Biblíu lexía á morgun - Hin erfiðu orð Krists

jesus_right_handÁ morgun laugardaginn 10. maí verð ég með lexíuna í Aðvent Kirkjunni á Ingólsstræti 19. Lexían fjallar um hinar erfiðu setninga sem Jesús sagði. Það sem getur orkað tvímælis eða virkar óskiljanlegt.  Lexían fer þannig fram að um er að ræða aðeins umræður sem maður tekur þátt í ef maður vill en þeir sem vilja aðeins hlusta geta gert það.  Væri gaman ef einhver veit um eitthvað sem honum finnst vera erfitt að skilja í orðum Krists að benda á það og þá getum við skoðað það.

Allir velkomnir á morgun og væri mjög gaman að sjá einhverja bloggara þarna :)

Hérna fyrir neðan er útdráttur úr lexíunni:

http://www.sda.is/lexiaDay.asp?w=218
Minnisvers.  „Aldrei hefur nokkur maður talað þannig“ (Jh 7.46).

Sumt af því sem Kristur sagði gengur í berhögg við hefðbundin gildi eða það sem álitið er vera eðlilegt.  Við eigum að bjóða þeim sem slær okkur hinn vangann, þ.e.a.s. að veita ekki hinu illa mótspyrnu.  Að sjálfsögðu er það næstum skoðun allra að okkur beri að streitast gegn hinu illa, jafnvel með öllum tiltækum ráðum.  Og að elska óvini sína?  Á ekki að hata óvini?  Við eigum að elska fjölskyldu og vini ekki satt?  Ekki segir Kristur það.

Og þetta verður ennþá ruglingslegra.  Samkvæmt Kristi munu utangarðsfólk, skækjur og aðrir  viðlíka ganga inn í himnaríki á undan mörgum hinna svokölluðu réttlátu.  Hvernig má það vera?  Kristur segir þá sæla sem gráta, sem eru miskunnsamir og hjartahreinir.  Við héldum að hinir sælu væru þeir ríku, valdamiklu, þeir sem hafa útlitið með sér og eru vinamargir eða hvað?  Samt sem áður hafa þessi orð af vörum Krist ekki að geyma það sem við myndum kalla stærstu áskoranirnar.  Í þessari lexíu ætlum við að rannsaka nokkrar yfirlýsingar Krists sem eru ekki kenningar í strangasta skilningi þess orðs heldur ummæli eða orðatiltæki.  Hvað átti Kristur við með þessum ummælum sínum og hvernig eigum við að styðjast við þau í daglegu lífi okkar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Þetta hljómar nú spennandi umræðuefni. Ég verð því miður ekki í bænum og mæti því ekki í þetta sinn.

Minn skilningur á orðum Jesú, t.d. þeim að bjóða hinn vangann og að elska óvini sína, er þannig að ef maður veitir mótspyrnu við einhverju (og þá aðallega andlega frekar en líkamlega), að þá er maður að beina huga sínum, hugsunum og orku að því neikvæða, eða einmitt því sem maður vill losna við.

Þegar maður gerir það (þ.e. veitir hinu neikvæða og illa athygli), dregur maður hið vonda meira fram í dagsljósið og útilokar á sama tíma það sem maður vill að gerist. Og þannig kemur maður sjálfur í veg fyrir að fá það sem maður vill.

Held hann hafi verið að leggja grunninn að því sem við í dag höfum nefnt á ensku "the law of attraction", en flestar bækur í heiminum í dag sem fjalla um það hvernig á að ná árangri í lífinu, á hvaða sviði sem er, tala um að maður verður að veita því sem maður vill, athygli, til þess að fá það, en ekki eyða orkunni í að hugsa um það sem maður vill ekki að gerist.

Mama G, 9.5.2008 kl. 14:45

2 identicon

Mjög áhugavert. Ég verð því miður einhverfur hérna heima að læra fyrir trúfræðina. Mæti næst!

Jakob (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:14

3 Smámynd: Mofi

Þetta er fín innsýn inn í þessi orð Krists.  Láta ekki þann sem veitist að þér það vald að hafa áhrif á það hvernig þér líður; að leyfa honum ekki að gera þig að fórnarlambi.  Einbeita sér að því góða og með þá von að Guð muni gera alla hluti nýja þá geta menn gert lítið við mann því að vonin felst ekki í þessu lífi.

Mofi, 9.5.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Mofi

Pax, endilega reyndu að kíkja við gott tækifæri og hið sama gildir auðvitað um Mama G :)

Mofi, 9.5.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband