Fer Siðmennt þá með bænir?

kirkjugar_urÞótt að ég vilji þessu fólki ekkert nema gott og vilji auðvitað að þau fái að halda sínar eigin jarðafarir en eitthvað er samt sorglegt við þetta.

Nokkrar spurningar brenna á mér...

  1. Fóru þeir með bænir fyrst þeir voru í bænahúsi?
  2. Ef þeir fóru með  bænir,  til hverns báðu þeir og um hvað?
  3. Afhverju voru þau í kristnu húsnæði með jarðarförina?
  4. Hvernig var ræða...ummm... prestins?  Svansins?
  5. Hvaða sálarhuggun gaf Siðmennt aðstandendum?
Spyr sá sem ekki veit...  Woundering
mbl.is Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó menn notist við bænahús þá táknar það ekkert nema að að það var notað og stóð til boða.

Ég veit bara mað sjálfan mig að mér líður ekkert betur við að láta ljuga að mér að nú sé hinn eða þessi hjá geimgaldrakarlinum ógurlega.

Þú ert bara að grípa í tómt Mofi

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Mofi

Þú trúir að Guð er ekki til en ég trúi að Guð sé til. Engar lygar endilega á ferðinni. Miðað við að við vitum afskaplega lítið um alheiminn, er möguleiki Doksi að af þeim upplýsingum sem þú hefur ekki rekist á, að það séu nægar sannanir fyrir tilvist Guðs? 

Mofi, 13.5.2008 kl. 16:10

3 identicon

Ég held að þetta lið í Siðmennt sé bæði siðblint og athyglissjúkt og ég hef skömm á því. 

Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:25

4 identicon

Þetta var ómerkilegt, mofi.

En til upplýsinga fyrir þig þá eru þrjú húsnæði í boði í Fossvogskirkjugarði; kirkjan (350 sæt), kapella (90 sæti) og bænahúsið (40 sæti).  Hugsanlega var húsnæði valið miðað við aðsókn?

Er ekki hægt að jarðsetja fólk án þess að fara með bænir og er ekki hægt að veita aðstandendum sáluhjálp án aðkomu trúar?  Voðalega ertu þröngsýnn.

Arnar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:28

5 identicon

Richard Dawkins lýsti í bók sinni, The God Delusion, afar fallegri guðlausri útför. Snerist athöfnin þá frekar um að minnast góðu stundanna í lífi þess látna, farið var með ljóð og söngvar fluttir sem hinum látna voru hugfangnir. Engin rútína sem prestur er að flytja í hundraðasta sinn þann mánuðinn, heldur persónuleg athöfn sem að raunverulega minnti aðstandendur á hvers virði hinn la´tni var fyrir líf þeirra.

 Þætti mér það persónulega betri kveðja en bænir, moltun og þaulæfðir helgileikir.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Mofi

Andrés, þetta eru nú bara spurningar sem þeim og öðrum er frjálst að svara.

Stefán, þótt ég sé ekki sammála þeim þá tel ég þau ekki verið siðlaus og athyglissjúk. Aðalega vorkenni þeim að hafa svona vonlausa trú... hmmm, ég meina að þeirra trú hefur enga von; ekki sem ég veit um að minnsta kosti.

Mofi, 13.5.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Mofi

Arnar
Er ekki hægt að jarðsetja fólk án þess að fara með bænir og er ekki hægt að veita aðstandendum sáluhjálp án aðkomu trúar?  Voðalega ertu þröngsýnn.

Jú, auðvitað og þetta er auðvitað þeirra réttur.  Finnst aðeins dáldið undarlegt að geta ekki fundið húsnæði sem tilheyrir ekki kristilegt. Síðan þegar kemur að sáluhjálp þá að ég best veit er engin von í þeirra trú, engin Guð og þar af leiðandi þetta líf það eina sem er í boði svo það virkar mjög dapurlegur boðskapur.

Jóhannes,  það hljómar ágætlega en ég sé litla sem enga huggun í því. Þetta fólk hefur ekki von og fyrir mig er það bara sorglegt og óskandi að þau gætu séð að það er til von.

Mofi, 13.5.2008 kl. 16:36

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Voðalega eru menn viðkvæmir hér! Má ekkert lengur eða hvað? Ekki einu sinni varpa upp spurningum sem Mofi kallar eftir svörum við, sem eru greinilega bara pælingar hjá honum?

Ekki veit ég hvernig svona lagað fer fram, og finnst þetta bara eðlilegar spurningar við atriðum sem við hinir kristnu skiljum ekki. Og svo segja menn að Mofi sé "ósmekklegur" og annað fyrir vikið. Það er naumast hvað þið takið ykkur hátíðlega! 

Það er ekki er að furða að kristnum og trúlausum gengur illa að tala saman ef menn eru svona hryllilega hörundssárir og viðmótið svona hjá trúlausum. Ja hérna hér!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:39

9 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir með síðasta ræðumanni, mér finnst nákvæmlega ekkert að þessum spurningum sem velt er upp hérna.

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 16:41

10 Smámynd: Mofi

Andrés, endilega segðu mér; ég ætlaði ekki að vera... ósnyrtilegur.

Mofi, 13.5.2008 kl. 16:44

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er sammála Mofa, hvað var svona "ósnyrtilegt" kæri Andrés?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:46

12 identicon

Finnst aðeins dáldið undarlegt að geta ekki fundið húsnæði sem tilheyrir ekki kristilegt.

Mófi, þú veist væntanlega um mörg (ókristileg) húsnæði sem henta vel fyrir jarðafarir..

Og Haukur, það er frekar lélegt af bæði þér og mófa notfæra ykkur dauða einhvers til að skjóta á Siðmennt.  Mér þykir það amk. frekar ósmekklegt og ekki beint gott dæmi um 'kristið siðgæði' sem þið eruð svo hrifnir af.

Nema náttúrulega þessi komment séu einmitt mjög gott dæmi um 'kristið siðgæði'?

Arnar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:48

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - vitnaðu þar sem við "skjótum á Siðmennt" ? Annars halda rök þín ekki vatni og endilega bentu einnig á það sem kemur í stað "kristilegs siðgæðis" fyrst þú ert sjálfur svona heilagur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:52

14 Smámynd: Mofi

Arnar, þetta er ekki spurning um að nota jarðaför til að skjóta á einhvern. Þarna gerðist dáldið merkiegt, þ.e.a.s. fyrsta jarðaför Siðmenntar og þá tilvalið að velta fyrir sér hugmyndafræði Siðmenntar.

Kristið siðgæði finnst í orðum Krists, ekki í fylgjendum Hans.

Mofi, 13.5.2008 kl. 16:53

15 identicon

Tekið úr þínu bloggi (Zeriaph):

Eina sem mér fannst skondið við þetta var að þetta var haldið í bænahúsi ... tíhí.. sem er afar gott kristilegt húsnæði undir þennan gjörning.

Og þessar bænapælingar hjá mófa, akkuru ætti Siðmennt að fara með bænir og eru þeir ófærir um að veita aðstandendum huggun af því að þeir eru ekki trúaðir?

Og aldrei þóst vera heilagur og engin hefur getað sagt mér hvað 'kristið siðgæði' þýðir, þess vegna var ég að spá í hvort 'kristið siðgæði' væri að gera grín af jarðaförum annara?

Arnar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:01

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Arnar, þú staðfestir mjög skýrt að þið takið ykkur allt of hátíðlega! Mátti ég þá ekki vera sammála húsavalinu ... eða hvað?

Hverju sem því líður óskaði ég þeim til hamingju og Mofi er aðeins með pælingar .... er það þá glæpur? Ef svo er þá erum við báðir mikir afbrotamenn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 17:06

17 identicon

Rétt að taka það fram strax að ég er ekki í Siðmennt og hef engin tengsl við þau samtök.

Þessi orð þín Mofi lýsa ákveðinni þröngsýni. Talar um skort á sálarhuggun en ég held að engin huggun sé skömminni skárri en fölsk.

