Klofningur í Vantrú og fæðing Andkristni

Það er við hæfi að á þeim degi sem ætti að vera alþjóðlegur dagur trúleysingja að þá komi tilkynning að Vantrú hafi klofnað. Einstaklingar innan félagsins hafa ákveðið að skilja við Vantrú og stofna Andkristni, sjá vef þeirra hérna: http://andkristni.net/ 

Mér finnst þetta góðar fréttir!  Ástæðan fyrir því er að miðað við mína reynslu af því að rökræða við meðlimi Vantrúar þá hafa verið tveir mismunandi hópar í Vantrú. Einn hópurinn vill móðga og rakka niður allt trúfólk og þá sér í lagi kristna, á meðan hinn hópurinn vill málefnalega umræðu.  Þeir sem hata kristni og vilja ekkert frekar en að útrýma henni geta nú komið saman undir einu nafni. Þeir sem aftur á móti vilja aðeins málefnalega umræðu og fræða fólk um sín viðhorf geta gert það án ofstopans sem einkennir málflutning stofnenda AndKristni.

Fréttin hjá Vantrú hérna:  http://www.vantru.is/2008/04/01/10.10/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þetta ekki bara tvíhöfða þurs þ.e. Vantrú + Andkristni?

Pétur Valgeirsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Mofi

Þeir munu áfram hafa mjög margt sem þeir eru sammála um svo það er örugglega helling til í því hjá þér Pétur.

Mofi, 1.4.2008 kl. 13:11

3 identicon

Mér líst nú bara vel á þetta, þannig séð.  Nú hefur amk. hvor hópur fyrir sig frið til að einbeita sér að sínum málum eftir sínum leiðum.

Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Mofi

Arnar, sammála því.  Vona bara að þetta er ekki apríl gabb þar sem ég tel að þetta er einfaldlega gott mál.

Mofi, 1.4.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri, þetta er annað hvort bestu fréttir sem hafa komið í langan tíma, eða þetta er ákaflega vel unnið gabb hjá þeim. Tökum þessu með fyrirvara.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.4.2008 kl. 13:27

6 identicon

Ég hef heyrt af þessu áður að töluvert missætti væri innan Vantrúar. Fylkingin sem vill mýkja ásýnd Vantrúar hefur átt í töluverðum átökum við harðlínumennina í nokkra síðustu mánuði. Eins og þeir sjá sem fylgjast með að þá hefur allur málflutningur á Vantrú orðið mun hófstilltari. Þetta þola ekki margir sem hafa verið í félaginu hingað til og því klofið sig frá.

Pétur Valgeirsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:44

7 Smámynd: Mofi

Haukur, skil þig vel.

Pétur, já, það er mikill sannleikur í þessu svo þess vegna er ég að trúa þessu ( í bili ). Svakalega erfitt að trúa einhverju í dag :) 

Mofi, 1.4.2008 kl. 13:47

8 Smámynd: Mofi

Mig er farið að gruna illilega að um gabb er að ræða... jæja, maður hljóp þá smá í dag :)

Finnst samt ekkert að því að hafa tvö félög þar sem mér finnst vera tvær mismunandi viðhorf ríkja í Vantrú.

Mofi, 1.4.2008 kl. 13:57

9 Smámynd: Linda

ahhum  ég er ekki auðtrúa my friend hahah, svo langt því frá

Linda, 1.4.2008 kl. 15:23

10 identicon

Haha kjáni

Sveinn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:56

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Moving Up - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæll Mofi. Hér er einn af Vantrúarmönnum að klifra upp himnastigann.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:44

12 identicon

Hahaha ... svakalega varstu látinn hlaupa núna maður .....

Ellinn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 07:41

13 Smámynd: Mofi

Þeir fá fjöður í hattinn fyrir þetta gabb, engin spurning.  Ég get huggað mig við það að ég var ekki einn sem hljóp... 

Mofi, 2.4.2008 kl. 09:53

14 identicon

Mofi, kíktu á þetta (þú verður nú að hafa húmor fyrir þessu): http://blog.wired.com/wiredscience/2008/03/top-10-creation.html

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:20

15 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

http://www.youtube.com/watch?v=9D8AeiAamjY
Vil ekki ráðast á einn né neinn, en vessogú.

Þórarinn Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 05:23

16 Smámynd: Mofi

Arngrímur, nei, þetta fannst mér ekki fyndið.

Þórarinn
http://www.youtube.com/watch?v=9D8AeiAamjY
vil ekki ráðast á einn né neinn, en vessogú.

Takk fyrir að benda á þetta; hljómar eins og eitthvað til að fjalla um ýtarlegra.  Hvað fannst þér sterkast í þessu svo ef ég eyði tíma í þetta þá hafi ég hugmynd um hvað þér fannst sannfærandi eða merkilegt. 

Mofi, 3.4.2008 kl. 10:05

17 identicon

Úff hvað ég fæ mikinn hroll af því að horfa á svona heilaþvott.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:34

18 Smámynd: Mofi

Guðmundur
Úff hvað ég fæ mikinn hroll af því að horfa á svona heilaþvott.
Leitt að það er búið að heilaþvo þig. Þú lætur mig vita ef ég get hjálpað þér eitthvað. 

Mofi, 3.4.2008 kl. 11:03

19 identicon

Þú ert að því Mofi minn.
Því meira sem ég les hérna hjá þér því betur sé ég hvað það er slæmt að aðhyllast bókstafstrú.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:40

20 Smámynd: Mofi

Frábært, ég held þá áfram :)   Ég er sammála að aðhyllast bókstafina í "Origins of the species" er mjög slæmt. Aðrir bókstafir sem ber að varast er "The God delusion", stórhættulegur heilaþvottur og heimskulegur áróður.

Mofi, 3.4.2008 kl. 13:43

21 Smámynd: Mofi

Ómálefnaleg athugasemd Sveins fjarlægð.

Mofi, 3.4.2008 kl. 15:30

22 identicon

að sjálfsögðu, en ekki hvað?

Þetta síðasta sannar bara það sem ég sagði 

Sveinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:13

23 Smámynd: Mofi

Sveinn, ég vil einfaldlega málefnalegar umræður hérna. Einhver ómerkileg og móðgandi skot eiga skilið að vera fjarlægð. 

Mofi, 3.4.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband