19.2.2008 | 14:57
Trú Aðvent kirkjunnar
Löngu kominn tími til að ég fjalli aðeins um kenningar Aðvent kirkjunnar. Hérna fyrir neðan eru þau trúar atriði hennar og allar gáfulegar og vingjarnlegar athugasemdir vel þegnar.
Heilög ritning | ||||||||||
|
Þrenningin | ||||||||
|
Faðirinn | ||||||||||
|
Sonurinn | ||
|
Heilagur Andi | ||
|
Sköpuninn | |||||||
|
Eðli mannsins | ||||||||||||
|
Deilan mikla | |||||||||||||
|
Líf, dauði og upprisa Krists | ||
|
Hjálpræðið | ||
|
Söfnuðurinn | ||
|
Skírnin | ||||||||||
|
Kvöldmáltíðin | |||||||||
|
Lögmál Guðs | ||
|
Hvíldardagurinn | ||
|
Þjónusta Krists | ||
|
Endurkoma Krists | ||
|
Dauðinn og upprisan | ||
|
1000 árin | |||||||||
|
Ný Jörð | |||||||||
|
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varstu búinn að sjá þetta? http://news.bbc.co.uk/1/hi/magazine/7250675.stm
Bestu kveðjur. ÞJ
Þóra Jóns (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:17
Svo þetta er einhverskonar dómsdagscult? Meina, þið eruð að bíða, með eftirvæntingu, eftir endalokum alheimsins ekki satt.
Og: "Milli hinnar fyrri upprisu og hinnar síðari eru Kristur og hinir heilögu saman á himnum í þúsund ár." .. eruð þið þá ekki, svona svipað og vottarnir, ekki aðeins á eftir áætlun?
Arnar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:24
Nei, takk fyrir að benda á þetta :) Var búinn að sjá svipaða rannsókn sem National Geographic gerði og þeir komust að sömu niðurstöðu. Því miður fylgja aðventistar hérna á Íslandi þessu að mjög takmörkuðu leiti en líklegast nóg til að það sé einhver munur.
Mofi, 19.2.2008 kl. 15:25
Arnar, dómsdagur er að mörgu leiti góður dagur. Dagurinn sem þeir sem hafa verið kúgaðir fá hlut sinn réttann og þeir sem myrtu og nauðguðu fá loksins réttlæti. Loksins endalok þjáninga, sjúkdóma, hungurs og dauða. Við erum líklegast lík öllum kristnum þegar kemur að því að bíða eftir endurkomunni...
Mofi, 19.2.2008 kl. 15:27
Þakka þér fyrir, ég ætlaði alltaf að spyrja að þessu þannig að gaman að sjá þetta hérna hjá þér.
Bestu kveðjur
Sveinn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:34
Og við þökkum hinum almáttuga skapara jafnframt fyrir fyrrnefda sjúkdóma, þökkum honum fyrir að skapa eyðniveiruna, berkla og þökkum honum fyrir að skapa moskítófluguna og malaríuna, svarta dauða og holdsveikisbakteríuna! Því allt kvikt skapaði hin algóði guð, og ber okkur að hafa hans mikla sköpunarverk í huga næst þegar einhver nákominn okkur veikist eða deyr úr einhverjum þessara sjúkdóma.
Og okkur ber einnig að þakka fyrir hversu fullkomlega tókst til við mannslíkamann, og við skulum lofa guð næst þegar barn sem við þekkjum fær hvítblæði, eða þegar foreldrar okkar fá krabbamein eða alzheimers, þá skulum við skoða hið fullkomna sköpunarverk hins algóða guðs og segja hátt "þetta er harla gott!".
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:44
Jóhann, í upphafi var allt gott en núna fáum við að upplifa hvernig heimurinn er án þess að Guð viðhaldi honum. Sköpunarverkið er sannarlega stórkostlegt, ætlar þú að segja mér það að þú elskir ekki eitthvað í þessum heimi? Við skulum lofa Guð fyrir Hans loforð um nýjann himinn og nýja jörð þar sem enginn dauði, þjáning og sorg er lengur til, jafnvel þótt við eigum það loforð ekki skilið.
Mofi, 19.2.2008 kl. 16:00
Takk fyrir að kíkja við Sveinn,
kveðja,
Halldór
Mofi, 19.2.2008 kl. 16:01
Ertu að segja að guð hafi ekki skapað malaríuveiruna? Eða eyðniveiruna? Eða voru þær bara meinlausar fyrst og breyttust seinna í skaðvalda (og ertu þá að viðurkenna að þær hafi þróast og fengið hæfni til að sýkja okkur mannfólkið)?
Og ef hann er alvitur, af hverju sá hann þetta ekki fyrir og sleppti því bara að skapa þessar leiðinda smáverur?
Bíddu bíddu... leyfðu mér að giska.... "vegir hans eru órannsakanlegir"?
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:07
Þetta er svona svipað að horfa á flottann Ferrarí bíl og síðan sjá hann seinna eftir að hann lendir í árekstri, það er ekki framleiðandanum að kenna. Má kannski færa rök fyrir því að Guð bauð upp á möguleikann að sköpunin gæti skemmst en minn skilningur á því er að þetta er afleiðing á því að Guð lætur okkar heim í friði því að illskan þarf að fá að sýna hvernig hún raunverulega er og sömuleiðis hvað gerist þegar Guð er ekki við stjórn. Í "kaflanum" Deilan mikla þá er fjallað um þetta í stuttu máli.
Ef þú vilt vísindalegra svar þá geturðu lesið þessa grein hérna: Did God create pathogenic viruses
Mofi, 19.2.2008 kl. 16:15
Þessi grein þín á aðeins við um vírusa, en ekki bakteríur, og þess þá heldur stærri varga eins og moskítófluguna. Og nei, þetta er ekkert svipað því að einhver keyri bílinn sinn í klessu. Svo er nú betra, svona ef maður vill vita eitthvað eðlilegt um þróun veira að skoða það sem telst "virt" vísindarit, eins og Nature, hérna er t.d. brot úr fínni grein um þróun HIV veirunnar, þar sem guð er hvergi nærri og ("ó nei"!) nýjar upplýsingar verða til:
"Guð bauð upp á möguleikann að sköpunin gæti skemmst." En og aftur ber okkur að þakka honum fyrir eyðni og krabbamein, því alvitur guð á jú að hafa séð þetta fyrir. Fínt að hugsa um börn með hvítblæði í sömu andrá og maður hugsar um hið fullkomna sköpunarverk hins alvitra og algóða guðs.
Þú segir að "kannski" megi færa rök fyrir því að þetta sé "afleiðing á því að Guð lætur okkar heim í friði því að illskan þarf að fá að sýna hvernig hún raunverulega er og sömuleiðis hvað gerist þegar Guð er ekki við stjórn." Ert þú að segja að bakteríur séu illar? Að þær ákveði sjálfar að sýkja lítil börn, af því að guð er ekki að fylgjast með?
(Svo var líka gaman að sjá að sá sem skrifar greinina sem þú nefnir er sko með sjö háskólagráður, eins og annar nýlegur "snillingur".)
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:57
Skondið að HIV veiran var akkurat dæmi sem Michael Behe notar til að sýna fram á takmörk darwinisma, hver takmörk sköpunarhæfileika stökkbreytinga er. Vegna þess einmitt að HIV stökkbreytist svo hratt þá gefur það okkur innsýn inn í hvað við getum búist við af stökkbreytingum og það er enginn spurning lengur að takmörk stökkbreytinga útiloka alla alvöru þróun á nýjum vélum og upplýsingum.
Fínt að hugsa til þess að það er enginn Guð, eitthvað sem þú ættir að fara að predika fyrir þeim sem eru sjúkir af eyðni og börnum með krabbamein. Okkar dagar hér á jörð eru fáir og daprir.
Nei, að sköpunin er að hrörna af því að Guð heldur henni ekki við.
Það sem er skemmtilegt við alvöru vísindi er að hvaða gráður maður er með skiptir ekki máli, hvort að greinin sem maður skrifar birtist í virtu riti eða ekki skiptir ekki máli. Þau rök og þær rannsóknir sem þú getur komið með er það sem skiptir máli en ekki hvað virtir menn segja eða þeir sem eru með marga bókstafi á eftir nöfnunum sínum.
Mofi, 19.2.2008 kl. 17:05
Ég trúi því að dómsdagur muni þá fyrst renna upp þegar hvert einasta mannsbarn hefur fundið trú á Guð í hjarta sínu. Fyrst Hann er óendanlegur kærleikur (eins og kemur fram í Hjálpræðis-kaflanum), hlýtur hann að hafa þolinmæði til að bíða eftir því að allir nái þeim þroska sem til þarf til að öðlast náð og miskunn. Sú mikla vera sem Guð er (ódauðlegur, almáttugur, alvitur, öllu ofar og alltaf nálægur eins og talað er um í Þrenningar-kaflanum... þetta eru ekkert hógvær lýsingarorð ef maður pælir í merkingu hvers og eins þeirra) getur ómögulega verið haldin kvötum til að deyða aðra, sama á hversu lágu tilverustigi viðkomandi eru.
Þannig skil ég þessi orð alla vegana, meira táknrænt en að allt muni í alvörunni verða bara grillað í klessu. Hvaða refsing er svosem falin í því að vera þurrkaður út? Ekki sé ég fyrir mér miklar þjáningar fólgnar í því að vera bara hreinlega ekki til...
Gréta (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:08
Af hverju þarf guð annars að halda sköpuninni við? Var hún ekki fullkomin?
Og það að "sköpunin sé að hrörna" er ekkert svar við því hvaðan bakteríur og veirur komu, og er í raun ekki svar við neinu. Bakteríur eru svo svakalega góðar í að sýkja og komast á milli manna að þær geta ekki verið annað en skapaðar... eða hvað?
Það tengist því ekkert sem ég er að segja hvort ljúga eigi að þeim sem eru að deyja til að gleðja þá, ég er einfaldlega að reyna að fá svör frá þér hvernig þú útskýrir það af hverju guð bjó til bakteríur og moskítóflugur, greinilega skaðvalda, því biblían segir jú að allt kvikt hafi hann skapað.
Svo var ég að reyna að vera sniðugur með greinilegri vísun í Næturvaktina, mér er annars alveg sama hvaða gráður maðurinn er með (þó af örðum ástæðum en þú).
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:22
Hárrétt Arnar. Raunin er sú að aðventistar og vottar eiga sér sameiginlegt upphaf. Hin svokölluðu "miklu vonbrigði". En það var mikil hreyfing í Bandaríkjunum í sambandi við það að heimsendir ætti að verða árið 1844. Eins og við vitum gerðist það ekki. Ein aðferð sem fólk beitir þegar svona spádómar klikka er að endurtúlka þá. Ef þú kíkir á kaflann "Þjónusta Krists" sérðu að aðventistar trúa því að eitthvað hafi gerst árið 1844, bara ekki heimsendir:
Þessi útskýring var auðvitað búin til eftir að spádómurinn um heimsendi klikkaði. Við getum séð svipaða hluti hjá vottunum. Ein af heimsendaspám þeirra var fyrir árið 1914. Þegar heimurinn endaði ekki, þá sögðu þeir að Jesús hefði komið aftur til þess að ráða ósýnilega yfir heiminum. Við getum farið allt aftur til frumkristni til þess að sjá sömu taktínina, augljósar heimsendaspár eru eftirá sagðar þýða allt annað.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.2.2008 kl. 17:30
Sko að karpa um þróunarkenninguna er eitt, eins og við Lárus, Ragnar og Arnar höfum verið að gera upp á það síðasta við Mofi, en það er bara eitt sem er óþolanlegra en "frelsaðir" einstaklingar að troða trú sinni upp á aðra. Það eru trúleysingjar sem troða sér á vettvang trúaðra og gera lítið úr trú og skoðunum þeirra.
En svona til gamans, þá eru til stökkbreytingar sem hafa skapað upplýsingar. Ég nefni Downs-heilkenni sem dæmi.
Sveinn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:07
Hvað gerist eftir dómsdag?
Ellinn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:09
Sumir einfaldlega vilja það ekki og ekki eðlilegt að þeir séu neyddir til tilvistar sem þeir vilja ekki. Mér finnst það skelfileg hugsun að deyja á kvalarfullann hátt ( fer eftir hve glæpirnir voru miklir ) og síðan vera aldrei aftur til að eilífu. Sumir hugsa til eilífs lífs og segja að það skelfi þá og þeir vilja það ekki; finnat það ekki rökrétt að Guð neyði einhvern til að lifa að eilífu ef hann vill það ekki.
Hrörnar og eyðileggjast. Ef þú hefðir lesið greinina þá hefðurðu séð að lang flestar veirur eru nauðsynlegar eða skaðlausar að við best vitum; mjög lítið hlutfall eru skaðlegar. Ég sé þessar sem eru skaðlegar sem aðeins bilaðar eða eru á röngum stað eins og t.d. HIV er í öpum og gerir engann skaða þar. Það sem virðist hafa gerst er að Guð leyfði okkar gjörðum að hafa áhrif á þennan heim á óteljandi hátt. Þúsund árin sem Opinberunarbókin talar um eru einmitt til þess að við getum rannsakað allt þetta til að geta séð hvort að Guð var raunverulega réttlátur í öllu þessu.
Þú værir að segja satt að mínu mati með því að segja að Guð er til og dauðinn er aðeins eins og að fara að sofa og næst þegar þau vakna þá vakna þau til heims án alls þess slæma sem þessi hefur. Þú setur mína trú hérna upp eins og einhvað hræðilegt og ég er einfaldlega að reyna að útskýra afhverju mér finnst hún ekki hræðileg.
Mofi, 20.2.2008 kl. 09:07
Spádómurinn kom frá Bíblíunni og þegar maður skoðar hvað Biblían segir í þessum spádómi þá finnst manni mjög undarlegt að einhver gat túlkað þetta sem heimsenda. Öll önnur túlkun hefði verið gáfulegri, tímasetningin rétt en hvað myndi gerast rangt; ekki við Biblíuna að sakast hérna enda segir hún að aðeins Guð veit hvenær þetta verður.
Öll þvingun í þessum málum er óþolandi, hvort sem viðkomandi telur sig vera frelsaðann eða ekki. Sé ekkert að því að hinir og þessir séu að koma sér og sínum skoðunum á framfæri en bara á meðan maður getur forðað sér frá áróðrinum. Takk annars fyrir innleggið. Öllum velkomið að gagnrýna mína trú hérna en ég sannarlega væri þakklátur ef það væri gert á kurteisislegann hátt.
Enginn ágreiningur um að skaðlegar stökkbreytingar gerast; myndi samt ekki kalla það nýjar "góðar" upplýsingar þegar einstaklingur fær Downs-heilkenni.
Svipaður heimur og við lifum í dag nema án þess slæma sem við upplifum. Engin þreyta, fátækt, ekkert vonleysi, engir sjúkdómar eða fólk að bíða dauðans. Allt það sem kemur upp á milli fólks og veldur deilum hverfur svo engin stríð eða óvild manna á milli. Hérna erum við oft að reyna að ná endum saman, reyna að fá tveggja þriggja vikna sumar frí; ég held að Guð sjái þetta líf okkar eins og það er orðið sem mikla eymd.
Erlingur, takk fyrir að líta inn :)
Mofi, 20.2.2008 kl. 09:19
"Svipaður heimur og við lifum í dag nema án þess slæma sem við upplifum. Engin þreyta, fátækt, ekkert vonleysi, engir sjúkdómar eða fólk að bíða dauðans. Allt það sem kemur upp á milli fólks og veldur deilum hverfur svo engin stríð eða óvild manna á milli. Hérna erum við oft að reyna að ná endum saman, reyna að fá tveggja þriggja vikna sumar frí; ég held að Guð sjái þetta líf okkar eins og það er orðið sem mikla eymd."
Ok, ég er kannski tregur og spyr því einu sinni enn. Akkuru skapaði guð ekki bara þetta sæluríki strax í byrjun? Ef það hefur alltaf staðið til að koma þessu sæluríki á þá eru þessi 6000 ár frá meintri sköpun bara vesen.
Og hvernig eru svon aðventistar frábrugðnir öðrum kristnum söfnuðum, er þetta ekki allt sama dæmið? Meina: sami guð, sama biblían.
Arnar (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:43
Allt það slæma hverfur segirðu. En til þess að hið góða sé til, þá þarf að vera til eitthvað slæmt ekki satt? Þetta er í raun náttúrulögmál er það ekki? Heimur sem að hefur einungis góða hluti er fræðilega séð ómögulegur þar sem hinn helmingurninn þ.e. það slæma hefur verið tekin burtu. Það þurfa alltaf að vera tveir pólar. Jing og Yang.
Bara ein persónuleg spurning af tilefni sem þú skrifaðir her að ofan, þú þarft ekki að svara henni frekar en þú vilt. Ertu óhamingjusamur? Mér finnst nú bara ágætt að fá tveggja til þriggja vikna sumarleyfi, er heppin ef ég fæ eitthvað yfirhöfuð og ég sé lífið alls ekki sem einhverja eymd.
Ellinn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:58
Jóhann (og aðrir):
Hér eru áhugaverð skrif um það afhverju slæmir hlutir henda gott og saklaust fólk.
Mama G, 20.2.2008 kl. 10:26
Arnar, hann skapaði það í byrjun en gaf mannkyninu vald til að eyðaleggja það. Guð varð síðan að leyfa þessu að spila út til að þegar að því kæmi að Hann yrði að eyða illskunni úr heiminum þá væri enginn vafi á að það væri réttlátur dómur.
Það sem aðalega aðskilur aðventista frá öðrum söfnuðum er sú trú að við eigum að halda hvíldardag Biblíunnar heilagann og síðan okkar skilningur á ástandi hinna dauðu, hvernig helvíti er. Við trúum ekki að helvíti er eilífar þjáningar í eldi heldur dauði. Ég hef karpað slatta um þetta seinna atriði við þó nokkra kristna, ef áhugi er fyrir henda þá er það hérna: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti? og Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?
Eða að hið illa er í rauninni aðeins skortur á hinu góðu eða fjarvera þess alveg eins og kuldi er ekki beint til í sjálfu sér heldur er kuldi aðeins fjarvera hita. Hiti er til, hiti er orka sem hefur áhrif á umhverfið en kulda er aðeins fjarvera hita.
Ég sé aðeins að lífið gæti verið svo miklu betra, ekki beint óhamingjusamur því svo sem þessa dagana gengur mér vel. Ertu sammála mér að lífið gæti líklegast verið miklu betra?
Mofi, 20.2.2008 kl. 10:38
Mama G, mér skilst af þessari grein að samkvæmt Talmud sé maðurinn vitlaus og eigi að brosa í gengum allt slæmt sem kemur fyrir, en þakka guði fyrir að hlutirnir séu þó ekki verri. Þvílíkt lífsviðhorf! Svar ykkar við erfiðum spurningum viðrist alltaf vera að hugsa bara minna, og bíða eftir að drepast svo að þið komist í næsta heim.
Og Mofi, ég er búinn að benda þér á að þessi grein þín fjallar um veirur, en ekki bakteríur og stærri meindýr. Af hverju skapaði guð þau? Þau voru jú sköpuð á sama tíma og allt hitt ekki satt?
Virðist samkvæmt hverjum? Er þetta þinn skilningur? En ég er að fara að hætta þessu, sé eins og aðrir sem hafa gefist upp á þér að þú svarar engu, dregur þig bara dýpra inn í skelina og öskrar "guð gerði það!".
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:14
Þegar bakteríum þá eru u.þ.b. 90% af þeim góðar, nauðsynlegar fyrir lífið. Þar sem það eru sirka tíu sinnum fleiri bakteríur í okkur en fjöldi frumna þá erum við... já... En já, einhverjar hafa skemmst og valda núna skaða og það væri verðugt rannsóknarefni að skoða hvort við getum séð hvernig þær áttu að vera upprunalega. Hvaða stærri meindýr ertu að hugsa um sem þér finnst að góður Guð gæti aldrei skapað?
Þetta er minn skilningur, alveg eins og þú getur klesst glænýjann bíl sem er galla laus þá getum við eyðilagt sköpunarverkið sem upprunalega var gallalaust.
Mofi, 20.2.2008 kl. 11:26
Hvað finnst þér um ekki beint þetta svar heldur þessar rökræður þar sem þetta vandamál kemur upp: http://www.wayofthemasterradio.com/pastmedia.shtml - The Case for Atheism
Jóhann, væri gaman að heyra þitt álit líka.
Mofi, 20.2.2008 kl. 12:02
Trúaðir þrá dómsdag mest af öllu, þeir þrá að vera þrælar hins almáttuga MASTERS of slaves.
En gettu hvað Mofi, ég fanna skoðanabróður þinn í Írak, hann er mað nákvæmlega sama take og þú ert með, ef það stendur ekki í kóraninum þá er það ekki satt og því heldur hann fram að jörðin sé flöt og hann talar einnig um augað alveg eins og þú.
Fræddu okkur öll á því hvað gerir þig vitrænni en þessi maður... hvað gerir þitt trúarrit mikilvægara og betra en hans þó svo að erkiengillinn Gabríel eigi að hafa frætt þessa menn um allt í þeirra bók, þeir segjast jú trúa á sama guð og þú
http://www.youtube.com/watch?v=wppjYDj9JUc
DoctorE (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 13:21
Ég verð að viðurkenna að ég er alveg við það að tapa þræðinum í umræðunni hérna Mér sýnist þetta rifrildi allt eiga sér upphaf í commenti #9: [...]Og ef hann er alvitur, af hverju sá hann þetta ekki fyrir og sleppti því bara að skapa þessar leiðinda smáverur?[...]
Til hvers í ósköpunum var verið að skapa heiminn yfirhöfuð!? segi ég nú bara. Þetta er spurning sem enginn maður hefur getað svarað hingað til án þess að vekja bara upp enn fleiri spurningar og mér finnst nú alveg ótrúlegt að sjá að hann Jóhann haldi að Mófi geti svarað þessu frekar en aðrir sem þessa Jörð hafa gengið. Mófi setti bara fram hérna færslu um það um hvað Aðvent kirkjan snýst um og ekkert annað. Óþarfi að brjálast eitthvað yfir því.
Mér finnst gaman að lesa um það hverju fólk trúir og afhverju, ég benti nú á þennan link hérna í commenti #23 af því að mér fannst það áhugaverð pæling (kemur sérstaklega fram í færslunni) og mér finnst fólk ekkert vera neitt vitlaust að trúa því að það sé eitthvað æðra og meira sem er í gangi en maður stundum skilur, sbr. foreldrar sem lenda í því að barnið þeirra fá hvítblæði. Ef fólk finnur huggun í trú, er það þá ekki bara allt í lagi? Þeir vita það sem reynt hafa að það er gott að geta leitað sér huggunar þegar á reynir og engin svör finnast við vandamálum og áföllum. Fólk leitar ýmissa leiða, sumir nota trúna, aðrir eitthvað annað.
Það væri nú gaman, svona upp á djókið, að heyra þinn skilning á þessu öllu saman Jóhann. Af hverju við erum hérna? Það væri þá alla vegna meira í ætt við það sem fyrsta innleggið fjallar um, "Trú Aðvent kirkjunnar".
Mama G, 20.2.2008 kl. 13:58
Frekar að ég þrái nýjann himinn og nýja jörð þar sem engin illska er lengur til, hvorki í heiminum né í mér sjálfum.
Þú vonandi fyrirgefur en mig langar ekki að leiða þessa umræðu út í Islam og allt það. Kannski tilefni í færslu hjá þér Doksi? Fátt hlýtur að gleðja þitt hjarta og tilefni til að búa til blogg færslu :)
Mofi, 20.2.2008 kl. 13:59
Quote úr myndbandinu sem vísað er í í commenti 28
"Anything that has no indication in the Koran is false"
Er þetta ekki nákvæmlega það sem margir kristnir menn segja líka? Hljómar allaveganna svipað.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:09
Guðmundur, frekar að kristnir trúa að Biblían sé innblásin af Guði og þar af leiðandi sönn en það þýðir að hún er í samræmi við raunveruleikann. Margir kristnir hafa yfirgefið trúnna vegna þess að einhver sannfærði þá um að Biblían væri röng og aðrir hafa komist til trúar vegna þess að þeir komust að því að Biblían væri trú.
Mofi, 20.2.2008 kl. 14:15
Vó... það má ekki líta af þessu bloggi til að reyna að vinna og þá eru kominn tugir athugasemda. Mofi má þó eiga það að þetta er virkt blogg.
Mér sýnist vera nokkur atriði sem ég er beðinn um að svara... Mofi vill vita um "Hvaða stærri meindýr ertu að hugsa um sem þér finnst að góður Guð gæti aldrei skapað?" Moskítóflugan er gott dæmi, og einnig hinir ýmsu hringormar sem smita fólk í heiminum, þó sérstaklega Afríku. Hérna er smá brot úr greinini í Wikipedia um snýkla (parasites) sem sýnir að til er aragrúi smádýra (þetta eru aðallega bakteríur) sem komast inn í hinn "frábærlega hannaða" líkama okkar og valda veikindum og dauða, oft kvalafullum.
Og svo er þetta:
Ég tel mig í fyrsta lagi ekkert vera "að brjálast", og er eingöngu að benda á vitleysuna sem er sköpunarsaga Aðventista, sem er í beinni mótsögn við allar vísbendingar í umhverfinu. 90% Íslendinga trúir þróunarkenningunni, og það þýðir þar með að meirihluti þeirra sem trúa á guð á Íslandi trúa þróunarkenningunni engu að síður, enda þarf annað ekkert að útiloka hitt.
Svo þarf nú varla að taka fram að ég trúi því ekki að heimurinn hafi "verið skapaður" og er því lítið að spá í hver tilgangur hins ímyndaða "skapara" ætti að vera. Svo er ég viss um að það er enginn sérstök ástæða fyrir veru okkar hérna á jörðinni, frekar en að antilópur eða þorskar hafi einhverja ástæðu fyrir tilvist sinni.
En þið sem trúið biblíunni... haldið þið að við séum hérna til að geðjast ímyndaðri veru sem refsar svo þeim vondu og umbunar þeim góðu, sem er þó alltaf bara lítill hópur, varla telja Aðventistar að gyðingar komist til himna, eða hvað? Ekkert frekar en vottar Jehóva trúi því að kaþólikkar komist til himna. Varla trúiði að ég komist til himna.
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:07
Ætla að reyna að fjalla betur um moskítófluguna í kvöld. Þar sem ég þekki ekki öll dæmin get aðeins svarað þeim á almennann og hinn sama og ég gerði áður að þarna er sköpunin búin að bila frá því sem hún áður var.
Hvaða vísbendingar ertu að hugsa um? Ef þú átt við dæmin um "slæma" sköpun þá passa þau vel við minn skilning á bæði sköpun og síðan falli sköpunarinnar.
Ekki spurning um að geðjast einhverri veru heldur að Skaparinn hefur lagt í brjóst þér og mér hvað er gott og hvað er slæmt. Allir vita að það er slæmt að stela, ljúga, hata, myrða, nauðga, öfunda, girnast og fleira og þeir sem eru sekir um þetta á dómsdegi eru í vandræðum. Eina ástæðan fyrir því að ég hef von um að erfa eilíft líf er vegna þess að Kristur borgaði gjaldið fyrir hið vonda sem ég gerði; ég geri ekki neitt til að verðskulda það nema að treysta á Hann. þ
Ég trú því að allir sem eru sekir um þessa hluti verða sekir frammi fyrir Guði og án einhvers til að borga gjaldið þá eru þeir í vandræðum þótt ég viti ætla ekki að þykjast vita hvernig þetta allt saman fer á endanum.
Mofi, 20.2.2008 kl. 15:36
Skoðaðu þetta Mofi því þarna munt þú sjá spegilmynd þína... auðvitað er ég löngu búinn að blogga þetta mar...
DoctorE (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:20
Skoða hvað DoctorE?
Mofi, 20.2.2008 kl. 16:27
Jóhann Þórsson skrifaði: Svo er nú betra, svona ef maður vill vita eitthvað eðlilegt um þróun veira að skoða það sem telst "virt" vísindarit, eins og Nature, hérna er t.d. brot úr fínni grein um þróun HIV veirunnar, þar sem guð er hvergi nærri og ("ó nei"!) nýjar upplýsingar verða til:
Það virðist því vera satt, sem nafni segir, að Guð hafi ekkert með "the extensive variation that the virus has. . ." Guð hefur ekki neitt að gera með "a high rate of mutation" og þær "errors" som myndast. Og hér er "evolutionary change."
Ég er hvorki læknir né vísindamaður, en ef ég skil þetta rétt, þá er hér um þróun að ræða, ekki af hina góða, en af því sem skaðar hold mannsins of kostar mörg mannslíf. Þetta er þá þróun?
Jóhann Þorvaldsson (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:35
Alvöru þróun býr til nýtt prótein, ekki smá afbrigði af einhverju sem var til fyrir. Alvöru dæmi væri óeinfaldanleg vél eins og flagellum mótorinn og þá hefðu darwinistar eitt dæmi til að reyna að sannfæra menn um að miljónir þeirra gætu hafa myndast svona.
Mofi, 26.2.2008 kl. 10:49
"OK, let’s do the math.*
Total number of proteins listed: 42
(this table excludes the chemotaxis proteins; there are ~10 chemotaxis proteins in standard E. coli, but the number can range from 0 to 10+ in various bacteria)
Total number thought to be indispensable in modern flagella: 23 (55%)
Total number “unique” (no known homologs): 15 (36%)
Total number of indispensable proteins that are also “unique”: 2 (5%)
The implications
Here are some of the various implications of these findings:
1. Scott Minnich, the leading flagellum expert in the ID camp, was severely wrong about the most basic data relevant to the origins of the flagellum, the flagship system of the ID movement.
2. Minnich promoted his mistaken view in the video Unlocking the Mystery of Life, which has been widely promoted by ID advocates across the country, viewed in countless church basements, IDEA club meetings, etc.
3. Stephen Meyer, the Program Director of the Center for the Renewal of Science and Culture at the Discovery Institute, was severely wrong about the most basic data relevant to the origins of the flagellum, the flagship system of the ID movement.
4. The paper by Minnich and Meyer repeated this error, and if the paper was “peer-reviewed” at all, it was not by people who knew anything about the most basic data relevant to the origins of the flagellum.
5. The error propagated further in Minnich’s expert report.
6. William Dembski, who put the flagellum on the cover of his book No Free Lunch, uses the flagellum in all his talks, and makes it the key example in his only wild attempt to actually “do the calculation” of the probability of the natural origin of a complex biological system, was severely wrong about the most basic data relevant to the origins of the flagellum, the flagship system of the ID movement.
7. Discovery Institute spokesman Casey Luskin, although slightly less wrong than everyone else, was severely wrong about the most basic data relevant to the origins of the flagellum, the flagship system of the ID movement, even in an essay where he criticized Kenneth Miller and Judge Jones for getting the flagellum stuff wrong in the Kitzmiller case.
(And, I personally observed Casey Luskin promulgating this exact mistaken talking point to a gaggle of press at the Kitzmiller trial. I corrected him publicly right then (I think I said, “Just so you know, everything he said just then is totally wrong”), but to no avail.)
8. Casey Luskin’s helpers, “Alex Binz, David Klinghoffer, and an un-named biochemist in the University of California system” were also unable to catch the basic error.
9. None of the above folks ever bothered to go to the library and check their basic facts.
10. Heck, none of these guys bothered to get on the web and check their basic facts.
11. No one else in the ID movement, either leaders or fans, ever bothered to check their facts and correct these guys publicly or privately.
12. Apparently, everyone in the ID movement just mindlessly copies everyone else’s talking points.
13. None of these folks have a friggin’ clue what they are blathering about when it comes to flagellum evolution.
That about covers it, I think. Comments are welcome, as are further examples of this error in the ID literature."
Tekið af : Flagellum evolution in Nature Reviews Microbiology
Nr. 12 er uppáhaldið mitt en nr. 13 summerar þetta nokkuð vel upp.
Getur bætt þessu á listan yfir allar 'sannanirnar' sem ég stend mig svo illa í að benda þér á.
Arnar (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:07
Númer 12 líka uppáhaldið mitt þar sem þú copy pastarið öllu þessu hérna LOL
Númer 9 er líka fyndið af því að Ken Miller vissi ekki hvað stóð í hans eigin skólabókum sem hann skrifað!
Rannsóknir sýna að ef eitt af sirka 40 próteinum þá hættir tækið að virka. Það sem þessi virðist vera að gera er að taka tæki sem er líkt flagellum mótornum og setja það fram sem þau prótein sem hægt er að fjarlægja en samt halda einhverri virkni. Málið snýst ekki um einhverja virkni heldur virkni þessarar ákveðnu vélar á þeim stað sem hún er á. Tilgangslaust að hafa mótor í skottinu hjá sér.
Ef þetta er dæmi um einhverja sönnun þá held ég að ég og þú höfum mjög ólíkann skilning á hvað sannanir eru. Þetta var aðeins léleg afsökun á því augljósa sem er að röð af tilviljunum gæti aldrei búið til vél eins og flagellum mótorinn.
Mofi, 26.2.2008 kl. 12:26
'Sönnunn' innan svona ' lappa dæmi :)
Og í nr. 12 stendur "Apparently, everyone in the ID movement just mindlessly copies everyone else’s talking points." Grunaði að það væri líka í uppáhaldi hjá þér, stundar það amk. grimmt. Munurinn á mér og þér er að ég las þetta allt áður en ég gerði copy/paste.
Rannsóknir sýna líka að aðeins 2 af 42 próteinunum séu bæði einstök og ómissandi..
Upphaflega snérist málið um 'einhverja virkni' en fór að gera það fljótlega eftir að bennt var á það var til annað líffæri sem hefur hluta af próteinum úr Flagellum. Það að líffæri A þróist yfir í líffæri B og A og B hafa ekki nákvæmlega sömu virkni smell passar beint inn í allar þróunarkenningar sem ég hef lesið. Td. augu.. eyru.. útlimir..
Ken Miller vissi ekki hvað stóð í kennslubókinni hans.. var það ekki um hvort þróun væri tilviljunakennd eða ekki? Hann sagði að þróun væri ekki tilviljunakennd en það stóð að þróun væri tilviljunarkennd í þessari bók.
Hvað segirðu svo um að svara öllu hinu.. eða er AiG&Co ekki tilbúið með svona 'debunking pandas thumb.. ' eitthvað fyrir þig að copy/pasta?
Arnar (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:55
Ég veit ekki betur en rannsóknir hafa sýnt fram á að það þarf 40. Hvort að það séu til lík prótein einhvarsstaðar sem eru lík kemur málinu lítið við. Að setja þetta allt saman er alveg jafn mikið vandamál og að búa til próteinin.
Hérna er fín grein sem Behe skrifaði um tilraunir Millers til að þykjast vera sniðugur: http://www.discovery.org/a/1831
Mofi, 26.2.2008 kl. 13:48
Við sem aðhyllumst sköpun afneitum ekki að stökkbreytingar gerist og að þær geti gert hitt og þetta. Samt aðalega eitthvað eins og HIV, eitthvað sem er skaðlegt. Alveg eins og ef þú værir með skáldsögu og það kemur upp stafsetningarvilla þegar hún er afrituð þá segir það manni ekki að svona stafsetningarvillur voru höfundurinn að bókinni. Þetta er það sem darwinistar virðast trúa og ég skil ekki þeirra miklu trú.
Mofi, 26.2.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.