Hvað af trúar kenningum kristinna finnst þér erfiðast að trúa?

Hérna til vinstri er könnun sem ég vil hvetja alla til að taka.  Mig langar að gera könnun sem kafar aðeins ofan í hvað í kristni fólki finnst ótrúlegast; mest órökrétt eða erfiðast að trúa.  Verst að þetta þyrfti að vera þannig að fólk gæfi hverju atriði stig því að það getur verið margt sem því finnst jafn órökrétt eða margt sem því finnst órökrétt og svekkjandi að velja aðeins eitt.  Þetta er listinn eins og mér datt í hug í fljótu bragði og væri gaman ef einhverjir koma með fleiri hugmyndir.

  • Heilaga þrenning
  • Að Guð skapaði heiminn
  • Nóa flóðið
  • Móse fékk boðorðin tíu á steintöflum frá Guði
  • Guð gerðist maður í manninum Jesú Kristi
  • Jesú gat gert kraftaverk eins og lækna sjúka og reist fólk upp frá dauðum
  • Jesú dó á krossinum fyrir syndir hvers og eins einstaklings
  • Upprisa Krists
  • Endurkoma Krists þar sem Hann mun dæma lifendur og dauða
  • Himnaríki
  • Eilífar þjáningar í helvíti
  • Að laun syndarinnar er dauði, þ.e.a.s. að hætta að vera til
Mjög fróðlegt að heyra hvað fólki finnst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. Eilífar þjáningar í helvíti
2. Endurkoma Krists þar sem Hann mun dæma lifendur og dauða
3. Móse fékk boðorðin tíu á steintöflum frá Guði

Þetta væri röðin hjá mér

Annars finnst mér þetta stangast hvort á móti öðru:
Eilífar þjáningar í helvíti og að laun syndarinnar er dauði, þ.e.a.s. að hætta að vera til... hvort er það... brennur maður í helvíti eða hættir maður bara að vera til?

kv.
Elli

Elli (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Mofi

Takk fyrir innleggið Elli!  

Jú, síðustu tvö stangast á af því að kristnir eru ekki sammála um þetta. Ég trúi því að laun syndarinnar er dauði eða hætta að vera til eins og Biblían segir beint út, en margir kristnir trúa að laun syndarinnar eru eilífar þjáningar í helvíti.

Ég var hreinlega ekki búinn að ákveða hvort að maður ætti að fara út í umræðu um hvert atriði... Það hlýtur að vera í lagi að prófa. Hvað er það við atriði 2 og 3 sem veldur vandræðum?  

Mofi, 7.4.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Mofi

Henry, þar sem ég er mikill andstæðingur hugmyndarinnar um eilífar þjáningar í eldi þá er gaman að lesa þitt innlegg.

Geturðu útskýrt afhverju þú hefur þessa afstöðu gagnvart hinum atriðunum? 

Mofi, 7.4.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: Mama G

Eftir miklar pælingar ákvað ég að merkja við síðasta atriðið: Að laun syndarinnar er dauði, þ.e.a.s. að hætta að vera til

Ástæða þess er sú að þó svo að Biblían segi það trúi ég því ekki að hægt sé að eyða sálinni. Væri það hægt væri Guð að eyða hluta af sjálfum sér í leiðinni.

Næst á eftir þessu atriði kæmi Eilífar þjáningar þeirra sem glatast í helvíti því að ég held að orðið eilífð hafi ekki bókstaflega merkingu í Biblíunni, en sjálfsagt gæti hver sekúnda í Helvíti virst vera heil eilífð ef við ímyndum okkur stað fullan af heift, ofbeldi og öðrum hugsanlegum viðbjóð.

Mama G, 7.4.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Mofi

Mama G
Ástæða þess er sú að þó svo að Biblían segi það trúi ég því ekki að hægt sé að eyða sálinni. Væri það hægt væri Guð að eyða hluta af sjálfum sér í leiðinni.

Hvað á Guð þá að gera við illskuna? Gera við fólk sem við erum í engum vafa um að var vont, fólk sem misnotaði börn, stundaði pyntingar, morð og nauðganir.

Það var sá tími sem við vorum ekki til, áður en við fæddumst, afhverju getum við ekki farið aftur til þess?  Eitt af því magnaða að mínu mati við okkar tilvist er að við erum sjálfstæðar verur, við erum eins og litlir guðir með sjálfstæðan vilja. Tengjumst Guði en erum ekki beint hluti af Honum því Guð er alvaldur en hefur ákveðið að takmarka Sig til að veita okkur hluta af Sínum vilja. Þeir sem aftur á móti misnota það vald eiga ekki rétt á því.

Mofi, 7.4.2008 kl. 16:12

6 identicon

Mér finnst alltaf litlu krúttlegu atriðin í Biblíunni vera þau ótrúverðugustu. T.d. þegar Ísraelsmenn með guð í sínu liði gátu ekki unnið einhverja þjóðina í stríði því þeir áttu járnvagna. Eða þá þegar Ísraelsmenn voru alltaf að snúa sér til annarra guða á leið frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins, þrátt fyrir að hann hafi sýnt sig í eyðimörkinni mörgum sinnum og slátrað miklum fjölda fyrir óhlýðni. Svona hlutir sem ganga engan veginn upp.

En af atriðunum á listanum þá er þetta með dauða Jesú fyrir syndir allra það atriði sem er einna vitlausast. Ég skil ekki hvers vegna hann var að standa í þessu veseni ef við eigum samt sem áður að dæmast fyrir okkar misgjörðir. Hverju breytti þetta?

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:12

7 Smámynd: Mofi

Henry
Mér finnst hugmyndin um þrenninguna ekki hafa gild rök á bak við sig. Tekstar Biblíunnar sem eiga að benda til hennar eru ekki nægileg rök.

Finnst þér að textarnir eru ekki nógu skýrir eða það bara ekki rökrétt að Guð geti opinberast okkur í Jesú, Guði föðurnum og Heilögum Anda?

Henry
2. Móse fékk boðorðin tíu á steintöflum frá Guði

Þarf að rökstyðja það að viðurkenna þetta ekki?

Sem sagt átt bara erfitt með að trúa því að þetta gerðist?  Hefurðu kíkt á myndina "The Search for the Real Mount Sinia, sjá: http://www.amazon.com/Search-Real-Sinai-Free-Expedition/dp/0967501032   

Hún var á YouTube en búið að fjarlægja hana því miður.

Henry
3. Endurkoma Krists þar sem Hann mun dæma lifendur og dauða


Þó þetta hafi kannski grundvöll í ritningunni, þá er ég mjög ósammála þessu. Mér líkar einfaldlega ekki við þetta.

 Dómur er bæði góður og slæmur; í rauninni er réttlátur dómur bara góður.  Þegar þeir sem eru kúgaðir og beittir óréttlæti fá hlut sinn réttann. Þegar þeir sem gerðu illt fá loksins réttlæti.

Henry
4. Að laun syndarinnar er dauði, þ.e.a.s. að hætta að vera til

Alger vitleysa að mínu mati. Þegar ég var trúaður þá viðurkenndi ég heldur ekki þetta. Ég trúði því að "syndin" gerði okkur fjarlæg "guði" og ríkdæmi "guðs" og þarafleiðandi lífgefandi anda "guðs". Ég trúði því að menn sem "syndguðu" hart væru í raun að grafa sína eigin gröf og fjötra sjálfa sig í myrka dali tilvistarinnar. En ekki að þeir myndu hljóta andlegan dauða.

Hvernig geturðu fjarlægst lífsgefandi anda Guðs en samt haldið áfram að lifa?  Afhverju er svo undarlegt að þú farir í sama ástand og þú varst áður en þú fæddist?  Í gegnum alla Biblíuna er talað um líf eða dauða, hvað þýðir þá dauði í þínum huga?  Heldurðu að við séum ódauðleg? 

Mofi, 7.4.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Mofi

Lárus
Mér finnst alltaf litlu krúttlegu atriðin í Biblíunni vera þau ótrúverðugustu. T.d. þegar Ísraelsmenn með guð í sínu liði gátu ekki unnið einhverja þjóðina í stríði því þeir áttu járnvagna

Þeir voru einfaldlega trúlitlir og járnvagnar eitthvað sem þeir hræddust.

Lárus
Eða þá þegar Ísraelsmenn voru alltaf að snúa sér til annarra guða á leið frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins, þrátt fyrir að hann hafi sýnt sig í eyðimörkinni mörgum sinnum og slátrað miklum fjölda fyrir óhlýðni. Svona hlutir sem ganga engan veginn upp.

Spurning hvernig þetta leit út frá þeirra sjónarhóli. Þeir sáu kraftaverk en einhverjir gátu verið að eigna öðrum guðum kraftaverkin. Þetta er annars mjög undarlegt en þarna er verið að sýna gallana á Ísraels þjóðinni svo það að mínu mati gerir þetta trúverðugt; spámenn Biblíunnar mála aldrei þjóðina í einhverri glansmynd.

Lárus
En af atriðunum á listanum þá er þetta með dauða Jesú fyrir syndir allra það atriði sem er einna vitlausast. Ég skil ekki hvers vegna hann var að standa í þessu veseni ef við eigum samt sem áður að dæmast fyrir okkar misgjörðir. Hverju breytti þetta?

Þeir sem iðrast og samþykkja gjöfina sleppa við dóminn því að Guð þráir að veita náð þeim biðja um hana. Náðin gat samt ekki verið ódýr því það myndi gera lögmálið ódýrt. 

Mofi, 7.4.2008 kl. 17:22

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll. Þú hefðir átt að hafa 7. svarmöguleikann með: Engu af þessu er erfitt að trúa fyrir kristna manneskju.

Jón Valur Jensson, 7.4.2008 kl. 17:50

10 Smámynd: Árni þór

Ég trúi öllu jafn mikið því að ég trúi að sérhver ritning sé innblásin af Guði...
en ég trúi að það verði ekki eilífðar þjáning í helvíti,eins og þú orðar það Mofi, ég trúi því að eldurinn muni slokkna er sérhvert hné hefur beygt sig í helvíti og lært að lofa Guð með tungu sinni, játi að Jesús Kristur sé Drottinn.

Þú segir Mofi; Að laun syndarinnar er dauði, þ.e.a.s. að hætta að vera til.
Ég trúi eins og segir í orðinu að laun syndarinnar sé dauði, en sá dauði sé andlegur dauði og að jarðneski líkaminn deyi en í stað hans fái maður andlegan líkama, því að ekkert sem til er getur ekki hætt að vera til þó að tímanum ljúki og eilífðin taki við.

Árni þór, 7.4.2008 kl. 19:03

11 Smámynd: Birgirsm

Ég get engan vegin trúað á "Eilífar þjáningar í helvíti"  vegna þess að Biblían talar ekki um neitt slíkt. ( en ef ég vill og legg mig vel fram þá gæti ég misskilið nokkrar setningar um þetta málefni ef ég ætlaði mér það)

Birgirsm, 7.4.2008 kl. 19:23

12 Smámynd: Árni þór

Lárus skrifar;
En af atriðunum á listanum þá er þetta með dauða Jesú fyrir syndir allra það atriði sem er einna vitlausast. Ég skil ekki hvers vegna hann var að standa í þessu veseni ef við eigum samt sem áður að dæmast fyrir okkar misgjörðir. Hverju breytti þetta?

Kristur er Guð, (hefur alltaf verið til) fæddist sem maðurinn Jesús. Varð að ganga í gegnum það sama og við, allar mannlegar raunir og þjáningar og deyja fyrir syndir okkar.
Þegar við tökum við þessu endurlausnarverki Jesús Krists þá hreinsast okkar misgjörðir í blóði Drottins og við fáum fyrirgefningu og sömu endurreisn og Jesús fékk, við fáum dýrðarlíkama/upprisu líkama og förum í nærveru föðurins.
þó að Jesús Kristur hafi dáið réttlátur fyrir syndir allra þá taka ekki allir við því, endurlausnin virkar ekki nema að maður taki við henni, þar höfum við val.

Árni þór, 7.4.2008 kl. 19:27

13 identicon

Henry:

Gluggaðu endilega í þrenningardeilur kirkjufeðrana. Þótt að þær breyti mögulega ekki afstöðu þinni, þá er þetta gífurleg innsýn inn í rökfræði þrenningarinnar.

Jakob (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 20:07

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi, þessi listi er undarleg blanda af:

  • Nokkrum trúarkenningum kristinna.
  • Nokkrum trúarkenningum Gyðinga.
  • Nokkrum frásögnum G.T.
  • Einni frásögn í N.T. um kraftaverk Jesú.

Eins konar "Oriental sull" eins og komist var að orði í einu lagi Baggalúts fyrir nokkrum árum.

Vantar þarna nokkrar kenningar, eins og:

  • Kenningar um meyjarfæðingu og fæðingardag.
  • Kenningar um heilagan anda.
  • Kenningar um niðurdýfingarskírn eða barnaskírn.
  • Kenningar um afnám ýmissa lögmála G.T., eins og um óhreina fæðu, grýtingar, hvíldardagsboð o.s.frv.
  • Kenning um að menn öðlist eilíft líf ef þeir einungis játa trú á Jesúm Krist.
  • Kenningin um uppstigningu Jesú Krists
  • Kenningin um úthellingu Heilags anda, tungutal og töframátt trúaðra.
  • Kenningar um útbreiðslu fagnaðarerindisins.
  • Kenningar um Harmageddon og hina síðustu daga.
  • Kenningar um Antí-Krist.
  • Kenningar um meðhöndlun trúleysingja.
  • Kenningar um 1000 ára ríkið.

Sem sé, frekar hraðunnið hjá þér Mofi, en samt í áttina.

Sigurður Rósant, 7.4.2008 kl. 21:21

15 Smámynd: Mofi

Henry
Spurningin er ekki að ég eigi erfitt með að trúa þessu. Staðreyndin er bara sú að þetta átti sér aldrei stað.

Ég trú því að þetta átti sér stað. Mér finnst þú fullgrófur að fullyrða eins og þú vitir það án nokkurs vafa.

Henry
Þegar ég var kristinn þá trúði ég ekki því að "drottinn" myndi dæma lifendur og dauða við "endurkomu sína".

Ég veit ekki hvort ég myndi flokka einhvern kristinn sem trúir ekki að Jesú muni dæma lifendur og dauða, þetta er algjört lykilatriði. Enginn getur endurfæðst og orðið barn Guðs án þess að trúa þessu atriði.

Henry
Dauði í minum huga þegar manneskja er annars vegar, er þegar lífskraftar hennar hafa alveg fjarað út.

Þegar ég var trúaður þá trúði ég því að sálir mannna eru svo til ódauðlegar.

Og þegar lífskraftarnir eru fjaraðir út þá hættir hún að vera til, það er að segja hennar verk og hugsanir eru hornar?  Sammála því?

Jón Valur
Sæll. Þú hefðir átt að hafa 7. svarmöguleikann með: Engu af þessu er erfitt að trúa fyrir kristna manneskju.

Góður punktur, komið inn!

Trú, von og kærleikur
en ég trúi að það verði ekki eilífðar þjáning í helvíti,eins og þú orðar það Mofi, ég trúi því að eldurinn muni slokkna er sérhvert hné hefur beygt sig í helvíti og lært að lofa Guð með tungu sinni, játi að Jesús Kristur sé Drottinn.

Hvað heldur þú að einhver þurfi að vera í logunum lengi þar til hann biðji um að sársaukinn hætti og viðurkenni að Jesús er Guð?

Trú, von og kærleikur
Ég trúi eins og segir í orðinu að laun syndarinnar sé dauði, en sá dauði sé andlegur dauði og að jarðneski líkaminn deyi en í stað hans fái maður andlegan líkama, því að ekkert sem til er getur ekki hætt að vera til þó að tímanum ljúki og eilífðin taki við.

Það eru ekki til nein vers sem styðja að syndarar fái andlegann líkama sem getur ekki dáið. Að fá þann líkama eru verðlaunin sem fólk fær við endurkomuna, það öðlast ódauðleika. Þess vegna er dauðanum kastað í eldsdíkið því að enginn mun aftur deyja eftir það vegna þess að allt sem fer í eldsdíkið er eytt.

BirgirSM
Ég get engan vegin trúað á "Eilífar þjáningar í helvíti"  vegna þess að Biblían talar ekki um neitt slíkt. ( en ef ég vill og legg mig vel fram þá gæti ég misskilið nokkrar setningar um þetta málefni ef ég ætlaði mér það)

Ef viljinn er fyrir hendi þá er það möguleiki :)   Ég bara skil ekki kristna sem hafa einhverja þannig löngun, hún getur ekki komið frá Guði.

Mofi, 7.4.2008 kl. 23:25

16 Smámynd: Mofi

Rósant
Sem sé, frekar hraðunnið hjá þér Mofi, en samt í áttina

Bætti nokkrum við sem þú komst með og voru góðir punktar. Fannst samt eins og mörg atriði þarna voru eitthvað sem flestir hugsa lítið út í, eitthvað sem er aðalega mismunandi milli kristinna manna.  Ekki beint erfitt að trúa heldur að fólk er bara ósammála sín á milli.  Þetta er bara til að fá tilfinningu fyrir þessu.

Mofi, 7.4.2008 kl. 23:31

17 identicon

Mæli með "Historical Theology"  eftir A. E. Mcgrath

Jakob (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:39

18 Smámynd: halkatla

einfeldningurinn ég trúi öllu þessu auðveldlega nema "eilífum" þjáningum í helvíti. Helvíti er kannski til (???) en hið illa afl er örugglega ekki með klaufir eða nein önnur sérstök líkamleg einkenni hvað þá að það væri normal að hann fengi alla sína villtustu drauma uppfyllta á þennan hátt.

halkatla, 8.4.2008 kl. 09:02

19 Smámynd: halkatla

ef þú spyrð hvað er auðveldast að trúa þá er það að Jesú komi aftur til að dæma lifendur og dauða og náttlega upprisan og sköpun heimsins.... I could go on and on

halkatla, 8.4.2008 kl. 09:03

20 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fyrst möguleikinn á að trúa þessu öllu er kominn inn, væri þá ekki tilvalið að skella inn andstæðunni - "Ég trúi engu af ofantöldu"?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 8.4.2008 kl. 09:06

21 Smámynd: Mofi

Henry
Ef ég hefði verið trúaður þá hefði ég ekki verið sammála því. Því þá trúði ég því að við tæki framhald annarsstaðar og hugsanir og verk hennar fylgdu sálu hennar og lægi til grunvallar því sem hún þyrfti að eiga við og greiða úr eða ekki.

Allt í lagi, er ég þá að skilja að í dag er auðvelt að trúa þessu en það var það ekki?

Anna Karen
hvað þá að það væri normal að hann fengi alla sína villtustu drauma uppfyllta á þennan hátt.

Það væri frekar undarlegt ef hann fengi verðlaun að lokum; rökréttast að hann fengi refsingu þar sem hann á frekar stórann þátt í öllum þessum hörmungum.

Anna Karen
ef þú spyrð hvað er auðveldast að trúa þá er það að Jesú komi aftur til að dæma lifendur og dauða og náttlega upprisan og sköpun heimsins.... I could go on and on

Já, við þurfum þannig könnun líka handa okkur sem erum kristin :)     

Mofi, 8.4.2008 kl. 09:13

22 Smámynd: Mofi

Tinna
Fyrst möguleikinn á að trúa þessu öllu er kominn inn, væri þá ekki tilvalið að skella inn andstæðunni - "Ég trúi engu af ofantöldu"?
Í rauninni ekki þar sem ég er að fiska eftir hvað er erfiðast að trúa, hvaða kenning er mesta hindrunin í að trúa að það er satt það sem kristnir boða. 

Mofi, 8.4.2008 kl. 09:14

23 Smámynd: Mofi

Henry, hvað gerist þá að þínu mati í dag þegar einhver deyr?

Mofi, 8.4.2008 kl. 13:17

24 Smámynd: Mofi

Henry, hver á að halda fólki eða sálum á lífi eftir þetta líf?  Er ég að skilja rétt að þú trúir að sálir halda áfram að vera til að eilífu og með þá meðvitund?

Mofi, 8.4.2008 kl. 13:44

25 Smámynd: Mofi

Ég væri forvitinn að sjá blogg færslu frá þér þar sem þú útskýrir afhverju þú "gerðist" trúlaus og hver þín "trú" núna er, varðandi hvaðan við komum, er eitthvað æðra vald til, hver var Jesús og hvað verður um okkur.

Mofi, 8.4.2008 kl. 15:01

26 Smámynd: Mofi

Getur samt fjallað um hvaða hugmyndir þú hefur og hugsanir; það væri örugglega áhugavert. Þú ræður...

Mofi, 8.4.2008 kl. 15:42

27 Smámynd: Mama G

Hæ aftur, smá svar við commenti #6:
Hvað á Guð þá að gera við illskuna? Gera við fólk sem við erum í engum vafa um að var vont, fólk sem misnotaði
börn, stundaði pyntingar, morð og nauðganir.

Það var sá tími sem við vorum ekki til, áður en við fæddumst, afhverju getum við ekki farið aftur til þess?

Hér skilur að hjá okkur Aðvent sjónarhornið og mitt sjónarhorn. Ég lít meira á Biblíuna sem táknræna bók sem vekur mann til umhugsunar en ekki að trúa eigi öllu bókstaflega sem þar kemur fram. Ef hægt væri að trúa öllum trúarritum bókstaflega myndi þeim ekki bera neitt í milli (en ég trúi því t.d. líka að engin ein trúarbrögð séu öðrum æðri, allir sem trúa eru að gera sitt besta til að nálgast Guð og ekki neitt vit í því að segja að einhver ein leið sé sú rétta til að trúa á Guð, það að trúa á Guð er nóg, alla vegana fyrir mér).

En svo ég reyni nú að koma mér að því að svara spurningum þínum, langar mig bara að til að segja það að Guð þarf ekki að gera neitt við illskuna eða vont fólk. Við mennirnir erum öll vond hvort sem er, jafnvel þó svo við iðrumst erum við enn syndug. Með því að leyfa því sem liðið er að vera liðið og gleymast, fyrirgefa hvort öðru það sem við höfum gert hvort öðru, getum við smám saman frelsast til betra lífs og vitundar og þannig mun mannkynið sjálft losa sig við illskuna og fyrst þá getur hver og einn sameinast Guði. Eins og ég segi, aðeins önnur sýn á það hvernig sagan endar. Ekkert illa meint, en ég bara get ekki skilið afhverju Guð (af öllum aðilum!) ætti að fara að brjóta eitt af grundvallarlögmálum þessa heims: Þú skalt ekki morð fremja. Ég meina, ef Hann heldur ekki einu sinni boðorðin, ja, þá bara finnst mér þessi jafna ekki lengur ganga upp!

Svo er engin spurning um það í mínum huga um að við munum fara aftur til þess staðar sem við vorum á fyrir fæðingu, gerist í hvert skipti sem maður deyr! ...já, ég veit, smituð af einhverjum spíritalisma hugmyndum. Can't help it .

Mama G, 8.4.2008 kl. 16:12

28 Smámynd: Mofi

Mama G, hvað með réttlæti?  Menn sem hafa framið morð, misnotað börn og fleira, þannig maður deyr og hefur lifað í vellystingum allt sitt líf. Er Guð alveg sama um þessa glæpa og mun ekki refsa þessum manni? Er eðlilegt að svona menn komast til himna og fái að lifa að eilífu jafnvel þótt að þeirra illska heldur bara áfram að vaxa og eyðileggingin vegna þeirra gjörða heldur áfram og áfram?

Mama G
já, ég veit, smituð af einhverjum spíritalisma hugmyndum. Can't help it

Þær eru mjög sterkar og hafa alltaf verið í gegnum alla mannkynssöguna svo ég skil vel þann... :)  vandræðagang 

Mofi, 8.4.2008 kl. 16:37

29 identicon

Kæri Mofi,

Það sem mér finnst erfiðast að trúa er: að einstaklingar geti ákveðið að vinsa úr það sem þeim ekki líkar og ákveðið að trúa einu en ekki öðru af því sem stendur í Biblíunni, í mínum huga þá annaðhvort trúir viðkomandi því sem þar stendur s.s orði Guðs, eða barasta alls ekki neinu.

Þar sem þú virðist nú spá í trúmálin af nokkurri alvöru þá langar mig að spyrja þig hvort þú trúir á Biblíuna í heild sinni sem samfelldan boðskap eða hvort það er eingöngu nýja testamentið sem farið er eftir se maður sannkristinn.

Kveðja,

Katala (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:20

30 identicon

Mofi, hvernig skilgreinirðu ástand "eintaklings" sem er ógetinn og ófæddur?  Þú talar um eilífan dauða sálarinnar sem hættir að vera til, hvernig er þá með sál einstaklings sem er ekki til?  Er hann dauður?  Hvernig getur sá sem aldrei hefur lifað verið dauður?  Samkvæmt þinni kenningu er þetta sama ástandið, og það gengur ekki upp. 

Ellinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:35

31 identicon

Já afsakið, svona til að halda sig við efni pistilsins þá er ég þeirrar skoðunar að fyrir mig er alveg jafnerfitt að trúa öllum þeim punktum sem þarna koma fram, engum einum meira en öðrum.  Mér finnst þetta alltsaman jafn vitlaust, heimskulegt og órökrétt.  Þess vegna er ég ekki kristinn.

Ellinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 17:39

32 identicon

Meðan ég trúði enn þá fannst mér (eins og mörgum sýnist mér) erfiðast að trúa á helvíti og eilífar þjáningar. Mér fannst líka erfitt að trúa á guð sem hafði athugaverðar skoðanir á kynlífi fólks og ég hugsaði aldrei um hinn kristna heimsendi (fannst það eitthvað svo klikkað).

þorsteinn gunnar friðriksson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:41

33 Smámynd: Mama G

Comment #38: Mama G, hvað með réttlæti?  Menn sem hafa framið morð, misnotað börn og fleira, þannig maður deyr og
hefur lifað í vellystingum allt sitt líf. Er Guð alveg sama um þessa glæpa og mun ekki refsa þessum manni? Er eðlilegt að svona menn komast til himna og fái að lifa að eilífu jafnvel þótt að þeirra illska heldur bara áfram að vaxa og eyðileggingin vegna þeirra gjörða heldur áfram og áfram?

Hvernig skilgreinum við réttlæti? Er réttlætinu fullnægt ef gerandinn fær einhvers konar refsingu eða er því fullnægt þegar þolandinn losnar undan þeirri birði sem fylgir því að hafa verið beittur ofbeldi?

Ég veit það af eigin reynslu að fórnarlamb er ekkert betur sett við það að sjá eða vita til þess að gerandi sinn kveljist á einhvern hátt. Það getur aldrei nein heilun falist í því að sjá að ofbeldi er viðhaldið. Það er hins vegar heil mikil heilun fólgin í því að fyrirgefa geranda sínum. Því miður eða sem betur fer getur verið mjög erfitt fyrir fólk sem ekki hefur upplifað það ofbeldi sem hér hefur verið upp talið að skilja þetta, flestir sem ég hef talað við í gegnum tíðina hafa sagt "ég gæti aldrei fyrirgefið eitthvað svona". En það sem fólk sér ekki er að þá stund sem maður ákveður að fyrirgefa er allri heimsins birgði af manni létt. Maður finnur ekki lengur hjá sér hvöt til þess að viðhalda ofbeldinu, hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum. Vítahringur ofbeldis hefur verið rofinn.

Hvað varðar refsingu gerandans má segja að hann sé sinn eiginn böðull að leita sér ekki hjálpar sjálfur, því það er næsta víst að sá sem beitir ofbeldi hefur sjálfur verið beittur ofbeldi. Viðkomandi tekur út sína refsingu á meðan hann er enn hér á Jörðinni, hún er bara ekki alltaf sýnileg. Í raun þarf ekki Guð hér til að bæta um betur með einhverjum síðari refsingum (kannski mörgþúsund árum eftir að brotin áttu sér stað!?).

Mama G, 8.4.2008 kl. 20:07

34 Smámynd: Mofi

Katala, ég er sammála þér með að það er frekar undarlegt að velja út það sem manni líkar vel við í Biblíunni og henda öðru. Það er svona eins og að viðkomandi sem yfirhöfuð trúir að Guð hafi opinberað sig í Jesú Kristi að hann þarf að hafa vit fyrir þessum guði sínum.  Ég trúi að Biblían sé innblásin frá upphafi til enda.

Kveðja :)

Mofi, 8.4.2008 kl. 22:20

35 Smámynd: Mofi

þorsteinn gunnar friðriksson
Meðan ég trúði enn þá fannst mér (eins og mörgum sýnist mér) erfiðast að trúa á helvíti og eilífar þjáningar. Mér fannst líka erfitt að trúa á guð sem hafði athugaverðar skoðanir á kynlífi fólks og ég hugsaði aldrei um hinn kristna heimsendi (fannst það eitthvað svo klikkað).

Skil vel þetta með eilífar þjáningar í helvíti; berst með kjafti og klóm gegn þeirri hugmyndafræði :)

Varðandi skoðanir á kynlífi þá er kynlíf það sem býr til líf eða eyðileggur. Ef fólk bæri virðingu fyrir kynlífi og hlýddi þeim reglum sem Guð setti um kynlíf þá væri þessi heimur margfallt betri. Hinn kristni heimsendir er í rauninni dagur réttlætis, þar sem þeir kúguðu og þjáðu fá hlut sinn réttann. Þegar þeir sem voru myrtir, nauðgað og misþyrmt fá aðgang að lífi án þjáninga og dauða. Óhugnalega hliðin á þessu er tortýming þeirra sem gerðu vond verk í þessu lífi og höfnuðu náð Guðs.

Mofi, 8.4.2008 kl. 22:25

36 Smámynd: Mofi

Mama G
Hvernig skilgreinum við réttlæti? Er réttlætinu fullnægt ef gerandinn fær einhvers konar refsingu eða er því fullnægt þegar þolandinn losnar undan þeirri birði sem fylgir því að hafa verið beittur ofbeldi?

Mér finnst dáldið fyndið hvernig þitt viðhorf er í algjörri andstöðu við það viðhorf sem ég sé hjá því fólki sem aðhyllist eilífar þjáningar í helvíti.  Ég get ekki neitað því að mér finnst eðlilegt að sá sem olli þjáningum hér á jörð fái að upplifa þjáningar í réttlátu samræmi við það sem hann olli. Síðan finnst mér eðlilegt að þeir sem héldu í illskuna frekar en að biðja Guð um fyrirgefa og fyrirgefa að öðrum að Guð taki burt þá lífsgjöf sem Hann gaf þeim fyrst þeir misnota hana.  Þetta er samt mjög áhugaverður punktur hjá þér og spurning hvort að kvölin sem fólk upplifar á dómsdegi er aðeins kvíðinn við að hætta að vera til; það myndi sannarlega vera óhugnanlegt fyrir mig.

Mofi, 8.4.2008 kl. 22:40

37 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég myndi byrja á nokkurn vegin öllu sem fjallað er um í Gamla testamentinu og ætti sú skoðun ekki að koma þér á óvart, Mofi.  Auðvitað má deila um það hver skapaði heiminn, en það er á hreinu að hann er eldri en greint er frá í Sköpunarsögunni.  Þetta með elda helvítis og að dauðinn sé laun syndarinnar tel ég ekki eiga sér stoð í neinu og hafi bara verið notað til að hræða fólk til undirgefni.

Marinó G. Njálsson, 8.4.2008 kl. 23:24

38 identicon

Takk fyrir svarið Mofi,

Ég er sjálf alveg inn á því að til sé Guð, en gef aftur á móti frekar lítið  fyrir misviturlegan boðskap þeirra manna sem segjast vera fulltrúar hans hér á jörð, held sjálf að þeir og þeirra ritarar hafi þröngvað alltof miklu af persónulegum athugasemdum sínum í ritin sem eftir þá liggja, ásamt samtímasiðferði og dæmisögum sem eyðileggja og fela þann boðskap sem raunverulega hafi átt að komast til skila séu þeir yfirleitt á hans vegum þessir herrar.

En í allri þeirri lesningu sem ég hef farið í gegnum þá er eitt sem ég hef aldrei skilið hjá þeim sem aðhyllast kristni, það vita allir að múslimar borða ekki svínakjöt, og flestir held ég vita að gyðingar gera það ekki heldur, en þeir sem eru kristnir segjast trúa á alla biblíuna þ.m.t. gamla testamentið líka og í því nýja er tekið fram að það gamla úreldist ekki þó svo að kristur komi með viðbótina sem nýja testamentið er og það reyndar stendur skýrum stöfum þar.

Svo ég spyr þig aftur: Af hverju borða kristnir þá svínakjöt ???????

Ég ætla að afsaka það að ég ekki nennti að finna þýðingarnar á þessu öllu, en ég efast ekki um að þú þekkir þessar klausur samt eða getir lesið þær á ensku.

Jesaja 65: 2 mgr.3

2Ég hefi rétt út hendur mínar allan daginn í móti þrjóskum lýð, í móti þeim, sem ganga á illum vegum, eftir eigin hugþótta sínum, 3í móti fólki, sem reitir mig stöðuglega til reiði upp í opin augun, sem fórnar í lundunum og brennir reykelsi á tigulsteinunum, 4sem lætur fyrirberast í gröfunum og er um nætur í hellunum, etur svínakjöt og hefir viðbjóðslega súpu í ílátum sínum, 5sem segir: "Far þú burt, kom ekki nærri mér, ég er þér heilagur!" - Slíkir menn eru reykur í nösum mér, eldur, sem brennur liðlangan daginn.


Leviticus 11:7-8
"And the swine, though he divided the hoof, and be clovenfooted, yet he cheweth not the cud; he is unclean to you.
"Of their flesh shall ye not eat, and their carcass shall ye not touch; they are unclean to you."

Deuteronomy 14:8
"And the swine, because it divideth the hoof, yet cheweth not the cud, it is unclean unto you: ye shall not eat of their flesh, nor touch their dead carcass

Here God clearly states that the flesh of swine is forbidden to eat and touch. Bible Scholars agree with that the King's meat spoken of in Daniel Ch. 1:8 is referring to swine flesh. In that story Daniel and the three Hebrew boys, followed the instruction of the Best Knower, the Foreknower and the All-knowing One, God. In the end they were healthier by not eating the King's meat and drinking his drink. Some of us make the mistake of thinking that the advent of Jesus suspends the Law  God gave to Moses. Let's examine Jesus' words concerning the Law God gave to Moses.

Matthew 5:17-19
"Think not that I (Jesus) am come to destroy the law, or the prophets: I am not come to destroy, But to fulfill.
"For verily I say unto you, Till heaven and earth pass, one jot or one tittle shall in no wise pass from the law , till all is fulfilled.
"Whosoever therefore shall break one of these least commandments, and shall teach men so, he shall be called least in the kingdom of heaven: but whosoever shall do and teach them, the same shall be called great in the kingdom of heaven."

Jesus says he came to fulfill the law God gave to Moses. Fulfill means to put into effect, to measure up to. Therefore, Jesus came in the world to put Moses law into effect and make it the reality by which all of us live. This would include God's prohibition against swine.

Jesus clearly states that he has not come to destroy the law and that the law will not be changed until heaven and earth pass away. Heaven an earth are still present, therefore law is still in place and should be followed.

Ég vona að þú hafir nennt að lesa þig í gegnum þetta, jafnvel að þú hafir svar :)

Kveðja.

Katala (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 00:08

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ein af fáum áhugaverðum umræðum á blogginu um þessar mundir.

Theódór Norðkvist, 9.4.2008 kl. 02:08

40 identicon

Allt þetta er algerlega ótrúverðugt með öllu.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:28

41 Smámynd: Sigurður Rósant

Mér finnst auðveldast að hafna trú á öllum skilyrtum kenningum trúarbragða eins og;

  • Ef þú aðeins játar trú á Jesú Krist sem lausnara þinn, muntu hljóta eilíft líf eða líf að þessu loknu.
  • Ef þú opnar þig fyrir áhrifum Heilags anda, muntu geta drukkið eitur án þess að það skaði þig. 

Siðferðilegar kenningar trúarbragða get ég samþykkt eins og;

  • Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig.
  • Gerðu engum það sem þú vilt að aðrir geri þér ekki.
  • Það sem þú vilt að aðrir geri þér, það skalt þú gera þeim.
  • Þú skalt ekki stela maka annars einstaklings.
  • Þú skalt ekkir girnast eigur annarra með það í huga að stela þeim.
  • Þú skalt ekki ljúga eins og þér sé borgað fyrir það.

Sigurður Rósant, 9.4.2008 kl. 10:56

42 Smámynd: Mofi

Marinó
Ég myndi byrja á nokkurn vegin öllu sem fjallað er um í Gamla testamentinu og ætti sú skoðun ekki að koma þér á óvart, Mofi.  Auðvitað má deila um það hver skapaði heiminn, en það er á hreinu að hann er eldri en greint er frá í Sköpunarsögunni.  Þetta með elda helvítis og að dauðinn sé laun syndarinnar tel ég ekki eiga sér stoð í neinu og hafi bara verið notað til að hræða fólk til undirgefni.

Ég er að mörgu leiti á því að alheimurinn sjálfur og jörðin sjálf sem hnöttur gætu vel verið miklu eldri en sex þúsund ára. Er samt á því að mannkynssagan, og saga lífs á jörðinni samkvæmt Biblíunni er í kringum sex þúsund ára. Mér finnst merkilegt hve fólk getur verið viss um tíma og aldur; rökin eru engann veginn svo sterk, þau eru löðrandi í óþekktum ályktunum.  En varðandi afleiðingar syndarinnar. Þú sérð líklegast að við deyjum svo það er enginn vafi á því að það er dauðadómur yfir öllum sem fæðast í þennan heim, ekki satt? 

Mofi, 9.4.2008 kl. 12:35

43 Smámynd: Mofi

Katala
En í allri þeirri lesningu sem ég hef farið í gegnum þá er eitt sem ég hef aldrei skilið hjá þeim sem aðhyllast kristni, það vita allir að múslimar borða ekki svínakjöt, og flestir held ég vita að gyðingar gera það ekki heldur, en þeir sem eru kristnir segjast trúa á alla biblíuna þ.m.t. gamla testamentið líka og í því nýja er tekið fram að það gamla úreldist ekki þó svo að kristur komi með viðbótina sem nýja testamentið er og það reyndar stendur skýrum stöfum þar.

Svo ég spyr þig aftur: Af hverju borða kristnir þá svínakjöt ???????

Aðventistar borða ekki svínakjöt. Kristnir einhvern veginn í gegnum miðaldirnar tóku Gamla Testamentið ekkert alvarlega í mörgum af þeim ráðleggingum sem þar finnast og því miður því þær reglur hefðu bjargað þúsundum ef ekki miljónum mannslífa.  Ég tel samt eðlilegast að líta á þessar reglur sem heilsufars reglur sem Guð gaf okkur, okkur til heilla og sumt á ekki við lengur í dag. Til dæmis eru strangar reglur varðandi hvað þú snertir og ef þú snertir eitthvað óhreint áttir þú að þvo fötin þín og fara í bað. Í dag förum við flest okkar daglega í bað.  Síðan er hluti af reglunum í Gamla Testamentinu hluti af fórnarlögmálinu, þ.e.a.s. að fórna dýrum sem táknuðu krossdauða Krists. Sá hluti Biblíunnar átti alltaf að líða undir lok.

Katala
Ég ætla að afsaka það að ég ekki nennti að finna þýðingarnar á þessu öllu, en ég efast ekki um að þú þekkir þessar klausur samt eða getir lesið þær á ensku.

Þú getur alltaf kíkt á www.biblian.is   Vonandi innihélt svar mitt eitthvað af því sem þú varst að leita að.

Mofi, 9.4.2008 kl. 12:42

44 Smámynd: Mofi

Theódór Norðkvist
Ein af fáum áhugaverðum umræðum á blogginu um þessar mundir.

Það eru margir hérna sem hafa komið með mjög áhugaverða punkta. Vonandi heldur það áfram; takk fyrir komuna :)

DoctorE
Allt þetta er algerlega ótrúverðugt með öllu.

En geturðu ekki hjálpað mér og valið það sem þér finnst ótrúlegast og afhverju? 

Rósant
Ef þú aðeins játar trú á Jesú Krist sem lausnara þinn, muntu hljóta eilíft líf eða líf að þessu loknu.

Það er fleira :)    Aðeins með því að iðrast, biðja Guð um fyrirgefningu og hætta að syndga, setja traust þitt á Guð og Hans náðargjöf sem birtist í krossinum en ekki þig sjálfan, þá geturðu endurfæðst sem barn Guðs og öðlast eilíft líf.  Mér finnst mjög eðlilegt að morðingjar, nauðgarar, þjófar og lygarar geti ekki fengið aðgang að himnaríki. Versta er að þá kemst maður ekki sjálfur og hreinlega allir sem maður þekkir. Svo Guð hefur búið til leið til þess að sætta menn við Sig og sú leið er í Jesú og það sem Hann gerði á krossinum.

Rósant
Siðferðilegar kenningar
trúarbragða get ég samþykkt eins og;
...

Hvernig stendur þú þig miðað við þessar siðferðilegu kenningar?

Mofi, 9.4.2008 kl. 12:47

45 identicon

Allar eru mjög ótrúverðar, annars ar það góður "skóli" að horfa á myndina 
Live of Brian með Monty Python

Arnbjörn (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 14:59

46 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Laun syndarinnar eru dauði".

-En varðandi afleiðingar syndarinnar. Þú sérð líklegast að við deyjum svo það er enginn vafi á því að það er dauðadómur yfir öllum sem fæðast í þennan heim, ekki satt?- 

Nú hefur aldrei fundist syndlaus maður, svo ekki er hægt að gefa sér að laun syndleysis séu eilíft líf. Sá sem hefur næst komist syndleysi var væntanlega Kristur kenningarinnar...en hann dó, svo...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.4.2008 kl. 20:13

47 Smámynd: Mofi

Syndlausir menn virðast vera mjög sjaldgæfir :)    Kristur dó já en reis upp frá dauðum, eini sem ég veit um að við getum horft til sem einhvers sem getur leyst þann vanda sem dauðinn er.

Mofi, 9.4.2008 kl. 21:14

48 identicon

Ég er ekki mjög trúuð en trúi á það fallega sem er í mörgum mismunandi trúarbrögðum (t.d. himnaríki, en ekki helvíti). Ég mæli samt með því að allir sem hafa komið skoðun sinni á framfæri hérna horfi á bíómynd sem heitir Zeitgeist. Mjög vísindalegt viðhorf á mörg mismunandi trúarbrögð og ég þori að veðja að það læri margir af þessu og kannski taki eftir því að það er voða lítill mismunur á þessum helstu trúarbrögðum í heiminum... :)

Agnes Vald. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:34

49 Smámynd: Mofi

Endilega kíktu á grein sem ég skrifaði um myndina Zeitgeist og láttu mig vita hvað þér finnst, sjá: Zeitgeist 

Mofi, 10.4.2008 kl. 00:32

50 identicon

Greinin svo sem ekki slæm en ég get ekki verið sammála þér um allt sem er sagt. Ég á erfitt með að trúa öllu sem stendur í Biblíunni þó svo að mér finnist hugmyndin að Kristinni trú svakalega falleg. Ég held líka að það sé mikið fallegt í Hindúatrú og Búddatrú, og þó svo margir munu kannski ekki vera sannfærðir um þetta, þá er mikið af trúarbrögðum Islam mjög einlæg og yndisleg. Ástæðan fyrir því að mér líkað vel við myndina var vegna þess hve skýrt mörg trúarbrögð voru tegnd og að ef fólk tæki kannski betur eftir því væri ekki eins mikið hatur milli trúarbragða og oft er.

Málið, að mér finnst, með trúarbrögð er að þau eru svo auðveldlega tekin út í öfgar og þessir öfgasinnar réttlæta allt sem þeir gera með því að segjast vera að fylgja "orðum Guðs". Ég er alls ekki að tala um eina trú hérna þar sem ég tel að nærri hver einasti trúarsöfnuður laumi á sér öfgatrúa.

Agnes Vald. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:23

51 Smámynd: Mofi

Ég vil ekki vera leiðinlegur en trúarbrögð mannkyns eru mjög ósammála hvort öðru og lítil sem engin von að einhver friður komist á; hvort sem það er vegna samræmingar trúarbragða eða að fólk hætti að vera gráðugt sem er aðal ástæða stríða.  Fyrst þú byrjaðir að tala um mismunandi trúarbrögð og hvað væri sameiginlegt með þeim þá er forvitinn að vita hvað þér finnst um grein sem ég skrifaði um hin mismunandi trúarbrögð, sjá: Hvað með öll hin trúarbrögðin? Hvað ef þú hefur rangt fyrir þér?

Mofi, 10.4.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband