstafa þá er aðeins möguleiki að einn sé sannleikurinn; geti ekki verið margir. Til dæmis annað hvort dó Kristur á krossinum eins og Biblían segir eða Hann dó ekki á krossinum eins og Kóraninn segir. Getur ekki verið bæði. Báðar bækurnar gætu haft rangt fyrir sér en báðar geta ekki haft rétt fyrir sér.
Meikar þetta eitthvað sens?
Mofi, 16.5.2008 kl. 16:06
Ja, boðorðin banna ekki að ljúga. Þau eru ein af þeim fáu gildum sem S.D.Aðventistar vilja þó virða.
Það er að vísu eitt boðorð sem bannar eina tegund lýginnar, þ.e. að bera ekki ljúgvitni gegn náunga sínum. Öll önnur lýgi er leyfileg sýnist mér.
Sigurður Rósant, 16.5.2008 kl. 18:45
Þessi tilvitnun þín, Mofi í Matt 12:35-36, fjallar ekki endilega um lygar. Miklu frekar um bull, lausmælgi eða orð sem merkja ekki neitt sérstakt. Ómerk orð.
Annars virðist Jesús bera mikla virðingu fyrir vondum mönnum sbr. Lúk 11:13 "Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann."
Hvernig kemur þessi fullyrðing heim og saman við það sem þú vitnaðir í? Að þarna geti vondir menn gefið góðar gjafir..."vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði"
Svona ræðusnilld er kölluð - Þversögn -
Sigurður Rósant, 16.5.2008 kl. 20:00
Ég hef nú alltaf talið að þetta boðorð þýði að maður eigi ekki að ljúga en ef einhver virkilega vill fara nákvæmlega í hvað boðorðið segir þá má segja að sérstaklega má ekki ljúga upp á fólk. En hvernig er það, komstu að þeirri niðurstöðu að það megi ljúga út frá hvaða texta?
Hún fjallar um að jafnvel hið ómerkilega sem maður segir munu verða dæmd og hvað þá kvikindislegar lygar eins og voru þarna á ferðinni.
Í fyrsta lagi þá er textinn sem þú vitnaðir í þannig að honum er beint til hóps og Kristur segir þá vera vonda á meðan Guð er góður. Í öðru lagi þá er lykillinn að skilningi þarna í gjöf Guðs sem er heilagur Andi. Hann getur breytt vondu fólki í gott fólk þar sem Guð er uppspretta kærleikans.
Þegar maður skoðar þetta í samhengi þá vilja "bræður" Hans að Kristur fari með þeim opinberlega á ákveðnum tíma. Hann segir að Hans tími er ekki enn kominn en þeir ættu að fara. Síðan greinilega telur Kristur að Hans tími er kominn og Hann fer með leynd. Nei, mér finnst þetta ekki vera lýgi.
Mofi, 17.5.2008 kl. 01:04
Jæja, þetta hefur greinilega eitthvað mistekist hjá mér, því mér fannst færslan sem ég vitnaði í vera að segja það nákvæmlega sama og þú Mofi
Best að nota bara mín eigin orð: Guð er til hvort sem við skynjum hann eða ekki. Hafi maður áhuga á því að skynja Guð, og þar af leiðandi fá sönnun fyrir tilvist hans, þá er það hægt. Hafi maður ekki áhuga á því, er mjög ólíklegt að maður muni skynja hann.
Mama G, 17.5.2008 kl. 10:39
Sko ekkert styður tilvist guða nema trúarritin, þau eru ómarktæk.
Ef guð sýndi sig þá neita ég að dýrka hann því hann er fjöldamorðingi og einræðisherra, enginn gulrót fær mig til að dýrka þannig veru... prinsip mál
DoctorE (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:06
Það er reyndar ýmislegt sem styður tilvist Guðs, t.d. sameiginleg upplifun hinna ýmsu aðila í gegnum alla mannkynssöguna, upplifun sem kallast guðsskynjun.
Það sem er hins vegar furðulegt er hversu ótrúlega margir sætta sig bara við það að lifa í gegnum upplifun annarra á Guði, í stað þess að reyna að fá sönnun á því sjálfir að hann sé til, með því að öðlast sjálfir guðsskynjun.
En aðalatriðið er að manni líði vel með þetta allt saman. Ef það er prinsip mál að trúa ekki á Guð, then for the love of God, stick to that. Annað myndi bara færa þér óhamingju.
Mama G, 17.5.2008 kl. 14:59
Hafi jesu dáið fyrir syndir okkar, þá líklega dó hann líka fyrir þá sem drepa sig!? Eða dó hann bara fyrir þá sem eru vondir við aðra. Þú segist vona að guð dæmi hana af réttsýni og kærleika, en ert þess fullviss að jesu sé búinn að leysa okkur undan syndinni. Þetta er þversögn, eða er trúin ekki jafn sterk og þú vilt vera láta? Það er ótrúlegur hroki falinn í þessari vissu þinni um að þú getir eitthvap vitað um hvað gerist eftir dauðann. Þekkir þú einhvern sem sneri aftur? Er vissa þeirra um "eftirlíf" sem ekki eru kristnir eitthvað veigaminni en þín. Þvílíkur hroki endalaust í ykkur sem þó kennið ykkur við jesu.
Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 15:53
Þá höfum við bæði afrekað eitthvað í dag :)
Að alheimurinn hefur byrjun, að lögmáls hans eru fínstillt og að fyrsta lífveruan varð að hafa ógrynni af upplýsingum styður þá trú að það er til skapari. Ef þú sleppir Biblíunni og öllum trúarritum, er þá hugmyndum um Guð samt eitthvað sem þér bíður við?
Haraldur, ég segi að þetta er mín trú svo það er ekki fullyrðing um að ég viti hvað gerist eftir að við deyjum. Ég trúi að það sem Biblían segir um hvað gerist eftir dauðann sé satt. Þetta er ekki spurning um hroka heldur spurning um að eiga von í þessu lífi.
Mofi, 17.5.2008 kl. 19:00
Mofi - "En hvernig er það, komstu að þeirri niðurstöðu að það megi ljúga út frá hvaða texta?"
Af mörgu er að taka. En til að gera margþætt mál einfalt, þá eru höfundar flestra rita biblíunnar að greina frá ósannindum. Það segir okkur að lygi er í hávegum höfð.
Mama G - "Það sem er hins vegar furðulegt er hversu ótrúlega margir sætta sig bara við það að lifa í gegnum upplifun annarra á Guði, í stað þess að reyna að fá sönnun á því sjálfir að hann sé til, með því að öðlast sjálfir guðsskynjun."
Það sem þú kallar guðsskynjun, kalla ég sjálfssefjun (selfhypnosis). Ég geri fastlega ráð fyrir því að rannsóknir á starfssemi heilans leiði hið sanna í ljós innan nokkurra ára eða áratuga.
Sigurður Rósant, 17.5.2008 kl. 19:53
Sigurður, það er nú þegar byrðað ef ekki búið :)
Menn sem hafa verið að rannsaka áhrif rafsegulbylgna á heilan hafa komist að því að með að beina rafsegulbylgjum á ákveðin svæði heilans upplifir fólk allskonar 'dulræn' áhrif. Þar með talið 'out of body experience', nálægð við guðdómlegar verur, sjá drauga og það að vera brottnumin af geimverum.
Arnar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:44
Heldur þú virkilega að þeir sem skrifuðu það niður héldu að það væri lygi? Ég veit ekki um eitthvað í Biblíunni sem ég tel vera lygi...
Að mínu mati þá að hafna tilvist Guðs er eins og að hafna rökhugsun og öllum heimnum sem er í kringum okkur. Ég mun reyna að útskýra hvað akkurat ég á við með þessu vonandi fljótlega í nokkrum blogg greinum.
Arnar, það er engin spurning að hugsanir eru tengdar þeirri starfsemi sem er í heilanum en stóra spurningin er hvort að meðvitundin er eingöngu samsetning efnis eða atóma.
Mofi, 19.5.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.