Viðtal við Bein Stein um myndina Expelled

Hérna er viðtal við Ben Stein þar sem hann fjallar um myndina Expelled. Þarna fjallar hann um hvernig hópur innan vísindanna hafa bannað umfjöllun um stóru spurningarnar í lífinu og hvað þá að íhuga valmöguleikann um Guð eða hönnuð.  Vísindin eru undir árás frá fólki sem aðhyllist guðleysi og hefur ákveðið að allir sem hafa ekki sömu trú og það, að það á að bannfæra það.  Þetta er mjög fróðlegt svo njótið vel! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ben Stein er kjánalegur í stuttbuxum

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Mofi

Sammála Sveinn :)

Mofi, 8.4.2008 kl. 15:40

3 identicon

Mjög svo merkilegt verð ég að segja.

Ætla að kíkja á þessa mynd við tækifæri 

Jakob (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:09

4 Smámynd: Mofi

Jakob, mig hlakkar til að sjá hana. Spurning þar sem svona myndir eiga efitt með að rata íslensk bíó og videó leigur að maður reyni að standa fyrir sýningu og rökræðum eftir á. Gæti verið gaman, maður verður að sjá til.

Mofi, 8.4.2008 kl. 16:16

5 identicon

Expelled er grínmynd ársins :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:25

6 Smámynd: Mofi

Aðalega hrollvekja fyrir darwinsta því að hún kemur upp um miðalda óvísindalegann hugsunargang þeirra :)  

Hvorki ég eða þú höfum svo sem séð myndina og ættum að láta duga að rökræða viðtalið en ekki mynd sem við höfum ekki séð. 

Mofi, 8.4.2008 kl. 16:32

7 identicon

Já, ég væri til í að sjá þessa mynd.

andri (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:54

8 identicon

Nei ég held ekki hún verði neitt hræðileg, alltaf sama gamla tuggan í þessu liði. 

Annars er ekki venjan að vera að sýna heimildarmyndir í íslenskum kvikmyndahúsum, nema þá helst í Háskólabíó.  Ég leyfi mér samt að efa hún verði sýnd þar, vegna þess hversu illa unnin og óheiðarleg þessi mynd er.

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:10

9 identicon

Mofi það er ekkert vísindalegt í þessari mynd, menn hlæja að henni um allan heim; ID menn eru búnir að gera sig að fíflum enn og aftur.
Lestu umsagnir um þessa mynd frá einhverjum öðrum en bókstafstrúarmanni.
Það er ekki nóg að klæða sig í hvítan slopp og segjast vera vísindamaður, ekki gera lítið úr sjálfum þér, for gods sake ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:25

10 identicon

Kæmi mér ekki á óvart að þessi mynd sé í raun bara dulbúin trúaráróður rétt eins og "The Case for a creator" var.  Reyndar var sú mynd mjög flott og vel unnin en því miður gjörsamlega stútfull af staðreyndavillum og trúaráróðri.

Ellinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:47

11 identicon

Þeir sem hafa áhuga á þessari mynd geta eflaust haft gagn af þessari samantekt hér.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:12

12 Smámynd: Mofi

Sveinn
Annars er ekki venjan að vera að sýna heimildarmyndir í íslenskum kvikmyndahúsum, nema þá helst í Háskólabíó.  Ég leyfi mér samt að efa hún verði sýnd þar, vegna þess hversu illa unnin og óheiðarleg þessi mynd er.

Þetta segir mér aðeins að þú ert lygari. Þú veist ekki hvort að myndin er illa unnin og óheiðarleg en samt fullyrðir þú það. Hérna sýnir þú aðeins mjög lélegann karakter.

Doksi, þú sýnir aðeins að þú ert ekki málefnalegur og ert til í að rakka niður það sem þú veist ekkert um. Er þetta heiðarleikinn sem þín trú bíður upp á?

Ellinn
Kæmi mér ekki á óvart að þessi mynd sé í raun bara dulbúin trúaráróður rétt eins og "The Case for a creator" var.  Reyndar var sú mynd mjög flott og vel unnin en því miður gjörsamlega stútfull af staðreyndavillum og trúaráróðri.

Hvaða staðreynda villa geturðu bent á í myndinni Case for a Creator?  Væri gott ef þú myndir pósta henni í blogg greinina sem fjallaði um þá mynd.

Mofi, 8.4.2008 kl. 21:59

13 identicon

Þetta segir mér aðeins að þú ert lygari. Þú veist ekki hvort að myndin er illa unnin og óheiðarleg en samt fullyrðir þú það. Hérna sýnir þú aðeins mjög lélegann karakter.

Ég hef lesið gagnrýni um þessa mynd og veit alveg um hvað ég er að tala og það sem meira er, þú ættir að vita það líka.  Sem dæmi má nefna þá vísindamenn sem voru blekktir, þ.e.a.s. tekið viðtal við þá á röngum forsendum eins og til dæmis P.Z. Myers sem var vísað út úr kvikmyndahúsinu þar sem hann ætlaði á forsýningu myndarinnar, þrátt fyrir að hann sé í sjálfri myndinni!  Þetta er allt burtséð auðvitað frá flestum, hefðbundnum staðreyndavillum ID manna.

Hvernig þessir menn bera sig að er sorglegt. 

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:28

14 identicon

En sem betur fer sér hugsandi fólk í gegnum þetta

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:34

15 identicon

Þetta segir mér aðeins að þú ert lygari. Þú veist ekki hvort að myndin er illa unnin og óheiðarleg en samt fullyrðir þú það. Hérna sýnir þú aðeins mjög lélegann karakter.

Doksi, þú sýnir aðeins að þú ert ekki málefnalegur og ert til í að rakka niður það sem þú veist ekkert um. Er þetta heiðarleikinn sem þín trú bíður upp á?

Ad hominem Mofi, vel gert og einstaklega málefnalegt! 

 Skoðaðu hlekkinn sem Lárus sendi ef þú ert ekki búinn að því maður

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:38

16 Smámynd: Mofi

Sveinn
Ég hef lesið gagnrýni um þessa mynd og veit alveg um hvað ég er að tala og það sem meira er, þú ættir að vita það líka.  Sem dæmi má nefna þá vísindamenn sem voru blekktir, þ.e.a.s. tekið viðtal við þá á röngum forsendum eins og til dæmis P.Z. Myers sem var vísað út úr kvikmyndahúsinu þar sem hann ætlaði á forsýningu myndarinnar, þrátt fyrir að hann sé í sjálfri myndinni!  Þetta er allt burtséð auðvitað frá flestum, hefðbundnum staðreyndavillum ID manna.

Blekktir?  Þvílíkt kjaftæði. Þeir voru beðnir um að tjá sig um málefni og fengu borgað fyrir það. Eina sem er aumkunarvert er hvernig þeir síðan kvarta og kveina fyrir að einhver skuli nota það sem þeir sögðu. PZ Meyers var ekki boðið á þær nokkru sérstöku sýningar sem voru haldnar áður en myndin yrði sýnd almenningi og hann var bara eins og fábjáni að reyna að smygla sér inn.

Sveinn
En sem betur fer sér hugsandi fólk í gegnum þetta

Ég sé í gegnum ruglið sem PZ Meyers bíður upp á. Maður er meiri en lítið óheiðarlegur.

Sveinn
Ad hominem Mofi, vel gert og einstaklega málefnalegt! 

Nei, það voru þið sem komið með ad hominem rökvillur með því að rakka það niður sem þið hafið ekki séð. Ég var aðeins að benda ykkur á það.

Mofi, 8.4.2008 kl. 22:44

17 identicon

Blekktir?  Þvílíkt kjaftæði. Þeir voru beðnir um að tjá sig um málefni og fengu borgað fyrir það. Eina sem er aumkunarvert er hvernig þeir síðan kvarta og kveina fyrir að einhver skuli nota það sem þeir sögðu.

Þú þrætir varla fyrir það að þeir voru blekktir?  Tekið var viðtal við þá á þeim forsendum að gera ætti myndina "Crossroads, where religion and science meet" eða eitthvað álíka, sem átti að fjalla um einmitt það.  Miðað við hvað þessir vísindamenn segja á opinberum vettvangi efast ég ekki um að hvað sem þeir segja sem kann að styðja "kenningar" ID sinna sé slitið algjörlega úr samhengi, en ég varpa þessu fram með þeim fyrirvara að ég á eftir að sjá myndina. 

PZ Meyers var ekki boðið á þær nokkru sérstöku sýningar sem voru haldnar áður en myndin yrði sýnd almenningi og hann var bara eins og fábjáni að reyna að smygla sér inn.

PZ Meyers var ekki boðið á neina sýningu, það er rétt.  Hann var að fara á opna sýningu þar sem allir gátu náð sér í miða yfir netið en var meinað um aðgang.  Þess má hinsvegar geta að Richard Dawkins komst inn á þessa sömu sýningu. 

Nei, það voru þið sem komið með ad hominem rökvillur með því að rakka það niður sem þið hafið ekki séð. Ég var aðeins að benda ykkur á það.

Nei? NEI??  Ef "þú hefur lélegan karakter og því er allt sem þú segir lygi" og "þú ert ómálefnalegur og því er allt sem þú heldur óheiðarlegt" er ekki ad hominem þá þarf ég greinilega að fletta þessu hugtaki upp.  Ég vil ekki meina að ég hafi notað þessa rökvillu, þá hefði ég líklega ráðist á Ben Stein.  Ekki einu sinni þegar ég hélt því fram að hugsanid fólk sæi í gegnum þetta skam ID-sinna þá átti ég ekki við um þig.  Ég er alveg viss um að þú sérð ekki í gegnum þetta, en þú ert búinn að ákveða að taka þér stöðu and-þróunarmegin við línuna og því fagnarðu öllu sem ræðst á kenninguna eða vísindaheiminn í heild sinni, hversu vitlaust eða ómálefnalegt sem það kann að vera í staðin fyrir bara að viðurkenna "ok, þetta er illa gert og styrkir ekki það sem ég hef verið að halda fram".

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:19

18 identicon

Vá ég var að lesa yfir þetta og sá smá ofnotkun á EKKI hjá mér.

Ég ER viss um að þú sjáir í gegnum þetta, ég ÁTTI meðal annars við um þig þegar ég sagði hugsandi fólk sjá í gegnum þetta... 

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:24

19 identicon

En aftur að viðtalinu sem þetta blogg snýst um.  Ég átta mig ekki alveg á hvað sé svona fróðlegt í því.  Það er ekki einu sinni skemmtilegt þar sem þessir menn eru sammála um allt og virðast vera búnir að æfa að segja alltaf eitthvað sem styður það síðasta sem hinn sagði, nema í upphafinu þegar Ben Stein segir "I think you....may be interested in knowing what intelligent design is" þrátt fyrir að þáttastjórnandinn var að segja brandara og ekkert að spá í það.  Engin rökræða eða neitt...

Ben byrjar semsagt á að útskýra hvað ID er og gerir það með því að segja að það sé "tilgáta sem segir EKKI að lífið hafi orðið til af tilviljun" - hvers konar útskýring er það eiginlega og í hvað er hann að vísa hérna?  

Hann heldur reyndar áfram og segir að það hafi verið "hannað" af ALMÁTTUGUM hönnuði... HA? Eru ID-menn sammála um þetta? Getur lífið á Jörðinni ekki hafa orðið til nema vegna tilstilli ALMÁTTUGS hönnuðar??

Svo segir hann að skv. ID hafi maðurinn ekki orðið til þegar eldingu sló niður í drullupoll.  Afhverju tönnlast hann á hvað ID er ekki?  Hvað er hann að tala um þegar hann segir þetta?  Ég VEIT að það getur ekki verið þróunarkenningin...

Ég verð að segja eins og er, ég veit ekki hvort að ID menn trúi því að lífið sé hannað eins og það lítur út í dag (eða þannig séð, með ákveðna "aðlögunarhæfileika") eða hvort að þeir trúi á sameiginlegan forföður.  Ég hef heyrt og lesið hvort tveggja.  Nokkuð greinilegt að Ben Stein trúi hinu fyrrnefnda, en hann er að vísu ekki vísindamaður. 

Sveinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 23:33

20 identicon

Ég veit vel hvað ég er að tala um, ég hef séð búta úr téðri mynd ásamt því að lesa umsagnir um hana, ég veit algerlega um hvað hún fjallar og það er bara rugl frá a-ö

DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:31

21 identicon

Hvað er akkúrat öfugt við Bein Stein..... Einstein
Hverjir eru Upphafsstafir Bein Stein... hver er skammstöfunin á bullshit

:)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:59

22 Smámynd: Mofi

Sveinn
Þú þrætir varla fyrir það að þeir voru blekktir?  Tekið var viðtal við þá á þeim forsendum að gera ætti myndina "Crossroads, where religion and science meet" eða eitthvað álíka, sem átti að fjalla um einmitt það.  Miðað við hvað þessir vísindamenn segja á opinberum vettvangi efast ég ekki um að hvað sem þeir segja sem kann að styðja "kenningar" ID sinna sé slitið algjörlega úr samhengi, en ég varpa þessu fram með þeim fyrirvara að ég á eftir að sjá myndina. 

Og myndin fjallar um tengingu milli trúar og vísinda. Titillinn átti að vera Crossroads and síðan skiptu þeir um skoðun. Ef orð Dawkins og P.Z. Myers eru slitin úr samhengi þá er það eitthvað til að hvarta yfir en þeir voru beðnir um að fjalla um efni sem þeir fjalla mjög mikið um yfirhöfuð og fengu borgað fyrir það.

Sveinn
PZ Meyers var ekki boðið á neina sýningu, það er rétt.  Hann var að fara á opna sýningu þar sem allir gátu náð sér í miða yfir netið en var meinað um aðgang.  Þess má hinsvegar geta að Richard Dawkins komst inn á þessa sömu sýningu. 

Meira um þetta hérna: http://www.uncommondescent.com/intelligent-design/clinton-dawkins-guilty-as-charged/    Ég sé þetta ekki beint sem eitthvað alvarlegt, aðalega skondið. Þessir menn getal alveg séð myndina eins og allir aðrir þegar hún verður sýnd opinberlega. Undarlegt að geta ekki virt rétt þeirra sem sýna myndina, hverjir það eru sem fá að sjá hana.

Sveinn
Ég er alveg viss um að þú sérð ekki í gegnum þetta, en þú ert búinn að ákveða að taka þér stöðu and-þróunarmegin við línuna og því fagnarðu öllu sem ræðst á kenninguna eða vísindaheiminn í heild sinni, hversu vitlaust eða ómálefnalegt sem það kann að vera í staðin fyrir bara að viðurkenna "ok, þetta er illa gert og styrkir ekki það sem ég hef verið að halda fram".

Ég fagna því sem ræðst gegn ritskoðun og ofsóknum. Gegn þeim sem vilja ekki að fólk geti spurt og efast í háskólum. Ég veit ekkert hvort að myndin er góð eða slæm; ég á eftir að sjá hana. Þeir sem úthrópa hana sem algjört drasl án þess að sjá hana, það segir allt sem segja þarf um hvers konar fólk það er.

Sveinn
En aftur að viðtalinu sem þetta blogg snýst um.  Ég átta mig ekki alveg á hvað sé svona fróðlegt í því.  Það er ekki einu sinni skemmtilegt þar sem þessir menn eru sammála um allt og virðast vera búnir að æfa að segja alltaf eitthvað sem styður það síðasta sem hinn sagði,

Ég hafði gaman af því að hlusta á hvað þeir höfðu að segja...  þetta átti ekki að vera rökræður, það eru mörg viðtöl í sjónvarpinu þar sem er bara verið að spjalla saman.

Sveinn
Hann heldur reyndar áfram og segir að það hafi verið "hannað" af ALMÁTTUGUM hönnuði... HA? Eru ID-menn sammála um þetta? Getur lífið á Jörðinni ekki hafa orðið til nema vegna tilstilli ALMÁTTUGS hönnuðar??

Nei, ég tók eftir þessu líka. Þetta er ekki eitthvað sem allir innan ID myndu taka undir. Samkvæmt ID þá er aðeisn sumt í alheiminum betur útskýrt með hönnun frekar en tilviljun.

Sveinn
Svo segir hann að skv. ID hafi maðurinn ekki orðið til þegar eldingu sló niður í drullupoll.  Afhverju tönnlast hann á hvað ID er ekki?  Hvað er hann að tala um þegar hann segir þetta?  Ég VEIT að það getur ekki verið þróunarkenningin...

Líklegast vegna hans eigin reynslu af fólki sem hann hefur talað við.  Þeir sem afneita ID verða á óbeinann hátt að trúa því að lífið varð til einhvern veginn í einhverjum polli og líklegast kom rafmagn við sögu.  ID myndi segja að tilvist lífs er betur útskýrt með hönnun frekar en náttúrulegum ferlum.

Sveinn
Ég verð að segja eins og er, ég veit ekki hvort að ID menn trúi því að lífið sé hannað eins og það lítur út í dag (eða þannig séð, með ákveðna "aðlögunarhæfileika") eða hvort að þeir trúi á sameiginlegan forföður.  Ég hef heyrt og lesið hvort tveggja.  Nokkuð greinilegt að Ben Stein trúi hinu fyrrnefnda, en hann er að vísu ekki vísindamaður. 

ID menn hafa mismunandi skoðanir á þessu. Michael Behe er á því að rökin fyrir sameiginlegum forfaðir eru sterk og aðhyllist það. William Demski er með síðu sem heitir www.uncommondescent.com þar sem hann er á því að staðreyndirnar passa ekki við sameiginlegann forföður. Væri mjög gaman af  sjá þá tvö rökræða þetta atriði.

Mofi, 9.4.2008 kl. 13:16

23 identicon

Það sem ég hef séð af þessari mynd og lesið er ekkert nema áróður sköpunarsinna og ekki um það sem Dawkins og Meyers segjast hafa samþykkt að tala um. 

Ben Stein er mikið í mun um að fólk sem aðhyllist "darwinisma" geti ekki svarað hvernig lífið byrjaði og EF þau svara því þá sé það bara BS svar...

Ok í fyrsta lagi, þegar einhver segir "darwinisti" í rökræðum missir hann allan trúverðugleika, en ef hann á við fólk sem aðhyllist þróunarkenninguna þá er ekki skrítið að þau geti ekki svarað því.  Þróunarkenningin fjallar ekki um upphaf lífs heldur eru til allskonar tilgátur og kenningar, sumar vel rökum studdar en ekki nærri því eins vel og þróunarkenningin, sem fjallar um abiogenesis eins og það kallast á ensku.

Ef maðurinn ætlar að gagnrýna kenninguna, getur hann þá ekki gagnrýnt KENNINGUNA og það sem hún segir?

Sveinn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:15

24 Smámynd: Mofi

Sveinn, þeir sem aðhyllast ID þeir telja t.d. að lífið er betur útskýrt með hönnun frekar en með náttúrulegum ferlum. Þeir vilja spyrja spurninga varðandi þessi atriði. Þeir sem aðhyllast darwinisma og eru á móti ID þeir verða aftur á móti rauðir af reiði að einhver skuli spyrja svona spurninga, hvað þá telja að eitthvað sé betur útskýrt með hönnun og það eigi að raka allt þannig fólk.  Bein Stein er ekkert að gagnrýna kenninguna, hann er að benda á að þeir sem kaupa ekki kenninguna með haus og hala að þeir verða fyrir ofsóknum. Þeir sem telja að eitthvað í náttúrunni sé betur útskýrt með hönnun frekar en náttúrulegum ferlum verða fyrir ofsóknum.

Mofi, 9.4.2008 kl. 16:05

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvaða forsendur hefur Ben Stein til að tjá sig um Þróunarkenninguna?

Matthías Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 21:59

26 Smámynd: Mofi

Hvaða forsendu hafði Darwin að tjá sig um líffræði, hann sem hafði aðeins guðfræðimenntun. Flest af því sem hann vissi vitum við í dag var rangt. Ben Stein er síðan aðallega að tjá sig um frelsi vísinda manna til að fylgja staðreyndunum í þá átt sem þeir telja að sé rétt. Reyna að koma í veg fyrir svipað ástand og ríkti á miðöldum.

Mofi, 10.4.2008 kl. 00:29

27 identicon

Láttu ekki svona mofi, þú ert að tala um hókus pókus VS vísindalegar rannsóknir.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:19

28 Smámynd: Mofi

Doksi, þú ert með hókus pókusinn án nokkurs galdra manns. Ég er með vitræna veru sem hannar stórkostlega hluti, hluti sem við sem verur með smá vit getum ekki hermt eftir.

Mofi, 10.4.2008 kl. 09:30

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Ég er með vitræna veru"

 

Matthías Ásgeirsson, 10.4.2008 kl. 10:46

30 Smámynd: Mofi

Ýkt vitræna veru    

Mofi, 10.4.2008 kl. 13:10

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Scientific American: Ben Stein's Expelled: No Integrity Displayed

 T.d.

Expelled then trots out some of the people whom it claims have been persecuted by the Darwinist establishment. First among them is Robert Sternberg, former editor of the peer-reviewed Proceedings of the Biological Society of Washington, who published an article on ID by Stephen C. Meyer of the Discovery Institute. Sternberg tells Stein that he subsequently lost his editorship, his old position at the Smithsonian Institution's National Museum of Natural History and his original office. Looking a bit smug in his self-martyrdom, Sternberg also reports that a colleague compared him with an "intellectual terrorist."

What most viewers of Expelled may not realize—because the film doesn't even hint at it—is that Sternberg's case is not quite what it sounds. Biologists criticized Sternberg's choice to publish the paper not only because it supported ID but also because Sternberg approved it by himself rather than sending it out for independent expert review. He didn't lose his editorship; he published the paper in what was already scheduled to be his last issue as editor. He didn't lose his job at the Smithsonian; his appointment there as an unpaid research associate had a limited term, and when it was over he was given a new one. His office move was scheduled before the paper ever appeared. [For more details see Ben Stein Launches a Science-free Attack on Darwin by Michael Shermer.]

Matthías Ásgeirsson, 10.4.2008 kl. 15:13

32 Smámynd: Mofi

Takk fyrir þetta Matthías, ég er forvitinn að vita hvernig þeir svara þessum ásökunum.

Mofi, 10.4.2008 kl. 15:56

33 identicon

Hvaða forsendu hafði Darwin að tjá sig um líffræði, hann sem hafði aðeins guðfræðimenntun.
 

Á tímum Darwins var náttúrufræði lítið meira en frímerkjasöfnum, menn voru mest í því að skrásetja og flokka dýr, plöntur og annað úr ríki náttúrunnar. Darwin var enginn eftirbátur annarra náttúrufræðinga á þessum tíma, þvert á móti var hann mjög framarlega á sínu sviði og var virtur sem slíkur löngu áður en hann gaf út kenningu sína. 

Ben Stein er hinsvegar uppi á tímum þegar lífvísindin, ásamt öðrum raunvísindum, hafa tekið ótrúlegum framförum og stór hluti þeirra er ekki aðgengilegur hverjum sem er, ólíkt því sem var á tímum Darwins.

Ben Stein er 63 ára lögfræðingur, skrifaði hér áður fyrr ræður fyrir Nixon og hefur eitthvað verið í sjónvarpi. Forsendur til að gagnrýna af einhverju viti þróunarkenningu Darwins = engar.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 20:36

34 Smámynd: Mofi

Lárus, hann er aðalega að gagnrýna darwiniska skoðana kúgun. Síðan hljóta allir að hafa rétt til að tjá sig um kenningu Darwins, þú getur verið ósammála því og þá sannar það bara það sem Ben Stein er að segja :)

Mofi, 11.4.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband