14.4.2008 | 13:02
Jesú er líka Mikael erkiengill
Þessi grein er lausleg þýðing á þessari grein hérna: Is Jesus also Michael?
Guð hefur gefið Sér mörg nöfn! Öll gefa innsýn í Hans karakter. Sem sjöunda dags Aðventisti þá trúi ég því að Jesús segir Sig vera Guð og sannarlega er Guð.
Skoðum nokkur nöfn sem gefin eru Kristi í Biblíunni;
Hann er kallaður "hinn seinni Adam" ( 1. Korintubréf 15:45 ) Þannig er og ritað: "Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál," hinn síðari Adam að lífgandi anda.
Það er vísað til Krists sem "lögfræðingi" okkar í Helgidómnum á himnum ( 1. Jóhannersarbréf 2:1 ). Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.
Hann er "upphafið og endirinn" af öllu, alfa omega. Opinberunarbókin 1:8,17, 2:8, 21,6, 22,13
Hann er "höfuð kirkjunnar", hyrningarsteininn og svo framvegis og framvegis. Það hefur verið sagt að það eru yfir 144 titlar sem Jesú er gefin í Biblíunni.
Það eru tvö nöfn sem Jesús er kallaður sem ég vil skoða frekar af því að þessi nöfn fyrir Krist hafa valdið deilum og misskilningi meðal sumra kristinna manna.
Fyrsta sem við skoðum er "Davíð" sem á hebresku þýðir "elskaður af Guði". Vissir þú að spámennirnir Esíkíel og Jeremía sáu "framtíðar" Davíð? Þeir gerðu spámannlegar fullyrðingar um "Davíð sem ætti að koma". Þessar fullyrðingar voru gerðar löngu eftir að Davíð konungur Ísraels dó. Sumir guðfræðingar gerðu þau mistök að halda að þarna er um að ræða gamla Davíð konung upprisinn.
Þessi vers sem um ræðir eru að finna í Esíkíel 34:23,24 og í Jeremía 30:9. Þessar setningar eru síðan útskýrðar í Nýja Testamentinu í Postulasögunni. Það segir Ritningin að þessar tilvísanir um Davíð sem átti eftir að koma áttu við Jesú Krist.
Við skulum nú skoða annað nafn á Jesú sem er líka umdeilt en það er nafnið "Mikael, erkiengill". Margir hafa gert þau mistök að halda að tilvísunin í engil þýði alltaf "vængjuð vera", þær sem eru skapaðar af Guði. Það er rétt að oft þá er orðið "engill" eða "englar" notað í tilvísun í skapaðar verur sem við köllum engla en ekki alltaf.
Spámaðurinn Haggaí was kallaður "sendi boði Guð ( engill )" og við vitum líka að nafnið "Malakí" þýðir "sendiboði" eða "engill".
Jesús hafði mörg nöfn sem vísuðu í karakter Hans. Fyrst þá þýðir orðið "engill" þýðir einfaldlega sendiboði. Jesús var sannarlega sendiboði! Við verðum að skilja að þegar við tölum um Jesú sem sendiboða þá erum við ekki að halda því fram að Hann sé skapaður sendiboði eða engill.
Biblían gerir Jesú ekki að bara að sendiboða ekki frekar en Biblían gerir Hann að aðeins dýri með því að tala um Hann sem "lamb".
Orðið "Mikael" þýðir "sá sem er líkur Guði" eða "Sá sem er líkur Guði". Við viðurkennum þá staðreynd að Jesús er Guð. Hann er kallaður höfðingi sendiboðana eða "erki engill". Jesús er líka Mikael sem rak Satan út úr himnaríki ( Opinberunarbókin 12 ). Það er rödd Mikael erki engils sem vekur upp hina dánu. Samkvæmt Jóhannesar guðspjalls 5:28 þá er þetta rödd Jesú og samkvæmt Daníel 12:1,2 þá er þetta rödd Mikaels. Sami sendiboðinn! Jesús, Sonur Guðs.
Biblían talar um að manns sonurinn mun koma með "Sínum englum" ( Matt 24:30,31 ). Jesús Kristur er sannarlega leiðtögi( erki ) allra englanna. Mikael er líka lýst sem okkar "prins" eða "prins Guðs" í Daníel 10:21. Í þessari sömu bók Daníels þá sjáum við setninguna "þangað til Messíasar, prinsins" ( Daníel 9:25 ). Svo augljóslega er Jesús þessi prins, Mikael.
Læt þetta duga í þýðingunni en hérna á eftir kemur restin af greininni á ensku fyrir þá sem vilja grafa enn dýpra í þetta efni:
http://straighttestimony.blogspot.com/2007/12/is-jesus-also-michael.html
Here is some more supportive evidence that Michael is a name for Jesus:
1. The Book of Daniel references Michael as being a great prince who stands on behalf of Israel. (Dan. 10:13, 20, 21; 12:1). Jesus is also associated with defending Jerusalem at the battle of Har-Magedon (Rev. 11:15; 16:14-16). Here we see Jesus is Michael.
2. Michael is believed to be the Angel of the Lord or archangel who accompanied the Israelites in the wilderness, and Christ himself is said to have been with the Israelites at that time. Since the term archangel is only used in the singular, in relation to Michael, (Jude 9) there can only be one chief of angels, which would be Michael/Jesus.
3. Jesus Second Coming is said to be with the commanding call of an archangels voice. (I Thess. 4:16-18). Therefore, Jesus is the archangel, who is Michael.
4. Jesus is depicted as leading the heavenly host at the end of the age (Rev. 19:11-16). Revelation also says that Michael and the angels battled the dragon. (Rev 12:7,10,12).
Is the Lord ever referred to in the Scriptures as an "angel"? Yes! Look here:
Exo 3:2 "And the *angel of the LORD* appeared unto him in a flame of fire out of the midst of a bush: and he looked, and, behold, the bush burned with fire, and the bush was not consumed."
Now in verses four and six, who is identified as being in the bush?-
Exo 3:4 "And when the LORD saw that he turned aside to see, God called unto him out of the midst of the bush, and said, Moses, Moses. And he said, Here am I."
Exo 3:6 "Moreover he said, *I am* the God of thy father, the God of Abraham, the God of Isaac, and the God of Jacob. And Moses hid his face; for he was afraid to look upon God."
Notice that the angel (messenger) of verse 2 is really none other than God Himself. This is confirmed in the New Testament-
Acts 7:30 "And when forty years were expired, there appeared to him in the wilderness of mount Sina an *angel of the Lord* in a flame of fire in a bush."
Acts 7:31" When Moses saw it, he wondered at the sight: and as he drew near to behold it, the voice of the Lord came unto him,"
And here is another very interesting verse;
"And he shewed me Joshua the high priest standing before the ANGEL OF THE LORD, and Satan standing at his right hand to resist him. And THE LORD SAID to Satan, THE LORD REBUKE THEE, Satan....." Zechariah 3:1,2
Compare Jude 9;
"Yet MICHAEL the archangel, when contending with the Devil he disputed about the body of Moses, durst not bring him a railing accusation, but SAID, THE LORD REBUKE THEE."
Please understand that Seventh Day Adventist Christians do not believe that Jesus or "Michael" is a created being! We understand that Jesus is God! Jesus [God] has many names given to Him throughout the Scriptures because God is big!
I hope this helps you to better understand our Biblical base for this understanding.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Boy, verst að þú færð ekki tækifæri á að vera hissa þegar þú drepst og ekkert gerist.. bara Game over
DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:14
Doksi, ef þú hefur rétt fyrir þér þá mun ég aldrei komast að því að ég hafi haft rangt fyrir mér. Þú aftur á móti munt sjá að þú hefur glatað sjálfu lífinu. Ég einfaldlega vil ekki að það gerist fyrir þig, þú virðist geta verið skemmtilegt skinn og mjög sorglegt ef þín örlög verða dauði.
Mofi, 14.4.2008 kl. 13:24
Við verðum að skilja að þegar við tölum um Jesú sem sendiboða þá erum við ekki að halda því fram að Hann sé skapaður sendiboði eða engil
Einmitt, hvað misskilur þú þá við eigin orð Dóri minn? Jesús er Guð, og ekkert flóknara en það. Ég skil ekki afhverju þú vilt bæta engils nafnbót á hann, Guð er mun æðri en englarnir og finnst mér persónulega algjör óþarfi að flækja málin meira.
Ritað er:
Þarna er kenning þín afbökuð, og mun ég aldrei kalla Jesú Mikka erkiengil. Enda er enginn ástæða til þess.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2008 kl. 13:34
Afhverju þá að kalla Jesús lamb Guðs? Þetta er spurning um að í Biblíunni þá hefur Mikael erki engill ákveðið hlutverk og t.d. er eitt af því að reisa hina dánu upp frá dauðum. Svo hérna er nóg að læra fyrir þá sem vilja þekkja Biblíuna betur og Krist betur. Nöfnin sem Kristur ber, gefa okkur innsýn í Hans karakter og kristnir eiga ekki að hafa eitthvað á móti því að læra meira um Krist þótt það kanna að virka flókið. En alveg sammála þér; Jesús er Guð og Haans nafn æðra öllum öðrum.
Spurningin er að sjá í Biblíunni, þegar hún talar um Mikael erki engil þá er hún líklegast að tala um Krist sjálfan. Ertu alveg viss um að þú ert búinn að lesa greinina og meta það á sanngjarnann hátt það sem kemur fram í henni?
Mofi, 14.4.2008 kl. 13:39
Mofi ég er algerlega með það á tæru að þegar við drepumst þá er allt búið fyrir okkur, ef þú vilt lifa áfram þá er eini sjénsinn að afreka eitthvað, þú lifir af verkum þínum, svona eins og Jesú(En var hann til nema sem sögupersóna).
DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:48
Sko, þú misskilur mig alveg, þú ert að tala um tvær sitt hvorar persónurnar. Við höfum annars vegar Jesú og hins vegar Mikka engil. Og eins og þú ættir að vita er stranglega bannað samkvæmt ritningunni að tilbiðja engla.
Hér er eitt dæmi:
Ef Jesús er þá engill er okkur meinað að tilbiðja hann samkæmt ofangreindu.
Svona lagað má finna víðs vegar um ritninguna. Og jú ég hef lesið þessa Votta kenningu þína mörgum sinnum, og finnst mér hún jafn skrítin núna hjá þér og hjá ykkur aðventistunum, enda eru Vottarnir komnir úr ykkar röðum, þannig ekki kemur þetta á óvart.
Þú verður einnig að gera greinarmun á myndlíkingum og bókstaflegum staðreyndum, það að hann komi á dómsdegi með erkiengilsröddu er ekki nóg til þess að koma með svona kenningu, auk þess ertu að bæta við þrenningarkenninguna sem er þá orðin fjórmenninga kenning samkvæmt þessu. Því Mikki er talinn vera sérpersóna samkvæmt ritningunni og skil ég ekki afhverju þú vilt blanda þessum tveim saman.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2008 kl. 13:52
Nei, ég segi það mjög skýrt, tvö nöfn á Jesú. Ekki tvær mismunandi persónur.
Mofi, 14.4.2008 kl. 13:54
Nei, ég segi það mjög skýrt, tvö nöfn á Jesú. Ekki tvær mismunandi persónur.
Og er það algjörlega tilgangslaust að bæta öðru við. Ég er ekki alveg að skilja þig Dóri minn. Þetta stendur afar skýrum stöfum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.4.2008 kl. 13:57
Guð hefur mörg nöfn og hefur birst í mörgum myndum. Það er ekki af ástæðulausu. Eins og kom fram í greininni sem þú last mjög gaumgæfilega þá eru u.þ.b. 144 titlar eða nöfn sem eiga við Krist.
Mofi, 14.4.2008 kl. 13:59
Ómálefnlegar og óviðeigandi athugasemdir fjarlægðar.
Mofi, 14.4.2008 kl. 16:29
Nú er ég enginn hebreskufræðingur (en hef samt tekið einn áfanga í hebresku í HÍ) og ég held að Mikael þýði: "Hver er eins og guð?", ég veit ekki til þess að mi (hver?) geti þýtt "sá" eða eitthvað því líkt.
En var Jesús sendiboði? Sendiboði hvers var hann eiginlega?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.4.2008 kl. 22:19
Ég tek undir orð bloggvinar míns Hauks í þessu máli. Það er enginn biblíulegur grundvöllur fyrir því að Jesús Kristur sé Mikael erkiengill.
Theódór Norðkvist, 14.4.2008 kl. 22:28
Mófs, nobe, nata, enganvegin sammála þessu og þetta er hættulegur boðskaður.
kv.
2 Jóhannesarbréf
9Sérhver sem fer sínu fram og er ekki staðfastur í kenningu Krists á ekki Guð. Hinn sem er staðfastur í kenningunni á bæði föðurinn og soninn. 10Ef einhver kemur til ykkar og boðar aðra kenningu, þá takið hann ekki á heimili ykkar og bjóðið hann ekki velkominn. 11Því að sá sem býður hann velkominn tekur þátt í hans vondu verkum.
Galatíubréfið 1
6Mig furðar að þið svo fljótt látið snúast frá honum sem kallaði ykkur í náð Krists[2] Annar lesháttur: af náð sinni.til annars konar fagnaðarerindis. 7Það er þó ekkert fagnaðarerindi heldur eru einhverjir að trufla ykkur og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist. 8En þótt jafnvel ég eða engill frá himni færi að boða ykkur annað fagnaðarerindi en það sem ég hef boðað ykkur, þá sé hann bölvaður. 9Eins og ég hef áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar ykkur annað fagnaðarerindi en það sem þið hafið numið þá sé hann bölvaður.
10Er ég nú að reyna að sannfæra menn eða Guð? Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum þá væri ég ekki þjónn Krists.
Linda, 15.4.2008 kl. 00:50
boðskaður átti vitanlga að vera boðskapur.
Linda, 15.4.2008 kl. 00:51
Hjalti, gæti verið rétt hjá þér. Jesús vísaði oft í þann sem sendi Hann og vísaði til Guðs föðurs.
Lastu ekki greinina? Þetta er ekki einu sinni flókið eða langsótt, þetta liggur alveg beint við.
Mér finnst ekki séns að þú hafir lesið greinina fyrst þú segir þetta. Jesús hefur mjög mörg nöfn í Biblíunni, afhverju allt í einu þarna er þetta eitthvað vandamál?
Mofi, 15.4.2008 kl. 08:53
Hjalti, ég trúi því varla en ég er sammála þér! Sennilega í fyrsta sinn sem það gerist.
Afþví að þetta eru þyrnir í augum allra kristinna, nema greinilega aðventista og Votta Dóri minn. Svona þjónar engum öðrum tilgangi en að flækja hlutina, og sumt finnst mönnum nógu flókið fyrir! Jesús er Jesús, Mikael er Mikael - tvær aðskildar persónur sem á ekki að sjóða saman í eina. Ég spyr þá á móti - til hvers að boða svona Dóri minn?????
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2008 kl. 09:05
Mofi, 15.4.2008 kl. 09:10
útskýrðu betur þessi 144 Dóri, ég er ekki alveg að fatta hvað aðventistar trúið þar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2008 kl. 09:24
Í greinni þá er talað um 144 titla eða nöfn sem Jesús hefur og þessir titlar gefa okkur innsýn í hver Jesús er.
Hérna er síða sem listar upp góðann slatta af þeim: http://www.letsdiscussjesus.org/names.htm
Mofi, 15.4.2008 kl. 09:29
Ég átti við hvar er það sagt skýrum stöfum í Biblíunni að Míkael erkiengill sé Jesús Kristur?
Í 12. kafla Daníelsbókar er hann kallaður hinn mikli Míkael sá er verndar landa Daníels (Gyðinga er þá væntanlega átt við.)
Theódór Norðkvist, 15.4.2008 kl. 11:12
PS Takk fyrir að samþykkja mig sem bloggvin.
Theódór Norðkvist, 15.4.2008 kl. 11:16
Theódór, líklegast væri betri framsetning á þessu að líklegast er þessi Mikael í rauninni Kristur því að í þau fái skipti sem hann kemur fram þá er hann að gera hluti sem Biblían segir að Jesús gerir eins og að reisa upp hina dauðu og reka Satan af himnum. Ég myndi aldrei stofna kirkju út af þessu enda eru aðeins örfá dæmi í Biblíunni þar sem Mikael kemur fram. Ertu búinn að fara í gegnum alla greinina, þar á meðal enska hlutann? Væri gaman að sjá rökfærslu við hvern lið svo þetta væri svona innihalds ríkari umræða.
Mofi, 15.4.2008 kl. 11:17
Theódór, minn er heiðurinn :)
Mofi, 15.4.2008 kl. 11:17
Jú, það er rétt hjá þér, ég las ekki alla greinina, er svolítið tímabundinn. Ég geri það ef tími og tækifæri gefast.
Míkael-söfnuðurinn ekki í farvatninu, flott:) Ekki það að þú yrðir eflaust ágætis safnaðarleiðtogi, en á öðrum forsendum.
Við erum líklega sammála um að aðalatriðið er að fólk komist til lifandi trúar á Jesú Krist og ég er viss um að fleiri geta tekið undir það.
Theódór Norðkvist, 15.4.2008 kl. 11:27
[..] um að aðalatriðið er að fólk komist til lifandi trúar á Jesú Krist og ég er viss um að fleiri geta tekið undir það. [..]
Það er nú heila málið Teddi minn og er það hárrétt hjá þér. Þess vegna finnst mér svona lagað flækja málin, því ég skil hvað hann Moffi minn er að fara, hann á við að það er hægt að finna titla á alla hluti, sérstaklega Jesú. En þar sem tvær persónur eiga í hlut í þessu tilfelli, finnst mér slíkur samanburður vera firra. En það er bara ég.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2008 kl. 12:13
Sæll Mófs, neib, nada no way, ég get ekki og mun ekki taka undir svona bull, ritningin er skír og hún segir m.a þetta "Farið ekki lengra en ritað er" Þetta sagði Páll í 1 kór, svo segir hann í 2 kór 11
3En ég er hræddur um að eins og höggormurinn tældi Evu með flærð sinni, svo kunni og hugsanir ykkar að spillast og leiðast burt frá einlægri og hreinni tryggð við Krist. 4Því að ef einhver kemur og prédikar annan Jesú en ég hef prédikað eða þið fáið annan anda en þið hafið fengið eða annað fagnaðarerindi en þið hafið tekið á móti, þá umberið þið það mætavel.
svo kemur aðeins neðar eftirfarandi:
13Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn er taka á sig mynd postula Krists. 14Og ekki er það undur því að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd. 15Það er því ekki mikið þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna. Afdrif þeirra munu verða samkvæmt verkum þeirra.
Það er margt sem aðventista kirkjan hefur fram að bera sem er mjög sterkt ritningalega séð og hreint og beint, en þetta með Mikjál er langsótt bull og á engan rétt á sér. Það er margbúið að vara við falskenningum í ritningunni ég hef bent hér á nokkrar slíkar ritningar.
Knús og vinarkveðja.
Linda, 15.4.2008 kl. 13:32
vildi bæta við að hvergi í þessum lista er hann Mikjáll (listinn yfir 144 ) auk þess sem þarna eru titlar aðallega ferð en ekki nöfn, nema þegar Jesú nafnið kemur upp í tengingu við titil og svo kemur Immanuel og Jehóva hugsanlega mætti segja að Shiloh sé nafn en það þýðir á frummáli "gjöfin hans" eða sumir vilja mein "sá sem verður sendur".
Knús og vinsemd.
Linda, 15.4.2008 kl. 13:48
Það ert þú sem ert að halda því fram að þarna eru tvær persónur en ég er aðeins að segja að þarna er um mismunandi titla að ræða. Annars sitjum við uppi með sér persónu þennan Mikael sem t.d. reisir upp hina dánu og rekur djöfulinn frá himnum og fleira og það finnst mér ekki sniðugt.
Afhverju þá svarar þú ekki þeim punktum sem ég kem með? Ég hreinlega skil ekki hvaða tengingu þú gerir milli þeirra versa sem þú bendir á og síðan umræðuefnisins hérna. Trúir þú þá að það sé til sér persóna sem heitir Mikael og hann reisir upp hina dauðu á dómsdegi og að það var hann sem rak djöfulinn frá himnum? Ég get svo sem alveg trúað því að það er sér persóna og Guð einfaldlega gefur honum þessi hlutverk; eins og ég sagði, ég myndi aldrei stofna kirkju í kringum svona atriði.
Mofi, 15.4.2008 kl. 14:09
Nafnið Mikjáll þýðir "sá sem er eins og Guð" en Jesú "ER" Guð því getur Jesú ekki verið Mikjáll. Mikjáll er Erkiengill eins og Gabríel og Rafahel, þeir hafa mátt sem aðrir englar hafa ekki og eins og postularnir geta læknað og reyst fólk frá dauðum en þeir eru ekki Guð frekar en Postularnir. Opinberunarbókin lýsir mætti þeirra, en hvergi gefur hún í skin að þeir séu Guð. Jesú er ekki Mikjáll.
Rafahel þýðir sá sem læknar - það gerir hann ekki að Jesú.
Gabríel þýðir "sterki armur Guðs" líka talað um "sá sem ber skilaboð frá Guði", auk þess er talað um að hann sitji við vinstri hönd Guðs, en hvergi er hægt að lesa úr því að þetta sé Jesú frekar en Mikjáll og Rafahel.
Þetta eru æðstu þjónar Guðs sem eru líkir honum en eru ekki hann.
Halldór ef þú getur ekki tengt ritningarorðiðn við það sem þú skrifar þá veit ég ekki hverju ég get bætt við, nema þessu, að sá sem kemur með annan boðskap en ritað er um í ritningunni, eða breytir út af þeim boðskap er bölvaður. Samanber ritningunni sem ég benti þér á hér fyrir ofan. Aðventista boðskapurinn um Mikjál er ekki staðfestur í orðinu, það er nóg til að hlusta ekki á þannig boðskap. Samanber ritningunni. Við erum mjög ósammála þessu, og jú ég las þessa færslu þína.
kv.
Linda, 15.4.2008 kl. 14:57
Linda, ég er ekki alveg að fatta. Mér finnst þú ekki vera að svara mér eins og þú hafir lesið færsluna eða athugasemdirnar.
Ég bendi á það að fyrir mér þá sé ég aðeins tvö valmöguleika. Einn er sá að Mikael er sér persóna en þá er hann persóna sem vekur upp hina dánu við endurkomuna og rekur Satan af himnum. Annar möguleikinn er sá að þetta er aðeins nafn á Kristi svo þegar við sjáum Mikael í Biblíunni reisa upp hina dauðu þá er það í rauninni Kristur sjálfur. Ég er ekki að tala um að Jesús er skapaður engill eða að bæta Mikael sem persónu við guðdóminn eða neitt þannig.
Vinar kveðjur,
Halldór
Mofi, 15.4.2008 kl. 15:34
Mikjáll er þjónn Guðs hann er sér vera, Jesú er Guð í holdi. Mikjáll er Erkiengill, eins og Rafhael og Gabríel, máttugir og blessaðir en engin þeirra er Jesú eða dulið nafn fyrir Jesú. Mikjál boðskapurinn er á skjön við ritningarnar sem slíkur er því hann andstæður ritningunni og því hefur verið varað við slíku, og þess vegna setti ég inn viðeigandi ritningar málinu til stuðnings.
Vinarkveðja
Linda, 15.4.2008 kl. 15:47
Það er rödd erkiengils sem heyrist við endurkomuna sem reisir upp hina dánu og Biblían talar líka um að það er rödd Krists sem reisir upp hina dánu. Mér finnst miklu grófara að láta einhvern annan vekja hina dánu en Krist en að láta Mikael vera Krist sjálfan í ákveðnu hlutverki, þ.e.a.s. höfðingi englanna.
Það er ekki á skjön við ritningarnar þegar Biblían lætur Jesú og Mikael gera sömu hlutina og mjög magnaða hluti. Sömuleiðis þá kemur Guð oft fram í Biblíunni sem "engill Drottins" svo þetta er ekki úr lausu lofti gripið.
Mér finnst það meiri "móðgun" við Krist að láta einhvern annann en Hann reisa upp hina dánu við endurkomuna; síðan sjáum við hérna rödd höfuðengils ( sem er hið sama og erki ) heyrast þegar Jesús kemur aftur. Enda hver er höfðingi englanna annar en Jesús?
Mofi, 15.4.2008 kl. 16:29
ÆI Halldór ég hélt að þetta væri bara Votta Jehóva kenning 'o nei þetta er hræðileg villukenning og Guðlast hreinlega hræðileg móðgun" við Krist og gerir svo litið úr honum . en Votta Jehóva komu út úr sjöunda dags Aðventistum .
Jóhann Helgason, 15.4.2008 kl. 16:57
Einhvern veginn grunar mig Jóhann að þú hafir ekki lesið greinina eða nein af mínum athugasemdum. Eins og ég reyni að benda á þá höfum við tvö valmöguleika, annað hvort er Mikael einhver vera sem er ekki Kristur sem reisir hina dánu upp frá dauðum og rak Satan frá himnum; allt eitthvað sem vanalega er tileinkað Kristi eða að í þau fáu skipti sem Biblían nefnir Mikael þá er um Krist sjálfan að ræða. Eitt tekur upprisu dauðra frá Kristi og gefur Mikael þann heiður eða að Mikael er aðeins annað nafn á Kristi sjálfum.
Dáldið pirrandi hve margir virðast kommenta án þess að hafa lesið greinina og koma síðan ekki með efnislegar athugasemdir á þau rök sem greinin kemur með heldur bara fullyrðingar.
Mofi, 15.4.2008 kl. 17:03
Ok Halldór það var rétt hjá þér að ég las ekki alla greinina +þinum athugasemdum, en ég er búin að því núna ,en Halldór ég er ekki samála þér ég hef annan skilning á þessu ég get ekki fengið þessa tvo valmöguleika út.
Guð Blessi þig
Jói
Jóhann Helgason, 15.4.2008 kl. 18:07
Ekki málið Jói :)
En hver er þá Mikael og afhverju er hann sá sem reisir upp hina dánu, rekur Satan af himnum og er prins Daníel og stuttu seinna talar Daníel um Messíasar prinsinn í spádómi sínum um Jesú? Ég sé aðeins tvö valmöguleika svo endilega bentu mér á fleiri ef þú sérð þá...
Mofi, 15.4.2008 kl. 18:09
Neib, engan vegin. Þetta sem þú bendir á er ekki nein útskýring, því er ég ennþá algjörlega ósammála þér, þegar það kemur að þessu. Mikjáll er Erkiengill annað ekki, og er það ekki nóg.
vinarkveðja.
Linda, 15.4.2008 kl. 20:22
Það er ekki spurning um hvort það sé nóg, heldur hvort það sé ekki of mikið ef hann er ekki Kristur.
Hugsaðu aðeins út í þetta. Við erum í Daníels bók, skrifuð um 500 árum áður en Kristur fæðist. Þar er einhver sem kallaður er Mikael, fyrir Daníel þá er hann kallaður hans mikli prins. Síðan kaflanum á eftir þá er talað um messíasar prinsinn og er í spádómnum sem fjallar um krossdauða Krists. Síðan við endalokin þá er það Mikael sem stendur upp og hinir dánu rísa upp frá dauðum. Þú gert að gefa ansi mikið frá Kristi ef Mikael er ekki Kristur. Enda hvað ætti að kalla Krist í spádóms riti áður en Kristur er fæddur? Hafa síðan í huga að Erkiengill er sá sem er yfir englunum, er Jesú ekki yfir englunum? Í Þessalóniku bréfi þá er endurkomu Krists lýst þannig að hinir dánu rísa upp við raust Erkiengils sem þýðir einfaldlega það að sá sem er yfir englunum mun kalla og hinir dánu rísa upp.
Í góðu lagi að vera ósammála enda er þetta ekki eitthvað frelsunar atriði en fróðlegra væri að heyra ástæður fyrir því afhverju og hvað við rökin fólki finnst ekki ganga upp.
Mofi, 16.4.2008 kl. 08:59
Mofi:
"Í góðu lagi að vera ósammála enda er þetta ekki eitthvað frelsunar atriði"
Það er nú orðið langt um liðið frá því þú skrifaðir þessa færslu :-) En finnst þú bentir mér á hana finnst mér varla annað við hæfi en að allavega láta þig vita að ég las hana frá A-Ö og öll comment :)
Það var gaman af þessu seinasta commenti þínu, finnst það passa ágætlega inn í þetta með Helgidaginn :) Þetta er ekki sáluhjálparatriði.
En verð samt að láta þig vita að ég er þér frábærlega ósammála í þessari færslu :O
Afhverju var Daníel þá ekki bara sniðugur að fyrirbyggja svona deilur og skrifa þá bara mannsonurinn í staðinn fyrir Mikael..?
Þið Aðventistar eruð alveg ágætis fólk, en þetta er það sem mér finnst vera að. Mér finnst þetta álíka heimskulegt og "Gap-Theory" Sem sumir ágætir menn aðhillast og þá er ég að tala um verulega heimskulegan hlut. Með fullri virðingu fyrir þinni afstöðu samt sem áður!
Mér finnst svo vitlaust að koma með heila kenningu útaf einu versi. Og ekkert litla kenningu, það er verið að tala um frelsarann notabene!
Kv. Ingvar Leví
Ingvar Leví Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.