1.4.2008 | 11:33
Eru draugar til?
Mjög margir hafa upplifað svona hluti og erfitt er að flokka allt það fólk ímyndunarveikt eða lygara. Biblían er samt alveg skýr að draugar eru ekki til; þ.e.a.s. að dáið fólk ráfi um jörðina og hafi jafnvel samband við þá sem eru lifandi.
Predikarinn 9:5
Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.
Þegar við deyjum þá hættum við að vita eitthvað eða finna eitthvað. Við förum í sama ástand og við vorum í áður en við fæddumst, við hættum að vera til. Erum aðeins til í minningu Guðs og lifum í þeirri von að Hann muni vekja okkur á efsta degi.
Sálmarnir 146:3-4
Put not your trust in princes, nor in a son of man in whom there is no help.
His breath goeth forth, he returneth to his earth; in that very day his thoughts perish.
Þegar við deyjum þá munu hugsanir okkar líða undir lok.
Sálmarnir 13:4
Lít til, svara mér, Drottinn, Guð minn, hýrga augu mín, að ég sofni ekki svefni dauðans
Enn frekar tekur Biblían fram að hinir dánu koma ekki í heimsóknir til þeirra sem búa nú í húsunum þeirra.
Jobsbók 7:9-10
Eins og skýið eyðist og hverfur, svo kemur og sá eigi aftur, er niður stígur til Heljar. Hann hverfur aldrei aftur til húss síns, og heimili hans þekkir hann eigi framar.
Því miður hefur spiritismi haft allt of mikil áhrif á kristni og heiðnar hugmyndir um eilífa sál smogið sér inn í kristni frá grikkjum og rómverjum en þetta á sér enga stoð í Biblíunni. Svo til að vera alveg skýr, draugar eru ekki til!
Í mál vegna draugagangs í glæsivillu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrymur, það yrði tekið af þeim sem taka Biblíuna alvarlega. En jú, þetta er trú sem er mjög... lífseig :)
Mofi, 1.4.2008 kl. 12:12
Mofi, þú ættir kannski að ganga í Vantrú, þeir 'berjast' geng svona hindurvitnum
Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:27
Mofi, 1.4.2008 kl. 13:45
Þannig að draugar eru ekki til því það stendur í Biblíunni?
Er þetta djók eða?
jenný (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:22
Jenný, að minnsta kosti samkvæmt Biblíunni þá eru þeir ekki til. Hvaða heimild hefur þú fyrir því að draugar eru til og afhverju er sú heimild trúverðug?
Mofi, 1.4.2008 kl. 18:53
Ég held að það séu draugar til, þó ekki eins og mætti ætla. það er vissulega margir sem segjast hafa séð drauga, eða upplifað draugagang, mér dettur ekki í hug að draga slíkt í efa, en vísindin skoða þetta mál líka, og það virðist vera samhugur í þeirri hugsun að "draugar" séu í raun eins og orka sem fólk skilur eftir sig og sum hús, sumir staðir virðast hafa mjög sterkt segulsvið sem ku geta geymt þess orku, og við réttar aðstæður sér fólk það sem við köllum "draug". Það mætti segja að við fengum í raun að sjá myndbrot af fortíðinni í rauntíma.
knús og kv.
Linda, 1.4.2008 kl. 20:37
Við eru vöruð við því að leita frétta af framliðnum í Biblíunni...
þegar illir andar fara út af manni reika þeir um vatnslausa staði
Árni þór, 1.4.2008 kl. 21:48
Hvað um himnadrauginn ykkar ... er hann til ???
Ellinn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 07:43
Fyrirgefðu en ég bara verð að spyrja að einu. Fyrst þú aðhyllist biblíulega sköpun, trúirðu þá að heimurinn sé 2-3000 ára gamall og að risaeðlur voru ekki til?
Því einsog ég sé það þá getur það ekki haft mikið uppá sig að reyna að ræða við einhvern sem biður um sönnun fyrir tilvist anda, þegar hann sjálfur trúir á (heilagan) anda en neitar að trúa því sem vísindi hafa sýnt frammá sem er auðvitað tilvist risaeðlna og að heimurinn sá marg miljón/milljarða ára gamall?
Ég ætla ekki að eyða tíma í að reyna að sannfæra þig í að ég hafi rétt fyrir mér og þú rangt, auðvitað finnst þér þú líka hafa rétt fyrir þér. Ég sé hreinlega ekki tilgang í eitthverjum rökræðum okkar á milli þar sem hvorugt okkar er í raun og veru tilbúið til að skipta um skoðun eða trú.
En einsog ég sé það þá er allt til svo lengi sem fólk trúir á það.
Alma (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:46
Linda, held að lausnin er að það eru til anda verur en það eru ekki fólk sem dó.
Ellinn, veit ekki um tilvist einhvers himnadraugs.
Alma, hljómar eins og þú hafir svipaðar spurning og ég svaraði hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/346622/
Hvernig geturðu sýnt fram á aldur einhvers?
Mofi, 2.4.2008 kl. 09:51
Mofi, 2.4.2008 kl. 10:00
Alma, þú misskilur algerlega!
Samkvæmt kenningum mofa þá voru risaeðlur uppi á sama tima og menn, Nói tók víst nokkrar með sér í örkina og alles.
Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:34
Mofi nú er ég undrandi á þinni yfirlýsingu.
Draugur, afturganga, framliðinn og "sá sem rís upp frá dauðum og birtist og hverfur sitt á hvað", þetta er allt sama fyrirbrigðið.
Þú ert með öðrum orðum að segja að Jesús sé ekki til lengur, er það ekki rétt skilið hjá mér?
Sigurður Rósant, 2.4.2008 kl. 18:08
Rósant, draugar eru ekki fólk sem hefur risið upp frá dauðum. Þeir sem rísa upp frá dauðum er eftir það lifandi.
Mofi, 3.4.2008 kl. 10:02
Já en hvernig skýriru þá þegar Jesú kom aftur fyrir mannfólkinu? Fór hann aftur í líkama sinn, eða var hann draugur? Biblían segir hvorugt af þessu sé möguleiki... svolítið kjánalegt að segja eitt en trúa á annað...
Binni (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.