Upphaf ísaldar? Ætli Al Gore biðjist afsökunar?

Það má kannski segja að hérna er óviðeigandi tenging við frétt en mér til afsökunnar þá blekkti titill fréttarinnar mig í smá stund.

Langaði að benda á grein sem fjallar um síðasta ár og hvernig það er eitt af því kaldasta í áratugi.

Hérna er smá útdráttur úr greininni sjálfri:

http://www.dailytech.com/Temperature+Monitors+Report+Worldwide+Global+Cooling/article10866.htm
Over the past year, anecdotal evidence for a cooling planet has exploded. China has its coldest winter in 100 years. Baghdad sees its first snow in all recorded history. North America has the most snowcover in 50 years, with places like Wisconsin the highest since record-keeping began. Record levels of Antarctic sea ice, record cold in Minnesota, Texas, Florida, Mexico, Australia, Iran, Greece, South Africa, Greenland, Argentina, Chile -- the list goes on and on. 

 

Ég persónulega hef ekki sterkar skoðanir á "global warming" og öllu því tengt enda mjög misvísandi upplýsingar um þetta efni.  Líklegast það sem ég vildi óska þess að við lærum af þessu er hve lítið við vitum og hve hratt allt getur breyst.

Temperature Monitors Report Widescale Global Cooling
( http://www.dailytech.com/Temperature+Monitors+Report+Widescale+Global+Cooling/article10866.htm )

Önnur frétt á sama stað sem fjallar um spá nokkra vísindamanna um að ný ísöld gæti verið að hefjast, sjá: Solar Activity Diminishes; Researchers Predict Another Ice Age  ( http://www.dailytech.com/Solar+Activity+Diminishes+Researchers+Predict+Another+Ice+Age/article10630.htm )


mbl.is Dagar ofhitnunar liðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Mofi minn. Hér úti er að snjóa  Guð blessi þig og varðveiti. Friðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Mofi

Sömuleiðis Rósa :)   

Mofi, 27.2.2008 kl. 14:56

3 identicon

Sælir.

Ég las einhvern tíman grein um global warming sem spáði því að veðrufar yrði óstöðugra, þ.e. að vetur yrðu kaldari og umhleypingasamari og sumur gætu orðið þurrari og heitari.  Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Annars er það vel þekkta að það koma hitatímabil og kuldatímabil.

Svo gef ég ekki mikið fyrir Global Warming. Það er ekki næstum því nógu mikið vitað um þetta og tölfræðirannsóknir hafa ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að hiti sé að hækka meira en á öðrum hlýindaskeiðum. Það sem er að aukast er hinsvegar magn af "gróðurhúsalofttegundum". 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Mofi

Guðmundur, sammála þér. Þetta kemur allt saman í ljós og best að taka þessu með ró. Aftur á móti er full ástæða til að grípa til aðgerða gagnvart mengun bara einfaldlega vegna þess að við viljum ekki eyðileggja jörðina og andrúmsloftið. Spurning hvort að áróður ( jafnvel ef hann er lygi ) til að fá fólk til að gera eitthvað sem er í sjálfu sér gott...  Versta í þannig pælingum þá hef ég heyrt að ástæðan fyrir því að Afríka væri að stórum hluta rafmagnslaust með tilheyrandi þjáningum væri vegna þess að þeir mega ekki nýta kol til að skaffa sér rafmagns. Væri gaman að heyra meira um þetta ef einhver veit eitthvað um þá hlið málsins.

Mofi, 27.2.2008 kl. 15:22

5 identicon

Síða fannst ekki

Vefslóðin sem þú gafst upp er ekki til.

Línkarnir þarna eru ekki alveg að virka fyrir mig.

Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:30

6 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að láta mig vita Arnar, vonandi er þetta komið í lag.

Mofi, 27.2.2008 kl. 16:36

7 identicon

ég skil ekki... á hverju á Al gore að biðjast afsökunar?

sigmar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Mofi

Sigmar, það er nú bara sagt í góðlátlegu gríni. En samt, ef ísöld væri að byrja þá lítur ekki beint út fyrir hann hefur haft rétt fyrir sér í því sem hann hefur verið að predika síðusta áratuginn eða svo.

Mofi, 28.2.2008 kl. 08:49

9 identicon

Það er ekki alveg rétt hjá þér.... því almenn hlýnun jarðar getur auðveldlega haft í för með sér aðra ísöld.. .t.d. vegna þess að bráðnun norðurheimskautsíssins veldur því að sjórinn í norður atlantanshafi getur kólnað það mikið að golfstraumurinn hættir að flytja hlýjan sjó norður og sett af stað keðjuverkun sem kemur af stað miklu kuldaskeiði á jörðinni

 Þannig er líklegra að hlýnun jarðar myndi gera ísland nánast óbyggilegt vegna kulda en að hér yrði spánarveður

Sigmar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:39

10 identicon

Hlýnun Jarðar er áhyggjuefni hvort sem hún er af völdum manna eða ekki.  Þrátt fyrir að við höfum í þúsundir ára lagað umhverfið að okkur og erum svo að segja ekki háð duttlungum náttúruvals lengur þá þarf ekki miklar hamfarir til að binda endi á tilveru okkar eins og við þekkjum hana.  Við mennirnir reiðum okkur of mikið á óbreytt ástand í náttúrunni, status quo, og höfum í gegnum tíðina komið fram við hana eins og hún sé einhver fasti.  Það er ekki fyrr en á síðustu öld að við áttuðum okkur á að gjörðir okkar hafa afleiðingar, alvarlegar afleiðingar, og það er löngu tímabært að við tökum okkur saman í andlitinu.

Eins og Sigmar benti á mun hlýnun Jarðar að öllum líkindum valda þvílíkum kulda á Íslandi að það yrði óbyggilegt.  Ástæðan er, éf ég man rétt, að við frekari hlýnun eykst hlutfall ferskvatns í Íshafinu og Norður-Atlantshafi að því marki að saltjafnvægið á hafsvæðunum raskast.  Golfstraumurinn er háður þessu saltjafnvægi, annars myndi hann ekki "renna" hingað til lands.

Sveinn (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:41

11 Smámynd: Mofi

Svo hvað fannst þér Sveinn um að í Bandaríkjunum hafa menn ekki séð meiri snjó í 50 ár eða að þetta er fyrsta sinn í sögunni þar sem snjóar í Bagdad?  Er verið að ljúga eða er maður að lesa of mikið í þessar staðreyndir eða..... ég er bara forvitinn um þessi mál og langar að vita meira.

Mofi, 28.2.2008 kl. 14:10

12 identicon

Held það spili tvennt inn í þetta:

  1. Al Gore er athyglissjúkur :)
  2. Menn hafa bara ekki hugmynd um hvað gerist

Ískjarnar sem hafa verið teknir úr Grænlandsjökli og suðurheimskauts ísnum sýna að það koma ísaldir reglulega með hlýindaskeiðum inn á milli.  Það eru ýmsar kenningar um þetta; hlýnun, kólnun, og/eða öfgafyllra veðurfar, menn eru langt í frá sammála um hvað gerist og af hvaða orsökum.

Minnir td. að ég hafi lesið einhverstaðar einhvern tíman að búdýr (beljur & Co) gefi frá sér meiri gróðurhúsa lofttegundir heldur en td. allir bílar heimsins til saman.

Einnig erum við víst í vondum málum ef sífrerinn í Siberíu þiðnar, þá mun losna gífurlegt magn gróðurhús lofttegunda, frá hálfmygluðum jurtaleyfum sem liggja þar frosin.  Segir amk. ein kenningin :)

Arnar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:39

13 identicon

Svo hvað fannst þér Sveinn um að í Bandaríkjunum hafa menn ekki séð meiri snjó í 50 ár eða að þetta er fyrsta sinn í sögunni þar sem snjóar í Bagdad?  Er verið að ljúga eða er maður að lesa of mikið í þessar staðreyndir eða..... ég er bara forvitinn um þessi mál og langar að vita meira 

Í ljósi þessa hjá þér Mofi þá held ég að það sé alveg hreint tilvalið að þú kynnir þér málið í stað þess að koma með svona innihaldlausar fullyrðingar eins og þú gerir í upphafi þessa pósts

Rok á íslandi getur þýtt storm á flórída, alveg eins og hitabylgja í reykjavík getur valdið kuldakasti í evrópu - veðrakerfin eru flókin fyrirbæri og ég ætla ekki að reyna útskýra það - en það að snjói í bagdad gerir ekkert lítið úr þeirri baráttu sem Al Gore stendur í, þvert á móti

Sigmar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:22

14 Smámynd: Mofi

Hvaða fullyrðingar ertu að tala um Sigmar sem eru rangar?  Telur þú greinina sem ég vísa í fara með rangt mál?  Hvað þá og afhverju og ertu með einhverjar heimildir sem styðja það.  Ég vil aðeins vita hvort þetta er rétt eða rangt...

Arnar, já, ég hef heyrt þetta líka með beljurnar. Kannski ef það heldur áfram að kólna þá þarf fleiri beljur og færri tré :/    Næstu ár verða mjög fróðleg í þessum efnum.

Mofi, 28.2.2008 kl. 16:45

15 identicon

Svo hvað fannst þér Sveinn um að í Bandaríkjunum hafa menn ekki séð meiri snjó í 50 ár eða að þetta er fyrsta sinn í sögunni þar sem snjóar í Bagdad?  Er verið að ljúga eða er maður að lesa of mikið í þessar staðreyndir eða..... ég er bara forvitinn um þessi mál og langar að vita meira.

Allt í lagi Mofi, tökum áhættuna bara! 

Arnar, já, ég hef heyrt þetta líka með beljurnar. Kannski ef það heldur áfram að kólna þá þarf fleiri beljur og færri tré :/    Næstu ár verða mjög fróðleg í þessum efnum.

Það, er ég hræddur um, myndi gera illt verra...  

Sveinn (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:48

16 identicon

Mofi - ég er að tala um þetta comment þitt um að þar sem það hafi snjóað í Bagdad sé það einhver ástæða til þess að Al Gore ætti að biðjast afsökunar..  Það eru engin rök að tala um snjó í bagdad eða kulda í kína sem einhverja einhliða sönnun á því að global warming sé bull en sleppa því að minnast á að hitabeltisstormar í BNA hafa aldrei verið fleiri og að ár eftir ár sé hvert hitametið á fætur öðru slegið útum allan heim..

Því eins og ég benti á þá getur hitabylgja á einum stað valdið kuldakasti á öðrum

Sigmar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:05

17 identicon

NewScientist hljóta að lesa bloggið þitt mofi því þeir eru einmitt með grein um þetta í dag :)

Only zero emissions can prevent a warmer planet 

Arnar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:02

18 Smámynd: Mofi

Arnar, það bara hlýtur að vera :)    athyglisverð síða...

Sigmar, punkturinn er að það hafði aldrei verið svo kallt að það hefði snjóað í Bagdad áður. Hvort að við erum að sjá byrjunina á meiri kuldatíð á eftir að koma í ljós, þetta er einfaldlega forvitnilegt.

Mofi, 29.2.2008 kl. 17:12

19 identicon

Eins og ég er búinn að benda á núna nokkrum sinnum þá er það alveg vitað að aukinn hiti á jörðinni, hvort sem það vegna global warming eða öðrum ástæðum mun valda meiri öfgum í veðurfari, á hvorn veginn sem það er, bæði með hita og kulda

Aukinn hiti á norðurhluta jarðarinnar eykur þannig gífulega líkur á miklu kuldaskeiði á jörðinni vegna þeirra áhirfa sem það hefur á bráðnun íss og hitastig sjávar í kjölfarið

Þar fyrir utan hefur oft verið svo kalt að það hafi snjóað í bagdad, það hefur hinsvegar svo vitað sé aldrei snjóað þar á sögulegum tíma.

Og eins og svo oft áður þá horfir þú bara á aðra hlið málsins, hvað með metfjölda hitabeltisstorma í BNA og hitamet víðsvegar um heim, skemmst er að minnast banvænna hitabylgja sem hafa geisað í mið evrópu síðustu sumur

Sigmar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband