Sýning á myndinni The Case for a Creator

Vinur minn stendur fyrir sýningu á myndinni "The Case for a Creator" á morgun 1. apríl.  Nei, þetta er ekki apríl gabb en ég hefði viljað hafa annan dag fyrir þessa sýningu ef ske kynni að einhver þorir ekki að kíkja af því að hann er hræddur um að vera plataður.

Ég skora á alla þá sem trúa ekki á Guð að koma og velta þessum hlutum fyrir sér.

Myndin verður sýnd í Suðurhlíðaskóla að Suðurhlíð 36
þann 1. apríl, klukkan 20:00

Meira um myndina hérna: The Case for the Creator 


Allir velkomnir og aðgangur ókeypis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

 Hæ Mofi  takk fyrir  þetta maður verður endilega að kíkja á  þetta ,ég ætla að mætta

Kv

Jói

Jóhann Helgason, 31.3.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Mofi

Hlakka til að sjá þig!  Endilega bjóddu öllum sem hafa áhuga á svona efni að koma með þér.

Kv,
Halldór

Mofi, 31.3.2008 kl. 16:19

3 identicon

Áhugaverð lesning fyrir alla sem ætla að sjá / eru búnir að sjá þessa mynd: 

Another Case not Made: A critique of Lee Strobel’s The Case for a Creator

Arnar (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Mofi

Þú verður endilega að mæta og útskýra þetta fyrir okkur Arnar :)

Mofi, 31.3.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - Svona auglýsingar eins og birtast á þinni bloggsíðu. Er slík notkun ekki brot á reglum um bloggsíður mbl.is? Spyr bara af forvitni. Mér finnst þið trúaðir gera þetta áberandi oft.

"Óheimilt er að senda ruslpóst (spam) og auglýsingar í gegnum kerfið eða að nota það á annan hátt í atvinnuskyni. Lokað verður fyrir aðgang notanda sem verður uppvís að slíku eða misnotar gestabækur eða aðra hluta kerfisins."

Sigurður Rósant, 31.3.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Mofi

Góð spurning... ég hef séð marga auglýsa alls konar viðburði á einn eða annann hátt og ef þetta er eitthvað sem má ekki þá auðvitað myndi maður ekki gera þetta.

Mofi, 31.3.2008 kl. 20:19

7 identicon

Mofi hefur varla atvinnu af því að auglýsa kristilegar samkomur.. nema náttúrulega það þurfi að borga sig inn og hann sé á % :)

En annars, Mofi, takk fyrir gott boð en mér finnst hreinlega leiðinlegt að tala við fólk sem neitar að hlusta á eitthvað sem það er ósammála.  Þetta er svipað og með alkóhólisma og aðra fíkn, það er ekki hægt að hjálpa fólki sem vill ekki láta hjálpa sér..

Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Mofi

Arnar, hérna er verið að bjóða upp á mynd og rökræður; sá sem virðist neita að hlusta virðist í þessu tilfelli vera.... þú

Hvernig getur þú síðan hjálpað þeim sem eru trúaðir, hvernig getur þú bætt þeirra líf, hvað hefur þín lífsýn upp á að bjóða?

Mofi, 1.4.2008 kl. 10:57

9 identicon

Er þetta ekki málið : The Case for The Creator ?

Búinn að horfa á þetta, búinn að fara og skoða marga punkta sem er talað um í þessu.  Hvað er ég að neita að hlusta á?  Ég fór amk. og fékk mér 'second opinion', hvað gerir þú.  Efastu aldrei um menn eins og Wells sem hafa sjálfir skrifað :

"Father's [Sun Myung Moon's] words, my studies, and my prayers convinced me that I should devote my life to destroying Darwinism, just as many of my fellow Unificationists had already devoted their lives to destroying Marxism. When Father chose me (along with about a dozen other seminary graduates) to enter a Ph.D. program in 1978, I welcomed the opportunity to prepare myself for battle."

Sjá : Darwinism: Why I Went for a Second Ph.D. 

Og svo, fyrir utan það að ég hef enga sérstaka þörf til að troða minni 'lífssýn' upp á aðra, þá efast ég um að þarna verið mikið af fólki sem hefur áhuga á gagnrýnni á því sem það tekur sem gefnu. 

Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 18:09

10 Smámynd: Mofi

Arnar
Búinn að horfa á þetta, búinn að fara og skoða marga punkta sem er talað um í þessu.  Hvað er ég að neita að hlusta á?  Ég fór amk. og fékk mér 'second opinion', hvað gerir þú.  Efastu aldrei um menn eins og Wells sem hafa sjálfir skrifað

Miðað við að þú virtist ekki vilja horfa og ekki vilja rökræða þá virkaði það þannig.  Allt samfélagið er gegnumsýrt af viðhorfum sem eru andstæð þeim sem Wells hefur og ég fæ alveg dágóðann skammt af þeim á blogginu.

Arnar
Sjá : Darwinism: Why I Went for a Second Ph.D. 

Ég hefði ekkert á móti því að útrýma þessari trú heldur; væri það besta sem gæti gerst fyrir vísindin.

Arnar
Og svo, fyrir utan það að ég hef enga sérstaka þörf til að troða minni 'lífssýn' upp á aðra, þá efast ég um að þarna verið mikið af fólki sem hefur áhuga á gagnrýnni á því sem það tekur sem gefnu. 

Vonin að fá sem flesta sem eru ekki sammála þessu til að horfa, lítill tilgangur í að sannfæra kristna enn betur. Svo vonandi verða margir þarna sem eru ekki kristnir og trúa ekki á sköpun svo það geta orðið skemmtilegar umræður.

Mofi, 1.4.2008 kl. 18:52

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Arnar  - "Mofi hefur varla atvinnu af því að auglýsa kristilegar samkomur.. nema náttúrulega það þurfi að borga sig inn og hann sé á % :)"

Ef einstaklingur gerist S.D.Aðventisti í kjölfar svona myndasýningar vegna auglýsingar á bloggsíðu Mofa, er þá ekki þarna um auglýsingu í atvinnuskyni að ræða?

Ef t.d. þú Arnar gerist S.D.Aðventisti, hvað heldurðu að söfnuðurinn fái í tekjur á ári vegna þinnar tilkomu? 10 - 11% af brúttótekjum þínum?

Sigurður Rósant, 2.4.2008 kl. 09:46

12 Smámynd: Mofi

Rósant, ég myndi aldrei fá neinn skerf ef einhver myndi gerast meðlimur vegna svona myndasýningar. Hið sama gildir um þetta blogg, ég myndi ekki fá neitt ef það myndi bera einhvern árangur.  Það væri gaman að vita hvort að það eru reglur varðandi þetta því ég vil ekki vera að brjóta reglur mbl blogsins.

Mofi, 2.4.2008 kl. 10:02

13 identicon

Sé það núna, það er sem sagt bannað að blogga um málefni, því það gæti fengið einhvern til liðs við málefnið og þar af leiðandi væri málefnið að hagnast?

Eigum við þá ekki bara að láta loka blog.is eins og það leggur sig í dag? 

Það er sérstaklega tekið fram að það megi ekki auglýsa í atvinnuskyni, spurning hvort mofi sé atvinnu-trúboði :) 

Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:37

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Arnar - "Það er sérstaklega tekið fram að það megi ekki auglýsa í atvinnuskyni, spurning hvort mofi sé atvinnu-trúboði"

Reglurnar eru til um blogg á mbl.is sjá hér. En það er greinilegt að þær má túlka á alla vegu. Kannski ekki nógu skýrar. En ég tel að trúboð Mofa sé allt of tengt hans hlutverki í Aðventkirkjunni, þar sem hann m.a. segir frá því að hann hafi verið að leiða lexíu laugardaginn 29. maí s.l. í Loftsalnum í Hafnarfirði. Sjá færslu no. 4. þ. 28. mars s.l.

"Takk fyrir það :)    ég að vísu tók eftir því klukkan tíu í morgun að ég hafði verið að lesa vitlausa lexíu; las lexíuna fyrir síðasta hvíldardag. Svo ég renndi yfirl lexíuna á einum klukkutíma og reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Fólk var óvenju mikið að þakka mér fyrir lexíuna. Grunar að það vildi reyna að láta mér líða vel miðað við þá raunverulegu hörmung sem þetta var. En... svona bara fara hlutirnir stundum."

Að mínu mati er hann hérna að reyna að ná í meðlimi í sína kirkju. Er það ekki augljóslega atvinna hans?

Sigurður Rósant, 2.4.2008 kl. 17:43

15 identicon

Ég skilgreini 'atvinnu' þannig að fólk fái borgað fyrir að gera eitthvað, fær hann x-krónur á haus?

Það eru fullt af stjórnmálamönnum að blogga hérna, á að banna þá líka ef þeir fjalla um stjórnmál.. kannski ekki svo vitlaus hugmynd.

Arnar (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 803194

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband