Enginn kemur til föðurins nema fyrir...Kaþólsku kirkjuna?

_42168008_popecutFyrir mig er það mjög alvarlegt að setja sjálfan sig milli manna og Guðs. Að eina leiðin til þess að þú getir komist til Guðs er í gegnum einhverja menn.  Þetta er það sem Kaþólska kirkjan hefur kennt núna í u.þ.b. 1700 ár. Sem betur fer hefur hún ekki sama vald og hún hafði á miðöldum þótt enginn ætti að halda að hún sé valda lítil í dag.  Þegar kemur að öflum í þessum heimi þá er Kaþólska kirkjan eitt af þeim valda mestu.  Þótt að stofnunin sjálf er að mínu mati vond þá eru samt margir kaþólikkar sem eru sannir og heilir í sinni trú.  Ég samt óska þess að þeir opni augun fyrir því augljósa sem er að páfinn er ekki fulltrúi Guðs á jörðu og menn þurfa ekki einhverja moldríka stofnun til að nálgast Guð.
mbl.is Trú páfa hindrar bætt samskipti milli trúarhópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hárrétt. Það er aðeins einn milligönguaðili milli Guðs og manna, Jesús Kristur.

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Hræsni í Theódór og þér Mofi. Það er engin trúarbrögð sem eru ávísun á guðsríki. Trúið á Guð sjálfan en þið þurfið ekki milligöngumann. Reynið frekar að vera eins og Jesús, en að dýrka hann.

Sigurður Árnason, 19.4.2008 kl. 20:27

3 identicon

En hvað með þá sem vilja meina að sinn skilningur á kristni sé æðri annarra, eru þessir menn ekki að setja sig á milli Guðs og manna?

. (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 21:00

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Orð Guðs sker úr um málið. Það sem Guð segir um sjálfan sig er það rétta. Annað eru bara hugmyndir manna.

2. Tímóteusarbr. 2:5 

Theódór Norðkvist, 19.4.2008 kl. 21:27

5 Smámynd: Mofi

Sigurður, ég er ekki alveg að fatta þitt komment hérna. Til í að útskýra?

Theódór, takk fyrir að líta við :)

Jakob, allir vilja meina að þeirra skilningur er betri en þeirra sem eru þeim ósammála.

Mofi, 19.4.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er víst dómur sögunnar að sú stofnun sem byggð var á og í kring um gröf Péturs postula í Róm varð til þess að innleiða sundrungu í Kristindóminn sem enn er ekki séð fyrir endann á.

Þegar að Biskup Rómarborgar sest að lokum í autt hásæti Sesars og sameinar andlegt og veraldlegt vald til að ríkja yfir leyfunum af Rómaveldi, hélt veturinn innreið sína í Kristni að sönnu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 00:23

7 Smámynd: Linda

Hæ Mófs - ég á vini innan kirkjunnar og þetta ágæta fólk hefur lifandi trú, þessi trú heillar mig ekki neitt, þó verð ég að segja að hann Jóhannes Páfi hafi verið mikil og merkur maður, góður, ég bar mikla virðingu fyrir honum, það var ljós sem skein frá honum ég verð bara að segja alveg eins og er, ég sé það ekki í Benedikt.   Ég er sammála því að við þurfum engan milligöngulið til að tala við Jesú Guð almáttugan, en það er gott að geta rætt málin við presta og forstöðumenn engu að síður.  Ég var að lesa fróðlega grein þar sem sagt var að mómælenda byltingin sé ókláruð, þegar Lúther neitað að setja fram réttan hvíldardag "laugardaginn" ég tel þetta vera rétt, þetta var vanhugsað hjá Lúther rétt eins og orð hans um Gyðinga óháð því á hvaða tímum hann lifði. En það má ekki gleyma því að Lúther koma á breytingum sem olli því að allir gátu haft aðgang að ritningunni.  Kaþólska Kirkjan ætlar hinsvegar að leiða það til streitu að neita að viðurkenna aðrar kirkjur sem réttmæddar og með fótfestu á klettinum (Kefas) Pétri eins og Jasúa boðaði. Ég skil ekki þann hugsunarhátt.  Það er komin tími til að íslenska Lútherska Kirkjan kasti af sér sinni kaþólsku hefð og gangi út úr Sunnudags lyginni og taki upp hin rétta hvíldardag. Slíta tengslin við hina Rómversku kaþólsku kirkju eins og kaþólskir prestar eru að gera í auknu mæli út um heim allan heim.  En, svo má vel vera að þetta skipti ekki neinu máli og við séum öll á villugötu Monti Phython kemur upp í huga mér í því samhengi hehe.

knús

Linda, 20.4.2008 kl. 00:53

8 Smámynd: Sigurður Árnason

Blessar

Ég er að svara orðum Theódórs sem ég grunar að þú samþykkir. 

Að það sé aðeins einn milligöngumaður sem er Jesú. Það sem ég er að meina að það þarf ekki milligöngumann til þess að biðja til, eða til að fá ávísun til himnaríkis, eins og það þarf ekki páfann. Það hafa komið menn eins og Jesús áður eins og Búddha, Krishna og fleiri. Þeir koma með boðskap sem þeir vona að leiði fólk á betri braut og svo það finni tilgang lífsins. Það er mikilvægara að fylgja orðum Jesús um hvernig á að leita innra með sér að guðs ríki, en að dýrka hann sjálfan. Það er það sem ég er að meina. ég vona að þú skiljir mig.

 Enginn kemst til föðurins nema fyrir mig." (Jh 14:6)

Þarna vill Jesús að þú verðir eins og hann og fylgir því sem hann var að segja, en ekki að dýrka hann sjálfan. Hann segir þér að biðja til guðs, en ekki að biðja til sjálfs síns. Hann vill að þú vekir upp guðsvitundina sem hann var búinn að vekja upp hjá sér.

Sigurður Árnason, 20.4.2008 kl. 01:40

9 Smámynd: Linda

þegar ég tal um að slíta tengslin frá hinni Rómversku Kaþólsku kirkju, þá á ég við kirkjuhefðir, allt skrautið og djásnið sem fylgir prestum kirkjunnar, ég væri alveg til í að sjá Prest ganga inn í  galla buxum og strigaskóm, getur verið með prestkraga etv. en bara einn af okkur hinum.  það væri svalt, það væri líka flott að sjá bara alla presta sleppa þessum jakkafötum , ég er nánast viss um að Jesú átti engan spari klæðnað, nema þá bara bænasjalið sem hann notaði til að fara inn í bænarhús gyðinga.

En klukkan er margt og ég er orðin þreytt og ég vona að ég hafi sagt eitthvað að viti..sheesh.

Linda, 20.4.2008 kl. 02:01

10 identicon

Eru skipulögð trúarbrögð ekki bara almennt yfirhöfuð óþarfa þröskuldur milli manns og Guðs?

Sveinn (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 02:29

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullyrðingin í fréttinni (sem Mbl. hefur sennilega þýtt í einhverju aðgæzluleysi): "Páfi telur að eina leiðin til að komast í nærveru við guð sé í gegnum kaþólsku kirkjuna," er mjög skekkt og villandi lýsing á afstöðu páfans og kaþólsku kirkjunnar. Því er alls ekki neitað í kaþólskri trú – eins og hún er t.d. tjáð á 2. Vatíkanþinginu á 7. áratug 20. aldar – að aðrir trúaðir menn geti komizt í nærveru við Guð og orðið hólpnir.

Jón Valur Jensson, 20.4.2008 kl. 08:25

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi, þessi orð þín eru tær snilld í einfaldleika sínum:

  • "Jakob, allir vilja meina að þeirra skilningur er betri en þeirra sem eru þeim ósammála."

Samt er eins og sumir gleymi þessu gersamlega, þegar þeir ráðast á kristið fólk fyrir trú þess og játningu.

Jón Valur Jensson, 20.4.2008 kl. 08:32

13 Smámynd: Birgirsm

Jón Valur þú segir eftirfarandi:                                                           Fullyrðingin í fréttinni (sem Mbl. hefur sennilega þýtt í einhverju aðgæzluleysi): "Páfi telur að eina leiðin til að komast í nærveru við guð sé í gegnum kaþólsku kirkjuna," er mjög skekkt og villandi lýsing á afstöðu páfans og kaþólsku kirkjunnar.

6 júní 2000. er kardínáli nokkur að nafni Joseph Ratzinger (núverandi páfi)   höfundur af 36 síðna skýrslu, og birtist frétt um skýrsluna í Morgunblaðinu 9 september.  Ég var einmitt að blogga um hana um daginn,  þú getur séð fréttina í heilu lagi inni á síðunni minni. birgirsm.blog.is

 Ætli Morgunblaðið hafi líka þýtt þessa frétt sem ég er að benda á, af aðgæsluleysi ?  Það held ég varla

Birgirsm, 20.4.2008 kl. 10:15

14 Smámynd: Mofi

Linda
Jóhannes Páfi hafi verið mikil og merkur maður, góður, ég bar mikla virðingu fyrir honum, það var ljós sem skein frá honum ég verð bara að segja alveg eins og er, ég sé það ekki í Benedikt

Það var mjög auðvelt að finnast mikils til hans koma en það er samt engin trygging fyrir að viðkomandi gangi á Guðs vegum.  Ef þú hefur tíma þá endilega kíktu á þetta video hérna sem fer yfir hvernig Opinberunarbókin setur upp atburði síðustu dagana: http://www.youtube.com/watch?v=J-NyKb3Gxs0   þetta er í sjö pörtum

Linda
Ég var að lesa fróðlega grein þar sem sagt var að mómælenda byltingin sé ókláruð, þegar Lúther neitað að setja fram réttan hvíldardag "laugardaginn" ég tel þetta vera rétt, þetta var vanhugsað hjá Lúther rétt eins og orð hans um Gyðinga óháð því á hvaða tímum hann lifði.

Sammála. Fæstir vita hve miklar afleiðingar þetta deiluefni hafði á sínum tíma, sumir segja að þetta atriði var í rauninni sem gerði það að verkum að mótmælenda hreyfingin náði ekki að ná að breyta sjálfri Kaþólsku kirkjunni. Lúther var mjög merkilegur og ég trúi að hann hafi verið að gera verk Guðs þótt að hann fór virkilega af sporinu þegar kom að gyðingum og hvíldardeginum.

Linda
Það er komin tími til að íslenska Lútherska Kirkjan kasti af sér sinni kaþólsku hefð og gangi út úr Sunnudags lyginni og taki upp hin rétta hvíldardag. Slíta tengslin við hina Rómversku kaþólsku kirkju eins og kaþólskir prestar eru að gera í auknu mæli út um heim allan heim. 

Miðað við margt sem ég hef heyrt þá er akkurat breytingin að fara í hina áttina. Að okkar Lútherska kirkja er að nálgast Kaþólsku kirkjuna meira og meira. Maður getur lítið annað en að horfa á og sjá hvað mun gerast.

Mofi, 20.4.2008 kl. 12:31

15 Smámynd: Mofi

Sigurður Árnason
Þarna vill Jesús að þú verðir eins og hann og fylgir því sem hann var að segja, en ekki að dýrka hann sjálfan. Hann segir þér að biðja til guðs, en ekki að biðja til sjálfs síns. Hann vill að þú vekir upp guðsvitundina sem hann var búinn að vekja upp hjá sér.

Biblían er alveg skýr, við komumst í samband við Guð vegna fórnarinnar sem Jesús gerði á krossinum. Með kross dauðanum þá bjó Kristur til sátt milli Guðs og manna, gerði okkur kleypt að nálgast Guð því að það var búið að borga gjaldið fyrir glæpi okkar gagnvart Guði og þá fyrirgefning möguleg.

Jón Valur
Því er alls ekki neitað í kaþólskri trú
– eins og hún er t.d. tjáð á 2. Vatíkanþinginu á 7. áratug 20. aldar – að aðrir trúaðir menn geti komizt í nærveru við Guð og orðið hólpnir.

Takk fyrir þá leiðréttingu. Ég hafði nú átt að vita betur um leið og ég sé þetta þá veit ég að ég hafði heyrt þetta áður.  Hvað samt finnst þér um að hitt hafi verið kennt í meira en þúsund ár?

BirgirSM
Ætli Morgunblaðið hafi líka þýtt þessa frétt sem ég er að benda á, af aðgæsluleysi ?  Það held ég varla

Það er að vísu skuggalegt hvað vinnubrögðin eru oft léleg hjá mbl svo ég myndi aldrei útiloka það.  Gaman samt að vita hver persónulega afstaða núverandi páfa er um þetta málefni. Hvort að fólk geti komist til himna þótt það tilheyri ekki Kaþólsku kirkjunni.

Mofi, 20.4.2008 kl. 12:36

16 Smámynd: Mofi

Edda
Í Jóh. 14:6 segir Jesús " Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig".  Páfinn hefur þessvegna ekkert með þetta nána samband milli okkar og Guðs að gera nema síður sé. Við þurfum enga milliliði, það er opin lína alla daga 24/7.

Hjartanlega sammála Edda og takk fyrir heimsóknina :)

Mofi, 20.4.2008 kl. 12:46

17 Smámynd: Birgirsm

Sæll Mofi

Ég veit ekki hvort þú ert að misskilja mig, eða hvort ég hafi komið  almennilega frá mér því sem ég var að reyna að tjá mig um.

Þú segir"Gaman samt að vita hver persónulega afstaða núverandi páfa er um þetta málefni. 

Ef þú lest þessa frétt í Morgunblaðinu sem ég er með á síðunni minni sérðu hver afstaða núverandi páfa er , hann skrifaði sjálfur þessa yfirlýsingu árið 2000.  Þá sem kardináli.

Mofi opnaðu síðuna mína og lestu fréttina frá 9 sept 2000,,,,  Sáluhjálp syndara er einungis möguleg fyrir tilstuðlan kaþólsku kirkjunnar,,,,,

Kveðja

Birgirsm, 20.4.2008 kl. 23:41

18 Smámynd: Mofi

Birgirsm, ég misskildi.  Gaman að heyra hvað Jón Vali finnst um þetta. Hvort það er ágreiningur milli núverandi páfa og þess sem Vatikan 2 ályktaði.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 21.4.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 803246

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband