16.4.2008 | 11:22
Vissir þú að þú ert á dauðadeild?
Hebreabréfið 9:27
Á sama hátt og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm
Ímyndaðu þér að vera í sporum þessara manna, að sitja sekir inn á dauðadeild og bíða eftir því að fá að vita hvenær eða hvort þú verður tekinn af lífi. Sannarlega ógurlegt að þurfa að mæta Guði með jafn viðbjóðslegann glæp og að hafa nauðgað barni á bakinu.
En málið er að við erum öll á dauðadeild og við höfum enga tryggingu fyrir því að sjá morgun daginn. Það er rétt að klefinn okkar er stór með fallegu bláu þaki og við getum gert ansi margt í þessum klefa en dauðinn hengur yfir okkur öllum. Í dag dóu u.þ.b. 150 þúsund manns og þótt að ég og þú trúum því að við munum ekki deyja á morgun þá getur þú verið alveg viss um að flestir af þessum 150 þúsundum héldu hið sama.
Svo stóra spurningin sem maður stendur frammi fyrir er hvað verður um mann þegar maður deyr. Ef Guð er til og Hann er góður hvernig mun Hann þá dæma þig. Muntu vera sekur um græðgi, þá sömu græðgi sem þrælkar börnum víðsvegar um heiminn. Muntu vera sekur um hatur, hið sama og leiðir til morðs ef það fær að vaxa og dafna? Verður maður sekur um lygar og blekkingar og alls konar illsku... ef maður er sekur um synd þá segir Biblían mjög skýrt: "sá maður sem syndgar skal deyja" - Esekíel 18
En það er leið til að fá fyrirgefningu svo maður verður saklaus þegar sá tími kemur. Guð sendi son sinn til að borga hið ógurlega gjald fyrir glæpi þína svo að þú mættir fá að fara saklaus úr dómsali Guðs. Ef þú irðast, biður Guð um fyrirgefningu og setur traust þitt á Krist þá lofar Guð þér eilífu lífi en annars verður þú að borga gjaldið fyrir syndir þínar sjálfur.
Dauðarefsing fyrir að nauðga barni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Mófi, búinn að breyta blogginu!? Eru engir constantar í þessu lífi lengur!
Eitt sem ég er alltaf að velta fyrir mér og væri til í að fá afstöðu fleiri aðila á og það er: hvernig á maður að taka á móti dauðanum? Þú veist, ef maður fær tækifæri til þess að liggja banalegu, ekki svona sudden death í bílslysi eða eitthvað.
Ég hef lesið bækur sem segja að maður eigi að hugleiða Guð á þessum síðustu metrum. Hugleiðsla mun að höfundanna sögn vera máttugasta form bænarinnar og að með æfingu og mikilli hugleiðslu sé möguleiki á að skynja Guð. Trúir þú því? Hver er afstaða þín til þess að skynja Guð á meðan við erum enn í þessum líkama?
Mama G, 16.4.2008 kl. 11:38
Og fyrst ég er byrjuð man ég eftir einu í viðbót sem mig langar til að vita. Ef maður fær fyrirgefningu og eilíft líf, mun maður þá muna hvaða syndir það voru sem manni voru fyrirgefnar? Og mun maður muna eftir þeim sem ekki eru lengur til (hlutu dauðadóminn)?
Mama G, 16.4.2008 kl. 11:42
Ég vil meina að maður eigi að nota síðustu metra lífsins eins og maður hefði átt að nota allt lífið: Sýna kærleika í orðum og verki.
Andri (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:33
Ég ætla að nota banaleguna til að skvetta í mig brennivíni...
Sigurjón, 16.4.2008 kl. 12:50
Ég veit! Það er allt svo hverfult í þessum heimi... en er þetta ekki betra?
Ég veit aðeins hvað ég myndi gera. Ég myndi íhuga boðorðin og horfa yfir líf mitt og biðja Guð um að fyrirgefa og taka á móti mér; veita mér eilíft líf. Gera mitt besta til að vera viss um að það sé ekki veggur milli mín og Guðs vegna einhvers sem ég hef gert eða hugsað.
Það er flott mynd sem maður fær af þessu þegar maður skoðar musteris þjónustuna sem gyðingar höfðu. Þeir höfðu það sem kallað er "day of atonment" eða friðþægingar dagurinn. Á þeim var á táknrænann hátt allar syndir fjarlægðar úr því sem kallað er helgidómurinn og táknaði þannig að þær voru ekki lengur til. Þannig að samkvæmt þeirri líkingu þá myndu þær hverfa algjörlega, ekki maður sjálfur né nokkur annar muna eftir þeim. Aðeins eitt vers sem ég man eftir í þessu samhengi.
Mofi, 16.4.2008 kl. 13:26
Hvað með afstöðu þína um möguleikann á að skynja Guð í lifanda lífi? ég var nú mest spennt að fá svarið við því, var búin að geta mér nokkurn veginn til um hin atriðin
Mama G, 16.4.2008 kl. 14:12
Hvort eru mennirnir eða Guð betri í að fyrirgefa?
Þú talar um mann sem er á dauðadeild eftir að hafa nauðgað barni. Í USA hefur engin verið tekinn af lífi fyrir slíkan glæp enda telja flestir að það myndi brjóta í bága við 8. grein stjórnarskrár Bandaríkjanna. En myndi guðinn þinn taka hann af lífi? Er guðinn þinn grimmari en hinir refsiglöðu Bandaríkjamenn?
DeathRow (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:42
Trúirðu þessu virkilega ? Ég gæfi mikið fyrir að trúa ,hvernig er það hægt árið 2008 visindin hafa marg sýnt okkur að þetta hófst allt fyrir tilviljun og endar yfirleitt fyrir tilviljun .
Jóhann Frímann Traustason, 16.4.2008 kl. 14:54
:)
Fólk skynjar allt milli himins og jarðar; ég myndi ekki setja mikið traust á það. Minn punktur er ekki að ég sé eitthvað á móti skynjunum heldur að muna að fólk hefur skynjað alls konar hluti sem hreinlega geta ekki verið réttir svo best að fara varlega. Ég man eftir að ég taldi mig skynja nærveru Guðs þegar ég var 13 ára og það var mjög mögnuð upplifun. Því miður hvarf hún á sirka viku.
Guð mun eyða allri illsku, hvort sem hún virkar sakleysisleg í þínum augum eða ekki. Við sjáum ekki endann á því sem virkar eins og litlar syndir. Það kann að virka sakleysislegt að ljúga eða halda fram hjá eða bara öfunda en fengju þessar syndir nægjann tíma þá er uppskeran dauði. Það kemur sá dagur er allir þeir sem eru sekir um einhverja synd verða aðskildir frá Guði og þar sem Guð er uppspretta lífs þá munu þeir deyja.
Jóhann Frímann, ertu svo viss um að einhver hafi virkilega sýnt þér þessa hluti? Ég reyndi að útskýra í þessari færslu hérna: Hvað ef við fengjum SOS skilaboð frá fjarlægu sólkerfi? Vandamálið við að búa til fyrstu lífveruna, fyrstu upplýsingarnar og upplýsingakerfið. Darwinistar eða guðleysingjar hafa engin svör við þessu svo t.d. í þessu tilfelli þá er ekki búið að sýna fram á eitt eða neitt sem dregur úr ástæðunni til að trúa að Guð er til.
Mofi, 16.4.2008 kl. 15:10
Segjum að ég sé tiltölulega syndlaus. Ég stel ekki vísvitandi, reyni að koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig, ég beiti engan ofbeldi, hvort sem það eru menn eða önnur dýr. En ég trúi ekki á Guð. Hvað gerist ef Guð er til og sögurnar um Himnaríki og helvíti eru sannar. Hvað verður um mig þegar ég dey?
Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 19:57
Helvíti fyrir þig, og í raun alla nema Moffa.
Jón Helgi, 16.4.2008 kl. 21:46
Villi, Biblían er svo sem ekki hálfvolg í þessu, "sá maður sem syndgar skal deyja" og á öðrum stað "ef einhver brýtur eitt af þessum boðorðum er sekur við þau öll". En það er líka talað um að á tímum fáfræðinnar þá lítur Guð fram hjá því sem gert er í fáfræði. Þeir sem aftur á móti heyra fagnaðarerindið verða dæmdir eftir því vegna þess að þá er komin þekking sem samviskan vottar um. Jesús segir að þeir sem eru Hans ( eða verða Hans ) munu þekkja rödd Hans svo ef þú vilt þá geturðu t.d. lesið í gegnum Matteusar guðspjall og metið hvort að Jesús er að segja satt eða ekki.
Jón Helgi, endilega kíktu á grein mína um helvíti: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti? Þetta síðan bíðst öllum og enginn útilokaður því að Guð vill ekki að neinn farist.
Mofi, 16.4.2008 kl. 22:14
Ég hef lesið það en trúi samt ekki. Ég get því í rauninni hætt að koma almennilega fram við fólk því ég er í vonlausri stöðu hvort er er...
Villi Asgeirsson, 17.4.2008 kl. 06:48
Villi, hvað segir samviskan þín um að koma illa fram við fólk? Finnst þér það í lagi?
Mofi, 17.4.2008 kl. 08:54
Samviskan og common sense segir mér að koma vel fram við fólk, enda er ég ekkert á leiðinni með að breyta því. Það sem ég vil vita er hvor hefur meiri möguleika á að komast til Himna, sá sem trúir en kemur illa fram við fólk, eða trúleysinginn sem aldrei "syndgar".
Villi Asgeirsson, 17.4.2008 kl. 09:05
Villi, gott að heyra. Fyrir mig þá þýðir það að Guð talar til þín í gegnum samviskuna. En hefurðu alltaf komið vel fram við alla? Aldrei reiðst, sagt eitthvað særandi eða hatað einhvern, jafnvel í aðeins stutta stund?
Ég vona að trúleysingi sem hefur aldrei syndgað muni öðlast eilíft líf en efast um tilvist hans.
Mofi, 17.4.2008 kl. 10:57
Sagðist ekki vera fullkominn, enda er það enginn.
Villi Asgeirsson, 17.4.2008 kl. 13:15
Svo ef Guð er til og þú deyrð, hvernig myndi Hann taka þér? Eitthvað til að hjálpa þér. Ímyndaðu þér að það væri til tæki sem getur tekið upp allar hugsanir þínar. Þannig tæki er síðan sett í þig og tekur upp allar þínar hugsanir í heilann mánuð. Síðan er allri fjölskyldunni safnað saman í stofuna og þið horfið á þetta öll saman. Ég veit að þetta hjálpaði mér að átta mig á mínu sorglega ástandi, veit ekki um þig.
Mofi, 17.4.2008 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.