Löngunin til einhvers betra

whooper_swanÞessi frétt minnir mig á sögu sem pabbi minn sagði mér þegar ég var lítill. Hann sagði mér og mömmu frá því þegar einhverjir stráka "ræflar" tóku sig til og hentu steinum í andar fjölskyldu þannig að þrír af fimm ungunum dóu og það sá verulega á foreldrunum. Man ennþá eftir að gráta mig í svefn þótt nú sé ansi langt síðan. Aldrei hef ég getað skilið hver var hvatinn að því sem þessir strákar gerðu og veit ekki hvort mig langar til að skilja þannig illsku.  

Það er eins og við flest höfum löngun til þess að svona atvik gerðust ekki og bæta þeim upp sem lenda í illsku.  Hvort sem það er fólk í Búrma, Kína eða álftir á Bakkatjörn.  Það er eins og okkur hungrar í réttlæti. Samt kannski ekki handa okkur sjálfum því hver hefur ekki logið, stolið og hatað einhvern? 

Má lýsa þessu sem löngun til að komast aftur í Edan garðinn.  Biblían talar um að svona tímar munu koma aftur, t.d. þessi vers í Jesaja eru mjög hugleikin: 

Jesaja 11
4Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu
og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu.
Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns,
deyða hinn guðlausa með anda vara sinna.
5Réttlæti verður belti um lendar hans,
trúfesti lindinn um mjaðmir hans.
6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu
og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.
Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman
og smásveinn gæta þeirra.
7Kýr og birna verða saman á beit,
ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,
og ljónið mun bíta gras eins og nautið.
8Brjóstmylkingurinn mun leika sér
við holu nöðrunnar g barn, nývanið af brjósti,
stinga hendi inn í bæli höggormsins.
9Enginn mun gera illt, enginn valda skaða
á mínu heilaga fjalli

því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni
eins og vatn hylur sjávardjúpið. 

 

Langar að láta fylgja með video með lagi úr Last of the Mohicans, var að hlusta á það þegar ég las þessa frétt. Einhvern veginn hreyfði meira við mér með þessa tónlist í bakgrunninum enda er hún alveg stórkostleg.

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Éta eða vera étin. Er það nokkuð nýtt hvorki í dýraríkinu eða svokölluðum mannheimum sem náttúrlega tilheyra dýraríkinu. Harmleikur hmm það finnst mér nú heldur sterkt til orða teki. Hvað kallast þá jarðskjálftarnir í Kína? Nú er allt harmleikur ef hundur týnist er það harmleikur og auðvitað ef veiðbjalla étur egg þá er endalaus harmleikur. Vonandi ríður ekkert verra yfir þjóðina á næstunni svo fólk þurfi ekki að lesa þessar harmafregnir, maður yppir svo bara öxlum þó tugir þúsunda kínamanna liggi limlestir og verri en dauðir út um allt. Ojæja hver er sjálfum sér næstur.

Inga

inga sigtryggs (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:57

2 identicon

Já og lausnin við því að mávarnir drepa álftirnar er að drepa mávana... Það er mannúðlegt.

Björn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Mofi

Inga, alveg sammála þér að það er ekkert nýtt þarna á ferðinni en finnur þú fyrir löngun að þetta væri ekki svona?

Björn, úff... já, ég get ekki neitað því að það er það eina sem mér dettur í hug :/ Það er eins og valið standi á milli þess að við reynum að hefta útbreiðslu mávanna í þeirri von að þá eigi aðrar fuglategundir meiri möguleika. Fight fire with fire... ekki beint samkvæmt ráðleggingum Krists. 

Mofi, 16.5.2008 kl. 09:23

4 identicon

Jæja, þá er búið að sýkna máfana.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/16/silamavarnir_syknadir/

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:42

5 Smámynd: Mofi

hehe... já, ég tók eftir þessu :)    takk fyrir að benda á þetta.

Mofi, 16.5.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband