28.3.2008 | 15:08
Lexía og umræður á morgun í Loftsalnum í Hafnarfirði
Ég á víst að vera með lexíuna á morgun 29. mars og vil bjóða alla velkomna. Þetta snýst aðalega um að leiða umræðu um lexíuna sem við förum yfir svo þetta er aðalega fólk að spjalla saman.
Staðsetningin er:
Hólshrauni 3, 220 Hafnarfirði
Fjölskyldusamkoma kl. 11:00 og Biblíurannsókn kl. 11:50.
Biblíuskóli fyrir börn kl. 12.00.
Sameiginleg máltíð að samkomu lokinni.
Ætla að fara stuttlega yfirlexíuna sem er að finna hérna: http://www.sda.is/?goto=lexia
Minnisvers: Og hann sagði við þau: Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi Lk 24.46.
Lexían fjallar um hvernig Aðventistar trúa að boðskapur englanna þriggja er hlutverk okkar og hvernig það tengist fagnaðarerindinu og skipun Krists að boða fagnarerindið til allra. Skoðum aðeins boðskap englanna þriggja:
Opinberun Jóhannesar 14
6 Og ég sá annan engil fljúga um háhvolf himins. Hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap, til að boða þeim, sem á jörðunni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð, 7 og sagði hárri röddu: "Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans. Tilbiðjið þann, sem gjört hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna."
8 Og enn annar engill kom á eftir og sagði: "Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefur öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns."
9 Á eftir þeim kom hinn þriðji engill og sagði hárri röddu: "Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína,
10 þá skal sá hinn sami drekka af reiði-víni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiðibikar hans, og hann mun kvalinn verða í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og í augsýn lambsins.
Svo að boðskapur englanna þriggja er:
- Fagnaðarerindið
- Stund dóms hans er runnin upp.
- Tilbiðja skaparann.
- Fallin er Babýlón.
- Merki dýrsins.
Lexíu höfundur vísar í orð Ellen White og hvað hún hafði um þennan boðskap:
Ellen G.White, Review and Herald, 1. apríl, 1890
Margir hafa skrifað mér bréf og spurt hvort boðskapur englanna þriggja sé réttlæti fyrir trú og ég svarað þeim með því að segja: Það er sannarlega boðskapur englanna þriggja.
Úr þessu er farið í Mt 25.31-46 þar sem Kristur fjallar um þá sem gerðu vond verk á jörðinni og þá sem gerðu góð verk á jörðinni. Lexíu höfundurinn spyr síðan hvernig ber að skilja þessi orð miðað við þessi orð Krists; tengingin milli góðra verka og síðan að boða fagnaðarerindið.
Mín afstaða hérna er að þegar einhver er fæddur af Anda Guðs þá vill hann gera góðverk; hann fær mikla löngun til að gera öðrum gott. En þar sem enginn öðlast eilíft líf vegna sinna verka alveg eins og glæpamaður getur ekki mútað góðum dómara með því að hafa gefið pening í Rauða krossinn þá getur enginn mútað Guði með góðum verkum til að fá sýknu dóm.
Vers sem ég tel varpa ljósi á tengingunni milli boðun fagnaðarerindisins og góðra verka.
Matteusarguðspjall 5:14-16
14 Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
15 Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.
16 Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum
Ef góð verk fylgja þeim sem boða fagnaðarerindið þá tekur heimurinn eftir því og tekur meira mark á því sem þeir eru að segja og þá "vegsami" Guð á himnum.
Síðan er farið út í skipun Krists til lærisveina sinna að boða fagnaðarerindið í Mt 28.18-20 og Mk 16.14-20. Lexíu höfundur spyr síðan "Hver er boðskapur Jesú til okkar í báðum þessum frásögnum?".
Síðan er farið út í tenginguna milli aðventista og boðun englanna þriggja og þá aðalega vers Opinberunnarbókarinnar 14:6. Þarna koma fram mjög sterk orð sem eru að þeir sem hafna fagnaðarerindinu að þeir munu glatast.
Lexíu höfundur segir þetta:
Það er algjört grundvallaratriði að við sem erum lærisveinar höfum góðan skilning og séum staðföst í fagnaðarerindinu. Heimurinn allur var sekur vegna syndarinnar, Jesús tók algjörlega og fullkomlega á sig sökina. Þess vegna er það að hver sem á hann trúir þarf ekki lengur að taka á sig sök og dóm syndarinnar heldur getur vegna náðar Guðs þegið fyrirgefningu og íklæðst réttlæti Jesú Krists, sama hver bakgrunnur viðkomandi er. Þetta verður að vera grundvöllurinn að öllu okkar starfi og prédikun í heiminum.
Ég er alveg sammála honum hérna þótt að þetta er ekki þægilegur boðskapur að boða. Læt þetta duga sem smá yfirferð en mig langar líka að rökræða þau rök sem Vantrúar meðlimurinn Hjalti kom með á móti fagnaðarerindinu á þessum blogg þræði hérna: Er krossinn get out of jail card?
Þetta ætti að verða athyglisvert og allir velkomnir.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu nú ekki stafsetja "Hafnarfirði" rétt :)
Þú mátt svo eyða þessari færslu
Sigmar (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:35
Nei nei, takk fyrir leiðréttinguna Sigmar :)
Mofi, 28.3.2008 kl. 22:05
Takk fyrir það :) ég að vísu tók eftir því klukkan tíu í morgun að ég hafði verið að lesa vitlausa lexíu; las lexíuna fyrir síðasta hvíldardag. Svo ég renndi yfirl lexíuna á einum klukkutíma og reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Fólk var óvenju mikið að þakka mér fyrir lexíuna. Grunar að það vildi reyna að láta mér líða vel miðað við þá raunverulegu hörmung sem þetta var. En... svona bara fara hlutirnir stundum.
Mofi, 29.3.2008 kl. 16:43
Djöfull ætla ég ekki að mæta.
Addi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:09
Takk fyrir það Addi :)
Mofi, 30.3.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.