Spurning 1-2 þarfnast ekki svara, auðvitað var ekki farið með bænir en ástæða þess að athöfnin fór fram í kirkju er einfaldlega sú að Siðmennt á ekki húsnæði fyrir borgaralegar athafnir. Stjórnvöld á Íslandi viðurkenna ekki stöðu Siðmenntar sem hliðstæðu trúfélaga og því fá þau ekki fjármagn til framkvæmda. Húsnæðissjóður Siðmenntar hefur þó verið stofnaður og mun því einn daginn líklega rísa húsnæði til að sinna þessari þörf. Svarar líklega spurningu 3 einnig.

Lesa má um athöfnina hér og eitthvað er fjallað um ræðu Svans athafnastjóra, vonandi svarar það spurningu 4.

Varðandi sálarhuggunina þá lít ég ekki á jarðarfarir sem tæki til að hugga aðstandendur þess látna. Það er frekar kveðjuathöfn þar sem þess látna er minnst. Þótt ekkert sé blaðrað um framhaldslíf þá rýrir það ekki gildi athafnarinnar. 

Persónulega finnst mér hugmyndin um eilíft líf ógeðfelld, væri maður ekki orðinn leiður eftir 700.000.040.500.000 ár?

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:07

18 Smámynd: Mofi

Andrés
Spurningum 1 og 2 er sjálfsvarað, trúlausir biðja að sjálfsögðu ekki, hvaða húsi sem þeir kunna að vera staddir í. Að mínu mati felst því ákveðið háð í því að spyrja að þessu

Fyrir einhvern sem biður reglulega þá er ekki verið að gera grín að einhverjum ef hann biðst fyrir.  Síðan eins og einhver sagði, "there are no atheist in fox holes", svo ég myndi búast við bænum af guðafneitara í þannig kringumstæðum.

Andrés
væri í lagi undir öðrum kringumstæðum en þegar fjallað er um jarðarför. Spurning 4 er orðuð í hæðnistón.

Miklu frekar að skjóta smá á Svan þar sem hann lokaði á mig á blogginu hans.

Takk samt fyrir góðar ábendingar.

Mofi, 13.5.2008 kl. 17:10

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef Siðmenntarmenn vilja endilega gera sig að athlægi með því að nota guðshús undir guðlausar athafnir, þá er það þeirra mál.

Ég gagnrýni hinsvegar kirkjuyfirvöld að leigja þeim guðshús (ég reikna með að þeir hafi þurft að borga) undir athafnir sem ganga út á að afneita og hæðast að Guði.

Þarna finnst mér þjóðkirkjan vera að svíkja hlutverk sitt. Nema kirkjan (þ.e. forkólfar hennar) líti á sig sem fasteignafélag. Þá hef ég enga ástæðu til að vera skráður í hana á trúarlegum forsendum.

Ég get þá alveg gengið í Fasteignafélag Kringlunnar eins og þjóðkirkjuna, ef tilgangur kirkjunnar er að braska með fasteignir.

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 17:24

20 identicon

Ég er sammála Andrési, margt af því sem þú spyrð er ekki svaravert heldur einstaklega illa dulbúin háð.

En það að þú látir hafa eftir þér "there are no atheists in foxholes" er bara þekkingarleysi og barnaskapur.  Svona þér að segja get ég fullyrt að ef þú hefðir fæðst á Indlandi værirðu líklega Hindúi, ef þú hefðir fæðst í Saudi Arabíu tryðirðu að öllum líkindum að Múhameð væri spámaður Allah og ef þú hefðir aldrei séð bíblíuna og kynnst kristni þegar þú varst krakki værirðu að öllum líkindum trúlaus.  Þannig fæðumst við, öll önnur trúarafstaða er innrædd.

Svo ég tali fyrir sjálfan mig hef ég lent í lífsháska og ekki flaug mér í hug að biðja til guðs.  Ég get vel ímyndað mér að slíkt hefði meira að segja getað kostað mig lífið við þær aðstæður sem ég lenti.  Sem betur fer var maður þjálfaður til að bregðast skjótt og rétt við aðstæðum og fyrir vikið slapp maður með skrekkinn.

"no atheists in foxholes" pff, ég gef skít í þessa háðslegu, illa úthugsuðu og barnalegu athugasemd. 

Sveinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:34

21 identicon

ef maður er trúlaus, trúir maður á endurholdgun eða framhaldslíf?

og ef maður trúir ekki á endurholdgun eða framhaldslíf, skiptir þá máli hvar, hvernig eða hvort maður er grafinn?

en kannski er öruggara að fá skvettu af vígðu vatni yfir sig - just in case. 

kannski að ormarnir skilji þá eftir smá kjöttægjur ..  

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:34

22 identicon

Hvað er sorglegt við að maður eigi bara eitt líf?

Að gera sér grein fyrir því er eins öflug leið til að segja manni að grípa gæsina og býðst. Fær mann til að drattast af rassgatinu og gera það sem getur til að nýta þetta líf.   

Hvaða von ertu að búast við í jarðarför?

Eins og ég skil jarðarfarir þá er verið að kveðja látna ástvini, minnast áhrifa þeirra á líf manns og sýna þakklæti fyrir liðnar stundir. Auðvitað eru jarðarfarir sorglegar, við hverju er að búast þegar maður missir ástvini?

Þegar ég sé þig skrifa um vonleysi trúleysingja þá verður mér hugsað til frænku minnar, barnungrar, að reyna að reka sívalan kubb í ferkantaða gatið á uppáhalds leikfanginu sínu og ganga frekar illa að skilja hversvegna þetta passar ekki.

Veraldlegar (e. secular) útfarir snúast um að kveðja, minnast og þakka fyrir. Trúarlegar snúast um að auðvelda hinum látna ferðina í næsta heim og óska viðkomandi góðs áfangastaðar.

Athugið að þetta innlegg hefur ekkert með siðmennt að gera, ég þekki ekkert til þeirra samtaka.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:35

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Finnst aðeins dáldið undarlegt að geta ekki fundið húsnæði sem tilheyrir ekki kristilegt.

Finnst þér undarlegt að besta húsnæðið fyrir útfarir hafi verið húsnæði sem var byggt sérstaklega fyrir útfarir?  Hvaða annað húsnæði finnst þér vera meira viðeigandi?

Síðan má auðvitað benda á að sá peningur sem fer í að reka grafreitina kemur úr sjóðum okkar allra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 17:36

24 identicon

Theódór Norðkvist:

Ef Siðmenntarmenn vilja endilega gera sig að athlægi með því að nota guðshús undir guðlausar athafnir, þá er það þeirra mál.

Ég gagnrýni hinsvegar kirkjuyfirvöld að leigja þeim guðshús (ég reikna með að þeir hafi þurft að borga) undir athafnir sem ganga út á að afneita og hæðast að Guði.

Afhverju heldur þú að borgaraleg útför "gangi út á að afneita og hæðast að guði"? Ríkiskirkjan hefur skyldum að gegna við alla landsmenn vegna þess að hún er rekin og kostuð af hinu opinbera. Grafreitir hennar t.d. standa öllu opnir óháð trúarbrögðum. Þess vegna geta aðrir en lúthersk-kristnir nýtt sér húsnæði hennar, sem byggt er fyrir skattfé almennings, til þeirra athafna sem þeir þurfa á að halda. 

Andrés Björgvin, ég vona að himnadvölin eigi eftir að standa undir væntingum þínum. 

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:39

25 identicon

Theódór 

Ég gagnrýni hinsvegar kirkjuyfirvöld að leigja þeim guðshús (ég reikna með að þeir hafi þurft að borga) undir athafnir sem ganga út á að afneita og hæðast að Guði.

Ég á ekki til orð!  Hvernig vogarðu þér að halda svona fjarstæðu fram?

Sveinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:40

26 Smámynd: Anna Lilja

Það er mjög sorglegt að sjá mann sem trúir svo innilega á guð kasta fram eins vitlausum athugasemdum, sérð þú ekki ástæðu til þess að aðrir eigi að hafa rétt til að hafa eigin skoðanir eða viðhorf? Það er ekki að sjá á þessum pistli hjá þér. 

1. Það eru bara þrjú hús til sem standa til boða við Fossvogskirkjugarð eins og einhver hefur réttilega bent á. Þar sem það var verið að jarða manneskjuna í Fossvogskirkjugarði er ekkert óeðlilegt að velja húsnæði sem var í nágrenninu.

2. Þeir fóru væntanlega ekki með bænir eins og gefur að skilja enda ekki nauðsynlegt að þeirra mati.

3. Vegna þess að húsin sem stóðu til boða í nágrenni Fossvogskirkjugarðs þar sem manneskjan var jörðuð, voru þessi.

4. Ræðan, húmanísk sjónarmið væntanlega.

5. Það er vel hægt að veita sáluhjálp án tengingu við kristna trú eða nokkra aðra trú.

Ég skil ekki hvernig maður sem kennir sig við kristindóm getur verið eins þröngsýnn og fordómafullur en samt sem áður boðað náungakærleika, virðingu og að koma skuli fram við náungann eins og að maður vill sjálfur að komið sé fram við sig.

Þú ættir að þekkja boðorðin tíu en mér þykir ekki eins víst að þú haldir þau í heiðri. 

Anna Lilja, 13.5.2008 kl. 17:50

27 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mofi.  Það er ykkur kirkjunnar mönnum líkt að flækja dauðann.  Af hverju er ekki hægt að fá að hrökkva uppaf og vera holaður niður án þess að vera með serímóníur?

Það er hægt að biðja fyrir vinum sínum, ættingjum, félögum með fallegum hugsunum í þeirra garð.  Ekki einhjverjar bænir sem eru lesnar upp af blaði, forskrift einhvers annars frá fornri tíð.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 17:53

28 Smámynd: Mofi

Lárus
Þessi orð þín Mofi lýsa ákveðinni þröngsýni. Talar um skort á sálarhuggun en ég held að engin huggun sé skömminni skárri en fölsk.

Í mínum huga er huggunin ekki fölsk. Ég auðvitað skil að einhver sem trúir ekki á Guð og trúir ekki að það sé von eftir þetta líf myndi upplifa þetta allt saman sem lygar og ég myndi frekar vilja fyrir þá jarðaför í gegnum Siðmennt en lyga hræsni í kirkju.

Lárus
Lesa má um athöfnina hér og eitthvað er fjallað um ræðu Svans athafnastjóra, vonandi svarar það spurningu 4.

Takk fyrir þessa ábendingu.

Lárus
Varðandi sálarhuggunina þá lít ég ekki á jarðarfarir sem tæki til að hugga aðstandendur þess látna. Það er frekar kveðjuathöfn þar sem þess látna er minnst. Þótt ekkert sé blaðrað um framhaldslíf þá rýrir það ekki gildi athafnarinnar. 

Ég get séð hvernig hún getur verið virðuleg og einlæg. Mér finnst bara sorglegt að vonina skuli vanta.

Lárus
Persónulega finnst mér hugmyndin um eilíft líf ógeðfelld, væri maður ekki orðinn leiður eftir 700.000.040.500.000 ár?

Ég get svo sem skilið þessa afstöðu en hvenær myndi þessi tími renna upp? Ég meina, ef þú myndir heyra í dag að þú ættir bara nokkra mánuði eftir ólifaða þá myndir þú líklegast ekki vera ánægður með það?  Ef þú værir hraustur og í góðu formi en værir tvö hundruð ára, heldurðu að þá myndir þú segja að núna væri þetta orðið gott og langaði ekki til að lifa lengur?

Ég sé fyrir mér að rannsaka sköpunarverkið og kynnast miljónum manna og fá tækifæri til að njóta lífsins, eitthvað sem er aðeins hægt að gera á mjög takmarkaðann hátt í þessu lífi.

Mofi, 13.5.2008 kl. 17:58

29 identicon

Lífið missir tilgang sinn ef það endist að eilífu.

Þú gleymir líka að athuga að frjáls vilji getur ómögulega verið til í ríki guðs. 

Sveinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:06

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kristileg útför gengur út á að boða þá von og trú að upprisan til eilífs lífs sé möguleiki, ef Guð lofar.

Þess vegna skýtur það skökku við að kirkja sem hefur þá játningu og skyldar öll fermingarbörn til að læra utan að, að hún trúi á upprisu mannsins og eilíft líf, skuli ljá hús tileinkað Guði sínum undir samtök sem afneita opinberlega þessari játningu.

Vantrúarfólkið hefur lýst því yfir að það telji að ekkert taki við eftir dauðann, þá sé bara líf einstaklingsins búið. Hefur það eitthvað breyst?

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 18:16

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað áskrift þjóðkirkjunnar að skattfé allra landsmanna þá skil ég ekki hvað Hjalti er að blanda því inn í málið. Þurfti ekki Siðmennt að borga leigu fyrir bænhúsið? Hvaða þjónustu var kirkjan að veita þeim frítt?

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 18:19

32 Smámynd: Theódór Norðkvist

AA afneitar ekki að til sé guð, eins og Siðmennt gerir, þó skilgreining þeirra á guði sé of frjálsleg og rúm fyrir minn smekk.

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 18:24

33 identicon

Ertu viss um að þú sért ekki að rugla saman Vantrú og Siðmennt?  Mér gæti skjátlast, en ég held ekki að Siðmennt afneiti tilvist guðs, ég held að þeir bara trúi ekki að hann sé til.

Það er munurinn á að trúa ekki á að guð sé til og að trúa að guð sé ekki til, sbr. weak atheism og strong atheism.

Hafðu svona hluti á hreinu Teddi áður en þú fullyrðir meira en þú getur sýnt fram á. 

Sveinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:36

34 identicon

Theódór, ríkiskirkja hefur skyldum að gegna við alla landsmenn. Ef þér finnst það óþægileg tilhugsun þá skaltu beita þér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:37

35 Smámynd: Mofi

Halldór
en kannski er öruggara að fá skvettu af vígðu vatni yfir sig - just in case. 

kannski að ormarnir skilji þá eftir smá kjöttægjur ..  

Til þess að öðlast eilíft líf þarf viðkomandi að endurfæðast, miklu meira en að bara að fá á sig skvettu; meira að segja meira en bara að trúa.

Jóhannes
Hvað er sorglegt við að maður eigi bara eitt líf?

Það er sorglegt þegar þú sérð fyrir endann á því, ekki satt?  Þér finndist það líklegast sorglegt ef ástvinur þinn væri að kveðja eða að þú værir að fara að kveðja.

Jóhannes
Hvaða von ertu að búast við í jarðarför?

Fyrir sannkristinn einstakling þá er dauðinn aðeins svefn þangað til að Kristur kemur aftur; þá byrjar lífið fyrir alvöru.

Mofi, 13.5.2008 kl. 18:38

36 Smámynd: Mofi

Hjalti
Finnst þér undarlegt að besta húsnæðið fyrir útfarir hafi verið húsnæði sem var byggt sérstaklega fyrir útfarir?  Hvaða annað húsnæði finnst þér vera meira viðeigandi?

Húsnæði sem er ekki búið til fyrir kristilegar athafnir þar sem Siðmennt er ekki kristið og margir þeirra eins og ræðumaðurinn í þetta skiptið berjast á móti allri trú.

Hjalti
Síðan má auðvitað benda á að sá peningur sem fer í að reka grafreitina kemur úr sjóðum okkar allra.

Góður punktur

Anna Lilja
Það er mjög sorglegt að sjá mann sem trúir svo innilega á guð kasta fram eins vitlausum athugasemdum, sérð þú ekki ástæðu til þess að aðrir eigi að hafa rétt til að hafa eigin skoðanir eða viðhorf? Það er ekki að sjá á þessum pistli hjá þér. 

Í fyrsta lagi þá voru þetta spurningar, ekki athugasemdir. Í öðru lagi þá finnst mér svo sannarlega að fólk eigi að hafa sínar skoðanir og í þessu tilfelli var ég að biðja um að fá að heyra þær skoðanir.

Anna Lilja
5. Það er vel hægt að veita sáluhjálp án tengingu við kristna trú eða nokkra aðra trú

Ef einhver reynir að svara spurningunni um hvað verður um hinn látna þá er hann að tjá sig um trúarleg viðhorf. Fyrir kristinn einstakling sem á sína von í Kristi þá er ég forvitinn að vita hvernig sáluhjálpin og huggunin er fyrir þá sem aðhyllast þá afstöðu sem Siðmennt hefur.

Anna Lilja
Ég skil ekki hvernig maður sem kennir sig við kristindóm getur verið eins þröngsýnn og fordómafullur en samt sem áður boðað náungakærleika, virðingu og að koma skuli fram við náungann eins og að maður vill sjálfur að komið sé fram við sig.

Hvaða þröngsýni og fordóma ertu að tala um?  Ef þú telur að sá sem hefur ákveðna skoðun og þá að þeir sem hafa aðra skoðun hafa rangt fyrir sér þá máttu svo sem kalla mig fordóma fullann. Ég sé samt ekki betur en þú virðist halda hér fram að ég hafi rangt fyrir mér. Sem þér er velkomið að gera og ég myndi ekki telja neinn vera með fordóma fyrir að vera ósammála mér.  Ef það sem Kristur boðar er satt þá væri það vægast sagt ókærleiksríkt að boða ekki vonina sem er í Kristi og vara fólk við örlögum þeirra er hafna boði Guðs um fyrirgefningu og náð.

Mofi, 13.5.2008 kl. 18:47

37 Smámynd: Mofi

Sigurbjörn Friðriksson
Mofi.  Það er ykkur kirkjunnar mönnum líkt að flækja dauðann.  Af hverju er ekki hægt að fá að hrökkva uppaf og vera holaður niður án þess að vera með serímóníur?

Það er í góðu lagi mín vegna :)    afhverju þurfti einmitt þá Siðmennt að vera með einhverja seremóníu í bænahúsi?

Mofi, 13.5.2008 kl. 18:48

38 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er það skylda ríkiskirkjunnar að hleypa hvaða félagsskap inn í kirkjur með hvaða athafnir sem er. Er það þá skylda kirkjunnar að ljá starfsemi sína undir miðilsfundi, diskótek og fylleríisböll, ef einhver biður um það?

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 18:49

39 identicon

hér var náttúrulega ekki verið að tala um diskótek eða fyllirísball Teddi, heldur útför.

Sveinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:55

40 identicon

Það er sorglegt þegar þú sérð fyrir endann á því, ekki satt?  Þér finndist það líklegast sorglegt ef ástvinur þinn væri að kveðja eða að þú værir að fara að kveðja.

Auðvitað þykir mér það sorglegt. Ég reyni samt að líta á góðu stundirnar og vera þakklátur frekar en að reyna að blekkja sjálfan mig.  

Fyrir sannkristinn einstakling þá er dauðinn aðeins svefn þangað til að Kristur kemur aftur; þá byrjar lífið fyrir alvöru.

Byrjar fyrir alvöru, hvað áttu við?  Mariachi hljómsveit og flöskur af Veuve Cliquot bornar fram af dvergum í matrósafötum meðan Elvis leikur undir dansi?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:00

41 identicon

Theódór: Já, það er skylda hennar að þjóna öllum borgurum landsins, óháð trúfélagsskráningu, þar sem allir skattborgarar landsins halda henni uppi, óháð trúfélagsskráningu, í gegnum skattkerfið. Eins og hver önnur ríkisstofnun. Vissirðu það ekki?

Arngrímur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:01

42 identicon

Ef einhver reynir að svara spurningunni um hvað verður um hinn látna þá er hann að tjá sig um trúarleg viðhorf. Fyrir kristinn einstakling sem á sína von í Kristi þá er ég forvitinn að vita hvernig sáluhjálpin og huggunin er fyrir þá sem aðhyllast þá afstöðu sem Siðmennt hefur.

Ég persónulega legg meiri áherslu á lífið fyrir dauðann en eftir. Það eru ekkert allir að velta sér uppúr því hvað kemur eftirá. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:03

43 identicon

Mofi, ég get ekki séð hvað ætti að vera svona hræðilegt við það að eiga bara eitt líf, hér í þessu jarðríki - og ég get nokkurn veginn lofað þér því að ef ég verð svo heppinn að lifa lengi og við góða heilsu, þá mun ég á endanum verða tilbúinn til að kveðja lífið fyrir fullt og allt eins og margir gamlingjar sem trúa ekki á eilíft líf.

Þér finnst það vera vonleysi að trúa ekki á eilíft líf, en þar er ég ósammála þér og mér finnst þú líta niður á þá sem trúa ekki á eilíft líf með því einmitt að tala um vonleysi.

Það er ekkert vonleysi fólgið í því að trúa á eilíft líf.  Þvert á móti hvetur það  mig til að lifa hvern dag til fulls, gera eins vel við fólkið í kringum mig og ég get, njóta lífsins og, bara be the best I can, svo ég sletti nú enskunni.

Fyrir mér er ekkert vonleysi fólgið í því að andinn og vitundin hverfi þegar ég dey, ekki frekar en mér þykir vonleysi í því að andinn og vitundin hafi aldrei verið til áður en ég kom í þennan heim.

Auðvitað er sárt að missa ástvini sína, sérstaklega þá sem fara ungir og óvænt, það þekki ég af eigin raun. En fyrir mér er engin huggun fólgin í hugmyndinni um eilíft líf.  Huggunin er sú vitneskja að sá sem liggur í kistunni sé elskaður og hafi sjálfur elskað fólkið í kringum sig. Huggunin er fólgin í því að minnast allra góðu stundanna og að vita að sá látni hafi látið gott af sér leiða á meðan hann lifði.

Ég get skilið að það sé ekki nóg fyrir þig og að þú viljir trúa því að hann bíði eftir þér handan móðunnar miklu og mér finnst bara gott mál að þú skulir finna þína huggun í því. 

En Mofi, ekki gera lítið úr mínum tilfinningum og minni sannfæringu því ég geri ekki lítið úr þinni.

Ekki leggjast niður á sama plan og þeir sem ráðast á þína trú.

 Góða stundir :) 

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:18

44 identicon

Ekkert vonleysi fólgið í því að trúa EKKI á eilíft líf, átti að sjálfsögðu að standa þarna :)

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:21

45 identicon

Og ég sem hélt að risaeðlur væru útdauðar.....

Langar að benda á með "eignarhald" á bænahúsum að ef ég man rétt þá komu nú upp illindi hér um árið þar sem aðkomuprestur vogaði sér að gifta í kirkju sem "tilheyrði" öðrum presti  

Eru kirkjur landsins þá orðnar eign prestanna ? Presta sem mínir skattpeningar ásamt annarra sem ekkert vilja tengja sig við þjóðkirjuna greiða þeim laun ?

Þröngsýni og þrugl er inn af þessum hlutum sem hafa alltaf "heillað" fólk og fært það nær Guði (kaldhæðni fyrir þá sem blindir eru) 

Böðvar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:42

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sveinn og Arngrímur: Ég veit vel að við erum að ræða um útför (vonandi ekki málefnalegrar umræðu samt.)

Ég spurði einfaldrar spurningar. Kirkjan á að þjóna öllum landsmönnum segir Arngrímur.

Þýðir það að kirkjan eigi að ljá guðshús sín undir hvaða athafnir sem er, s.s. diskótek, djöflarokkstónleika, miðilsfundi og fleira ókristilegt?

Já, eða nei?

Svo lítt greindir einstaklingar og útúrsnúningasjúkir misskilji ekki, þá tek ég fram að ég er ekki að jafna borgaralegri útför við samkundur af því tagi sem ég nefni hér að framan. 

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 19:43

47 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það sem er fyndnast í þessu er að leggja menn til hinstu hvílu...í musteri Guðs JÖRÐINNI... Það flýr engin Guð eða sköpun hans það er kjarni málsins.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 13.5.2008 kl. 19:51

48 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Auðvitað þykir mér það sorglegt. Ég reyni samt að líta á góðu stundirnar og vera þakklátur frekar en að reyna að blekkja sjálfan mig. 

Það er alveg rétt að maður getur ekki valið að trúa bara af því að maður hefur löngun til þess og þá logið af sjálfum sér.  Þú vonandi trúir ekki að þeir sem trúa að Guð sé til, séu að ljúga að sjálfum sér?  Að þeir viti betur en velji að blekkja sig?

Helgi
Þér finnst það vera vonleysi að trúa ekki á eilíft líf, en þar er ég ósammála þér og mér finnst þú líta niður á þá sem trúa ekki á eilíft líf með því einmitt að tala um vonleysi.

Ég sé vonleysi en öllum er frjálst að trúa því sem þeir vilja, að minnsta kosti hérna á landi; eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég lít ekki niður á þá sem trúa ekki en ég óska þeim samt þeirra vonar sem ég hef og vara þá við þeim örlögum sem bíða þeirra í þeirri von að það mætti bjarga þeim frá glötun.  Þeir sem vilja það ekki, það verður að hafa það og ég vil ekki vera að elta þá uppi sem vilja ekki spjalla við mig um þá trú sem ég hef.

Helgi
Ég get skilið að það sé ekki nóg fyrir þig og að þú viljir trúa því að hann bíði eftir þér handan móðunnar miklu og mér finnst bara gott mál að þú skulir finna þína huggun í því. 

En Mofi, ekki gera lítið úr mínum tilfinningum og minni sannfæringu því ég geri ekki lítið úr þinni.

Ég vona að ég hafi ekki gert það og ef ég gerði það þá biðst ég afsökunar.

Kær kveðja :)

Mofi, 13.5.2008 kl. 19:53

49 identicon

Þótt mér finnist óþolandi hugsun að hafa ekki unnið í lottóinu, hefur það nákvæmleg ekkert að gera með það hvort ég hef í raun unnið í lottóinu eða ekki. Þetta er augljóst í þessu dæmi og á öllum öðrum sviðum en á sviði trúarbragða, þar sýnist mér fólk blanda því sem við vitum um tilveruna og óskhyggju þannig saman að úr verði furðuleg blanda.

Það sem við viljum hefur ekkert að gera með það sem er.

Arngrímur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:12

50 Smámynd: Mofi

Góður punktur Arngrímur, hvort sem þú vilt að Guð er til eða ekki, þá hefur það ekkert að gera með tilvist Guðs.  Ertu viss um að óskhyggja hefur ekkert með þína trúarafstöðu með að gera?

Mofi, 13.5.2008 kl. 20:26

51 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Húsnæði sem er ekki búið til fyrir kristilegar athafnir þar sem Siðmennt er ekki kristið og margir þeirra eins og ræðumaðurinn í þetta skiptið berjast á móti allri trú.

Mofi, við erum annars vegar með:

1. Húsnæði sem er búið til sérstaklega fyrir útfarir (og vill svo til að er aðallega fyrir kristið fólk og var byggt með það í huga)

2. ???

Síðan væri Siðmennt örugglega til í að hafa sitt eigið húsnæði, sem það gæti vonandi fengið ef t.d. meðlimir þess (þmt ég!) gætum látið sóknargjöldin okkar renna til Siðmenntar.

Góður punktur

Eru þeir ekki það allir hjá mér?

Er það skylda ríkiskirkjunnar að hleypa hvaða félagsskap inn í kirkjur með hvaða athafnir sem er. Er það þá skylda kirkjunnar að ljá starfsemi sína undir miðilsfundi, diskótek og fylleríisböll, ef einhver biður um það?

Theódór: Ég held að ríkið geti ekki neitað fólki sem hefur borgað fyrir með sköttum sínum fyrir grafreitina og byggingar sem tengjast þeim að nota þá.

Ef einhver biður um að halda diskótek þarna, þá er auðvelt að neita því með þeim rökum að þessi bygging er fyrir útfarir, ekki diskó.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 20:29

52 identicon

Ég ætti að vita betur en að fóðra tröll, en stundum er ekki hægt að hemja sig.

 ég hef vantrú á þessum athyglissjúku einstaklingum í vantrú.Eru þeir ekki hallir undir vísindakirkjuna? Þar er predikað að mannkynið hafi verið flutt hingað í DC 8 flugvélum til að pína og kvelja plús meira í svipum stíl. 

Vantrú og siðmennt eru tveir mismunandi hópar. Meginmarkmið vantrúar er baráttan gegn hindurvitnum og órökstuddri trú sem að fólk tekur upp af hvaða ástæðu sem er. Siðmennt er samtök veraldlega húmanista og standa fyrir utan deiluna um hvort guð sé til eða ekki. Munurinn liggur á milli passívra og aggressívra trúleysingja.

Ég segi enn og aftur að þessi félagskapur er ein stór þvæla og della og í raun ekki þess virði að skrifa um.

Of seint í rassinn gripið þarna.

Eitt veit ég allavega að þetta lið tekur sér alla lögbundna frídaga tengda kristinni trú og hvað gerir sá gjörningur til að vitna um "vantrú" þeirra?????

Eins og þú sagðir, þá eru þetta lögbundnir frídagar og þá er lokað á flestum vinnustöðum. Að vísu þá á þetta ekki við vaktavinnufólk eins og mig en þá er tekið vetrarfrí í staðin og fær maður 1 slíkan frídag á hvern unninn mánuð. 

Af hverju vinna þeir ekki öll jól og páska og neita að  taka helgidagakaup ef þeir vinna á helgum dögum kristinna manna?

Eins og ég sagði þá eru flestir vinnustaðir lokaðir. Efast líka um að nokkur maður færi að hafna 90% álagi á vanalega tímakaupið. 

Svo gapa þeir alltaf yfir að á Íslandi sé trúfrelsi og það er gott og gilt en þeir gleyma líka að á Íslandi er líka LÝÐRÆÐI OG MIKILL OG AFGERANDI MEIRIHLUTI VILL VERA KRISTINNAR TRÚAR !!!

Kristinn í orði og kristinn á borði. Íslendingar eru fæstir kristnir nema í jarðarförum, brúðkaupum og þegar þeim er mútað til að fermast.

...farðu svo aftur undir brúnna þína. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:34

53 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það væri alveg hægt að nota kirkjubyggingar fyrir diskótek, án þess að ég sé að mæla því bót. Það eru oft haldnir tónleikar í kirkjum með venjulegum hljómsveitum.

Það er allavega ágætt, Hjalti, að þú takir undir rök mín um að kirkjan geti ekki samþykkt hvaða athöfn sem er í kirkjum á þeim forsendum að hún megi ekki mismuna skattgreiðendum.

Reyndar sýnir þetta dæmi vel veikleika þjóðkirkjufyrirkomulagsins. Jesús sagði að hús Guðs ætti að vera bænahús, ekki ræningjabæli.

Gott og vel, ef kirkjan ætlar að vera fyrst og fremst fasteignarfélag fremur en trúfélag, en þá hafa þeir sem vilja taka trú sína á Guð alvarlega ekkert að gera þangað.

Ég segi það og skrifa, að það er vanvirðing við hús Guðs að halda í þeim trúlausar athafnir þar sem Guði og sannleik Hans er afneitað.

Ég hef ekkert á móti því að Siðmenntarmenn leiti sér að húsnæði fyrir sínar athafnir. Það er til fullt af góðum byggingum t.d. hjá Lionsklúbbunum og hinum ýmsu rekstrarfélögum samkomusala.

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 20:40

54 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór, ég var nú aðallega að hugsa um þessar byggingar sem fylgja grafreitunum okkar allra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 20:50

55 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo gapa þeir alltaf yfir að á Íslandi sé trúfrelsi og það er gott og gilt en þeir gleyma líka að á Íslandi er líka LÝÐRÆÐI OG MIKILL OG AFGERANDI MEIRIHLUTI VILL VERA KRISTINNAR TRÚAR !!!

 Já, það er rétt hjá Jóhannesi að það er rangt að fóðra troll, en það að "mikill og afgerandi meirihluti vilji vera kristinnar trúar" er bara bull. Tveir prófessorar við guðfræðideild HÍ flokkuðu í samantekt á mjög víðtækri könnun einungis ~36% Íslendinga sem kristna. Meira um það hérna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 20:54

56 Smámynd: Theódór Norðkvist

Allt í lagi Hjalti, það getur hentað betur að nota byggingar þjóðkirkjunnar fyrir útfarir, þar sem þær eru yfirleitt staðsettar við kirkjugarðana.

Sömu rök er hinsvegar ekki hægt að nota fyrir því að hafa borgaralegar giftingar Siðmenntar í kirkjum. Nema Siðmenntarmenn líti svo á að lífið sé í raun búið þegar fólk er búið að gifta sig.

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 21:10

57 identicon

Theódór: Bottom-lænið er þetta: Þjóðkirkjan er ríkisstofnun, borguð algjörlega af skattpeningum allra borgara þessa lands, sama gildir um aðrar ríkisstofnanir. Þar af leiðandi gilda um hana lög og reglur sem ekki eiga við um aðra trúarsöfnuði, t.d. upplýsingalög og stjórnsýslulög, sem bæði gild um alla stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Vek athygli á 11. gr. stjórnsýslulaga:

11. gr. Jafnræðisreglan.
Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.
Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Það skiptir sem sagt engu máli hvaða skoðun menn hafa á þessu, svona eru bara lögin.

Hér var um að ræða jarðaför, ekki rave-partí. Stjórnvöld geta sett almennar reglur um að t.d. megi ekki neyta áfengis í opinberum byggingum, en þá verður slíkt bann að vera almennt, ekki sértækt. Ég efast líka um að dómsmálaráðherra myndi heimila sveitaball í bílaporti lögreglunnar við Hverfisgötu.

Arngrímur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:29

58 identicon

Ég legg til að fólk lesi pistil eftir Hjört Magna Jóhannsson forstöðumann Fríkirkjunnar um málið:

http://www.frikirkjan.is/undirsidur/hjortur_magni/eru_mannud_og_humanismi.htm

Svona til að taka á þessu frá kærleikshliðinni.

Ég vona að enginn erfi það við mig að ég bendi á þetta sí svona.

Trúleysiskveðjur,

Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:01

59 Smámynd: Óli Jón

Mér finnst ágætt að trúaðir geti einu sinni rýnt í gerðir okkar vantrúaðra. Nógu oft eru þeir og þeirra gjörðir undir smásjá okkar sem engu trúum. Hins vegar finnst mér ekki maklegt að deila á Mofa og Guðstein því þeir eru líklega kurteisustu og langlundarbestu fulltrúar síns málstaðs.

Sjálfum finnst mér spurningar Mofa alveg eiga rétt á sér, enda hefur hann margsinnis svarað öðrum eins spurningum um hans sýn á kristna trú og ekki hafa þær allar verið settar fram með virðingu. Hann hlýtur að spyrja um það sem snýr að honum og inna þannig eftir atriðum eins og sáluhjálp og jafnvel staðarval. Virðum það!

Ég og Mofi erum ósammála um flest atriði í þessum málum, en ég hef séð það á bloggi hans að hann er fús til að skapa umræður þar sem hann stendur vaktina af miklum dug og svarar iðulega af mikilli rökfestu fyrir sinn málstað. Menn þurfa ekki að vera sammála honum, en hann er sjálfum sér samkvæmur. Við hljótum því að una honum þess að beina nú sjónum í okkar garð. Gætum þess bara að í þessari athöfn sem um er rætt var jarðsettur einstaklingur og þótt rætt sé um athöfnina má aldrei gera lítið úr því.

Óli Jón, 13.5.2008 kl. 23:37

60 Smámynd: Mofi

Takk fyrir vingjarnleg orð Óli!  Sammála að þarna er um að ræða sorglegann atburð og ég vil alls ekki móðga þá sem þarna syrgja.

Mofi, 13.5.2008 kl. 23:45

61 Smámynd: Óli Jón

Enda greini ég ekkert móðgandi í garð þess látna í þínu máli, síður en svo! Spurningar þínar finnast mér eðlilegar og eiga fyllilega rétt á sér.

Óli Jón, 14.5.2008 kl. 00:26

62 Smámynd: Theódór Norðkvist

Réttmæt og góð ábending hjá Óla Jóni. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og þeir sem þekkja sorgina sem fylgir andláti ástvinar skilja það. 

Theódór Norðkvist, 14.5.2008 kl. 00:32

63 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mofi.  Þú spurðir í pistli þínum:

"Nokkrar spurningar brenna á mér...

  1. Fóru þeir með bænir fyrst þeir voru í bænahúsi?
  2. Ef þeir fóru með  bænir,  til hverns báðu þeir og um hvað?
  3. Afhverju voru þau í kristnu húsnæði með jarðarförina?
  4. Hvernig var ræða...ummm... prestins?  Svansins?
  5. Hvaða sálarhuggun gaf Siðmennt aðstandendum?

Spyr sá sem ekki veit...  Woundering "

Svona áhugamaður um þessi mál, verandi áhugamaður um trúmál, hversvegna í ósköpunum mættir þú þá ekki sjálfur í athöfnina til að svala forvitni þinni og áhuga um hvernig þetta fór fram?

Hversvegna þarft þú að spyrja um þetta með þessum kaldhæðnislega hætti og það á blogginu?  Þú ert með þessum hætti að ýja að einhverju, reyna að koma skrattanum þarna inná milli einhvernveginn, hleypa illu blóði, reyna að láta illt af þér leiða eins og púkinn á fjósbitanum.  Spurðu Jesú Krist hvort hann myndi fara svona að?  Láttu mig vita á morgun hvaða svör þú fékkst!

Ástæðan fyrir því held ég, að ég sem kristinn maður hafi haldið mig frá kirkjum, bænahúsum og öðrum skinhlegum stöðum eins og "Sjöundadags Aðventistum", er að þar er statt fólk eins og þú.

Gakk í Guðs friði.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 01:07

64 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Byrjar fyrir alvöru, hvað áttu við?  Mariachi hljómsveit og flöskur af Veuve Cliquot bornar fram af dvergum í matrósafötum meðan Elvis leikur undir dansi?

Jóhannes H. Proppé, 13.5.2008 kl. 19:00

Hvar skrái ég mig?

Ég hef verið viðstödd nokkrar útfarir og veit ekki til þess að neinn hinna látnu hafi verið sérlega trúaður. Hafa menn einhverja skoðun á því hversu trúaður viðkomandi þarf að hafa verið til að fá afnot af húsnæði kirkjunnar? Er allt í lagi að trúleysingi jarði annan ef hann fer með faðirvorið - er bænin afnotaskattur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.5.2008 kl. 06:20

65 Smámynd: Mofi

Sigurbjörn
Svona áhugamaður um þessi mál, verandi áhugamaður um trúmál, hversvegna í ósköpunum mættir þú þá ekki sjálfur í athöfnina til að svala forvitni þinni og áhuga um hvernig þetta fór fram?

Góður vinur minn benti mér á fréttina, annars hafði ég ekki hugmynd um þetta. Ef ég hefði vitað og hefði mátt mæta þá hefði ég reynt að gera það því að ég er mjög forvitinn um þetta.

Sigurbjörn
Hversvegna þarft þú að spyrja um þetta með þessum kaldhæðnislega hætti og það á blogginu?  Þú ert með þessum hætti að ýja að einhverju, reyna að koma skrattanum þarna inná milli einhvernveginn, hleypa illu blóði, reyna að láta illt af þér leiða eins og púkinn á fjósbitanum.  Spurðu Jesú Krist hvort hann myndi fara svona að?  Láttu mig vita á morgun hvaða svör þú fékkst!

Ég er óneitanlega líka að skjóta á Siðmennt og reyna að benda á hið sorglega sem ég sé í "trú" þeirra. Kristnir eiga að mínu mati að vera að bjóða upp á von í þessu mjög svo stutta lífi en við erum svakalega léleg að gera það eins þú réttilega bendir á. En enginn myndi taka nokkur tímann eftir neinu sem maður segir ef maður tipplaði alltaf á tánum og þorði aldrei að segja neitt sem einhver gæti tekið illa upp.

Sigurbjörn
Ástæðan fyrir því held ég, að ég sem kristinn maður hafi haldið mig frá kirkjum, bænahúsum og öðrum skinhlegum stöðum eins og "Sjöundadags Aðventistum", er að þar er statt fólk eins og þú.

Sá sem endurfæðist eins og Kristur talar um þykir vænt um aðra bræður sína í Kristi og vill eiga samskipti við aðra sem hafa sömu von og hann sjálfur. Mér finnst þú vera merkilega fljótur að dæma mig sem einhvern sem þú myndir ekki vilja þekkja en sem betur fer búum við í samfélagi þar sem maður ræður hverjir eru vinir manns og hverja maður umgengst.

Ef þú telur þig vera kristinn en villt ekki eiga samfélag við aðra kristna þá myndi ég skoða sjálfan mig og athuga hvort þín trú sé í rauninni sönn.

Kveðja,
Mofi

Mofi, 14.5.2008 kl. 10:07

66 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Byrjar fyrir alvöru, hvað áttu við?  Mariachi hljómsveit og flöskur af Veuve Cliquot bornar fram af dvergum í matrósafötum meðan Elvis leikur undir dansi?
Ég á við að þessu lífi þá er ansi erfitt að virkilega gera það sem manni langar til að gera; ég að minnsta kosti fæ bara nokkrar vikur á ári í frí og get sjaldnast ferðast og prófað allt sem mig langar að prófa á þeim tíma. Síðan er alltaf skuggi á öllu hérna, eyðsla á peningum þegar aðrir þurfa margfalt meira á þeim að halda en ég. Síðan auðvitað eru þeir sem lifa í skugga af dauða og sjúkdómum svo þeirra líf er oft ekki neitt nema þjáning.  Ég trúi því að í augum Guðs þá er þetta eymdarlíf sem við lifum og Hann vill eins fljótt og hægt er binda endi á illskuna í þessu heimi. 

Mofi, 14.5.2008 kl. 10:11

67 identicon

Theodor skrifaði:
Allt í lagi Hjalti, það getur hentað betur að nota byggingar þjóðkirkjunnar fyrir útfarir, þar sem þær eru yfirleitt staðsettar við kirkjugarðana.

Vill svo skemmtilega til að kirkjugarðarnir hérna á höfuðborgarsvæðinu eru sjálfseignar stofnun og húsnæði kirkjugarðanna er þvi þeirra eigin en ekki þjóðkirkjunar.

Arnar (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:37

68 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þau eru búin að borga fyrir þetta hús með sköttunum sínum, af hverju ekki að nýta það?

Útför, hvergi minnst á þennan svokallaða "Guð":

http://www.youtube.com/watch?v=CkxCHybM6Ek 

Jón Ragnarsson, 14.5.2008 kl. 11:33

69 Smámynd: Zaraþústra

Tek undir það sem Óli Jón segir.  Ég hef aldrei orðið þess var að Mofi sé dónalegur og ég sé enga ástæðu til þess að gera ráð fyrir að hann sé annað en forvitinn.

Ég er ekki í Siðmennt en ég get svo sem svarað fyrir mitt leiti þar sem ég er efahyggjumaður.  Kirkjur eru vel til þess fallnar að halda jarðarför, margar fallegustu byggingar landsins eru kirkjur og það er við hæfi að halda slíka athöfn í fallegu umhverfi, hlýða á falleg orð og fallega tónlist (og hljómburður er oft góður í kirkjum og aðgangur að hljóðfærum).

Jón Ragnarsson bendir á einmitt á minningarathöfn sem er ágætis dæmi um hvernig annars konar jarðarför en hefðbundin kristin jarðaför.  Sjálfur myndi ég helst ekki vilja láta grafa mig í jörð ef það er eins og stendur, betra fyrir umhverfið til dæmis að láta brenna sig (reyndar skiptir máli hvernig það er gert svo það sé umhverfisvænt).  Ég myndi líka gjarnan vilja að líkami minn gæti gagnast læknavísindunum þegar ég er dauður, sem þyrfti þá að gerast fyrir urðun.

Í Nepal (ef ég man rétt) þá eru lík stundum skilinn eftir á fjallstindum þar sem hrægammar éta það sem ætt er (nánast allt nema bein) og restinn er svo urðuð.  Einhvers staðar heyrði ég að þetta væri ein umhverfisvænasta leiðinn til að láta farga sér, en það er væntanlega ekki mögulegt hér (hrafnarnir hefðu ekki við).

Hvað varðar bænir þá held ég að þær fyrir finnist í einhverri mynd alls staðar í heiminum.  Það er alveg sama hvort við tölum við okkur sjálf eða Guð, við erum meðvitað að leysa úr vandamálum okkar, hver svo sem þau eru.  Þetta geta menn kallað að tala við sjálfan sig, biðja, hugleiða eða hvað sem er.  Hugmyndin er þegar öllu er á botninn hvolft að hugga eða leiðrétta eitthvað í fari okkar (menn geta beðist fyrirgefningar fyrir Guði og þar með viðurkennt fyrir sjálfum sér að þeir hafi gert eitthvað rangt, þá eru þeir líklegri til að betrumbæta sig, þetta er sambærilegt því sem búddistar gera þegar þeir hugleiða o.s.frv.) Við sjáum oftast sjálf um að hugga okkur, að tala við aðra þegar við missum einhvern samsvarar því sem við erum að gera þegar við erum að biðja.  Við erum að vinna úr tilfinningum okkar, það er hægt að gera með ýmsum hætti.

Þetta er kannski ekki mjög skipulagt svar hjá mér, enda hef ég ekki tíma til að svara almennilega.  Vona að þetta svari einhverjum spurningum.

Zaraþústra, 14.5.2008 kl. 15:30

70 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Svona í alvöru Mofi, ertu ekki í vinnu? Ekki ílla meint.

Þú veist, hvernig hefur þú tíma til að svara þessu flóði af rugli sem menn demba hérna yfir þig.

Kv Steini

Steingrímur Jón Valgarðsson, 14.5.2008 kl. 23:32

71 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Zaraþústra og fyrir fróðleg svör.

Steini,  sirka hálftími eða klukkutími á dag vanalega dugar til að svara flestu þó að meiri tími myndi líklegast minnka mistökin sem koma upp af og til. 

Mofi, 15.5.2008 kl. 09:17

72 identicon

Zaraþústra skrifar:
Ég hef aldrei orðið þess var að Mofi sé dónalegur og ég sé enga ástæðu til þess að gera ráð fyrir að hann sé annað en forvitinn. 

Mófi skrifar:
Ég er óneitanlega líka að skjóta á Siðmennt og reyna að benda á hið sorglega sem ég sé í "trú" þeirra.

Arnar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:50

73 Smámynd: Mofi

Arnar, er maður dónalegur ef maður gagnrýnir skoðun einhvers?  Ef maður bendir á það sem manni finnst ekki gott við einhverja afstöðu?

Mofi, 15.5.2008 kl. 10:56

74 identicon

Ef siðmennt setur sig upp á móti trú og kirkjunni, ættu þau samtök að útvega sér sér kirkjugarða ( Grafreiti ) og húsnæði til sinna sérþarfa . Hvernig þætti þeim ( Ef þeir ættu húsnæði ) að Kristnir bönkuðu þar upp á og bæðu um þjónustu ?

conwoy (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:41

75 identicon

ég er svo gjörsamlega sammála þér Mofi.  Já og ég hef lent í því sem svo margir aðrir að missa mína nánustu og veit svo sannarlega hvað kristin trú er mikilvæg á seinustu andartökunum þó svo að fólk hafi ekki einu sinni verið sérstaklega mikið trúað og ég bara spyr: hversu margir sem hér skrifa skyldu vera skírðir, fermdir og giftir í guðshúsi, já kirkjan er hús drottins og ekkert meira með það. Siðmennt hlýtur þá bara getað byggt hús fyrir sína þegna fyrir þeirra laun, eru ekki margir sérstrúarsöfnuður sem fá hluta af launum sinna manna, ég veit ekki betur en að við sem eru kristin borgum fyrir alla okkar þjónustu sem fram fer í kirkjum með glöðu geði. Og ég held að það myndi ekki þýða fyrir mig að mæta í Kefas eða einhverja aðra söfnuði og láta ferma mín börn á minn hátt. Nei, berum virðingu fyrir hvort öðru og leyfið þeim sem að hafa sína kristnu trú vera í friði, það má ekki borða svínakjöt lengur á leikskólum liggur við, það má ekki kenna kristnifræði, veit til þess fyrir ekki svo löngu síðan að vinir minna barna fengu að sleppa þeim tímum vegna trúar en samt nú í dag sitja mín börn í trúarbragðafræði sem á að kynna þetta allt fyrir þeim hvort sem að ég vil eður ei. Nei það er ástæða fyrir stríði og mannvonsku í heiminum og aðalástæðan er trúin, en ég er alveg viss um það að ég myndi ekkert vaða um með svona lagað í múslimaríkjunum t.d. Ég væri fljótt komin undir græna torfu. En ég skil ekki alveg afhverju Siðmennt hefur þá ekki sitt eigið húsnæði, afhverju er athöfnin ekki frábrugðin kirkjuathöfn, t.d. undir beru lofti?? Er þetta kannski bara til þess að vera á móti eða um hvað snúast þessi mál??? Kannski hef ég ekki kynnt mér þetta nægjanlega og ætla engan vegin að vanvirða neitt. En ég má líka hafa mína skoðun eins og þið

Og það þarf ekkert að hrópa ,,sem skattborgari þessa lands eitthvað´´ eða  að kirkjan sé byggð fyrir skattpeninga, já það er ábyggilega spreðað  annað eins með peninga og fólk reykir, drekkur, étur sér til óhófs og leikur á tryggingakerfið á ýmsan hátt, það eru líka skattpeningar sem fara þar og gífurlegir fjármunir sem að fara til að hjálpa fólki á allan hátt. etta er bara sem fylgir og ég er orðin öskureið núna, það má eflaust deila endalaust um þetta og best að láta þetta gott heita....í bili. Maður er bara orðin ótrúlega þreyttur á þessari virðingarlausu umræðu og ekkert er heilagt lengur. Halleúja.

Dísa (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:52

76 Smámynd: Mofi

conwoy, mjög góður punktur. Hafði hreinlega ekki hugsað út í þetta. Svanur sem hélt ræðuna þarna er mjög á móti kristni og virðist nota hvert tækifæri til að rakka hana niður svo ég hefði ekki viljað hleypa honum í ræðustól í minni kirkju. Alltaf samt rétt af kristnum að mæta öllum í kærleik og tilbúnir að hjálpa en að hleypa þeim sem rakka niður Guð og trúnna á Guð í ræðustól í kirkju er ekki eðlilegt.

Dísa,  margt mjög athyglisvert hjá þér þarna Dísa. Sammála þér að fólk á að bera virðingu fyrir hvort öðru og þeirra trú en sömuleiðis þá finnst mér mikilvægt að menn átti sig á því að það að vera ósammála er ekki hið sama og óvirða skoðanir einhvers. Ágætt dæmi um slíkt er þegar einhver segir mér að hann heldur að þróunarkenningin sé rétt og hann trúir ekki sögu Biblíunnar. Ég tek það engann veginn nærri mér og skil þá afstöðu mjög vel. En þegar einhver segir að trú mín er heimskuleg og það sé eitthvað að mér fyrir að trúa því, þá einmitt nálgaðist einhver umræðuna og mig á mjög móðgandi hátt.  

Ég er ekki sammála þér að trúin sjálf er rót mannvonsku. Græðgi, öfund og alls konar synd er orsök mannvonsku að mínu mati. Trúin sem fólk hefur mun síðan móta hvernig það sér heiminn, ef einhver trúir að ef hann deyr í bardaga við að drepa þá sem trúa öðru þá knýr sú trú einstaklinga til vondra verka. Ef trúin er aftur á móti að elska þá sem hata þig og gera þeim góðverk sem ofsækja mann þá knýr sú trú einstaklinga til góðra verka. Ef það er eitthvað sem gæti stöðvað stríð þá er það fyrirgefningin og ef einhver trúir að það er skylda hans að fyrirgefa þá er trúin þar að vinna gott verk. Ef viðkomandi hefði lifað á tímum víkinganna þar sem trúin var að það var þín skylda að hefna... já, hvaða góða ávexti hefði sú trú í för með sér?

Svo, ég segi með þér :)   Hallelúja! 

Mofi, 16.5.2008 kl. 09:19

77 Smámynd: Theódór Norðkvist

Af því að alltaf er verið að tala um að trúleysingjar nýti betur skattpeningana sína með því að fá inni í húsnæði þjóðkirkjunnar:

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk frá Kirkjugörðum Reykjavíkur þarf að taka Bænhúsið á leigu, ef menn ætla að nýta það við útfarir. Trúaðir sem trúlausir.

Trúleysingjar eru ekkert að nýta skattpeningana sína betur með því að taka húsnæði þjóðkirkjunnar á leigu. Þvert á móti eru þeir að styðja þjóðkirkjuna meira fjárhagslega.

Varð að koma þessu að, þar sem þessi misskilningur er útbreiddur.

Theódór Norðkvist, 16.5.2008 kl. 10:06

78 Smámynd: Zaraþústra

Dísa, húsinn voru byggð fyrir peninga landsmanna og eins og Theódór bendir á borga menn fyrir afnot af húsinu hvort eð er.

Zaraþústra, 16.5.2008 kl. 11:40

79 identicon

ok. Gott mál.

dísa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:59

80 Smámynd: Einar Karl

Sæl veri fólkið, ef einhverjir skyldu enn lesa færsluna.

Það gætir nokkurs misskilnings í þessari umræðu.

Umrætt bænahús er alls ekki kirkja og hvorki eign Þjóðkirkjunnar eða nokkurs safnaðar. Bænahúsið er eitt af þremur þjónustuhúsum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) þar sem útfarir fara fram.  KGRP er þjónustufyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarnesbæjar. Þjóðkirkjan eða "kirkjuyfirvöld" standa ekki að KGRP.

Það væri auðvitað í hæsta máta óeðlilegt ef KGRP gæti ekki liðsinnt öllum íbúum þessara sveitarfélaganna um útfararþjónustu hvort svo sem fólk vill hafa útför með trúarlegu yfirbragði eða ekki.

Þannig er spurning 3 í bloggfærslunni einfaldlega byggð á röngum forsendum. Bænahúsið er ekki "kristið" húsnæði eins og kirkja, frekar en t.d. elliheimili þar sem messað er á sunnudögum, en vafalaust fer meira fyrir táknmyndum kristinna en annarra í bænahúsinu enda meirihluti útfararathafna með kristilegum hætti.

Þessi útför á vegum Siðmenntar er alveg ábyggilega ekki fyrsta ekki-kristilega útförin í útfararhúsum KGRP. 

Einar Karl, 16.5.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband