20.4.2008 | 17:43
Ótrúleg tilviljun
Árið 1898, fjórtán árum áður en Títanic fór í sína jómfrúarferð þá gaf út maður að nafni Morgan Robertson bókina "Futility of the Wreck of the Titan". Þetta var saga af ósökkvanlegu risa skipi eins og Titanic og fór í sína jómfrúarferð frá Bretlandi til New York í apríl mánuði með 2000 manns um borð. Skipið í sögunni reyndi að fara þessa ferð á met tíma og lenti á ísjaka og sökk alveg eins og Titanic. Ekki nóg með að nafnið á skipinu í bókinni hefði verið svipað eða "Titan", þá fórust flestir um borð vegna þess að það vantaði björgunarbáta.
Sagan af Titanic hefur ákveðnar hliðstæður við hjálpræðis áform Guðs fyrir mannkynið. Alveg eins og lúxus skipið Titanic sökk í kalda gröf, fullt af fólki sem var að njóta lífsins þá er þessi heimur hægt og bítandi að sökkva í hendur dauðans. Alveg eins og aðeins þeir sem voru um borð sem trúðu því að þeirra líf væri í hættu leituðu að björgunarbátum þá eru aðeins þeir í þessum heimi sem skilja að þeirra líf er í hættu að leita að björgunarbáti í þessu lífi. Stóri ísjakinn sem dregur þennan heim og alla í honum niður í ískalda gröf er Lögmál Guðs eða Boðorðin Tíu eða frekar okkar brot á þeim. Hérna eru sannanir fyrir því að við erum að sökkva: Jesús sagði að ef við bara horfum með losta til annars en maka okkar þá erum við að halda fram hjá í hjarta okkar og ef við höfum hata einhvern þá erum við morðingjar í hjarta okkar. Sá sem síðan brýtur eitthvað af Boðorðunum Tíu er orðin sekur hvort sem það eru lygar, þjófnaður eða öfund. Enginn sem er sekur getur öðlast eilíft líf. Ef við yfirgefum ekki þetta sökkvandi skip þá munum við farast á dómsdegi þegar allar okkar syndir, jafnvel þær sem við aðeins hugsuðum, munu koma fram sem sönnunargögn fyrir okkar sekt.
Sem betur fer er Guð kærleiksríkur og tilbúinn að gefa okkur náð. Í staðinn fyrir að yfirgefa þennan heim og leyfa honum að eyða sjálfum sér og öllum sem búa í honum þá ákvað Guð að senda Son Sinn til að borga fyrir gjald syndarinnar. Dauðinn og þjáningarnar sem ættu að lenda á þér og á mér lentu á Jesú Kristi og á þriðja degi þá reis Kristur upp frá dauðum og sigraði þannig dauðann fyrir mig og þig. Þannig geta allir þeir sem iðrast sett traust sitt á Jesú og það sem Hann gerði öðlast fyrirgefningu og eilíft líf. Andartakið sem við biðjum Guð um fyrirgefningu og setjum traust okkar og trú á Krist þá förum við af vegi sem liggur til glötunnar yfir á veg sem liggur til lífs. Enginn veit hvenær sinn tími kemur svo það er ekki eftir neinu að bíða. Það var sagt frá því að sumir björgunarbátarnir fóru hálftómir frá Titanic en það var vegna þess að sumir hreinlega neituðu að trúa því að hið ósökkvanlega skip væri að sökkva. Þeir fórust vegna þess að þeirra trú var afvegaleidd, vertu viss um að gera ekki hið sama! Lestu Matteusarguðspjall og reyndu að meta af fullri alvöru hvort að Jesú var ekki að segja satt því ekkert er mikilvægara en þitt eigið líf.
Markúsarguðspjall 8:36
Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni?
Titanic-farmiði seldist fyrir metfé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segdu svo Mofi minn gódur ad heimurinn hafi ekki getad ordid til fyrir tilviljun ;)
Ellinn (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:20
Heimurinn gat ekki orðið til fyrir tilviljun Ellinn :)
Mofi, 20.4.2008 kl. 23:02
Sæll Moffi.
Gaman að sjá að fleirum en mér finnst þetta merkileg tilviljun; Titan Mér hefur ætíð þótt sagan af Títanic svona eins og Babel nútímans.Ofmetnaður mannsins kemur honum í koll. Gerðist svo aftur þegar að Challenger geimferjan sprakk í loft upp. Fólk var farið að halda að þetta væri eins og að skreppa í bíltúr.
Ekki að ég vilji meina að um beina íhlutun Guðs hafi verið að ræða, því slys verða. En þau þjóna samt þeim tilgangi að minna okkur á hvar við stöndum í sköpunarverkinu
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2008 kl. 00:18
Svanur, sammála að þarna var á ferðinni merkileg tilviljun. Einnig sammála að þarna var Guð ekkert endilega að skerast í leikinn en sannarlega gott fyrir okkur að læra af svona mistökum.
Mofi, 21.4.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.