5.3.2008 | 22:46
Varð til fyrir algjöra tilviljun!
Þetta gæti verið erfið þraut sumum en endilega prófið að spreita ykkur. Fyrsta myndin hérna fyrir neðan er af leikfanga risaeðlunni Pleo, heldur einhver að þetta gæti hafa orðið til fyrir tilviljun eða virðist þetta vera hannað af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera?
Þessi vél hérna fyrir neðan er mótor sem finnst í bakteríum, var hann hannaður eða varð til fyrir tilviljun?
Þegar kemur að minnstu einingum lífs þá erum við að tala um ennþá magnaðri tækni; tæknigetan er á stigi sem við getum ekki einu sinni leyft okkur að dreyma að við munum nokkur tíman ná. Hérna eru nokkrar tilviljanir um það:
Michael Pitman, Adam and Evolution (1984), pp. 26-27.
Life itself is incredible, starting with every cell of every organ of every organism that Sir Arthur has investigated. `Every organism,' wrote nineteenth-century German philosopher, Schoepenhauer, using words with which modern biologists will concur, `is organic through and through in all its parts, and nowhere are these, not even in their smallest particles, mere aggregates of inorganic matter.' A cell may contain 100,000 million atoms and they are atoms in specific order.Michael Denton, Evolution: A Theory in Crisis, London: Burnett Books, 1985, p. 328
To grasp the reality of life as it has been revealed by molecular biology, we must magnify a cell a thousand million times until it is twenty kilometers in diameter and resembles a giant airship large enough to cover a great city like London or New York. What we would then see would be an object of unparalleled complexity and adaptive design. On the surface of the cell we would see millions of openings, like the port holes of a vast space ship, opening and closing to allow a continual stream of materials to flow in and out. If we were to enter one of these openings we would find ourselves in a world of supreme technology and bewildering complexity...
Síðan síða frá Harvard háskólanum þar sem er að finna video af því sem er í gangi þarna inn í frumunni, sjá: http://www.studiodaily.com/main/technique/tprojects/6850.html
Vinaleg risaeðla vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta vekur upp margar spurningar, en tel að þróun sé samt staðreynd. Ég trúi á guð og ég tel að hann standi á bakvið hana, kenning darwins er ekki fullkominn, en ég tel að hún svari mörgum spurningum um þróunina sem guð skapaði.
Kveðja Sigurður
Sigurður Árnason, 6.3.2008 kl. 04:08
Hver rannsóknin á eftir annari í eðlisfræði bentir til að alheimurinn sem við búum í sé einn af óendanlega mörgum alheimum. Þetta er sú niðurstaða sem margir fremstu eðlisfræðingar nútíans hallast að. Þeir byggja þetta á ýmsum rökum og útreikningum. Samkvæmt þessu þá eru náttúrulögmálin (eðlisfræðin) í okkar heimi einfaldlega þannig að líf getur orðið til og þróast. Ef þú skilur eitthvað í líkindafræði þá sérðu að þetta er óhjákvæmilegt af því gefnu að við höfum marga heima.Það er því engin þörf fyrir gamla skeggjaða kallinn þinn. Það er hægt að skýra allt út án hans. Hafðu augun opin fyrir því.
Ekki gera lítið úr þessu því þetta er líklegri skýring en kallinn í gullhöllinni á himnum. Þetta nefnilega stangast ekki á við vísindi eins og þín kenning gerir,heldur þvert á móti. 1-0
Nofi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 07:18
Þetta er frábært myndband, mjög átakalegt að horfa á það, sérstaklega ef maður kann eitthvað í frumulíffræði og lífeðlisfræði.
Myndbandið er þó einnig gallað, það er sett upp líkt og hverri einustu sameind sé stýrt, líkt og allt gangi smurt fyrir sig, en er það svo í raun? Ég mæli með að þú lesir gagnrýni á þetta myndband á:
http://scienceblogs.com/pharyngula/2008/02/buffeted_by_the_winds_of_chanc.php
Þór (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:42
Þó þú setur eitthvað upp eins og verkfræðiteikningu þýðir ekki að það sé hannað... Það er ekki sambærilegt að bera eitthvað saman sem við vitum að var hannað við þennan svipumótor. Raunar hefur þér verið margbent á hvernig menn ímynda sér að hann gæti hafa þróast...
Þegar kemur að minnstu einingum lífs þá erum við að tala um ennþá magnaðri tækni; tæknigetan er á stigi sem við getum ekki einu sinni leyft okkur að dreyma að við munum nokkur tíman ná. Hérna eru nokkrar tilviljanir um það:
Óþarflega svartsýnt finnst þér ekki? Ég leyfi mér að dreyma um tíma þegar mönnum tekst að fsmíða nanóvélar færar um að setja saman sameindir atóm fyrir atóm.
Sigurður, kenning Darwins er vissulega ekki fullkomin og hún HEFUR verið bætt. Það sem við köllum þróunarkenninguna í dag er afrakstur fjölda rannsókna, uppgötvanna og vinnu fjölmargra vísindamanna síðustu 150 árin. Fólk áttar sig oft ekki á að Darwin setti ekki sjálfur fram þróunarkenninguna, heldur bætti hugtakinu náttúruval við eldri kenningar.
Mig langar að stíga skrefinu lengra og segja að vísindi eru ekki fullkomin yfir höfið. Þau eru bara bestu skýringarnar á náttúrunni eins og við sjáum hana hverju sinni. Sem betur fer er alltaf verið að uppgötva eitthvað nýtt...
Sveinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:33
Sæll Mofi,
Það að það sé ákveðin hugsun/hönnun á bak við sköpunina þarf ekki að afsanna þróunarkenninguna. Eða hvað finnst þér?
Ég get sett ákveðin ferli af stað með fyrirvissu um það hvað þau muni leiða af sér og ennfremur get ég skorist í leikinn ef ég vill breyta stefnunni. Ef ég get þetta með einhver einföld fyrirbæri ætti Guð, skapari heimsins, ekki sömuleiðis að geta þetta? Skil ekki hvernig þróunarkenningin stangast á við Guðstrú.
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:06
Þróunarkenningin, og vísindi almennt, stangast ekki á við Guðstrú að mínu mati. Líklega fer það þó eftir því hvaða kafla Bíblíunnar maður kýs að lesa bókstaflega og hvaða kafla ekki...
"Science does not make it impossible to believe in God, it just makes it possible not to"
Sveinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:45
Sigurður, er þá þín afstaða að Guð hafi komið að sköpuninni? Eina sem þróunardæmið segir er að tilviljanir geti búið allt til; það er ekkert mikið flóknara en það. Þeir bæta síðan við náttúruvalinu en eina sem það gerir er að eyða því sem tilviljanirnar bjuggu til.
Á þetta að vera fyndið geturðu bent á einhverja staðreynd í þessum alheimi fyrir því að það eru til aðrir alheimar? Hvað er síðan vísbending fyrir öðrum alheimi að gera í þessum alheimi?
Gott að þú skilur eitthvað í líkindafræði því hún talar mjög sterklega til okkar ef maður leggur aðeins við hlustir. Þú vilt trúa á marga alheima, þú ræður því auðvitað. Mér finnst rökréttara að Guð hafi hannað þetta. Líkar þér illa við hugmyndina að Guð sé til?
Takk fyrir að benda á þetta, athyglisvert.
Ég setti það ekki þannig upp heldur þeir sem rannsökuðu þetta til að skilja hvernig tækið virkar. Ég síðan séð marga menn ímynda sér allt milli himins og jarðar en á meðan það er bara þarna upp í kollinum á þeim þá er það ekki markvert.
Tilgangur hennar er að útskýra allt án Guðs svo það sé ekki lengur þörf á Guði. Þess vegna eru menn svo harðir að afneita að kannski er eitthvað hannað af Guði því um leið og þeir viðurkenna það þá hafa þeir opnað hurðina fyrir Guð og það vilja þeir alls ekki. Þróunarkenningin segir að allt varð til fyrir tilstuðlan náttúrulegra ferla og síðan hafa menn skáldað óljósa sögu þar sem lífið verður til fyrir svona mörgum miljörðum ára og svo framvegis til okkar tíma. Darwin sagði dáldið athyglisvert, hann sagði að ef það væri hægt að finna eitthvað eitt sem væri ekki hægt að útskýra með litlum tililjanakenndum breytingum þá myndi öll hans kenning hrynja og verða að engu. Margir sem trúa á Guð aftur á móti sjá þetta öðru vísi, trúa bara að Guð hafa leiðbeint þróuninni en þá eru þeir að misskilja hvað hugmyndafræðin sjálf snýst um.
Mofi, 6.3.2008 kl. 14:19
Ef er að marka þig, Mofi þá stangast trúin á Guð svo svakalega á við vísindi að bara það eitt er nægjanlegt til að trúa ekki á Hann. Svo að sjálfsögðu, eins og rökréttir menn gera, þá er rökréttari lausnin tekin trúanlegri.
Nofi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:58
Hvað hefur þú fyrir þér sem gerir Guð trúanlegri en marga alheima? Þú ert ekki að ná þessu Mofi: Þín trú stangast á við vísindi, svo það er þín trú sem er brandarinn í þessu sambandi.
Nofi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 15:04
Nofi, þú ræður hverju þú trúir en trú á Guð stangast ekki á við vísindi heldur á við darwinisma. Sagan sannar svo enginn vafi er á að vísindamenn hafa trúað á Guð og þeir gera það líka í dag.
Nofi, þú vilt trúa á marga alheima, verði þér að góðu. Ég hef ekki séð góð rök né nokkurar sannanir fyrir því að aðrir alheimar séu til.
Mofi, 6.3.2008 kl. 15:19
Þetta er nú lélegasta afsökun sem ég hef séð um blogg við frétt moffi. Reyndar ertu að fremja guðlast með þessu held ég, að bera það sem þú heldur að guð hafi hannaði við það sem menn hafa framleitt í verksmiðju. Hingað til hefur þú alltaf getað haldið þig á málefnalegum nótum, verð að viðurkenna að ég missti niður svolítið af þeirri virðingu sem þú hefur náð að skapa þér hjá mér fyrir staðfestu þína.
Ég mæli með því að allir sem lesa þessa bloggfærslu ýti á "Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt"
Jón Helgi, 6.3.2008 kl. 16:51
Jón Helgi... þú vonandi fyrirgefur en ég botna ekkert í þessu innleggi hjá þér.
Mofi, 6.3.2008 kl. 18:03
Mofi. Mér finnst athyglisvert að lesa síðuna þína en mér finnst það örlítið sorglegt er að í hvert einasta skipti sem þú kemur með mótrök gegn vísindum þá finnst mér þú grafa þig dýpra og dýpra. Þú ert algjörlega búinn að útiloka þann möguleika að vísindin gætu *mögulega* haft rétt fyrir sér og ferð alltaf í einhverja vörn eða fasa þar sem þú reynir með öllum bellibrögðum að seta útá vísindin. Þú ert alls ekki heimskur en þetta er bara ávani, fólk sem aðhyllist vísindum eiga líka til með að gera þennan sama hlut =/
Af hverju held ég að ég hafi svona mikið meira rétt fyrir mér og ég sé ekki endilega í afneitun?
Munurinn á okkur er að ég veit og geri mér grein fyrir hverju ég veit ekki á meðan þú veist þetta alltsaman og þar að leiðir búinn að brjóta grundvallarreglur fyrir vísindaleg og skynsöm vinnubrögð með því að loka þig gagnvart öllu öðru og sömuleiðis buga tilgangin í því að rökræða.
Vífill (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:26
Vífill, þú ert að rugla saman darwinisma og vísindum sem mér finnst alveg merikilegt þar sem þetta hefur voðalega lítið sameiginlegt. Ég aðeins horfi á þessa hluti og álykta um hönnun, ég er ekkert að kalla það eitthvað annað en mína trú en þú vilt kalla þá afstöðu að tilviljanir gerðu þetta sem "vísindi" þegar það er ekkert annað en enn meiri trú.
Mofi, 7.3.2008 kl. 08:42
Þegar þú talar um darwinisma ertu væntanlega að vísa til þróunarkenningarinnar og hugmyndarinnar um náttúruval. Munurinn á þróunarkenningunni og hugmyndinni um vitræna hönnun er sú að hugmyndin um vitræna hönnun byggir ekki á traustum vísindalegum grunni og þar að auki veitir hún okkur hvorki nýja vitneskju né innsýn í raunveruleikann. Tilgangur vísinda er að afla nýrrar þekkingar, leiða í ljós það sem áður var okkur hulið og jafnframt forðast það að leiða okkur í villigötur. Auðvitað taka vísindamenn stundum feilspor, en ólíklegt er að þróunarkenningin sé slíkt feilspor.
Þróunarkenningin gerir okkur kleyft að útskýra fjölbreytileika lífsins, útskýra hvernig flóknar lífverur urðu sennilega til og gefur okkur þar að auki hagnýta þekkingu sem nýta má á ýmsum sviðum vísinda.
Erfðatækni er eitt slíkt svið, smitsjúkdómafræði er annað.
Eitt ágætt og einfalt dæmi er Ames próf. Þetta próf er notað til að kanna hvort efni sé krabbameinsvaldandi en krabbameinsvaldandi efni valda almennt stökkbreytingum á erfðaefni.
Til þess að framkvæma prófið er notað stökkbreytt afbrigði af S. typhimurium (Salmonella typhimurium) bakteríunni sem getur ekki myndað histidín. Histidín er amínósýra sem bakterían getur ekki lifað án. Bakteríunum ásamt efninu sem á að prófa er blandað saman og síðan sett út á næringarskál með litlu magni af histidíni. Eftir stutta stund klárast allt histidínið á skálinni og í kjölfarið deyja flestar bakteríurnar. Aðeins þær bakteríur sem hafa stökkbreyst og geta í kjölfarið byrjað að mynda histidín sjálfar lifa af, hinar deyja. Því fleiri þyrpingar af bakteríum sem sjást á skálinni því meiri líkur eru á að efnið sem prófað var sé stökkbreytivaldandi.
Til að líkja betur eftir áhrifum efna á menn er yfirleitt bætt lifrarextrakti í blönduna, en í því eru ensím sem líkja eftir umbroti manna á efninu.
Í þessu prófi kemur kenningin um náttúruval að góðum notum, því þarna lifa aðeins þær bakteríur sem hafa öðlast hæfnina til að mynda histidín af, hinar deyja. Prófið sýnir líka að stökkbreytingar geta valdið þessum breytingum og aukið hæfni bakteríanna til lífs.
Hugmyndin um vitræna hönnun bætir engu við, hún útskýrir ekkert. Samkvæmt henni hefur heimurinn verið hannaður af einhverjum hönnuði sem við þekkjum ekki, og getum að öllum líkindum aldrei þekkt. Hvernig væri þetta próf útskýrt samkvæmt hugmyndinni um vitræna hönnun? Ákvað hönnuðurinn, sem er ótrúlegur prakkari, að taka sér smá tíma og hrekkja alla vísindamenn með því að breyta nokkrum bakteríum? Hvernig er þetta útskýrt af þeim sem aðhyllast þessa hugmynd?
Ég er raunverulega forvitinn og hlakka til að lesa svar frá þér.
Þór (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:02
Öll reynsla mannkyns segir að það þarf vit og vilja til að búa til flóknar vélar; ég get hreinlega ekki ímyndað mér betri og traustari grunn til að byggja á. Ég tel að nálgun á undrum náttúrunnar með það í huga að þetta var hannað leiði miklu frekar til gagnlegra rannsókna en nálgun darwiniskrar hugsunar. Kerfi sem eru mjög flókin og óeinfaldanleg er ekki eitthvað sem maður býst við að darwinisk þróun geti búið til en er það sem við sem vitrænir hönnuðir búum til. Miklu heilbrigðari nálgun á rannsóknum.
Ég sé frekar fyrir mér menn sem eyða allt of miklum tíma í að reyna að útskýra með frekar kjánalegum skáldsögum, allt til að forðast hið augljósa að þetta var hannað með tilgang í huga. Ég get engann veginn séð að darwinisk þróun útskýri fjölbreytileika lífsins eða hvernig flóknar lífverur urðu til; aldrei séð góða útskýringu á flottri hönnun í náttúrunni. Allar útskýringarnar sem ég hef séð hafa einkennst af óskhyggju og að horfast ekki í augu við alvöru vandamálin.
Stökkbreytingar eru engin sönnun fyrir darwiniskri þróun og náttúruval er eitthvað sem sköpunarsinni að nafni Edward Blyth kom með áratugum á undan Darwin. Náttúruval virkar en ekki á þann hátt sem darwinistar þurfa á að halda.
Við útskýrum margt með vitrænni hönnun, fornleyfafræði notast við þá greiningu, SETI verkefnið notast við það að geta greint vitræn merki frá náttúrulegu suðu og fleira. Ef þú hefðir rétt fyrir þér þá væri SETI verkefnið tilgangslaust því að hvorki geturðu þekkt vitræn merki frá bara suði og síðan gætir þú ekki rannsakað þann sem sendi merkið.
Ef við hefðum alvöru sannanir fyrir sköpunarkrafti stökkbreytinga og náttúruvals, alvöru tæki sem við hefðum séð þessa ferla búa til þá væri eitthvað smá svona... vit :) í þessari trú en þangað til þá er þetta einfaldlega kjánalegt.
Þyrftir að lesa bókina hans Michael Behe, The Edge of Evolution. Að stökkbreytingar geti gert sitthvað er eitthvað sem enginn ágreiningur er um; miklu frekar spurning um hvað þær geta gert og hvað þær geta ekki gert.
Vonandi öllu ég þér ekki vonbrigðum :)
Mofi, 7.3.2008 kl. 13:27
Jæja í ljósi þessa síðasta langar mig að skora á þig að koma með blogg umhvernig rannsóknum á sköpun væri háttað. Löngu tímabært, það er ekki nóg að gagnrýna það sem manni finnst athugavert við þróunarkenninguna...
Sveinn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:55
Já, en get það ekki fyrr en á sunnudaginn. Lofa að gera heiðarlega tilraun þá.
Mofi, 7.3.2008 kl. 14:14
Ég er að rannsaka emergant systems og self-organization um þessar mundir og hef séð á síðustu mánuðum mörg ótrúlega flókin kerfi verða til fyrir tilviljun. Gefið tíma og réttar aðstæður er merkilegt hvað getur gerst í handahófskenndum kerfum. Það að álykta að einhver guðdómleg vera hafi ákveðið öll skrefin fyrirfram er svipað og að segja að þegar þú kastir teningi sé búið að ákveða fyrirfram hvaða hlið kemur upp.
Samkvæmt Occam er einfaldasta útskýringin oftast sú rétta. En einfaldasta skýringin er ekki endilega sú einfeldingslegasta.
Mæli með nokkrum greinum:
- http://ccsl.mae.cornell.edu/papers/CB07_Lipson.pdf
- http://www.mae.cornell.edu/ccsl/papers/Nature05_Zykov.pdf
- http://www.mae.cornell.edu/ccsl/papers/Nature00_Lipson.pdf
- http://www.springerlink.com/content/vbh841rtku52ymxg/fulltext.pdf
- http://smari.yaxic.org/genesis.pdf
Þetta ætti að koma þér af stað... hafðu svo endilega samband viljirðu fræðast meira um sjálfskipuleggjandi kerfi.Smári McCarthy (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 14:26
Smári, ertu til í að sýna okkur eitt svona dæmi þar sem flókið kerfi verður til fyrir tilviljun? Það er töluvert áhugaverðara en að benda á linka og langar greinar.
Mofi, 7.3.2008 kl. 15:00
Stutta svarið er líttu á alheiminn.
Svarið sem þú ert að leita að, hinsvegar, finnurðu mjög líklega í Urey-Miller tilrauninni (þar sem lífræn efni urðu til við efnahvörf fyrir tilviljun undir svipuðum aðstæðum og talið er að hafi verið á jörðinni fyrir hundruðum milljóna ára), sjá hér, og svo er mjög skemmtilegt mekkanískt dæmi um þetta sama á vefsíðu kunningja míns, hér.
Hod Lipson, sem skrifaði nokkrar greinanna að ofan, sýnir vélmenni sem læra að meta sjálf sig hér, og talar aðeins um sjálfskipuleggjandi kerfi.
Því miður fyrir þá sem nenna ekki að lesa langar greinar eru lang skemmtilegustu dæmin um sjálfskipuleggjandi kerfi svolítið langt fyrir utan þetta visual "ohh shiny" svið sem almenningur leitar að í popp-vísindunum, og margar áhugaverðustu rannsóknirnar hafa ekki enn komið út sem greinar.
Smári McCarthy (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:58
Jæja í ljósi þessa síðasta langar mig að skora á þig að koma með blogg umhvernig rannsóknum á sköpun væri háttað. Löngu tímabært, það er ekki nóg að gagnrýna það sem manni finnst athugavert við þróunarkenninguna...
Sveinn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:27
úps, aftur...
Ok sunnudaginn þá
Sveinn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:29
Ætlar þú að líkja saman nokkrum amínósýrum við einhverja flókna prótein vél eins og flagellum mótorinn? Nokkrar amínósýrur eru ekki nálægt því að vera einu sinni prótein, hvað þá eitthvað ágætlega flókið kerfi. Varðandi, greinina þá væri meira gaman að lesa hvernig þú myndir útskýra stuttlega hvað þarna styður þessa hugmynd þína.
Sé aðeins dæmi hérna um Vitræna hönnun, nema þú viljir kalla þann sem bjó til vélmennið heimskann eða að hann hafi ekki hannað vélmennið.
Sveinn, afsakaðu biðina... snemma mánudags getur ekki verið svo slæmt.
Mofi, 10.3.2008 kl. 11:15
Nei, náttúran varð ekki til fyrir tilviljun, það var langt ferli þar sem allt þróaðist hægt og rólega, og ef þú gerðir það ekki drapstu, þótt það sé erfitt að skilja hvernig og við munum kannski aldrei skilja það er enginn lausn að segja : Guð gerði það. Guð er enginn afsökun á því sem við skiljum ekki og mér finnst hálfgerð móðgun við hann að notfæra hann svona, og hvernig ættum við að vita hvernig þetta gerðist ? ekki vorum við þarna ? nei, þetta henntaði fyrir fleiri hundruðum ára til að reyna að skilja eitthvað sem var of flókið, ekki vera svona langrækin
Auðru (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.