Hvernig getur góður Guð leyft svona að gerast?

1410521627_cf38ec2e7e

Margir missa trúnna á Guð þegar þeir mæta mótlæti og skiljanlega svo. En þegar kristnir missa trúnna á Guð í mótlæti þá er það líklegast vegna þess að þeir eru að misskilja boðskap Biblíunnar.  

Til að útskýra þetta þá vil ég segja stutta dæmisögu sem útskýrir hvað ég á við.

Ímyndaðu þér tvo farþega um borð í flugvél. Flugfreyja kemur til fyrsta farþegans og bíður honum fallhlíf því hún muni bæta flugferðina. Með fallhlífina þá mun farþeginn njóta ferðarinnar betur.  Þar sem að flugfreyjan virðist vera einlæg þá ákveður fyrsti farþeginn að prófa fallhlífina þótt hann geti engann veginn séð að vera með fallhlíf geti gert flugferðina ánægjulegri.  Þegar hann er búinn að setja fallhlífina á sig þá finnur hann fyrir þunga hennar, hann finnur að hann getur ekki lengur sitið uppréttur og sumir af hinum farþegunum eru að hlægja að honum.  Eftir smá stund þá tekur fyrsti farþeginn fallhlífina af sér og hendir henni í burtu og bölvar henni. Að Hans mati þá var logið að honum og viðbrögðin skiljanleg.  

Önnur flugfreyja kemur til seinni farþegans en segir honum að einhvern tímann bráðlega mun hann þurfa að stökkva úr flugvélinni; flugvélin er í hættu og eina leiðin til að lifa af er að setja á sig fallhlíf og stökkva þegar sá tími kemur.  Í þakklæti setur farþegi fallhlífina á sig og bíður eftir því að kallið kemur.  Honum er alveg sama þótt að fallhlífin er þung og að hann getur ekki setið uppréttur. Þegar síðan aðrir hlægja að honum þá einfaldlega vorkennir hann þeim að vera ekki búnir að setja á sig fallhlífina svo þeir mættu lifa af líka. 

Kristnir eiga að setja traust sitt á Jesú Krist til að forða þeim frá því stökki sem allir menn munu einhvern tímann taka. Þeirra trú og traust á Krist er að Hann muni bjarga þeim frá dauða, veita þeim réttlæti frammi fyrir dómi Guðs.  Trúin á Jesú snýst ekki um betra líf hér og nú heldur um réttlæti og von um líf eftir þetta líf.  Þeir kristnir sem lofa fólki betra lífi hér og nú ef þeir verða kristnir boða eitthvað sem er engann veginn í samræmi við boðskap Krists.  Meira að segja varar Jesú fólk við, Hann segir að fylgja Honum getur orsakað það að mans eigin ættingjar munu svíkja mann til dauða og sumir munu hata þig bara vegna þess að þú fylgir Kristi. 

Ég við biðja Kristna um að biðja fyrir þessu fólki þarna sem á um sárt að binda.  Einnig vil benda á http://www.adra.org sem er hjálparstarf Aðventista sem er með starf á stöðum eins og Búrma.


mbl.is Um 4 þúsund látnir í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Ómálefnaleg athugasemd fjarlægð.

Mofi, 5.5.2008 kl. 15:08

2 identicon

Hvað þarftu að fá margar vísindalegar sannanir áður en þú fattar að það er enginn Guð?

Bæring (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Mofi

Bæring, ég hef alveg feiki nóg af vísindalegum sönnunum fyrir tilvist Guðs, sjá: Þeir sem eru án afsökunnar

Þú veist að þú munt deyja og eina sem ég er að reyna að koma á framfæri er það er von eftir dauðann. Þeir sem hafa ekki áhuga eða trúa ekki það er þeirra missir og ég óska þeim góðs gengis þó ég hafi áhyggjur af þeirra örlögum. 

Mofi, 5.5.2008 kl. 16:46

4 identicon

Var að sjá þessa sögu líka fyrir stuttu, á erlenda netrápinu mínu .

Góðar dæmisögur opna ekki huga margra í dag, frekar en fyrir 2000 árum . Skrýtið hvað skynsemi mannsins þróast  lítið sem ekkert á 2000 árum, þrátt fyrir þróunarkenninguna ! 

conwoy (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:20

5 identicon

En.. mennirnir völdu fallhlífina á mismunandi forsendum.  Annar gerir ráð fyrir því að komast á áfangastað en hinn gerir ráð fyrir að hrapa.

Seinni maðurinn á líka eftir að bölva fallhlífinni þegar hann kemst óskaðaður á áfangastað :)

Akkuru ertu svona ósáttur við það að lífið hefur engan tilgang nema að njóta þess á meðan það varir?

Arnar (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:55

6 Smámynd: Mofi

Arnar
Seinni maðurinn á líka eftir að bölva fallhlífinni þegar hann kemst óskaðaður á áfangastað :)

Það er einmitt punkturinn, viðkomandi þarf að stökkva, hann er í hættu.

Arnar
Akkuru ertu svona ósáttur við það að lífið hefur engan tilgang nema að njóta þess á meðan það varir?

Ég nýt lífsins, engar áhyggjur :)    Ég hef aðeins von um að þetta líf er ekki endirinn; eins og Dylan sagði "just remember, death is not the end". 

Mofi, 6.5.2008 kl. 10:25

7 Smámynd: Mofi

Conwoy, maður verður nú að hafa einhverja trú á fólki, þetta hlýtur að síast inn hægt og rólega.

Mofi, 6.5.2008 kl. 10:25

8 identicon

Viðkomandi heldur að hann sé í hættu :)

Arnar (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:57

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hver var þessi flugfreyja ert það þú og hinir predikararnir? Hver veitti henni upplýsingar?  Þetta er nú meira bullið,það bjargar þér ekkert frá Helvíti nema þú sjalfur.Meira að segja guð er sammála því,( þér hafið hleypt dauðanum inní paradís osvfr...sem sagt við berum sjálf ábyrgð á okkur og þeir sem gera það í sannleika þurfa ekki fallhlíf.Enda nota þeir annað flugfélag.FRIÐUR FÆST Í BRJÓSTUM OKKAR EKKI Á BÓK!!!!!!!

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 12:26

10 Smámynd: Mofi

Haraldur, þetta er líking við þá sem eru að segja öðrum frá Jesú Kristi. Sumir segja að ef þeir verða kristnir þá verði líf þeirra betra á meðan aðrir segja hið sama og Biblían segir, að þeir eru sekir og að í gegnum Krist geti þeir fengið fyrirgefningu.  Þú segir að við eigum að bera ábyrgð á okkur sjálfum, svo hvernig myndi fara fyrir þér ef þú stæðir frammi fyrir Guði og Hann skoðaði hjarta þitt?

Það sem er í "brjósti" þínu er að megninu til það sem þú hefur látið ofan í þig; andlega séð það er að segja. Það sem þú hefur horft á, lesið eða hlustað á, það er aðalega það sem bergmálar inn í þér.

Arnar, ég held ekkert að ég er í hættur, ég er 100% viss um að ég gæti dáið hvenær sem er. Hvort sem það er í slysi eða fengið sjúkdóm eða hvað sem er; dauðinn er mjög raunverulegur og ég þarf enga trú til að vita það :)

Mofi, 6.5.2008 kl. 12:30

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er einmitt málið! Það þarf engin trúarbrögð til að haga sér vel.Það má jafnvel færa rök fyrir því að verstu illskubrögð sögunnar hafi verið framin í nafni guðs.Biblían bendir á það að þeir sem skreyta sig hvað mest með orðinu verða teknir á beinið á efsta degi.Hvað sagði Páll postuli þegar hann var spurður um örlög þeirra sem ekki hafa heyrt "Orðið".Flettu því upp.Hræsnin sem er falin í orðum þínum og trúarlegu yfirlæti er ekki ávísun til himnaríkis.Það er stórt gat á "fallhlífinni" þinni. Friður.

Haraldur Davíðsson, 6.5.2008 kl. 13:46

12 Smámynd: Mofi

Haraldur, og hvernig hefur þú hagað þér?  Einhvern tímann logið, einhvern tímann stolið, einhvern tímann hatað einhvern eða öfundað einhvern?  Allir menn hafa samvisku sem Guð gaf þeim sem leiðbeinir þeim og þess vegna vita flestir menn hvað er gott og göfugt en það lætur oft undan þeirra eigin sjálfs elsku eins og sagan sannar.  Endilega segðu mér hvað þú heldur að Páll postuli sagði um örlög þeirra sem hafa ekki heyrt "Orðið".

Að minnsta kosti er ég með fallhlíf og ég sé ekkert gat; hvernig er þín fallhlíf?

Mofi, 6.5.2008 kl. 15:20

13 identicon

Það þarf engin trúarbrögð til að haga sér vel, segir Haraldur . Hvað þá ? Nóg að hafa lögregluna bara ? Hvorki skólarnir né lögreglan, eða þá foreldrar geta séð til þess að hegðan ungs fólks sé á skynsamlegum grundvelli .

Hver er  þín lausn Haraldur, ef trúin er gagnlaus ? Því miður, þessu getur þú ekki svarað, og því hefur trú enn fullann rétt á sér . 

conwoy (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:52

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég sagði aldrei að TRÚ væri gagnslaus,það ætti að vera ljóst. Og Mofi ég hef hvorki meira eða minna að fela en nokkur annar,og lít ekki á mig sem fullkomna veru á nokkurn hátt.Það er hins vegar ekki hluti af fullkomnleikanum að finna sér farveg í túlkun annara á orðinu.Eins og ég sagði hér fyrr;Friður (guð) finnst í brjóstum okkar ekki á bók. FRIÐUR:                          

Haraldur Davíðsson, 7.5.2008 kl. 00:57

15 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Haraldur.  Langar samt að benda á orð Krist um þetta atriði.

Markúsarguðspjall 7
21Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.“

Mofi, 7.5.2008 kl. 12:29

16 identicon

Að minnsta kosti er ég með fallhlíf og ég sé ekkert gat; hvernig er þín fallhlíf?

Er quote mining ekki lygi?

Arnar (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:20

17 Smámynd: Mofi

Arnar, ef einhver er viljandi að vitna í annan einstakling og láta hann segja eitthvað annað en hann meinti þá er það lygi.

Mofi, 9.5.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband