Trúin á hið góða í manninum

A man runs across the road holding a looted gas cylinder from a shop Monday, in Kenya's coastal town of Mombasa, during looting in protest against the announced elections winner.Það virðist sem að fátt geti tekið burt trú sumra á hið góða í manninum. En ég spyr "hve mikla illsku þarf til að brenna fólk lifandi?" Páll talar í sínu bréfi til Tímótesar að ástin á peningum er rót alls konar illsku og tel ég það eiga við hérna. Vont fólk er að sækjast í meiri völd og peninga og að aðrir þurfa að þjást til að það fólk fái það sem það þráir skiptir minna máli.

Í umræðunni undanfarið hefur verið talað um afhverju Guð "drap" einhvern hóp manna en á öðrum stöðum þá spyr sama fólk afhverju Guð stöðvar ekki svona illsku. Þegar Guð síðan stöðvar svona hluti þá saka órökrétt fólk Hann um grimmd.  En afhverju Guð velur að grípa inn í stundum og stundum ekki tilheyrir sannarlega þeirri ofnotuðu setningu að "vegir Guðs eru órannsakanlegir", þó að vísu trúi ég að við munum fá að rannsaka það sem gerðist á þessari jörð á himnum.

Ég trúi því að allir menn vilja sjá sjálfan sig sem hetjuna á hvíta hestinu, sá sem bjargar deginum. Ég trúi því einnig að jafnvel hin verstu illmenni þyki vænt um marga þá sem standa þeim nærri. Vandamálið er bara löngunin í það sem heimurinn hefur að bjóða verður sterkara en löngunin til að gera gott. Samkvæmt ritningunum þá höfum við öll þekkingu á hvað er gott og hvað er slæmt en síðan höfum við frjálsan vilja til að velja á milli.

Annað sorglegt sem kemur upp í huga minn er að sumir kristnir trúa að Guð muni kvelja fólk að eilífu í eldi sem myndi gera Hann verri en Hitler og Stalín til samanlags. Þetta er auðvitað alls ekki í neinu samræmi við Biblíuna og gerir kolsvarta lyndiseinkun Guðs, sjá: Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?

Sumir spyrja afhverju leyfir Guð þessu að halda áfram, afhverju stöðvar Hann ekki þessa illsku? Mitt svar er að Guð er alveg að fara að stöðva þetta.  Við höfum nógu mikið af táknum til þess að vita að tíminn er nálægur. Þótt svo er þá persónulega trúi ég að það eru einhverjir áratugir í það en það er bara ágískun.

Afhverju stöðvar Guð þetta ekki núna er líka mjög forvitnileg spurning. Mitt svar er að við erum í baráttu milli góðs og ills og að Guð vill að illskan sýni sig enn frekar svo það verði enginn vafi þegar Guð loks eyðir henni að það var réttmætt og í raun kærleiksríkt. Miðað við athugasemdir margra við grein minni um endalokin þá er greinilegt að margir telja það slæmt að Guð komi og stöðvi þetta svo einhverjir eru ekki sannfærðir um illsku þessa heims, sjá: Merki um að við lifum á síðustu tímum?

Það sem allir ættu að hugsa aðeins um er að ef Guð myndi koma og eyða allri illsku úr heiminum, myndi hann finna illsku í þínu eigin hjarta?  Myndi Guð finna lygi, þjófnað, græðgi, hatur og öfund í manns eigin sálu? Ef svo reyndist vera, væri þá réttlátt að Guði að eyða þér?

Eitthvað til að hugsa um á tímamótum sem þessum...


mbl.is Fólk brennt inni í Kenýa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ég trúi því að allir menn vilja sjá sjálfan sig sem hetjuna á hvíta hestinu, sá sem bjargar deginum. Ég trúi því einnig að jafnvel hin verstu illmenni þyki vænt um marga þá sem standa þeim nærri."

Hvað með það að 'hin verstu illmenni' geti líka viljað vera hetjur á hvítum hestum og 'bjarga deginum'?

Bin Laden: vill 'bjarga' löndum múslima frá (að því sem honum finnst) slæmum og óæskilegum vestrænum áhrifum.

Hitler: vildi 'bjarga' þýskalandi.. endur heimta lönd sem þjóðverjar misstu í fyrri heimstríðjöldinni og fleirra.

