23.3.2008 | 13:32
Er krossinn get out of jail card?
Í umræðu hérna á blogginu kom upp gagnrýni á þá kristnu trú að krossinn hafi verið borgun fyrir syndir mannkyns. Myndin sem Biblían dregur upp er að það mun koma sá tími er Guð mun dæma heiminn með réttlæti og allri illsku verður útrýmt. Í Nóbels ávarpi Alexander Solzhenitsyn þá kom hann inn á þetta vandamál.
Aleksander Solzhenitsyn
If only there were evil people somewhere insidiously committing evil deeds and it were necessary only to separate them from the rest of us and destroy them.
But the line dividing good and evil cuts through the heart of every human being.
And who is willing to destroy a piece of his own heart?
Stóra vandamálið er að illskan virðist leynast í hjörtu okkar allra. Ímyndaðu þér að sjá fyrir rétti mann sem rændi mörgum tuga miljóna og eyddi þeim í sínar eigin ljótu fíknir. Dómarinn dæmir þjófinn til að greiða 40 miljónir í sekt eða 20 ár í fanelsi. Þar sem maðurinn átti engann pening er fangelsis vist það eina sem kemur til greina. Þegar verið er að taka hann úr dómsalnum til afplánunnar þá kemur inn maður og segist ætla að greiða gjaldið svo að þjófurinn þyrfti ekki að fara í fangelsi.
Þetta er sú mynd sem Biblían dregur af krossinum, laun syndarinnar er dauði en Kristur borgaði gjaldið með
lífi sínu á krossinum. Þegar einhver ætlar að borga gjaldið með góðum verkum þá væri það eins og þessi
þjófur myndi segja að af þessum miljónum þá gaf hann fimm þúsund í Hjálparstarf Rauðakrossins og
hvort að það myndi ekki vera nóg til að hann fengi að sleppa. Þegar við ætlum að bjóða Guði okkar
"góðu" verk þá erum við eins og þjófurinn að reyna að múta dómaranum.
Ímyndaðu þér faðir sem hefur verið að safna í mörg ár til að geta keypt handa syni sínum bíl þegar hann
fær bílpróf. Dagurinn rennur síðan upp, sonurinn er kominn með bílpróf og faðirinn ákveður að
gefa honum nýjann bíl. Þegar faðirinn síðan sýnir syninum bílinn þá býðst sonurinn að kaupa bílinn af honum.
Honum finnst þúsund kall ætti að duga og að fara út með ruslið í heilann mánuð ætti að duga til að borga fyrir bílinn. Væri þetta eitthvað annað en hræðileg móðgun og vanþakklæti?
Guð gaf okkur það dýrmætasta sem Hann á, Son sinn, til að lifa meðal okkar og sýna okkur kærleika í verki og orðum. Völd þessa heims brugðust við því og drápu Hann og sú fórn var Hans borgun svo að á dómsdegi myndum við ekki þurfa að borga gjald syndarinnar. Sá sem hafnar þeirri gjöf og ætlar í staðinn að bjóða sín góðu verk til að bæta upp fyrir sína glæpi, hann er eins og sonurinn sem vill kaupa gjöfina af föður sínum í staðinn fyrir að taka á móti gjöfinni í þakklæti.
Guð þráir að náða okkur, að fyrirgefa en það er skilyrðum háð. Skilyrðið er að við samþykkjum gjöfina sem Guð gaf sem borgun fyrir hið vonda sem við gerðum. Ef við höfnum þeirri gjöf þá verðum við að mæta frammi fyrir Guð og dæmast af okkar eigin verkum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska
Sigurður Þórðarson, 23.3.2008 kl. 13:34
Það er árið 2008 Mofi, ekki árið 8
DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:43
Gleðilega páska Sigurður! :)
Hárrétt DoctorE. Þetta myndi ekki meika mikið sens árið 8 e.Kr.
Mofi, 23.3.2008 kl. 13:53
14Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? 15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi 16og einhver yðar segði við þau: "Farið í friði, vermið yður og mettið!" en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? 17Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.
18En nú segir einhver: "Einn hefur trú, annar verk." Sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum. 19Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast. 20Fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna? 21Réttlættist ekki Abraham faðir vor af verkum, er hann lagði son sinn Ísak á altarið? 22Þú sérð, að trúin var samtaka verkum hans og að trúin fullkomnaðist með verkunum. 23Og ritningin rættist, sem segir: "Abraham trúði Guði, og það var honum til réttlætis reiknað," og hann var kallaður Guðs vinur. 24Þér sjáið, að maðurinn réttlætist af verkum og ekki af trú einni saman.
25Svo var og um skækjuna Rahab. Réttlættist hún ekki af verkum, er hún tók við sendimönnunum og lét þá fara burt aðra leið?
Hver er trúverðugri, Jakob bróðir Krists sem ólst upp með honum og varð eftir hans dag leiðtogi safnaðarins í Jerúsalem, eða útleggingar manns sem ekki minnist einu orði á líf Krists eða dæmisögur hans líkt og hann hafi aldrei heyrt um þær?
26Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
Jakobsbréf 2.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 14:10
Svanur, þegar einhver endurfæðist eins og Jesús talar um í 3. kafla Jóhannesar guðspjalls þá fylgja verk þeirra breytingu, þeirri trú. Alvöru trú fylgja verk gerð í kærleika en ekki til að vinna sér inn rétt til fyrirgefningar eða rétt til eilífs lífs.
Mofi, 23.3.2008 kl. 14:19
Allt í lagi. Pælum aðeins meira í þessu. Jesús kvaldist nokkra klukkutíma á krossinum og var síðan dáinn í næstum því tvo sólarhringa. Samkvæmt þér þá nægir þetta til þess að borga fyrir syndir milljónir manna.
Þannig að til þess að borga fyrir syndir mínar ætti ég að þurfa að kveljast í einhverjar millisekúndur og að vera dáinn í einhverjar millisekúndur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2008 kl. 14:22
Dauðinn er gjaldið fyrir syndir þínar og ef þú borgar það, þá lifnar þú ekki aftur við.
Mofi, 23.3.2008 kl. 14:28
Þannig að ef Jesús ætti að borga fyrir syndir mínar, þá ætti hann að deyja og lifna ekki aftur við.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2008 kl. 14:46
Hjalti, Hann er Guð svo Hann hefur vald yfir dauðanum en ekki við.
Mofi, 23.3.2008 kl. 14:48
Hvað á þetta að þýða? Og hvaða máli skiptir það? Ef refsingin mín er eilífur dauðu, og Jesús að að taka á sig þessa refsingu, er þá ekki augljóst að hann ætti að deyja að eilífu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2008 kl. 14:58
Sæll Hjalti,
,,Hvað á þetta að þýða?" Einfaldlega það að Guð getur ekki dáið. Þess vegna varð Sonur Guðs að verða að manni svo hann gæti yfirhöfuð dáið.
Gleðilega páska,
Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 15:19
Sæl Mófs, þú og Svanur leggið báðir mikið til málanna. Knús.
Hjalti, Hjalti, Jesú var í 3 daga og 3 nætur í gröfinni, ég veit ég veit, stemmir ekki eins og Rómverskan kirkjan setti þetta upp, en það breytir því ekki að þetta eru 3 dagar og 3 nætur. Svo ég veit að þú veist þetta, og mér þykir þú óttalegt krútt fyrir að bulla svona. þar sem Guð er almáttugur og þar sem hann sté niður í dauðan líkt og hver einasti maður mun þurfa að gera, en, hann reis upp, líkt og við munum gera á hinsta deigi. Ég óska þér Gleðilegra vorhátíðar og ég vona að dagurinn verður þér gleðilegur.
Linda, 23.3.2008 kl. 15:54
Guð getur ekki dáið, samt dó hann.
Guðs verður ekki freistað, samt var hans freistað.
Guð er einn og samt þrír. (bókstaflega) Þegar að við lítum á sólina í spegli, bendum á spegilmyndina og segjum, "þetta er sólin", þá höfum við rétt fyrir okkur á vissan hátt. Ef við bendum á bakhlið spegilsins og segjum, "Þetta er sólin" skilur engin hvað við eigum við. Í raun er spegilmyndin heldur ekki sólin, aðeins spegilmynd hennar. Þannig getum við skilið orð Krists um að hann sé í föðurnum og faðirinn sé í honum. Spegilinn brotnar en það hefur engin áhrif á sólina sem slíka og hún heldur áfram að skína.
Í dag eru allir dauðir (nema örfáir menn sem Guð hefur valið til að dvelja með sér á himnum og halað líkami þeirra þangað upp, og svo eru það englarnir auðvitað og dýrðlingarnir sem kaþólikkarnir biðja til, Guðsmóðirin er þarna sjálfsagt og postularnir, alla vega Pétur sem sér um dyrnar ) en á efsta degi rísa þeir einir upp sem hvað?, hafa sýnt í verki trú sína á Guð, ekki satt? (Þetta með efsta dag skiptir engu máli, því fyrir hinn dauða er tíminn ekki til) "Frelsunin" er sem sagt ekki "atburður" heldur ferill sem heldur áfram allt lífið. -
Þú fyrirgefur Moffi en þessi fundamentalistaguðfræði þín er alsekki í samræmi við skoðun meirihluta kristinna manna (kaþólikka) hvað þá almenna skynsemi. Hún er svo götug að það þarf að leggja frá sér alla heilbrigða skynsemi til að gangast inn á hana. Guð gaf manninum skynsemi til að hann geti skilið sig og nálgast sig. Um leið og þú sleppir hendinni af henni, skiptir ekki máli lengur hverju þú trúir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 16:03
Það sem Svanur leggur til málanna er að krossinn er heimskulegur, ég vona að þér þykir ekki mikið til þess málflutnings koma.
Guð gerðist maður, og sá maður dó. En dauðinn gat ekki haldið Honum.
Aftur hið sama, Guð varð að manni og þeim manni var freistað.
Endilega ekki rugla saman kaþólskri guðfræði við mína, úr því verður allt of mikill hrærigrautur. Í dag eru allir dauðir sem hafa dáið... vonandi ekki of órökrétt fyrir þig? Örfáir dóu ekki hérna á jörðinni heldur tók Guð þá til Sín. Efast um einhverja kaþólska dýrlinga og Maríu mey, sem auðvitað hætti að vera mey því hún eignaðist fleiri börn. Póstularnir eru allir dánir og grafnir sömu leiðis.
Þetta með efsta dag skiptir öllu máli því þá er upprisa hinna dánu, þá fá þeir aftur líf. Þú ert annað hvort lifandi eða dáinn, hugsandi með tilfinningar eða ekki. Frelsunin er sem sagt endurfæðingin sem Kristur talar um, þegar einhver iðrast ( biður um fyrirgefningu og hættir vondum verkum ) og setur traust sitt á Guð og Hans náð en ekki sín eigin verk. Þeir sem endurfæðast aftur á móti vaxa í náð og góðum verkum upp frá því, eftir því sem þeir fá að lifa.
Hvað samkvæmt þinni skynsemi finnst þér órökrétt hérna? Meirihlutinn hefur þann óþægilega ávana að hafa rangt fyrir sér svo það er aldrei góður mælikvarði; lang best að meta þetta allt sjálfur og taka eigin ákvarðanir og láta meirihlutann fara sína leið.
Mofi, 23.3.2008 kl. 16:35
Hjalti, ef ég þekki þig rétt ertu ekki sáttur við svar Jóns Hjörleyfs, en hann svaraði á ósköp svipaðann hátt og ég hefði viljað gera svo...
Mofi, 23.3.2008 kl. 16:37
Mofi, Jón er að svara einhverri allt annari spurningu þeirri sem ég kom með. Ég var ekki að spyrja "Hvernig gat guð dáið?", heldur var ég að spyrja hvers vegna ykkur finnst Jesú geta borgað skuldina.
Berum það saman sem þið segið að Jesús hafi gert og það sem þið segið að hann borgi fyrir:
1 Jesús: kvaldist á krossinum í örfáar klukkustundir og var dáinn í nokkra sólarhringa.
2. Milljónir manna munu vera dáin að eilífu.
Þetta er eins og að segja að einhver borgi milljarðaskuldir með tíkalli. Ef það má "svindla" svona, þá getur fólk bara drepið fólk (þannig borgar það skuldina) og reist það aftur upp frá dauðum. Engin þörf fyrir Jesú!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2008 kl. 17:00
Svaraðu mér einu Moffi.
Hætti Guð að vera Guð þegar hann varð maður?Ef hann hætti að vera Guð, hvers vegna kallið þið hann Guð? Ef hann var áfram Guð, hvernig koma þá fullyrðingar þína um að hann hafi dáið og látist freistast heim og saman?
Það sem er órökrétt í framsetningu þinni er að þú gerir ráð fyrir að sólin skíni aðeins á þá sem viðurkenna að hún hafi skinið í tiltekin tíma á ákveðnum stað. Þú kallar það að "samþykkja gjöfina". Þú setur náð Guðs og örlæti Hans allskonar skorður eins og þú sért yfir Hann hafinn og segist ekki taka tillit til neins nema eigin skilnings. -Hversvegna ertu að bjóða upp á þessa umræðu ef þú tekur ekkert tillit til þess sem aðrir trúa?
Ég hef líka staðið þig að því að bregða fyrir þig allskonar biblíuleikfimi, segir sumt ranglega þýtt eins og setninguna sem Kristur sagði við bandingjann á krossinum og þú sniðgengur lykilsetningar eins og þá sem ég vitnaði í s.b. Jakobsbréfið "14Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? 15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi 16og einhver yðar segði við þau: "Farið í friði, vermið yður og mettið!" en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? 17Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin." -
Reynum aftur við dómsdaginn.
Samkvæmt því sem þú trúir eru allir dauðir sem hafa dáið nema einhverjir sem Guð tók. Deyir þú á morgunn, vaknar þú "samstundis" aftur því þá er kominn dómsdagur. Sem dauður maður hefur þú enga tilfinningu fyrir tíma og þess vegna skiptir þessi biðtími engu máli fyrir þig. Sem sagt, um leið og við deyjum, rennur upp dómsdagur og það verður gert upp við þig. Það sem ræður uppgjörinu er samkvæmt Jakobi uppeldisbróður Krists, trú og gjörðir í samræmi við hana. Sammála?
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 17:16
Það er ekki hægt að neita því að Guð setur reglurnar. Refsingin fyrir synd einhvers er dauði, gjaldið er sem sagt að deyja og Jesú dó. Þér finnst kannski að Hann hafði átt að deyja í hvert skipti fyrir hvern einn og einasta...
Nei, en það er eins og Hann hafi ákveðið að takmarka Sig í þeim líkama sem sem hann tók sér. Biblían er alveg skýr að Jesú hafi verið Guð, þú þá líklegast trúir henni ekki eða ertu með einhverja leið til að túlka hana þannig að Jesú er ekki Guð?
Ekki beint þannig, aðeins að þeir sem fá sem heyra fagnaðarerindið verða dæmdir eftir því, hvort þeir meðtaka það eða ekki.
Ég veit ekki hvernig dómurinn fer á hverjum og einum og hvað þá þeim sem heyrðu aldrei fagnaðarerindið; í þeim efnum hef ég fátt annað að velja en að treysta að dómurinn verður réttlátur.
Ég set Orð Krist ofar mínum og mínum vilja, það ert þú sem virðist vera yfir þau hafin. Ég reyni auðvitað að skilja aðra og reyna að láta þá skilja mig; annað væri til lítils í allri umræðu en það þýðir ekki að ég sé sammála öllum enda er það ógjörningur. Trú annara ákvarðar ekki hver sannleikurinn er.
Nei, alls ekki. Ég útskýrði fyrir þér að enginn yrði réttlátur fyrir verk en ef einhver trúir þá mun sú trú skína í hans verkum.
Sem sagt sá sem segist trúa en réttir ekki hjálparhönd til þá sem eiga um sárt að binda, hann sýnir aðeins að hans trú er dauð.
Fyrir þann sem deyr já, það er það eins og svefn, hans næsta hugsun verður þegar hann er reistur upp frá dauðum.
Það fer eftir trúnni, sá sem meðtekur fagnaðarerindið sem er að Kristur borgaði gjaldið fyrir hans glæpi, iðrast og treystir á krossinn, þá verður hann hólpinn.
Jakob fer inn á margt í sínu bréfi og þarf að lesa það í heild sinni ásamt restinni af Biblíunni til að fá heildarmyndina. Tökum t.d. hérna:
Ef einhver brýtur lögmálið þá er hann sekur við allt lögmálið.
Mofi, 23.3.2008 kl. 18:24
Förum aðeins yfir málin Moffi.
Moffi; Biblían er alveg skýr að Jesú hafi verið Guð, þú þá líklegast trúir henni ekki eða ertu með einhverja leið til að túlka hana þannig að Jesú er ekki Guð?
Svanur; Þegar að við lítum á sólina í spegli, bendum á spegilmyndina og segjum, "þetta er sólin", þá höfum við rétt fyrir okkur á vissan hátt. Ef við bendum á bakhlið spegilsins og segjum, "Þetta er sólin" skilur engin hvað við eigum við. Í raun er spegilmyndin heldur ekki sólin, aðeins spegilmynd hennar. Þannig getum við skilið orð Krists um að hann sé í föðurnum og faðirinn sé í honum. Spegilinn brotnar en það hefur engin áhrif á sólina sem slíka og hún heldur áfram að skína.
Moffi; Ég veit ekki hvernig dómurinn fer á hverjum og einum og hvað þá þeim sem heyrðu aldrei fagnaðarerindið; í þeim efnum hef ég fátt annað að velja en að treysta að dómurinn verður réttlátur.
Moffi; Það fer eftir trúnni, sá sem meðtekur fagnaðarerindið sem er að Kristur borgaði gjaldið fyrir hans glæpi, iðrast og treystir á krossinn, þá verður hann hólpinn.
Svanur (nýtt) Bíddu við, hér passar eitthvað ekki. En þú reynir að drepa því á dreif með því að segja;
Moffi; "Jakob fer inn á margt í sínu bréfi og þarf að lesa það í heild sinni ásamt restinni af Biblíunni til að fá heildarmyndina"
Tökum þá hreint orð Biblíunnar .
Jakobsbréfið; "14Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? " og aftur "25 Svo var og um skækjuna Rahab. Réttlættist hún ekki af verkum, er hún tók við sendimönnunum og lét þá fara burt aðra leið? "
Moffi; Nei, alls ekki. Ég útskýrði fyrir þér að enginn yrði réttlátur fyrir verk en ef einhver trúir þá mun sú trú skína í hans verkum.
Svanur Nýtt; Þú hlýtur að sjá Moffi að orð þín stangast verulega á við orð Jakobs sem eru þó tekin beint úr heilagri ritningu. Samt segir þú "Ég set Orð Krist ofar mínum og mínum vilja..."
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 19:15
Áhugaverð orð en hvað ertu að reyna að sanna með þeim? Að Jesús var ekki Guð heldur aðeins endurspeglun af Honum?
Af því að ég les meira en þetta vers og ég les það sem Jakob er að koma á framfæri þarna. Hann er aðeins að benda á það að trú án verka er dauð, ekki að verkin sjálf frelsi mann heldur að án verkanna þá greinilega var engin trú á bakvið þau.
Jakob skrifar þarna til þess að fólk geti ekki falið sig á bakvið trú þegar þeim fylgja engin verk. Ef einhver trúir að þú þart að trúa og skírast þá mun viðkomandi skírast. Ef hann skírist ekki í nafni Föðurins, Sonarins og Heilags Anda þá greinilega trúði hann ekki og mun ekki hólpinn verða.
Ef þú tekur svona mikið mark á Jakobi hvað finnst þér þá um hans fullyrðingu að ef einhver brýtur eitt af boðorðunum þá er hann sekur og Biblían er alveg skýr að sú sál sem syndgar skal deyja. Svo ef Jakob er þarna að segja satt, hefur þú þá brotið eitthvað af boðorðunum?
Mofi, 23.3.2008 kl. 19:35
Moffi; "Áhugaverð orð en hvað ertu að reyna að sanna með þeim? Að Jesús var ekki Guð heldur aðeins endurspeglun af Honum?"
Kristur reyndi að skýra þetta út fyrir Nikódemusi og sagði við hann: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi."
Aftur er reynt að útskæyra muninn á andlegum líkama og þeim líkamlega.
"Höfum vér nú kjötlegan líkama, þá höfu vér og andlegan líkama svo sem að
MUNURINNskrifað er það hinn fyrsti maður, Adam, sé gjörður í eðlilegt líferni og hinn
síðari Adam í andlegt líferni. En hinn fyrsti er eigi andlegur líkami, heldur
eðlilegur og eftir það er hinn andlegi. Hinn fyrsti maður af jörðunni er
jarðlegur, en hinn annar maður er Drottinn af himnum. Og hvílíkur hinn
jarðneski er, svo eru og hinir jarðnesku, og hvílíkur hinn himneski er, svo
eru og hinir himnesku. Og líka svo sem vér höfum borið líking hins jarðneska,
svo munu vér og bera líking hins himneska.
En þar segi eg af, góðir bræður, það hold og blóð getur eigi eignast Guðs
ríki, og hið forgengilega mun eigi eignast hið óforgengilega."
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 20:20
það er klárt sýnist mér að maðurinn hefur bæði andlegan og veraldlegan líkama. Veraldlegi líkaminn hverfur og samaneinast nátúrunni hinn andlegi (Sálin eða mannsandinn) heldur áfram að lifa. Andlegur dauði er að brjóta lögmál Guðs. Andlegt líf er að fara eftir þeim, trúa, vona og móttaka náðargjafir Guðs sem eru margvíslegar. Andlegt ævarandi líf, það sem Kristur lofar, er líf í andanum. - Andlegt líf er fólgið í því að rækta "hinn annan Adam" eða hinar guðlegu dygðir sem Guð innlagði í alla menn. Það eru Guðsgjafirnar. Dygðir okkar eru best ræktaðar undir ljósi boðbera Guðs.
Ég veit kæri Moffi að við nálgumst þessa hluti á mismunandi forsendum og notum mismunandi orð til að lýsa trú okkar. En svona sé ég þetta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 20:30
Hvað Krist varðar var hann maður af holdi og blóði. Andi hans var upplýstur af heilögum anda og þegar að hann talaði um að hann og föðurinn væri eitt, átti hann við anda Guðs í honum. Hann var eins og hinn fullkomni spegill, sem endurspeglaði Guð að því marki sem menn gátu numið. - Upprisa líkama hans er mun minna mál en upprisa kristindómsins sem reyndar gerðist samhliða. Á þriðja degi kallaði María saman postulana til skrafs og ráðagerða og kristnin reis upp frá dauðum. - Hvað varð um líkama Krists er aukaatriði.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2008 kl. 20:36
Stóra vandamálið er að illskan virðist leynast í hjörtu okkar allra. Ímyndaðu þér að sjá fyrir rétti mann sem rændi mörgum tuga miljóna og eyddi þeim í sínar eigin ljótu fíknir. Dómarinn dæmir þjófinn til að greiða 40 miljónir í sekt eða 20 ár í fanelsi. Þar sem maðurinn átti engann pening er fangelsis vist það eina sem kemur til greina. Þegar verið er að taka hann úr dómsalnum til afplánunnar þá kemur inn maður og segist ætla að greiða gjaldið svo að þjófurinn þyrfti ekki að fara í fangelsi.
Þetta er nú svoldið kjánaleg nálgun hjá þér Moffi. Yfirleitt þegar afbrotamenn eru dæmdir þá þurfa þeir að greiða sekt/miskabætur og sakarkostnað OG afplána fangelsisvist. Það er mér vitanlega ekki til siðs hérlendis allavega að hægt sé að velja hvort borga þurfi sekt eða fara í fangelsi. Þess vegna skiptir engu máli hvort að það komi inn einhver maður og bjóðist til að borga sektina, hann getur jú borgað sektina fyrir afbrotamannin sem sleppur þá við það þegar hann kemur út en hann þarf samt sem áður að sitja af sér fangelsisdóminn.
Ellinn (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:19
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Mofi
Gleðilega páska
biðjum Jerúsalem friðar
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:46
Hérna er Jesús að útskýra að við verðum að fæðast af Anda Guðs til að verða Guðs börn.
Hérna er verið að tala um skírnina sem útskýrir afhverju Jesús sagði að sá sem trúir og skírist mun hólpin verða. En eins og vanalega þá þarf að lesa hlutina í samhengi og tengja saman fleiri vers til að fá heildar skilning og hérna vantar iðrunina og biðja um fyrirgefninguna eða náðina.
Eina leiðin fyrir þetta að gerast er í gegnum krossinn, þess vegna segir Jesús þetta:
Lykillinn að þessu er í versunum hérna:
Hver sá sem trúir ekki er þegar dæmdur af því að verk hans eru vond. Þeir sem trúa eru ekki dæmdir jafnvel þótt að verk þeirra voru vond og þau sannarlega voru það. Eftir endurfæðinguna þá verða verkin í samræmi við andann sem í einstaklingnum býr og þess vegna talar Jakob um að verkin eiga að vera góð því annars er viðkomandi ekki fæddur af Anda Guðs og ekki orðinn Guðs barn.
Hér er verið að ræða um hvort þú lifir fyrir hið Andlega sem tilheyrir Guði eða hvort þú lifir fyrir hið jarðneska. Páll fjallar um þetta á mjög magnaðann hátt.
Þetta er ekki einhver sér tilvera þar sem gegnsæar andaverur fljóta um heldur er þetta spurning um hvers konar andi býr í okkur; leitar hann vilja holsins eða vilja Guðs. Eitt leiðir til dauða ( enginn hugsun og engar tilfinningar ) en hitt leiðir til eilífs lífs.
Það passar einfaldlega ekki við vitnisburð Biblíunnar.
Upprisa líkamans er lykilatriði því að ef Kristur gat risið upp frá dauðum þá getum við það líka og þeir sem sofa núna í dufti jarðar.
Hérna gerir þú alla kristni að ljótri lygi og reynir að fela það með því að kalla það skarfs og ráðagerðir! Það er gert mikið úr því að Jesús reis upp líkamlega, Kristur lét Tómas finna naglaförin, borðaði með lærisveinunum og margt fleira til að leggja áherslu á þetta.
Mofi, 23.3.2008 kl. 23:24
Gleðilega páska Rósa :)
Þetta er aðeins til að útskýra punkt og vegna tilgangs sögunnar þá ákvað dómarinn þetta og hvort þér þykir sá dómur kjánalegur er auka atriði.
Mofi, 23.3.2008 kl. 23:27
Jæja ég læt þér eftir Moffi að finna huggun í þessari grískuættuðu moðsuðu hans Páls. Skrýtið hvað Páll er góður í þessari grísk-gyðinglegu Guðfræði en minnist aldrei á dæmisögur eða kenningar Krists sjálfs.
Þegar fólk er hætt að elska það sem satt er en gerir sér að góðu kreddur og hjátrú er víst ekkert meira að segja. Valið er þeirra. Ég sé hvaðan Vottarnir hafa fengið sitt tilvitnanakerfi sem er svo absúrt að jafnvel aðrir kristnir gangast ekki einu sinni við þeim sem kristnum. Þeir eru sprottnir upp úr Aðventistasöfnuðinum sem virðist fara ögn betur með þessa ritningaskylmingarkúnst eru eru jafnvel slungnari í henni en Vottarnir.
Þegar fólk grípur til Opinberannarbókarinnar til að skýra stöðu Krists þá er fokið í flest skjól, því bókin er sögð innsigluð fram á dómsdag. Þegar fólk segir að ákveðin atriði skýrist ekki nema með lestri allrar Biblíunnar veit maður að það er komið í rökþrot. Þegar að það segir að Biblían sé vitlaust þýtt veit maður að það er að verja tilvitnanakerfi-kerfi sem ekki stenst. Þegar að upprisa Krists er orðin sönnun þess að við getum það líka, verður upprisa Lasarusar bara spaugileg. Allt þetta eru einkenni þinnar nálgunar Moffi minn og þess vegna er þessum samræðum sjálfhætt.
Lifðu heill í þinni trú Moffi
Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2008 kl. 01:09
Segið mér nú því ég er ekkert sérstaklega vel lesinn í biblíunni.
Ef Jesú var guð, og guð var Jesú. Til hvers var Guð/Jesú að ganga í gegnum allt þetta vesen, láta pynta sig, hýða og svo drepa til að öðlast fyrirgefningu.. sjálfs síns. Fyrir hverjum var hann að sýna sig fyrir?
Hann var böðull, fórnarlamb, kviðdómur og dómari í þessu máli. Ef honum langaði að fyrirgefa mannkyninu fyrir "syndir" þess afhverju fyrirgaf hann þeim bara ekki?
Svo finnst mér mórallinn í þessari sögu ekkert spes, ef við tökum sakleysingja af lífi þá getum við bætt fyrir sindir fjöldans (það er að segja gyðinga, ekkert sem segir að Jesú hafi dáið fyrir syndir annarra)...
Kári Gautason, 24.3.2008 kl. 08:46
Ég held að Páll hafi einfaldlega vitað hvað skipti máli þegar kom að því að boða trúnna, þar er það krossinn sem skiptir öllu og síðan upprisa Krists. Þér virðist ekki líka neitt voðalega vel við Pál... hvað finnst þér um Fyrra Korintubréf 13?
Á nú að grípa til kærleiksríkra móðganna?
Það skiptir engu máli hvort ég fer í Gamla Testamentið eða hið Nýja.
Afhverju? Upprisa Lazarusar var til að sýna að Kristur hafði vald yfir dauðanum.
Þú velur hvort þú hafnar náðinni og gjöfinni sem krossinn er; hvort þú mætir Guði og lætur Hann dæma þig fyrir öll þín verk og allar þínar hugsanir. Vona að Guð finni ekki mikið af lygum, þjófnuðum eða löngunin í það sem þú átt ekki, hatur eða öfund og svo framvegis. Þitt er valið.
Mofi, 24.3.2008 kl. 12:19
Til þess að geta leyst vandamálið með illskuna þá þarf Guð að eyða henni, þess vegna segir Biblían að laun syndarinnar er dauði. Til þess að geta staðið bæði við dóminn og til að geta verið miskunsamur þá býður Guð til þess að borga gjaldið fyrir hvern þann sem vill þyggja það. Þannig getur verið hópur sem þótt að er sekur, getur verið fyrirgefið því þeir samþykktu lausnargjaldið sem borgað var fyrir þá. Mér finnst eins og ég er að útskýra þetta illa, þú lætur mig bara vita...
Hann setti sjálfan Sig sem prófstein, að ef þú vilt fyrirgefningu þá verðuru að taka á móti Honum. Samþykkja að þú hefur brotið af þér og samþykkja Guðs gjöf í staðinn fyrir að reyna að réttlæta sjálfan sig. Mér finnst þessi vers hérna útskýra þetta:
Mofi, 24.3.2008 kl. 12:43
Mofi, mér finnst að hann ætti að minnsta kosti að vera dauður að eilífu, fyrst það er refsingin sem venjulegt fólk eins og ég á að borga. En fyrst borgunin þarf ekki að vera í neinu hlutfalli við skuldina, þá ætla ég að borga skuldir alls mannkynsins með dauðanum mínum. Miðað við að ég verð dauður um alla eilífð, þá hlýtur það að vera meira heldur en að vera dauður í nokkra daga.
Varðandi athugasemd Kára, þá er þetta hárrétt hjá honum. Við getum ímyndað okkur faðir sem segir við óþekk börn: "Þið brutuð af ykkur, en áðan þá rassskellti ég sjálfan mig, og ef þið trúið því að ég hafi gert það, þá þarf ég ekki að rassskella ykkur." Finnst þér það ekki frekar klikkað?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2008 kl. 13:27
Sæll Hjalti,
þú spyrð hvernig tímabundinn dauði Krists getur verið jafn eilífum dauða þeirra sem ekki þiggja dauða hans í staðinn fyrir sig.
Refsingin sem Kristur tók á sig var ekki fólgin í því að vera pyntaður í nokkra klukkutíma; Hann dó ekki af völdum krossfestingarinnar. Enda gengur pynting út á það að kvelja fórnarlambið í sem lengstan tíma. Það gat tekið marga daga að deyja á krossi. Jesús dó eftir aðeins nokkra klukkutíma.
Biblían kennir að laun syndarinnar sé dauði. Með því er ekki átt við um líkamlegan dauðann sem allir, hvort sem þeir trúa á Krist eður ei, þurfa að ganga í gegnum. Refsingin fyrir syndina er ,,hinn annar dauði", sem er algjör aðskilnaður frá Guði. Enginn maður hefur nokkurn tíma verið aðskilinn frá Guði í fyllsta skilningi þessara orða, nema Kristur.
Þegar að lyktum þessa heims kemur munu þeir sem ekki vildu þiggja fórnardauða Krists í sinn stað sjálfir fá að deyja hinum öðrum dauða, þeir munu vera algjörlega aðskildir frá Guði og tortímast.
Með dauða sínum gekk Kristur í gegnum þær kvalir sem hver iðrunarlaus syndari mun þurfa að ganga í gegnum. Það að hann reis upp er einfaldlega vegna þess að hann er Guð og dauðinn gat ekki haldið honum. Það er misskilningur að reyna að deila þjáningartíma Krists með fjölda þeirra sem hafa lifað til að reyna að reikna út sektina sína. Kristur gekk í gegnum þjáningar sem enginn hefur gengið í gegnum, því syndir allra manna voru lagðar á einn mann.
Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:30
Hér við má svo bæta því að þar sem Biblían er opinberun á Guði hlýtur að vera margt í henni sem ekki er hægt að útskýra til hlítar. Jafnvel vantrúarmenn geta tekið undir það að sá maður sem myndi þykjast skilja Guð til hlítar - gefandi okkur það að sá Guð væri alvitur, almáttugur, o.s.frv. - væri furðu mikið hrokafullur.
Þetta merkir ekki að Guð vilji hugsunarlausa trú. Guð höfðar til skynsemi mannsins, en biður síðan manninn að treysta sér í því sem maðurinn getur ekki skilið. Rétt eins og foreldrar höfða til skynsemi barns síns en biðja það síðan að treysta sér í því sem barnið getur ekki skilið þar sem það er barn. Hvers vegna geta vantrúarmenn meðtekið þessi rök í daglegu mannlegu lífi, en ekki þegar að Guði kemur? Hvers vegna eru þeir sem trúa á Biblíuna krafðir þess að skilja Biblíuna 100% og alla leyndardóma Guðs, á meðan slíkar kröfur eru aldrei gerðar til, t.d., vísindamanna?
Ástæðan er sú sama og reiðilegt svar Nikódemusar við Krist. Andlegir hlutir skiljast á andlegan hátt. Páll segir að krossinn sé Gyðingum hneyksli og Grikkjum heimska. Og þessi orð eru í fullu gildi í dag.
Það geta allir skilið andleg málefni ef þeir vilja. En sá sem vill ekki skilja, mun ekki skilja. Sá sem krefst þess að hvert einasta atriði í Biblíunni sé útskýrt fyrir sér áður en hann muni trúa, mun aldrei trúa. Sá sem heimtar að hann geti skilið Guð til fullnustu áður en hann trúir, mun aldrei trúa. Sá sem gerir slíkar kröfur er sjálfum sér ósamkvæmur, þar sem hann gerir ekki slíkar kröfur á öðrum sviðum.
Að endingu ætla ég að koma með mína páskagetraun: Ég hvet Hjalta og aðra vantrúarmenn til þess að mæta Biblíunni á hennar eigin forsendum: sýnið fram á að sýnirnar í Daníel 2, 7 og 8 séu ekki spádómar / eigi sér enga sögulega uppfyllingu. Þá er búið að afsanna Guð skýrlega og nákvæmlega. En ef þið sannfærist um réttmæti þessara spádóma, verið þá nógu djarfir og heiðarlegir til þess að berjast ekki á móti þeirri sannfæringu.
Gleðilega páska,
Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:45
Hvers vegna í ósköpunum var hann þá að láta krossfesta sig ef tilgangurinn var ekki sá að láta drepa sig?
En mér finnst þetta nú frekar hæpið, krossfestingar eru gerðar til þess að drepa fólk, ef einhver sem hengur á krossi deyr, þá er frekar eðlileg ályktun að telja hann hafa dáið vegna krossfestingarinnar.
Og er "aðskilnaður frá guði" banvænn? En fyrst að Jesús er guð sjálfur, þá þætti mér fróðlegt að vita hvernig guð var aðskilinn frá sjálfum sér í fyllsta skilningi þessara orða.
Frábært. Þá býð ég mig fram til þess að deyja hinum öðrum dauða í stað alls mannkyns.
Þannig að þegar hann var algjörlega aðskilinn frá guði, þá reis hann upp (í Nt er fyrst talað um að guð hafi reist hann, ekki að hann hafi reist sjálfan sig) vegna þess að hann var guð. Sérðu enga mótsögn þarna?
En fyrst maður getur borgað skuldina með því að vera aðskilinn frá guði og tengjast síðan guði aftur, af hverju gerir guð það þá ekki bara með alla?
Ég skil vel að þú viljir ekki bera saman eilífan dauða minn og annarra saman við örstuttan dauða Jesú, en ég sé ekkert athugavert við það.
Þannig að hann tók á sig syndir mínar? Frábært.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2008 kl. 13:55
Þú getur það ekki því þú ert ekki saklaus.
Ég sé þetta þannig fyrir mér að barnið er orðið um tvítugt og stal bíl og keyrði á; dómarinn ákveður að sektin er svo og svo há en faðirinn borgar sektina þar sem barnið hefur ekki efni á því. Þegar kemur að því að eyða allri illsku úr heiminum þá verða tveir hópar, báðir sekir en annar fær að lifa. Ástæðan fyrir því að þeir fá að lifa er ekki vegna þess að þeir eru betri en hinn hópurinn, þeir eru alveg jafn sekir. Ástæðan er vegna þess að gjaldið fyrir þá var borgað og þeir tóku á móti gjöfinni. Þeir sem hafna gjöfinni, þeir verða að horfast í augu við það að allar þeirra gjörðir og hugsanir verða dæmdar.
Mofi, 24.3.2008 kl. 13:58
Svo við notum aftur líkinguna sem þú kemur með í þessar færslu, get ég ekki borgað fyrir sektir annarra þó svo að ég þurfi líka að borga sekt?
Gallinn við dómaralíkinguna (sem á ekki við mína líkingu) er að guð setur lögin, er dómari, kviðdómur og böðull. Alveg eins og pabbinn í líkingunni. Það er ekki eins og það séu til einhver lög sem eru æðri en guð, eða hvað?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2008 kl. 14:17
Já því að þegar þú deyrð þá er það vegna synda þinna svo þú getur ekkert gert fyrir syndir einhverra annara... Mér finnst þetta meika sens...
Það er eins og lögin sem Guð hefur sett eru lög sem Hann metur mikils; ég get ekki neitað því að Guð setti reglurnar og ákvað að svona ætti þetta að vera.
Mofi, 24.3.2008 kl. 16:59
Þannig að þegar ég dey að eilífu, þá get ég bara borgað fyrir syndir einnar manneskju, en þegar Jesús deyr í örfáa sólarhringa, þá getur hann borgað fyrir syndir milljónir manna. Mér finnst þetta ekki meika sens.
Hefði ekki verið snjallara að hafa t.d. þau lög að ef þú fremur synd, þá áttu skilið að deyja, nema guð fyrirgefi þér?
T.d. ef forsetinn gæti náðað fanga (man ekki hvort það sé þannig ), þá væri frekar asnalegt ef hann setti það skilyrði að einhver annar yrði að klára refsivistina.
En Mofi, mig langar að vita hvort guð geti ekki bara drepið mig (þannig borga ég skuldina) og reist mig aftur upp frá dauðum. Gæti hann ekki bara gert það?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2008 kl. 17:30
Mofi - "Ef við höfnum þeirri gjöf þá verðum við að mæta frammi fyrir Guð og dæmast af okkar eigin verkum"
Þessum Guði verður mætt með bestu lögfræðingum veraldar, hann ákærður fyrir að bera mútur á saklaus jarðarbörn, hóta þeim óendanlegum refsingum og hræða þau til skilyrðislausrar hlýðni við vanstillta safnaðarleiðtoga (sumra miður útvalda). Svo þetta stríð er ekki búið, Mofi minn.
Sigurður Rósant, 24.3.2008 kl. 20:34
Af því að Hann var saklaus þá er Hans fórn einhvers virði, þú værir aðeins að fá réttlæti... Hann gékk í gegnum hið sama og syndarar þurfa að ganga í gegnum. Biblían talar um að þannig hafi réttlætiskröfum lögmálsins verið uppfyllt. Hljómar eins og þú teljir að Jesú hefði þurft að gera þetta fyrir hvern einn og einasta mann... úff... Til þess að síðan geta erft eilíft líf þá þarf viðkomandi að endurfæðast af Anda Guðs sem getur aðeins gerst í gegnum iðrun og samþykkja gjöfina því að það sem málið snýst um er að sætta okkur við Guð og þetta er leiðin sem Guð valdi.
Veit ekki heldur hvernig þetta er hérna á Íslandi en fylkisstjórar í Bandaríkjunum geta þetta ef ég man rétt og forsetar í flestum löndum held ég. Finnst þér þetta svar fyrir ofan svara þessum punkti?
Tilgangurinn er að eyða illskunni úr heiminum, ef þetta yrði svona þá myndi himnaríki fyllast af mönnum eins og Stalín og Hitler. Þegar einhver iðrast og setur traust sitt á það sem Kristur gerði í staðinn fyrir sjálfan sig þá lofar Guð að umbreyta honum; það er þessi umbreyting sem gerir það að verkum að einhver öðlast eilíft líf. Ef maður skoðar dæmisögur Krists þá oftar en ekki fjalla þær um trúaða en sumir öðlast eilíft líf en aðrir ekki.
Ég á að vera með lexíu næsta hvíldardag í kirkjunni á Ingólfsstræti; ég sé ekki betur en þetta umræðuefni mun alveg passa við lexíuna svo mig langar hreinlega að lesa eitthvað af þessum athugasemdum þínum upp og athuga hvað fólkið mun segja. Þú ert auðvitað velkominn :)
Mofi, 24.3.2008 kl. 22:06
Hvernig var aftur brandarinn með lögfræðingana... hvað kallar maður þúsund lögfræðinga á sjávarbotni?
Guð hótaði aldrei neinum óendanlegum refsingum, aðeins hlíðni og líf, eða óhlíðni og dauði. Jafnvel eftir óhlíðnina, misnotkunina á lífinu sem Guð gaf þeim þá er Hann samt til í að fyrirgefa og veita öllum náð sem vilja. Er það ósanngjarnt að Guð vilji ekki veita morðingjum, þjófum, nauðgurum, barnaníðingum og lygurum eilíft líf og aðgang að himnaríki?
Mér dettur í hug margt gáfulegra en að fara í stríð við Guð...
Mofi, 24.3.2008 kl. 22:10
"Til þess að geta leyst vandamálið með illskuna þá þarf Guð að eyða henni, þess vegna segir Biblían að laun syndarinnar er dauði. Til þess að geta staðið bæði við dóminn og til að geta verið miskunsamur þá býður Guð til þess að borga gjaldið fyrir hvern þann sem vill þyggja það. Þannig getur verið hópur sem þótt að er sekur, getur verið fyrirgefið því þeir samþykktu lausnargjaldið sem borgað var fyrir þá. Mér finnst eins og ég er að útskýra þetta illa, þú lætur mig bara vita..."
En fyrst hann gat skapð allt þetta á sjö dögum, gat hann ekki sleppt þessum leikjum
og haft alla blíða og góða. Þarf öll vonska mannsins að vera til staðar, fyrst hann skapaði
alla í sinni mynd?
Kalli (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:23
Ok þetta er reyndar ekki umræðuefni sem ég hef einhvern sérstakan áhuga, en ég fylgist vel með hvað er skrifað hérna. Mig langar samt að spyrja í tengslum við þetta hvaða fyrirstaða er fyrir því að guð hleypi morðingjum, þjófum, nauðgurum, barnaníðingum, lygurum, Hitler og Stalín inn í himnaríki ef þeir iðrast og meðtaka gjöf guðs?
Sveinn (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 02:36
Virðist vera gjaldið fyrir frjálsan vilja.
Það getur verið skuggaleg tilhugsun að sumir á himnum munu hitta sína eigin morðingja. Stefán var grýttur til bana og Páll var á staðnum, ef ekki hreinlega einn af þeim sem stóðu að morðinu en samt mun Stefán sjá Pál á himnum. Þannig að það er möguleiki að jafnvel menn eins og Hitler og Stalín gætu verið í himnaríki ef þeir endurfæddust með því að meðtaka gjöfina og iðrast.
Mofi, 25.3.2008 kl. 09:47
Skoðum kristileg og eða önnur trúarleg "vísindi"
DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:19
Ókey, ég er nú bara nánast búin að gleyma um hvað þessi færsla fjallaði eftir að hafa farið í gegnum öll commentin hérna! En bara 2 spurningar:
Mama G, 25.3.2008 kl. 11:20
Úff... þetta er í rauninni efni sem ég hef verið að hugsa um að taka upp í svona umræðu sem á sér alltaf stað á hvíldardögum, þ.e.a.s. hvernig getur maður vitað hvort að maður sé það sem Kristur kallar "endurfæddur". Mig hlakkar ekki beint til þeirra umræðu því að það er eins og mjög fáir passi við þá lýsingu sem Biblían gefur. Til að nefna nokkur:
1. Ritningin er viðkomandi kær, er hans andlega fæða.
2. Hefur ávexti andans sem eru kærleikur, hamingja, friður, þolinmæði og sjálfs stjórn svo nokkrir séu nefndir.
3. Hlíðir síðustu skipun Krists sem er að boða fagnaðarerindið og búa til lærisveina.
4. Hlíðir boðorðunum tíu, þar á meðal að setja Guð í fyrsta sæti í lífi sínu.
Lýsing á ferlinu er á þá leið að það byrjar í sorg yfir því sem maður hefur gert og biður um fyrirgefningu. Alveg eins og ef maður hefur gert eitthvað á hlut einhvers manns þá ef maður vill endurnýja vináttuna þá þarf maður að biðjast afsökunar og sýna að maður sjái eftir því sem maður gerði. Því miður þá lenda sumir kristnir í þeirri gildru að vera ávallt sorgmæddir yfir því sem þeir voru að gera en það að mínu mati þýðir að þeir endurfæddust aldrei; þeir héldu bara áfram að syndga og eru enn að biðjast fyrirgefningar af því að þeir elska syndina meir en Guð.
Sá sem er að gera góðverk eftir þetta er einmitt að því af því að það er honum ánægja, ekki af því að hann er að vinna sér inn punkta hjá Guði og fái einhver verðlaun í lokin.
Það er á laugardegi já :) En var að fá að vita að það verður allt sameiginlegt í Hafnarfyrði næsta laugardag og þá er það klukkan ellefu, sjá: http://ja.is/gular?q=H%C3%B3lshrauni+3 þetta er kallað Loftsalurinn og er rétt hjá Kaupfélaginu.
Mofi, 25.3.2008 kl. 12:34
Það getur verið skuggaleg tilhugsun að sumir á himnum munu hitta sína eigin morðingja. Stefán var grýttur til bana og Páll var á staðnum, ef ekki hreinlega einn af þeim sem stóðu að morðinu en samt mun Stefán sjá Pál á himnum. Þannig að það er möguleiki að jafnvel menn eins og Hitler og Stalín gætu verið í himnaríki ef þeir endurfæddust með því að meðtaka gjöfina og iðrast.
Með öðrum orðum þá skiptir nákvæmlega engu máli hvað við gerum á meðan við lifum. Kristni frá þínum sjónarhóli hvetja semsagt ekki til góðra verka gagnstætt því sem þú hefur annars verið að halda fram.
Hvað með fólk sem er veikt á geði eða þroskaheft fólk. Fólk sem skilur ekki muninn frá réttu og röngu. Kemst það til himna þrátt fyrir að iðrast ekki?
Sveinn (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:18
Þarf að trúa á Jesús (og/eða Guð) til að komast til himnaríkis? Hvað verður um Indverja, Araba, Japani og Kínverja? Hvað verður um forfeður okkar sem komu frá Norge og voru með Ásatrú? Allt þetta fólk trúir ekki og trúði ekki á Jesú. Komast þau ekki í gullhöllina að lokum?
Sauður (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:49
Nei, alls ekki. Þegar einhver fær fyrirgefningu og sér hve gjaldið var hátt þá allar syndir að vera honum ógeðfeldar. Hebreabréfið fjallar um þetta atriði. ( enska þýðingin er öflugri hérna en íslenska )
Ég veit ekki, treysti aðeins að Guð er réttlátur.
Enginn glatast vegna þess að hann trúði ekki á Krist heldur vegna vondra verka. Ég samt veit ekki hvað verður um þá; það er talað um á nokkrum stöðum um fáfræði og að Guð horfir fram hjá þegar við göngum í fáfræði. Eins og með geðsjúka og aðra líka, ég veit ekki, treysti aðeins að Guð er réttlátur.
Mofi, 25.3.2008 kl. 16:03
Þannig að þú heldur að vantrúarfólk geti mögulega komist til Guðs að lokum, hafi kannski jafnmikla mögileika og þú sjálfur, svo lengi sem það hafi lifað jafngóðu lífi og þú?
Sauður (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:21
Aðeins ef það iðrast og setur traust sitt á Krist. Ef það heyrir fagnaðarerindið þá mun það dæmast af því. Gott líf er mjög afstætt, ef það hefur logið, stolið, drýgt hór, óhlíðnast foreldrum, hatað og öfundar þá er það í vondum málum þótt ég viti ekki endanlega örlög þeirra.
Mofi, 25.3.2008 kl. 16:32
Þannig að allir norsku landnemarnir, forfeður okkar komast ekki til Guðs. Geri ráð fyrir að þeir hafi ekki sett traust sitt á Krist því þeir voru Ásatrúar. Japanir komast ekki til Guðs því þeir eru Búddatrúar. Indverjar komast ekki heldur. Kínverjar úti í kuldanum hjá Guði líka. Þetta er nauðsynleg niðurstaða út frá skilgreiningunni hjá þér að enginn komist til Guðs nema að setja traust sitt á Krist.
Sauður (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:57
Hann þarf ekki að ganga í gegnum það sama og syndarar þurfa að ganga í gegnum, nema þú segir að ég muni rísa upp frá dauðum eftir nokkra daga.
Ef launin eru eilífur dauði, þá á ég bágt með að sjá hvernig Jesús ætti að geta verið dauður að eilífu milljón sinnum.
En ég hef enn ekki séð útskýringu á því hvers vegna dauði Jesú í nokkra sólarhringa á að geta borgað fyrir syndir milljóni manna, á meðan dauði minn að eilífu á bara að geta borgað fyrir syndir einnar manneskju.
Ég á að vera með lexíu næsta hvíldardag í kirkjunni á Ingólfsstræti; ég sé ekki betur en þetta umræðuefni mun alveg passa við lexíuna svo mig langar hreinlega að lesa eitthvað af þessum athugasemdum þínum upp og athuga hvað fólkið mun segja. Þú ert auðvitað velkominn :)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.3.2008 kl. 17:34
Erum við ekki að tala um þá sem syndga hérna en ekki einhverja sundmenn? Ef svo er þá segir maður syngarar, ekki syndarar... Bara svona minna ykkur á það
Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:40
dæmigert, skrifa ég ekki vitlaust þegar ég röfla út af stafsetningu. Ég átti það skilið en jæja, SYNDGARAR skal það vera. Er þetta ekki alveg rétt, jú, sýnist það.
Sveinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:42
Ég benti á að á tímum fáfræði þá getur Guð litið framhjá en ég veit ekki fyrir víst örlög þeirra en þeir sem hafa logið, stolið, nauðgað og myrt eru sekir og þeirra samviska ber þess vitni og ég vildi ekki vera í þeirra sporum á dómsdegi þótt ég viti ekki örlög þeirra.
Jú, nema að leiti tímans... eitthvað fyrir mig að hugsa um.
Mjög áhugavert :)
Hehe :) ég held að syndgarar er rétt.
Mofi, 27.3.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.