3.4.2008 | 16:44
Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
Ef það er eitthvað sem skekur trú margra þá er það þegar það sér saklaus börn þjást. Það er á þannig stundum sem trúaðir spyrja sig "afhverju stöðvar Guð þetta ekki" og þeir sem trúa ekki á Guð hugsa "ef það er til Guð þá er Hann ekki góður".
Til að skilja þetta betur þá þarf maður að kynna sér deiluna miklu milli góðs og ills. Vandamálið sem Guð glímir við er að illska er kominn inn í sköpunarverkið og til þess að leysa það vandamál þá þarf að eyða illskunni í öllum hennar myndum en það er hægara sagt en gert. Ein ástæðan er að Guð vill ekki að neinn deyi og óskar þess að allir munu iðrast og snúi sér frá glæpum gegn Honum. Önnur ástæðan er sú að það eru áhorfendur sem Guði þykir vænt um og vill vera viss um að þeir séu í engum vafa um lindiseinkun Guðs og Hans réttlæti. Ef illskunni hefði verið eytt án þess að hún fengi að sýna sitt rétta andlit þá liti Guð út eins og vondur harðstjóri sem eyðir öllum þeim sem eru ekki sammála Honum. Svo það sem er í gangi í okkar heima er að illskan fær að sýna sitt rétta andlit og Guð verður að halda sig til hlés til þess að afleiðingar hennar verði öllum ljós.
Við sem erum vond í samanburði við Guð vildum fátt meira en bjarga þessum börnum, gefa þeim gott og langt líf. Sjá til þess að það sé séð um þau og þau geta lifað hamingjusömu lífi. Engin spurning í mínum huga að Guð vill það miklu meira en við en verður að halda að sér höndunum.
Góðu fréttir fagnaðarerindisins eru að það mun koma dagur þar sem þeir sem eru kúgaðir og beittir óréttlæti fá hlut sinn réttann. Börn sem þessi munu öðlast eilíft líf án þjáninga og illsku. Vondu fréttirnar eru þær að allri illsku verður eytt og hver getur sagst vera vera saklaus af hatri, öfund, græðgi eða hvers konar illsku? Þess vegna skipar Guð öllum að iðrast og setja traust sitt á það réttlæti sem Hann útvegaði okkur með því að senda son Sinn til að borga gjaldið fyrir okkar syndir. Allt var lagt í sölurnar til þess að ekkert okkar myndi glatast á degi reiðinnar.
2 milljónir barna smituð af HIV um allan heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 4.4.2008 kl. 14:39 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ef illskunni hefði verið eytt án þess að hún fengi að sýna sitt rétta andlit þá liti Guð út eins og vondur harðstjóri sem eyðir öllum þeim sem eru ekki sammála Honum."
Bíddu.. hvað ertu að segja núna? Búinn að gleyma syndaflóðinu þínu? Búinn að gleyma hvað gerist þegar heimsendirinn þinn kemur lokins?
Hélt það væri nákvæmlega kjánalega planið hans guðs þins.. láta heiminn rúlla í +6000 ár.. og svo slátra öllum sem eru ekki sammála.. aftur.
Arnar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:54
Oj bara. Mótsagnakennt og ógeðslegt, ekkert annað. Alvitur og almáttugur guð sem einnig væri algóður myndi kæra sig kollóttan um hvað okkur einföldu mönnunum finnst.
Fyrir utan að þessi börn hafa samkvæmt þér enga tryggingu fyrir að verða hluti af konungsríki guðs, á meðan menn eins og Hitler eru líklegri til þess að fá að vera með.
Ég vil frekar eyðast að eilífu en að eyða eilífðinni (hehe) með svona bókstafstrúarliði og að öllum líkindum einhverjum siðlausum fjöldamorðingjum. Jafnvel þó mér stæði til boða að vera með einhverju skemmtilegur fólki þá er eilífðin ansi langur tími. Líklega væru fyrstu 100, 1000 eða milljón árin fjári skemmtileg, en þegar maður hefur alla eilífðina þá missir tilvera manns allan tilgang og það er engin ástæða fyrir að gera neitt lengur, að ég tali nú ekki um ef allir hugsa eins því það gefur auga leið að ef illt er afrakstur frjáls vilja þá verður enginn frjáls vilji í ríki guðs.
Nei takk, loforð um "eilíft líf" er ekkert nema óskynsamleg hræðsla við dauðann. Ég segi óskynsamleg því það er ástæðulaust að hræðast eitthvað sem getur ómögulega verið til meðan ég er til. Á meðan ég er til, er dauði minn ekki til. Svo ekki sé talað um þá ármilljarða sem ég var þannig séð "dáinn" áður en ég fæddist. Ekki man ég til þess að það hafi verið svo slæmt.
Best að vera viss um að mér verði eytt frekar en að hljóta sömu örlög og þetta bókstafstrúarlið;
Markúsarguðspjall 2:29
"en sá sem lastmælir gegn heilögum anda, fær eigi fyrirgefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd."
Hinn heilagi andi er barnaleg hjátrú frumstæðra manna sem ekki skildu heiminn í kringum sig. Hinn heilagi andi er gráðugur, öfundsjúkur, hommafóbískur kvennhatari og morðóður sadisti. Ég afneita hinum heilaga anda.
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:32
Afsakið, þetta er víst Markús 3:29
smá innsláttarvilla
bestu kveðjur
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:33
Hvað segirðu, guð vill ekki eyða HIV-veirunni af því að ef hann gerði það þá lyti hann út fyrir að vondur harðstjóri?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2008 kl. 17:38
Sveinn: "Ég afneita hinum heilaga anda."
oh no he di´nt!
....U´r fucked now
Jakob (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:52
já, segðu. ef guð hefði sleppt því að búa til aids, ebólu, krabbamein og allt það þá hefði hann litið út eins og algjör bastarður...
say say shat, say what?
sbs (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:15
En okay, ef Guð fær sér bara góðan PR mann, einhvern spindoctor... Karl Rove? Hann hlýtur nú að geta tekið þetta að sér. Gæti hann þá eytt illskunni?
Rove gæti þá kannski reynt að fá fólk til að hugsa "Askoti er gott að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur að fá Eyðni! Takk Guð." í staðinn fyrir það sem fólk mun fyrst hugsa, "Helvítið á honum Guði! Eyða Eyðni bara því hann er ekki sammála því að börn eigi að deyja kvalafullum dauðdaga! Fasisti!".
Þetta yrði erfitt verk en ég hef fulla trú á Rove.
sbs (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:20
Nei, það var inngrip inn í sögunna. Við fáum öll smá tíma á þessari jörð; að Guð stytti ævi fólks sem var langt leidd í illsku var Hans ákvörðun.
Mér finnst ógeðslegt að Guð myndi vera sama um hvað okkur finnst.
Samkvæmt mér? Ég sannarlega veit ekki örlög eins eða neins en þeir sem frömdu illvirki í þessu lífi sýndu hver þeirra trú er og það dæmir þá. Ég trúi og treysti að Guð er góður dómari.
Þitt er valið; sorglegt val þar sem þú virðist vera alveg ágætur.
Ég skil það viðhorf en ég efast um að einhver komist á þann punkt að á morgun vilji hann deyja, sérstaklega ef lífið er gott.
Ef þú hefur samvisku þá er Heilagur Andi enn að tala til þín.
Hluti af heildarmyndinni sem ég reyndi að útskýra; að láta þennan heim fara sinn gang án þess að stöðva alla illsku. Stundum þá hefur Guð valið að grípa inn í.
Guð skapaði þetta ekki, þetta eru hlutir sem eru að bila og oftast eru þeir að bila vegna okkar. HIV væri til dæmis löngu horfið ef fólk fylgdi þeim reglum um kynlíf sem Guð gaf okkur.
Guð getur eytt illskunni og gerir það vonandi fljótlega. Þegar enginn vafi er lengur á því að það er réttlátt að eyða henni.
Mofi, 3.4.2008 kl. 18:32
Guð er sumsé eins og skólastjóri. Hann kom ekki nálægt getnaði barnanna en hann gæti séð til þess að þau mundu ekki leggja önnur börn í einelti?
Geturu nefnt mér dæmi um fólk sem er í vafa hvort það sé réttlætanlegt að koma í vegfyrir þjáningu barna?
sbs (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:45
Mér finnst ógeðslegt að Guð myndi vera sama um hvað okkur finnst.
minnimáttarkennd ofan á allt hitt... glæsilegt
Samkvæmt mér? Ég sannarlega veit ekki örlög eins eða neins en þeir sem frömdu illvirki í þessu lífi sýndu hver þeirra trú er og það dæmir þá. Ég trúi og treysti að Guð er góður dómari.
Ég held það hafi verið í blogginu þínu Er krossin get out of jail freecard þar sem þú sagðir orðrétt:
"Það getur verið skuggaleg tilhugsun að sumir á himnum munu hitta sína eigin morðingja. Stefán var grýttur til bana og Páll var á staðnum, ef ekki hreinlega einn af þeim sem stóðu að morðinu en samt mun Stefán sjá Pál á himnum. Þannig að það er möguleiki að jafnvel menn eins og Hitler og Stalín gætu verið í himnaríki ef þeir endurfæddust með því að meðtaka gjöfina og iðrast."
(leturbreytingar eru mínar eigin)
Ef þú hefur samvisku þá er Heilagur Andi enn að tala til þín.
ok í fyrsta lagi væri það þá þvert gegn orði bíblíunnar. Ef þú getur ekki tekið mark á þessu versi, hvernig geturðu þá tekið mark á restinni af bókinni fyrst hún var öll innblásin af guði?
í öðru lagi hver er þá ástæðan fyrir að dýrka guð og meðtaka jesú ef það er nóg að hafa samvisku?
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 18:48
Sæll Mófi, þetta er rosalegt, mér bara krossbrá þegar ég las sum orðin hér. Það sem vantrúaðir skilja ekki er það, að þetta vefst fyrir Kristnum líka, ég á rosalega erfitt með að skilja þessa fjarlægð Guðs föður okkar, en, við höfum mörg okkar fjarlægst hann, það þýðir ekki að kenna Guði um allt sem miður fer í heiminum í dag, langflest sem er í gangi í dag, eins og fyrridaginn er af mannanna völdum, mannanna grimmd, ekki Guðs. Fólk verður að taka ábyrgð á eigin gjörðum, ekki kenna öðrum um. Þetta er svona álíka gáfulegt eins og að kenna foreldrum sínum fyrir að þú braust glugga nágrannans. Guð er góður, hann er það eina algóða afl sem til er, það erum við sem eigum sök á illskunni og erfiðleikum heimsins. Tökum ábyrgð og breytum gang mála.
kv og knús
Linda, 3.4.2008 kl. 19:18
Nei, Guð verður að leyfa illskunni að vaxa og sýna hvers eðlis hún er áður en Hann stöðvar hana. Ef Guð gerði það ekki þá myndu þeir sem horfa á geta komist að þeirri niðurstöðu að Guð var óréttlátur þegar Hann eyddi illskunni. Miðað við hvernig fólk talar hérna þá er kannski lengra að bíða en ég hélt.
Um hvað ertu að tala?
Er það á móti því sem Biblían kennir að Heilagur Andi talar til okkar um hvað synd er? Mig grunar að þú ert aðeins að ofmeta þína þekkingu á Biblíunni.
Það er ekki nóg að hafa samvisku, samviskan talar aðeins til þín og segir þér hvað er rétt og hvað er rangt. Hún segir þér hvort að þú verður saklaus á dómsdegi eða sekur.
Linda, alltaf gaman að fá þig í heimsókn :) Við getum aðeins reynt að sýna hvernig Guð vill að við hegðum okkur en jafnvel þar er mjög á brattan að sækja. Aðeins Guð getur lagað þennan heim sem við lifum í.
Mofi, 3.4.2008 kl. 19:48
Linda segir: Guð er góður, hann er það eina algóða afl sem til er, það erum við sem eigum sök á illskunni og erfiðleikum heimsins. Tökum ábyrgð og breytum gang mála.
heyr heyr
halkatla, 3.4.2008 kl. 19:54
Er það á móti því sem Biblían kennir að Heilagur Andi talar til okkar um hvað synd er? Mig grunar að þú ert aðeins að ofmeta þína þekkingu á Biblíunni.
Já spilaðu þessu spili endilega, ég veit ekkert um bíblíuna, ég verð að lesa hana í samhengi... hrokinn maður, uss!
Ég tók eitt vers beint upp úr bíblíunni, og samkvæmt því þá er ég sekur um eilífa synd, er hægt að túlka eitthvað annað en það sem stendur orðrétt í þessari blessuðu bók?
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:05
Það verður að viðurkennast að þú Mofi ert alveg þrælduglegur í þessu þrasi um Guð þinn. En ef þú bara vissir að honum er alveg sama, þá myndirðu sennilega hætta að smíða fleiri ævintýrasögur um hann.
Orðið "trú" er upprunalega komið frá orðinu "tré" nánar tiltekið eikartré. Rótfast, þétt í sér og gefur ekkert eftir. Þeir sem eru trúaðir eru þá tré........ sbr. NuDanskOrdbogETYMOLOGI: af fællesgermansk *tr[w@- 'tro, forsikring' ¯ indoeuropæisk *druw¤- 'tro', afl. af *dru-, *drou-, *deru 'træ, egetræ, fasthed, fast'
Trúleysingjar kenna aldrei Guði um eitt eða neitt. Hvernig er hægt að kenna einhverjum um sem ekki er til?
Sigurður Rósant, 3.4.2008 kl. 20:21
Guð á að hafa eftirfarandi hæfileika; algóður, alvitur og almáttugur. Samt sem áður þegar hann skapaði heiminn þá opnaði hann á þann möguleika að heimurinn gæti orðið vondur. Stangast á við algóðguðsku hans eða kannski vissi hann ekki betur og er því ekki alvitur.
Svo er það engin réttlæting á þjáningum mannkynsins að þessi meinti guð ætli sér að frelsa alla einn góðan veðurdag, svona þegar hann nennir að rísa úr himnahásætinu. Segjum sem svo að ég komi mjög illa fram við einhvern. Ég verð ekkert betri maður þó ég ætli mér að vera ógisslega góður við þennan sama mann síðar meir. Skaðinn er þegar skeður.
En ég veit það svo sem að siðferði mitt er mun betra en hjá Biblíuguðinum fræga.
Svo að illskan þarf að þróast líklega, eða þroskast. Hversu langan tíma á þetta rugl eiginlega að taka? Nú eru liðin 6000 ár frá syndafallinu, fer þetta ekki að verða komið?Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:27
Spurningin er hvað versin þýða og minn skilningur er að sá sem er hættur að heyra í samvisku sinni þegar hann gerir eitthvað slæmt hefur afneitað heilögum anda og Guð þar með gefist upp á honum.
Veistu það alveg fyrir víst? Er ekki möguleiki að í eitthvað af þeim upplýsingum sem til eru sem þú veist ekki um að þar eru sönnunargögn fyrir tilvist Guðs? Ég er að fiska eftir því hvort þú ert "atheist" eða "agnostic" í þessum efnum.
Mofi, 3.4.2008 kl. 21:30
Lárus, spurning hvort að við gætum verið til sem einstaklingar með okkar eigin vilja nema að möguleikinn til að velja "illt" sé fyrir hendi...
Þar sem Guð tók sex daga til að skapa heiminn þá er rökrétt að álykta að Hann leyfi honum að endast í sex þúsund ár og láta það duga. Hvort það er rétt veit ég ekki.
Mofi, 3.4.2008 kl. 21:33
Lárus, spurning hvort að við gætum verið til sem einstaklingar með okkar eigin vilja nema að möguleikinn til að velja "illt" sé fyrir hendi...
Eins og ég segi, enginn frjáls vilji í ríki guðs. Halelúja!!
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:42
Spurningin er hvað versin þýða og minn skilningur er að sá sem er hættur að heyra í samvisku sinni þegar hann gerir eitthvað slæmt hefur afneitað heilögum anda og Guð þar með gefist upp á honum.
Þú leyfir þér að túlka þetta vers svona, þrátt fyrir að það standi bókstaflega að mér verði aldrei fyrirgefið, en þú tekur sköpunarsögu bíblíunnar bókstaflega? þversagnakennt í meira lagi
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:50
Ég held að það verði frjáls vilji í ríki Guðs en það er ekki hægt að neita því að það er leyndardómur.
Maður reynir aðeins að skilja sem best maður getur. Þú segir kannski heilagur andi en það þýðir ekki að þú veist hver hann raunverulega er. Ef eina þekking þín af heilögum Anda er samviska þín þá áttu meiri séns til að framkvæma hina ófyrirgefanlegu synd.
Mofi, 3.4.2008 kl. 22:00
Halldór þú stendur þig vel einsog vanalega. Það er mörgum afar erfitt að skilja að það eru tvenn öfl í heiminum Guð og Djöfullinn. Og það er ekkert réttlæti til nema í almáttugum Jesú Kristi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:04
já, ég vil þakka þér fyrir það sem hefur að mestu leyti verið málefnaleg umræða. hins vegar held ég að þú sért sammála mér varðandi það að rökræður eru tilgangslausar þegar önnur hliðin bara trúir án þess að hafa nein gögn eða rök.
lifðu heill
Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:37
"Þar sem Guð tók sex daga til að skapa heiminn þá er rökrétt að álykta að Hann leyfi honum að endast í sex þúsund ár og láta það duga."
Það er nákvæmlega ekkert rökrétt við þessa ályktun.
Ef það er 'rökrétt' að taka meintan sköpunartíma og margfalda hann með einhverri þægilegri tölu er alveg jafn 'rökrétt' að heimurinn myndi endast í 6 ár, 60 ár, 600 ár, 60.000 ár.. etc.
Hvað ætli heimsendakultistar séu búnir að spá mörgum heimsendum? Vottarnir eru orðnir svoldið á eftir áætlun, hvað með ykkur aðventistana?
Arnar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:32
Í alvöru talað, hver er tilgangur hins frjálsa vilja? Er þetta einhvers konar gæðakönnun eða úrtökupróf hjá guði? Sjá hvort að menn velji rétt og vinni sér inn himnapunkta í hinu heilaga bókhaldi?
Ef þú segir að guð elski alla menn hvers vegna þá að leyfa þeim að komast í tæri við ýmislegt mannskemmandi? Minnir á foreldri sem sendir börnin sín á hættulega staði til að sjá hvort að þau geti meikað það sjálf. Hvers vegna allar þessar eilífu gestaþrautir?
Á þetta að vera þroskandi fyrir fólk? Afhverju var fólkið ekki skapað þroskað?
Hvernig getur svo viljinn verið raunverulega frjáls þegar að búið er að ákveða hverjar afleiðingarnar verða fyrirfram, útfrá valkostunum?
Því miður, þetta gengur einfaldlega ekki upp.
Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 23:41
Nei, Guð verður að leyfa illskunni að vaxa og sýna hvers eðlis hún er áður en Hann stöðvar hana. Ef Guð gerði það ekki þá myndu þeir sem horfa á geta komist að þeirri niðurstöðu að Guð var óréttlátur þegar Hann eyddi illskunni. Miðað við hvernig fólk talar hérna þá er kannski lengra að bíða en ég hélt.
Hvaða fólk ertu að tala um? Er Guð svona hræddur um að einhverjir jólasveinar sem fíla aids, Hitler, Stalín, krabbamein, hungur og annað verði móðgaðir útí hann?
Ég held að enginn sé t.d. á vafa núna um að aids sé rosalega slæmur hlutur. Ertu að segja að einhver muni dæma Guð fyrir að leyfa aids ekki að þróast meira?
Eða, hey, ertu kannski að meina að það eru margir Guðir og þessi sem við erum að tala um er að reyna að impressa hina? Því ef hann mundi stoppa illskuna í heiminum þá mundu hinir guðirnir finnast hann totally gay og honum yrði ekki lengur boðið í svölu partýin lengur?
Gætum við haldið heimskosningu kannski?
"Munt þú dæma Guð fyrir að eyða út aids/krabbameini/etc..."
sbs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:05
Hefur hann ekki líka haft 4.5 milljarða ára til að leyfa illskunni að skína? ÉG er viss um að það hafi verið vondar risaeðlur (snareðlur ábyggilega flestar).
Er það ekki nógur tími?
Það væri líka gaman ef fólk mundi hugsa svona:
"Læknir! Af hverju hjálparðu ekki dóttir minni!? Hún er bara fjögra ára og með hvítblæði!"
"Vóvóvó, heyrðu, ef ég færi að reyna að lækna hvítblæðið hennar áður en það nær að sína hvers eðlis það er, þá gæti fólk haldið að ég væri óréttlátur gaur."
"Hvaða fólk?"
"Ekki láta mig þurfa að endurtaka mig."
sbs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:08
Sæll mofi, ég held að ég segi sem minnst um þessa færslu en ég er áhugasamur á að spurja þig að þeim heimspekilegu spurningum sem margir hljóta að spurja sig, þar á meðal þú um algóðan guð. Ég verð að viðurkenna að ég hef þetta ekki alveg á hreinu en er það ekki rétt að það sé okkar tilgangur sem menn að taka við heilögum anda, frelsast og fara til himnaríkis í eilíft partí. Með öðrum orðum guð skapaði manninn elskar hann og vill fá hann til sín en hann þarf að fara í gegnum smá húllúmhú, frelsast og þar fram eftir. þá geri ég ráð fyrir að þetta barn þarna með uppþanin maga sé jafn mikilvægt guði og segjum þú, þó sé að þú sért búinn að finna sannleikann þá er guð tvístígandi á hliðarlínunni að vonast eftir því að þú eða einhver annar snillingur sem er rétttrúaður skottist með eina biblíu eða svo til þess að fræða barnið.
Við vitum báðir að það er ekki að fara að gerast er það ekki?
Svo ef ég skil þig rétt þá eru engar líkur á því að ég fari til himna ef ég frelsast ekki, jafnvel þó svo að ég lifi góðu lífi þá er syndin eitthvað sem að ég losna ekki við. Barnið þarna á myndinni á enn minni líkur en ég að fara til himna nánast engar, ekki nóg með það er það líklegast á leið til hellvítis svo ég tali nú ekki um ef að barnið nær táningsaldri, fer að stela sér til matar vegna svengdar, þá er ekki gott að vera litli svarti drengurinn á myndinni þarna.
Hvernig getur algóður guð gert barni þetta? Standandi á hliðarlínunni í team mankind treyjunni sinni niðursokkinn í illsku heimsins, veltandi fyrir sér hvort að það hafi þá nokkuð verið heillaráð að henda kölska úr himnaríki, barnið er jú þarna vegna illsku heimsins, illska heimsins kemur frá kölska, guð gerði sér lítið til og bjó til þennan rugludall sem allt vill skemma. Ég get þá ekki betur séð en barnið sé guðs sök og enginn annar á þessa sök nema hann.
Sem sagt barnið fæðist, lifir í eymd og deyr. nánast engar líkur á að það frelsist og fer því til hellvítis og brennur að eilífu, og ég held að við getum verið sammála um að guð á stærstan þátt í þessu öllu.
Svo er það annað sem hefur vafist fyrir mér, já örkin hans Nóa gamla. Þú færð þessa spurningu sennilega mörgum sinnum á ári og margir hugsa sennilega í hvert sinn sem spurt er "skák og mát" en ég verð að viðurkenna að trúað fólk hefur snúið sig nokkuð vel útúr þessu og á klapp skilið fyrir það. En eitt þótti mér athugavert, í ferð Nóa verður honum mikið niðri fyrir og vill sænga hjá konu sinni, (þú verður að afsaka, kann ekki að setja þetta nettara fram) Nói sem var ekki vitlaus dettur í hug að dýrin í örkinni gætu farið að taka upp á því sama, náttúran kallar jú oft. Hann skipar öllum skipsverjum að nú sé tími til þess að konur sofi í sér rými og karlar annarstaðar til þess að óhapp geti ekki átt sér stað, sem sagt einhver eignast barn. Sömuleiðis skipar hann fyrir að karldýr og kvendýr séu skilin að í örkinni svo örkin fyllist nú ekki eins og skot.
Svo hér er það sem hefur verið að vefjast fyrir mér, hvers vegna skilur hann dýrin að, þegar þú segir að dýrin sem að í örkinni voru hafi verið ung dýr kálfar hvolpar og þess háttar, þarf að skilja svo ung dýr að? dýr sem eru ekki orðin kynþroska? Ef þetta stendur en hvergi stendur neitt um að dýrin hafi öll verið barnung verðum við þá ekki að taka það gott og gilt og ganga út frá því að dýrin hafi verið í það minnsta kynþroska.
Og hvað er kynþroska fíll stór?
Annars vill ég þakka fyrir góð blogg, gott að lesa sér til skemmtunar þegar ekkert annað er að gera.
theo (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:35
Gerum ráð fyrir að einhver trúi því heitt að A er stærra en C. Núna synir einhver fram á að B er stærra en A og að C er stærra en B. Þá myndi venjulegur rökréttur maður sjá að C er stærra en A. Hin trúaði myndi hinsvegar halda áfram að trúa að A værri stærra en C og spurður að því hvernig það gæti gerst kæmi Mofa svarið " það er leyndardómur" eða jafnvel "þú vilt sjá þetta svona" sem var svar sem ég fékk frá Mofa í svipaðri umræðu fyrir nokkru síðan.
Málið er að það er búið að afsanna Guð Biblíunnar í þessari umræðu hér að ofan á jafn öruggan hátt og sannað var í dæminu hér að ofan að C er stærra en A. Það gengur ekki upp rökfræðilega að Guð Biblíunnar sé til.
Nofi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:45
það er samt svoldið erfitt að ímynda sér að ef það er enginn guð hvernig varð allt til þá? fyrsta lífið fyrsta plánetan allt! er nebbla ekki alveg að kaupa þessa big bang theary, hef allavega aldrei skilið hvernig að það er ekkert en allt í einu springur þetta ekkert og úr verður allt:S
hrefna (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:37
Hæ fólk, bæði trúaðir og vantrúaðir. Ég held að við getum öll verið sammála um eitt, hvort sem Guð er til eða ekki, og það er að við sem byggjum þessa Jörð höfum öll valdið í hendi okkar til að gera eitthvað í þessum málum. Þetta þarf ekkert að vera svona.
Það er fátt sem snertir mig eins mikið og börn sem ekki fá að njóta nærveru foreldra sinna og eru veik alla ævi. UNICEF er að vinna frábært starf þarna suður frá, sérstakt fósturland íslensku UNICEF deildarinnar er Sierra-Léone, en það er á botn 5 fætækustu löndum heims (minnir mig). Ísland er hins vegar í topp 5. Ég vil hvetja ykkur til að gerast heimsforeldrar, þannig getum við saman unnið að því að minnka þessar tölfræðitölur um eyðni og annan óskunda.
Góða helgi.
Mama G, 4.4.2008 kl. 10:54
Hrefna, guð á að hafa 'gert allt úr engu' eins og þú segir, og það aðeins á innann við 7 dögum. Finnst þér það trúanlegra?
Annars er big bang bara ein kenning af mörgum, engum hefur tekist að koma með heilstæða kenningu fyrir tilurð heimsins eins og við þekkjum hann.
Arnar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 10:55
Frekar spurning um tilvist, er enginn tilgangur í að þekkja þá sem eru í kringum þig og eiga samfélag við það fólk?
Þessi heimur er aðeins til að leysa deilunni milli góðs og ills og ef Guð kæmi í veg fyrir allt slæmt þá myndi enginn komast að því hvert eðli illskunnar er. Hérna þá leyfir Guð okkur að fóta okkur í þessum heimi og ákveða sjálf hvað við gerum; hvort við veljum að gera það sem er vont og hvort við veljum að leita Hans eða hafna Honum.
Spurning um að það fólk sem Guð skapaði til að eiga samfélag við Hann treysti og elski Hann. Að lifa ekki í ótta vegna þess að Guð virkaði grimmur þegar Hann loksins útrýmdi illskunni og öllu því og þeim sem henni fylgja. Sú staða mun án efa koma upp að foreldri mun sjá barn sitt deyja á dómsdegi, vitandi að það er horfið að eilífu og þá skiptir öllu máli að viðkomandi sé ekki í neinum vafa um að dómur Guðs var réttlátur og það er ekki auðvelt.
Blessaður theo. Ekki smá húllumhú heldur er spurningin að okkar verk búa til aðskilnað milli okkar og Guðs. Biblían talar um að við vorum börn reiðinnar en í gegnum Krist er hægt að sætta okkur við Guð. Alveg eins og ef einhver vinur þinn myndi særa þig, ljúga upp á þig og stela frá þér og tala illa um þig; þá myndi þú vilja afsökunarbeiðni og beiðni um að fá að vera vinur aftur. Hið sama gildir um Guð, ef þú hefur brotið af þér þá þarftu að biðjast fyrirgefningar og biðja um að fá að eiga samfélag við Guð.
Þetta er líklegast eitt af því erfiðasta sem krstinn einstaklingur glímir við. Kannski er hjálpræði einhvers í mínum höndum og ég gerði ekki neitt. Maður verður einfaldlega að gera sitt besta og treysta að Guð sé sanngjarn dómari.
Hver sá sem er sekur um lygar, þjófnað eða hatur eða hvers konar illsku á ekki skilið eilíft líf. Það virkar óneitanlega þannig á mann að þetta barn á minni líkur en fyrirgefning stendur öllum til boða þótt að lífið er mismunandi erfitt. Börn fæðast síðan saklaus og maður getur lítið annað gert en að vona að þetta fer allt vel. Það er nú aðal málið, að við höfum von og það er von um betra líf fyrir þetta barn í næsta lífi.
Þar sem það er ekki fjallað um þetta þá er maður ansi mikið í myrkrinu hérna. Sé samt ekki ástæðu að dýrin hafi verið kynþroska, myndi einmitt áætla að það sem flest væru það ekki, ekki fyrr en árið væri búið.
Takk fyrir að líta við og áhugaverðar spurningar.
Mama G, við getum aðeins í veikum mætti reynt að hjálpa einhverjum svo að heimurinn verði eitthvað betri.
Mofi, 4.4.2008 kl. 11:57
"Þessi heimur er aðeins til að leysa deilunni milli góðs og ills og ef Guð kæmi í veg fyrir allt slæmt þá myndi enginn komast að því hvert eðli illskunnar er. Hérna þá leyfir Guð okkur að fóta okkur í þessum heimi og ákveða sjálf hvað við gerum; hvort við veljum að gera það sem er vont og hvort við veljum að leita Hans eða hafna Honum."
Þetta er alveg ótrúlega órökrétt.
- Guð skapaði allt
- Guði líkar ekki illska
- Guð vill frjálsan vilja
- Þeir sem velja ekki rétt eiga ekki von á góðu
- Guð er góður
Akkuru í ósköpunum skapaði guð menn og frjálsan vilja ef honum er svona illa við þá menn sem velja hann ekki? Virkilega órökrétt að búa eitthvað til, gefa því val og refsa síðan þeim sem velja ekki eins og þú vildir að þeir völdu. Rétta leiðinn hefði verið að búa eitthvað til sem velur rétt til að byrja með.Arnar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:26
Arnar, þeir sem vilja ekki Guð þeir vilja í rauninni ekki líf og þá fá þeir sínum vilja framgengt; eða líf til að framkvæma vond verk sem er heldur ekki ásættanlegt. Guð refsar þeim í samræmi við þeirra verk en síðan hætta þeir að vera til. Frjáls vilji er magnað fyrirbæri, að Guð hafi gefið "mold" þessa getu að hugsa og velja. En það breytir því ekki að þetta er mög mikill leyndardómar, að minnsta kosti fyrir mig.
Mofi, 4.4.2008 kl. 12:35
Er guð þá sadisti? Meina, ef hann gefur mönnum frjálsan vilja bara svo þeir geti hafnað honum og hann geti svo í framhaldi af þeim refsað þeim. Hann virðist fá mjög mikið út úr því að refsa fólki fyrir að nota það sem hann á sjálfur að hafa gefið þeim.
Arnar (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:37
Að Guð geti ekki búið til heim með frjálsum vilja en samt engri illsku sannar að Guð er annaðhvort ekki almáttugur eða hann geri þetta viljandi og er þar með ekki algóður. QED
Nofi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 13:54
Arnar, refsingin er aðeins í samræmi við þann sársauka sem þeir ollu; eina versið meira að segja sem ég veit um sem fjallar um miklar og litlar refsinar segir aðeins að trúaðir sem brugðust skyldu sinni verða refsað meira en þeir sem vissu ekki betur. Þetta er samt sér efni út af fyrir sig sem ég ætti að taka fyrir til að rugla ekki þessa umræðu.
Nofi, ég er ósammála. Þetta er eins og biðja Guð um ferkantaðann hring eða stein sem er svo þungur að Hann geti ekki loftað honum.
Mofi, 4.4.2008 kl. 14:02
Guð er augljóslega ekki almáttugur. EF hann væri almáttugur þá mundi hann að öllum líkindum hafa gott sjálfstraust en mér sýnist hann eyða öllum sínum tíma í það að hugsa hvað öðrum finnst um hann.
Ef hann hefði, eins og kallað er á ensku Balls, þá væri hann ekki að velta sér uppúr áliti annara endalaust. Hann mundi gera það sem er rétt.
Líka, ég veit um engann sem kemur jafn illa fram við aðdáendur sína en Guð. Hann er almáttugur en hann getur ekki gert þeim þann smá greiða að sína að hann sé í raun og veru til.
Í staðinn lætur hann aðdáendurna rausa út úr sér heimskulegustu hlutum í heiminum til þess eins að reyna að réttlæta tilvist hans.
"uhh af hverju eyðir hann ekki illsku... því sko..."
sbs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:07
Fyrir foreldra, skiptir það þá einhverjum máli hvað börnunum þeirra finnst um þá? Hvort að börnunum þyki vænt um mömmu eða eru hrædd við pabba?
Mofi, 4.4.2008 kl. 15:26
Ef að barnið mitt mundi missa álit á mér fyrir að koma í veg fyrir það að lítil börn fái aids, þá er ég næstum því viss um að ég mundi ekki hugsa "vá, barnið mitt er ekki með öllum mjalla, ég verð að gera það sem er rétt. það verður bara að missa álit á mér."
sbs (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:48
sbs, þú ert að missa af stóru myndinni. Ef Guð kæmi í veg fyrir afleiðingar illskunnar þá gæti Hann aldrei bundið enda á hana; þá gæti Hann aldrei tortýmt henni.
Mofi, 4.4.2008 kl. 16:00
Ef Guð getur látið fólk hafa frjálsan vilja á himnum en þar sé samt engin illska sannar að það er hægt að hafa frjálsan vilja og samt sé engin illska til. Þetta er því ekki ferkantaður hringur sem við erum að tala um og þetta svar þitt fellur um sjálft sig.
Nofi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:21
Mofi, ég er nú hissa á þér. Þú afneitar að guð sé alvaldur?
En það sem kemur mér meira á óvart er hvar þú finnur þann fádæma hroka að þykjast geta réttlætt illskuna fyrir guðs hönd, eins og þú hafir minnstu hugmynd um hver ástæðan gæti verið.
Ef guð vildi setja illskuna í heiminn þá ættir þú, sem hans maður, að hafa vit á að skammast þín í stað þess að reyna að útskýra hvað karlinn var að hugsa - og réttlæta gerðir hans! Eins og skósveinn í slökkviliðinu í Bad Wurstenschein að útskýra hvað Hitler gekk til þegar hann ákvað að útrýma Gyðingum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 4.4.2008 kl. 18:48
Illskunni, óréttlætinu í heiminum verður aldrei eytt. Það er nauðsynlegur þáttur í allri lífkeðjunni. Án illskunnar, samkeppninar, svikanna, lyganna og alls þess illa sem við getum talið upp, væri ekkert líf á þessari jörð.
Lögmál alls lífs er: Að éta eða vera étinn.
Allt líf á jörðunni er bundið þessu lögmáli. Líknarstörf og hjálparstörf laga ekki vandann. Þau fresta honum svo hann geti orðið stærri og skelfilegri seinna meir. Hjálparstofnun kirkjunnar og S.D.Aðventistar hafa unnið sleitulaust að hjálparstarfi í Afríku á síðustu öld. Nú logar allt í deilum og baráttu milli muslima, ættflokka og kristinna. Að reyna að halda lífinu í þessu fólki hefur einungis í för með sér fleiri manndráp meðal ungs fólks á besta aldri í framtíðinni.
Mofi - "Ég er að fiska eftir því hvort þú ert "atheist" eða "agnostic" í þessum efnum."
Ég er svona mitt á milli. "aagtnhoestict"
Sigurður Rósant, 4.4.2008 kl. 22:10
"sbs, þú ert að missa af stóru myndinni. Ef Guð kæmi í veg fyrir afleiðingar illskunnar þá gæti Hann aldrei bundið enda á hana; þá gæti Hann aldrei tortýmt henni."
Umm. Ertu að djóka? Þú talar eins og það sé engin illska í heiminum núna. Það er illska ekki satt? Og hann getur bundið enda á hana? Hvernig geturðu þá sagt að hann gæti aldrei tortýmt henni ef hann leyfir henni ekki að njóta sín núna?
Vill Guð bara að hún verði svo mikil að allt fari í fokk og hann geti komið og bjargað öllu? Er hann bandaríkin í seinni heimstyrjöldinni?
sbs (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 05:05
Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 05:33
Það er leyndardómur hvernig á að standa á því að illskan mun ekki rísa aftur upp. Kannski er það jafnvel misskilningur. Kannski er vegna þess að við sáum hvernig deilan fór hérna á jörðinni að enginn mun fara þessa leið aftur.
Hvernig færðu það út að illska sé í rauninni af hinu góða? Hvernig fara þessir kraftar eyðileggingar að sjá til þess að líf sé á jörðinni? Þú ættir kannski að gerast lögfræðingur og verja morðingja, samkvæmt þínum orðum þá eru þeir mikilvægur partur í að það sé líf á jörðinni....
Þetta er dáldið skuggalegt viðhorf gagnvart hjálparstarfi... kemur ekki á óvart hjá þeim sem aðhyllast darwinisma; ekki að ég vilji saka þig um slíkt :)
Athyglisvert... væri gaman að heyra þig segja þetta orð, á frekar erfitt að segja það sjálfur.
Ef Guð bindur endi á hana áður en fólk er sannfært um hennar rétta eðli þá getur hún komið upp aftur og aftur og þeir sem horfa á geta komist að þeirri niðurstöðu að Guð var vondur fyrst Hann eyddi illskunni.
Það er á þeim tímapunkti þegar allt er virkilega orðið slæmt að illskan mun hafa sýnt sitt rétta andlit og enginn í neinum vafa um þörfina á að eyða henni og öllum sem henni tilheyra.
Góð spurning... Hefði verið nóg fyrir Guð að bara segja öllum hvað myndi gerast ef Hann myndi ekki stöðva þetta strax... ég kemst vonandi að því einhver tímann.
Mofi, 5.4.2008 kl. 14:32
Guð setti ekki illskuna í heiminn, Hann skapaði verur með þann möguleika að hafna Honum, jafnvel þótt Hann væri uppspretta þeirra eigin lífs. Án þess að hafa frjálsan vilja þá værum við í rauninni ekki til.
Mofi, 5.4.2008 kl. 16:24
Nennuru í alvöru að svara bara spurningunni sem er á allra vörum.
"Ef Guð bindur endi á hana áður en fólk er sannfært um hennar rétta eðli þá getur hún komið upp aftur og aftur og þeir sem horfa á geta komist að þeirri niðurstöðu að Guð var vondur fyrst Hann eyddi illskunni."
Hver er ekki sannfærður um að illska sé ekki hroðalega vond og ber að eyða?
Eitt nafn er nóg.
sbs (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:22
Mofi, mér þykir þú öflugur að gefa þér tíma til þess að svara öllum þessum skrifum. Sérstaklega þar sem flestir virðast engan áhuga hafa á að hlusta í alvöru á svörin þín, þeir eru búnir að ákveða að vera ósammála.
Guð blessi þig!
Andri (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 18:28
Mofi - "Hvernig færðu það út að illska sé í rauninni af hinu góða? Hvernig fara þessir kraftar eyðileggingar að sjá til þess að líf sé á jörðinni? Þú ættir kannski að gerast lögfræðingur og verja morðingja, samkvæmt þínum orðum þá eru þeir mikilvægur partur í að það sé líf á jörðinni...."
Kenning ein þótt trúarleg sé "Yin and yang" kemst nokkuð nálægt fullyrðingu minni um að illskan sé í raun af hinum góða. En eins og við vitum öll, er allt líf þannig upp byggt að því fylgir dauði. Við sjáum andstæður alls staðar. Ljós - myrkur, hiti - kuldi, gleði - hryggð, súrt - sætt, blautt - þurrt o.s.frv.
Gyðingar, kristnir og muslimar hanga í þeirri kenningu að Guð eigi sér andstæðing, þ.e. Andskotann, og að stríð standi í sífellu yfir milli þessara tveggja höfuð andstæðinga, sem endi svo með sigri Guðs. Reyna svo að draga saklausan almúgann inn í þessa deilu og taka afstöðu. Þessi kenning stenst ekki í ljósi þeirra lögmála sem við þekkjum um líf og dauða hér á jörðu. Flestar lífverur lifa á því að drepa og éta aðrar lífverur. Við tökum ríkulegan þátt í því.
Við drepum hvert annað í samkeppninni um fæðu, landssvæði og lífsins þægindi. Móse var morðingi og lýður hans verndaði hann og fylgdi honum. Jakob var brögðóttur lygari og þjófur sem tókst að plata föður sinn til að blessa sig og eignast þannig frumburðarréttinn (og erfa þannig eigur föður síns). Sál var morðingi en Jesús varði hann og gerði að lærisveini sínum. Pétur var ofbeldishneiðgður í meira lagi og morðingi sem Jesús varði og gerði að lærisveini sínum. Júdas sveik Jesús. Án hlutverks Júdasar hefði kenningin um dauða Jesú aldrei orðið vinsæl o.s.frv.
þannig er hægt að færa rök fyrir nauðsyn hins illa í heiminum sem þeir sem eftir lifa njóta góðs af sbr. "Eins dauði er annars brauð".
Hjálparstarf í Afríku hefur ekki skilað þeim árangri að Afríkubúar hafi það neitt betra í dag. Einungis leitt til þess að fleiri flokkar berjast þar í álfu um þessar mundir.
En varðandi "darwinisma", þá er því til að svara að ég aðhyllist engan "isma" sem ætlaður er til að sætta sjónarmið manna. En er það ekki rétt skilið hjá mér Mofi "darwinismafræðingur" að Darwin sjálfur skapaði ekki þennan isma?
Sigurður Rósant, 5.4.2008 kl. 19:17
Sæll Mofi minn.
Guð er góður. Það var Satan sem brá sér í líki höggormsins sem freistaði Evu í aldingarðinum Eden. Við það varð aðskilnaður milli Guðs og manna. Við höfum frjálst val hverjum við viljum þjóna. Öll þessi illska sem er í heiminum er kominn frá hinum illa en Jesús greiddi lausnargjald fyrir okkur og við getum þegið þá gjöf og losnað úr viðjum syndarinnar sem er full af illsku og hatri. Ástandið í heiminum er illsku mannanna sjálfra að kenna og við vitum þetta alveg sjálf ef við aðeins viljum horfast í augu við staðreyndir. Við vitum um fullt af nafngreindu fólki í gegnum aldirnar sem hafa unnið voðaverk gagnvart mannfólkinu. Við þurfum ekkert að fara langt og t.d. á síðustu öld voru 6 miljónir Gyðingar teknir af lífi ásamt fötluðum einstaklingum sem Hitler vildi útrýma eingöngu vegna þess að þau voru fötluð. Við getum nefnd Stalín og Maó og marga aðra sem voru að vinna grimmdarverk sem eru frá Myrkrahöfðingjanum. Furðulegt að kenna Guði um það sem mennirnir gera. Satan sagði að hann væri kominn til að stela, slátra og eyða. Hann hatar okkur öll sem höfum skrifað hér og vill ekki að nokkurt okkar komist í snertingu við sannleikann Jesú Krist. Guð blessi þig Mofi minn. Þú er mjög duglegur að nenna að svara fólki hér sem er búið að mynda sér skoðun fyrirfram og í rauninni bara komið hingað til að þrasa við þig. Hvernig í ósöpunum er hægt að vera að rökræða við fólk sem hefur ólíkar forsendur. Hvernig stendur á að fólk sem trúir ekki á heilaga þrenningu er þá að hafa skoðanir á því sem er ekki til að þeirra mati. Stórfurðulegt.
Guð miskunni okkur öllum og gefi okkur náð að höndla sannleikann. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2008 kl. 20:25
Rósant nokkur er einn sem mér dettur í hug, án efa fleiri.
Andri, takk :) Maður veit aldrei hvernig allt fer eða hver gæti verið að hlusta og svo framvegis.
Dýr og menn geta alveg lifað á því sem Guð skapaði til að vera okkur fæðu, þ.e.a.s. ávöxtum, fræum, grænmeti og þess háttar.
Sannarlega er árangurinn vonbrigði en erfitt að trúa því að góðverk þarna hafi ekki leitt til einhvers góðs.
Viðhorfið sem ég sé hjá þér finnst mér sýna fram á skaðsemi hugmyndafræði darwinsma. Það birtist í þínum viðhorfum að dauðinn er hreinlega góður; kannski þú tekur undir orð Darwins þar sem hann talar um að í gegnum stríð, þjáningar og dauða þá urðu til hin "æðri dýr"?
Rósa, góðir punktar hjá þér. Hið góða við akkurat þetta málefni er að illskan sem fólk sér í heiminum er oft ástæða fyrir marga að hafna Guði og alveg skiljanlegt en vonandi getur nýtt sjónarmið hjálpað einhverjum að öðlast aftur traust á Guði.
Kveðja,
Mofi
Mofi, 6.4.2008 kl. 01:49
Hvað þá? Guð skapaði heiminn og allt sem í honum er ekki satt? Hann sjálfur sparkaði kölska með því að kasta honum úr himnaríki. Hann er alvitur svo hann hlýtur að hafa séð fyrir að þessi þekkti partíspoiler væri eitthvað að andskotans í eden.
Þú bara getur ekki verið alvitur og skapað verur sem geta valdið öðrum skaða, þá ertu allavega ekki algóður. Sem er svo sem ekkert slæmt, guð getur átt sýna slæmu daga eins og allir, hann var nú annsi geðstyrður í eden, og sannaði þar margoft að hann sér ekki allt, aftur sannar hann þar að hann er ekki fullkominn.
Svo er mjög undarlegt að guð reiðist, fullkominn vera reiðist ekki yfir gjörðum annara, hún sér það fyrir.
Svo var það annað. Er það rétt að Nói hafi langað að sænga hjá koninni sinni? og svo skipað skipsverjum að skilja dýrin að?
theo (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 02:16
Guð gat ekki eytt kölska og þriðjungi englanna því að þá hefði Hann virkað í augum þeirra sem horfðu á baráttuna sem vondur og óréttlátur.
Nei, Guð framkvæmdi dóma á sumum öðrum til viðvörunar svo að við hefðum fordæmi fyrir því sem gerist í framtíðinni.
Það er ekki hægt að neita því að það er erfitt að skilja hvernig það virkar að vita framtíðina. Þótt að við vitum að einhver verður myrtur í dag, eitthvað barn verður misnotað og svo framvegis, það breytir því ekki að það hefur áhrif á okkur þegar það síðan gerst.
Ég veit ekki um neitt sem styður það.
Mofi, 6.4.2008 kl. 13:52
Það er dáldið óþægilegt hvernig þú gerir þetta. Þú lætur þín orð vera eins og tilvitnun...
Vandamálið þarna er að um ræðir sjálfstæðar verur; þær hafa sinn frjálsa vilja. Guð hefur í okkar tilfelli tekur burt hluta af sínum almætti til að leyfa okkur að ráða.
Ég er að útskýra minn skilning á þeirri opinberun sem Guð hefur gefið okkur í Biblíunni. Guð vill að fólk iðrist og setji traust sitt á Hann frekar en sitt eigið réttlæti. Samkvæmt Biblíunni þá er flest allt sem hjáir mannkynið því sjálfu að kenna. Of langt mál að fara út í það hérna en ég reyndi að útskýra þessa hlið málsins hérna: Leiðin til lífs
Skiptir það þig ekki máli hvað fólki sem þér þykir vænt um finnst um þig? Hvort það óttist þig, hati þig eða er alveg sama um þig? Hérna sjáum við að Guð er persóna sem er ekki sama hvað verðum um okkur.
Jú, það getur ekki verið mikið eftir. Ef áhugi er fyrir hendi þá er hérna video sería sem fjallar um loka atburðina, það sem mun endanlega sanna fyrir öllum svo enginn vafi er eftir að Guð hefur rétt á því að dæma og útrýma illskunni úr heiminum, sjá: Atburðir endalokanna
Lykil atriðið hérna er að til þess að illskan fái að sýna sitt rétta andlit verður Guð að láta hana í friði og koma ekki í veg fyrir afleiðingar hennar.
Þegar kemur að náttúruhamförum og fleira þá talar Biblían um að heimurinn breyttist þegar syndin kom í heiminn og má segja að Guð dró sig í hlé við að viðhalda jörðinni.
Myndum við gera það? Ég sé nú ekki heiminn vera mikið að því. Offita er mikið vandamál í hinum vestræna heimi og mörg lönd borga bændum fyrir að rækta ekki of mikið og gífurlega miklum mat er hent á hverju ári. Ég sé ekki betur en eigingirni og leti og hvað annað er að orsaka það að þessi börn hafi það svona slæmt.
Guð aftur á móti hugsar um stóru myndina, að þegar illskunni verður eytt þá munu allir segja að þetta varð að gerast og Guð hafi verið kærleiksríkur í því að gera það. Enn fremur miskunsamur að bjarga þeim sem vildu fyrirgefningu og veita þeim eilíft líf þótt það fólk á það ekki skilið.
Takk fyrir það Guðrún :)
Mofi, 23.8.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.