Og svo væri hægt að halda áfram.  Ég er ekki í neinum vafa um að þessir menn telji sig hafa verið hetjur þótt við teljum þá illmenni.  Bara spurning hvoru meginn við borðið þú ert.

Arnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Kannski aðal-illmennskan sé að neita að hugsa um aðra - vilja ekki elska náungann - taka sinn hóp framyfir einhvern annan.  Er samt ekki auðveld umræða því að þannig hafa allir hópar rétt fyrir sér - allur sannleikur jafn eða eins Pílatus spurði: hvað er sannleikur?  ... og hver náungi minn?

En ég vona og trúi eins og þú Mofi, að Guð starfi hér skv. Sálmi 92.8: Þegar óguðlegir greru sem gras og allir illgjörðamennirnir blómguðust, þá var það til þess að þeir skyldu afmáðir verða að eilífu.

Og svo er að vona að ég sé ekki bara réttlátur í eigin augum heldur fyrst og fremst Guðs

Gleðilegt ár

Ragnar Kristján Gestsson, 2.1.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Mofi

Arnar, góðir punktar. Þeir sem aftur á móti taka Biblíuna alvarlega þeir geta ekki nýðst á öðrum til að gera einhver ímynduð góðverk. Þegar allir menn eru síðan börn Guðs þá er aðeins einn hópur svo enginn til að taka fram yfir aðra. Það væri forvitnilegt að heyra svona menn útskýra sín hroðalegu verk og hvernig þeir sáu þetta allt saman.

Rangar, hjartanlega sammála. Gleðilegt ár!

Mofi, 2.1.2008 kl. 12:34

4 identicon

Fullt af bókstaflega trúuðu fólki í USA sem sprengir upp fóstureyðingarstofur og jafn vel starfsfólkið sem vinnur þar og telur sig vera að gera mikið góðverk.

Gaurinn sem drap Yitzah Rabin var víst mjög bókstaflega trúaður og telur víst en að hann hafi gert mikið góðverk.

Barna nornirnar í Nígeríu eru líka ágætis dæmi um slæm góðverk..

Nú boðar páfin mikla herferð í særingum, væntanlega mikið góðverk þar á ferð þrátt fyrir að fólkið sem verður fyrir því að það 'þurfi' að særa úr því illa anda sé kannski ekki alltaf sammála.

Arnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Mofi

Sumt af því sem þú nefnir er einmitt eitthvað sem að boðskapur Biblíunnar ætti að kveða niður. Málið er oftar en ekki að þetta fólk sem menn hafa klínt kristnum merkimiða á þekkir ekki Biblíuna frá Andrésar andar blaði. Það er auðvitað fúllt að lenda í því að eitthvað lið vill særa úr manni illann anda sem maður ekki að kannast við en verður maður ekki að meta "good intentions"?  Þar sem ég sé Kaþólsku kirkjuna í ekkert voðalega fögru ljósi þá er ég ekki fara að taka upp hanskan fyrir hana.

Mofi, 2.1.2008 kl. 14:45

6 identicon

Þurfti bara koma þessu frá mér :)

Það sem einum finnst 'gott' (e: good) eða 'illt' (e: evil) er afstætt.

Mikið reynt að útskýra þetta fyrir sjö ára syni mínum sem flokkar allt í 'góða' og 'slæma', hann á td. mjög erfitt með að skilja Star Warz, þar sem hin góði Anakin breytist í hin illa Svarthöfða sem endar svo á því að bjarga góðu gæjunum í endan.  Og hvernig klónarnir sem voru fyrst góðir verða allt í einu í vonda liðinu.  Flækir alla leiki þar sem hann og vinir hans þurfa að ákveða hvort þeir eru í góða eða vonda liðinu :) 

Arnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:07

7 Smámynd: Mofi

Ahh, þarna komum við inn á mjög stóra og áhugaverða spurningu. Er siðferði afstætt?

Ef einhver maður myndi nú ræna syni þínum, pynta hann með alls konar hræðilegum aðferðum, væri það gott eða slæmt? Væri einhver staða þannig að þetta væri það sem þú myndir kalla gott?

Mofi, 2.1.2008 kl. 15:21

8 identicon

Slæmt, amk. fyrir son minn.  En, sá sem framkvæmdi pyntinguna gæti haldið að hann væri að fremja góðverk.  Persónulega er ég á móti pyntingum en það eru margir sem finnast þær réttlætanlegar, td. í 'stríðinu' gegn hriðjuverkamönnum.  Mikið góðverk að pynta meinta hriðjuverkamenn.

Arnar (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:59

9 Smámynd: Mofi

Þannig að það gæti einhvern tímann verið gott að pynta til dauða son þinn?  Ekki hugsa um hvað sá sem framkvæmdi pyntingarnar hélt heldur hvort að þetta sé virkilega afstætt. Ef sonurinn þinn er saklaus og ungur, aldrei gert flugu mein, væri það einhvern tímann gott að pynta hann til dauða?

Mofi, 2.1.2008 kl. 16:50

10 identicon

Til dæmis að fórna honum á altari vegna þess að guð skipaði.....Manstu? Abraham. Eins og þú segir sjálfur, þetta er allt í biblíunni.

skuggabaldur (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:45

11 Smámynd: Mofi

Abraham drap engann á neinu altari. Hann aftur á móti fékk smá innsýn í hvað Guð þurfti að gera til að geta veitt honum eilíft líf.

Mofi, 2.1.2008 kl. 20:57

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...ég veit ekkert og þið vitið ekkert. Sættið ykkur bara við það!

Páll Geir Bjarnason, 2.1.2008 kl. 22:17

13 Smámynd: Mofi

Ef þú veist ekkert þá veistu meira en flestir... en ef þú veist meira en flestir þá líklegast veistu meira en ekkert.  Spurning hvort maður getur mælt það sem maður heldur að maður viti en er rangt sem einhvers konar mínús stig?

Mofi, 2.1.2008 kl. 22:54

14 Smámynd: Mofi

Fyrir utan alveg miljarða af öðrum ráðgátum þá þyrfti ég að trúa því að tilviljanakenndar stökkbreytingar bjuggu til upplýsingar upp á 180.000.000 DNA stafa sem gerir okkur ólík öllum öðrum dýrum þá held ég að ég get alveg afskrifað það sem vitrænann möguleika. Ég hlustaði fyrir nokkru á fyrirlestur sem fjallaði um hvernig darwinismi er ekki í samræmi við raunveruleikann sem ég held að þú Arngrímur hefðir gott af því að hlusta á: The Scientific Bankruptcy of Darwinian Evolution

Mofi, 3.1.2008 kl. 09:14

15 Smámynd: Mofi

"justification by faith alone" þýðir að við öðlumst eilíft líf aðeins fyrir trú en ekki fyrir verk.

Mofi, 3.1.2008 kl. 09:56

16 Smámynd: Mofi

Fyrir alla þá sem hafa hatað sem er morð hjartans, logið og stolið eða hreinlega langað að stela einhvern tíman gerir þá seka svo þeir geta ekki gert nein verk til að gera sig sjálfa sig saklausa. Svipað og vera í réttarsal þar sem maður er sekur um að nauðga og myrða og hann sér til varnar segir að hann hefur verið ósköp góður eftir að þetta gerðist og gert mörg góð verk. Alveg eins og það væri móðgandi að tína til einhver góðverk eins og að þau bæti upp fyrir glæpina þá er það móðgandi við Guð að við ætlum að fara að gera góð verk fyrir glæpina sem við höfum drýgt.

Sá sem síðan hefur verið fyrirgefið mikið elskar mikið og fyrir hann þá myndi hann aldrei vilja hryggja Guð með því að traðka á þeirri fórn sem búið er að færa fyrir hann með því að myrða, nauðga eða rupla eða hvað annað sem Guð hefur lýst vera af hinu illa.

Mofi, 3.1.2008 kl. 16:53

17 Smámynd: Davíð Örn Sveinbjörnsson

Sæll Arngrímur, áhugaverð ábending um að síður um sköpun og "vitræna" hönnu séu alltaf trúarlegar?

Nú veit ég ekki, en það væri væntanlega einnig soldið merkilegt ef að síða sem heldur fram sköpun eða vitrænni hönnun viðurkenndi á engan hátt tilvist skapara og/eða hönnuðar...?

Davíð Örn Sveinbjörnsson, 3.1.2008 kl. 23:18

18 Smámynd: Mofi

Nei Arngrímur, guðleysi og darwinismi gerir öfugt. Gerir ráð fyrir því að Guð sé ekki til og teygir og togar staðreyndirnar til að láta þær passa við þeirra guðleysis trú jafnvel svo mikið að heilbrigð skynsemi hlýtur varanlegann skaða af.

Mofi, 4.1.2008 kl. 10:46

19 Smámynd: Davíð Örn Sveinbjörnsson

Sæll Argrímur, var mín athugasemd um merkilegheitin ekki kaldhæðni?

Ég get án engan hátt samþykkt það að allir hafi komist að niðurstöðu um sköpun og vitræna hönnun á grundvelli trúar. Slík fullyrðing er með engu móti rökstudd og er klárlega röng. Á hinn bóginn tel ég persónuleg að flestir hafi haft trúarlegan bakgrunn þegar þeir komust að niðurstöðu um sköpun og vitræna hönnun.

Það liggur hinsvegar í rökrænu samhengi að þeir sem halda fram sköpun eða vitræna hönnun hljóta að vera trúaðir á einhvern skapara eða hönnuð, hver eða hvað það sé kann þó að vera mismunandi. Þannig verður vafalaust erfitt að finna sköpunarsíðu án tilvísunar til trúar um skapara eða hönnuð...hmmm...hmmm...hmmm...

Varðandi vísindin, tel ég að "trúaður" maður sé á engan hátt verri vísindamaður heldur en "ótrúaður". Og því miður þá geri ég sterka athugasemd við að Vísindinn gefi sér ekkert fyrirfram, þó að þau kannski myndu vilja það...en það er önnur umræða.

Davíð Örn Sveinbjörnsson, 4.1.2008 kl. 11:04

20 Smámynd: Mofi

Kannski einhver trúarbrögð gera það en það á ekki við kristni. Þeir sem byrjuðu nútímavísindi og faðir hinnar vísindalegu aðferðar voru allir kristnir og þetta var þeirra leið til læra meira um heiminn og handverk Guðs.

Mofi, 4.1.2008 kl. 14:42

21 Smámynd: Davíð Örn Sveinbjörnsson

Hvort að trúarbrögð hafi upplýst okkur um raunvísindi þori ég ekki að staðhæfa um. Enda tel ég það ekki tilgang eða hugmyndina á bakvið flest trúarbrögð að upplýsa um hvernig íkornar fjölgi sér eða hvernig plöntur fá næringu.

Á hinn bóginn tel ég að flest trúarbrögð séu að reyna að upplýsa eitthvað um t.a.m. tilgang lífsins, siðferði, Guð(i), dauðann o.s.frv. Það er ljóst að þetta eru spurningar sem vísindinn geta ekki svarað og ekki verður rannsakað með áþreifanlegum hætti. Þegar kemur að þessum spurningum, eða kannski frekar að svörunum við þessum spurningum deila margir um hvað sé rétt. Þannig að þó að þér finnist trúarbrögðin ekki hafa upplýst eða aukið þekkingu á tilteknu sviði er ég viss um að margir vilji meina að trúarbrögðin hafi upplýst okkur eða aukið þekkingu okkar á t.d. Guði, siðfræði, mikilvægi náungakærleika, sögu heillrar þjóðar (Ísraelsþjóðarinnar), menningarmun o.s.frv.

Tek svo undir með fullyrðingu Mofa og varpa í leiðinni fram spurningunni hvaða hópur hefur verið duglegur að stofna skóla og sjúkrahús og meðferðarstofnanir? (t.d. Landakotsspítala o.þ.h.)

Davíð Örn Sveinbjörnsson, 4.1.2008 kl. 15:11

22 Smámynd: Mofi

Arngrímur
Það er eðlismunur á því að segja að margir vísindamenn hafa verið trúaðir og að trú þeirra hafi nokkuð með
vísindastarf þeirra að gera.

Ef þeir segja að það var trú þeirra sem gaf þeim ástæður og grundvöll til að staunda vísindi þá líklegast spilaði þeirra trú hlutverk í þeirra vísindastarfi. Sá sem trúir að Guð er til og alheimurinn smíð Hans þá hefur hann ástæðu til að rannsaka og grundvöll til að rannsaka því ef það er ekki til neinn Guð þá hefurðu enga ástæður til að áætla að lögmál alheimsins eru skiljanleg eða eins á mismunandi stöðum í geimnum. Einstein talaði um að hið merkilegasta við alheiminn var að hann er skiljanlegur og ástæðan er einfaldlega sú að ef enginn Guð er til þá er það ekki eitthvað sem maður myndi búast við.

Arngrímur
en þetta hafa þeir gert þrátt fyrir trúarsannfæringu sína, ekki vegna hennar.

Ekki samkvæmt þeirra eigin orðum. Viltu kalla þá lygara bara vegna þess að þér er uppsigað við trú á Guð?

Mofi, 4.1.2008 kl. 18:57

23 Smámynd: Mofi

Við vitum trúarsannfæringu margra þeirra því þeir skrifuðu helling um þeirra trú. En það er rétt að það á ekki við þá alla.

Mofi, 4.1.2008 kl. 23:34

24 Smámynd: Mofi

Það er ekki hægt að neita því að guðleysi var hreinlega of heimskulegur kostur þangað til Darwin kom á sjónarsviðið.  Varðandi hugmyndina um eilífar þjáningar þá hef ég skrifað slatta um það því ég tel Biblíuna vera skýra á því að gjöf Guðs er eilíft líf og þeir sem hafna þeirra gjöf deyji að eilífu þannig að enginn mun þjást að eilífu í eldi.

Mofi, 5.1.2008 kl. 14:49

25 Smámynd: Mofi

Arngrímur, darwinismi hefur ekki útskýrt neitt. Aðeins búið til sögu sem er í engu samræmi við raunveruleikann.

Mofi, 6.1.2008 kl. 00:03

26 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér finnst þetta ekkert endilega snúast um hvort til sé Guð, heldur miklu frekar afbökun mannanna á fyrirbærinu Guð.

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 00:55

27 Smámynd: Mofi

Þannig að þú hefur réttu sýnina á Guði og villt laga afbökun annara?  Hvað er það sem þér finnst ég vera að afbaka?

Mofi, 6.1.2008 kl. 01:50

28 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sagði aldrei að þú afbakaðir guð og þóttist ekki heldur hafa "réttu" sýnina á guði. Meining mín er sú að allar skilgreiningar og lýsingar á guðum eru mannanna verk og því í eðli sýnu ófullkomnar sögusagnir. Það má vel vera að til sé guð en mér finnst það vera hræsni og oflátungsháttur að þykjast eitthvað þekkja til eðli hans og tilgangs. Ég læt mér nægja að gera ráð fyrir því að hugsanlega sé til guð og hann geti sem svo alveg verið eins og Biblían lýsir. Hins vegar er ekkert minna líklegt að hann sé allt annars eðlis.

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 02:50

29 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Það er ekki hægt að neita því að guðleysi var hreinlega of heimskulegur kostur þangað til Darwin kom á sjónarsviðið."

Þannig að hugmyndir Darwins eru ekki svo vitlausar? Þarna ertu nú kominn í ákveðna mótsögn við sjálfan þig og "skáldsöguhugmyndir" þínar.

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 03:09

30 Smámynd: Mofi

Arngrímur
Ef þú ert á þeirri skoðun að þróun og náttúruval útskýri ekki neitt, þá sé ég ekki hvernig við getum haldið
þessu áfram hér.

Það var nú hreinlega rangt af mér að segja þetta.  Þróun og náttúruval skýrir margt út í náttúrunni en ekki uppruna lífs og ekki uppruna dýranna. Eins og einhver sagði "Survival of the Fittest does not explain
Arrival of the Fittest
"

Páll Geir
Sagði aldrei að þú afbakaðir guð og þóttist ekki heldur hafa "réttu" sýnina á guði. Meining mín er sú að allar skilgreiningar og lýsingar á guðum eru mannanna verk og því í eðli sýnu ófullkomnar sögusagnir.

Ef Guð er til er þá svo órökrétt að trúa því að Hann hafi haft samband við einhverja hérna á þessari jörð? 

Páll Geir
Það má vel vera að til sé guð en mér finnst það vera hræsni og oflátungsháttur að þykjast eitthvað þekkja til eðli hans og tilgangs.

Ég aðeins trúi því að Guð hafði samband við ákveðna menn á þessari jörð og síðan birtist sem maður í Jesú Kristi. Ég trúi ekki að Guð hafi eitthvað opinberað fyrir mig persónulega heldur að Hann hafi gert það öllum sem hafa aðgang að orði Hans í Biblíunni.

Páll Geir
Ég  læt mér nægja að gera ráð fyrir því að hugsanlega sé til guð og hann geti sem svo alveg verið eins og Biblían lýsir. Hins vegar er ekkert minna líklegt að hann sé allt annars eðlis.

Mér finnst það heiðarleg afstaða og virðingarverð. Ég aftur á móti kemst ekki hjá því að mín trú er að Biblían er orð Guðs, finnst eins og minn vilji komi það merkilega lítið við sögu.

Páll Geir
Þannig að hugmyndir Darwins eru ekki svo vitlausar? Þarna ertu nú kominn í ákveðna mótsögn við sjálfan þig og "skáldsöguhugmyndir" þínar.

Þegar Darwin setti fram sínar hugmyndir þá voru þær ekki svo glórulausar en aðeins vegna skorts á þekkingu. Hann gat falið sig á bakvið að við höfðum fáa steingervinga og trúði því að seinna myndi þau sönnunargögn á móti hans hugmynd lagast.  Ótrúlega mikið af því sem hann taldi vera mest sannfærandi vitum við í dag að er rangt, það eru töluvert önnur rök í gangi í dag. Veistu hvað Darwin sagði að voru bestu sönnunargögnin fyrir hans kenningu?

Mofi, 6.1.2008 kl. 16:01

31 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Segðu mér endilega hvað Darwin taldi sitt helsta tromp Mofi.

"Ég aðeins trúi því að Guð hafði samband við ákveðna menn á þessari jörð og síðan birtist sem maður í Jesú Kristi. Ég trúi ekki að Guð hafi eitthvað opinberað fyrir mig persónulega heldur að Hann hafi gert það öllum sem hafa aðgang að orði Hans í Biblíunni."

 Ég veit það Mofi og það er allt í lagi. Ég tel hins vegar meiri líkur að þeir menn sem rituðu Biblíuna hafi ekki verið beintengdir neinum guði. Það er bara mín tilfinning og margra annarra hvort sem hún er rétt eða röng. Ég sé margar aðrar ástæður fyrir þeirri Ritningu, bæði pólitískar og "vísindalegar" sem útskýra boðskapinn ekki síður en að Guð hafi "hringt" í Pál Postula.

Það er gaman að bloggi þín Mofi en mér finnst þú oft svolítið fullrðingaglaður. Ég tel að orð þín hefðu mun meira vægi ef þú breyttir framsetningunni bara örlítið. Segðir oftar t.d. "Ég tel", "mér finnst" og "mér virðast rök benda til" frekar en að alhæfa um svona víðtæk og ósönnuð mál.

Páll Geir Bjarnason, 6.1.2008 kl. 18:17

32 Smámynd: Mofi

Páll Geir
Segðu mér endilega hvað Darwin taldi sitt helsta tromp Mofi.

Darwin hélt að teikningarnar af fóstrum sem þýski líffræðingurinn Ernst Heckel falsaði væru það sem honum fannst mest sannfærandi, meira um það hérna:  http://www.discovery.org/a/1562

Páll
Ég veit það Mofi og það er allt í lagi. Ég tel hins vegar meiri líkur að þeir menn sem rituðu Biblíuna hafi ekki verið beintengdir neinum guði. Það er bara mín tilfinning og margra annarra hvort sem hún er rétt eða röng. Ég sé margar aðrar ástæður fyrir þeirri Ritningu, bæði pólitískar og "vísindalegar" sem útskýra boðskapinn ekki síður en að Guð hafi "hringt" í Pál Postula.

Mjög eðlilegt að trúa því ekki, það er ekki rökrétt að trúa því nema að mjög vel athuguðu máli. Hérna er síða ef þú hefur áhuga á sem fer yfir atriði sem gefur manni ástæður til að halda að það er eitthvað meira en mannlegt á bakvið Biblíuna: http://www.godandscience.org/apologetics/authenticity.html

Páll Geir
Það er gaman að bloggi þín Mofi en mér finnst þú oft svolítið fullrðingaglaður. Ég tel að orð þín hefðu mun meira vægi ef þú breyttir framsetningunni bara örlítið. Segðir oftar t.d. "Ég tel", "mér finnst" og "mér virðast rök benda til" frekar en að alhæfa um svona víðtæk og ósönnuð mál.

Ég skal reyna að laga það eða að minnsta kosti hafa það í huga í framtíðinni.

Mofi, 6.1.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband