28.4.2008 | 13:25
Áhugaverðar spurningar
Hvernig myndir þú gera í eftirtöldum aðstæðum?
- Prestur og kona hans eru hræðilega fátæk. Þau eiga þegar 14 börn og núna kemst eiginkonan að því að hún er ólétt. Miðað við þeirra miklu fátækt og slæmu aðstæður til að ala upp barn og of fjölgun mannkyns; myndir þú mæla með fóstureyðingu?
Faðirinn er með lélega heilsu og móðurin með berkla. Af þeirra fjórum börnum þá var fyrsta barnið blint, annað barnið dó, þriðja barnið var heyrnalaust og fjórða barnið var með berkla. Núna er hún ófrísk af fimmta barninu, myndir þú mæla með fóstureyðingu?- Hvítur maður nauðgaði þrettán ára blökku stúlku og hún er ófrísk. Ef þú værir foreldri hennar, myndir þú mæla með fóstureyðingu?
- Unglings stúlka er ófrísk og hún er ekki gift og kærastinn er ekki faðir barnsins. Myndir þú mæla með fóstureyðingu?
Í fyrsta dæminu þá hefðir þú drepið "John Wesley" sem var einn af aðal trúboðum 19. aldarinnar. Í dæmi númer tvö þá hefðir þú drepið Beethoven. Í þriðja dæminu hefðir þú drepið Ethel Waters sem var frægur blökku söngvari. Ef þú sagðir já við fjórða dæminu þá hefðir þú stutt að Jesús hefði verið drepinn.
Guð er höfundur lífsins og Hann hefur gefið sérhverju okkar gífurlega verðmæta gjöf sem er lífið sjálft og gert okkur sjálf gífurlega verðmæt. Sérhvert líf á þess vegna að vera okkur mikilvægt, hvort sem að um ræðir barn á Íslandi eða annars staðar og sama hversu gamalt það er. Við höfum engann rétt til að ákveða hver á að fá líf og fá að lifa og hver á að fá það ekki. Það er að gera sjálfan sig að Guði og brjóta eitt af boðorðunum, þú skalt ekki myrða.
Opinberunarbókin 21:8
En staður er búinn í díkinu sem logar af eldi og brennisteini hugdeigum og vantrúuðum, viðurstyggilegum og manndrápurum, frillulífismönnum og töframönnum, skurðgoðadýrkendum og öllum lygurum. Það er hinn annar dauði.
Sumir gætu haldið að þeir eru saklausir af því að brjóta boðorðið að þú skalt ekki myrða en það er nóg að hata til þess að gerast morðingi í hjartanu og Guð dæmir ekki aðeins það sem hendurnar gera heldur líka það sem býr í hjartanu.
Fyrsta Jóhannesarbréf 3:14-15
14Við vitum að við erum komin yfir frá dauðanum til lífsins af því að við elskum bræður okkar og systur. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. 15 Hver sem hatar bróður sinn eða systur er manndrápari og þið vitið að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér.
Ef einhver skilur að hann á ekki skilið að ganga inn í himnaríki þá er það fyrsta skrefið í áttina að himnaríki. Guð þráir að veita sérhverju okkar náð en Hann getur aðeins veitt þeim náð sem telja sig ekki eiga hana skilið því náð er óverðskulduð gjöf. Sá sem iðrast, í djúpri sorg biður Guð um fyrirgefningu getur fengið fyrirgefningu í gegnum fórn Krists á krossinum.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2008 kl. 19:36 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott quote frá Einstein.
Sveinn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:32
Dæmin sem ég nefni sýna að þetta eru morð með þeim afleiðingum að einstaklingar sem hefðu getað öðlast líf og gert eitthvað voru drepnir. Varstu á þeirri skoðun að það mætti drepa börn þegar þú þóttist vera kristinn?
Mofi, 28.4.2008 kl. 13:56
Mofi, hvers vegna er rangt að eyða okfrumu?
Amen! Eigum við að mótmæla saman fyrir utan Landsspítalann? Læknarnir hafa engan rétt til þess að ákveða það hvort einhver eigi að fá að lifa eða ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.4.2008 kl. 13:58
1. Persónulega þætti mér ekki mikill missir af öðrum trúboða. En ef foreldrarnir treystu sér til að ala upp eitt barn í viðbót þá þætti mér það ekki vandamál.
2. Beethoven var 3. barn foreldra sinna. Móðir hans dó í hárri elli úr lungnabólgu og smitaðist aldrei af berklum. Faðir hans var við góða heilsu, söng sem tenór og var fyrsti tónlistakennari Beethovens. Reyndu einusinni að hafa staðreyndirnar á hreinu Mofi.
3. Hiklaust. Í fyrsta lagi vegna þess að 13 ára barn hefur ekki þroska til að ala upp barn og meðgangan og fæðingin gæti verið henni hættuleg. Í öðru lagi þá tel ég það rétt kvenna að velja og hafna hverjum þær bera börn.
4. Þetta er ekkert einsdæmi. Ef að eiginmaður/kærasti er tilbúinn að ala upp barnið þótt það sé ekki líffræðilega sitt eigið þá væri sjálfsagt að eiga barnið. Ef hann vill það ekki þá er konunar að velja hvort hún vilji barnið eða eiginmanninn.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:35
Á sjötta áratug síðustu aldar varð Betty Falco ófrísk að öðru barni sínu. Hún var þá skilin við mann sinn, sem hún átti fyrra barnið með, en faðirinn að seinna barninu (Kleinman) var giftur og vildi að Betty færi í fóstureyðingu. Hún neitaði og ól son - fjöldamorðingjann Son of Sam.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:40
Mótmæla fóstureyðingum eða hvað áttu við?
Alltaf sér maður dæmi af því hvernig sum líf eru minna virði en önnur að mati margra. Frekar óhugnanlegt að mínu mati.
Takk fyrir leiðréttinguna. Ég þýddi þetta úr grein sem greinilega eftir smá athugun fór rangt með staðreyndir.
Tel nú að sagan hefur sannað hið gagnstæða. Hvernig velur þú hver ætti að lifa og hver að deyja? Hve gamallt ætti barnið að vera þegar þú telur að líf þess er orðið einhvers virði svo að það "má" ekki drepa það?
Það er hægt að snúa þessu við já og "drepa" þá sem reyndust vera hræðilegt fólk. Þar sem við vitum aldrei hvort að einhver verði góður eða vondur þá finnst mér þetta ekki vera góð rök. Miðað samt við þetta innlegg þá ertu sammála því að svona vont fólk ætti ekki skilið að öðlast eilíft líf?
Miðað við lýsingu Biblíunnar á þeim sem hefur endurfæðst, varstu þá endurfæddur og þekktir Guð?
Ég er ekki í neinum vafa að þú trúðir einhverju en miðað við það sem ég hef lesið þá var það að mjög takmörkuðu leiti úr Biblíunni.
Frábært dæmi fyrir mig þar sem einhver segist vera kristinn en trúir síðan bara því sem hann vill.
Samviskan vottar um sannleiksgildi boðorða eins og þú skalt ekki ljúga, stela og myrða og fleiri.
Mofi, 28.4.2008 kl. 15:59
Frábært dæmi fyrir mig þar sem einhver segist vera kristinn en trúir síðan bara því sem hann vill.
Þetta eru allir kristnir einstaklingar sekir um og þú meðtalinn.
Sveinn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:05
Mofi, ég var nú aðallega að hugsa um það að mótmæla því að læknarnir skyldu voga sér að reyna að lækna banvæna sjúkdóma. Eins og þú rökstyður svo frábærlega í greininni þinni, þá á guð að ráða því hver lifir og hver deyr.
Annars hefur þér yfirsést eina spurningu sem ég kom með: Hvað er rangt við það að eyða okfrumu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.4.2008 kl. 16:07
Hjalti rúnar spyr; "Hvað er rangt við það að eyða okfrumu?" Okfruma er fyrsti reitur og allt taflið framundan. Hvenær verður okfruma að fóstri? Eftir að hafa skipt sér einu sinni eða oftar? Ef þú ert á móti fóstureiðingu á grundvelli "þú skalt ekki mann deyða" verður að setja mörkin við okfrumuna. Hún er frumgerð mannsins. Í henni er að finna allt það sem seinna kemur fram í fóstrinu og síðan manninum. - Það er tilgangslaust að þræta um hið augljósa, annað hvort telurðu fóstureyðingu vera í lagi eða ekki.
Þótt ég sé á móti fóstureyðingum nema undir sérstökum kringumstæðum (sem ég álít að eigi að vera undir móður og lækni lagt að meta) finnst mér óþarfi að setjast í eitthvert dómarasæti yfir ungum stúlkum sem þjóðfélagið kennir að þetta "sé ekkert mál". Ef þú villt bjarga heiminum skaltu bjarga sjálfum þér.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 16:53
Ég sagði aldrei að kauði væri réttlægri persóna en nokkur annar. Einungis að mér væri persónuelga enginn missir af einum trúboðanum enn.
Engar áhyggjur. Ég bjóst ekki við merkilegri heimildavinnu.
Ég vel ekki hverjir eiga að lifa og deyja. Ég er einfaldlega að segja að það sé foreldranna, þá sérstaklega móðurinnar að velja hvort hún ætli sér að eiga barn sem hún ber ósjálfviljug.
Ég er ekki fylgjandi því að nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn, heldur til að forða foreldrum eða barni frá því að verða við alvarlegri skerðingu á lífsgæðum. Til að mynda ef barnið er haldið alvarlegri fötlun, getnaður á sér stað við nauðgun eða sifjaspell, og ef að foreldrarnir eru félagslega vanhæfir til að ala upp barn.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:02
Smá viðbót við heimildarvinnuna í tengslum við hin 4 eyddu fóstur í upphafi greinarinnar.
1) Samuel og Susanna Wesley voru sannarlega fátæk en áttu ekki 14 börn þegar John fæddist. 9 af 19 börnum hennar dóu í frumbernsku.
2) Þegar búinn að taka Lúðvík fyrir
3) Sagan sannar ekki að 13 ára stúlkubarn hafi verið hæft til að ala upp barn. Ethel Waters var að mestu alin upp af ömmu sinni eftir að hafa átt, að eigin sögn, erfiða æsku "I never was a child. I never was coddled, or liked, or understood by my family." (ATH að ég er ekki að gera lítið úr tónlistarlegum afrekum hennar)
4) Get lítið tjáð mig umfram fyrra innlegg þar sem sagnfræðilegar heimildir eru ekki til staðar.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:21
Æ, svona rök. Væri það þá ekki rétt að eyða Hitler, Stalín og Maó formanni í móðurkviði, uppáhalds trúleysingunum þínum? Menn sem báru ábyrgð á miklum fjöldamorðum?
Ef þú vissir hver móðir Antikrists er væri þá ekki kjörið að senda hana í fóstureyðingu áður en króginn fæðist?
Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:00
Sæll Mófster - góð og merk færsla hjá þér, og ég mæli með að fólk sem talar um fóstureyðingu sem eitthvað réttlætanlegt kíki á síðu Jón Vals og skoði frumurnar sem er verið að eyða. Félagsleg fóstureyðing, á ekki rétt á sér. (ég vona að ég þurfi ekki að útskýra hvað ég á við með félagslegt...en smá klú, OH ÉG SEM ÆTLAÐI TIL SPÁNAR Í JÚNÍ, VERÐ ORÐIN FEIT ÞÁ, EÐA OH, VÁ MAÐUR MIG LANGAR EKKI AÐ HAFA NEITT MEIRA MEÐ GAURIN AÐ GERA, EÐA ÆI ÉG VILDI SVO KLÁRA NÁMIÐ OG EIGA HÚG OG 2 BÍLA OG OG OG)
knús
Linda, 28.4.2008 kl. 18:27
Þessi lógík sem kemur fram í þessum dæmum er svo yndislega gölluð. Í hvert skipti sem þú notar smokkinn, eða í raun nýtir þér ekki tækifæri að barna konu, ertu að neita nýju lífi.
Tumi Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:42
Ég held að það séu flestir á því að ekki skuli nota fóstureyðingu sem getnaðarvörn (eða það sem Linda kallar félagsleg (??) fóstureyðing).
Finnst þér að fóstureyðing ætti að vera bönnuð með lögum og ef já, hvaða refsingu ætti kona von á sem færi í fóstureyðingu?
Sveinn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:29
Að taka líf er slæmt en að bjarga lífi er af hinu góða, ertu ósammála því? Ég myndi ekki vilja drepa okfrumu... erfið spurning samt og hef ekki skoðað hana mjög vel.
Ég geri mitt besta að lúta því sem Biblían segir en ekki þykjast vita betur en hún.
Sem segir mér að fyrir þig er hans líf minna virði en annara; er ég að lesa þetta vitlaust?
Hvenær finnst þér að foreldrarnir eiga að hætta að hafa þennan rétt? Það eru t.d. menn sem telja að foreldrar eigi að hafa þennan rétt þangað til barnið er orðið þriggja vikna.
Ég svo sem skil þessa afstöðu þótt mér finnist mjög ósanngjarnt að saklaust barn sé látið gjalda fyrir glæp einhvers manns.
Mofi, 29.4.2008 kl. 09:06
Ég á greinilega eftir að fjalla um Antikrist hérna :) þar sem við vitum ekki hvort að einhver einstaklingur muni leiða gott af sér eða vont þá á þetta að vera úr okkar höndum.
Linda, takk fyrir gott innlegg.
Þetta er miklu frekar að átta sig á því að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Miðað við hvernig þú setur þetta upp þá er hvert einasta tækifæri til að stunda kynlíf svipað og fóstureyðing... þér getur varla þótt það rökrétt?
Mofi, 29.4.2008 kl. 09:12
Ég held í fyllstu einlægni að afstaða til fóstureyðinga sé brú sem ekki er hægt að fara yfir fyrr en maður kemur að henni. Og það er ekki víst að maður hafi sömu skoðun í hvert sinn sem maður kemur að þessari brú, lendi maður í þeirri aðstöðu.
Þær fóstureyðingar sem ég þekki til voru tilkomnar vegna annars vegar mikillar fötlunar væntanlegs barns og hins vegar þess að móðirin (og þar af leiðandi fóstrið) voru í lífshættu af þeirri einu ástæðu að móðirin var ólétt. Í báðum tilvikum er hægt að velta því fyrir sér hvers rétt á að virða. Á að leyfa fóstri með klofinn hrygg, vatnshöfuð og litningagalla að þroskast að fæðingu sem er 100% vitað að er ekki hægt að láta ganga í gegn nema með keisaraskurði eigi móðir og barn að eiga sjéns á að lifa af og meira en 90% líkum á að barnið deyji strax á fyrstu dögum ævi sinnar vegna fötlunarinnar? Er einhverjum gerður einhver greiði með því að halda slíkum leik áfram?
Í síðara tilvikinu, á að taka rétt fósturs fram yfir rétt nú þegar lifandi manneskju, sem gæti látist af því að vera þunguð. Með tilheyrandi hættu á að það gerist það snemma að fóstrið látist þá líka hvort sem er þar sem það getur ekki náð að þroskast nógu mikið til að fæðast?
Mama G, 29.4.2008 kl. 11:16
Góðir punktar Mama G og ég er alveg sammála. Maður verður að meta aðstæður og maður veit ekki sjálfur fyrr en á hólminn er kominn.
Mofi, 29.4.2008 kl. 12:06
Já.
Ég persónulega myndi segja þangað til að fóstrið á möguleika á að geta lifað af fæðinguna.
Hvaða máli skiptir það? Þú segist trúa því að kristur hafi þegar borgað fyrir allar syndir okkar.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:41
Jóhannes, hvað finnst þér þegar þú horfir á myndir af fimm til sex mánaða ófæddum börnum sem búið er að tæta í sundur vegna fóstureyðinga? Varðandi að Kristur hafi borgað fyrir syndir þá gefur það engum leyfi til að drepa.
Mofi, 29.4.2008 kl. 13:51
Finnst þér að fóstureyðing ætti að vera bönnuð með lögum og ef já, hvaða refsingu ætti kona von á sem færi í fóstureyðingu?
Sveinn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:16
Mér þykja þessar myndir hrikalegar. Ég hef aldrei sagt að mér þætti eitt né neitt gott eða fallegt við fóstureyðingar, heldur þykja mér þær vera neyðarúrræði sem ætti að vera hægt að grípa til án þess að vera að blanda biblíuversum við lagabókstaf.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:07
Léttir að heyra það Jóhannes. Það eru auðvitað þeir sem taka Biblíuna alvarlega sem hlusta á hana en aðrir hunsa hana.
Mofi, 29.4.2008 kl. 19:37
Finnst þér að fóstureyðing ætti að vera bönnuð með lögum og ef já, hvaða refsingu ætti kona von á sem færi í fóstureyðingu?
Sveinn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:55
Hvað sem þið trúarofstækistmennirnir segið þá er ekkert fjallað um fóstureyðingar í biblíunni heldur er þessi afstaða leifar af stefnu kaþólsku kirkjunnar. Mofi, sama hvaða afstöðu þú hefur til fóstureyðinga þá kemur hún trú þinni ekkert við. Ég er trúleysingi og ég vil endilega að fóstureyðingar verði bannaðar, nema í eftirfarandi tilfellum: fötlun, nauðgun, sifjaspell, aldur eða heilsufarsástæður. Við erum kannski sammála um eitthvað eftir allt saman.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:18
Halldór, þekkir þú 21. kafla annarar mósebókar?
Sá kafli er hluti af nákvæmum lögum hinnar fornu þjóðar ísraels
Þar er sagt aðá refsing við morði skuli vera líflát, hinsvegar ef einhver varð valdur að fósturláti bar honum að greiða bónda hennar sekt, Dráp á fóstri var því ekki talið til morðs..
Ísraelsmenn og Móse litu því greinilega ekki svo á að fóstrið væri manneskja.
Þannig var Tómas frá Akvínó einnig á því fóstrið hefði ekki sál fyrr en eftir nokkura vikna meðgöngu, enda segir Biblían að sálin taki sér ekki bólfestu fyrr en fóstrið tekur á sig mannlega mynd
Það er EKKERT í biblíunni sem segir okkur að fóstureyðing sé röng, þetta eru tilbúin kredda kirkjunnar manna seint á miðöldum þegar misvitrir vísindamenn með frumstæðar smásjár þóttust sjá "smáfólk" þegar þeir skoðuðu fóstur á fyrstu stigum tilveru þess
Sigmar (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:34
Lögin eiga að vernda allt mannlegt líf og fóstureyðingar eiga ekki að vera jafn sjálfsagður hlutur og því miður er í okkar samfélagi. Um 20 þúsund fóstrum hefur verið eytt hér síðan 1977.
Lífið er samt ekki bara svart eða hvítt og það koma upp aðstæður þar sem læknar verða að fá að grípa inn í það líf sem er byrjað að vaxa og dafna. Þetta á við þegar líf móður er í hættu. Þá kemur upp siðferðisleg dilemma. Stundum gerist það að við þurfum að fórna einu lífi til að bjarga öðru. Þegar líf móður er í hættu er líf fóstursins yfirleitt einnig í hættu og þá þarf að grípa inn í. Ef hægt er að halda báðum heilbrigðum og lifandi er það best.
Fyrstu 12. vikur meðgöngu geta verið mjög erfiðar mörgum konum. Konur eru oft mjög þreyttar, hormónarnir eru á fullu og valda stundum svartsýni og þunglyndi sem lagast svo á 13. viku. Sumar eru ælandi hluta úr degi eða jafnvel allan daginn. Þetta breytist svo allt og á öðrum þriðjungnum ríkir oft mikil hamingja, velllíðan og bjartsýni. En samt er það svo að konur þurfa að taka ákvörðun varðandi fóstrið á erfiðasta tímabilinu, þegar líðanin er sem verst. Margar konur sjá mikið eftir fóstureyðingunni eftir á.
Það hefur verið lögð mikil ábyrgð á okkur konurnar. Það er sem sagt okkar að ákveða hvort fóstrin lifa eða deyja. Væri ekki betra að vera ábyrgur áður en til þungunar kemur. Ættum við ekki að kenna dætrum okkar og sonum að barneignir eru afleiðingar kynlífs. Og þess vegna eiga þau að nota smokkinn, ekki bara til að forðast kynsjúkdóma. Það á einfaldlega enginn að sofa hjá manneskju sem hann/hún er ekki tilbúinn að eignast barn með, því allt getur gerst. Fóstureyðing er ekki lausnin.
Heiðrún (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:00
Heiðrún, ég er þér 100% sammála.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 01:21
Alveg sammála þessu líka Heiðrún
Fóstureyðingu má ekki nota eins og form getnaðarvarnar eins og svo miður margir gera
En í vissum tilfellum er hún bæði skiljanleg sem og réttlætanleg
Sigmar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 01:59
Fóstureyðingar eiga rétt á sér í mörgum tilfellum, kaþólikkar eru minna en ekkert trúverðugir í sínum málflutningi... og allir þeir sem taka undir þeirra orð verða að teljast geðveikir.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 07:39
"Væri ekki betra að vera ábyrgur áður en til þungunar kemur. Ættum við ekki að kenna dætrum okkar og sonum að barneignir eru afleiðingar kynlífs. Og þess vegna eiga þau að nota smokkinn, ekki bara til að forðast kynsjúkdóma. Það á einfaldlega enginn að sofa hjá manneskju sem hann/hún er ekki tilbúinn að eignast barn með, því allt getur gerst. Fóstureyðing er ekki lausnin."
Þá kemur annað vandamál, veit reyndar ekki með mófa en td. Jón Valur vill banna getnaðarvarnir og kynfræðslu líka :) Væri gaman að fá skoðun mófa á því.
Og sammála því að fóstureyðnig sé ekki lausn, en hún á samt að vera val. Frjáls vilji ekki satt mófi?
Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:10
Úff, mín afstaða er sú að ég vil hafa áhrif á gjörðir fólks með því að það taki trú og geri þá þau verk í góðri trú; ekki að þvinga einhvern til einhverra verka. Mér finnst samt eins og lágmarks krafa samfélagsins er að fræða verðandi mæður um hvernig fóstrið lítur út og hvað verður gert við það. Vara þær við hvaða afleiðingar aðgerðin hefur á þeirra eigin líkama og þau sálrænu vandamál sem sumir lenda í sem gera þetta. Síðan að bjóða alla þá hjálp sem við getum boðið til að koma í veg fyrir þetta.
Held að við erum ekkert á svo ósammála í þessu.
Ekki svo slæm rök, það er refsing en ekki dauðarefsing. Segir manni samt að þarna var um að ræða eitthvað mjög slæmt þótt að það var ekki hið sama og morð á fullorðnum einstaklingi.
Heiðrún, hjartanlega sammála þér :)
Mofi, 30.4.2008 kl. 10:22
Úff, mín afstaða er sú að ég vil hafa áhrif á gjörðir fólks með því að það taki trú og geri þá þau verk í góðri trú; ekki að þvinga einhvern til einhverra verka. Mér finnst samt eins og lágmarks krafa samfélagsins er að fræða verðandi mæður um hvernig fóstrið lítur út og hvað verður gert við það. Vara þær við hvaða afleiðingar aðgerðin hefur á þeirra eigin líkama og þau sálrænu vandamál sem sumir lenda í sem gera þetta. Síðan að bjóða alla þá hjálp sem við getum boðið til að koma í veg fyrir þetta.
Með öðrum orðum; líf fóstursins er ekki eins mikið virði og líf fæddra barna og lifandi manna?
Sveinn (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:15
Sveinn, ef ég þyrfti að velja milli líf móðurinnar og líf fósturs þá myndi ég velja líf móðurinnar.
Mofi, 30.4.2008 kl. 12:08
Laissez-Faire, veit ekki betur en þetta er eitthvað sem ansi margir vísindamenn og heimspekingar hafa pælt mikið í og án einhvers alvöru árangurs. Líklegast veit aðeins Guð svarið. Ég get ekkert neitað því að þetta er flókið mál fyrir mig líka. Hvenær finnst þér ófætt barn vera orðið þannig að það er ekki í lagi að drepa það?
Mofi, 30.4.2008 kl. 14:13
Burtséð frá allri siðfræði þá er ok-fruman "grunneining" manneskju, þ.e.a.s. hún inniheldur allt sem venjuleg manneskja hefur.
Fóstureyðing er án efa erfitt mál og þarf athuga vel hverju sinni og algjörlega foreldranna að ákveða hvort þau geri það.
Persónulega er ég fylgjandi fóstureyðingum, og ég er fylgjandi fóstureyðingum í kjölfar skimana þar sem alvarlegar fatlanir koma í ljós, t.d. Downs. En eins og ég segi það bæði er og ætti að vera foreldranna og þá sérstaklega móðurinnar að ákveða þetta.
Sveinn (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:50
Gott innlegg hjá þér mofi !!
Ég held að flest börn sem fæðast séu ekki alltaf að koma á "réttum" tíma fyrir foreldrana . Ef einhver finndi nú nothæfa tímavél, og byði mæðrum aðgang, hyrfu sennilega milljónir einstaklinga af sjónarsviðinu án þess að fá að gert . Frekar óskemmtileg reynsla fyrir konu að sjá eiginmann sinn hverfa skyndilega, vegna þess að móðir hans breytti atburðarrásinni í tímavél .
conwoy (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:19
Halldór, hvenær verður fóstur að manneskju?
Segir biblían ekki að líkaminn fái sál þegar hann fær á sig mannlega mynd
Ætli það sé ekki í kringum 13-14 viku?
Sigmar (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.