Hverjum degi nægir sín þjáning.

Í öllu þessum áhyggjum af efnahagsmálum þá fannst mér alveg frábært að lesa þessi orð Krists um jarðnesk auðævi og áhyggjur af morgun deginum. 

Matteusarguðspjall 6
19
Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. 
20 Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. 
21 Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. 
22 Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur. 
23 En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið. 
24 Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. 
25 Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? 
26 Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? 
27 Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? 
28 Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. 
29 En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. 
30 Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! 
31Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?` 
32 Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. 
33 En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. 
34 Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

 


mbl.is Enn meiri verðbólga í apríl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

"Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa." 

Mofi, af hverju er af og til verið að skjóta á heiðingja í þessari "heilögu ritningu"?

Hvers eiga þeir að gjalda?

Sigurður Rósant, 30.3.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Mofi

Orðið heiðingi virkar kannski neikvætt, er það málið?  Eins og þetta orð er notað í Biblíunni þá er aðeins átt við þá sem eru ekki gyðingar eða ekki kristnir. Jesús segir aðeins hérna að þeir sem eru ekki kristnir hafa svona áhyggjur en þeir sem eru kristnir eiga að vita betur en að hafa áhyggjur af svona hlutum.

Mofi, 30.3.2008 kl. 23:32

3 identicon

Right...

Siggi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 02:01

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Mofi minn.

Frábær texti í kringumstæðurnar hér á Íslandi þar sem fólk er matað á því að allt sé á hverfandi hveli.

Smá orð fyrir þig: "Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Jer. 29: 11

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2008 kl. 02:08

5 Smámynd: Mofi

Siggi, akkurat!

Takk fyrir það Rósa :)

Mofi, 31.3.2008 kl. 09:08

6 Smámynd: Mama G

Ég las þetta einmitt um páskana, flokkast alveg undir spakmæli dagsins þessa dagana

Mama G, 31.3.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Mofi

Já, þau eiga alveg sérstaklega vel við fréttirnar sem dynja á okkur þessa dagana.

Mofi, 31.3.2008 kl. 16:13

8 Smámynd: Sigurður Árnason

Mofi 

Orðið heiðingi virkar kannski neikvætt, er það málið?  Eins og þetta orð er notað í Biblíunni þá er aðeins átt við þá sem eru ekki gyðingar eða ekki kristnir. Jesús segir aðeins hérna að þeir sem eru ekki kristnir hafa svona áhyggjur en þeir sem eru kristnir eiga að vita betur en að hafa áhyggjur af svona hlutum.

Það er ekki verið að tala um heiðingja sem ekki-Kristna eða ekki-Gyðinga. Þar sem það var ekki til neitt sem hét kristinn á tímum Jesús. Þarna er verið að tala um heiðingja sem fólk sem er með hugann við veraldlega hluti, en ekki guð.

Sigurður Árnason, 5.4.2008 kl. 22:15

9 Smámynd: Mofi

Sigurður, það er rétt að það voru ekki til neinir "kristnir" á þessum tíma. Frekar verið að tala um þá sem eru ekki gyðingar og einnig tala um þá sem tilheyrðu ekki þeim hópi sem fylgdi Kristi.  Það er engann veginn rétt að láta sem svo að þeir hafi notað þetta orð yfir fólk um allan heim sem er bara andlega sinnað, ekkert sem styður það.

Mofi, 6.4.2008 kl. 13:54

10 Smámynd: Sigurður Árnason

Mofi 

Sigurður, það er rétt að það voru ekki til neinir "kristnir" á þessum tíma. Frekar verið að tala um þá sem eru ekki gyðingar og einnig tala um þá sem tilheyrðu ekki þeim hópi sem fylgdi Kristi.  Það er engann veginn rétt að láta sem svo að þeir hafi notað þetta orð yfir fólk um allan heim sem er bara andlega sinnað, ekkert sem styður það.

31Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? 
32 Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. 
33 En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. 

Það er verið að segja að þeir sem eru ekki að leita guðs ríkis sem er innra með með manni, eins og jesús sagði. Þá ertu með hugann við ytri þarfir, en ef þú leitar inn á við þá mun þér allt veitast þetta. Það voru til gyðingar sem voru með hugann við veraldlega hluti og það breytti engu hvort þeir voru gyðingar, því ef svo hefði verið afhverju hefði Jesús þá þurft að koma með nýjan boðskap fyrir Ísrael því að hann vissi að fólkið sem voru mörg gyðingar var ekki að leita inn á við. Það skiptir ekki máli hvort þú sért Gyðingur eða Kristinn, það eru bara nöfn, leitaðu inn á við og finndu guðs ríki, þá skiptir engu máli hverrar trúar þú ert.

Kveðja Sigurður

Sigurður Árnason, 6.4.2008 kl. 21:18

11 Smámynd: Mofi

Sigurður, góður punktur hjá þér. Guðs ríki er samt ekki bara innra með þér.

Matteus 15
18
En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn.
19 Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.

Aðgangur að Guði kemur í gegnum iðrun og traust á Krist sem keypti handa okkur réttlæti svo við gætum nálgast Guð.  Án iðrunar og án þess að hafa einhverja borgun fyrir þá glæpi sem þú hefur drýgt á móti Guði þá kemur Guð ekki nálægt þér. 

Mofi, 7.4.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband