9.4.2008 | 22:55
Spuningar Tuma
Tumi Steingrímsson sagði:
Sæll Dóri, fan númer 1 hér að spyrja þig nokkra spurninga sem tengjast ekki þessari grein:
- Hver skapaði Guð? hefur Guð kannski annan Guð? Ert þú trúleysingi gagnvart Guð Guðs?
- Af hverju hefur kristna bíblían rétt fyrir sér og ekki kóraninn eða hin trúarbrögðin? Hversu líklegt telur þú að þín trú sé sú rétta?
- Þú játar að þróun geti átt sér stað innan tegundar en aldrei svo mikil að það verði til ný tegund. Hvað stoppar þróunina í að aðhlýðast okkar skilgreiningu á tegund?
- Heldur þú að einstaklingur sem trúir ekki á æðri mátt sem hefur auga með ákvörðunum og gjörðum (og mun dæma í lok lífs) muni vera slæmur maður, þ.e. fremja frekar glæpi, vera gráðugri og hunsa réttlætisskyn sitt.
- Nú hafa mörg þúsund tegundir dáið út vegna ýmissa ástæða, geirfuglinn þekkjum við allir. Eru þetta verri project Guðs, vissi hann að þessar tegundir mundu deyja út? Hvaða gagn gegndu þær? (Ef svar þitt er að við mennirnir / önnur dóminerandi dýr útrýmdum þeim, ertu þá ekki að viðurkenna survival of the fittest (amk bara þann hluta))?
- Hve lengi munu mennirnir ganga um á þessari jörðu? Við teljum okkur vita að sólin brennur út eftir nokkuð langan tíma. Hvað tekur við þegar mennirnir deyja út?
- Þú notar oft tilvitnanir úr biblíunni til að rökstyðja mál þitt. Oftast er fólkið sem þú ert að rökstyðja við fólk sem efast tilvist Guðs og því fylgir, efasemdir um sannindi biblíunnar. Þú áttar þig á því að ef biblían væri sönn þá væri ekki hægt að þræta um hvort Guð sé til eða ekki? Það stendur þarna.
- Fordæmir þú fólk eftir að þú kemst að hvers trúar það er (eða hvers trúar það er ekki)?
Vonandi svarar þú þessum spurningum samviskusamlega.
Blessaður Tumi :)
Vonandi er þér sama að ég svari þessu á öðrum stað en eins og þú bentir réttilega á þá tengjast þessar spurningar ekki beint greininni.
Tumi Steingrímsson
Hver skapaði Guð? hefur Guð kannski annan Guð? Ert þú trúleysingi gagnvart Guð Guðs?
Ég er líklegast trúlaus gagnvart mjög mörgu sem ég hef ekki hugmynd um. Erfitt samt að vera annað en trúlaus gagnvart einhverju sem maður hefur ekki fengið neina hugmynd um. Varðandi hver skapaði Guð þá skrifaði ég einu sinni um það: Hver hannaði hönnuðinn? Hver skapaði Guð? Þú lætur bara vita ef þér finnst það ófullnægjandi svar.
Tumi Steingrímsson
Af hverju hefur kristna bíblían rétt fyrir sér og ekki kóraninn eða hin trúarbrögðin? Hversu líklegt telur þú að þín trú sé sú rétta?
Í fyrsta lagi þá er kóraninn bara einn gaur að þylja upp það sem hann þekkti úr Biblíunni en brenglaði það vægast sagt. Í öðru lagi þá... er þetta kannski of stór spurning til að svar hér, sérstaklega þar sem ég var búinn að velta henni fyrir mér áður: Hvað með öll hin trúarbrögðin? Hvað ef þú hefur rangt fyrir þér?
Tumi Steingrímsson
Þú játar að þróun geti átt sér stað innan tegundar en aldrei svo mikil að það verði til ný tegund. Hvað stoppar þróunina í að aðhlýðast okkar skilgreiningu á tegund?
Vandamálið er uppruni upplýsinganna. Hvort að þær geti orðið til fyrir tilviljun og síðan verið valdnar út af náttúruvalinu. Ég tel að staðreyndirnar segi okkur að sköpunarkraftar stökkbreytinga komi ekki nálægt neinu þannig.
Tumi Steingrímsson
Heldur þú að einstaklingur sem trúir ekki á æðri mátt sem hefur auga með ákvörðunum og gjörðum (og mun dæma í lok lífs) muni vera slæmur maður, þ.e. fremja frekar glæpi, vera gráðugri og hunsa réttlætisskyn sitt.
Það fer allt eftir hvaða siðferði hann hefur tileinkað sér. Ef maður gerir ráð fyrir að viðkomandi hafi alist upp í okkar samfélagi þá er hann líklegast svipað líklegur til að hegða sér illa og hinn venjulegi kristni einstaklingur. Biblían talar sérstaklega um þetta og þá í samhengi við ótta Drottins. Sá sem veit að vond verk gera Guð að hans óvini þá heldur það honum frá vondum verkum.
Tumi Steingrímsson
Nú hafa mörg þúsund tegundir dáið út vegna ýmissa ástæða, geirfuglinn þekkjum við allir. Eru þetta verri project Guðs, vissi hann að þessar tegundir mundu deyja út? Hvaða gagn gegndu þær? (Ef svar þitt er að við mennirnir / önnur dóminerandi dýr útrýmdum þeim, ertu þá ekki að viðurkenna survival of the fittest (amk bara þann hluta))?
Það var kristinn einstaklingur sem kom fyrst með hugmyndina að náttúruvali svo sá partur er mjög svo í samræmi við hugmyndina um sköpun. Guð getur alltaf skapað upp á nýtt og Biblían talar um þann tíma sem þessi jörð verður endursköpuð án þjáninga, sjúkdóma og dauða. Mjög fróðlegt að sjá hvernig það verður.
Tumi Steingrímsson
Hve lengi munu mennirnir ganga um á þessari jörðu? Við teljum okkur vita að sólin brennur út eftir nokkuð langan tíma. Hvað tekur við þegar mennirnir deyja út?
Ég held að þessi heimur muni engann veginn geta endst mikið lengur. Ég myndi veðja að Guð mun koma aftur innan við næstu hundrað árin þótt það sé svo sem eitthvað sem enginn veit.
Tumi Steingrímsson
Þú notar oft tilvitnanir úr biblíunni til að rökstyðja mál þitt. Oftast er fólkið sem þú ert að rökstyðja við fólk sem efast tilvist Guðs og því fylgir, efasemdir um sannindi biblíunnar. Þú áttar þig á því að ef biblían væri sönn þá væri ekki hægt að þræta um hvort Guð sé til eða ekki? Það stendur þarna.
Mér finnst að oftar en ekki þá hafa Biblían mjög áhugaverða hluti að segja varðandi mörg umræðuefni svo mér finnst mjög gott að benda á þá. Hvort að Biblían sé sönn eða ekki er eitthvað sem ég kannski þyrfti að fjalla meira um. Benda á spádóma og fleira sem styður að hún er innblásin af Guði.
Tumi Steingrímsson
Fordæmir þú fólk eftir að þú kemst að hvers trúar það er (eða hvers trúar það er ekki)?
Fordæming hljómar mjög illa og ég vil ekki kannast við að gera slíkt. Biblían er aftur á móti skýr að við erum öll dæmd vegna vondra verka. Við erum þegar á það sem má kalla dauðadeild. Klefinn okkar er kannski ágætlega stór og þægilegur fyrir flest okkar en við erum öll að bíða eftir því að deyja. Biblían segir að það er fyrir mann að deyja og svo dómurinn. Ég vil aðeins vara fólk við dómnum og láta hvern einstakling hugsa um hvort að hann er sekur um hatur, öfung, græðgi, lygar og þjófnað og þess háttar. Ef svo er þá þurfa þeir á náð að halda og hún fæst aðeins í gegnum það sem Kristur gerði á krossinum. Enginn annar hefur borgað gjald syndarinnar að ég best veit.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meira ruglið.
Tumi Steingrímsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:15
önnur spurning um hluti sem þú ert ekki að fjalla um... :)
veistu nokkuð hvað málið er með 3abn útvarpsstöðina. er hún hætt fyrir fullt og allt? ég man að það komu tímabil þar sem hún datt út hérna einu sinni en ég hef ekki heyrt í henni lengi. var það ekki annars aðventkirkjan sem kostaði útsendingar hér á landi?
ég (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:02
ég, ehem... 3ABN er aðvent stöð og að ég best veit þá voru nokkrir aðventistar sem borguðu fyrir þetta. Ekki kirkjan sjálf samt. Veit hreinlega ekki afhverju hún er ekki lengur í loftinu; veit að það var ekki vel litið á að sendingarnar væru ótextaðar og ekkert nema enska í boði. Meira veit ég ekki... þyrfti að spyrja einhvern út í þetta.
Mofi, 11.4.2008 kl. 14:08
kannski erfitt að texta útvarpsútsendingar :) annars var þetta fínasta stöð, og væri ekki slæmt að fá að hlusta á hana aftur.
ég (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:32
Sammála og gaman að heyra :)
Mofi, 12.4.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.