Þegar umburðarlindið ber kærleikann ofurliði

VondelparkÞað eru búnar að vera nokkuð margar fréttir undanfarið þar sem dómstólar virðast brengla það sem maður hefði talið augljóslega rétt.  Núna virðast breskir dómstólar gefa fólki það til kynna að ef þeir þurfa að stela þá er það óbeint í lagi.  Fróðlegt verður að vita hvaða áhrif svona viðhorf munu hafa í samfélaginu eins og birtast í þessari frétt. Hve margir munu sjá þetta sem leyfi til að stela og leyfi til að beita ofbeldi til þess? 

Þetta á margt sameiginlegt annari frétt hérna á dögunum þar sem eiginkonur máttu ljúga frammi fyrir dómstólum ef það væri til að hylma yfir framhjáhald. Allt í einu má ljúga ef þú varst að drýgja enn verri synd, þ.e.a.s. framhjáhald. 

Svona til að kóróna sorglega kaldhæðni þá er núna leyft í Hollandi að stunda kynlíf í almenningsgarðinum Vondelpark á kostnað hundaeigenda sem gátu verið með hunda sína lausa í garðinum en verða núna að vera með þá í ól. Get að vísu ekki vísað í neina Biblíu texta til að segja að kynlíf á almenningsfæri er rangt en mitt siðferði ( þótt lélegt sé ) segir mér að þetta er ekki í lagi.

Það er eitt að umbera alls konar vitleysu en það getur ekki verið í lagi að gefa fólki leyfi til að gera eitthvað sem er augljóslega rangt. Kristnir eiga ekki að falla í þá gryfju að neyða fólk til að hegða sér eins og það vill, það er ekki þeirra hlutverk heldur að breiða út fagnaðarerindið og ef það leiðir til betra samfélags þá er það bónus.

Jesaja spámaður í Gamla Testamentinu sem var uppi um 700 f. Kr. sagði dáldið áhugavert um svona hegðun sem við sjáum í þessum fréttum. 

Jesaja 5
20 Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku.

Þeir sem eru forvitnir geta lesið restina af kaflanum en það eru ekki falleg örlög sem Jesaja dregur upp fyrir þá sem hegða sér svona.


mbl.is Vægari dómar fyrir örvæntingarfulla þjófa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svona álíka heimskulegt og að lýsa sig saklausan á morði sökum stundarbrjálæðis.

Sveinn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:50

2 identicon

Ég bý nú hérna rétt við Vondelpark og hjóla daglega í gegn um garðinn, og ekki í eitt einasta skipti hef ég séð fólk stunda kynlíf í garðinum.  Hins vegar bregst það ekki að ég mæti að minnsta kosti 5 - 10 hundum sem ganga lausir í garðinum og eigendur þeirra einhverstaðar að tala í símann.  Það truflar mig ekki að mæta hundum í garðinum og sjálfsagt myndi það ekki trufla mig mikið heldur að ég sæi fólk njóta ásta í garðinum.  Ef ég hins vegar sæi fólk vera að  stunda kynlíf MEÐ hundunum sínum í garðinum myndi ég sjálfsagt reyna að leggja lykkju að á leið mína til að þurfa ekki að horfa upp á það, lái mér það hver sem vill. :)

Ellinn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Mofi

Þú kannski lætur okkur vita hvort þessi lög breyta einhverju, þetta er óneitanlega forvitnilegt þar sem þetta er svo fjærri okkar menningu. 

Mofi, 12.3.2008 kl. 13:38

4 identicon

Holland? Fjærri okkar menningu?  Ok...

Sveinn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Mofi

Sveinn, að sumi leiti. Ég að minnsta kosti leið mjög undarlega þegar ég álpaðist inn í rauðahverfið og labbaði fram hjá hass börum og fleira. En jú jú, þeirra menning er að mörgu leiti mjög kunnugleg, bara nokkur atriði sem eru töluvert öðru vísi.

Mofi, 12.3.2008 kl. 14:51

6 Smámynd: Mofi

Vá... hve brenglað er það þegar þjófur getur farið í skaðabótamál á hendur þess sem hann stal frá?  Ég ætla að vona að sem flestum litist ekkert á þannig mál.

Mofi, 12.3.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband