4.1.2008 | 17:04
Hvað þarf til þess að maður átti sig á því að dauðinn getur tekið mann hvenær sem er?
Þeir sem fá þær fréttir að þeir eigi mjög takmarkaðan tíma eftir ólifað, þeir sjá lífið í allt öðru ljósi. Allt í einu þá skipta allt aðrir hlutir máli en gerðu áður. Það skiptir ekki svo miklu máli þótt að bíllinn rispast eða dýri vasinn í andyrinu brotnar. Hugsunin að fá ekki lengur að vera með þeim sem manni þykir vænt um ásækir mann. Maður er að fara missa allt sem maður á.
Það er kaldhæðnislegt að það er á svona stundum þegar sumir heldur að líf manns er í hættu að þá byjrar þeir að leita til Guðs þótt þeir hafa hunsað Hann allt sitt líf. Flestir hafa þá sýn á Guði að Hann er þarna til að þjóna okkur; einhvers konar félagi sem reddar manni í vandræðum, gefur manni gjafir og veit manni styrk í raunum þessa lífs.
Rétt sýn á samband við Guð myndi vera að Guð er heilagur og það væru gífurleg forréttindi að eiga samfélag við Guð og þú ert hér til að þjóna Honum En það er ekki nóg að bara vilja samfélag við Guð því eins og Biblían talar um að það reiði Guðs hvílir yfir öllum sem hafa logið, stolið, hatað og öfundað og fleira. Ef þú horfir í spegil boðorðanna tíu þá kannski áttar þú þig á því að Guð vill ekkert samfélag við þig því þínir glæpir hafa búið til aðskilnað milli þín og Guðs. Þegar dauðinn starir mann í andlitið þá gera margir sér grein fyrir sannleiksgildi þessara orða hérna:
Hebreabréfið 9
27 það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm,
Vonandi þarf Guð ekki að hræða úr þér líftóruna til þess að þú farir að íhuga þessa hluti. Að það kemur að því að deyja og mæta Guði og Hann dæmir þig fyrir allt sem þú hefur gert, jafnvel vondar hugsanir og þá sóun á þeim tíma sem þú hafðir til að gera gott en eyddir honum í sjálfan þig.
Héldu að þetta væru endalokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803193
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hvað þarf til að menn átti sig ? Það er sem sé þannig skv. þínum skilningi Mofi, að Guði gæti dottið í hug að enda á einu bretti líf allra þeirra sem dat það í hug að fljúga frá stað A til staðar B á einhverjum tilteknum degi með ákveðnu flugfélagi.
Flugvél með 300 farþega, og farþegarnir eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt annað en það að hafa fengið þá hugmynd að komast á milli ákveðinna staða á ákveðnum tíma.
Bara hugmyndin um svona Guð sem situr um að ráðskast með flug tiltekinna flugvéla af handahófi er svo gersamlega fáránleg að hið hálfa væri helmingi of mikið.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:31
"Að það kemur að því að deyja og mæta Guði og Hann dæmir þig fyrir allt sem þú hefur gert, jafnvel vondar hugsanir og þá sóun á þeim tíma sem þú hafðir til að gera gott en eyddir honum í sjálfan þig."
Vona að þú fáir aldrei vondar hugsanir um darwinisma :)
Hugsaðu þér allt fólkið sem væri að framkvæma slæma hluti ef það væri ekki skít hrætt við dóm eftir dauða.
Annars finnst mér það ekki sóun á tíma að 'eyða' honum í sjálfan sig. Alltof mikið af fólki sem gefur sér ekki tíma fyrir sjálfan sig.
Arnar (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 17:38
Árni, spurningin er ekki um að Guð er að eitthvað ráðskast með einhverja flugvél heldur að við vitum ekki hvenær okkar tími kemur.
Arnar, of seint
Hvaða fólk er það sem gefur ekki tíma fyrir sjálfan sig? Fyrir hvern þá fer þeirra tími í? Er það fólk þá á fullu að gera góðverk fyrir aðra og þér finnst að það fólk ætti að minnka við þann tíma og eyða meiri tíma í sjálft sig?
Mofi, 4.1.2008 kl. 18:43
Góður pistill Mofi, á þessum tímum sem velmegun er andlegt banamein eru fleiri sem láta lífið vegna sjálfsfíknar en nokkurs annars. Upptalningin gæti t.d. hafist við ofát og endað í tóbaks-, áfengis- eða eiturlyfjaneyslu. Ágæti Arnar, aldrei fyrr í sögu mannkyns hafa börn eytt eins litlum tíma með foreldrum sínum vegna ágirni þeirra síðarnefndu í veraldleg gæði. Börn undir forskólaaldri eru að meðaltali (!) 8 klst í einhverskonar dagvistun (www.heimiliogskoli.is/), fólki er komið fyrir á stofnunum t.d. vegna aldurs af því að enginn getur/vill hugsa um þau. Ég get sagt þér mörg dæmi af fjölskyldum sem splundrast vegna þess að annar aðilinn notaði svo mikinn tíma í hobbýið að fjölskyldan þoldi ekki álagið. Þessir tímar einkennast af því að egóin eru svo uppblásin að öllum finnst þeir eiga skilið að "leyfa sér nú rækilega" að dekra við sjálfa sig. Í stað þess að kaupa þér núna einu sinni (af því að þú átt það skilið) nýjan Pajero eða eitthvað, spáðu í að nota aurinn í fólk sem þjáist, hvað voru mörg þúsund sem þurftu á mat að halda hjá mæðrastyrksnefnd um jólin eða leituðu á náðir Hjálpræðishersins? Maður lætur ekki kolefnisjafna þjóðfélagið - það erum við Arnar. Ég held að engin önnur trúarbrögð láti sér annt um hina, ekki búddismi, varla Hindu, örugglega ekki Ásatrú...
Ragnar Kristján Gestsson, 4.1.2008 kl. 20:27
Rétt Mofi enginn veit sinn stað og stund segir gamalt máltæki. Eða er það ekki svo? Ef andartakið er eini raunveruleikinn þá er allt í þessu eina andartaki, fæðing okkar og dauði og allt þar á milli, sem jafngildir því að við erum að fæðast og deyja hér og nú, á sömu stundu, og getum því þekkt stundina.
En, hver nennir að hafa fyrir því að gá sjálfur. Fáir. En þó svo við verðum bara venjuleg og ég sleppi ykkur við allar dásamlegar, sumir segja brjálæðislegar staðhæfingar, þá eigum við bara stundina, sama hver hún er, við erum alltaf að deyja. Öll. Hér og nú.
Og þá fá menn sinn dóm segir í Hebreabréfi, með áherslu á sinn, því sérhver maður er sinn eigin dómari og engin dómari er harðari en við sjálf gagnvart okkur sjálfum. Það lærði ég í upphafi þessa langa breytingaferils sem hófst fyrir 20 árum, "Ég vil ekki vera hann", sagði ég ákveðið. "Þú mundir fyrirgefa hverjum örðum sem væri," sagði fylgdarmaður minn rólegri röddu, "hvers vegna ekki sjálfri þér." "Ég átti að vita betur og ég vil ekki vera sá sem allir hata," sagði ég fast og ákveðið. "Treystir þú ekki guði þínum," spurði fylgdarmaður minn þá mildum rómi. "Jú," svaraði ég hikandi." Og Mofi þar og þá, á mikilvægasta augnabliki lífs míns, fyrirgaf ég sjálfri mér allar mínar syndir.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:37
Það er nú þekktara en frá þurfi að segja að fólk deyr hér og hvar fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust og af óteljandi orsökum. Það er meira að segja alþekkt að allir drepast jú á endanum. Best er að vera ekki sífellt að velta sér uppúr því.
En hvar var spekin ? Hvar kom Guð inn í þessa umræðu ?
Þegar ég hnerra segir fólk stundum við mig í hugsunarleysi: Guð hjálpi þér.
Ég afþakka þá gjarna þessa ósk og bendi á að geti Guð yfirleitt hjálpað nokkrum hljóti að bíða hans brýnni verkefni en ein andskotans hornös uppi á íslandi.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:14
Svarti dauði byrjaði með hnerra, þaðan kemur þessi árátta að biðja fólki hjálpar þegar það hnerrar. Það ætti ekki að valda neinum hugarangri þó einhver biðji honum griða.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:25
Ég trúi nú því að Guð er dómarinn og sá eini sem getur verið dómari. Langflestir eru mjög mildir við sjálfan sig, alltaf að afsaka sig og hið vonda sem þeir gerðu.
Það er Guð sem ég og þú höfum brotið gegn. Í okkar heimsku þá höfum við líka eyðilagt fyrir okkur sjálfum og það er rétt að við þurfum að geta fyrirgefið okkur sjálfum sem getur verið mjög erfitt fyrir marga. En alveg eins og maður sem er fyrir rétti, sekur um að myrða saklausa konu. Hann sleppur ekki við refsingu þótt hann fyrirgefi sjálfum sér, lög eru lög og Guð skrifaði sín lög í hjarta okkar allra.
Guð er dómarinn, sá sem ræður hvað verður um okkur þegar við deyjum.
Mofi, 4.1.2008 kl. 23:33
Ég er í Guði og Guð er í mér og það verður ekki sundur skilið. Ef dómur minn er strangur þá er það og Guðs dómur og ef dómur Guðs er mildur þá er það og minn dómur. Það verður ekki sundur skilið.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:15
Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum Inga en þú ert ekki Guð. Biblían er alveg skýr á því að ef maður drýgur það sem Guð flokkar sem glæp eða synd eins og lygi og þjófnaður og hatur þá myndar það bil milli okkar og Guðs.
Mofi, 5.1.2008 kl. 00:38
Inga. Ég vissi alveg af þessari gömlu sögu um svartadauðann. Fólk trúði því á þeim fávísu tímum að það væri til guð og hægt væri að biðja hann um hitt og þetta.
Það er hinsvegar í hróplegu ósamræmi við menntunarstig vesturlanda í dag ef að fólk heldur þetta enn, sérstaklega í ljósi þess að þessi ímyndaði guð hefur aldrei uppfyllt bæn eða ósk nokkurs manns. Er það ekki guðlast þegar knattspyrnumaður ákallar guð sér til liðsinnis áður en hann tekur vítaspyrnu ? Trúi menn því í fullri alvöru að guð sé til og geti yfirleitt eitthvað, er þá ekki líklegt að eitthvað brýnna verkefni bíði hans en úrslit í íþróttakappleik? Það væri reyndar alveg í stíl við þetta Gauð ykkar ef hann stýrði boltanum í netið og ca. 100 börn létust af vannæringarsjúkdómum á meðan þarfaverkið tók hug hans allan.
Mofi. Nú skil ég. Þetta bænakvak fólks yfir dauðvona ættingjum eða í lífsháska snýst ekki um að fá guðið til að redda málunum, heldur einungis að bóka pláss á réttum stað þegar allt fer í óefni. Guð er semsagt svona ferðaskrifstofa sem tekur við hótelbókunum.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 11:44
Vá, Mofi, ég var sannfærð um að ég hefði skrifað, "Ég er í Guði og Guð er í mér og það verður ekki sundur skilið," og þegar ég les það sem ég skrifaði hér fyrir ofan þá sé ég þau orð "Ég er í Guði og Guð er í mér. Það væri í fullu samræmi við mig að segja ég er. En ég held það sé ekki minn stíll að segja ég er guð. En ef þú segir það þá hlýtur það að vera rétt. Ég þarf þá bara að fá fólk til að lesa yfir það sem ég skrifa svo ég sé ekki að skrá niður eitthvað allt annað en ég ætla að segja.
Stundum, og reyndar oft, hef ég staðið frammi fyrir því að skilja ekki það sem aðrir eru að segja og skrifa, ég heyri og les orðin en orðin sem slík segja mér ekkert. Þá hef ég stundum haft þá tilhneigingu að túlka orðin og eins og allir aðrir geri ég það alltaf í samræmi við sjálfa mig, skoðanir mínar og trú. Það í sjálfu sér gerir ekkert til svo framalega sem ég veit að ég er að túlka og það út frá sjálfum sér og ég því ein ábyrg fyrir túlkuninni. En það væri samt betra að láta nægja að lesa og ef skilninginn vantar á því sem sagt er, nákvæmlega á tilhliðrunar, án þess að breyta því á nokkurn hátt, þá að láta kyrrt liggja. Því staðreynd málsins er þá sú að ég veit ekki um hvað er rætt og það er þá bara eitt af mörgu og allt í lagi.
Árni minn, það er svo skelfilega margt í hróplegu ósamræmi við menntunarstig Vesturlanda og guðstrúin og notkun hennar ekki hvað síst. Ég gleymi aldrei fréttamyndinni þar sem prestur stóð við sprengjuna sem varpað var á Hirósima og blessaði hana í Guðs nafni og menn stóðu umhverfis prestinn og fóru með bæn, síðan tóku þeir sprengjuna og vörpuðu henni á saklaust fólk. Ég hef margoft sagt í skrifum mínum, ef það eru einhver öfl fyrir utan og ofan okkur sjálf, hvaða nafn sem við köllum þau, sem geta haft samband við okkur, hvers vegna í ósköpunum segja þau okkur hvernig við eigum að fara að því að bæta heiminn og leysa allan hans vanda. Nú veit ég ekki hvort þú hefur lesið Biblíuna, en ég veit að þar má m.a. lesa að menn frelsist fyrir náð, ekki verk sín og trú. Samkvæmt því er ekki hægt að kaupa sig inn með bænahaldi eða öðru á síðustu stundu og það sem meira er, stæði sterktrúaður maður frammi fyrir guði sínum í dauðanum ásamt mesta illmenni sem fyrirfinnst á jörðu þá gæti hann allt eins átt von á því að Guð gefi þeim illa náð sína. Sem væri ef til vill ekki alveg galið ef til er Guð eða annars konar almætti, því sá trúaði væri þá búin að ná þessu en hinn er enn óplægður akur, týndi sonurinn og allt það.
Gangi ykkur báðum vel. Og munið að halda friðinn, því "Friður er ástand manns eða hugar sem ekki hefur þörf fyrir öryggi. Sá sem þarfnast öryggis lifir í ótta og ótti getur aldrei verið friður.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:30
Þar sem ég þekki helling af fólki sem hefur verið bænheyrt og upplifað slíkt sjálfur þá hristir maður bara hausinn við svona fullyrðingum.
Ég myndi ekki beint nota orðið "guðlast" yfir það en slappt er það. Að vísu þá er alveg eðlilegt að kristinn einstaklingur vill nærveru Guðs í öllu sem hann gerir, hvort sem það er að spila fótbolta eða vinna vinnuna sína eða vitna fyrir öðrum.
Það sem skiptir máli er hvað gerist eftir þetta líf. Ef 100 börn deyja úr vannæringu þá er það ekki eins og þau glatast fyrir Guði. Það er samt ekki að segja að kristinn einstaklingi sé sama um hörmungar annara, alls ekki enda. Lykil atriði að sýna kærleika Krists á þessari jörð í verki ásamt því að segja frá fagnaðarerindinu.
Nei, Guð er skapari alheims og dómarinn þegar að því kemur. En þar sem við erum mitt í baráttu góðs og ills þá þarf Guð að halda að sér höndunum svo að illskan fái að sýna sitt rétta andlit. Svo að þegar kemur að því að Guð útrýmir illskunni úr heiminum þá munu allir vera sammála um að það var hið eina góða sem hægt var að gera.
Hafðu ekki áhyggjur af því. Við mismælum okkur öll, eigum að geta leiðrétt þegar þannig kemur upp. Það myndi hægast á öllu all svakalega ef maður ætlaði alltaf að láta einhvern lesa yfir það sem maður skrifar.
Veit hvað þú átt við. Við skiljum orð og hugtök á mismunandi hátt en það er aðeins með áframhaldandi rökræðum sem aukinn skilningur kemur. Best að bara hafa þetta bakvið eyrað að þeir sem maður er að tala við skilja kannski orð manns á allt annann hátt en maður er að meina þau.
Ef þú fengir það hlutverk að gera þetta, hvernig væru þá viðbrögðin? Fólk í her fær bara skipanir og á að hlíða þeim, annað er föðurlandssvik. Minn punktur er aðeins sá að maður veit ekki hvað fólk er að hugsa í öllum aðstæðum. Þarna þá héldu menn að það myndu margfallt fleiri deyja ef þetta væri ekki gert. Hvort það var rétt mat eða ekki munum við aldrei vita.
Ég sé þetta í ljósi deilunnar miklu, milli góðs og ills. Í henni þá hefur Guð sleppt tökunum á þessum heimi þangað til að allir verða sannfærðir um það verður að stöðva illskuna. Hvenær og hvernig er mér hulin ráðgáta þótt að Biblían gefur nokkrar vísbendingar.
Náð er óverðskuldaður greiði. Sá sem er "sterk" trúaður og hefur reynt allt sitt líf að gera hið rétta hann á það á hættu að finnast að hann eigi skilið "náð" sem í eðli sínu gengur ekki upp. Ef Guð skuldar þér eilíft líf af því að þú ert búinn að vera svo góður þá getur Hann ekki veitt þér náð. Lykillinn í öllu þessu að mínu mati felst í því sem Jesús kallað "endurfæðingu" í Jóhannesi 3. kafla þegar Jesú er að tala við Nikódemus.
Gaman af spjallinu, endilega haltu áfram þar sem þetta er áhugavert umræðuefni.
Mofi, 5.1.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.